Enski boltinn í útlöndum og 7 varamenn.

Ég var að rekast á ansi magnaða frétt á netinu sem fjallar um það að nú hafa öll 20 liðin í ensku úrvalsdeildinni samþykkt að skoða það að leika einn úrvalsdeildarleik í erlendri borg, þ.e.a.s utan Englands í janúar árið 2011. Þessir leikir verða þá leiknir í borgum á borð við Hong Kong, New York, LA, Sydney, Jóhannesarborg o.fl. og hugmyndin er að hnattvæða enska boltann enn meira. Þar sem enska deildin er alltaf að verða vinsælli og vinsælli út um allan heim þá tel ég þetta stórt og mikilvægt skref hvað markaðssetningu deildarinnar sem heild varðar. Út í hinum stóra heimi er enski boltinn sem heild lítt þekktur, stórliðin Man Utd, Arsenal, Chelsea og Liverpool fá alla athyglina og hin liðin því ekki eins vinsæl. Reyndar er markaðssetning Liverpool FC sér kapítuli sem ég ætla ekki að fara að ræða eitthvað frekar.

Ég tel þetta mun auka sjónvarpstekjur sem eiga að skiptast jafnt á milli allra 20 liðanna og þessi “erlenda umferð” gæti einnig opnað augu erlendra fjárfesta í leiðinni. Við höfum séð lið vera fara til Kína og Bandaríkjanna á undirbúningstímabilum og stór þáttur af því er markaðssetning og tekjuaukning fyrir klúbbana og það var því aldrei spurning hvort þetta myndi gerast heldur hvenær.
Enn á eftir að vinna í smáatriðum og frekari úrvinnslu fyrirkomulagsins en grunnhugmyndin er að liðin muni leika 39 leiki í stað 38 á tímabilinu. Það yrði þá dregið hvaða lið myndu mætast og í hvaða borg og úrslit myndu telja, alveg eins og um venjulegan úrvalsdeildarleik á Englandi væri um að ræða.

” Premier League chief executive Richard Scudamore said: ‘The ‘international round’ is an exciting and innovative proposal that needs careful consideration before being introduced. “

Og gamli gaukur hélt áfram:

“‘We believe that an ‘international round’ of matches will enhance the strength of the Premier League as a competition; create extra interest in all 20 Premier League Clubs at home and abroad; and allow increased investment in talent development and acquisition, facilities as well as our football development and community programmes.'”

Ég býð spenntur eftir að sjá Liverpool – Man Utd í Sydney eða New York með troðfulla risavelli sem taka 120.000 manns í sæti, þá fengjum við einn leik á tímabili með öðruvísi og skemmtilegri umgjörð. Ég tel þetta ku vera góðar fréttir og allt kvart og kvein um að leikmenn þreytist á svona ferðalögum og þess háttar væl ætla ég ekki að hlusta á. Auðvitað dregur þetta smá vind úr mönnum en ég veit ekki betur en að Man Utd sé nýkomið úr peninga- og markaðsferð þar sem þeir létu helstu stjörnur sínar spila og ekki virtist sú ferðin sitja í þeim. En gaman að því að allir klúbbarnir vinni saman að því markmiði að hnattvæða sterkustu knattspyrnudeild heims sem er á hraðri uppleið út í heimi.

Fyrir þá sem vilja kíkja á fréttina þá las ég greinina á Soccernet en hún ætti að vera komin á alla helstu fréttavefi.

Svo greip önnur frétt athygli mína í kvöld. Ég hef lengi beðið eftir þessu en hún fjallar um að á næstu leiktíð þá fjölgar varamönnum úr 5 í 7. Þetta tel ég vera gleðiefni einnig, þar sem við gætum farið að sjá gutta úr unglingastarfinu koma og verma varamannabekkinn öðru hvoru og líka meiri möguleika fyrir þjálfara að hafa úr fleiri mönnum á bekknum að velja.

Enski boltinn virðist vera að opnast svolítið og nýjar hefðir að koma fram á sjónarsviðið von bráðar.

42 Comments

 1. “Ég var að rekast á ansi magnaða frétt á netinu sem fjallar um það að nú hafa öll 20 liðin í ensku úrvalsdeildinni samþykkt að leika einn úrvalsdeildarleik í erlendri borg, þ.e.a.s utan Englands í janúar árið 2011.”

