Torres styður Rafa og fleira.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Torres styður Rafa og biður eigendur Liverpool að halda fast í hann.

“It’s just unthinkable what would happen if he should decide to leave. They have to let the boss just get on with it. It has been a difficult season for the club because, frankly, people expected us to win the title. It takes time for a squad to gel. Winning the Premier League is not easy. it’s a process of growing into it. I’ve been surprised by just how good a coach Rafa is. What he manages to do in every training session is draw the very best out of each player. He’s right on top of every single detail and picks up on little things even you had no idea you might benefit from paying attention to. “

Ég held að við getum öll verið sammála Torres því það sem félagið þarf í dag er stöðugleiki og ró. Í sumar skulum við skoða niðurstöðuna og hvort þörf sé á breytingu.

Í öðrum fréttum er það helst að Bolton vill gjarnan kaupa Danny Guthrie en hann hefur staðið sig vel með Bolton og hefur verið fastamaður undir Gary Megson. Guthrie er í árs láni frá Liverpool og er ekki ólíkegt að félögin nái samkomulagi þegar tímabilinu er lokið. Þó Guthrie virðist vera efnilegur leikmaður þá efast ég um hvort hann myndi nokkurn tímann ná að vera lykilmaður hjá Liverpool.

Besian Idrizaj, sem er á láni hjá Crystal Palace, var búinn að samþykkja félagsskipti til Oldham sem og bæði félögin en einhverra hluta vegna ákvað Besian að fara ekki til Oldham.

Lee Peltier sem verið hefur í láni hjá Yeovil hefur skrifað undir 3 ára samning við félagið. Hann þótti standa sig nógu vel til að félagið ákvað að “kaupa” hann.

David Mannix, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur skrifað undir samning við Accrington en hann fór á lán til þeirra þegar hann var samningsbundinn Liverpool. Eftir að samning Mannix lauk hjá Liverpool spilaði hann á síðasta ári með Ham-Kam í Adecco ligaen í Noregi.

5 Comments

 1. Ja í dag í fyrsta skipti er ég að hlusta á Arsenal Man C leikinn og er alveg sama hvort og hvenær Liverpool spilar næst í deildinni því það er bara þunglyndi að fylgjast með þeim þar.

  Er að spá í að segja mig úr e klúbb Liverpool og vona að fleiri stuðningsmenn geri slíkt til að setja þrýsting á klúbbinn að gera eitthvað í sínum málum þannig að deildin sé í forgangi, og klúbburinn eigi möguleika á titli.

  Hvort þetta þýðir að Rafa þarf að fara eða hvort meiri pening þarf í leikmanna kaup veit ég ekki, líklega bæði.

 2. Ánægður með svona news update!
  En eitt atriði sem ég er ekki sammála Torres og það er að mér finnst Benitez alls ekki ná því besta úr leikmönnum ! Það þarf ekki að ræða þá leikmenn sem eru einhvernvegin bældir niður með sérvisku hans og eru langt undir eigin getu.

 3. Er bara algerlega ósammála þér Björn með að fara að snúa baki við klúbbnum mínum á þessum tímum! Fullkomlega ljóst að það að styðja LFC er lífsstíll sem mun aldrei breytast. Eina sem svona aðgerðir skila er að draga nafn klúbbsins niður, enn neðar en áður.
  Liðið okkar hefur búið að þeirri einstöku gæfu að eiga dyggustu og bestu stuðningsmenn í heimi, gegnum þykkt og þunnt.
  Ég skil ekki umræðu um að þjálfarinn okkar sé sérvitur. Hann hefur unnið alla titla í boði nema einn í þeim löndum sem hann hefur þjálfað, óumdeilt besti þjálfari í Evrópukeppnum síðustu 5 ár!
  Hvernig getum við dregið orð eins og Torres í efa? Hefur þú verið á mörgum æfingum eða í leikjum Joi!?? Þetta er það nákvæmlega sama og Gerrard og Carragher, auk flestra annarra leikmanna hafa sagt í gegnum tíðina.
  Samt sitjum við hér, í þúsundum kílómetra fjarlægð og lýsum frati á þá sem telja vandann ekki liggja hjá þjálfaranum!!!!!
  Jafnvel þó að leikmenn séu að tala um sjálfa sig!
  Rafael Benitez er með liðið í erfiðum málum í dag og verður að sýna okkur að hann nái því upp. Minni menn á að veturinn 2005-2006 var hávær krafa á meðal United manna að nú skyldi Ferguson rekinn, liðið eftir á í deildinni, unnu bara League Cup og Nistelrooy vildi fara. Hemmi Gunn albrjálaður hér á Íslandi, talandi um það að notkun Ferguson á leikmönnum eins og Fletcher, kaup hans á mönnum eins og Saha væru víðáttuvitlaus og nýjan mann þyrfti.
  Það hefði verið gott fyrir alla aðra en United mann. Karlinn fékk frið og byggði upp, að mínu mati, besta United liðið í hans sögu sem þjálfari. Lið sem getur unnið titla næstu 5 ár.
  Held t.d. að margur KR-ingurinn hugsi til þess með hryllingi þegar Willum var rekinn frá KR og fór svo til Vals.
  Það að reka þjálfara er ekki svarið í öllum tilvikum. Menn verða að skoða hvað á að lagast og út frá því taka ákvarðanir. Nú kemur í ljós á næstu 3 – 5 mánuðum hvaða leikmenn eiga skilið að vera áfram í treyjunni næsta haust. Það er að mínu mati byrjunin. Í sumar þarf að losa sig við marga sem ekki ráða við dæmið og byggja á þeim fáu sem við eigum í heimsklassa.
  Ég hef áður talað um stuðning lykilmanna LFC við Rafa og er sannfærður um að brotthvarf hans myndi þýða brotthvarf margra þeirra!
  Ég er svo ekki á því að við eigum að selja Guthrie í vor, heldur vildi ég sjá hann allavega fram að jólum 2008 og láta hann þá fara í janúar. Þetta er flottur leikmaður finnst mér.
  Skulum ekki gleyma því að við þurfum næsta ár að vera með 8 leikmenn þjálfaða í Englandi og þar af 4 uppalda frá 17 ára liði á Anfield í 25 leikmanna hóp í CL.
  Í dag erum við í vandræðum með það!
  Gaman að sjá hvað Idrizaj gerir. Verð að viðurkenna það að ég vonaðist eftir því að hann fengi nokkra leiki með Palace, en viðbúið að helv**** hann Warnock myndi frysta hann bara af því að hann kom frá Liverpool.
  Flottur fréttaþáttur Aggi!

