Liverpool – Barnsley= 1-2

Þessi leikur er með þeim erfiðari að skrifa um! Eins gott að klára það bara af.

Liðið.

Itandje

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Benayoun – Lucas – Alonso – Babel

Crouch- Kuyt

**Bekkur:** Martin – Arbeloa – Gerrard – Kewell – Pennant.

Fyrri hálfleikurinn leit ekkert svo illa út. Við virtumst ekki vera í miklum vandræðum með það sem Barnsley var að gera í fyrri hálfleik og uppskárum fínt mark þegar Kuyt kláraði vel fínt færi sem Ryan Babel lagði upp. Markvörður Barnsley fór á kostum þennan hálfleik en vissulega áttum við að geta skorað fleiri mörk.

En Liverpool-liðið mætti ekki til leiks fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks og fengu auðvitað á sig mark. Skelfilegt mark að öllu leyti, fengum tvisvar fín færi til að hreinsa boltann frá en tókst ekki, Riise horfði á sinn mann senda boltann inn í teig og skallamaður skoraði yfir illa staðsettan markmanninn.

Þá kom mesta bullskipting Benitez í sögunni. Ryan Babel, LANGBESTI leikmaður liðsins var tekinn útaf og inn í staðinn kom Harry Kewell. Bullshit eitthvað að hvíla og ruglið algert. Kewell kom inn og spilaði eins og að undanförnu. Gat ekkert.

Önnur skipting. Gerrard inn fyrir Lucas sem var að spila 180-sinnum betur en Alonso. Önnur bullskipting. Mesta bullið var svo að ekki urðu skiptingarnar fleiri, sennilega verið að hvíla Pennant fyrir þriðjudaginn. RUGL!!!!!

Fengum mýmörg dauðafæri sem við kláruðum hrikalega illa eins og jafnan áður í vetur. Pressan þyngdist frá okkur en í uppbótartíma áttum við að fá á okkur víti, sluppum við það en fengum á okkur mark í staðinn. Tap staðreynd og niðurlæging liðsins okkar í vetur er að verða algerlega fullkomin. SKAMMARLEG frammistaða, algerlega sama um tölfræði í dag, þetta er óásættanlegt með öllu og alveg ljóst að þessi vetur er orðinn mestu vonbrigði í mínum augum síðustu 10 ár allavegana.

Ef við förum yfir liðið lék vörnin ekki vel í því sem máli skipti. Hyypiä var skástur og Finnan var fínn fram á við en við áttum erfitt. Markvörðurinn Itandje var ekki að virka traustur á mig.

Miðjan var ekki að leika vel, einungis Babel sýndi eitthvað af viti. Benayoun var ekki góður og fór aldrei upp kantinn, Alonso er algerlega týndur miðað við það sem við áður höfum af honum þekkt. Lucas fannst mér skárri en þó alls ekki að spila vel.

Frammi voru Kuyt og Crouch. Léku vel í fyrri hálfleik, sennilega var fyrri hálfleikur Kuyt það besta sem við höfum séð til hans lengi. Seinni hálfleikur var hins vegar slakur hjá þeim félögum. Afar slakur.

Þá að þætti Benitez. Jesús minn! Hann virðist að mínu viti ákveða skiptingar í liði sínu fyrirfram. Það að taka Babel útaf var óskiljanlegt og óafsakanlegt, enda var mikið baulað á þá skiptingu. Svo það að nota einungis tvær skiptingar allan leikinn finnst mér óafsakanlegt með öllu og kostaði okkur tap. Ég hef varið hann lengi, en mér virðist því miður staðreyndin vera sú að Benitez ráði ekki við „enska stílinn“. Það er óheppni að tapa einum og einum leik gegn svona liðum en þetta er slök frammistaða. Ef hann er að horfa til þriðjudagsins vona ég að eitthvað verði varið í þann leik liðsins því staðan er sú núna, 16. febrúar að í Englandi vinnum við enga titla og erum að berjast við alls konar jókerlið um 4. sætið. Liðið í heild rúið sjálfstrausti og baulið í lok leiks sagði mér allt um dvínandi trú okkar allra á Rafael Benitez. Er handviss um það núna að hann stjórnar í mesta lagi til vors, verður látinn fara um leið og við dettum út úr CL.

Maður leiksins var tekinn útaf í 1-1 stöðu. Mér fannst Hollendingurinn ungi allavega langbestur á meðan á honum naut og sá hlýtur að vera farinn að spá í hvað hann þarf að gera til að haldast inni á vellinum í 90 mínútur! Semsagt, Ryan Babel hlýtur mitt atkvæði sem maður leiksins.

Næsti leikur okkar er á þriðjudagskvöldið kl. 19:45. Ég satt að segja veit ekki á hverju við eigum von. Liðið er hreinlega úti á túni þessa dagana og ætti ekki að eiga séns í Internazionale. Ef við stöndum okkur aftur á móti vel í þeim leik og gerum eitthvað gott í Evrópu í vor vil ég að hugsað verði hvort það er eina keppnin sem Benitez vill vinna?

Uss hvað kvöldið er ónýtt og hryllilegt verður að mæta í vinnuna. Þessi leiktíð í FA-bikarnum hlýtur að vera ein sú slakasta í sögu okkar félags!

102 Comments

 1. MÉR ER FOKKING OFBOÐIÐ!!!!!! NÚ ÞARF AÐ BREYTA EINHVERJU!!!!!!!!!!!!!!

 2. Dísis kræst…
  Við þykjumst vera lið sem á að vera í titilbaráttu og með hvað marga andskotans landsliðsmenn???

 3. Rafa vanmetur enska andstæðinga enn á ný, sama hvort það er Wigan eða Barnsley. Hann og leikmenn munu ekki vanmeta Inter, enda evrópsk frægð þar í boði.

