Liverpool – Sunderland 3-0

Jæja þetta hafðist þótt við hefðum ekki sýnt neinn stjörnuleik. Í hálfleik var mér næstum óglatt yfir því að þurfa að skrifa leikskýrslu um ennþá eitt ömurlegt jafntefli en guð sé lof þá varð það ekki raunin. Öruggur sigur á heimavelli gegn liði sem kom með einu hugarfari, að ná jafntefli, er staðreynd og vonandi erum við komnir á réttu brautina.

Jæja klárum formsatriðin, byrjunarliðið í dag:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Pennant – Macherano – Lucas

Gerrard
Torres – Crouch

Bekkur: Itandje, Finnan, Benayoun, Babel, Kuyt.

Innáskiptingar:
46. mín: Aurelio út – Finnan inn.
61. mín: Lucas út – Benayoun inn.
83. mín: Crouch út – Kuyt inn.

Mörkin:
1-0, Crouch á 57. mín eftir frábæra sendingu frá Carragher.
2-0, Torres á 69 mín. Skoraði gott mark með harðfylgi.
3-0, Gerrard á 89 mín úr vítaspyrnu sem Pennant fékk.

Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur og í beinu framhaldi við frammistöðu liðsins undanfarnar vikurnar og ég nenni ekki að ræða hann frekar.

Það sáust strax batamerki á liðinu í seinni hálfleik og þetta var bara spurning um að ná að troða tuðrunni yfir marklínuna. Þegar markið loksins kom þá kom þá var það auðvitað Crouch sem skoraði frábært skallamark en sendingin kom úr ólíklegri átt, JAMIE CARRAGHER. Ég held að fyrirgjöfin hans Carra hafi verið sú besta hjá Liverpool í allan vetur (reyndar fáir nema Finnan sem virðast geta gefið fyrirgafir í Liverpool í dag). Núna leið mér þannig að sigurinn var í höfn en spurning hvort við myndum setja fleiri mörk til að fá smá sjálfstraust í komandi átök.

Það liðu ca. 12 mín. þangað til staðan var 2-0 og það var að sjálfsögðu hinn framherjinn í liðinu, Torres, sem skoraði gott mark með miklu harðfylgi. Sky is the limits hjá þessum dreng og þakka ég Guði fyrir að hann skuli vera í Liverpool! Sigurinn gulltryggður (eitthvað sem við höfum átt í miklum vandræðum með í allan vetur) og sjálfstraustið allt að koma. Þriðja og síðasta markið kom síðan úr vítaspyrnu sem Pennant fékk og Gerrard skoraði úr. Gordon var með hendur á knettinum en skotið var fast og hnitmiðað. 3-0 sigur staðreynd og fyrri hálfleikurinn löngu gleymdur.

Það sem skiptir ÖLLU máli er að við unnum í dag og ekki skemmdi fyrir að skora nokkur mörk. Þessi sigur var ótrúlega mikilvægur fyrir liðið því ef við hefðum ekki náð að vinna Sunderland á heimavelli þá hefði allt sturlast. EN þetta var alls ekki góður leikur og við þurfum að laga ótrúlega mikið í leik okkar ef við ætlum að ná 4.sætinu í deildinni (já hugsa sér, við erum í tómu basli við að ná því). Tempóið í leiknum var hægt og færin komu ekki á flæðiskeri úps færibandi (takk Bjarni) en við gáfumst ekki upp, sem er gott. Við getum aldrei sótt upp kantana og svo virðist sem annað hvort Gerrard eða Torres eigi bara að sóla sig í gegn eða skora með langskoti. Sóknarlega erum við slappir í dag en loksins leit vörnin þokkaleg út og hélt hreinu. Skrtel spilaði fínan leik og var þetta örugglega mikil sigur fyrir hann eftir slæma byrjun gegn Havant í bikarnum. Svo má einnig bæta við að við skoruðu heldur ekki sjálfsmark enis og virtist vera orðin regla hjá okkur.

Maður leiksins: Mér fannst enginn spila neitt frábærlega í dag, þetta var frekar svona “solid” frammistaða hjá flestum. Ég ætla að velja Crouch mann leiksins því hann skoraði MARKIÐ sem kom okkur á bragðið og hann hlýtur að vera orðinn framherji nr.2 í þessu liði.

Rafa sagði eftir leikinn:

“As soon as we scored the first goal the game was open. When you have your confidence low it is important to win, so there are a lot of positive things today.”