 4. Ég er FH-ingur. Spilaði með þeim á mínum yngri árum, allt upp í meistaraflokk, og hef stutt mitt lið dyggilega. Fyrir rúmum áratug féll FH niður úr efstu deild eftir að hafa náð þar 2. sætinu tvö ár í röð og komist í bikarúrslit. Mórallinn hjá FH-ingum í bænum fór niður úr öllu valdi, það voru varla 50 manns á vellinum á leikjum í næstefstu deild og maður óttaðist hið versta. Samt mætti maður alltaf á völlinn, studdi liðið og vonaði að þetta færi nú að glæðast.

  Þegar FH skreið svo á endanum upp í Úrvalsdeildina á nýjan leik og náði þar óvænt 2. sætinu sem nýliðar, og unnu svo deildina þrjú ár í röð þar á eftir (og svo loksins bikarkeppnina sl. haust), fagnaði maður velgengni liðsins ekki bara af því að það er gaman að styðja sigurvegarana, heldur einmitt af því að maður var búinn að ganga í gegnum slæmu stundirnar með liðinu líka. Maður var þarna og studdi liðið sitt þegar illa gekk og ansi margir virtust hafa snúið baki við klúbbnum, og því fannst manni maður sjálfur, persónulega, fá nánast uppreisn æru þegar liðið fór að vinna titla.

  Ég sný aldrei baki við Liverpool FC, sama hversu leiðinlegt það er að horfa á liðið og/eða hversu mikið vesen einkennir rekstur klúbbsins. Maður elur alltaf með sér þá von að einn daginn muni þetta snúast við og liðið muni enn og aftur ná hæstu hæðum í enskri knattspyrnu og fara að vinna deildina. Maður heldur ótrauður áfram í voninni og stuðningi við liðið því maður veit sem er að þegar að því kemur á maður eftir að gleðjast enn meira en venjulega, ekki bara af því að liðið vinnur titilinn heldur af því að maður þraukaði þetta með liðinu.

 5. Ég er alveg sammála þér Kristján að ég hætti aldrei að halda með Liverpool. Það sést kannski að þó svo gengi Liverpool er alveg sorglegt þessa daganna hlakka ég til hver einasta leiks! Er í þessum töluðu orðum sestur fyrir framan TV og bíð eftir leiknum. En versta er að maður fer strax að bölva leikmennina þegar leikurinn er byrjaður, því þeir eru margir Svoo lélegir og maður skilur ekki upp né niður í vali þjálfarans (Kuyt í liðinu á kostnað Babel, Riise á kanntinum… ofl.). En þannig er það bara.

  En svo ég svari þér Maggi þá NEI ég hef ekki mætt á margar æfingar Liverpool á þessu tímabili sem og fyrri ára. Ég segi þetta bara því þetta er mín skoðun og þess vegna skrifa ég þetta á þessari síðu þar sem allir hér inni eru jafningjar og enginn hér sem heitir Steven Gerrard eða Rafael Benitez.
  Að mínu mati nær Ferguson og Wenger yfirleitt alltaf því besta úr flestum þeirra leikmanna. Höfum oft talað um að Arsenal er ekki stútfullt af eintómum stórstjörnum, flestir þeirra leikmanna mundu ekkert endilega ganga inn í Liverpool, Man utd og Chelsea en spila samt sem í Arsenal eins og heimsklassa leikmenn (sbr. leikinn í morgun til dæmis).
  Benitez hins vegar nær þessu ekki að mínu mati. (Kuyt, Morientes, Gonzales, Cisse, Sissoko, ofl. hafa spilað langt undir getu) En auðvita hefur hann gert fullt af góðum hlutum fyrir félagið og ég hef oft lofsungið manninn, en þetta er einfaldlega það sem mér finnst núna eins og staðan er í dag.

Þá er komið að Sunderland á Anfield!

Crouch byrjar í dag.