 4. Sælir félagar.
  Ég hefi haldið því fram að það væri bull að reka Rafael Benitez fyrr en þá í sumar ef ástæði þætti til þá. En nú er mér nóg boðið. Eftir skiptinguna Babel – Kewel og svo þetta tap þá er mér ljóst að það er orðið lífsspursmál að losna við Benitez af Anfield, og frá Liverpool borg. Han er að keyra þetta lið í eitthvert það öngstræti sem ekki er við unað. Burt með kallandsk… og það sem fyrst.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Verð bara að hrósa Luke Steel. Miðað við þessa spilamennsku eigum við svona úrslit skilið. Nú er kominn tími á breytingar, ef liðið getur ekki sigrað 1. deildar lið þá höfum við ekkert í tiltilbaráttu að gera. Mér er flökurt að hugsa út í það að ég sé að fara á fokkings Inter leikinn…

 6. kæmi mér langt í frá á óvart ef Rafa verði horfinn innann skamms, og svo sé ég ekki hversu lengi Gerrard ætlar að sætta sig við að vera í svona meðalliði…!! (því við erum ekkert nema meðallið)

 7. afhverju er ég ekki svekktur eins og eftir tapleik….. mér er bara alveg slétt andskotans sama um þetta lið núna ….. núna verður breytt einhverju eitthvað stórt á eftir að koma í fréttum núna

 8. Jæja, hvenær ætli mönnum fari að verða ofboðið?

  Blindur maður sér skýrt og greinilega að Rafael er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með Liverpool FC.

  Þetta er náttúrulega bara skandall. TAP á Anfield og það gegn 1. deildarliði! Ef að árangur þessarar leiktíðar og svo þessi leikur er ekki nóg til að hann verði rekinn þá verður Liverpool aldrei aftur stórveldi. Ef að menn sætta sig við svona djók leik eftir leik og þann brandara að vera aldrei með í baráttunni um enska tiltilinn þá verður LFC aldrei aftur stórlið á Englandi.

  Barnsley átti augljóslega að fá vítaspyrnu hálfri mínútu áður en þeir komust í 1-2. 1. deildarliðið sjálft! Þetta er bara brandari.

  Núna SKULU þeir sem ráða hjá LIVERPOOL FC hringja í The Special One. Eða er þetta kannski það sem sigursælasta lið allra tíma sættir sig við???

 9. Leikmennirnir sem spila með liverpool í dag eru að spila eins ílla og hægt er. Þeir gætu ekki á nokkurn hátt spilað verr! Útaf hverjum er það ? jú Rafael Benitez. Það getur enginn haldið því fram að maðurinn sé að gera góða hluti fyrir liðið.
  Svo tekur hann útaf EINU efnilegu leikmenn sem voru inná, Babel og Lucas, og það er svolítið sárt að aðeins tveir leikmenn sem voru inná vellinum eiga nokkra möguleika á að verða betri fótboltamenn í framtíðinni ! hinir allir eru komnir over the hill og verða aldrei betri knattspyrnumenn! (hyypia, Finnan, Riise, Bennayun, Kuyt,Crouch, Kewell,)
  Ég er ánægður með að detta útúr einu keppninni sem við eigum möguleika á, því þá hlýtur nýr maður að koma við stjórn.

 10. Get ekki horft upp á þetta bull lengur, best að segja ekkert styggðaryrði um háttvirtann stjórann svo enginn verði sár. En ef hann hættir ekki sjálfur strax fer ég út og rek hann sjálfur. Núna er 13 mánuðir síðann ég vildi gera það. Manni hlýtur að verða að ósk sinni fljótlega. Ef ekki á verður að grípa til örþrifaráða.

 11. Hvaða aumingjaskapur og metnaðarleysi er í okkar mönnum.. Babel var svo yfirburða góður og tekinn útaf. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af Benítez, gerir asnalega lélegar skiptingar leik eftir leik og allir þarna úti sætta sig bara við það að liðið er alderi að gera neitt.

  Ég er hættur að horfa á Liverpool leiki með Benítez undir stjórn.

 12. Benítes þekkir ekki ensk lið eða það lítur allavega þannig út.

 13. Nú grunar mig að framfarasinnaði flokkurinn rísi upp einsog fönixinn og taki til á Anfield.

 14. Allir tala um reka Rafa… Ég vill hann burt en mín spurning er sú!!! Hvað gat hann gert meira í dag ? Liðið fékk 32 marktilraunir, 21 á rammann!!!

  Hvað gat Rafa gert meira ?? Leikmennirnir þurfa fara taka sig á og lýta i eigin barm, margir tala um að Gerrard sé orðin leiður á þessu meðalliði, hann þarf þa lika að fara sýna meira…

 15. Ég tek undir orð Carragher sem sagði forðum að þú átt það skilið sem þú færð í fótbolta (eitthvað svoleiðis) og það var akkúrat sem Rafael Benitez fékk í dag.

  Leikurinn var hundleiðinlegur og Liverpool gerði gott mark fyrst sem síðan drap leikinn aftur. Og svo var ekkert að gerast þar til Barnsley skoraði og þá sást hversu liðið er í mikilli upplausn. Liðið reyndi og reyndi að sækja og skora en hugmyndasnauðar sóknarlotur sem og hreint út sagt ömurleg vörn varð liðinu að falli.

  Skiptingin á Babel fyrir Kewell skipti akkúrat engu máli þar sem þetta lið á að hafa það mikla breidd til að geta lagt af velli neðrideildarlið á heimavelli.

  Rafael Benitez hefur grafið sína eigin gröf og vænti ég að fréttayfirlýsing varðandi brottvikningu hans verði komnar í fréttirnar seinni partinn í dag eða á morgun. Leikurinn gegn Inter í CL mun ekki skipta neinu máli þar sem skaðinn er skeður og nú þarf mann til að rétta liðið við. Mann sem getur lamið saman liðið og hrist upp í þessum ofborguðu leikmönnum sem klæðast Liverpooltreyjunum og hafa komið okkur í þennan skít sem við erum í. Vona að salan á LFC til DIC gangi hraðar núna eftir þetta tap.

 16. þetta er ekkert annað en skelfileg frammistaða, skelfileg strjórnun á leiknum, og svo skelfilega útbrunninn stjóri… Maður verður í vondu skapi það sem eftir af þessari helv. helgi.
  kv.Rúnar

 17. Sammála Ómari. Eina sem Rafa gerði rangt var að taka Babel útaf, jú og hafa Riise og Finnan ekki í varaliðinu. Óþolandi þessir boltar hjá Finnan á aftasta mann þegar við erum að pressa.

  Í þessum leik þurfa leikmennirnir að líta í eigin barm, Kuyt var allt í lagi en allir aðrir úti á þekju. Gerrard verður að sætta sig að vera í svona meðalliði því þessa stundina er hann bara meðalleikmaður.

  Ætla ekki að horfa á Inter leikinn, svipað og Ísland væri að keppa á móti Brasilíu eftir að hafa tapað fyrir Lichenstein.

