West Ham á morgun

Sæl öll.

Þá er loksins komið að því að klára leikinn sem við “eigum inni” á liðin í kringum okkur. Leiknum var upphaflega frestað vegna þátttöku okkar í forkeppni CL og er loks núna að detta á.

Mótherjarnir í þessum ágæta inneignarleik eru Lundúnabúar í íslenskri eigu, West Ham United. Ekki það reyndar að síðan “Egg-man” var látinn fara hefur nú lítið farið fyrir fréttum af eignarhaldinu íslenska, hvort sem Björgúlfi líkar það nú betur eða verr….

Okkar menn ættu að vera í fínum gír þessa dagana, búnir að vinna síðustu þrjá leiki, skora í þeim átta mörk og fá á sig þrjú. Síðast ákaflega móralskur sigur á Bolton, liði sem löngum hefur skráð á okkur veifur í gegnum tíðina. En það hafa West Ham nú ekki oft gert, hvað þá á Anfield Road. Þó sýnist manni meistari Gerrard vera ákveðinn í því að bera virðingu fyrir mótherjanum, um leið og hann lýsir ákveðni okkar manna í að ná í stigin þrjú sem fleyta okkur upp fyrir bláa liðið í borginni við Mersey upp í hið gríðarlega mikilvæga fjórða sæti!

Ætla ekkert að rifja upp fyrri leikinn í vetur, skítatap í slökum leik, heimta auðvitað hefnd fyrir þann dapra dag og er alveg viss um að leikmennirnir vilja kvitta fyrir stuld Hamranna.

Þegar kemur að því að hugsa hvernig liðið verður hjá Rafael Benitez, held ég að lítið verði um breytingar frá helginni. Vissulega er nokkuð þétt leikið en ég held að karlinn ætli sér núna í næstu leikjum að breyta litlu og fá aðeins meiri samfellu í liðið. Eftir að hafa legið þónokkuð undir feldi, reyndar flísteppi, er þetta mín hugmynd að liði morgundagsins:

Byrjunarlið

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Aurelio

Gerrard – Mascherano – Lucas – Babel

Torres – Crouch

Bekkur: Martin – Hyypia – Alonso – Kuyt – Pennant.

Ég held semsagt að hann hvíli Hyypia og Alonso fyrir næstu átök og láti Crouch spila vegna leikstíls West Ham. Auðvitað gæti þetta allt verið á annan veg, en þá bara það.

Mótherjarnir í West Ham munu örugglega stilla upp 4-5-1 leikkerfi þar sem þeir liggja til baka og reyna að sækja hratt. Flest lið gera það á Anfield en þetta er líka leikstíll Alan Curbishley og ég er sannfærður um það að eins verði á morgun. Liðið er auðvitað í sárum eftir stórtap, 0-4 á heimavelli um helgina, en óstöðugleikinn er það mikill í þeirra herbúðum að maður veit aldrei hvað gerist næst. Þess vegna gætu þeir verið eins og grenjandi ljón, eða lömb á leið í sláturhús. Erfitt er líka að sjá hvert byrjunarliðið verður, því maður veit jú aldrei hverjum sjúkraþjálfaraliðið (örugglega það margir sjúkraþjálfarar á Upton Park að þeir eru komnir með lið) þar hefur náð að tjasla í leikhæft form. Stórt spurningamerki semsagt.

Ég er sannfærður um það að við sjáum okkar menn í gírnum annað kvöld. Liðið er smám saman að fá sjálfstraustið á ný, er farið að fá mörk frá fleiri leikmönnum en Torres og Gerrard og virðast einbeittir í því að ná í fleiri stig. Ekki held ég síður að þessi endalausa umræða um eignarhaldið sé farið að virka sem hvatning á leikmennina, þeir eru örugglega hættir að pirra sig á þessu öllu og nýta sér þetta bara til að peppa sig upp.

Kannski þeir kíki á pöbb eftir sigurleik og sjái hvort þeir sjá einhvern í Hicks fjölskyldunni sem er til í að splæsa einum umgangi? Kannski þeir hinir sömu myndu svo taka smá labb um hverfið og rekast á Foster Gillett sem villtist úr vinnunni í desember og er enn að leita að innganginum á Anfield.

Ja hver veit…..

En að gríni slepptu held ég að við vinnum þennan leik 2-0 á morgun, Gerrard setur mark í fyrri hálfleik og Crouch í þeim seinni. Komnir í fjórða sætið að leik loknum og förum ekki neðar fram í maí!

20 Comments

  1. 4-1 sigur okkar manna! Borin hefur sjaldan blómstrað jafn mikið!!