Kórrétt hjá Spánverjanum og vonandi getum við byggt á þessum sigri. Framundan er erfiður útileikur gegn Chelsea eftir viku…

44 Comments

  1. Það var gaman að sjá Torres-Crouch frammi í dag þarna sá maður framherjapar sem ógnaði marki andstæðinga. ekki eitthvað hlaupa í buskan og reyna hlaupa úr buskanum aftur í leik… Samt við eigum mikið verk eftir ef við ætlum okkur 4 sætið í deildinni og komast í 8 liða úrslit í meistaradeildinni og ég hreinlega vona að þetta hafi verið fyrsta skrefið í átt að bata 😉 plús nú er óhætt að segja Svarti Janúar er liðinn 😀 en svona menn leiksins þá fannst mér crouch og Mashe… bestu menn liðisins og ég hreinlega vona að með þessari framistöðu frá crouch að hann fái að byrja inn í næstu 5 leikjum… sást vel á 10 mins þá crouch fleiri skot á markramman en kyyt síðustu 3 mánuði til samans.

  2. Mascherano var klárlega maður leiksins – hann var sá eini sem var að gefa sig almennilega í þetta. Skrítið að vera með amk. 4M isk á viku fyrir að gera það sem margir væru til í að gera frítt – og samt sem áður ná einhvernveginn að hafa ekki gaman af því. Skil þetta bara ekki.

    Það er langt í land með að ná einhverju jafnvægi í þetta lið – það spiluðu flestir langt undir getu – og ég vill bara nýjan fyrirliða í næsta leik. Ef G getur ekki haft gaman af þessu og gefið tóninn þá má hann bara fara til Chelsea fyrir mér. Það er lítið gagn að svoleiðis púkum í liði.

  3. “Tempóið í leiknum var hægt og færin komu ekki á flæðiskeri …” Eða kannski bara á færibandi 😀

    Ágætis umfjöllun eftir sem áður.

  4. Gaman að sjá Lucas í byrjunarliðinu þá hann hafi ekkert staðið sig nógu vel kallinn/strákurinn en vonandi fær hann fleiri tækifæri :)!

    P.s Fyndið að sjá samt hvað það eru fáir að commenta núna, menn orðnir leiðir á að drulla yfir allt :)?

  5. MASCHERANO…….þvílíkur leikmaður. Hann var okkar langbesti leikmaður í eins og undan farna leiki þegar hann hefur spilað. Þetta er maður sem sýnir öðrum í liðinu hvernig hugarfarið á að vera!!!

    Aðrir í liðinu virðast vera of miklar stjörnur til að spila kontakt bolta og virtust vera skíthræddir við baráttuna í Sunderland.

    Gaman að sjá Crouch og einnig Pennant sem er farinn að geta gefið fyrir og alles…..alveg ótrúlegt að sjá.

  6. Slakur leikur en góð úrslit. Mér leist ekkert á fyrri hálfleikinn, varnarmenn spiluðu mjög oft til baka á Reina og engir sénsar teknir. Enginn sem reyndi að taka menn á nema Pennant og hugarfarið slakt. Seinni hálfleikur var betri og úrslitin fín. Það vantar mjög ákefðina í leik liðsins í dag eins og áður en Mascherano sýndi vinnusemi eins og verður að vera hjá öllu liðinu. Hann hélt stöðugt áfram og var bæði fremsti maður og aftasti og gafst ekki upp þó sending rataði ekki rétta leið. Það er ömurlegt að horfa á leikmenn sem hætta að elta boltann ef hann tapast og slíkt vil ég ekki sjá hjá Liverpool. Ákefðin er því miður til staðar hjá ManUtd og Arsenal ef þið hafið séð þá leiki í dag:-( Vonandi eru nú bjartir tímar framundan og Agger á leiðinni:-) Er ekki við hæfi að vinna Chelsea næst og stytta bilið í þriðja sætið?

  7. Maður á að hrósa því sem er vel gert og svo var um t.d. markið hans Crouch en með því vann ég eitt bjórkvikindi frá bróður mínum. Pennant var frískur í einhver skipti en aumingja aumingja Lucas að þurfa að spila á vinstri kanti. Gerði honum engan greiða og það hefði verið gaman að sjá svipinn á mönnum þegar Rafa las upp byrjunarliðið, “hvað er hann núna að pæla?”.

