Stöð 2 Sport 2

Er þetta eitthvað grín? Erum við semsagt að fara að horfa á enska boltann á Stöð Tvö Sport Tvö?

Alveg einsog við höfum nú gagnrýnt verðlagninguna á Sýn og þótt við elskum að nöldra útaf þulunum á Sýn, þá er Sýn samt gríðarlega sterkt nafn í hugum fótbolta-unnenda hérna heima. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju menn kjósa að henda því nafni á haugana og taka í staðinn up Stöð 2 Sport nafnið.

En svona til að gæta jafnvægis, þá er ég alltaf á leiðinni að skrifa pistil þar sem ég ætlaði að fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á enska botlanum eftir að hann fór yfir á Sýn 2. Ég hef verið óánægður með sumt, en einnig mjög ánægður með ansi margt. Ætli ég reyni ekki að henda því saman í næsta landsleikjahlé.

22 Comments

 1. Þetta er ótrúlega 2008 að henda út í buskann eina verulega góða nafninu sem fundið hefur verið á íslenska sjónvarpsstöð . . .

 2. Nákvæmlega!
  Hver man t.d. ekki þegar Spaugstofan skapaði hina ódauðlegu setningu “Blindir fá Sýn” 🙂

  Þessi Ari Edwald er algerlega úti að skíta með þetta 365 batterí. Þetta er ekki sjónvarpsstöð lengur heldur bara orðið að markaðs og auglýsingafyrirtæki.
  Brandari.

 3. ég hlakka til að lesa pistilinn þinn um Sýn og Sýn2…

  btw. þá finnst mér alveg frábær auglýsingaherferð 365 þar sem þeir auglýsa 30% afslátt af fyrsta mánuði gegn 12 mánaða skuldbindingu…. ÞVÍLÍKT TILBOÐ… nenni ekki að leggja metnað í að reikna það einfalda dæmi hversu lágt hlutfall af heildarpakkanum þessi ,,30% afsláttur af fyrsta mánuði” er en það er örugglega vel innan við 5 %

 4. Ég var að grínast með þessa nafngift í gær og datt ekki í hug að hún yrði að veruleika. En kannski venst þetta. Annað, Sirkus heitir núna Stöð 2 Extra en réttnefni væri auðvitað Stöð 2 Rusl.

 5. Já ég bíð spenntur eftir næsta landsleikjahléi og pistlinum góða. Ég var einn af mörgum sem ákvað að hundsa sýn 2 og láta mig hafa það að fylgjast með í gegnum p2p rásir á netinu. Ég hef ekki enn gefið mig með þetta og væri fróðlegt að heyra hversu margir gáfu eftir og tóku inn sýn 2.
  Verð að viðurkenna að mér blóðlangar í að sjá enska boltann en mér finnst þetta vera of dýrt hjá þeim. Verður því fróðlegt að heyra hjá þér hvernig til hefur tekist hjá þeim sýnarmönnum með þetta.

 6. Ég get stoltur sagt frá tví ad ég hef stadid vid stóru ordin og hundsad Syn og hef ekki hug á ad breita tví.

 7. Kemur svosem ekkert á óvart. Þetta er í raun og veru mjög svipað þvi sem Canal+ gerði fyrir nokkrum árum.

  Þar eru þetta mismunandi stöðvar allar með Canal+ fyrir framan.

  Menn geta séð nöfnin á þeim hér

 8. Geisp, geisp enn byrja menn að þvaðra um 365. Alveg með ólíkindum.

 9. Huge Mistake … Þessi nafnabreyting. Sýn er alveg jafn þekkt vörumerki og Stöð 2.

 10. Hörður, sýndu þessum umræðum nú aðeins meiri virðingu. Sýn kemur efni þessarar síðu afskaplega mikið við og það er fullkomlega eðlilegt að við tjáum okkur um stöðina og breytingar á henni. Það er ekki “þvaður”.

  Það væri öllu alvarlegra fyrir Sýn ef við hefðum engan áhuga á stöðinni og umræðu um hana. Já, menn tjá sig stundum af full miklum æsingi um stöðina (þó kommentin við þessa færslu séu öll eðlileg) en svona komment einsog frá þér bjóða nú varla uppá að umræðan sé á háu plani.

  Svo getur einfaldlega enginn haldið því fram að Stöð tvö sport 2 sé betra nafn en Sýn tvö. Til þess þurfa menn að vera ansi trúir á málstaðinn. 🙂

 11. Höddi er nú ekkert nema fórnarlamb í þessu máli, verður leiðinlegt að þurfa að fara að tala um dagskrá/leiki osfrv. á stöð2 sport2 því það er ekki beint þjált nafn. Ætla að skjóta að það verði sagt alveg nokkrum sinnum vitlaust af starfsmönnum/gestum þar.

 12. Sé að snillingarnir eru komnir með háskerpupakkann í 1.690 ofan á annað.
  Þá er þetta að nálgast 9.000 kallinn, S2 sport og S2 sport2 +HD pakki, og hef grun um að Ari og co haldi að þeir geti skrúfað þetta upp í 10.000 næsta vetur !

  Ég mun segja pass og skella mér frekar á einn leik út og pöbbinn þess á milli….

 13. Það er alltaf sama vælið á þessari síðu. Þvílíkt samansafn af fórnarlömbum. Ef það er ekki verið að grenja útaf landsleikjum þá er það bara eitthvað annað. Búhúhú!
  http://www.væl.is

 14. Ef þetta fer svona í tauganar á þér VBH af hverju ertu þá að lesa síðuna? Hví ertu að kvelja sjálfan þig á því þar sem það er alltaf sama vælið?

 15. Komum í leik, spot the 365 worker!
  Voðalega eru sumir hörundsárir, væri hugsanlega skiljanlegt ef viðkomandi er hjá markaðsdeildinni og átt einhvern þátt í þessu merka framtaki.

 16. Mér finnst alveg eðlilegt að þeir hjá 365 séu að setja allar sínar sjónvarpsstöðvar undir sama vörumerkið. Vörumerkin styrkja þá hvort annað og auka vörumerkjavitund á allar sínar stöðvar. Hefðu átt að vera löngu búnir að gera þetta.
  P.s. ég er ekki tengdur 365 á neinn hátt en er ósáttur áskrifandi þeir eru að verðleggja þetta alltof hátt.

 17. Ég tel að þessi nafnbót sé nú ekkert slæm þannig séð en frekar svona afhverju þetta var ekki gert í upphafi. Það er t.d. TV2 Sport í Danmörku þannig að ætli við sjáum ekki svona hvaðan eftirmyndin kemur. Að hafa SPORT í nafninu er náttúrulega það sem átti að vera frá upphafi. SÝN SPORT hefði verið líka fínt og þeir haldið SÝN-ar nafninu.

 18. Nafnið er dæmi um hugmyndafræði sem á greinilega upp á pallborðið í þessum auglýsinga / ráðgjafa / hugmyndabransa í dag; dæmi eru t.d. Oddi sem varð A4, N1. Nafnið á að vera “ferskt og grípandi”, helst hljóma svolítið “erlendis”, má ekki hljóma íslenskt, því það er “gamaldags” . . .

 19. Afhverju fáið ykkur ekki bara digitalb gervihnattarpakkann það er um 3000 kall á mánuði fyrir helling af sporti og myndum…..

Kewell á förum?

Javier Mascherano