Dregið í 8-liða úrslit CL (Uppfært: ARSENAL!!!)

Jæja, þá er föstudagurinn runninn upp og eftir rétt tæpan klukkutíma verður orðið ljóst hverjir mótherjar Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2008 verða, sem og hverjir mögulegir mótherjar geta verið í undanúrslitunum.

Við héldum könnun hér í miðri viku þar sem við spurðum ykkur lesendurna hverjir óskamótherjarnir væru. Niðurstaðan var klár; mikill meirihluti vill helst sjá okkur forðast stóru liðin og lenda gegn annað hvort Schalke, Fenerbache eða Roma í 8-liða úrslitum. Á sama tíma fór fram samskonar könnun á opinberu vefsíðu Liverpool og þar var niðurstaðan einnig frekar afgerandi; Schalke eru draumamótherjar Púllara um allan heim og Fenerbache koma þar næstir. Þannig að nú verður spennandi að sjá hvort ykkur aðdáendum Liverpool verður að ósk ykkar, eða hvort við fáum viðureign gegn ensku liði eða Barcelona, sem flestir virðast vilja forðast.

Ég mun uppfæra þessa færslu með niðurstöðum dráttarins um leið og dregið er. Áhugasamir geta fylgst með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.


**Uppfært kl. 12:13 (KAR):** JA HÉRNA! Ég sagði við einn samstarfsaðila minn í morgun að ég hefði vaknað í morgun alveg sannfærður um að við fengjum Arsenal, og það gerðist!

Hér er drátturinn:

 • Arsenal – Liverpool
 • Roma – Manchester United
 • Schalke – Barcelona
 • Fenerbache – Chelsea

Liðin sem eru nefnd á undan spila fyrri leikinn á heimavelli.

Tökum seinni helming dráttarins fyrst. Barcelona og Man Utd mæta Schalke og Roma, og eiga seinni leikinn á sínum heimavelli, þannig að þau verða að teljast líkleg til að mætast í undanúrslitum.

Chelsea fá einnig “auðveldan” drátt gegn Fenerbache og eiga seinni leikinn heima, þannig að ef við klárum Arsenal er líklegt að við mætum Chelsea í undanúrslitunum.

Við hins vegar **drógumst gegn Arsenal**. Þetta verður einfaldlega SVAKALEGT EINVÍGI! Sem betur fer fyrir okkur fer fyrri leikurinn fram á Emirates Stadium og svo síðari leikurinn á Anfield, þannig að það er ljóst að Rafa þarf að eiga enn eitt taktíska meistarastykkið til að geta stöðvað Arsenal-liðið á sínum heimavelli og þá geta okkar menn átt góðan séns í seinni leiknum, fyrir framan The Kop. 🙂

Annað sem er athyglisvert í þessu er að okkar menn mæta Arsenal á útivelli í deildinni laugardaginn 5. apríl, sem er þá væntanlega þremur dögum eftir að fyrri leikur liðanna fer fram. Þannig að við þurfum að leika **tvisvar** við Arsenal á Emirates í fyrstu viku apríl!

Þetta verður ruddaleg viðureign. Ég vildi helst forðast Arsenal-liðið en úr því að þetta er orðið að veruleika hlakka ég bara til. Bring it on! 😉

48 Comments

 1. Maður er orðinn spenntur. Gaman að fylgjast með þessu í beinni vídjóútsendingu af uefa.com.

 2. Virkar útsendingin hjá ykkur á netinu í gegnum UEFA??? Fæ ekki neina mynd né hljóð!

 3. Haha, liðið sem kom neðst í kosningu á opinberu síðunni dregið gegn okkur.. Arsenal!

 4. Já sæll, það á ekki að fara auðveldustu leiðina frekar en fyrri daginn, en er ekki kominn tími til að fara að vinna Arsenal. Ef ég man rétt eigum við leik við þá í deildinni þarna á svipuðum tíma. En þetta verður rosalegt.

 5. Hvernig væri Liverpool – Man Utd í Moskvu? Gæti það orðið mikið meira dramatískara? uuuhhh NEI

 6. Þetta verður gaman. Það þýðir ekkert annað en að bera höfuðið hátt, Arsenal eru verðugir andstæðingar en liðin sem Liverpool hefur rutt úr vegi sínum á undanförnum árum hafa nú nokkur verið númeri stærri en Arsenal. Þetta er bara 50/50 og síðari leikurinn á Anfield sem getur bara verið plús. Þrjú ensk lið í undanúrslitum…aftur!

 7. Jæja, það verða sem sagt þrír leikir í röð gegn arse !!!

  1 apríl emirates CL
  5 apríl emirates EPL
  9 apríl Anfield CL

 8. Thetta verdur áhugavert, 3 leikir vid Arsenal á einni viku í byrjun Apríl. Mín spá, 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap, og tá er bara ad vona ad sigurinn verdi ekki í deildinni (eins furdulega og tad nú hljómar)

 9. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur fyrst sláum við út Arsenal svo þar á eftir Chelsea og svo manyoo í úrslitum. Getum sannað að við erum besta lið Englands. 😀

 10. Er ekkert ótrúlegt hvad Utd faer á hverju einasta ári mikil rusllid? Roma myndi sennilega ekki komast í Meistaradeildina ef their spiludu á Englandi eda Spáni.