  Öhh, nei. Það eina sem þessi félög hafa samþykkt er að skoða þessa hugmynd mjög ítarlega. Þetta er á byrjunarstigi og í raun ekki einu sinni það. Enginn undirbúningur er hafinn. Það er bara verið að taka þessa hugmynd og skoða hvort hún gangi upp, hvort lið/þjálfarar/leikmenn vilji þetta, og svo frv.

 2. Stórkostlegt þetta með varamennina, hef beðið mjög lengi eftir þessu. Algjörlega sjálfsagt að hafa sjö varamenn á bekknum.

  Það er einnig, eins og bent hefur verið á, alrangt að það sé búið að samþykkja þetta með að spila erlendis. Þetta fellur ekki vel í kramið hjá öllum og ég held að það sé langur vegur frá því að þetta verði samþykkt….

 3. Sammála Hjalta Þór, ég held að það sé langt í að þetta verði samþykkt einróma, eins skil ég ekki hvernig það passar að hafa 39 umferðir, þá eru liðin ekki að mætast jafn oft yfir tímabilið. Ef það væri ekki um aukaumferð að ræða það er sama fyrirkomuleg og er núna þá væri mjög ósanngjarnt að missa heimaleik t.d. við United yfir á hlutlausan völl en þurfa samt að spila á OT. Það væri eins og refsing.

  Markaðsfræði er leiðinleg með afbrigðum og því miður agalega samofin enska boltanum 🙁 Fyrir mér hljómar þetta því miður bara eins og hvert annað peningaplott, hvort það er nauðsynlegt eður ei veit ég ekki, það er jafnvel spurning um að spila bara enska fótboltann í japan, fleiri áhorfendur!!! 😉

  En ég fagna reglunni um fjölgun varamanna

 4. Eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt um, hafa aukaumferð, er það ekki ósanngjarnt fyrir lið í deildinni, tökum dæmi; 38 leikir eru búnir og Sunderland er í 17 sæti með 40 stig og Boro í 18 sæti með 39 stig, Boro er dregið á móti Reading sem er í 20 sæti með 16 stig og hefur ekkert að keppa að en Sunderland er dregið gegn Liverpool í 2 sæti með 85 stig og þarf að vinna til að fara upp fyrir Nottingham Forest sem er með 86 stig, en Nottingham mætir Leicester sem er í 3. sæti með 84 stig. Liverpool vinnur Sunderland sem fellur og LFC verða meistarar, á meðan Boro kjöldregur Reading 5-0 í auðveldum leik í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

  Þetta hljómar of asnalega, enska deildin yrði bara ómarktæk, frekar að 2-3 leikir á leiktíð yrðu leiknir í Sidney, NY og Tókyo og enginn aukaumferð.

  7 varamenn er samt frábær hugmynd, ekki væri verra ef þá yrði skylda að hafa tvo úr unglingaliðinu á bekknum í hverjum leik til að gefa ungliðunum reynslu þegar lið hefur tryggt sér sigur í hálfleik.

 5. Alveg út í hött, og ég heimta að þessi frétt verði tekin út og breytt í neikvæðn hátt, nema kannski hlutinn með 7 varamenn. Skammastu þín fyrir að vera jákvæður fyrir þessu rugli, 39 umferðir. Ja hérna.

 6. voðalega er mönnum illa við breytingar.
  eins og komið hefur fram er þessi hugmynd á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið enn. ég ætla ekki að skammast mín fyrir að vera jákvæður fyrir þessari hugsanlegu nýjung og það má alveg breyta þessari færslu, en minni skoðun verður ekki breytt.
  markaðssetning félaganna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er lykilatriði í starfi þeirra og tekjur klúbbanna eru alltaf að skipa meira máli á samkeppnisvaxandi markaði. við erum að sjá fl. auðkýfinga kaupa lið og mjókka muninn á efstu liðunum fjárhagslega, og hvað leiðir það af sér? fleiri lið eru samkeppnishæf í toppbaráttunni, Liverpool eru að keppa við Man City allt í einu um meistaradeildarsæti og að mínu mati er enska deildin alltaf að skána og skána hvað knattspyrnuleg gæði varðar. peningar spila aðalrulluna í þessu öllu saman og þannig er það bara. og það á nákvæmlega engu máli að skipa hvort markaðsfræði sé leiðinleg með afbrigðum eður ei, hún skiptir gríðarmiklu máli og það er það sem telur.

