Alonso er ekki í formi og fleira.

Rafa ræðir um það á official síðunni að Xabi Alonso þurfi að komast í betra form ef hann vilji komast í byrjunarliðið ennfremur að Alonso muni ekki fá að spila sig í form þar sem Mascherano, Gerrard og Lucas séu allir á undan honum sem stendur.

“Xabi needs to step it up. When you are not 100% fit, you want to play every game because you need to play more games to build up your fitness. But if Gerrard, Mascherano or Lucas are playing well, it means there is competition for places which is good for the team. Xabi knows he needs to work harder if we wants to have a place in the team…”

Mér þykir þetta allt saman gefa keim af því að Alonso sé annað hvort meiddur ennþá eða ekki að leggja nógu mikið á sig. Mín tilfinning hefur ávallt verið þannig að Alonso sé hersforingi Rafa á miðjunni og sá leikmaður sem komið hans skilaboðum vel á framfæri í leikjum en núna virðist vera annað hljóð í stjóranum. Ég vona að miðjumaðurinn snjalli nái sér aftur á strik og sýni okkur brátt hversu frábær miðjumaður hann er.

Í næstu viku telur Javier Mascherano að búið verði að hnýta alla hnúta varðandi varanlegan samning hans við félagið.

“I have a lot of confidence that after the next week I will be able to say, ‘Everything is right and I am staying here in Liverpool. We now need to wait. We are very close but we need to talk again next week. I think everything will be okay. I’ve waited a long time, so I can wait one week more…”

Þetta eru góðar fréttir og ég er 99% viss um að þetta verði frágengið innan tíðar.

Harry Kewell var ekki valinn í landslið Ástralíu og undrar það mig ekki miðað við leik hans undanfarið. Vonandi verður þetta spark í rassinn á honum því ef heldur áfram sem horfir þá kæmist hann ekki í liðið hjá Derby County.

Daniel Agger mun vera að nálgast endurkomu eftir afar langvarandi meiðsli og undarleg. Hann hefur ekki spilað síðan 15. september en hefur samt sem áður oft verið nálægt því að braggast. Hann ku vera búinn að skipta um skó og það er lykillinn… (ætli það sé Copa Mundial?)

Það var gaman að sjá að okkar nýjasti leikmaður, Martin Skrtel, var valinn knattspyrnumaður Slóvakíu fyrir árið 2007.

“I am grateful for this award. I had a fantastic year but winning the Russian title with Zenit was more important for me. This is my most valuable individual success.”

Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju. Þess má geta að aðrir frægir knattspyrnumenn frá Slóvakíu eru m.a. Marek Mintal, Róbert Vittek, Marek Cech og Szilárd Németh.

34 Comments

 1. Rafa um Crouch og Kuyt:
  “But I don’t think people are fair on Kuyt, he does a fantastic job for the team and the question is finding the balance between them. This game was good for Crouch and another game might be good for Kuyt.”

  (http://www.premiershiplatest.com/news/liverpool-s-benitez-backs-kuyt-explains–557798.html)

  Maður hefur nokkrar áhyggjur af þessum þankagangi. Crouch fer beint á bekkinn í næsta leik og Kuyt þeytist um völlinn eins og vitstola gimbur og andar ofan í hálsmálið á miðjumönnunum okkar. Hvaða leiki ætli Rafa hafi séð sem að hentuðu Kuyt svona vel?

 2. Mjög sáttur við það að mér sýnast breytingar á leikmannahópnum vera vel yfirvofandi. Finnan, Riise, Aurelio, Alonso og Kewell klárlega á skotlista Benitez og ég held að við kveðjum líka Leto og Kuyt í vor, jafnvel Voronin líka.
  Ákvörðun hans að henda Skrtel inn og setja Carra í bakvörðinn fannst mér “ruthless”, eins og að setja Lucas á kantinn. Auðvitað var leikurinn ekki glimrandi en skilaði sér í 3-0 sigri. Þrátt fyrir óvanalega uppröðun leikmanna.
  Mascherano náttúrulega klassa kaup og Lucas er framtíðin hjá þessu liði, auk þess sem ég vonast eftir að fá Guthrie til baka tilbúinn í svipað hlutverk og Lucas er í núna í vetur. Ef Alonso ekki tekur sig á þigg ég 15 millur frá Barca í sumar, ekki nokkur spurning! Kannski við ættum að líta á Eið, held að hann sem linkur milli miðju með Masch og Gerrard og Torres gæti bara verið fínt.
  En tiltektin er auðvitað byrjuð og ég er glaður með það. Núna virðist manni vera komið peningaflæði og möguleiki á leikmannabreytingum sem við öll sjáum þörfina á. Það vantar 4 – 5 heimsklassaleikmenn í þetta lið, við eigum ágæta unga menn tel ég til að standa sig betur en þeir “squad players” sem við höfum í dag.
  Ef það þýðir fórn á leikmönnum sem ekki virka – þá það!