    Einhvernveginn finnst manni að Alonso sé hægt og rólega á leið frá klúbbnum, Mascherano er beittari með Gerrard, og guði sé lof fyrir Torres, þessi maður á skilið orðu.

    En ég ætla að fá að segja nokkur orð um vin minn Sami Hyypia. Eins og Torres hefur séð um málin framávið í vetur þá veit ég ekki hvar við værum ef Hyypia hefði ekki notið við. Hann vinnur alltaf sitt, hægt og hljótt, sama hver er við hliðina á honum en þeir hafa verið ansi margir taugaóstyrkir í vetur. Já, hann vinnur kannski ekki 100m hlaup á næstu Ólympíuleikum en hann kann að spila fótbolta og hefur verið að mínu mati ljósi punkturinn í vörninni ásamt Reina í vetur. Carragher hefur t.d. átt sinn slakasta vetur sem ég man í háa herrans tíð, virst taugaóstyrkur, úr stöðu, seinn í menn og frekar fúll á móti. Bakverðirnir hafa náttúrulega verið í rugli.

    Þannig að ef ég ætti hatt þá tæki ég hann ofan fyrir þér Hr. Hyypia.

  8. Ég er sammála þér Daði varðandi Hyypia. Hann hefur svo miklu meiri tækni en allir þeir hafsentar sem hafa spilað með honum hjá félaginu. En hraðinn hefur aldrei verið hans sterka hlið, þess vegna hefur hann lært að lesa leikinn.
    Það þarf ekkert að segja neitt meira um Macherano, hann þarf að vísu að bæta sendingarnar en hann boltarnir sem hann vinnur bæta það upp og vel það.

  9. ég hef aldrei séð mascherano spila með hangandi haus. þvílíkur leikmaður, berst alltaf 100% og einn sá allra besti í sinni stöðu, ómetanlegur!

  10. Daði, sammála þér með Alonso. Einhvern veginn finnst mér vera betra jafnvægi á miðjunni með Masch/Gerrard heldur en t.d. Alonso/Gerrard.
    Alonso er þar að auki alltof góður til að sitja á bekknum.

  11. Vel mælt Daði.

    Þetta er undarlegt með hann Alonso en svo má vel vera að hann sé einfaldlega ekki í formi og þess vegna er hann bæði að spila illa og lítið. Ég vona það alla vega. Hvað varðar Javier Mascherano þá er þessi drengur ótrúlega duglegur en má bæta sendingahæfni og skot. Sóknarlega er hann heftur og það sást vel í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Pennant átti fína spretti en Lucas átti erfitt uppdráttar og spilað einhvern veginn hvergi.

    Aðalatriðið var að ná sigri og það gerðum við. Ég vona að þessi vondi Janúar mánuður sé að baki og framundan sé bjartari tíð. Ég klár á því að öll þessi neikvæða umræða um eigendur, slakt gengi liðsins o.s.frv. sé alls ekki búið að vera auðvelt fyrir leikmenn, þjálfara né aðra tengda liðinu hins vegar er mikilvægt að horfa áfram en ekki ávallt tilbaka. Ef, já EF við vinnum Chelsea um hæstu helgi… jahá þá held ég að hlutirnir geti breyst mikið og hratt…. en þetta EF.

  12. Góður sigur í höfn. Nauðsynlegt. Svo nauðsynlegt að það hálfa væri nóg.

    JM maður leiksins. Þessi strákur er bara gullmoli og á bara eftir að verða betri. Ánægður með Pennant líka. Þrátt fyrir nokkur mistök var hann ekki hræddur við að taka menn á og var alltaf að reyna að skapa eitthvað þegar hann var með boltann. Vil frekar sjá menn gera mistök heldur en að gera ekki neitt!!!!

    Ánægður með að sjá Crouch með Torres. Að sama skapi var ég hundfúll út í Rafa að taka hann út af. Þetta er sálrænn andskoti held ég fyrir Crouch að fá aldrei að finna það að hann er svo frábær að það sé ekki séns að vera að skipta honum út af og inn á og út af og inn á ..og á bekknum og stundum inná .. og stundum ekki í hóp etc. etc. etc. Ég held að stundum teygi Benites sig einum of mikið í innskiptingartæknifræði og þetta snýst allt saman við í höndunum á honum. Eilífur hörmungas hringlanda háttur!!!! Og ekki bætti það úr skák að sjá Kuyt koma inn á. Annars skildi ég pælinguna hjá honum… verjast… bjakkkkkk. Hataði þessa skiptingu.

