Barnsley á morgun.

Liverpool og Barnsley munu leiða saman hesta sína á Anfield kl. 15:00 á laugardaginn. Nú eru 16 lið eftir í FA Cup og þar af eru einungis 6 lið í Premier League, þetta er ástæðan fyrir því að ég elska þessa keppni. Allt getur gerst og þessi keppni er leikmönnum gríðarlega mikilvæg, sérstaklega Englendingunum.

Ég held að ef Liverpool FC ætlar sér titil á þessu leiktímabili þá sé FA Cup raunhæfasti möguleikinn. Við erum ekki að fara að sigra deildina, það er á hreinu, spurning með Meistaradeildina, litlir möguleikar. Ég veit ekki, núna er allt fyrir mér í þeirri keppni bónus miðað við það sem á undanförnum vikum hefur gengið. Eins og áður segir eru einungis 6 úrvalsdeildarlið eftir í þessari keppni sem eykur möguleika okkar á að sigra FA Cup, EN, keppnir eins og þessi vinnst ekki með því hugarfari og leikgleði sem leikmenn Liverpool hafa sýnt í síðustu leikjum. Til að sigra hverja umferðina af fætur annari í þessari keppni þarf að spila af ákefð og grimmd, það þarf að spila fast og fyrst og fremst að spila með hjartanu.

Þá að meiðslafréttum okkar manna. Mér skilst að þeir Torres, Voronin, Skrtel, Hyypia, Arbeloa og Aurelio séu allir meiddir. Torres er tæpur en ég sé ekki mikinn tilgang með að nota hann í þessum leik, kannski leyfa honum að taka síðasta korterið. Hyypia er líka tæpur og hafsentarnir eru því höfuðverkur fyrir Rafa að velja. Ef ég væri við stjórnvöl á Anfield þá myndi ég hreinlega hvíla gamla Finnan og leyfa Mikel San Jose að spreyta sig. Ég er á því að ungu strákarnir eigi að fá sénsa, til hvers að hafa unga og efnilega leikmenn ef þeir æfa bara og fá aldrei stóra leiki? Ég hef reyndar lítið heyrt um San Jose, en hann var á bekknum á Stamford Bridge síðasta sunnudag og er eiginlega eini heili kosturinn við hlið Carra á morgun. Skrtel meiddist á kálfa á æfingu í gær og því er hann líklegast ekki að fara að spila á morgun, en vonandi nær hann leiknum gegn Inter á þriðjudaginn.

Ég held að Rafa komi til með að hugsa mikið um leikinn á þriðjudaginn gegn Inter þegar hann velur byrjunarliðið fyrir Barnsley leikinn. Það er ekki auðveld þrautin að átta sig á því hvernig liðið verður en ég ætla að tippa á að eftirfarandi leikmenn hefji leika:

Itandje

Finnan – Carragher – Hyypia – Insúa

Pennant – Lucas – Alonso – Babel

Crouch – Kuyt

Markmaður: Itandje fær bikarleikina og það verður engin breyting á því.

Vörnin: Finnan er pretty much eini hægri bakvörðurinn þar sem Arbeloa er meiddur og þá er það klárt. Carra mun pottþétt vera í miðverðinum og held að Rafa þráist við og tjasli Hyypia saman fyrir leikinn, þó ég sé algjörlega á móti því. Ég veit ekki hvað ég er að hugsa með að setja Insúa í bakkarann (meira ósk heldur en spá) því ég er nánast öruggur á því að Gillzengger þeirra Norðmanna byrji inná, því miður.

Miðjan: Erfitt val. Hvílir hann fyrir þriðjudaginn fyrirliðann og Argentínumanninn, sem er hársbreidd frá því að ganga endanlega til liðs við okkur, ég held það já. Ég vona að Mascherano skrifi undir sem fyrst og að þetta mál verði klárað, það verður þvílíkur léttir!
Því set ég Lucas litla og Xabi á miðja miðjuna. Kantarnir gætu alveg eins verið Benayoun og Kewell en ég tel þessa tvo (Babel og Pennant) vera mun skeinuhættari og þá klárum við Barnsley vonandi fljótt og örugglega. Mér finnst Pennant vera búinn að spila einna best að undanförnu og ég vona að hann haldi áfram að taka rispur.

Sóknartönnin: Hollenski smalahundurinn verður klárlega á sínum stað og maður veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð sauðfé eftir á Bretlandseyjum eftir tignarlega spretti Kuyt um allan völlinn á þessu tímabili. Crouch verður vonandi frammi með honum því við þurfum jú að skora mörk.