 3. Ég vil bara segja eitt: Alonso er og verður góður knattspyrnumaður og þótt við fáum Mascherano þá eru þeir svo ólíkir leikmenn að við ættum klárlega að halda í hann. Ef við ætlum okkur á toppinn þá verðum við að hafa í það minnsta 4 góða miðjumenn sem allir hafa mismunandi eiginleika líkt og núverandi miðjumenn okkar hafa allir.

  Bottomline: Alonso nær sér á strik og verður áfram hjá okkur!

 4. Miðað við lið eins og Arsenal, Unted og Chelse er Liverpool-liði ekki í því formi sem þeir eiga að vera um þetta leiti tímabilsins. Þjálfun liðsins er eitthvað ábótavant.

  Enn áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 5. Það er einfallt mál, við stöndum við bakið á okkar mönnum og vona ég að allir fari að gera góða hluti á næstu dögum.

  Xabi hefur sýnt það að hann er klassa leikmaður, með frábærann leikskilning og þessar sendingar eru óborganlegar (allt er samt gott í hófi). Ég persónulega held að hann fari að taka sig almennilega á ef að hann vill halda sér hjá félaginu sem ég vona auðvitað.

  Þetta mál með Marche hefur verið í brennideppli núna í langan tíma og finnst öllum (vona ég) frábært að þetta sé að ganga eftir. Þessi maður er alger ryksuga á boltana þegar að þeir koma bak við miðju, þessi maður er óstöðvandi.

  Harry verður að fara að gera eitthvað til þess að eiga séns á móti Babel á kanntinn (ekki hafa Lucas, Yossa eða Pennant þar). Hann er auðvitað góður leikmaður eins og er en það er alltof mikið moð á honum (persónulegt álit). Hann verður að taka sig á!

  Þegar að Agger kemur held ég að þetta komi allt þrátt fyrir að Hyypia sé búinn að vera að gera eina bestu hluti varnarinnar hjá Liverpool og hann bætir ,,the slowness” upp með leikskilningi og þessi maður er ekkert nema snillingur í því að lesa menn og sá maður um helgina að hann er nautsterkur og ákveðinn ennþá kallinn.

  Ég held að það séu ekkert nema bjartir tímar framundan.
  Rífum menn upp á rasshárunum svo þeir væli!!

 6. Ég er sammála Magnúsi Agnari
  Alonso er einn sterkasti miðjumaður í heimi, engin vafi í mínum huga. Leikmaður sem bæði getur varist og sótt, auk þess að vera ein besti dreifarinn í bransanum.
  Vandamál Alonso er að hann er ekki “natural” íþróttamaður – er lengur að komast í form og eftir erfið meiðsli eins og hann hefur farið í gegnum mun það taka hann nokkurn tíma að ná því formi sem hann væri í ef hann hefði ekki meiðst. Einnig verður að taka inní jöfnuna að liðið er í sögulegri sjálfsálitslægð (allir að spila undir pari) sem gerir erfiðara fyrir menn að koma inn í liðið eftir meiðsl.

  Að selja Alonso væru að mínu mati áfall fyrir klúbbinn.
  Hann þarf tvo til þrjá leiki til þess að við förum að sjá gamla góða Alonso sem öllum líkar við 😉
  Þolinmæði er dyggð þegar við höfum demant eins og Alonso hjá Liverpool.
  YNWA

 7. Ég er sko alls ekki að segja að það sé kominn tími á að selja Alonso. Hann er bara í skotlista Benitez. Ég lít þannig á það að Rafa sé að, eins og Sfinnur bendir svo smekklega á, að kippa í rasshárinn á mönnum. Það á ALDREI að verða sjálfgefið að vera í liði hjá LFC. Ef menn eru ekki að spila vel geta þeir átt á hættu að vera látnir fara.
  Við getum ekki eytt tímanum í það að “spila mönnum í form”. Þess vegna er ég svo glaður með þessi orð Rafa og vona að hann sé t.d. búinn að ákveða að sama gildi um Riise og Kuyt……

 8. Það er alveg morgunljóst að Alonso á að vera áfram. Ég er sammála Baldini#6 að Alonso er þannig maður að hann er lengur að komast í form en margir aðrir. Þetta höfum við séð á haustin að hann er ekki komin á fullt fyrr en í oktober miðjan kannske. Það er hinsvegar vel þess virði að bíða eftir að hann nái því kvaliteti sem er hans.
  Þetta sjá allir menn

  YNWA

 9. Sælir drengir, hef ekki kommentað í nokkurn tíma en fylgst vel með þó. Hef verið hundleiður á spilamennsku okkar manna þrátt fyrir að manni hafi hlakkað til hvers leiks – en alltaf orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum.