    En hvað um það …. þrjú stig í hús. Afar mikilvæg í baráttunni um fjórða sætið sem by the way er svo langt í því frá að vera í hús.

    YNWA

  13. Ég skildi ekki afhverju Pennant fór ekki á vinstri kantinn, höfum séð að hann getur spilað þar líka, Gerrard á hægrivæng/aftan framherja og Lucas og Mascherano á miðjunni..en hvað um það 3 stig í hús og þvílíkur móralboost að hafa unnið þennan leik. Örugglega fyrir liðið líka 🙂

  14. Sá ekki leikinn en það sem kom mér mest á óvart í lýsingunni hér var að Carragher hafi átt hættulega sendingu. Vonandi verða þær fleiri e þegar ég sé Carragher með boltann þá minnir það mig á mörgæs með appelsínu á milli lappanna.

  15. Vinir í liverpool segja (þeir eru í kvöld) frá aldridge og fleirum fyrrum leikmönnum liverpool, að allt sé í fokki innandyra og allir vilji benitez í burtu!

  16. Sannarlega er janúarmánuðurinn að baki, því nú er kominn febrúar 🙂 Trúum því að þetta sé upphafið að glæsilegum endaspretti okkar manna á þessu tímabili, hvert sosum sá sprettur fleytir okkur.

    Fögnum sigrinum og stigunum þremur!

  17. Ég vil samt vera sammála Mark Lawrenson þegar hann sagði í dag í Football Focus á BBC1 að það séu of margir “average players” í Liverpool liðinu (minnir að þetta sé rétt orðað svona hjá honum). Góður sigur engu að síður og klárlega þarf að rétta við móralinn hvernig sem Rafa ætlar að gera það.

  18. Sáttur með 3 stiginn EN spilamennskan í fyrrihálfleik var vonlaus,minnti helst á alsherjar Chaos þar sem einginn vissi hvað ætti að gera og allir fyrir öllum og vörnin dúndraði fram.Fyrir rétt um mánuði þá tapaði united fyrir west ham og við áttum leik daginn eftir á móti city og gátum minkað forskotið niður í 6 stig og átt leik inni en svo núna mánuði seinna erum við einhverjum 15 stigum á eftir þeim????10 jafntefli og 3 töp.Værum efstir ef þessi jafntefli hefðu verið sigrar.Og miða við það að í flestum þessum jafnteflisleikjum áttum við að sigra þannig að munurinn er kannski ekki neinn rosalegur á milli okkar og top liðana,bara ef við klárum þessa jafnteflisleiki(er bara að reyna að sjá eitthvað gott úr öllum þessum hörmungum sem hafa dunið yfir okkur).En spilamennskan samt sem áður er bara algjört Chaos inn á vellinum…Og Gerrard virðist bara vera búinn að missa áhugann í bili og metnaðurinn sama sem einginn og ég hélt að ég gæti aldrei sett út á Gerrard og að hann væri yfir alla gagnrýni hafinn…

    En ef maður pælir í því,er þetta eitthvað nýtt,mikil bjartsýni fyrir hvert tímabil og alltaf endar þetta í vonbrigðum,andleysi og þunlyndi blandað saman við metnaðarleysi á köflum hefur hrjáð liðið allt og leingi

  19. Sóknin þar sem Crouch kláraði með klippunni sem Craig Gordon varði var fyrsta sóknin í laaaangan tíma sem bendir til þess að þetta er Top 4 klúbbur á Englandi. Mjög flott sókn, gott flæði allan tíman, fín fyrirgjöf og Crouch flottur að reyna klára með smá stíl.
    Það vantar fleiri svona sóknarmove til að minna mann á hvað þetta lið getur þegar allir eru ekki með hálfan hug við varnarleikinn sem mun koma strax og sóknin tekur enda. Menn verða einfaldlega að þora að taka smá sénsa í spilinu. Tala nú ekki um ef við erum að spila gegn Sunderland á Anfield…..

    En annars ágætur sigur sem vonandi kveikir einhvern neista í öllu batterýinu á Merseyside.

