Spjall um vara- og unglingalið.

Fyrst jákvætt. Eftir sigur varaliðsins gegn Sunderland á þriðjudag er varaliðið okkar komið með 5 stiga forskot í Varaliðsdeildinni, nokkuð sem ekki hefur verið að gerast undanfarin ár. Gott að sjá að þeir sem standa næst liðinu virðast vera að þokast í rétta átt! Kannski þeir búi til hina nýju gullöld, á bestu árum LFC var varaliðið áskrifandi að þessum titli!

Svo neikvætt. Unglingaliðið okkar datt út úr FA-unglingabikarnum í gær og munu því missa titilinnn frá sér í vor eftir að hafa haldið honum síðustu 2 leiktímabil.

Það voru unglingar Sunderland sem slógu okkar menn út, 5-3 eftir framlengingu.

Góðar meiðslafréttir

Skrtel meiddur á kálfa