  Þið talið um Mascherano v Alonso og eru sumir Púllarar sem sjá ekki neitt annað en Mascherano. Mascherano bestur / Masch maður janúar hef ég heyrt síðustu daga. Ég bara skil það ekki. Hvað hefur þessi maður framyfir Alonso annað en hlauphlauphlauphlaup? Hann bætir liðið lítið sem ekki neitt sóknarlega, getur ekki skorað, sendir nánast eingöngu stuttar sendingar til baka eða á Gerrard og segir honum að gera þetta fyrir sig. Ég ætti kannski að taka það fram að mér finnst hann þó hafa rétt hugarfar fyrir Liverpoolmenn en við þurfum svona mann bara á móti þremur liðum í deildinni og það eru sex leikir. +/- Meistaradeildin en ég held að deildin sé númer eitt, ekki satt? 🙂

  Alonso hefur sýnt og sannað að hann er quality leikmaður. Sést vel á því að einn besti leikur okkar í vetur var gegn Arsenal þar til Xabi meiddist aftur. Þá vorum við að spila mjög solid bolta og ekki þennan “andfótbolta” sem hefur einkennt liðið síðasta mánuðinn eða svo. ,,Form is temporary – Class is permanent.”

  Okkur vantar frekar world-class framherja og eða kantmenn, ekki heimsklassa hlaupahund á miðjuna sem er óþarfur í of mörgum leikjum þó hann geri að sem hann gerir frábærlega – en það þarf bara svo sjaldan. Frekar eyða þessum 17-18mp í klassa kantmann eða einhvern AMC eins og Guddy 🙂

 10. það er ekki hægt að bera svona ólíka menn saman. Alonso er góður í því sem hann gerir, sem er að dreifa spili og byggja upp sóknir, og Mascherano er góður í því sem hann gerir, sem er að brjóta niður sóknir andstæðingana, vinna boltan og skila honum örugglega frá sér á næsta mann, helst Gerrard eða Alonso

 11. Er að mörgu leyti sammála Andra Fannari í kommenti nr. 9

  17 milljónir fyrir Mascherano er 6-7 milljónum of mikið.

 12. Ég held að miðjan sé ekki vandamál hjá liðinu. Persónulega myndi ég vilja að tveir af þessum þremur Masch, Alonso og Lucas skiptu tveim miðjustöðum á milli sín. Allt gæða leikmenn.

  Gerrard gæti svo leyst aðra hvora kantstöðuna af hólmi og gert það með miklum sóma. Ég er þeirrar skoðunar að hann eigi að spila á öðrum hvorum kantinum (helst þeim hægri) en ekki á miðjunni. Síðasta tímabil þar sem hann spilaði þar skilaði Liverpool besta árangri Rafa í deildinni og yfir 20 mörk frá Gerrard. Það koma einfaldlega allt of fá mörk frá kantmönnum okkar í augnablikinu. Gerrard er að vísu einn besti miðjumaður í heimi en hann er líka einn besti kantmaður í heiminum að mínu mati.

  Vildi bara koma þessari skoðun minni á framfæri því gæði miðjumanna okkar vs gæði kantmanna er mun meiri í augnablikinu.

  Tek svo undir með Baros hér að ofan. Ekkert sem réttlætir veru Kuyt umfram Crouch í augnablikinu.

  Áfram Liverpool!

 13. Hössi: Ég er hjartanlega sammála þér, Gerrard á að vera framliggjandi miðjumaður eða á hægri kantinum. Síðan skipta þeir Alonso, Mascherano og Lucas miðjunni með sér. Pennant bakkar Gerrard upp á hægri kantinum. Rafa þarf síðan að kaupa vinstri bakvörð og vinstri kantmann.

 14. Vissulega hefur Xabi ekki verið að spila sinn besta fótbolta í vetur en hefur hann virkilega verið slakari en t.d. maður að nafni Steven Gerrard?? Gleymum því ekki að Gerrard er að auki að spila heill heilsu!

  Xabi Alonso er einfaldlega okkar besti miðjumaður og hefur sannað það margoft. Vissulega hleypur hann ekki mest á vellinum og vissulega skorar hann ekki oft af 35 metra færi og annað í þeim dúr. En hann er akkerið í leik liðsins og þegar hann er heill þá snýst þetta allt um hann.