 11. Þetta er rosalegur dráttur….Þá er bara kominn tími til að vinna þetta Aresenal lið í London.

 12. vá hvað þetta var æðislegt ,fínt að fá lið eins og arsenal , vildi alls ekki fara the easy way i gegnum þetta ,kominn timi á að sjá hvað býr i okkar mönnum, !

 13. Verður bara skemmtilegt!
  Miðað við síðustu leiki í deildinni finnst manni Arsenal vera að dala og okkar menn á uppleið. Vonandi verður svo áfram bara!
  En spáið í það að enn einu sinni er möguleiki á Liverpool – Chelsea í undanúrslitum, þó ef það gengi eftir yrði seinni á Stamford.
  En það verður ekki minna stuðið hinum megin. United og Barca ættu að komast áfram og það verða rosalegir leikir.
  Annars má maður ekki afskrifa neinn, en ég held að Schalke, Roma og Fenerbahce ráði ekki við sína mótherja.
  Liv-Ars verður stóra málið í apríl. Uss hvað pressan verður mikil á manni í vinnunni!!!!

 14. Hafði það svo sterklega á tilfinninguni að við myndum fá Arsenal, vona bara að það gerist ekki það sama og gerðist í fyrra í bikarnum 😀 Bring on those Asses

 15. Þetta er auðvitað óskhyggja en ef einhver getur reddað miða á leikinn þá má sá hinn sami láta mig vita.

 16. Er spænski hrokinn alveg að fara með þig Kjartan? Roma rúllaði upp Real Madrid, besta liði Spánar.

 17. Ágætlega sáttur svona eftir að ég sé þetta.. vildi þá ekki fyrst en svo hugsaði ég með mér hvað þetta eigi eftir að vera spennandi. Arsenal áttu í erfiðleikum við okkur síðast, það var ekki langt síðan Crouch fór illla með þá og þetta vriðast alltaf vera 50/50 sigrar. Svo kemur að meistaradeildinni, þá fær Rafa einhverja súper krafta frá meistaradeildarguðinum og bamm valtar yfir öll lið þannig ég verð að segja að ég er sáttur með að hafa fengið erfiðasta liðið að mínu mati og bíð spenntur. En auðvitað förum við áfram, tökum Chelsea aftur í undanúrslitum, alltaf jafn gaman og Barcelona í úrslitum.

 18. Þetta verður suddalegt. Það eru nú mörg lið sem ég yrði sáttari með, en aftur á móti hræðist ég engan á þessu augnabliki!
  Við tökum þessa ræfla!

 19. Ég myndi nú ekki bóka Roma sigur ef ég væri Man U aðdáandi. Vinur minn fagnaði gríðarlega þegar hann heyrði að Man U væri að spila á móti Roma. 7-1 leikurinn var algert grín og Roma menn eru sennilega æstir í að jafna fyrir þann leik. Miðað við hvernig þeir spiluðu svo gegn Real Madrid, þá gætu þeir vel unnið Man U.

 20. Tataratatamm
  3 leikir á einni viku við Arsenal. Hver verður svosem munurinn á deildarleiknum og leikjunum tveim í miðri viku?
  En þetta er samt ekki jafn slæmt og sumir virðast halda, Arsenal hefur verið að hiksta uppá síðkastið á meðan við erum á bullandi siglingu. Sammála þeim sem segja að það er meira varið í að fá stórleiki heldur en að komast “bakdyrameginn” áfram með léttum drætti.
  Svo er það bara Chelsky as usual og draumadráttur í úrslitaleikinn móti ManU

 21. Þetta gat varla verið verra að mínu mati. Held að ég hefði viljað mæta öllum öðrum liðum þarna. En það skiptir ekki máli, til þess að fara alla leið þá þarf að vinna þessa stóru. Held að Evrópusnilli Benitez muni koma að góðum notum gegn reynsluminna liði Arsenal. Leggjum í þessa viðureign sem “underdogs” sem hefur hentað liðinu vel undanfarin ár.

 22. Prógrammið verður varla strembnara eftir að Reading-leiknum er lokið um helgina – Utd úti, Everton heima og svo 3 x Arse, þar af tveir útileikir. En… þetta eru ekki vandamál heldur áskoranir fyrir okkar menn, ekki satt? 😀

 23. Arsenal – Utd – Barcelona.

  Þetta er mín spá.

  Við getum allavega þakka fyrir það að það eru ekki löng og ströng ferðalög fyrir okkar menn. Hins vegar vitum við að Arsenal á kannski eftir að seta meiri áherslu á deildina.