 7. Nr 7 Olli

  Það er engu að síður ekki neitt sem mælir á móti því að hinn almenni áhorfandi komi á framfæri kröftugum mótmælum við svona vitleysis hugmyndum……slíkt dugar oft til að slá svonalagað út af borðinu. Það er ekki allt frábært og æðislegt þó þa skapi auknar tekjur fyrir liðin og ég EFA STÓRLEGA að tjallinn taki vel í þessa hugmynd….skiljanlega.

  Annars orðaði Lolli þetta best, þ.e. álit hans á 39. umferðinni. 🙂

  En ég tek það þó fram að þó ég sé frekar mikið mótfallinn því að enski boltinn sé spilaður annarsstaðar en í Englandi þá þýðir það ekki að ég held að þetta sé alveg málið fyrir íslenska boltann…..hver getur ekki séð fyrir sér KR – FH í toppslag deildarinnar frammi fyrir 23-100.000 áhorfendum í Sydney 😉

 8. Olli, þú fengir aldrei að sjá Liverpool-Man.United í Sidney því hugmyndin er að fimm efstu lið deildarinnar gætu ekki mæst innbyrðis, heldur yrðu þau dregin gegn liðum fyrir neðan sig.
  Þetta myndi gjörsamlega eyðileggja þá einföldu og sanngjörnu hugmynd sem er á bakvið deildarkeppnir, þ.e. hugmyndina að öll lið spili nákvæmlega jafn marga leiki, við nákvæmlega sömu lið og nákvæmlega jafn mikið á heimavelli og útivelli.
  Lolli tók ágætis dæmi – en einfaldara dæmi væri kannski ef Liverpool væru að vinna titilinn með tveimur stigum meira en Man.United samkvæmt venjulegu 38 leikjunum en síðan færi titillinn til United því þeir hefðu unnið Derby í New York meðan Liverpool hefðu tapað fyrir Tottenham í Sidney.
  Hvar væri sanngirnin í því?

  Annars frábært með skiptimennina sjö, sammála Lolla varðandi unglingana.

 9. “Olli, þú fengir aldrei að sjá Liverpool-Man.United í Sidney því hugmyndin er að fimm efstu lið deildarinnar gætu ekki mæst innbyrðis, heldur yrðu þau dregin gegn liðum fyrir neðan sig.”

  Hver segir að manutd. verði í einhverju af fimm efstu sætunum?

 10. Miðað við það viðtal sem ég sá Richard Scudamore yfirmann deildarinnar í á Sky News í gærkvöldi held ég nú að það sé nánast formsatriði að þetta verði samþykkt. Hann talaði í raun þannig að á næstu 10 mánuðum yrði m.a. farið að skoða hvaða borgir ætti að fara í.
  Mér fannst hann tala eins og formennirnir, sem voru frá öllum liðum deildarinnar, hefðu samþykkt þetta samhljóða. Enda mikil tekjulind, sérstaklega fyrir minni liðin í deildinni. Verið er að tala um milljónir punda til liðanna fyrir þennan eina leik.
  Hann taldi líklegast að leikirnir yrðu í janúar, þó ekki fyrstu helgina til að skemma uppröðun FA-bikarsins, og miðað væri við að eitt af aðalatriðum fyrir vali á borg til að keppa í væri veðurkerfi hennar og hitastig.
  Mér fannst viðtalið benda til þess að formennirnir eigi nú bara eftir að fara heim til sín og segja: “hei við fáum fullt af peningum til að fara með liðið okkar í viku ferð til heitari landa og spila einn leik í deildinni”.
  Það er, þó mér finnist það leiðinlegt, orðið eina keppikefli knattspyrnuliða. Að eiga, græða, eða tapa sem minnstum peningum. Titlar eru auðvitað góðir, en mestu máli skiptir að græða. Á meðan svo er verður farið í svona kynningarleiki og annað “publicity” dæmi.
  7 varamenn er löngu tímabært og góð breyting.

 11. Mér finnst þetta með 39 umferðir vera alveg fáránlegt. Þá er í raun verið að skemma grunn-prinsip deildarkeppnar, eins og Hannes Bjartmar skýrir svo vel.

  Ég ætla nú að qouta einn úr football365 mailboxinu:

  • If it is a league game and points count, then seeding the top 5 will provide them with an unfair advantage.