  Finnst svo merkilegt að menn eins og DMK og Andri Fannar séu farnir að vilja sleppa núna bara að kaupa Macherano sem hefur verið okkar yfirburðar miðjumaður í vetur! Vissulega er verðmiðinn hár en gæði kosta peninga það er bara þannig. Hélt að LFC menn væru orðnir þreyttir á sífelldum kaupum á 7-10 milljónir (kaup á meðalmönnum) og vildu að félagið keypti alvöru leikmenn.

  Macherano er ekki besti “fótboltamaður” í heimi en mér þykir afar merkilegt að LFC menn séu farnir að merkja hann það sama og Sissoko. “Getur ekki sótt, getur ekki skotið, getur ekki sent langar sendingar”. Þessi gæi er margfalt betri en Sissoko og hefur verið einn okkar besti maður í vetur. Ég tel það alveg 17 milljóna virði að halda einum besta manni vetrarins áfram.

  Jú jú vissulega þarf sárlega að styrkja aðrar stöður og jafnvel meira. EN í 4-5-1 kerfinu, sem ég tel vera framtíð knattspyrnunnar og hið fullkomna kerfi, er Macherano fullkominn leikmaður. Hann vinnur skítavinnuna fyrir hina tvö sem eru með honum. Hann hentar ekki bara í “6 leiki á ári” heldur alla ef við erum með rétta menn í þetta kerfi. (Það er svo efni í aðra ritgerð að skrifa um hvað vantar til þess að við séum með rétta menn í 4-5-1 kerfið – eða önnur kerfi ef út í það er farið!!)

  Kv.

 15. Andri, ef Liverpool væri ekki með geldustu bakverði í heiminum myndiru sjá hvað Masch gerir fyrir liðið.

  Í kerfinu 4-5-1, þar sem notast er réttilega við 4-3-3 í sókn og 4-5-1 í vörn, er einfaldlega algjör lykilatriði að bakverðirnir fari fram. Sem þýðir að ef boltinn tapast er Masch mættur til að koma í veg fyrir hættulega skyndisókn. Finnst að Rafa ætti að fara að taka höfuðið út úr rassgatinu á sér og fara að þróa þetta kerfi af einhverju viti. Fá almennilega bakverði sem geta sótt, Masc og Lucas á miðjunni með Alonso fyrir framan þá í frjálsri stöðu, fá Kuyt til að hætta að spila fótbolta, og nota Babel Torres og Gerrard frammi. Virkar voða einfalt allt saman en staðan sem Masch spilar er algjör lykilatriði í þessari uppstillingu. Þ.e. þegar bakverðirnir fara loksins fram yfir miðju. Eins og þetta spilast hjá okkur í dag, fara bakverðirnir aldrei fram yfir vítateigslínuna (okkar btw) sem útilokar möguleikann á góðri og vel útfærðri sókn. Sem gerir í raun Masch ónothæfan, því að raun eru 5 leikmenn af 10 sem bíða bara við miðjuna meðan hinir 5 reyna að sækja. Skilurðu ? Kuyt er einn af þeim svo að þeir eru tæknilega bara 4 og stundum er Riise þarna líka.

  Þannig að mitt í öllu skipulagi Rafa er einn riiiiiiisa galli. Ókey núna er voða auðvelt að segja bara eitthvað svona og sitja bara heima í sófa. En ef Rafa getur ekki séð þetta er hann einfaldlega stórgallaður eða bara fááááránlega þrjóskur að halda að Riise og félagar í bakvörðunum okkar verði einhvern tímann góðir sóknarlega.

  ….og hvað meinar maðurinn með því að Kuyt sé að standa sig vel ?! Ég hef nú bara gert það stundum að leik mínum að fylgjast með þeim manni spila. Hann getur ekki neitt. Hann gerir ekkert sóknarlega eins og allir hafa séð. Svo gerir hann heldur ekkert varnalega. Það eina sem hann gerir er að hlaupa um eins og hálfviti. Hann setur ekki pressu á varnarmenn andstæðingsins, hann vinnur aldrei boltann og hefur ekki einu sinni styrkinn í að berjast um hann. Hvernig hægt er að vera svona completely useless er ofar mínum skilningi.