  20. Var mjög ánægður eftir 60 mínútur, jafn svekktur og ég var í hálfleik. Mér fannst liðsskipanin rökrétt eftir miðvikudagsleikinn þar sem Finnan var að spila eins og kálfur enn einn leikinn, vinstri kanturinn var ekki með og hafsentaparið átti í miklum vandræðum með stóran senter og langar sendingar.
    Mér fannst Skrtel standa sig aðdáunarvert vel í þessum leik, hann er ekki mikill galdramaður með boltann en virkar þvílíkt sterkur skallamaður og góður tæklari. Eftir H & W leikinn sýndi þetta karakter.
    Crouch fannst mér spila illa þangað til hann skoraði, hélt illa bolta og var ekki að finna sig í spilinu. Svo skoraði hann. Eins og maður vill að senter geri og eftir það mark hrökk hann í fínan gír. Mér fannst hann samt mjög þreyttur og skildi alveg skiptinguna.
    Pennant var flottur. Eins og mér hefur fundist hann vera frá ca. síðustu áramótum. Hann ógnar bakvörðunum, er fljótur og á yfirleitt flottar sendingar inn í teiginn. Eins og alvöru kantmaður á að gera. Vonandi að menn taki strákinn í sátt, alveg klárlega leikmaður sem við þurfum að hafa í næstu leikjum.
    Gerrard finnst mér vera orðinn fórnarlamb eigin getu. Hann gerði margt vel í gær fannst mér en við erum farnir að gera á hann óraunhæfar kröfur finnst mér. Hann hefur svipað sjálfstraust og aðrir í liðinu þessa dagana, lítið, og því fylgir frammistaðan. Hann verður flottur á Stamford, er alveg sannfærður um það.
    Mér fannst liðsskipanin í gær sýna okkur það að vinstri vængmann og hægri bakvörð vantar í þetta lið, nokkuð sem ég er mjög sammála. Carragher sýndi enn einu sinni þvílíkan styrk, núna með því að detta í gömlu bakvarðarstöðuna sína án orða og leggja upp mark!
    Nú líða 8 dagar í undirbúning undir stóra áskorun. Chelsea lið, á velli þar sem við höfum ekki skorað mark í þeim 7 heimsóknum sem Benitez hefur komið þangað með sitt lið. Flott að hafa klárað 3 stig í dag og þar með sjá til þess að menn þurfa ekki að velta upp brottrekstrarsögum af þjálfaranum og eilífum dómsdagsfréttum úr herbúðunum. Verum jákvæð, COME ON YOU REDS!!!

  21. “Pennant var flottur. Eins og mér hefur fundist hann vera frá ca. síðustu áramótum. Hann ógnar bakvörðunum, er fljótur og á yfirleitt flottar sendingar inn í teiginn. Eins og alvöru kantmaður á að gera. Vonandi að menn taki strákinn í sátt, alveg klárlega leikmaður sem við þurfum að hafa í næstu leikjum.”

    Maggi #25, ég hreinlega get ekki kvittað undir þessi ótrúlegu orð sem þú ritar hér. Pennant er með hvað flestar fyrirgjafir í ensku deildinni, sendir og sendir boltann inn í teig, en hvað hafa margar þeirra endað með marki og stoðsendingu???

    Það er ekki nóg að sækja á. Ég get ekki enn tekið þennan strák í sátt því leik eftir leik sannar hann að hann sé ekki nógu góður fyrir topplið. Maggi, alvöru kantmenn leggja upp mörk!!!! Ekki ógna á bakvörðinn og e-ð kjaftæði. Þessar flottu sendingar kannast ég ekki alveg við því að flottar fyrirgjafir eru stoðsendingar að mínu mati eða sendingar sem búa til færi – þær sendingar er svo sannarlega óhætt að segja að Jermaine Pennant eigi ekki. Ég neita því þó ekki að hann er með skárstu kantmönnum LFC sem segir allt um stöðuna í dag.

    Hvað annað varðar er ég t.d. sammála Daða (sem að mínu mati er með þeim gáfulegustu á þessu spjalli) um að Hyypia sé búinn að vera eini ljósi punkturinn í vörninni í vetur. Það segir líka allt sem segja þarf um hina varnarmennina þegar sá Gamli er yfirburðarmaður. Hvar værum við ef sá Gamli væri ekki að halda þessu uppi? Carrager, sem ég annars dái og dýrka sem persónu og leikmann, hefur hreinlega átt skelfilegt tímabil og verið afleitur – menn verða að fá það sem þeir eiga skilið. Og það er óásættanlegt frá einum mikilvægasta manni liðsins.