  2. Mín spá er 3-1 fyrir okkar mönnum!

    Gerrard setur 2 og babel 1 (og þar af leiðandi blossar upp ROSA sjálfstraust hjá þeim unga og hann heldur áfram að bæta sig í hverjum leik eftir það, því ég býst við miklu frá honum á komandi tímabilum)

    Koma svo poolarar!!

  3. Rafa segir í viðtali við opinberu síðuna að Finnan sé ekki klár í slaginn enn, svo væntanlega kemur Arbeloa inn í hægri bakvarðarstöðuna, nema Carragher taki enn einn leik þar og Hyypia spili. Maður þorir varla að vona að Agger fari að birtast aftur í byrjunarliði, þó það væri vissulega frábært.

  4. Agger spilaði í meira en klukkutíma í gærkvöldi með varaliðinu og stóð sig vel, hann fer því að nálgast endurkomu. Hann spilar því pottþétt ekki í kvöld en gæti verið klár í slaginn um helgina.

  5. Agger spilaði 60 mínútur með varaliðinu í gær svo það er ansi hæpið að hann verði í hóp í dag. En vissulega verður það frábært að sjá hann aftur í aðalliðinu enda er ég á því að liðið hafi saknað hans heilmikið í vetur og ekki verður trú mín minni við að lesa umfjallanir eins og þessa (sagt í leikskýrslu opinberu síðunnar um varaliðsleikinn):

    The latter chance came after a great lofted ball from Agger, who sprayed Xabi Alonso-style passes around the pitch at will during his time on the field.

    Ég hlakka mikið til að sjá hann gera þetta með aðalliðinu.

    En að leiknum, ég á von á að arbeloa byrji þennan leik í hægri bakverði og yrði ekki hissa þótt pennant yrði á hægri kantinum og þá á kostnað Lucasar, annars er ég nokkuð sammála greinarhöfundi um liðið. Spurningin er samt hvort Benitez ætli að halda sig við 4-2-3-1 kerfið sitt og þá er ljóst að ekkert pláss verður fyrir Crouch í byrjunarliðinu þó mér finnist reyndar alveg kominn tími á að hann fari að fá að byrja einhverja leiki. Torres kemur svo til með að sjá alfarið um markaskorunina í 2-0 sigurleik.

  6. Sælir félagar
    Þetta verður einn af þessum drulluerfiðu leikjum sem ómögulegt er að spá fyrir um. Kuyt mun vera í byrjunarliðinu en ekki Crouch og Arbeloa í hægri bak. Að öðru leyti er spá Magga líkleg.
    Þó hallast ég að sigri og ef svo fer þá mun hann held ég verða afgerandi. Svo er hinn möguleikinn að við föllum í jafnteflisgryfjuna. Þrátt fyrir undanfarna sigra hefur liðið í raun ekki verið að spila vel sem heild. Það hefur verið einstaklingsframtak og heppni í bland sem hefur komið til ásamt með afgerandi mistökum andstæðinganna.
    Hitt er svo annað að sigrar vinnast varla ef andstæðingurinn gerir engin mistök.
    Vonandi mun Torres vera meira áberandi en í síðasta leik enda vil ég fá hann uppí 20 – 25 mörk í deildinni á leiktíðinni. það er rauhæft miðað við gengi hans í flestum leikjum.
    Spá mín er tvíþætt. Annað hvort vinnum við þetta 3 – 0 til 4 – 1 (Torres og Babel) eða þá að þetta endar í drulujafntefli 0 – 0 sem væri hörmulegt.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Sælir félagr
    Það er eins gott að þessi leikur vinnist, ég á tvo félaga sem eru Everton menn og þeir eru svo þreittir það er bara eisn og Everton hafi alla tíð verið stóri klúbburin í bítlaborginni, alveg ótrúlegir fírar. En ég er nokkuð viss um að þetta vinns held að okkar menn séu komir á skrið og svo vrður nú Agger kandki með á móti Newchastel það væri nú ekki slæmt því ég verð á þeim leik, er að farast úr spennu… Við vinnum þetta 3 – 0 Torres með tvö og Babel með eitt.

  8. Held að við ættum að vera save þó að Torres verði hvíldur… En það er þó ekki útilokað að hann verði með samkvæmt miðlum…

  9. Ef Torres er tæpur á hiklaust að hvíla hann að mínu mati. Við þurfum frekar á honum að halda gegn Inter heldur en að hann verði að spila allar mínútur gegn West Ham og Newcastle. Og eins og oft hefur verið sagt; ef við getum ekki unnið West Ham og Newcastle á Anfield án Torres eigum við ekkert erindi í toppbaráttuna. Vonandi sýna aðrir hvað í þeim býr í kvöld.