Backupin á bekknum verða þá hugsanlega: Reina – San Jose – Benayoun – Gerrard – El Zhar.

Mín spá: Mér finnst orðið erfitt að spá í leiki Liverpool seinni part vetrar. En vonandi breyta menn til og hætta að gera jafntefli, mæti á Anfield með blóð á svuntunum og SLÁTRI þessu liði í fyrri hálfleik! Skyrdollan mín segir mér svo að lokatölur verði 3-0 og markaskorarar verða Crouch og Babel, hún getur ekki sagt mér hver þriðji markaskorarinn verður.

Þar sem þetta tímabil er örlítið skemmt eftir frábæra byrjun, þá væri draumur í dós að fá 4. sætið í deildinni, komast allavega í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni og vinna FA Cup.

Koma svo!

22 Comments

 1. Maður er ekkert ægilega spenntur fyrir þessum leik, farinn að leiða hugann að Inter í næstu viku eeeen hlýtur að vera skyldusigur hjá okkur, ekki satt? Fínt að ná flæði og svona í sóknarleikinn sem ekki hefur verið upp á marga fiska.

  Annars Alves seeks Sevilla exit – Kaupa hann strax! Hann og Arbeloa í bakvörðunum og þá erum við í góðum málum þar, menn sem þora að koma fram fyrir miðju og kunna fótbolta.

 2. Fín upphitun Olli! Ég reyndar held að Rafa taki séns þarna og geymi Hyypia fyrir Alonso eða San José. Meistaradeildin er gullkálfurinn og pottþétt að hann hefur sterk skilaboð frá USA að ná langt þar. Því miður, því FA cup er uppáhaldskeppnin mín í heiminum, kannski út af því að á gullöldinni áttum við svo erfitt með að vinna þann titil!
  Þess vegna held ég að Torres, Arbeloa og Hyypia verði hvíldir, en hugsanlega verði Aurelio í bakverðinum. Er sammála þér með Insúa en þar sem hann hefur engan séns fengið og spilaði 90 mínútur á þriðjudaginn með varaliðinu held ég að það sé útilokað.
  En vonandi sjáum við áfram einbeitinguna frá Brúnni og þá verður þetta flottur leikur. Hljótum að hafa lært af Luton og H&W í vetur, 100% einbeitingar er þörf!

 3. ” Hollenski smalahundurinn verður klárlega á sínum stað og maður veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð sauðfé eftir á Bretlandseyjum eftir tignarlega spretti Kuyt um allan völlinn á þessu tímabili.” Snilldar komment.

 4. “Þar sem þetta tímabil er örlítið skemmt eftir frábæra byrjun, þá væri draumur í dós að fá 4. sætið í deildinni, komast allavega í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni og vinna FA Cup.”

  Hvernig getur það verið draumur að enda í 4. sæti í deildinni og 8-liða úrslitum í Meistaradeild? Eigum við ekki að vera kröfuharðari en þetta 🙂

  Mjög fín upphitun hjá þér samt sem áður.

 5. klárt mál að þessi leikur er skyldusigur, sama hvort torres verði með eða ekki, gaman væri að sjá babel í framlínunni og einhvern ungann á kantinum í staðin… en svolítill útúrdúr, dani alves vill ólmur komast frá sevilla, og chelsea og tottenham eru orðuð við hann, erum við alveg dottnir útúr því kapphlaupi?

 6. Fín upphitun. Kommentið með smalahundinn hitti í mark.
  Lolli #4, miðað við stöðuna í liðinu í dag, hvaða kröfur finnst þér raunhæft að gera ?

 7. “Þar sem þetta tímabil er örlítið skemmt eftir frábæra byrjun, þá væri draumur í dós að fá 4. sætið í deildinni, komast allavega í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni og vinna FA Cup.”

  Þessi setning hryggir mig óstjórnlega mikið.

 8. kallast raunsæi…er bara að horfast í augu við raunveruleikann og eins og staðan er í dag, því miður, en þetta er bara mín skoðun sem ég fer ekkert í felur með.

 9. Ég hef sagt mart mis-gáfulegt á undanförnum misserum um Dirk (not so) Kuyt. En hollenska smalahunda kommentið var mjög gott og hitti vel í mark. Sá maður þarf nauðsynlega á marki að halda, þó það sé hálf pínlegt að hafa hann inná. Stóð sig hrikalega illa um síðustu helgi, skapaði litla sem enga hættu þrátt fyrir að flestar sóknir okkar hafi einhverra hluta vegna farið upp hægri kantinn, og við spiluðum uppá hausinn á Crouch. Er þá ekki betra að hafa Pennant á kantinum, sem er oftast nær með mjög góðar fyrirgjafir (og getur tekið menn á).