    Kv.

  22. Sammála Stb. #26. Pennant minnir mig stundum á setningu úr ProEvo Soccer.
    “It´s not enough to have all the possession, there has to be penetration”

    Það jákvæða við Pennant er að hann er að reyna að brjóta upp varnir andstæðinganna með hraða og leikni. Hann átti t.d. svakalega flotta syrpu í leiknum í gær. En það þarf einhver að kenna honum að senda fasta bolta fyrir. Þeir fara of oft hátt upp í loft og droppa svo niður. Það er það auðveldasta í heimi að verjast gegn.

    Þetta ætti samt að vera auðvelt að laga á Melwood ef menn hafa vilja til. Pennant gæti orðið mjög góður ef hann lagar þennan litla hlut.

    Hvað Crouch varðar veðjaði ég við bróður minn fyrir leikinn að hann myndi skora. Svo sá ég maður ekkert gerast hjá honum í klukkutíma fyrr en hann setti hann. En er það ekki akkurat það sem framherjar eiga að gera? Og ef svo er, á hann ekki að vera alltaf í liðinu við hliðina á Torres?

    Meira af Crouch takk fyrir.

  23. Sammála #26 það er ekki hægt að vera með mann á kantinum sem gefur alltaf fallhlífarbolta fyrir markið. Hann er bara lélegur spyrnumaður. Sýndi sig svo að þegar Carra af öllum mönnum gaf fyrir og Crouch skoraði – þar var föst góð fyrirgjöf – þetta drasl sem pennant setur fyrir er bara lélegt.

    Að auki pirrar það mig ógúrlega að Gerrard er heilu og hálfu leikina að skoða grasið og skóna sína í staðinn fyrir að bera hausinn hátt og brosa. Það vantar alla gleði – og ég segi að ef menn gera þetta brosandi – og reyna að hafa gaman af þessu þá kemur þetta fljótt – þegar menn hengja sífellt svona haus eru þeir að bjóða myrkrinu í heimsókn. Og það er ekki hægt að spila bolta í myrkri.

  24. Ég sagði að ég væri hættur að blogga.En ég ætla að leyfa mér að gera það einu sinni í mánuði eða svo, og vona það að Sigtryggur Karlsson geri það líka.Ég hef lesið flestar færslur hér,og stundum finnst mér þettað rugl í ykkur vera komið frá Sólheimum.Liverpool er að spila illa,sem allir vita.En ástæðan er sú,að eftir að Pako fór, þá hrundi liðið.Nú segja eflaust margir,hann var þrek þjálfari,en ég segi að hann var meira en það.Rafa þjálfar en Pako þjálfar líka,og var alltaf við hliðina á Rafa þegar leikir fóru fram,og skrifaði í bókina sína meira en Rafa gerir.Íguðana bænum hætt´ið að segja að þettað sé út af þeim bandarísku.Málið er það, að Rafa er ekki hálfur maður eftir að Pako fór.BLESSAÐIR

  25. Talandi um Melwood.
    Aukaspyrnurnar okkar eru hræðilegar, oft lendum við í einhverri vandræðalegri stöðu vegna misskilnings eða þá að boltinn fer bara beint í vegginn.
    Ég nenni nú ekki einusinni að ræða hornspyrnurnar.

  26. Varðandi Pennant.
    Ég ætla ekki að leggja á hann mælistiku um neitt annað en það sem ég tel okkur þurfa, kantmann sem kemst á bakvið bakverði til að skapa hættu. Í vetur hefur hann verið sá eini sem hefur gert það. Í gær lagði hann upp eina færi fyrri hálfleiks þegar hann fór virkilega illa með bakvörð og sendi inn í og Torres skallaði yfir. Í seinni hálfleik varði Gordon hjólhestaspyrnu Crouch eftir sendingu frá Pennant og Bardsley hreinsaði skalla á línu sem kom eftir sendingu frá Jermaine. Þriðja markið kom svo eftir að hann fór enn einu sinni framhjá bakverðinum og fékk dæmt víti.
    Frá því hann kom til Liverpool hefur hann sett 15 stoðsendingar í 67 leikjum, þar af kom hann inná í 20 slíkum. Það er á 4,46 leikja fresti sem hann gefur stoðsendingu. Á sama tíma hefur Gerrard gefið stoðsendingu á 4,52 leikja fresti og nær alla leiki hefur hann byrjað og klárað, Finnan á 8,1 leikja fresti.
    Auðvitað er þetta bara tölfræði, en mér hefur fundist hann fá mjög ósanngjarna umfjöllun oft, því þessi strákur er að mínu mati búin að standa undir því sem óskað var eftir því að hann gerði þegar hann kom til okkar, að eignast mann sem tekur bakverði á og sendir boltann inní. Í gær var t.d. frábær markvarsla og redding bakvarða til þess að hann náði ekki 2 stoðsendingum.
    Auðvitað vill ég fá mann eins og Ronaldo, Quaresma eða Lennon á kantinn, en Pennant er í dag eini maðurinn í liðinu okkar sem kemst framhjá bakverði og krossar inní. Reyndar Carra líka! T.d. í West Ham leiknum fórum við ALDREI framhjá sleðunum Neill og McCartney.
    En kannski eru þetta líka “ótrúleg orð” og ekki nógu gáfuleg. Það verður þá bara að hafa það………