  Fowler help us all.

 18. eiki minn, hvernig geturu sagt að skiptingin hafi ekki skipt neinu máli!? þegar þú tekur besta leikmann vallarins útaf í stöðunni 1-1 og lætur inná mann sem hefur ekki getað drullu eftir að hann kom aftur eftir meiðsli, getur það ekkert gert nema veikja liðið!! Mig langar agalega að heyra Rafa færa rök fyrir þessarri skiptingu, hvernig hún átti að hjálpa?

 19. Í alvöru talað hættið að dissa Gerrard ! hvað haldið þið að hann sé !! Rafa er bara búinn að bæla alla leikmenn í þessu liði niður og enginn getur neitt ! Gerrard, Torres og Masch eru einu mennirnir sem hafa sýnt smá vilja þetta tímabil ! Það yrði alger Dauðadómur að missa Steven Gerrard!

 20. (#20)
  Er orðinn svo þreyttur á þessari “skot á markið” tölfræði en hún segir akkúrat ekkert miðað við t.d. dauðafærin sem liðin fá. Í dag fengu Liverpool kannski 3-4 dauðafæri til að klára og gerðu mark úr því. Svo var haltur Babel betri inná en Kewell any day sem í raun var góð varnarskipting hjá Rafael Benitez í stöðunni 1-1. Rafa ber fulla ábyrgð á þessu tapi þar sem hann kaupir leikmennina sem spila og hann skipar þeim fyrir verkum og í framhaldinu brýtur gjörsamlega niður liðsheildina sem mér sýnist að raunin sé orðin. Ef Rafa á ekki að fara núna hvenær þá?

 21. Skandall!
  Eftir leiktíðina burt séð frá árangri í CL og PL: Skipta um þjálfara og……
  Selja: Riise, Kuyt, Kewell, Finnan og Crouch. Í þessari röð.

  Til hamingju Barnsley.

 22. (#25)
  Reyndar rétt hjá þér Tóti. Ég bara er að reyna að ná áttum eftir þessa hörmung. Hlustaðu bara á sama rugl og það sem hann sagði eftir síðasta leik. Hann mun segja eitthvað svpiað og þá.

 23. Ef ég gæti tekið viðtal við Rafael Benitez, þá myndi ég spyrja hann einnar spurningar:

  • Er það partur af þínu leikskipulagi að bakverðir og miðverðir eigi við hvert tækifæri að sparka háum þversendingum fram á völlinn?

  Ef svarið er nei, þá myndi ég spyrja af hverju hann væri þá ekki búinn að skamma Hyypia, Finnan og Riise fyrir að beita þessari taktík 30 sinnum í hverjum leik. Ef svarið væri já, þá efast ég um að ég gæti stutt slíkan þjálfara til áframhaldandi starfa hjá Liverpool.

  Á Anfield syngja menn “we have the best midfield in the world”. Hvað er gagnið í henni ef það virðist vera helsta takmarka varnarmannana að sparka boltanum yfir miðjumennina beint á framherja, sem snúa bakinu í markið?

 24. Oki það er nú ekki einu sinni eins og við værum öruggir með að vera bikarmeistarar ef við myndum vinna en við eigum að vinna þetta lið og miða við leikinn þá átti þetta að fara svona 6-1 fyrir okkur.
  En neibb ekki hjá liverpool, ekki þetta tímabill. Markvörðurinn barnsly átti leik lífsíns, leikmenn liverpool voru að vaða í tækifærum en inn vildi boltinn ekki(nema einu sinni hjá Kuyt) og viti menn þeir skora svo á 93 mín sigurmarkið.

  Þetta er þunglyndis tímabill hjá Liverpool og ekkert annað og verð ég að segja að ég hef sjaldan verið eins svekktur með mitt lið og einmitt núna. Ég er fæddur 1981 og hef verið stuðningsmaður liverpool frá því að ég var lítill strákur og oft gerði ég væntingar til liðsins en aldrei eins miklar og fyrir þetta tímabil en núna er eins og heimurinn sé að hrynja og finnst mér ekkert meika sens lengur. Svona úrslitt munu sitja í mér lengi og er það ekkert annað en stórsigur á móti Inter sem myndu ná að minka sársaukan.

  p.s varð bara að koma þessu út

 25. Já, og ef Ryan Babel verður ekki í byrjunarliðinu gegn Inter, þá skuldar Benitez okkur skýringu á þessari skiptingu.

 26. Mér finnst við stuðningsmennirnir vera fíflin í þessu öllu, að leyfa það tímabil eftir tímabil að troða því inní hausinn á okkur að liðið geti unnið deildina og sé líklegt til alls, og hvað gerist aftur og aftur? við verðum vonsviknir (lýsandi dæmi um það er komment #31)

 27. liðið er komið í þrot sjálstraust ekkert kæmi mér samt ekkert á óvart að myndum ná mjög góðum úrslitum á þriðjudaginn en það er bara ekki nóg. ég vill láta skipta um kall í brúnni vill fara sjá meiri árangur á enskri grundu.

 28. Afsakið ónæðið. Liverpool liðið er áskrifandi að laununum sínum. Þeir eru ekki að vinna vinnuna sína .Af hverju Babbel útaf og afhverju geta menn ekki lift boltanum c a 40 -60 cm upp þegar að varnamenn renna sér fyrir ,og af hverju kemur varamaður alltaf inn á 70 mín .´´Eg segi,,,,,,, Rafa er búinn að vera.BLESSAÐIR

 29. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki Rafa. Botna bara ekkert í honum.
  Fáránlegt að taka Babel út af. Jafn fáránlegt og í síðasta leik. Getur einhver útskýrt þessa hugsun þjálfarans fyrir mér? Svo finnst mér ósanngjarnt að blóta Kewell. Hann var alls ekki slakur þegar hann kom inn á. Hann er bara langt frá því að vera í spil formi eins og Alonso.
  Af hverju ekki að stilla upp sterkasta liðinu sem völ er á? Að hvíla bestu leikmenn liðsins Gerrard og Masch. er að mínu mati fáránleg ákvörðun sérstaklega þegar jafn mikið er í húfi og var í dag.
  Senterar fá alltaf prik fyrir að skora. Mikið svakalega var þá Crouch slakur í dag… og átti hann ekki manninn sem skoraði fyrra mark Barnsley?
  Það svífur dökkt ský yfir Anfield. Þrumur og eldingar yfir Rafa. Er ekki bara málið að losa Liverpool undan þessu skýi og leyfa þjálfaranum að fara? Mikið held ég að Jamie Redknapp hafi haft rétt fyrir sér um daginn.