  Og ef Rafa sér það ekki á hann einfaldlega ekki heima við stjórnvölinn hjá neinu fótboltaliði í heiminum. Hann þarf einfaldlega að fara að galdra eitthvað svakalegt út úr erminni sinni. Hvar eru allir unglingarnir sem hann er alltaf að kaupa ?! Greinilegt að það þarf líka að taka til þar. Aldur kemur málinu ekki neitt við, ef leikmaður er nógu góður er hann nógu góður, sama hversu gamall hann er. Rooney fékk sénsinn, sjáið hann núna. Ronaldo, Messi, hinn Ronaldo, Pelé vann freakin HM 17 ára. Bestu leikmenn Rafa, Gerrard og Torres, fengu sénsinn. Ef þessir menn hefðu endalaust verið að bíða að eftir að verða nógu þroskaðir væru þeir núna að vinna á Kárahnjúkum.

 16. Það segir allt sem segja þarf um heimsklassa gæði Javier Mascherano að Barcelona, Man Utd, Inter og ótal fleiri stórlið dauðlangar að stela honum frá Liverpool.

  Mascherano er ásamt Esteban Cambiasso (Inter) langbestu varnarmiðjumenn heims í dag. Masch er ansi svipuð týpa og Claude Makelele var uppá sitt besta, bara miklu yngri og getur enn bætt sig. Makelele var hörmulegur sóknarlega og gat bara gefið stuttar 5-10 metra sendingar en var samt algjörlega ómetanlegur leikmaður hjá meistaraliði Chelsea.

  Það sem Liverpool vantar fyrst og fremst er alvöru kantmenn og bakverði. PUNKTUR.

 17. alonso er fínn leikmaður gott og gilt, en hann er svo rosalega oft meiddur og meiddur í langan tíma að það er ekki hægt að stóla á hann alltaf á miðjunni því miður. mascherano meiðist aldrei og er eini leikmaður liðsins sem er að spila eins og maður um þessar mundir. á meðan hefur alonso verið slakur og því finnst mér fullkomlega réttlátt að hann fái spark í rassgatið svo hann rífi sig upp og fari að spila eins og maður.
  en hvað varðar miðjuna hjá liðinu þá vona ég bara að alonso komist í betra form og spili þar með masch, gerrard getur þvælst fyrir framan þá eða á köntunum.

 18. Það er engin spurning að heill heilsu er Alonso heimsklassa miðjumaður og ólíkur öðrum miðjumönnum sem við höfum. Hann þarf vissulega að koma sér í betra stand til þess að réttlæta það að vera valinn í byrjunarlið. Í dag höfum við fjóra öfluga miðjumenn sem ég tel mikilvægt að halda og standast allir samanburð við miðjumenn Arsenal, Man Utd og Chelsea.

  Eins og flestir hérna benda réttilega á þá liggja vandamál Liverpool í bakvörðum, köntum og frammi. Þetta eru heilar fimm stöður á vellinum sem þarf endurmanna. Vona að þessar stöður verði endurnýjaðar á tveimur til þremur árum með klassa leikmönnum en ekki á einu sumri með nokkrum miðlungsleikmönnum. Ef sú leið verður farin er ljóst að liðið á einungis eftir að standa í stað.

 19. Reina

  Carragher Skrtel Agger Arbeloa

              Mascherano        Alonso
  

  Pennant Babel
  Gerrard

                        Torres
  

  Bekkurinn: Itandje, Finnan, Benayoun, Lucas, Crouch

  Að mínu mati er þetta sterkasti lið okkar þegar að allir eru heilir, ég set Carra í hægri bak útaf því að Finnan hefur verið mjög óstöðugur í þessu tímabili, Arbeloa er samt okkar sterkasti bakvörður og er þrefalt skárri kostur en Riise og Aurelio, Þessari uppstillingu er líka auðvelt á breyta í 4-4-2 með því að skella Crouch inná fyrir Alonso.

  En í sumar þá þurfum við einfaldlega annan heimsklassa sóknarmann, heimsklassa bakvörð og heimsklassa kantmann. Öðruvísi líða önnur 17 ár þangað til að vinnum English Premier League…

  Frábært hjá Skrtel að vinna þessi verðlaun og ég held að hann eigi eftir að verða mjög öflugur í framtíðinni og eru hann og Agger framtíðarmiðvarðarpar okkar Liverpool manna, Augljóslega erum við búnir að sakna Agger í miðverðinum, með mikið composure og heldur boltanum niðrí og er góður sendingarmaður og einnig frábær varnarmaður.