  27. Sammála Magga. Pennat hefur verið að leysa stöðuna mjög vel undanfarið ekki spurning.

  28. mér finnst pennant okkar besti kantmaður og ég skil ekki af hverju hann ætti að fá neikvæða ummfjöllun á sig. hann er virkilega ógnandi, fljótur og með góða krossa og líflegur leikmaður sem er liðinu nauðsynlegur. mér finnst koma meira út úr pennant heldur en kewell, babel og benayoun, mitt álit.

  29. allir bara að rifna úr stolti yfir 3-o sigri á Sunderland. Mí og mæ. Leiðinlegur bolti og hættur horfa á þá

  30. En fer Pepe Reina ekki bráðum að komast í sögubækunar yfir að verða besti markmaður Liverpool fyrr og síðar?maðurinn gerir ekkert annað en að slá met daginn út og daginn inn?

  31. Maggi, mér finnst Pennant mjög efnilegur og þetta er góð tölfræði sem þú kemur með. Hins vegar bentum við á einn hlut sem hann mætti laga og þá er hann kominn í annan klassa. T.d. komst hann í stöðuna 1 á móti 1 á hægra vítateigshorni og virtist ekki hafa sjálfstraust í að vaða á manninn og taka skot. Hann er enn ungur og vonandi verður hann bara betri.

    Einsi Kaldi, heldur þú með Man U og ertu að reyna að espa menn upp? Stundum held ég að það séu nokkrir hérna bara til þess?

  32. arnar. Fínt já sæll. Er ekki bara málið að fara að finna sér eitthvað annað lið þá. Miðað við það sem þú segir sástu ekki leikinn í gær og getur þá lítið verið að skammast yfir stolti okkar hinna yfir leiknum.
    Vonandi finnurðu lið sem endist þér einhvern tíma, þangað til það lið spilar ekki bolta þér þóknanlegum. Þá kemurðu bara aftur.
    Svo vona ég að “einsi kaldi” sé ekki að samræma sig Sigtryggi Karlssyni. Sigtryggur var vissulega gagnrýninn en alltaf skein í gegn ást hans á félaginu og hann var að mínu viti mjög oft sáttur við hvað gerðist, minnist t.d. mjög skemmtilegs gleðipistils hans eftir 4-0 sigurinn í Frakklandi.
    En því miður finnst mér þú ansi oft, eiginlega bara alltaf, koma hér inn til að hvæsa og umræðan um Pako er eitthvað sem þú stöðugt reynir að blása upp. Ég vona að þú fáir út úr því að skrifa þessa mánaðarlegu athugasemd þína, þar sem þú m.a. nærð að fá útrás, t.d. með því að láta eins og það sé niðrandi að líkja fólki við þá sem á Sólheimum búa. Það finnst mér nú aumt og hefði ALDREI komið úr penna Sigtryggs Karlssonar. Það veit ég!
    Daði, við getum alveg verið sammála sé ég. Smá áherslumunur sem við myndum örugglega klára ef við sætum saman yfir eins og einum leik. Gaman að spjalla saman!

  33. Arnar, þunglyndur much? Alveg frábært comment. Að einhver hér sé að “rifna úr stolti” er ekki í neinu samhengi við önnur comment á undan. Þú ræður algjörlega hvort þú horfir á leiki, en slepptu því að reyna að draga aðra niður sem finnst alveg allt í lagi að ná að vinna leik eftir að hafa ekki náð því í 5 síðustu leikjum í röð.