  Hef samt trú á að við vinnum Inter. Þessu ófremdarástandi hlýtur að fara að ljúka.
  Áfram Liverpool.

 30. Ég get bara ekki beðið eftir því að þessarri leiktíð ljúki, alltaf sömu helvítis andskotans vonbrigðin, leiktíð eftir leiktíð og leik eftir leik! Ég er þreyttur á því að þurfa að hemja mig frá því endurinnrétta íbúðina hverja helgi eftir að horfa á þessar helvítis blautpussur með hangandi haus endalaust! Burt með Rafa og allavega helminginn af liðinu! Nenni þessu helvíti ekki lengur!!

 31. Bíddu er Carragher undanskilinn í gagnrýni á vörnina hjá Liverpool? Alveg ótrúlegt hvað maðurinn er mikill súkkulaðikleina hjá mörgum sem eru að kommenta hérna.
  YNWA.

 32. Svona er staðan í spurningunni á official heimas LFC, spurt er: hver var maður leiksins í dag?
  Babel 208
  Alonso 59
  Kuyt 45

  Ætli Rafa skoði svona lagað ?
  )

 33. hvað kostaði aftur hlutur í Liverpool og hvað vantaði marga til að ná þessu
  þeas stuðningsmenn að kaupa liverpool eins og með Barcelona…. væri ekki leiðinlegt að geta ráðið hverja ætti að kaupa og hvað 10 leikmenn ætti að gefa til einhverra stofnanna…

 34. Var að klára leikinn á Sýn +.
  Eins og þessi leikur var að spilast í seinni hálfleik átti ég von á þessu. Sama hvað reynt var, þá virkar ekkert, og þeir klára þetta í uppbótartíma.
  Eins og venjulega okkur í mót. Veit alls ekki hvað er til ráða.
  Benitez metnaðarlaus, leikmenn áhugalausir og lélegur fótbolti.
  Það er eitthvað að bak við tjöldin og ég vona að SSteinn upplýsi okkur á blogginu á morgun eða mánudaginn hvað er eignilega í gangi.
  Ég er stein hættur að botna.

 35. Hafliði, staðreyndin er einfaldlega sú að það virðist engu skipta hvort leikmenn spili vel eða ekki – skiptingarnar eru allar fyrirfram ákveðnar.

  Fyrir suma leikmenn virðist jafnvel verra að spila vel því þá ertu frekar tekinn útaf! T.d. ef sóknarmaður skorar þá það nánast alltaf sá sem er tekinn útaf en ekki sá markalausi. Það er eflaust gert til að hinn fái tækifæri til að skora en af hverju að “refsa” manninum sem stendur sig betur en hinn? Hvar er gulrótin?

  Eins er það með þetta róteringarkerfi sem Rafa notar að það virðist engu skipta hver spilar best í leiknum á undan því liðið virðist alltaf vera ákveðið löngu áður.

  Tökum dæmi: Menn fá sénsinn og vita að það er stórleikur í næsta leik þar á eftir. Þeir vita að sama hvernig þeir spila leikinn sem þeir eru að fara að spila þá munu þeir aldrei spila stórleikinn næsta. Hvar er gulrótin fyrir menn að nýta sénsinn? Þeir vita að þeir eru að fara að spila litla leikinn og eiga ekki séns á þeim leik sem mun meira máli skiptir.

  Það er akkúrat það sem er að. Menn eru ekki að berjast um sæti. Menn eru með nánast föst sæti í “róteringarkerfinu” sem Rafa notar.

 36. Hversu illa þarf lið að standa sig til að liðin í kring hætti að vera “jókerlið”?

 37. það vanntar allt hjarta í þetta lið. Þetta virðist, því miður, vera komið á endastöð hjá Rafael Benitez… það þarf meira en að vera bara góðir í evrópu..

 38. “(Peter) Crouch should have scored, (Yossi) Benauyoun should have scored, (Sami) Hyypia should have scored, (Harry) Kewell should have scored. Every time there were people throwing bodies in front of them.”

  Le Tisser hafði þetta að segja eftir leik og svo bætti hann við

  “Don’t blame Benitez”

  Úff erfitt að vera Poolari núna eftir þetta og með man utd 3-0 yfir á móti Arsenal í hálfleik…

 39. Nú hef ég fengið nóg af þessu meðalmennsku spili sem virðist hafa einkennt liðið undir stjórn Benitez. Mikið hefur verið ritað um getuleysis Benitez í skiptingum þegar í leik er komið og þarf ekki að fara fleiri orðum um vanhæfi hans til þess að stjórna liðinu. Mér finnst að leikmenn ættu að líta í eigin barm og drullast til að leggja eitthvað af sér. Það er einn maður í liðinu sem að virðist nenna að reyna á sig og svitna og það er Mascherano. Leiðtogahæfni Gerrard virðist hafa farið með vindinum og svo skil ég ekki hvað er ávallt verið að spila Kuyt. Ef Gerrard á að vera einn besti leikmaður í heimi þá verður hann að fara að sýna það í verki. Allir leikmenn liðsins eru tilbúnir að tjá sig í fjölmiðlum að nú verði menn að taka sig á og snúa þessu við. En svo þegar á völlinn kominn þá skríða menn inní skelina og þora ekki að gera neitt, hugsa bara um bónusinn sem þeir fá fyrir spilaðan leik og fara svo sáttir heim.

 40. Mér finnst menn nú vera ansi harðir við Rafa, hann er ekki inni á vellinum heldur leikmenn hans og við fengum nú vel á þrjátíu skot á markið. Þetta var bara algjör óheppni. Hann er náttúrulega búinn að byggja upp þvílíkt síðan að hann tók við rústinni hjá Houllier og er á réttri leið. Við skulum ekki gleyma því að jafn góður leikmaður á borð við Torres hefur aldrei spilað fyrir klúbbinn nokkurn tíman og ef Benitez færi myndi hann líka fara. Svo tók Alex Ferguson auðvitað sjö ár að vinna titilinn með Benitez og ekki skilaði hann Meistaradeildartitli á sínu fyrsta ári. Þannig að framtíðin er björt og það er bara bull að reka Rafa. Gefið manninum séns.