  En við þurfum að losa okkur við Kuyt, Voronin, Riise og kannski Kewell ( er alltaf meiddur og ég hef ekki verið áð fýla hann eftir að hann kom aftur:S)

  Koma svo Áfram Liverpool! YNWA

 20. Liðið átti ekki að koma svona asnalega út:S en fyrir þá sem að kveikja ekki á hvernig ég stilliti upp þá stillti ég, 4-2-1-2-1

 21. Gerrard er alltof samviskusamur leikmaður til að vera í holunni fyrir aftan framherjann(miðað við mannskap sem liverpool hefur í dag) hann er kominn niðrí vörnina að ná í boltann tæklandi hingað og þangað, ég held að ef gerrard á að vera í holunni þá verður liverpool að vera með mun meiri ógn á köntunum, vera þar með menn sem geta lagt upp og skorað nánast í hverjum leik. Kewell gat þetta einusinni en ekki í dag eins held ég að babel eigi eftir að vera eðal leikmaður í þessari stöðu, held þvi miður að það verði ekkert reynt á það fyrr en á næsta tímabili. Pennant er aftur á móti mjög góður kantmaður í 4-4-2 leikkerfinu þar sem ætlast er til að hann sé út á kanti og reyna að koma boltanum inn í boxið.

 22. “Vissulega hefur Xabi ekki verið að spila sinn besta fótbolta í vetur en hefur hann virkilega verið slakari en t.d. maður að nafni Steven Gerrard?? Gleymum því ekki að Gerrard er að auki að spila heill heilsu!”

  Hvað hefur hann gert rangt af sér fyrir utan að skora 16 mörk og leggja upp önnur 13 þetta tímabil ?

 23. sindri málið er bara að Steve G er ekki að spila á eðlilegri getu núna og 16 mörk og 13 stoðsendingar þykir frábært fyrir miðjumann,EN standardinn sem við ætlum honum Gerrard er bara mikið mun hærri en hjá venjulegum leikmanni.Það vantar alla gleðina í leik hanns og áður fyrr þá hugsaði maður bara þannig að þegar hann var að berjast um boltann þá sagði maður bara um andstæðingana hvað í anskotanum þeir væru að þvælast fyrir manninum,þeir ættu ekki roð í hann og ef hann missti boltann þá hljóp hann völlinn endana á milli tæklandi mann og annann þangað til hann vann boltann aftur.
  Núna þá sér maður það ekki leingur,hann er of fljótur að gefast upp eða hreinlega nennir þessu ekki (væntanlega orðinn leiður á að þurfa alltaf að gera þetta einn leik eftir leik),kannski er hann með þessu að senda þau skilaboð að hinir leikmennirnir þurfi að gera þetta líka með honum og geti hreinlega ekki alltaf treyst á hann þótt hann sé fyrirliðinn…..

  Og svo með hann Mascherano þá er það bara hanns hlutverk í liðinu að verja miðjuna og vörnina fyrst og fremst,en ekki vera að sækja mikið og skora eða gefa langar sendingar fram völlinn,hann á bara að gera þetta einfalt vinna boltann og senda á næsta mann,það er hanns hlutverk.Eins og einhver benti réttilega á að hann á að gera það sama og Makelele hefur alltaf gert með sínum liðum,hreinsa upp og skila svo boltanum örugglega frá sér..
  Og þetta er hann nefnilega frábær í hann Mascherano og miða við hvernig verðlagningin er á leikmönnum nú til dags þá eru 17 mill punda alveg ásættanlegt…..

  Og svo að lokum að ef Alonso fer þá eru skilaboðin þau frá Rafa að Lucas sé tilbúinn að taka við af honum því mér sýnist allt á öllu að þeir séu líkir leikmenn,báðir rólegir og yfirvegaðir á boltanum og dreifa spilinu áfram,eina spurningin er bara hvort Lucas sé tilbúinn í að taka alfarið við af Alonso???Og Rafa mun svara þeirri spurningu með ákvörðun um hvað verður um Alonso því ég er handviss um að Lucasi sé ætlað að taka við af Alonso sem þessi playmaker……

  Eitt en,það sem Liverpool vantar alveg fyrst og fremst er alvöru maður á milli miðju og sóknar.Eiður hefði verið ágætur fyrir nokkrum árum en er bara komin á 30 aldurinn sem er gamalt fyrir leikmann,þurfum einhvern yngri.Ungur Joe Cole týpa væri snild…

 24. didi svaraði þessu nokkuð vel bara. Ég hef séð andlausan Gerrard í allan vetur, það er kannski það sem menn vilja? Gerrard sem virðist ekki ætla að leggja sig fram?