    Líka gaman að sjá þá gífurlega dulræna skilning sem einsi kaldi hefur á mikilvægi Pako og getur því fullyrt að brottför hans sé allt sem er að hjá liðinu. Á meðan á einnig að hunsa algjörlega að eigendurnir eigi nokkurn þátt í því. Einsi hlýtur að vera skyggn eða mjög náinn vinur Benitez.

  34. Þetta comment af soccernet finnst mér segja allt sem segja þarf um þennan leik:
    “And without one, the scoreline flattered Liverpool. The result may appear convincing, but the performance was not. Although Benitez’s men recorded a belated first Premier League win of 2008, a disjointed team turned in an incoherent display that, in turn, was the consequence of a mixed season. ”
    Leiðinlegt að segja það en þetta er soldið saga okkar þetta timabil, samt gaman að sjá það að verið er að reyna að spasla í götin, Lucas á vinstri og Carra á hægri. Staðalmennirnir þar hljót að fara að pakka í töskur.

  35. Ég sá bara seinni hálfleik og svo það sem sýnt var úr fyrri hálfleik í leikhléinu. Ég get ekki sagt að það sem þar var sýnt hafi glatt mig. Seinni hálfleikur var ásættanlegur og niðurstaðan góð.

    Vonandi sér RB ljósið og stillir upp byrjunarliði þar sem Aurelio, Kuyt, Riise, (þó frekar en Aurelio), Voronin og Kewel (sem kemst ekki lengur í það magnaða landslið Ástralíu) eru ekki ekki lengur ásrifendur að sæti. Menn eins og Crouch, Babel, Leiva og janvel Pennant eiga að vera á undan þeim fyrrtöldu inn í liðið.

    Vonandi gefur þessi sigur okkar mönnum sjálfstraust og styrk til að takast á við næst leik. Þar þarf mannskapurinn að hafa almmennileg eistu til að vinna sigur.
    Það sjá allir menn.

    YNWA

  36. Sælir félagar
    Einsi kaldi (ekki þó úr Eyjum?)#29 skorar á mig að koma inn og tjá mig amk. einu sinni í mánuði. Hann er eitthvað óhamingjusamur eins og ég var með framkomu manna og ætlar ekki að tjá sig oftar en einu sinni í mánuði. Það er alltaf tjón að menn sem hafa eitthvað til málanna að leggja hverfa af vettvangi. Ég hefi alltaf lesið það sem hér er skrifað þó ég hafi hætt sjálfur að tjá mig. Ég mun sakna Einsa kalda ef hann hættir eins og ég hefi saknað eigin skrifa sem mér fannst helvíti góð oft á tíðum
    😉 Ekki veit ég hvort ég fer eftir tilmælum Einsa kalda en ég vil kopma því að hér fyrst ég er að blaðra á annað borð að að mínu viti er ekkert vit í þeirri vitleysu að vilja reka Rafa strax. L´tum hann klára tímabilið hvað sem á gengur og sjáum svo til. En aftur á móti8 burt með kanana og inn með uppkaup stuðningmanna á liðinu.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  37. Sæll Sigtryggur.
    Komdu fagnandi, hef saknað raddar þinnar – sér í lagi þar sem við erum alltaf að verða meira sammála sýnist mér.
    Heyrumst sem fyrst aftur á síðunni!

  38. Sæll félagi Magnús Þór.
    Takk og gaman að vera boðin velkominn. Ég mun fara mér hægt hér á spjallinu en læt þó ef til vill heyra í mér á stóru stundunum ef svo ber undir og þarf að leiðrétta kúrsinn hjá einhverjum 😉
    Það er nú þannig.

    YNWA

  39. Maggi, ég biðst afsökunar á þessu með sólheima,hefði betur sleppt því.Er ég að hvæsa og æsa menn með því að setja =merki ,yfir slæmu gengi liðsins og þegar pako fór.Eg held að ég megi segja það án þess að menn finnist það hvæs .Varðandi kanana þá er það varla þeim að kenna að Gerrard hengir haus(eins og margir segja hér),að Riise getur ekkert,að Kewell sé slappur , Alonso 1/2 maður og Finnan o s f..En nú er ég búinn með kótann,gaman að Sigtryggur hafi skellt sér hér inn..BLESSAÐIR

Crouch byrjar í dag.

Ferð til sölu: Liverpool – Reading (15. mars)