  Nei annars…djók

 41. Vá ég var að fara að setja þvílikt útá það sem þú sagðir Daði, en eins gott að þú varst að djóka….

 42. Má ég líka spyrja að einu: Hver var þessi maður í treyju númer 14 hjá Liverpool og hvað gerði hann við Xabi Alonso?

 43. fyndið comment sem var á liverpool forum-inu :

  here here!!!!!!
  apart from S dundee , Kuyt has benn the worst forward in LFC history. Starting with him is starting with 10 men!!!

  þó svo hann skoraði í dag þá er þetta hárrétt…

 44. Af opinberu…..
  Asked if he regretted his decision not to start with skipper Steven Gerrard, Benitez added: “If you play against Barnsley at Anfield and you are thinking about just one player, then something is wrong.”
  No shit Sherlock!!!

 45. Tek undir það þetta er ekki Benitez að kenna. Menn verða bara að nýta færin! … og kannski fara út á móti manni sem er að fara að negla honum á 92 mínútu. En það er varla hægt að tala um óheppni lengur, þá eigum við helvíti mikið inna af heppni sem eftir lifir af þessu tímabili.

 46. Mér finnst verst að draumur Olla (í stöðunni eins og hún var þá) í upphituninni er … ja, það er búið að rústa draumnum. Og þegar svoleiðis gerist, þá er ekki gaman að lifa.

  Annars líður mér ennþá eins og í súrrealískri martröð … þetta er eins og Picasso sé að reyna við David Lynch… þetta er bara alltof alltof alltof weird!

  Að tapa fyrir Barnsley … já, sorrí en ég er það vantrúa ennþá að ég er hálfhlæjandi. Kannski kemur gráturinn í kvöld, en mikið rosalega hlakka ég til þriðjudagsins!!! Hell yeah!

  Áfram Liverpool í gegnum súrt og sætt!

 47. Það er aðeins eitt sem ég hef áhyggjur af, eftir þennan leik í dag.
  Skítt með Rafa hann er farinn eftir þetta season(vona ég).
  Ég hef áhyggjur af því að Torres yfirgefi Anfield í vor. Maður af hans kaliberi nennir ekki að spila með þessum aumingjum. sorry

 48. Er hjartanlega sammála sumum hérna að framan að þetta sé ekki Benitez að kenna. Okkar menn inn á vellinum áttu bara að gera betur, klára þessi djöfulsins færi. Þýðir ekki að vera með þetta eilífða væl…lads, lets pick ourselfs up and win Inter on Tuesday!!!

 49. Strákar hérna í síðustu kommentunum… ég var að grínast… en hvað eruð þið eiginlega að reykja?

  ‘We had a lot of chances but it was the same situation as in other games, we cannot take our chances to finish games. Today was the same,’ he said.

  ‘I am really, really disappointed. We had chances, the keeper (Steele) making fantastic saves and they scored in the last minute.

  ‘Sometimes this happens in football, it is the cup.

  ‘It is difficult to explain, but it is the reality.’

  Sometimes er orðið all the time. Þó við vinnum Inter 5-0 er ég hrikalega ósáttur við Rafa Benitez.

 50. ég er löngu hættur að fá fiðring fyrir liverpool leikjum, hver hörmungin af fætur annari lýtur dagsins ljós og maður endar oftast uppi vonsvikinn.

  en vonandi að menn geri þá betur í CL.

 51. Já Biscant(#19) nú er spurning hvort við þurfum ekki að endurtaka leikinn frá því fyrir nokkrum árum og setja á koppinn Framfarasinnaða flokkinn, við fórum mikinn með hann á sínum tíma…
  …ég býð mig fram til formennsku aftur!

  Nú þurfum við bara að hóa í Peter Beardsley aftur…

  😛

 52. Liverpool er ekki lið sem rekur framkvæmdastjóra á miðju tímabili. Það er ekki the Liverpool way. Það er hinsvegar ljóst að ef eitthvað líf er í þessu liði sem stjórnar málum og metnaður þá hljóta kanarnir og þeirra menn að vera að undirbúa vorhreingerningu á leikmönnum eftir þetta season og leit að nýjum framkvæmdastjóra fyrir næsta tímabil hlýtur að vera í gangi bak við tjöldin. Sama dæmið með Benítez og Houllier, gaf okkur bikara en hafði aldrei það sem til þurfti til að gera okkur að liði sem barðist um deildina. Sami varnarsinnaði leiðinlegi fótboltinn undir stjórn þessara manna og mikið af lélegum leikmannakaupum þar sem magn er tekið fram yfir gæði enda mikilvægt að geta stillt upp a.m.k tveimur jafn LÉLEGUM liðum. Í liðinu eru þó nokkrir mjög sterkir leikmenn á góðum aldri og með réttum stjóra og alvöru leikmannakaupum í sumar þá getur framtíðin verið björt. Fyrir mér er ekki spurning að Benítez er þegar búin að missa djobbið, það sem mér finnst vera spennandi er hvort kanarnir klaufalegu halda eigu á klúbbnum og hvort þeir eru menn til að eyða einhverjum alvöru peningum í að styrkja liðið í sumar því ef ekki þá er framtíðin barátta við Villa, Everton, Man city og félaga um 4-6 sætið næstu ár.

 53. Ég held nú ekki að Torres fari, Arnar (#59) en það þarf á róttækum breytingum að halda í Liverpool liðinu og ég spyr nú bara fólk hvaða þjálfara vill fólk sjá þegar/ef Benitez fýkur?

 54. Guus van Hiddink, Lippi, Mouro eru þeir sem gætu gert góða hluti með LFC.

 55. Það er 1hvað skrítið við það að maður skuli horfa á leik eftir leik og nánast alltaf vita á hverju von er.

  Ég heiti einar og er vonbrigðafíkill…
  LFC forever!

 56. Maður er orðinn hálf ónæmur fyrir þessum töpum. Við höfum verið svo arfaslakir á þessu tímabili að maður er alveg hættur að pirra sig á svona úrslitum. Ef að við föllum svo út í meistaradeildinni þá hefur maður litla ástæðu til þess að horfa á þetta lið.

 57. Ég skal taka við afsögn RB 24-7 alla næstu viku. Sendist í ráðhúsið í Stykkishólmi.

 58. Mjög gott komment á andfotbolti.net:

  “Ef Rafa Benitez væri að spila Tetris væri hann kominn hátt í borðið núna.”