  • How would you ensure that the glamour sides don’t always get the glamour cities, i.e. ManU in New York, Arsenal in Barcelona, Chelsea in Dubai?

  • On the other hand, who is going to be interested in Derby v Birmingham outside of the UK…you can just imagine Fox Sports “tonight English Premiere League hotshots Derby travel to NYC to take on the mighty Birmingham”. I can’t imagine a sell out stadium for that one.

  • Lastly, whats the point? Surely organising lucrative friendlies will do more than exporting the league and having to fix it to ensure revenues are shared equally and that no one complains.

  Non starter. If it happens in my lifetime then I will eat any hat you purchase for me.
  Zaren, Spurs, Berlin

 12. Þetta er úr frétt á BBC:

  And Andy Burnham, secretary of state for Culture, Media and Sport, warned: “Careful consideration is needed.”

  But Sunderland chairman Niall Quinn said the idea was still in its infancy. “We have only agreed to explore something, nothing more than that,” he said.

  The BBC’s 606 website has been inundated with posts, with the majority of nearly 2,000 comments so far critical of the proposals.

  Former Fulham and Northern Ireland boss Lawrie Sanchez added that it might not be just supporters who were upset by the Premier League initiative. “Other national associations won’t be happy about the Premier League coming into their game, taking sponsors, taking advertising, taking revenue from their game,” he said.

 13. “Reyndar er markaðssetning Liverpool FC sér kapítuli sem ég ætla ekki að fara að ræða eitthvað frekar.”

  Þessi setning hitti heim Siguróli þar sem ég hef eytt undanfarinni viku í Glasgow, heimsótt fullt af íþróttavörubúðum og það er algjört grín að sjá fótboltarekkana þar. Heilar stæður tileinkaðar Man U, Arsenal, jafnvel Chelsea og svo þarf maður að bora sig eitthvað á milli Valencia og Wigan búninga til að finna tvær rauðar Liverpool treyjur, sú svarta er ekki til og hvítu treyjurnar eru komnar á útsölu.

  Kannski eru þær bara svona vinsælar að þær seljast upp á undan hinum? En ég held ekki. Vonandi að nýji markaðsstjórinn okkar fari nú að taka á þessu.

 14. Ég rakst nú á það einhversstaðar í gær, man ekki hvað linkurinn var á það, að hugmyndin væri að efstu 6 liðin spiluðu ekki innbyrðis viðureignir sín á milli í þessari 39 umferð. Þannig að almennt ættu ekki að vera viðureignir milli stórliðanna sem spilaðar yrðu erlendis.. veit ekki hvað er mikið til í þessu samt.

 15. Hannes Bjartmar ég hefði kannski átt að lesa þitt comment betur 🙂

 16. Það er endanlega verið að eyðileggja fótboltann.

  Er gjörsamlega kominn með nóg af þessari helvítis peningagræðgi sem er farin að stigmagnast.

  Þetta er svo út í hött að það er ekki eðlilegt. Maður er alveg að gefast upp á þessu. Ég var á móti því þegar stærstu lið Evrópu ætluðu að stofna sér deild af því að þeir fengu ekki nógu mikinn pening og nú þetta.

  Sorrí en þetta er farið að ganga út í öfgar hversu mikið peningarnir eru farnir að ráða í boltanum. Þetta hefur aukist um ár hvert vissulega en nú er þetta orðið þannig að menn eru ekki einu sinni að reyna að fela græðgina lengur.

  Fótboltinn eins og þekkist í dag deyr með þessu áframhaldi. Þetta verður eitthvað uppasport þar sem eingöngu þeir allra ríkustu fara og heilu fyrirtækin eiga stærstu hluti sætanna.

  Og að enska deildin sé að byrja á þessu sýnir hversu græðgin er orðin mikil. Íþrótt verkamannsins er greinilega ekki lengur eitthvað til að vera stoltir yfir.

 17. Menn mega nú aðeins slaka á dramatíkinni. Ég get ekki séð að þetta sé svo stórkostlegt mál. Þetta er t.d. gert í NFL og NBA og hefur klárlega orðið til að auka vinsældir þeirra deilda.

  Ég set reyndar spurningamerki við að þetta sé auka umferð. Eðlilegra hefði mér fundist að gera þetta tvisvar á ári og spila þá báða leikina utan Englands. Til dæmis að Liverpool-Tottenham myndu spila bæði heima- og útileikinn utan Englands. Það væri að mínu mati sanngjarnasta lausnin.

