Bolton á morgun

Einhver ónefndur M.B. gargaði með skerandi röddu: “Tell me, how am I supposed to live without you?” … og með tilliti til nýjustu fregnanna af Mascherano og fjögurra ára samningi hans við félagið, þá tileinka ég honum þessi orð. Félagið þarf á honum að halda. En á morgun, sunnudag kl. 13:30, munu sem sagt okkar menn heimsækja Bolton á Reebok Stadium, og það verður fróðlegur leikur. Í leik liðanna á Anfield voru skoruð fjögur mörk (öll okkar megin – Hyypia, Torres, Gerrard og Babel) og gefin þrjú spjöld (öll Bolton megin). Er einhver ástæða til að ætla annað en að við skorum fjögur mörk aftur á móti þessu liði?

Já, því síðustu þrjú keppnistímabil hefur hesturinn ekki verið feitur sem við riðum á þarna. Í fyrra töpuðum við 0:2, árið þar áður jafntefli 2:2 og fyrir þremur sísonum síðan unnu Bolton menn með einu marki gegn engu. Er ekki kominn tími á að breyta þessu?!! Við unnum síðast þarna í september 2002, come on!

Rafa er alltaf með réttu hlutina á hreinu:

“We cannot afford to drop points, every game is important and we must reduce the gap on teams above us. — The players have experience of winning several games in a row. We have the squad to do it so now we need to start doing it.”

Og sjálfur fyrirliðinn hefur sagt að honum verði óglatt í hvert skipti sem hann horfi á stöðuna í deildinni og sjái muninn á efstu liðunum og Liverpool. (“I’m 27 now, I don’t want to be talking about ‘next season’ for Liverpool when I’m 32”) Er þetta þá ekki borðleggjandi?? Ekki viljum við ælandi fyrirliða … og reynslan er til staðar að vinna nokkra leiki í röð 🙂 Við erum þremur stigum frá fjórða sætinu og Bolton er þremur stigum frá fallsæti. Þetta verður ekkert auðvelt. Við hljótum því að spila ákveðið með trausta miðju, pottþétta vörn og eldheita sókn. Við erum með besta markmanninn. Ergo: Við eigum að hafa þetta. En hvernig ætli liðið verði skipað?

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel
Kuyt
Torres

Ég ætla svo að veðja á að á bekknum verði Itandje, Skrtel, Aurelio, Benayoun, Crouch.

En það er alltaf spurning með andlegu hliðina – og hvernig verður hún núna? Síðustu fréttir af Liverpool hafa verið af Mascherano (frábært mál), Carra (ofblásið upp mál), Hicks að tala um blokkeringu á sölu Gilletts á sínum hluta í félaginu, og ógleði fyrirliðans. Við viljum auðvitað fókusa á leikina og formið og hvernig úrslitin hafa verið. Utanaðkomandi þættir hafa áhrif en þetta verður að vera sett til hliðar. Carra kemur inn eftir að hafa verið handtek… nei, grín … eftir að hafa verið í leikbanni, Agger er að braggast og Voronin líka … Ég vil fá að sjá grimm og ákveðni. Við höfum alltaf talað um nauðsyn þess að vinna leiki, og hér er ekkert um annað að ræða: sigur eða hverfandi vonir um meistaradeildarsæti!!!! 12 leikir eftir, 36 stig í pottinum … hversu mörgum náum við í af þeim? Leikurinn á morgun verður testament á karakterinn í liðinu.

Spá: Mascherano er maður vikunnar í mínum huga, enda hef ég mikið dálæti á honum. Ég ætla því að spá 1:0 sigri okkar manna, þar sem Mascherano stoppar sókn Bolton manna, sendir glæsilega sendingu á Torres sem mun setja hann af öryggi í netið á 76. mínútu!

Við verðum að vinna, eða eins og fyrrnefndur ónefndur M.B. krunkaði: “I don’t want to wait until our time has come and gone” 🙂

ÁFRAM LIVERPOOL!

29 Comments

 1. Góð upphitun og sammála flestu sem þú segir nema að ég vil fá stærri sigur.
  Svo verð ég að segja að mér finnst óþægilegt hvað þú ert með textana hans M.B á hreinu : )

 2. 0-4 ekkert rugl! Torres 2, Skrtel skorar sitt fyrsta og Carragher skorar svo glæsilegt mark í lokin og syngur “Fuck the police, Fuck the police” 😀

 3. Afsakið. Ég held að Torres haldi uppteknum hætti og skori þrennu. Crouch 1, held að hann verði notaður í þessum leik.Liverpool spilar á morgun(sunnud,).West Ham í dag. Svo spila þessi lið á miðvikud. liv,fær minni hvíld ,en skiptir það einhverju máli?

 4. Hafliði … 🙂 … ekki fara langt með þetta. Ég skammast mín… 😀
  Anton: Ég væri til í að sjá Carra gera þetta … he he!

 5. Alger óþarfi að skammast sín Doddi, ég féll í þennan pytt á sínum tíma líka : )
  Já Anton og einsi kaldi, þetta líst mér á !

 6. Ekkert rugl! Torres setur þrennu og Kuyt kemur með eitt. Grétar Rafn minnkar svo muninn með einu marki. 1 – 4 fyrir okkar mönnum.

  Come on you REDS!!!!!

 7. Mig hefur alltaf dreymt um að liverpool geti spilað 4-3-3(4-5-1 án bolta)…Torres einn uppá topp, Gerrard og Babel fyrir aftan hann í hjálpinni og Macherano, Alonso og Lucas á miðjunni. Þetta kerfi reyndar krefst þess að hafa bakverði sem rata um handan miðlínunnar og því kannski ósangjarnt að vilja spila svona núna.