 59. Varðandi eftirmenn er ég búinn að fá nóg af erlendum þjálfurum. Við ætluðum að eltast við Houllier af því Wenger var góður og svo fengum við þrautreyndan snilling í evrópukeppnum sem hafði unnið allt á Spáni með litlu liði. Indælis menn báðir tveir og ekkert nema gott um það að segja.
  Að fara draga Lippi á flot, hvað þá Hiddink, Van Gaal, Hitzfeld eða Ancelotti er að mínu mati jafn mikið bull og þegar Rangers sótti fimmfaldan Frakklandsmeistara Paul Le Guen og ráku hann eftir þrjá mánuði!
  Ég hata Mourinho meira en allt og á mjög erfitt með að segja þetta, en hann er eini maðurinn sem ekki er breskur sem á möguleika að ná enska titlinum. Ég vill fá einhvern sem kann að ná árangri í Englandi og hefur fylgst það vel með okkar liði að hann mun ekki byrja á að gefa sultum sem ekkert hafa getað einhvern séns!!! Ég hef áður nefnt O’Neill og Mark Hughes.
  Nenni ekki meir að horfa upp á menn frá meginlandinu vita ekkert hvað þarf til að vinna lið eins og Barnsley og Wigan!!!!

 60. Það er mjög áhugavert hvernig Martin Ó Níl hefur unnið með þetta Aston Villa lið. Ekkert svosem stjörnur sem eru að spila þarna en þeir ná saman. Karlinn er greinilega mikill knattspyrnuhaus. Hefur allstaðar náð árangri. Því skyldi slíkur maður hafna því að þjálfa eitt af þeim stóru í Englandi???

 61. NÚ ER OKKUR PÚLLURUM ÖLLUM LOKIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  BURT MEÐ BENITEZ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 62. Eftir að Rafa safnaði þessu helvítis skeggi hefur ekkert gengið hjá okkur. burt með skeggið!!! núna!

 63. 74 HA HA HA HA HA HA HA HA

  þessi var góður … Martin O´Neill … þvílíkur brandari… ha ha ha ha ha ha

 64. Ef það er eitthvað sem fær mig til að æla þá er það: “liverpool rekur ekki menn á miðju tímabili, það er ekki the liverpool way”

 65. Afsakið, en hvað er svona ha ha ha við Martin Ó Neil .Ég spyr ?Er Rafa að gera betri hluti en Hullier(kanski ekki rétt skrifað)Eftir að Rafa kom þá erum við að taka 4sætið ,og þegar að við unnum meistaradolluna þá lentum við í 5 sæti og það varð að búa til nýjar reglur svo að við gætum spilað í meistaradeildini árinu eftir .Hullier var látinn fara,samt vann hann þrefallt ,,,,,,af hverju á Rafa að vera áfram?????????BLESSAÐIR

 66. Asakið ,en hvað er í gangi þegar að framherjar eða miðjumenn skjóta að markin og það lendir í INNKAST,eru allir með sjón skekkju, en ég er búinn að fara yfir kótann minn ,en ég er svo reiður”#$#”#$$#BLESSAÐIR

 67. Kæri pistlahöfundur !
  þú segir “og erum að berjast við alls konar jókerlið um 4. sætið. ”
  Hvað ertu að meina.
  Þessi lið sem eru í dag Everton,Aston Villa og Manchester City eru búin að standa sig frábærlega vel, ekkert þessara liða getur keypt einn leikmann á caliber við torres en það getur Liverpool þið eruð að ganga gegnum erfiða tíma miða við ykkar standard en að gera lítið úr andstæðingunum hefur oft snúist í andhverfu sínu sjáðu bara sir Alex fergusson hann hefur alltaf gert lítið úr City og niðurstaðan er 6 stig í hús nb City á eftir að spila við Liverpool

 68. Því miður er ferill Benitez með Liverpool að mörgu leyti sambærilegur við Houllier tímann. Hann byrjaði vel og náði árangri sem var að mörgu leyti langt fram úr væntingum en árangurinn í deildinni hefur látið á sér standa.

  Ég átti alltaf von á að sjá Liverpool byrja að spila eins og Valencia geri undir stjórn Benitez og í nóv/des tímabilið 2005-2006 fannst mér það vera að takast. Þá var liðið eins og hakkavél og vann hvern leikinn af fætum öðrum mjög átakalaust. Síðan féll liðið aftur í sömu spilamennsku og hefur ekki náð sér upp á þetta level aftur. Af hverju veit ég ekki.

  Ég átti ekki von á titlinum þetta tímabilið en að liðið myndi vera í baráttunni allt til enda. Það hefur ekki tekist og ljóst er að Benitez er ekki að takast ætlunarverk sitt. Ég er nokkuð svartsýnn á næstu mánuði og held að það geti allt gerst; liðið selt, Benitez rekinn, lykilmenn seldir. Kannski þarf að stokka hlutina upp, ég veit það ekki. En það er ljóst í mínum huga að Benitez á ekki marga mánuði eftir í starfi.

 69. Af official síðunni:
  CARRA: WE HAVE TO IMPROVE TO BEAT INTER

  Jahá, hér er maður með málin á hreinu : )

 70. ég spái því að við töpum 0-4 á móti Inter á Anfield og þá verði Rafa loksins látinn taka poka sinn. Þessi úrslit í gær eru ófyrirgefanleg og allir í liðinu eiga að skammast sín.

 71. Sælir félagar! miðað við andleysi og getuleysi liverpool seinni hluta tímabils þá koma þessi úrslit mér ekki á óvart.
  En hins vegar átti liðið í gær að vera nógu gott til að vinna Barnsley á heimavelli, þó svo að gerrard hafi verið á bekknum.
  Fyrir mér er Gerrard bara miðlungsleikmaður eins og hann er að spila í dag. Ekki beint hans besta season. En stöndum saman og styðjum liðið í baráttunni við inter, þeir þurfa virkilega á því að halda.
  mætum á players á þriðjudaginn og sýnum samstöðu. 🙂