  Samt getur allt gerst í fótbolta við verðum að muna að þetta eru bara barátta milli 22 manna um að koma boltanum í netið hjá hvor öðrum.
  Tölfræði og laun hafa ekkert með það að gera.

 24. Frábær dráttur!
  Arsenal er appelsína sem bíður þess að vera kreist af meistara Benitez.

  Áfram Liverpool

 25. Arsenal mega ekki tapa deildarleiknum á móti okkur sem er þarna á milli vegna þess að þeir eru efstir í deildinni, svo þeir tefla sínu sterkasta liði pottþétt þar. Liverpool getur hins vegar spilað “varaliði” eða allavega hvílt Sprengjurnar okkar fyrir seinni leikinn á Anfeild 🙂 Svo sá leikur verður sko flugeldasýning á móti þreyttum fallbyssum.

 26. var þetta ekki svipað þegar við mættum chelski í fyrra skiptið?…áttum við ekki 3 leiki við þá á stuttum tima?…einhvernveginn minnir mig það.

 27. Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju við eigum að vera hræddir við Arsenal?

  Arsenal eru hægt og rólega að gefa eftir í deildinni, eru með nokkra menn í meiðslum og eru varfærnir og ekkert spes í Evrópu. Hafa auk þess aldrei orðið Evrópumeistarar og skortir því reynslu til að vita hvað þarf til að vinna þessa erfiðu keppni.

  Bara stórfínn dráttur ef þú spyrð mig enda Arsenal svipað short-passing miðjumoðs lið og Inter sem við vorum að enda við að slá auðveldlega út.

  Spái Liverpool – Fenerbache í undanúrslitum.

 28. Nr. 29 einare….ég er ekki að sjá okkur sem einhverja underdogs í þessu tilviki!!! Síður en svo. Við höfum náð betri árangri en Arsenal undanfarin ár og þá sérstaklega í þessari keppni!!!

  En þetta var síður en svo það sem ég var að vonast eftir, í raun hafði ég aldrei leitt hugan að þessum möguleika, það er að við fengjum Arsenal og þetta gæti orðið stressandi miðað við allt það magn af leiðinlegum nöllurum sem ég þekki…en bara BRING THEM ON.

  Einn möguleikinn af titlinum er Ars- Che og svo United og ef við förum þá leið að titlinum lofa ég að brosa í fimm ár 🙂

 29. Og svo á Arse ekki síður erfitt prógramm fyrir höndum (tekið af Vísi):
  Úrvalsdeild: Chelsea-Arsenal 23. mars
  Úrvalsdeild: Bolton-Arsenal 29. mars
  Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
  Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
  Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl
  Úrvalsdeild: Man Utd-Arsenal 13. apríl

  … þokkalega steikt prógramm hjá báðum liðum, sem sagt.

 30. Þetta er það erfiðasta sem við gátum fengið.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!! YOU NEVER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!!!

 31. Woow…..
  Ég vaknaði í morgun heima og sagði við Jonna bróðir að mig hefði dreymt að við fengum Arsenal, fórum svo niður í stofu og stilltum á SkySports. Usss…..Arsenal var það, sé fram á tryllta ferð okkar bræðra til London!!!!

  Kv. Andri.

 32. Sem starsfélagi Kristjáns get ég vottað að hann spáði Arsenal 🙂

  Annars sting ég upp á nýrri skoðanakönnun: “Hvað setur Torres mörg mörk gegn Arsenal samtals í leikjunum þremur?” Ég segi fimm…

 33. Ég held að þetta hafi bara verið hinn þokkalegasti dráttur fyrir okkar lið. Hjá Liverpool er meiri reynsla, liðið hefur náð sér upp úr lægð og er að leika vel núna. Ég held að drengirnir hans Wenger verði niðurlægðir á þessari viku eða svo í apríl. Við það brotna þeir svo niður og tapa deildinni í þokkabót.
  Arsenal menn eiga eftir að gráta þegar að þeir hugsa til þessa tímabils í framtíðinni.

 34. Er ekki að sjá að Liverpool prógramið sé neitt léttara en hjá Arsneal:
  Úrvalsdeild: Man Utd vs. Liverpool, 23. mars
  Úrvalsdeild: Liverpool vs. Everton, 30 mars
  Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
  Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
  Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl

  Þetta er rosalegt. Eins gott að vinna Reading…

 35. Jæja… minnugur tveggja leikja í tveim bikarkeppnum með stuttu millibili fyrir ári síðan. Þá hugsa ég núna…. Stund hefndarinnar er runnin upp!!

  Þetta verða rosalegar viðureignir. Ég spái Liverpool áfram.

 36. Einn möguleikinn af titlinum er Ars- Che og svo United og ef við förum þá leið að titlinum lofa ég að brosa í fimm ár 🙂

  🙂 🙂

Javier Mascherano

Agger í aðgerð, tímabilið búið