Liðið gegn Chelsea

Hver ert þú og hvað gerðirðu við Rafa???

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Riise

Gerrard – Mascherano – Lucas

Kuyt – Crouch – Babel

Á bekknum: Itandje, San Jose, Benayoun, Pennant, Kewell.

Eða allavegana, ég tippa á að þetta verði svona. Gerrard gæti líka verið á hægri kantinum, babel á vinstri og Crouchy og Kuyt tveir frammi. Mikið djöfull líst mér vel á þessa uppstillingu! Við vinnum!

Já, og svo bendi ég á þessa SNILLDARfyrirsögn á þessari grein: [Rafa Benitez gets ready to axe Peter Crouch](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2008/02/10/sfnwee110.xml)

Liðið hjá Chelsea:

Cech

Belletti – Alex – Carvalho – A.Cole

Ballack – Makalele – Lampard

Wright-Phillips – Anelka – J.Cole

Á bekknum: Cudicini, Ben-Haim, Mikel – Malouda – Pizarro

22 Comments

 1. Svosem sáttur við þessa uppstillingu. Spái samt 2-1 sigri Chelsea. Er samt hræddur um að Kuyt verði á hægri kantinum og gerir ekki neitt af viti þar.

 2. “There’s also a place on the bench for Spanish youngster Mikel San Jose” ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir honum koma? en ánægjulegt engu a síður

 3. Ég er enn skíthræddur um að við töpum þessum leik. En ef þessi leikur fer illa þá er það ljóst fyrir leik að Rafa verður allavega ekki sakaður um að hafa valið slakt lið fyrir leikinn. Ef einhver hérna ætlar sér að gagnrýna hann fyrir liðsvalið eftir tapleik gegn Chelsea, þá bið ég viðkomandi um að tjá sig um liðsvalið núna strax. Ég sé allavega ekkert að þessu.

 4. Nákvæmlega, Kristján. Ég skal allavegana lofa því í að ég mun ekki gagnrýna liðsvalið í leikskýrslunni nema þá að Rafa raði þessu upp á einhvern fáránlegan hátt.

  Varðandi þennan San Jose, þá veit ég nákvæmlega ekkert um hann. Í prófílnum hans á LFC.tv segir

  Liverpool signed versatile defender Mikel San Jose Dominguez from Athletic Bilbao in August 2007.

  The youngster, who penned a three-year deal at Anfield, helped lead Spain to UEFA Under-19 Championship glory in July 2007.

  On arriving in Merseyside, San Jose said: “It was a surprise for me but I have decided to accept the chance at Liverpool. I am very excited but now I know that I have to work more each day to get in the first team.”

  The centre-back, who can also play in midfield, trains at Melwood with the reserves.

  Hyypia hlýtur að vera meiddur.

 5. Það eina sem ég spyr mig er hvar er hyypia? Var komið í ljós að hann væri meiddur/veikur/í banni?. Líst annars mjög vel á liðið en er samt ennþá skíthræddur um að við töpum þessum leik. Það er af sem áður var að varnarlína með Finnan Carragher og Riise veki mikla von í brjósti manns, því ver og miður, en ef það er einhvern tíman leikur til að finna formið á ný þá hlýtur það að vera þessi. Finnan og Riise með stórleik og við vinnum 1-0!

 6. Líst vel á liðið og vona að grimmdin verði til staðar hjá leikmönnum. Frábært að sjá dugnaðinn hjá leikmönnum Man.City áðan. Síka baráttu og hraða hefur vantað hjá okkur í vetur.

 7. ADDORRI:

  Leikurinnn er á Sopcast á þessum link
  sop://202.190.75.149:3912/1001

 8. Addorri.
  Farðu inn á http://www.myp2p.eu
  smelltu á fótboltann efst og voila, þú getur valið úr leikjum til að horfa á : )
  Já og veldu svo Liverpool leikinn : )

 9. Já, já þetta lítur vel út á pappírnum. En gæti þetta ekki þróast út í að vera 4-5-1 með alltof mikið bil á milli miðju og sóknar og Kjátarinn að vesenast úti á hægri væng? Ég vona ekki…

 10. Ég tek undir það að liðið sem við stillum upp er það sterkasta sem völ er á.

  En það er samt sem áður dapurt að þetta sé það sterkasta sem við eigum.

  Framlínan Kuyt og Crouch er ekki boðleg liði sem ætlar að láta taka sig alvarlega. Ég verð bara að segja alveg eins og er. Þessir menn kostuðu samtals 17-19 milljónir punda ef mig skjátlast ekki. Við hefðum getað nýtt þessa peninga mun betur og ég held að allir geti tekið undir það. T.d. keypt Sabrosa því Rafa notar Kuyt hvort eð er bara á hægri vængnum.

  Svo er þetta væl í Benitez orðið þreytt. Vissulega eru þessir eigendur í tómu tjóni en hann verður bara að spila betur úr þessum mannskap og kaupa réttu mennina.

  Hann hefur vissulega gert góð kaup eins og Reina og Torres t.d. og svo líst mér bara ágætlega á Skretel miðað við það sem hann sýnir í dag.

  Varðandi leikinn í dag þá erum við betri í fyrri hálfleik og þetta er það besta sem við gátum búist við. Vonandi gerum við betur í þeim síðari.

 11. Ef að Joe helvítis Cole skorar sigurmark á 90 mínútu þá er ég hættur þessu rugli.

 12. Hvað er maðurinn að meina að taka Babel útaf?
  Af hverju ekki Lucas Leiva sem hefur ekki sést?
  Er ég að horfa á einhvern annnan leik eða hvað?

 13. það á að taka Kuyt útaf!! setja hvern sem er inná í staðin, hann hefði egilega átt að taka Kuyt útaf fyrir Pennant…

 14. Af því sem ég hef séð af þessum leik hefur Babel verið með betri mönnum á vellinum. Átta mig ekki alveg á þessari skiptingu. Ef Pennant leggur upp eða skorar sigurmarkið þá mun ég átta mig á þessu hjá kallinum.

 15. Jæja ekki verður það Joe helvítis Cole sem sker úr um þetta og 0-0 er ásættanlegt.

 16. Jákvæðu punktarnir:
  Við töpuðum ekki á brúnni eins og venjulega.
  Skrtel var bara mjög fínn og ánægður með að hann stóðst prófið.
  Babel er besti maðurinn.
  Kuyt var ágætur á kantinum.

  Neikvæðu punktarnir:
  Crouch.
  Rafa: hvernig datt þér í hug að taka besta manninn út af?

  Sáttur í bili.

 17. Kuyt getur barist og varið boltann en mér finnst hann alltaf svo klunnalegur þegar boltinn kemur á hann og hann getur ekki með nokkru móti unnið úr stöðunni að snúa baki í mark með boltann og skorað í framhaldinu eða í það minnsta komið sér í færi. maðurinn er einfaldlega ekki framherji, væri sennilega best geymdur í bakverði.

Chelsea – Liverpool / Hvað er ómögulegt?

Chelsea 0 – Liverpool 0