Ferð til sölu: Liverpool – Reading (15. mars)

Má bjóða einhverjum á leik?

Frændi minn er að selja ferð á leik með Liverpool. Hér eru allar upplýsingar um ferðina:

**Leikur:** Liverpool – Reading á Anfield, í Úrvalsdeildinni laugardaginn 15. mars kl. 15:00.

**Flug:** Flogið út til Manchester föstudaginn 14. mars og heim frá Manchester mánudaginn 17. mars. Gist í þrjár nætur á **Premier Travel Inn**-hótelinu í hjarta Liverpool-borgar. Flogið er með IcelandAir.

Innifalið í ferðinni er sem sagt flug út og heim aftur, gisting í þrjár nætur á frábæru hóteli og miði á Anfield fyrir leik í Úrvalsdeildinni.

Þessi ferð er metin á 86.700 krónur en seljandinn óskar eftir tilboði og er opinn til samninga fyrir lægra verð. Áhugasamir hafi samband við Sigríði í síma **864-1605**.

3 Comments

Liverpool – Sunderland 3-0

Alonso er ekki í formi og fleira.