 72. Eric #79# jAMM, ekki gott ef þú ælir mín vegna. Það hlýtur jú að vera einhver ástæða fyrir því að við höldum með Liverpool Eric minn. Ekki er ég þar fæddur og uppalinn og ekki geðveikur bítlafan. Af hverju þá Liverpool en ekki eitthvað annað, jú meðal annars vegna þess að þegar ég var ungur drengur þá spilaði Liverpool frábæran sóknarbolta þar sem boltinn gekk með jörðinni meðan önnur lið á Bretlandi voru í kick and run, og svo einnig vegna þess að forsvarsmenn Liverpool sem og stuðnigsmenn voru þekktir fyrir að koma vel fram við sína menn, ákveðinn virðing var í öllum aðgerðum. Þó svo að ýmislegt hafi breyst og fótboltinn sem liðið spilar sé hundleiðinlegur þá bind ég enn vonir við að eitthvað sé eftir að “The Liverpool Way” eins og ég orða það. Sást best á því hvernig stuðningsmenn brugðust við þegar klaufalega var staðið að málum vegna viðræðna við Klinsmann að stuðningsmenn Liverpool eru vanir ákveðnum “virðulegum” vinnubrögðum sem þeir eins og ég vilja halda í heiðri. Þess vegna þó ég sé sammála því að það þurfi að skipta um mann í brúnni vona ég að Benítez sem hefur fært okkur dolluna í meistaradeild og gert margt gott fái að fara með reisn í sumar en sé ekki hent frá borði nú. Ef þú skilur þetta ekki þá er það allt í góðu, það þurfa ekki allir að vera sammála mér, missi engan svefn yfir því þó þú kastir aðeins upp, annað eins hefur komið fyrir bestu menn fyrripart sunnudags.

 73. Maður hefur ekki skrifað mikið hérna undanfarið, bara grátið úr fjarlægð síðustu mánuði. 🙁

  Þessi úrslit gegn Barnsley eru ein stór hörmung, Benitez lendir enn og aftur í vandræðum gegn baráttuglöðum enskum liðum sem spila með hjartanu. Liverpool vantar sárlega drápseðlið til að klára svona lið af strax í fyrri hálfleik.

  Þessi meðferð á Babel segir manni að Rafa telji sig fullkomlega öruggan í starfi. Það meikar bara engan sens hvað Rafa ætlar sér að koma honum rólega inní enska boltann. Ef Babel fær aldrei að spila heilan leik (og það jafnvel á móti Barnsley) þá er honum vart ætlað neitt annað hlutverk nema varamanns út tímabilið. Stórundarlegt miðað við hvað hann kostaði mikið og hversu mikil áhersla var á meðal áhangenda að keyptir yrðu heimsklassaleikmenn strax sem bættu liðið.
  Hefur Benitez svona mikið álit á sjálfum sér og sínum aðferðum að hann telji sé fært að setja setja rándýr kaup eins og Babel bara beint á bekkinn, jafnvel þegar hann er að spila stórvel?

  Varðandi leikinn hefur Rafa sett hann upp í fartölvunni kvöldið áður og þar vann Liverpool. Babel fór þar líka útaf á 57.mín og Kewell og Crouch líklega, bættu við 2mörkum í öruggum 3-0 sigri.
  Í raunveruleikanum eyddi Liverpool orku í sókn mestallan leikinn en hleyptu Barnsley inní leikinn á vitlausum tímapunkti í stað þess að klára hann sem fyrst.

  Held við ættum samt að bíða með allar dómsdagsspár og tal um að reka þennan og selja hinn þangað til í lok leiktíðar. Hlutirnir munu líta miklu betur út í vor ef við náum öruggu 4.sæti í deildinni og náum í úrslit CL.
  Það er reyndar stórt EF í augnablikinu en sjáum til.

  Menn verða líka að sjá af þessu hatri í garð leikmanna eins og Kuyt o.fl. Margir hér hafa dásamað Crouch í þau örfáu skipi þegar hann skorar en sama gerist ekki þegar Kuyt spilar ágætlega og skorar núna. Samt heyrast niðrandi raddir í þessum þræði um Kuyt. Er markaskorun eina hlutverk framherja eða ekki?
  Á sama tíma má enginn gagnrýna Gerrard, Torres, Reina og Carragher. Allt leikmenn sem hafa sína galla. Er ekki þetta algera andleysi í liðinu soldið því að kenna að leiðtogar liðsins Gerrard og Carragher fá ekki gagnrýni frá neinum nema smá frá Benitez? Orðnir of öruggir með sæti sitt í liðinu sem hefur leitt til meðalmennsku og áhugaleysis?
  Báðir hafa þeir verið hreint út lélegir í vetur og langt frá sínu besta. Gerrard virðist líka hafa lítinn áhuga á að peppa samherja upp á jákvæðan hátt og spilar pirraður leik eftir leik.

  Það þarf aðeins meiri liðsheild og jákvæðni hjá Liverpool.

 74. Aldo segir að allt hafi farið niður á við eftir að Paco hætti? Eins og ég var búinn að minnast á áður. Menn skömmuðust og sögðu hann einhvern fitnessþjálfara!! Ónei ónei…sköllótti karlinn með blýantinn og bókina var fótboltaheilinn hans Rafa. Aðstoðarmaður hans. Fitness þjálfari er ekkert að punkta hjá sér meðan á leik stendur og sýna skiptimönnum teikningar
  af leikaðferðum. Paco var heilinn…bring back Paco.

 75. Steinþór,þettað var það sem ég sagði á þessari síðu á sínum tíma, en ég var skammaður fyrir að láta þetað út úr mér(með Paco) og ég beðinn að hætta að blogga.Gaman að menn séu að sega það sem þeim fynnst og vonandi að þú verðir ekki rekinn í burt eða skammaður ….BLESSAÐIR

 76. Já maður gleymdi að minnast á Paco, eina manninn sem gat breytt skoðunum og gerðum Rafa þegar hann var við að gera mistök. Rafa vann náið með Paco í rúmlega áratug og hans brotthvarf hefur örugglega fengið mjög á stjórann okkar.

  Allavega er gamla hetjan John Aldridge sammála Einsa Kalda o.fl.
  http://www.liverpooldailypost.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2008/02/17/john-aldridge-loss-of-paco-ayesteran-to-blame-for-liverpool-woe-64375-20486826/

 77. Sá ekki leikinn. Get ekki horft á Liverpool lengur. Nenni þessu ekki. Er búinn að fá nóg. Hvað þurfa menn langan tíma til að sjá að Rafael Benítez er algjörlega óhæfur?

 78. Sælir púllarar!

  Ég hef verið að reyna að finna ástæðu fyrir brottför Paco frá Anfield.
  Hvað kom uppá?

