Kewell á förum?

Þetta er mjög furðulegt því í gærkvöldi var ég einmitt að velta því fyrir mér hvað væri að frétta af Harry Kewell. Hann er ekki meiddur, en hefur nánast ekkert sést í margar vikur eftir vægast sagt hræðilega frammistöðu í nokkrum leikjum í byrjun árs. Liverpool Echo greina frá því að Kewell hafi beðið um að ferðast til Ástralíu til að taka þátt í æfingabúðum með nokkurs konar B-liði Ástralíu.

Jafnvel er talið að Rafa muni leyfa Kewell það og það verður því greinilegt merki um að Kewell er á leiðinni frá félaginu. Það var svo sem öllum ljóst að ef hann næði ekki að stimpla sig inn verulega á þessu tímabili þá væri ferill hans hjá Liverpool búinn. Það hefur ekki gerst og því lítil ástæða til að bjóða honum nýjan samning í sumar. Það verður svo sannarlega sorglegur endir á sorglegum ferli hans hjá Liverpool.

17 Comments

 1. Já, það er víst orðrómur á kreiki að KR sé að bera víurnar í hann.

 2. Því miður of mikið meiddur. Verður með Boro’ – Birmingham – Bolton eða öðru svipuðu liði á næsta ári.

 3. átti frábært tímabil 2005/06 og ágætis fyrsta tímabil… að öðru leyti var hann meiddur eða lélegur

 4. Ég finn alltaf til með karlinum. Maður má ekki gleyma því að hann er alveg eitur-harður Liverpool aðdáandi og var búinn að vera það frá bernsku. ÞEssu ömurlegu meiðsli hans og endalausa formleysi gera það að verkun að það er gríðarlega gott að offloada þennan sekkjarkött.

 5. Madur getur amk alltaf yljad sér vid markid sem hann skoradi á móti Everton thegar Gerrard var rekinn út af hér um árid og vid unnum 3-1. Ein af bestu Liverpool-minningum mínum 🙂

 6. Sem eini meðlimur aðdáendaklúbbs Harry Kewell á Íslandi mun ég syrgja þessa stund mjög. Líklega ramma ég inn Liverpool treyjuna mína merkta honum, sem ég keypti strax og hann skrifaði undir, og giskaði á að hann yrði nr. 7 þar sem ekki var búið að tilkynna hvaða númer hann myndi bera á bakinu.

  Lengi lifi Harry Kewell og haldist heill hvar sem hann spilar sinn fótbolta í framtíðinni.

 7. Þar með eru brostnar vonir áratugarins næstum því staðfestar.

  Ef Kewell hefur beðið Rafa um að fá að fara er hann væntanlega búinn að afskrifa framtíð sína hjá Liverpool sjálfur og farinn að díla við málið af raunsæi. Ef Rafa leyfir honum að fara staðfestir hann svo væntanlega það sem við höfum vitað ansi lengi.

  Synd. Hvað Kewell hefði getað orðið mikil goðsögn í augum Púllara ef hann hefði sloppið við meiðsli sl. fimm árin munum við sennilega aldrei vita.

 8. Hann er grey sem er ekki nógu góður fyrir lfc.
  Mér finnst sorglegt hvað meiðslin hans hafa hrjáð hann.
  Einfaldleg ekki nógu góður með liðinu. Þrátt fyrir góðu sendinguna sem hann átti á Torres fyrir í vetur.

  Okkur vantar kantara.
  Gaman samt að sjá hvað Kyut og “lúkas” hafa verið að pluma sig á kantinum í síðustu leikjum.
  En okkur vantar tvö stykki kantara til að gera sendingarnar í hornunum beitari. Því miður er Penni(ant) og Benni að mínu mati ekki nógu góðir til að það sé hægt að kalla þá góða kantara í mínum huga.

  En nú er sjálfstraustið vonandi komið og við verðum að klára tímabilið með góðum sigrum. Jafnvel Evrópudollunni.

  Áfram LFC

 9. Smicer var meiðslahrúga hjá liverpool og margir vildu kenna um of mikilli pressu vegna númersins á bakinu (7), svo langt gengu meira að segja sumir að kalla þetta bölvun. Þegar Kewell kom til liðsins tók hann við númerinu af smicer, sem eftir það fór að spila meira og meiðast minna, og virðist hafa tekið við bölvuninni líka enda lítið gert nema vera meiddur síðustu ár. Spurning hvort það eigi ekki bara að leggja sjöunni hjá liðinu?

  Það er annars synd og skömm að hann skuli ekki getað hafa haldið sér heilum þessi ár hjá liðinu enda er Kewell í toppformi alveg fyrirtaks vinstri kantmaður og liðið hefði svo sannarlega getað notað krafta hans. Vonandi nær hann ferlinum aftur á strik í einhverju miðlungsliðinu þar sem pressan er minni en hjá stórklúbbi eins og Liverpool.

 10. Hann var því miður alrei meira en efnilegur, komst aldrei upp úr því finnst mér … en hann er á lista yfir 20 tekjuhæstu knattspyrnu menn í Evrópu. Thats something

 11. Það eru einhver álög greinilega á 7unni eftir að Beardsley fór úr treyjunni. En 7an á náttlega að vera aðal treyjan.
  Hver ætli klæðist henni þá á næsta ári?

 12. 11 – var einmitt búnað heyra þetta líka, hann hefði verið einn af tekjuhæsti mönnum í liðinu. Hef reyndar engar staðfestar tölur um það samt (einhver sagði mér að hann hefði verið næstur á eftir Gerrard (áður en Torres kom)) veit einhver hvort eitthvað er til í því?

  Tek undir það að hann átti á köflum mjög góðar syrpur milli meiðsla en ef það átti að gefa honum einhvern lokaséns á þessu seasoni uppá áframhaldandi samning þá finnst mér eðlilegt að semja ekki við hann aftur.

  Fyrir mér þá eru 2 atvik sem ég fagnaði honum mikið annars vegar og bölvaði honum mikið hins vegar. Markið gegn Tottenham annars vegar og hins vegar þegar hann fór útaf eftir korter í Istanbul. Þó að sú minning hafi síðan alveg fallið í skuggann af gleðinni sem fylgdi það kvöld 🙂

  Það verður hins vegar gaman að sjá hver muni koma í hann stað.

 13. Kæri Hannes, ég á líka Kewell 7 búninginn.

  Við ættum að safna í tagl að hætti meistarans 2005-2006.

  Byrja þú og ég byrja svo á eftir.

 14. Þau kaup sem ég hef verið mest spenntur yfir síðustu 10 ár:

  1. Fernando Morientes
  2. Harry Kewell
  3. Fernando Torres

  Fyrstu tveir á listanum voru sorglegir, en sá þriðji virðist ætla að standa sig sæmilega.

 15. The Leeds syndrome segi ég… hélt alltaf mikið uppá hann (nema þegar hann safnaði hári) og því er leiðinlegt hvernig endaði fyrir honum.

  Vonandi fer hann bara ekki í einhvern Cardiff pakka…

Könnun: Hverja viljum við fá í 8-liða úrslitum?

Stöð 2 Sport 2