Liðið gegn Boro komið!

Ef þið eruð að horfa á Arsenal – Birmingham veit ég að hugur ykkar, eins og minn, liggur sennilega fjarri Anfield akkúrat núna. Eduardo da Silva var að fótbrotna og það er með því verra sem ég hef séð, menn eru að tala um að ferillinn hjá honum gæti jafnvel verið búinn. Sannarlega ógeðslegt brot og ógeðsleg tækling hjá Martin Taylor, sem fékk beint rautt fyrir á 3. mínútu leiksins. Ég vona að Eduardo jafni sig á þessum meiðslum.

Hvað sem því líður, þá er byrjunarlið dagsins í Liverpool-leiknum nær óbreytt frá því gegn Internazionale á þriðjudag. Eina breytingin er að Arbeloa kemur í liðið í stað Carragher, sem er í leikbanni:

Reina

Finnan – Arbeloa – Hyypiä – Aurelio

Gerrard – Lucas – Mascherano – Babel

Kuyt – Torres

**Bekkur:** Itandje, Skrtel, Riise, Benayoun, Crouch.

Þetta er feykisterkt lið og ég er alveg sammála Benítez í því að reyna að halda bara áfram þar sem frá var horfið gegn Inter. Þetta lið á að geta tekið Boro í nösina í dag!

Áfram Liverpool!

23 Comments

 1. Mesta rugl í heimi að Pennant skuli ekki vera einu sinni í hópnum. En mér líst samt vel á uppstillinguna. KOMA SVO.

 2. Athyglivert að Alonso sé ekki á bekk en Riise sé þar. Hræðilegt með Eduardo, átakanlegt að sjá myndir af þessu. Eins og þessa (ekki fyrir viðkvæma). Hrikalega leiðinlegt þar sem mér finnst hann mjög skemmtilegur leikmaður.

  En vonandi að við náum sigri í dag, þurfum að ná þessu blessaða fjórða sæti.

 3. Líst vel á þetta lið. Ég er hinsvegar ekki sáttur með að Carra sé ekki í hópnum því þá gerir það mér mun erfiðara fyrir að spá því að hann skori 🙂
  Hiklaust 4-0 Torres með 2, Lucas með glæsilegt mark og Aurelio skorar loksins sitt fyrsta mark.

 4. En er ekki Kuyt á hægri kanti, en ekki frammi, svona svipað og þetta hefur verið undanfarið, og gerrard síðan fyrir aftan torres, eða framarlega á miðjunni…skiptir samt ekki öllu máli, sterkt lið og á að klára dæmið

 5. Sælir félagar
  Geri ekki athugasemdir við þessa uppstillingu nema Aurelio. Ég fæ ekki nógsamlega lýst hvað mér finnst hann lélegur. Svo er hann alltaf að taka aukaspyrnur sem eru svo lélegar að maðurgæti gubbað, ælt, kúgast,engst, emjað, ýlt, orga, vælt og gargað af eintómri óhamingju. Jafnvel Riise er betri eða ef til vill réttara að segja ekki eins lélegur. Aurelio er því miður vonbrigði ársins í liðinu ásamt Kuyt sem þó er ef til vill að koma til baka. Skrtel væri þó álitlegri í miðverðinum þó hann sé ef til vill meiddur og Arbeloa í vinstri bak. Að öðru leyti líklega eins gott og það getur orðið nú um stundir. Vona að leikurinn fari 4 til 6 – 0 sem alveg gæti orðið ef okkar mönnum tekst að pota inn marki snemma og þar með rífa upp tjaldbúðir Boro mann í teignum.
  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Sigtryggur, þú ert búinn að lýsa óbeit þinni á Aurelio í þrem færslum á þessari síðu í röð.

  We get it!

  Hræðilegt með Eduardo!

 7. Sælir aftur
  Ég gleymdi að minnast á Carra minn mann. En hann á hvíldin skilda enda ætti ekki að mæðamikið á vörninni í þessu geimi.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Sæll Einar
  Já það er sjálfsagt komið nóg af því en hvað skal segja. Hann fer bara svona í taugarnar á mér kall greyið. En ég get alveg fallist á að það sé komið nóg 🙂 í bili amk. Já ég var að skoða myndirnar af þessu atviki. Það er hroðalegt að sjá þetta og segir allt sem segja þarf um svona tæklingar. Að fara svona með mótherja sinn er forkastanlegt og sorglegt í senn.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. Varðandi Aurelio, þá skil ég ekki af hverju þörf er á að úthúða honum. Hann hefur ekki náð sér á strik í vetur sem bakvörður, en það er samt ótrúlegur munur á liðinu þegar hann spilar og þegar Riise spilar. Svo lélegur hefur Riise verið í vetur.

