Middlesbrough á morgun

Kæru Púllarar! Eru allir komnir á jörðina? Inter sá ekki til sólar og á morgun, laugardaginn 23. febrúar, kl. 15:00 munu fórnarlömbin okkar á Anfield vera Middlesbrough! Við hljótum að gera kröfu um sigur – eins og alltaf – en hvernig verður stemmningin? Ég renndi yfir leikjaprógrammið okkar hingað til og í eina skiptið sem við höfum tapað leik beint á eftir leik í meistaradeildinni, var á móti Man U í desember. “Ancient history”. Förum aðeins yfir nokkrar staðreyndir:

– Staðreynd 1: Við eigum í harðri baráttu um fjórða sætið í deildinni við Everton, Aston Villa, Manchester City og mögulega Portsmouth ef við viljum lækka í okkur rostann enn meir 🙂
– Staðreynd 2: Við erum ekki í góðum málum varðandi varnarmenn fyrir leikinn á morgun
– Staðreynd 3: Middlesbrough hefur skorað næstfæst mörk í deildinni!
– Staðreynd 4: Það var lið frá Liverpool sem sigraði Middlesbrough í deildinni síðast

Staðreyndir eru staðreyndir, tölur eru tölur, ég er naut og ég veit að Middlesbrough hefur strítt toppliðunum – unnu t.d. Arsenal í byrjun desember. En með meiðsli okkar manna í huga, með marka-ekkilengur-þurrð Dirk Kuyt í huga … með baráttuna framundan um fjórða sætið í huga … þá hlýtur Benitez (og auðvitað allir liðsmenn) að þjappa liðinu saman og sýna hvað í þeim býr. Við eigum 13 leiki eftir – þar af tvo útileiki gegn toppliðunum tveimur. Hvað ætlum við að gera? Klúðra tímabilinu alveg eða “redeem ourselves” og sýna stolt og leikgleði þennan síðasta þriðjung mótsins sem er að hefjast? Vissulega er staða okkar góð í meistaradeildinni, en við skulum ekki afskrifa Inter og fara í þennan Boro leik með einhverju öðru hugarfari en við sýndum á móti Inter.

Gefum Benitez aðeins orðið (tekið af opinberu síðunni):

“We have two targets, clearly. One is the Champions League and the other is to finish in the top four. We have four games before Inter Milan and we must try to win these games. — Our idea is to think about these four games and after that Inter will be a very tough game. The key is to be sure we are in the top four.”

Svo mörg voru þau orð, … ókei, þau voru miklu fleiri en þetta er eitthvað sem ég vill heyra! Ég vill fá brjálað keppnisskap í alla leiki, og þar eru lið eins og Middlesbrough ekkert undanskilin. Þó svo að liðið hafi skorað næstfæstu mörkin í deildinni, þá geta þeir alveg tekið upp á því að skora fleiri mörk en við á morgun. En það mun ekki gerast ef baráttan er til staðar. Já, það eru fjórir leikir þar til einvígið við Inter Milan verður til lykta leitt, og fókusinn er alltaf á næsta leik. Þetta er einfalt, er það ekki?? 🙂 Spáum aðeins í liðið:

Reina

Finnan – Arbeloa – Hyypia – Riise

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Babel

Torres – Kuyt

Andlega hlið Kuyt (mynd fengin af uefa.com) er vonandi á uppleið og með það í huga (og markið sem hann skoraði), ásamt trú Rafa á hann, þá spái ég honum í byrjunarliðið ásamt Torres frammi. Ef Aurelio kemur inn, þá er það væntanlega fyrir Riise. Alonso … kemur hann í staðinn fyrir Mascherano? – vandi er um þetta að spá. En Carra spilar ekki vegna leikbanns og spurning hvort Insúa spili eitthvað – Lucas mögulega, en þá fyrir hvern? Ég get sagt það, að ég hlakka mikið til þess tíma þegar Agger byrjar að spila aftur. Mér finnst Hyypia hafa staðið sig mjög vel í sínu hlutverki þennan vetur (búinn að spila mun meira en hann gerði í fyrra!) en eigum við ekki að gefa honum smá break í einn eða fleiri leiki? Ég hef lesið ólíkar fregnir af Skrtel, en ef hann er heill heilsu og í formi, þá hendum við Riise út og setjum Arbeloa eða Aurelio á kantinn og Skrtel við hlið Hyypia.

Spá: Þetta verður mikill baráttuleikur, og ég hef mikla trú á mínum mönnum. Ég trúi því að andlega hliðin sé á uppleið og baráttan verði til staðar. Mig langar þar af leiðandi mjög mikið til að spá 4:0 sigri okkar manna þar sem Torres skorar þrennu … en ég ætla samt að vera raunsærri og spá 2:0 þar sem Kuyt og Torres skora í seinni hálfleik.

Gömlu góðu sannindin eru gild hér: VIÐ VERÐUM AÐ VINNA!

Koma svo – áfram Liverpool!!!