 18. Ég er alltaf með því að menn leyti leiða til þess að efla vinsældir knattspyrnunar í heild en spurningin er sú hvort þessi leið sé til þess fallinn???
  Ég held að menn þurfi að skoða þessa hugmynd vel áður en farið er í þessa aðgerð.
  Ég er algjörlega mótfallin því að breyta deildarkerfinu og bæta við 39 umferðinni.
  Ef af þessu yrði líst mér vel á hugmyndina hjá Einari Erni en ég væri þá til í að sjá í upphafi tímabils að FA myndi festa þessa ferð við einhverja ákv. umferð í janúar. Ekkert að draga um leiki – ef menn hafa ekki áhuga á t.d Derby vs Sunderland í NY/Sydney/Dubai og vilja bara sjá þessi 4-6 stærstu liðin, er þá grundvöllur fyrir þessari hugmynd?

  Eiga menn þá ekki heldur að nota sumarið eða æfingarferðir og sameinast um mót í þessum löndum?
  Ég skal ekki segja!!!
  En eitt veit ég að ef af þessu yrði myndu sjónvarpssamningar hækka verulega og þá er allveg víst að fjárfestar eins og T&H kæmu inn í fleirri félög í deildinni með tilheyrandi skuldsetningu – Ef það kemur til gæti áhættan orðið sú að ef áhugi á deildinni dytti niður gæti fallið orðið hátt 🙁

 19. Algjör nauðsyn að fjölga varamönnum en hin hugmyndinn hljómar ekki of vel. Alls ekki að fjölga umferðum frekar að spila t.d einhverja leiki úr fyrstu umferðinni á völdum völlum eins og gert er í nba.

 20. Já, ég fagna því mjög að það skuli eiga að fjölga varamönnum sem mega vera á skýrslu í hverjum leik, sé ekki einn einasta neikvæða punkt við þá breytingu.

  Varðandi hitt, þá segi ég nei takk. Vilji menn frekari landvinninga í öðrum heimshlutum, þá setja menn upp enn sterkari og betri æfingamót á undirbúningstímabilinu, en ekki deildarkeppni, finnst það hreinlega ekki koma til grænna greina. Úrvalsdeildarliðin geta sameinast um að setja upp svona mót og gera það skipulega, en vinsamlegast ekki blanda deildarkeppninni inn í þetta.

 21. Ég held að það verði erfitt að gera þetta tvisvar á ári og hafa bara 38 leiki. Því þessi tímasetning, Janúar, er vegna þess að þá eru ekki landsleikir né Evrópukeppnir svo ég held að það sé ekki hægt að hafa þetta einnig fyrir jól.

 22. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta koma sem þruma úr heiðskýru að bæta við umferð þegar margir þjálfarar eru farnir að þrýsta á vetrarhlé vegna álags.
  Þar á meðal okkar elskaði Rafa : )

 23. Eru NFL og NBA ekki þannig að það er alveg sama hversu léleg liðin eru þau spila alltaf í deilinni aftur á næsta ári???

  Fyrir utan að það eru langflestir sammála um að báðar þessar íþróttir séu einum ef ekki tveimur of mikið miðaðar út frá auglýsingartímum. Allavega fyrir mitt leyti þó að það sé margt sniðugt gott og skemmtilegt við NBA/NFL þá vil ég í lengstu lög forðast það að fótboltinn verði svona líka. (ég er ekki frá því að það er stutt í pistil frá S.Óla þar sem hann lýsir því yfir hvað það væri frábært að setja inn leikhlé í hvorum hálfleik í fótboltanum;))

  Fyrir mér er best að miða NBA og NFL við meistaradeildina….nema það koma stundum ný lið í meistaradeildina.

 24. Afhverju ekki frekar að hafa úrslitaleik í Mestaradeild Evrópu eða undanúrslit FA cup í öðrum löndum, hvorugt lið tapar heimavallarrétti, tekjur liðanna aukast (Betra að spila á 120.000 velli í Hong Kong frekar en Villa Park í FA cup, eða Giants Stadium í NY frekar en Parken.

  Það ætti að vera skárri hugmynd, annars er þessi aukaumferðarregla mesta kjaftæði sem komið hefur upp og þessir plebbar í FA eru alveg að missa sig. Fer persónulega til London til að mótmæla þessu með eggjabakka ef að þessu verður.