    Annars leggst þessi leikur vel í mig. Sú staðreynd að við töpuðum fyrir West Ham í janúar gerir þennan leik að mínu mati að næstum því öruggum sigurleik. Bæði af því að West Ham-menn eiga varla von á miklu eftir að hafa þegar náð að sigra Liverpool, gætu verið saddir í innbyrðis viðureignum liðanna, en líka af því að ég býst við okkar mönnum dýrvitlausum í þennan leik.

    Mín spá: 3-0 fyrir Liverpool. Við erum mikið í því að skora þrjú í leik þessa dagana, og það er kominn tími á að Reina taki upp þráðinn í því að halda hreinu í deildinni. 🙂

  10. Góður punktur Kristján Atli, auðvitað á að hvíla mannin ef hann er tæpur og algerlega er það rétt hann verður að vera klár á móti Inter, ekki þess virði að taka áhættu, enda nóg til af mönnum og eins og þú sagðir réttileg ef við getum ekki unnið þessi miðlungs lið án Torres og það á Andfild þá er eitthvað mikið að…. helda að við vinnum þessa báða leiki… Segi það ekki að ég hefði viljað sjá Tossrs spilsa á móti Newchastel ( verð á leiknum) en það er svo áríðandi að hann verði klár á móti Inter þannig að ég er alveg til í a sitja við hliðina á honum upp í stúku…

  11. Þetta verður sigur okkar manna, ekki spurning. Hugsanlega verður það tæpt, en sigur verður það.
    Ég hef spáð því áður og spái því aftur, að Liverpool kemur til með að eiga sterkasta endasprettin af þeim liðum sem ætla að berjast um 4.sætið. Reyndar kæmi mér ekki á óvart þó svo að Liverpool ætti betri sprett ,stigalega séð, heldur en toppliðin líka. Liverpool toppar á réttum tíma.
    Það verður spennandi að fylgjast með leiknum í kvöld og kanski ekki síður spennandi að sjá viðbrögð stuðningsmanna við þeirri staðreynd að Hicks neiti að selja sinn hlut í félaginu.

    Insjallah…Carl Berg

  12. Held og vona að þú verðir sanspár (12 CB) að Liverpool eigi góðan enda sprett, ég vona að Hicks selji ekki til DIC, einfaldlega vegna þess að ég vil hafa Rafa áfram….

  13. skv. BBC er Torres í 17-manna hóp fyrir leikinn

    Liverpool (from): Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Aurelio, Riise, Benayoun, Gerrard, Mascherano, Alonso, Babel, Kuyt, Torres, Crouch, Skrtel, Lucas, Martin.

  14. Hvar er Voronin? Er hann meiddur eða er hann bara svona hríðfallinn í áliti hjá stjóranum að hann kemst ekki í hóp, aldrei?

  15. Tvennt sem ég er að spá í varðandi 17 manna hópinn. Enginn Pennant, Kewell eða Itandje.
    Hef ekkert heyrt um meiðsli þessara manna, virðast semsagt á útleið! Eða hvað? Vissi ekki af því hve slæm meiðsli Finnan eru og tel því Arbeloa koma inn fyrir hann.

  16. Kewell er meiddur eins og vanalega en er að koma aftur. Pennant er líka meiddur. Martin er einfaldlega búin að slá Idjante út.

    Byrjunarlið:
    Arbeloa- Carra – Skrtel – Rise
    Benayon – Gerrard – Mascerano – Babbel
    Kuyt – Crouch

    Bekkur: Martin – Torres – Aurelio/Alonso – Hypia – Lueva

    Leikurinn fer 1-0, Kuyt skorar

  17. Það er til fullt af manskap þó að einhverjir séu meiddir, vona bara að Lucas byrji frekar en Benayong, ég kvíði þessum leik ekki og eftir hann get ég gefið Everton félögum mínum langt nef…

  18. Reina

    Carargher-Skrtel-Hyypia-Auerlio
    Masch-Lucas
    Beanyoum-Gerrard-Babel
    Torres

    Vörnin er flott. Hyypia gæti þó dottið út og Arbeloa kemur í bakvörð. Lucas og Masch eru að spila drullu vel saman á miðjunni og hlutverkið sem gerrard fær sem svona free role er að virka einkar vel. Benayoum vill ég sjá bara útaf hann var í west ham og sólaði ábyggilega ófáa á æfingum og kann liklega eitthvað á þetta lið. Babel er að komast í mjög gott form. Spurning með Torres. Kuyt ætti svosem alveg að geta tekið þetta hlutverk.

DIC bjóða í Liverpool!!

Liðið komið – Torres byrjar!