  Babel og Crouch frammi, Pennant og Benayoun á köntunum, Lucas og Mascherano á miðjunni (Suður-Amerískt samstarf sjáiði til).

  YNGaJ

 10. Hef það á tilfinningunni að þetta verði hörkuleikur. Maður myndi ætla að liðið hafi lært eitthvað af leiknum gegn H&W en á móti kemur að sjálfstraustið er lítið þessa daganna. Spái 2-1 og það verða Benni Jón og Hollendingurinn hlaupandi sem setja sitt hvort markið.

 11. Kristinn *6

  Það er raunsæi að óska eftir 4. sætinu, úrslitaleik FA cup og 4-8 liða úrslit CL en það er svo sannarlega ekki draumur minn.

  Vona samt að nokkrir lykilmenn verði hvíldir fyrir The Game á þriðjudag. Þetta er leikur sem við eigum að klára sannfærandi án þess að svitna.

 12. Við vinnum þennan leik, ekki annað hægt. Svo er ljóst án þess að það komi þessum leik nokkuð við að Henry kemur fyrir næsta tímabil eða í janúarglugganum í síðasta lagi. Er ekki að fá að spila frammi hjá Barcelona og er ekki að finna sig á Spáni. Hann hefur talað vel um Liverpool og ég er svo mikill bjartsýnismaður að ég leyfi mér að vona þetta. Svo vill Alves fara frá Sevilla og ég vil a.m.k sjá okkur berjast um hann.

 13. Sammála Olla. Sigur í FA-Cup og 4.sætið væri draumur úr þessu. Við verðum bara að ná þessu 4.sæti. Hvað sem hver segir um Liverpool liðið þá er ekki hægt að segja að það eigi ekki heima í Meistaradeildinni – það er klárt. Síðan held ég að sálfræðilega væri það gífurlega sterkt að ná dollu – klára FA-Cup. Þetta er 3ja stærsta keppnin (á eftir deildinni og Meistaradeildinni) og yrði stór titill. Megum ekki vanmeta Barnsley á morgun þá gæti farið illa. Vera klárir með toppmennina á bekknum en í guðanna bænum að leyfa Insúa að byrja. Johnny Riise má vel hvíla sig á morgun. Svo þarf að halda áfram að spila mönnum eins og Lucas og Babel. Þessir strákar lofa mjög góðu og það þarf að leyfa þeim að njóta sín. Ég fer ekkert leynt með það en ég held að Babel geti orðið algjör stjarna hjá okkur. Hann á að mínu mati að vera fastur maður í byrjunarliðinu. Enginn vafi á því. Við tökum þetta 2-0. Babel og Crouch sjá um mörkin.

 14. Maður á ekki von á fjöri í dag því hr Benitez ætlar víst að fara með varfærni inn í leikinn í dag gegn stórliði Barnsley á Anfield. Maður er náttúrulega galinn. Hann náttúrulega er búinn að gleyma orðinu sóknarleikur fyrir löngu

 15. Ég spái þessu sem gríðarfjörugum leik sem endar 4-4.

 16. Þórhallur, hvað hefur þú fyrir þér í þessu ?
  Eina sem ég hef séð er að Rafa hefur varað við kæruleysi, sem mér finnst bara vera við hæfi.

 17. 6-0 í dag, ekkert minna er ásættanlegt
  Gerrard 2 – Torres 1 – Kuyt 1 – Crouch 1 – Finnan 1

 18. Við höfum reynslu á því hversu erfitt þessir leikir geta verið, allir segja að við eigum að vinna Barnsley en við verðum að vera rólegir og gera hlutina rétt,” sagði Benitez.

  ,,Á móti Havant & Waterlooville vorum við að hugsa um að skora en fengum á okkur mark. Ef þú færð fyrsta markið á þig geturðu orðið stressaður.”

  ,,Við vissum af því fyrir leikinn en það gerðist samt. Fyrir þá er þetta eins og úrslitaleikur svo við verðum að vera varkárir og bera virðingu fyrir þeim. Ef við skorum fyrsta markið verður þetta auðveldara,” sagði Benitez að lokum.

 19. Afsakið ónæðið.Ég tippa á 4-0,og Kátur skorar 1 ef ekki 2 mörk, hann er að fara í gang.BLESSAÐIR

 20. The Liverpool team in full is: Itandje, Finnan, Riise, Hyypia, Carragher, Lucas, Alonso, Benayoun, Babel, Crouch, Kuyt. Subs: Martin, Arbeloa, Kewell, Gerrard, Pennant.

Skrtel meiddur á kálfa

Liðið komið!