  Varðandi þetta brot Taylor á Eduardo, þá verð ég að segja að ef menn gera ekki fordæmi úr Taylor, hvenær á þá að gefa fordæmi? Þessi tækling er úti á miðjum velli, lítil sem engin hætta í gangi, og hann virðist hafa brotið bæði legg og ökkla, auk þess sem ökklinn hangir úr lið eftir tæklinguna. Að mínu mati er tíu leikja bann ekki nóg fyrir svona ógeðslega tæklingu. Það segir sitt að ég, sem er nú varla mesti Arsenal-maður landsins, hafi horft á þennan leik með öndina í hálsinum og svo verið drullusvekktur í leikslok yfir því að Arsenal skuli ekki hafa unnið leikinn, einfaldlega af því að þetta Birmingham-lið (sem hélt áfram að spila frekar grófan bolta eftir þetta rauða spjald) átti svo innilega ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik.

  En allavega, snúum okkur að Liverpool í bili.

 10. Skelfilegar myndir af Eduardo, frábær leikmaður og óskar maður honum góðs bata, vonast til þess að sjá hann á vellinum sem fyrst.

  Aurilio vs. Riise…..þá er Aurilio skárri kosturinn, myndi gjarnan vilja sjá Insua þarna.
  Þetta lið á klárlega að geta unnið Boro, en þetta verður erfitt……1-0 eða 1-1 og Torres setur markið…..

 11. Hvað segir það manni um stöðuna á liðinu í dag að maður hefur litla sem enga trú á sigri ef liðið lendir undir, þrátt fyrir að við séum að tala um 10. mínútu og á heimavelli…

  En jæja, Torres að jafna og þá fær maður kanski smá trú aftur. Lítið hægt að gera núna nema þakka Arca alveg kærlega fyrir.

  Hmmm og áður en maður nær að ýta á hnappinn skorar Torres aftur. Trúin komin af fullu tilbaka því rétt eins og maður leggst í þunglyndi þegar liverpool lendir undir er maður líka svona 90% viss um sigur þegar við komumst yfir.

 12. Klassi Torres!!!

  En vörnin er algjörlega út á þekju,,,,Steve Finnan og Hyypia algjörlega á úti á túni….

 13. Jamm sammála mönnum hér að ofan með Eduardo og löngu tímabært að taka á þessum tæklingum, jafnvel þó að boltinn sé stundum á milli að þá má svo lítið útaf bera til að menn slasist svona alvarlega eins og Eduardo í dag.

  En það sem ég ætlaði að fara að skrifa hérna þegar að undrið hann Torres setti mörkin, hvar værum við án drengsins, er að öll sóknaruppbygging er svo gríðarlega hæg að maður er farinn að halda að leikurinn sé sýndur í hægri endursýningu. Sjáum svo hvað gerist þegar að boltinn fær að fljóta hratt á milli manna eins og í seinna marki Torres áðan. Tökum hraðahindranirnar niður á Anfield og spilum hraðari bolta með stuttum sendingum og meiri hreyfing á mönnum án boltans, svo mikið flottari bolti og svo ekki sé minnst á hversu árangursríkari hann er!!!

 14. Sælir félagar
  Skelfilegt ástand á vörninni. Guði sé lof fyrir Torres. Samleikur Babel og Aurelio ekki góður og er það ekki bara Aurelio að kenna. Þegar Aurelio reynir að taka hlaup upp í hornið fer Babel undantekningarlaust með boltann inná miðjuna. RB þarf að stilla þá betur saman. Boro menn eru drulluhættulegir og vörnin í messi. Verður fróðlegt að sjá hvað RB setur upp til að lagfæra það.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 15. Tek fyllilega undir með Stjána hér að ofan, hvar værum við án Fernando Torres, þulirnir á setanta sögðu í raun allt sem segja þarf um hann:
  “there are good strikers and then there are men like Fernando Torres”

 16. Það var alveg ljóst eftir þessi tvö mörk Torres að þrennan yrði að veruleika, þvílíkur sóknarmaður!

  Það er vinsælt að gagnrýna skiptingar á Babel. Í dag átti þessi skipting rétt á sér, strákurinn var alltaf í boltanum en það kom ekkert af viti út úr spilamennsku hans. Það gengur bara betur næst.

 17. Gylfi Orra var einmitt um daginn að tala um mikilvægi þess að stöðva sólann-á-undan tæklingar. Nú sjáum við af hverju. Þetta er með því skelfirlegra sem maður hefur séð. Vona að hann nái að spila aftur.

  Skrýtinn leikur hjá Liverpool, skelfilegt mörk sem við fengum á okkur og þökk sé greindarskorti Tuncay náðu þeir ekki að jafna. En alltaf gaman að vinna, ekki verið mikið um þa´ð 2008.

Middlesbrough á morgun

Liverpool 3 – Middlesbrough 2