 79. Tommy Smith, fyrrum varnarmaður Liverpool, gagnrýnir Rafel Benítez harðlega eftir að liðið tapaði fyrir Barnsley í ensku bikarkeppninni

  Hann segir:
  „Ég er hræddur um það. Hann heldur áfram að tala um þessa fjóra bikara sem hann hefur unnið en þeir telja bara ekki núna. Liðið nær ekki einu sinni að skemmta áhorfendum á Anfield og menn eru að fá nóg.”

  Ein vitleysa hjá honum í þessu, menn eru BÚNIR að fá nóg!

 80. Stb í commenti #47#
  “Eins er það með þetta róteringarkerfi sem Rafa notar að það virðist engu skipta hver spilar best í leiknum á undan því liðið virðist alltaf vera ákveðið löngu áður.

  Tökum dæmi: Menn fá sénsinn og vita að það er stórleikur í næsta leik þar á eftir. Þeir vita að sama hvernig þeir spila leikinn sem þeir eru að fara að spila þá munu þeir aldrei spila stórleikinn næsta. Hvar er gulrótin fyrir menn að nýta sénsinn? Þeir vita að þeir eru að fara að spila litla leikinn og eiga ekki séns á þeim leik sem mun meira máli skiptir.”

  Ég tek heils hugar undir þessa skoðun. Þarna liggur að mínu mati hundurinn grafinn. Nákvæmlega þetta gerðist þegar Liverpool átti þrjá mikilvæga leiki sl. desember á móti Reading, Marseille og manu. Við aðdáendur biðum í raun með andann í hálsinum því þessir þrír leikir myndu segja mikið til um hvernig tímabilið í heild sinni myndi spilast.

  Fyrsti leikurinn var á móti Reading þann 12. des. Það kom í raun engum á óvart að Rafa stilltu upp hálfgerðu varaliði í leiknum. Kannski það eina sem Rafa kemur ekki á óvart með. Ég mun samt aldrei skilja af hverju hann tók Carrager, Gerrard og Torres út af þegar liðið var undir. Um leið fengu nokkrir leikmenn þau skilaboð að þeir væru aftarlega í goggunarröðinni. Ég til að mynda hefði frekar viljað byrja á bekknum í þeim leik því þá væri mun meiri líkur á að byrja næstu tvo stórleiki.

  Í næsta leik á móti Marseille stillti Rafa upp sterkasta liðinu að mínu mati sem þá var völ á. Frábær sigur en um leið var nokkrum ljóst að þeir sem spiluðu Reading leikinn en ekki þennan væru aftarlega í goggunarröðinni. Sissoko var líka illa arfafúll eftir þessa törn og við vitum hvernig það endaði allt saman.

  Öllum á óvörum byrjaði svo sama lið á móti manu í leik sem spilaðist á margan hátt mjög vel en tapaðist því miður. Sterkasta liðið okkar átti í fullu tré á móti manu en allan leikinn hugsaði maður að ef við hefðum unnið Reading þá væri jafntefli ágætis úrslit úr þessum leik.

  Að mínu mati er fótbolti ekki flókin íþrótt. Ef þú spilar vel og leggur þig fram þá færðu að spila. Með öðrum orðum þú verður að vita hvað þú átt að gera til að komast í liðið. Í augnablikinu hljóta margir leikmenn að velta þessu fyrir sér. Babel hefur spilað mjög vel uppi á síðkastið. Kuyt illa. Annar tekur menn á trekk í trekk og skapar hættu í sókninni hinn hleypur eins og óður maður um allan völlinn. Samt er sá fyrri alltaf tekinn út af á meðan hinn fær endalaust að spila.

  Svo verð ég bara að viðurkenna að ég mun aldrei skilja af hverju Rafa stillti ekki upp sterkasta liðunu á móti Barnsley. Einn mikilvægast leikurinn á tímabilinu og atvinnumenn í fótbolta hljóta að geta spilað tvo leiki á 4 dögum. Ekki veitir nú sumum af því að koma sér í gott spilform.

  Áfram Liverpool!

 81. „Bill Shankly sagði alltaf að maður væri aldrei betri en síðustu úrslit segðu”

  Þetta segir okkur svolítið.

 82. Sælir,
  Góð grein hjá þér Arnór #88. Alveg hjartanlega sammála að það er óþolandi að sjá fyrirliðann hengja haus þegar illa gengur í stað þess að “peppa” liðið upp. Ekki ósvipað og hjá blessuðu landsliðinu okkar með fullri virðingu fyrir þeim.
  Annars virðist þetta bara vera leikskipulagið hana Rafa, allt of einsleitt og hugmyndasnautt.
  Ég sá reyndar ekki leikinn gegn Barnsley en mikið svakalega er þetta orðið leiðinlegt (endurtekið efni, leik eftir leik.). Maður talar helst ekkert mikið orðið um enska boltann í vinnunni a.m.k. ekkert endilega af fyrra bragði.

 83. verð að segja fyrir mitt leyti að ég er búinn að vera harður benitez stuðningsmaður… en ég verð að fara að sætta mig við það að kappinn er búinn að missa vitið eða eitthvað

  hans tími er liðinn

 84. Pako Pako Pako Pako!!!

  Halló???

  Liverpool tapaði fjórða hverjum leik í fyrra þegar Pako var í þjálfarateyminu. Hvað gerði hann sem var svona stórkostlegt?

 85. Sammála Daða í #99
  Hvaða rugl Pako dýrkun er þetta? er ég að svona vitlaus eða voru Liverpool svona rosalega góðir undanfarin ár með Pako innanborðs? nei ég held ekki. Persónulega finnst mér liðið hvorki hafa batnað né versnað síðan þessi blessaði ofmetni Pako fór. Menn eru bara svo fljótir að gleyma því hvað við vorum pirraðir á síðustu tímabilum yfir nkl jafn lélegri spilamennsku og nú.
  Málið er bara það að okkar ástkæra Liverpool lið hefur verið mjög lélegt undanfarin áratug…. með Pako og án

 86. Hef soldið pælt í því hvernig þetta væri með Ian nokkurn Rush sem vinstri hendi Rafa. Skemmtileg pæling…

 87. Sammála með Pako. Bendi mönnum á að lesa ævisögu Benitez þar sem vinur þeirra beggja lýsir samstarfi þeirra. Ayasterian var ekki fótboltaheilinn, skulum hafa það á hreinu!

Liðið komið!

Æji bara ýmislegt, en samt eiginlega ekki neitt