 25. Þetta er mjög forvitnileg umræða og margir góðir punktar sem koma hérna fram. Það er líka forvitnilegt að vandamál Benítez eru sambærileg við þau vandamál sem Houllier náði ekki að ráða fram úr. Á tíma Houllier vorum við með nokkuð öfluga miðju, hann vildi stilla upp svokallaðri demantamiðju, með Hamann, Gerrard, Smicer, Berger og fleiri snillinga, nokkuð léttleikandi menn fyrir framan varnartröllið og akkerið Hamann. Vandamálið var hins vegar að hann hafði ekki bakverði sem gátu sótt sem þýddi að sóknarleikurinn var einhæfur og þröngur.
  Vandamálið í dag er svipað þótt leikkerfið eigi að heita annað. Núna var Carragher settur í bakvörðinn!?! og ég hélt að Benítez væri endanlega kominn með rugluna. Sóknarleikurinn er þröngur og einhæfur og ekki tekst að vinna meðalslök lið á heimavelli. Við höfum ekki nærri nógu marga leikmenn sem geta klárað leikina. Það að ætla Benítez að hreinsa til eftir sjálfan sig myndi sýna mikla þolinmæði gagnvart honum því hann hefur fengið nægan tíma til að byggja upp gott lið og það hefur gengið þokkalega hjá honum en ef hann þarf að hreinsa til á þriggja ára fresti þá vinnst tititllinn aldrei. Málið er einfalt. Hann metur ekki að verðleikum það sem sigrar leiki. Hann hugsar of mikið um varnarleik, á kostnað sóknarleiks. Hann stillir liðinu ekki nógu oft upp á rökréttan hátt – t.d. að Crouch hafi spilað 17 leiki í röð án þess að skora en núna skorar hann nokkuð reglulega en er alltaf settur út þrátt fyrir það og Kuyt, sem er gjörsamlega fyrirmunað að skora, og gera nokkuð fyrir liðið ef út í það er farið – er haldið stöðugt inni í liðinu. Þetta minnir mig alltaf á sögu af Ferguson og Giggs, þegar Ferguson sagði Giggs að hann þyrfti að bæta hjá sér varnarleikinn. Næstu leiki var Giggs ekki svipur hjá sjón sóknarlega og þá sagði Ferguson honum að hlusta ekki á það sem hann sagði áður, fara að spila sinn eðlilega leik. Síðan þá hefur Giggs spilað í 15 ár fyrir United!! Benítez þarf að leyfa leikmönnum eins og Babel að spila sinn leik, sóknarleik. Hann þarf að hætta að einblína á varnarleik og stilla upp sóknarsinnuðu liði, með Benayoun og Babel á köntunum – báðum sóknarsinnuðum. Hann þarf að fá sér bakverði sem geta sótt, Arbeloa er sá eini sem er þannig núna.
  Varðandi leikkerfin, þá er ekki til neitt fullkomið leikkerfi. 4-5-1 er ekkert betra en 4-4-2. Þú þarft hins vegar að hafa leikmenn sem geta skilað sínu hlutverki í hvaða leikkerfi sem er. Mér finnst persónulega að 4-4-2 sé hið fullkomna leikkerfi, báðir miðjumennirnir verða að geta sótt og varist og góð senterapör er það besta sem hægt er að hafa í fóbolta. Hins vegar eiga okkar menn aðeins einn alvöru senter (Crouch er ekki nógu stöðugur) og því myndi ég aðhyllast 4-3-3 fyrir Liverpool í dag.

 26. Gerrard með hangandi haus????
  Gaurinn er búinn að vera að draga þetta lið áfram á rasshárunum í allan vetur ásamt Torres. Og svo viljið þið að hann brosi meira?
  Sýnið mér annan miðjumann sem skorar og leggur jafn mikið upp í jafn sterkri deild og þá finnið þið bara 2-3, C. Ronaldo, Kaka, Ronaldinho, kannski Fabregas. Ekki slæmur félagsskapur. Kannski er hann bara jafn fúll og við yfir uppstillingum og innáskiptingum Benitez.

  Mascherano vs. Alonso
  Þetta er ekkert vs. dæmi þarna. Þeir eru saman í liði og eru báðir stórkostlegir leikmenn. Hins vegar hef ég sagt áður að það þurfi að búa til alvöru forgangsröð á miðjunni, ekki að Alonso, Lucas og Mascherano skipti stöðum með sér. Þó hjartað dýrki Alonso segir hausinn mér að selja hann dýrt á þessum tímapunkti og kaupa stórkostlegan kantmann í staðinn. Þá væri forgangsröðin skýr, Gerrard, Mascherano, Lucas, Guthrie.