  1. Einar Örn, það má ekki gleyma því að fótbolti er margfalt vinsælla á heimsvísu en ruðningur en samt eru leikmenn í NFL með mun hærri laun en til að mynda John Terry og Steven Gerrard. Því þarf NFL þessa peninga til að borga þessi heimskulegu laun. Þetta tvímælalaust “óhreinkar” íþróttir þeirra einnig af fégræðgi. Fótboltinn á að vera íþrótt fyrir alla og þessi græðgisstefna verður að stöðvast.

  Við viljum ekki fara Kanaleiðina í þessu, enda er NFL leikir að mínu mati búnir til fyrir auglýsingahlé en ekki öfugt, eins og með Super Bowl um daginn, klukkan 2:17 voru 10 mínútur eftir að klukkunni en leikurinn var ekki búinn fyrr en um 3:20. Afhverju, jú svo NFL deildin fái auglýsingatekjur til að borga einhverjum vöðvatröllum (fitubollum) himinhá laun.

  Ef þessi stefna verður tekinn að spila leiki í öðrum löndum til að græða peninga þá sé ég ekkert sem gæti komið í veg fyrir að fótbolti yrði spilaður í 4 leikhlutum þar sem 10 mínútna auglýsingahlé kæmi á milli þeirra allra sem og að hvert lið mætti taka þrjú 3 mínútna löng timeout til að skipuleggja sig (aka, gefa deildinni meiri auglýsingatekjur).

  • Afhverju ekki frekar að hafa úrslitaleik í Mestaradeild Evrópu eða undanúrslit FA cup í öðrum löndum

  Ef úrslitaleikur Evrópu færi ekki fram í Evrópu væri mér gjörsamnlega öllum lokið 🙂

  Þessar þjóðir geta bara komið upp sínum eigin deildum og notið góðs af æfingaleikjunum áfram.

 25. Það er nú samt skárra en að hafa ensku deildarkeppnina í Singapore. Bæði álíka asnalegt en með þessu þá er ekkert lið að tapa heimavallarleik.

 26. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=57935

  Þetta kallast að firra sig undan allri ábyrð og vera klár með afsökun fyrir komandi tapi gegn Chelsea.

  Ég skil ekki svona kjaftæði. ÖLL toppliðin eru með menn í landsliðum og menn geta alltaf meiðst. Það gerðist fyrir okkur að þessu sinni og er þessi bilaða landsleikja plata hjá Benitez orðin ansi þreytandi. Hann er eini stjórinn sem afsakar sig sífellt með landsleikjapásunum.

  Maður á erfitt með að sannfærast um sigur alla vega á Chelsea þegar sá sem fer fyrir hópnum er hreinlega kominn með ástæður fyrir tapinu fyrir leik!

 27. Stb, ég er viss um að Ferguson hefði verið alveg í skýjunum ef að Ronaldo hefði meiðst í æfingaleiknum gegn Ítalíu.

  Já, eða ekki. Það þurfti auðvitað einhver að koma með skot á Benitez í þessum þráð. Annað væri stílbrot.

 28. Ég verð eiginlega að vera sammála Stb. Kominn tími til að Rafa hætti að væla og skili frammistöðu. Hvað á Chelsea að segja með Drogba og Essien í Afríkukeppninni?

  Held að Rafa sé bara að kalla þetta yfir sig sjálfur. Ég persónulega vil ekki að stjóri Liverpool eyði tímanum fyrir og eftir leiki í afsakanir. Allt í lagi í eitt, tvö skipti en nú er hann orðinn eins og Arsene “I did not see that incident” Wenger er með vafaatriðin. Þetta er orðið væl að mínu mati, einbeittu þér að liðinu og leiknum maður.

 29. Já, af því að Grant hefur aldrei vælt yfir því?

  Hvernig kallar stjóri það yfir sig að hans besti leikmaður meiðist?

  Málið er að ALLIR stjórar munu væla yfir landsleikjahléum þegar þeir lenda illa í þeim og ALLIR stjórar munu væla yfir því þegar þeirra menn meiðast. Það að taka þessi ummæli Rafa sem einhver dæmi um það að hann sé ekki að einbeita sér að réttu hlutunum ber einfaldlega keim af því að sumir reyna þessa dagana að gagnrýna allt sem mögulega er hægt að gagnrýna í fari Rafa.