  Eða á maður ekkert að vera að flækja þetta, bara 4-4-2 og málið steindautt?

 8. Fínn pistill og vona að sem flest af þessu rætist hjá þér.
  P.s. Ég átti aldrei von á að sjá vitnað í “snillinga” einsog M.B. á þessari fínu síðu. “He’s the one that sucks”

 9. Ég verð að játa það að ég var talsvert lengi að fatta það hver M.B. væri. Mér þykir yfirgripsmikil þekking Dodda og Kristjáns Atla á þessum manni skyggja talsvert á þessa upphitun. 🙂

 10. Afsakið. En hver er M B? Er alveg LOST!!!! Mggnús Bjarnfreðsson,Mel Bí?????

 11. Gaman að menn hafi kónginn á hreinu.

  M.B. rúlar !!
  http://bolton.bloggar.is/blogg/

  Annars varðandi leikinn. Ég er á því að Bolton grýlan sé búin eftir að stóri Sam hætti með liðið. Hef enga trú á öðru en að leikurinn verði góður af hálfu Líf er púl.

 12. Vonandi verður hans nafn ekki nefnt hér. Smá vísbending: Eftirnafnið hans er það sama og á liðinu sem við mætum á morgun.

 13. Afsakið. Söngvarinn með síða hárið?Maðurinn sem singur þegar hann er á klósettinu? að rembast.O K O K

 14. Michael Bolton býr í Truflandi. Í græna húsinu á móti Mariuh Carey.

 15. Þar sem Doddi virðist þekkja þá list hæðninar að vitna í glataða listamenn þá langar mig að benda honum á þessar línur. Ég held nefnilega að ég mæli fyrir munn margra Liverpool manna með þessari vísun:

  Baby, I wanna keep my reputation
  I’m a sensation
  You try me once, you’ll beg for more.
  Yes Sir, I can boogie

 16. Einar Örn, það er hið svarta leyndarmál minnar fjölskyldu að ég á föður sem er mikill Michael Bolton-aðdáandi. Það er mesta furða að ég sé þó ekki skaddaðri en raun ber vitni, miðað við suma af þeirri tónlist sem ég neyddist til að hlusta á í æsku. 🙂

 17. Kristján Atli: Það eru leyndarmál í öllum fjölskyldum. Oftast snýst það um einhvers konar fíkn, framhjáhald eða þunglyndi. Að þú hins vegar komir út úr skápnum með aðdáun föður þíns á Michael Bolton er mjög stórt skref. Mér þykir þetta leitt.

  Gegn slíku mótlæti dugar aðeins eitt: http://www.youtube.com/watch?v=vOB7pcqBH-Y

 18. Afsakið .En LIVERPOOL aðdáendur, í guðana bænum verið ekki að vitna í glataða söngva sem áttu upp á pallporðið hjá smápíkum ,sem að héldu að M B væri söngvari .En hann ,,allt í lagi ég ætla ekki að segja meira.

 19. Svona áður en maður fer að rifja upp Stephen TinTin Duffy langar mig aðeins að benda mönnum á frammistöður gærdagsins.
  Margir hér hafa talað um að hafa “misst af” Ramos hjá Tottenham. Ég held hins vegar að meginlandsstjórarnir eigi afar erfitt með að átta sig á breska stílnum og í gær var Ramos ráðalaus gegn gargandi brjáluðu Birmingham liði. Á sama tíma var Martin O’Neill hársbreidd frá sögulegum sigri á Emirates. Menn tala mikið um Ericson og aðra erlendinga en ég held að menn eins og O’Neill, M****, Redknapp, Hughes og Keane eigi að fara að fá sénsa hjá stærstu liðum Englands, þau ættu að hætta að eltast við snillinga erlendis frá.
  Þar á meðal við.

 20. Þetta byrjunarlið er alveg líklegt en ég held að Lucas eða Alonso hljóti að vera á bekknum í dag, hann fer varla í leik með engann miðjumann á bekknum..

 21. góð upphitun, sér í lagi gott að fá yfirlit yfir sálrænu þættina, en já held að við tökum þetta

  sammála Maggi að Oneill væri góður stjóri fyrir okkur, hann er þó ef til vill haldinn að einhverju leyti Rafa sjúkdómnum að vanmeta minni spámenn. Hin nöfnin sem þú nefnir er ég ekki spenntur fyrir, nema þá kannski Hughes.

 22. Afsakið. Óli B.Þettað er alveg rétt hjá þér,það vantar miðjumann á bekkinn.En ég ætla að trúa því að TORRES verði með ÞRENNU.Við verðum að ná 6 stigum þessa vikuna.ok

 23. Því miður er það nú svo að þegar væntingarnar eru hvað mestar þá koma sjokkin. Ég vona að ég hafi ekki rétt fyrir mig en því miður grunar mig að þessi leikur fari jafntefli, 0-0 eða 1-1. Torres skorar ekki í dag.

 24. Liðið er komið: Reina, Carragher, Aurelio, Skrtel, Hyypia, Mascherano, Gerrard, Alonso, Babel, Kuyt, Torres. Bekkur: Martin, Riise, Benayoun, Crouch, Arbeloa.

 25. Afsakið.Helgi J,það er gott að vera svartsýnn ,því ef það rætist,þá segja menn ,ég vissi það ,en ef það rætist ekki þá verða menn ofsa glaðir:-)

Mascherano skrifar undir!

Liðið gegn Bolton