  Kuyt
  Þetta er ósköp einfalt. Þetta er frábær leikmaður sem er búið að eyðileggja, en Benitez virðist leggja það í vana sinn að tortíma sjálfstrausti sóknarmanna sinna. Eins og var bent á hérna að ofan þá veit enginn hvað hann á að gera til að eiga skilið pláss í liðinu. Það gerir engum gott að spila með lágt sjálfstraust, þá spila þeir bara verr, verða úthrópaðir enn meira og sjálfstraustið minnkar enn meira. Hann þarf bara smá hvíld og svo að hlusta á orðin sem Alex Ferguson sagði við Rooney, vertu inni í boxinu og hættu að hlaupa út um allt eins og hauslaus hæna.

 27. Ef það er eitthvað sem ég get gagnrýnt Rafa sérstakelga fyrir þá er það þetta eilífa væl um landsleiki. Nú kvartar hann yfir því að hann geti ekki undibúið liðið sitt fyrir stórleikinn næsta sunnudag á móti Chelsea. Auðvitað er þetta þreytandi fyrir þjálfara en mér finnst þetta bara alltaf lykta af afsökunum.
  Svo held ég að það sé líka fullljóst að Chelsea fer jafnilla ef ekki verr útúr landsleikjahléum þar sem þeir eru meðal annars með afríkubúa í liðinu sem hafa ekki getað keppt eða æft með liðinu í mánuð og verða líklega ekki með á sunnudaginn.
  Þessi landsleikjahlé eru bara staðreynd. Þegar við mætum sunderland eða Fulham sem eru með fáa landsliðsmenn þá er örítið meira relevance í þessu röfli en þegar við mætum Chelsea.

 28. http://gras.is/content.aspx?n=30695&c=1.

  Bænum mín verða heldur betur svarað ef eitthvað sé til í þessu og gaurinn yrði keyptur….

  Daði það er bara staðreynd að Gerrard er ekki búinn að vera að spila sitt besta tímabil núna og hvað þá í undanförnum leikjum.Gerrard er minn maður og verður það alltaf,en það er bara staðreynd að það vantar eitthvað í leik hanns núna.drifkrafturinn er ekki sá sami og leikgleðina vantar klárlega hjá honum.Of fljótur að hengja haus undanfarið

 29. Djöfull er ég sammála um að þessi maður væri snilld. Búinn að vera þvílíkur yfirburðarmaður í þýskalandi síðan hann kom þangað. Væri frábær fyrir aftan Torres. Með Gerrard á hægri kanti og Babel á vinstri. Alonso og Mascherano þar fyrir aftan. Þá væru heimsklassaleikmenn í öllum stöðum fyrir utan bakverðina sem hafa verið sérkapitúli útaf fyrir sig hjá Liverpool síðan Rob Jones þurfti að leggja skónna á hilluna.
  En því miður er þetta bara papertalk frá mjög óábyrgum fjölmiðlum. En maður má láta sig dreyma.

 30. Stb, það voru aldrei mín orð að ég vildi ekki kaupa Mascherano, síður en svo. Talaði einungis um dýrt verð á leikmanninum. Hann er frábær leikmaður, nokkra góða eiginleika en ég væri til að sjá fleiri góða eiginleika hjá honum til að réttlæta það að reiða fram þessa upphæð sem hann er metinn á.

 31. 31

  “Þetta er ósköp einfalt. Þetta er frábær leikmaður sem er búið að eyðileggja, en Benitez virðist leggja það í vana sinn að tortíma sjálfstrausti sóknarmanna sinna. ”
  -Nújá, hvað þá með Crouch, Kuyt hefur algjörlega skitið upp á bak en engu að síður spilað flesta leiki? Ég vorkenni Kuyt ekki neitt, hann hefur fengið ótal sénsa, en virðist því miður ekki vera nógu góður framherji. Hann skorar ekki mörk, hann leggur sárasjaldan upp mörk, hann vinnur sjaldan boltann, en hann hleypur, já hann hleypur eins og vindurinn um allan völl. Rafa hefur e.t.v. sagt við hann: Kuyt, hlauptu eins og vindurinn þetta tímabil, ekkert að vera áhyggjur af því að þú sért á eigin vallarhelmingi stæstan hluta leiksins því ég vil sjá vinnslu í mínum sóknarleikmönnum, ekkert vera að hafa áhyggjur af því að þú skorir ekki, þú spilar 90% af leikjunum og ekkert vera að stressa þig yfir því að Crouch skori þegar hann fær að koma inná, hann fer í besta falli á bekkinn í næsta leik. Eyðileggja Kuyt ????

 32. Sammála þér Baros. Mín samúð liggur 100% hjá Crouch, enda skorar hann yfirleitt þegar hann fær að byrja.
  Það er einfaldlega verk senteranna.

Ferð til sölu: Liverpool – Reading (15. mars)

Gerrard verður fyrirliði… gegn Sviss.