 30. Þvílík helvítis hræsni hérna. Ákveðinn aðili sem hingað kemur inn nánast eingöngu til að væla yfir Rafa og leggst svo lágt að ákalla Motormouth annað veifið líka, er að væla yfir því að Rafa skuli tjá sig um þessa FÁRÁNLEGU vináttulandsleiki og afleiðingar þeirra. Líttu í eigin barm maður.

  Daði, Rafa að kalla þetta yfir sig sjálfur? Give me a break. Þetta eru ekki afsakanir, þetta eru STAÐREYNDIR. Ég get hreinlega froðufellt af reiði yfir þessu djö….. helv…. ands…… landsleikjarugli. Það er febrúar og það er verið að leika algjörlega TILGANGSLAUSA landsleiki vegna keppni sem fram fer í fokking JÚNÍ. Þetta er bara of súrt til að geta verið satt.

 31. Líka gaman þegar menn (Daði) eru farnir að beita Benitez sömu bröndurum og Hicks. Segja honum að einbeita sér að liðinu og leiknum..
  Það að hann hafi skoðun á hlutum sem hafi áhrif á liðið og tiltekinn leik er auðvitað svakalegt gáleysi af manninum. Auk þess er það hve mikið Benitez vinnur og einbeitir sér að liðinu og leikjum eitthvað sem margir leikmenn hafa haft á orði. Þannig að ef eitthvað fer ekki eftir óskum verður það varla vegna þessarar miklu tímaeyðslu hans sem við erum að verða vitni að hér.

 32. Auðvitað er hann óbeint að kalla þetta yfir sjálfan sig með því að vera bara með einn almennilegan framherja í hópnum sem hann treystir. Það er alveg gefið mál að þessi eini framherji meiðist 1-2 yfir tímabilið og þá verður hann að vera með einhvern annan góðan framherja tilbúinn til að hlaupa í skarðið svo hann hafi ekki ástæðu til að væla.

 33. Ég er bara þeirrar skoðunar að menn verði að hafa innistæðu fyrir því sem þeir eru að tala um í fjölmiðlum. Auðvitað veit maður fullvel að hinir kvarta líka yfir þessu en svona er þetta bara með þessi landsleikjahlé og það vita þetta allir mætavel áður en leiktíðin byrjar. Ég sagði í fyrra kommenti að þetta væri að minna of mikið á leiðinlega takta hjá Arsene Wenger og að jú Chelsea er að fá dauðþreytta leikmenn frá Afríkumótinu sem hlýtur að vera alveg jafn svekkjandi fyrir þá. Þannig að akkurat eins og ég var að segja kemur þetta bara jafnt yfir þessa stjóra og afsakar ekki nöldrið í neinum þeirra.

  Þeir mega heldur ekki gleyma því að flestir leikmenn þeirra hafa stigið fyrstu skref sín inn í sviðsljósið með landsliðum sínum. Og félög benda á það sem kost að leikmenn þeirra séu valin í landslið sín. Það gefur gæðastimpil. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu sem öðru, þó að SSteinn froðufelli yfir einhverju sem er bara staðreynd á hverju einasta keppnistímabili. Ég skil heldur ekki ákallið um hræsni frá þér SSteinn. Mega menn ekki hafa skoðanir?

  Já ég er orðinn hundleiður á öllum afsökunum frá Benitez, fyrir og eftir leiki. Ég er ekki alltaf sammála öllu frá Stb og síður en svo Tom Hicks en hvað þetta varðar er ég algjörlega þeirrar skoðunar að stjórinn okkar eigi að fara að einbeita sér að því að þjálfa liðið sitt því þar er ansi margt hægt að laga. Og ég dreg ekkert dul á það að ég vil Benitez burtu og kommenta alveg í samræmi við það. Vonandi gerist eitthvað gott í leiknum um helgina en ég er alveg búinn að vonast eftir því of oft með Benitez við stjórnvölinn.

  Það þýðir ekki að ég sé svartsýnismaður, bölsýnismaður, niðurrifsseggur eða þaðan af verra. Ég vona alltaf að Liverpool vinni og vinni stórt, sama hver þjálfar eða spilar.

Torres ætlar að spila gegn Chelsea! (Uppfært: NEINEI)

Æj Momo