Agger í aðgerð, tímabilið búið

Ekki góðar fréttir af Daniel Agger, en svosem eitthvað sem manni hefur grunað. [Hann þarf að fara í aðgerð á rist](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159183080314-1258.htm) og mun sennilega ekki spila meira á þessu tímabili. Vonandi að hann komi aftur enn betri leikmaður á næsta tímabili. Mikilvægi Skrtel hefur því aukist enn frekar.

11 Comments

 1. Ja hérna, þessi meiðsli sem virtust nú ekki svo alvarleg í upphafi eru búin að reynast Liverpool og Agger ansi dýrkeypt. Vonandi að Agger stígi sterkari leikmaður uppúr þeim og Skrtel eflist við meiri reynslu.

 2. Fuck.

  Hef ekki meira um þetta að segja. Aðrir lenda í ristarbroti og eru frá í 2-3 mánuði. Okkar menn lenda í ristarbroti og missa úr heilt tímabil. Týpískt.

 3. Einar, ár og tímabil er ekki það sama 🙂

  Rafa segir að hann komi aftur á næsta tímabili 😉

 4. Skiptir ekki máli, þessi tiltölulega smávægilegu meiðsl hafa verið hreint með ólíkindum 🙁

 5. Þetta er búið að vera afar undarlegt. Agger hefur oft átt að vera klár en síðan hefur eitthvað komið uppá. Vonandi nær hann sér 100% af þessum meiðslum og kemur tilbaka sterkari andlega og líkamlega. Eins gott að Rafa keypti Skrtel.

 6. Jamm, tek undir með Agga og Inga. Þegar við vorum orðaðir við stórkaup á Skrtel, og þar á undan Garay, í janúarglugganum hugsaði maður upphaflega hvort þörf væri á því, þar eð Hyypiä er búinn að spila vel í vetur og Agger var alltaf aaaaalveg að koma tilbaka. En sem betur fer settum við pening í Skrtel. Það hefði verið frekar mikið á gamla manninn Hyypiä lagt að biðja hann um að spila alla leikina eftir áramót án hvíldar.

 7. lækna mistök aldarinnar!!!!!

  Já bíðum helmingin af tímabilinu svo þegar þetta er byrjað að lagast þá skulum við senda hann í aðgerð þússt woddafokk!

 8. Ég veðjaði 5 evrum á pokerhills.com á leik liverpool og inter og stóð uppi með 20 evrur í vinning.
  ég setti allt þetta á leik liverpool ig reading, ef við vinnum þá fæ ég 4 evrur í vinning.
  Ég ætlað að veðja öllum mínum vinningum sem ég vinn á sigur liverpool þangað til og ef ég næ 1000 evrum. þá hætti ég
  4-1 fyrir liverpool á morgun kuyt setur 2 og torres 2

Dregið í 8-liða úrslit CL (Uppfært: ARSENAL!!!)

Reading á morgun