17 Comments

 1. Sælir félagar
  Fín upphitun Doddi og vonandi verður þú sannspár (4 – 0 ). Ég get verið sammála þér um uppstillininguna nema Aurelio. Ég vil alla frekar en hann. Hann var að spila sinn besta leik í vetur á móti Inter og gat nákvæmlega ekki neitt. Hann er ekki einusinni góður spyrnumaður (aukaspyrnur) hvað þá annað. Riise er betri (betri????) varnarmaður ef nokkuð er og og hvorugur getur neitt framávið. En Arbeloa er náttúrulega átjánþúsundsinnum betri en þeir báðir svo vonandi verður hann með ásamt Skrtel og þá verður allt í sómanum.
  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Verður ekki Crouch í liðinu þar sem að Kuyt er búinn að skora í tveimur leikjum í röð!!! Það væri allavega sangjarnt gagnvart Crouch sem hefur fengið þá meðferð frá Benites…

 3. Já, trúi ekki öðru en að við rífum okkur á fætur eftir Inter leikinn og berjumst það sem eftir er tímabilsinns. Hrifsum þetta 4 sæti með stæl, og endum 6 stigum fyrir ofan Everton.

  Ég er ekki sammála þér Sigtryggur, fynnst að það ætti að gefa Aurelio nokkra leiki til viðbótar og þá mun hann ná að sína sitt rétta andlit.

  Ég spái þessum leik 5-0 og taumlausri gleði á Anfield, verð í KOP á morgun og syng úr mér lungun.

  Kv. Andri.

 4. Þetta verður leikurinn sem gefur tóninn, ég ætla að spá 4-0 og við verðum óstövandi það sem eftir lifir leiktíðar.

 5. Eigum við ekki að slaka á með að segja það að Kuyt eigi eftir að raða inn mörkum það sem eftir er.. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess!

 6. Sammála liðspánni nema að ég held að Pennant komi inn í stað Benayoun enda, allt jafn leiðinlegt að segja þetta 🙁 , okkar besti kantmaður

 7. Pennant átti fína innkomu gegn Inter og á því skilið sæti í byrjunarliðinu og ég held að Benayoun verði líka í liðinu þar sem Babel hefur byrjað í 2 leikjum í röð og miðjuparið verður Gerrard og Alonso sem mun skora úr víti í lokin og koma okkur í 3-0 og hinir á markalistanum verða Gerrard og Hyypia, þið sáuð það fyrst hér 🙂

 8. Þetta verður erfiður leikur þar sem að Middlesboro mun koma til með að pakka rútunni inní eigin teig. Hingað til hefur það reynst Liverpool erfiðlega að brjóta niður 11 manna varnarmúr. Það skiptir miklu máli að skora snemma og alls ekki fá á sig mark. Held að þetta verði jafn leikur get ekki alveg ákveðið hvort það verði 1-0 eða 1-1. Það verður Torres sem setur markið.

 9. Nokkurn veginn sammála þessu liði nema ég held að Rafa láti Skrtel, Pennant og Crouch byrja á kostnað Arbeloa, Benayoun og Kuyt

 10. 2-1 og sigurmarkið verður á síðustu 10 mínútunum. Gerrard setur það og stimplar sig inn sem alvöruleiðtogi enn og aftur.

 11. Vona að við vinnum þennan leik. Vil ekki eyðileggja Inter stemminguna en ef maður skoðar þetta byrjunarlið þá skilur maður afhverju við erum að berjast um 4 en ekki um toppinn. Menn þarna inná sem ekki væru brúkaðir sem vatnsberar hjá toppliðunum 3.

 12. Afsakið.Mikið væri það gaman, að sjá sama byrjunarliðið helgi eftir helgi, en kanski með fáeinum undantekningum vegna meiðsli eða veikindum manna. Ég vona og held að liv, vinni þennan leik,allavegana ef liv er 1 manni fleiri:-). Þori ekki að spá en ég held að liv. vinni með 2-3 mörkum. Hér er svo gáta (til að dreifa hugan þar til leikurinn hefst ,og til gamans) Þið eruð með 3.(þrjá) Brúsa, 8. ltr sem er fullur(af mjólk,bjór,vatn,o,s,f) 5,ltr og 3,ltr sem að eru tómir.Nú þarf að skipta innihald 8,ltr brúsans til helminga (4 og 4).Þið hafið bara þessa þrjá brúsa við hendina.BLESSAÐR

 13. sammála síðasta ræðumanni #12, ef maður skoðar þetta byrjunarlið þá myndu stóru liðin ekki líta við allavega 6 leikmönnum sem eru þarna innanborðs þ.e. Riise, Finnan, Arbeloa, Hyypia, Benayoun og Kuyt. En let´s face it, staðan í deildinni lýgur ekki, Liverpool er einfaldlega í þeirri stöðu í deildinni sem mannskapurinn býður uppá. Bilið milli Liverpool og stóru liðanna hefur ekki minnkað undanfarin ár og minnkar væntanlega ekkert fyrr en liðið er komið á stærri völl, fleiri leikmenn klassa leikmenn verða keyptir til liðsins og stöðugleiki næst á leik liðsins.

 14. Skemmtilegt hvernig bölsýnin getur heltekið menn þannig að ekki sést til sólar, aldrei.
  Vinnum þennan leik 2-0, Riise setur loksins eitt og Torres hitt.

 15. Bölsýnn eða raunsær……stundum er gott að geta lokað augunum fyrir sannleikanum en stigataflan segir allt sem segja þarf.

 16. Bara upp á grínið, þá þætti mér gaman að sjá Davíð (#12) og fleiri taka út alla einstaklingana í þessu spáða byrjunarliði og bera saman við einstaklinga í liði eins og Arsenal. Liðsheildin er sterkasta vopnið í þessu dæmi… ekki endilega samansafn af sterkum einstaklingum!

Fréttir af miðvörðum og Alonso

Liðið gegn Boro komið!