West Ham 1 – Liverpool 0

Þetta er leikskýrsla, en þar sem þessi leikur bauð ekki upp á margt sem líkist þeirri knattspyrnu sem við viljum sjá liðið spila ætla ég að sleppa því að fjalla um leikinn og gefa í staðinn nokkrum ágætum einstaklingum umsögn:

**Sami Hyypiä og Jamie Carragher** eru skínandi góðir varnarmenn, en þeir verða að hætta að negla boltanum í loftið um leið og þeir nálgast miðlínuna. Það að negla háum skallaboltum af eigin vallarhelmingi fram á Torres er álíka mikil sóun og að hafa Jessicu Alba sjóðheita í rúminu en fróa sér samt bara í koddann.

**Fabio Aurelio og Steve Finnan** þurfa að horfa á nokkra leiki með brasilíska landsliðinu, þegar Roberto Carlos og Cafú léku með þeim. Það hefur greinilega gleymst að segja þeim að bakverðir eigi að geta ógnað marki andstæðinganna.

**Xabi Alonso** getur ekki endalaust falið sig á bakvið meiðsli haustsins. Nú á hann að vera kominn í leikform. Nú þarf hann að fara að sýna sitt gamla andlit. Engar afsakanir.

Talandi um afsakanir, þá er **Harry Kewell** álíka ógnandi upp kantinn og línuvörðurinn sem stingur hann iðulega af þegar þeir elta boltann saman meðfram hliðarlínunni. Eins og staðan er í dag eru svona 99,9% líkur á að Kewell endi hjá Fulham, Bolton eða einhverju álíka liði í sumar. Enga rafsakanir, hann bara getur ekki rassgat lengur.

**Steven Gerrard** er besti miðjumaður í heimi, en hann er líka fyrirliði liðsins. Hann má ekki vera fyrsti maður til að hengja haus og ranghvolfa augum, leik eftir leik eftir leik.

**Dirk Kuyt**þarf að gera eitthvað annað en að vera byrjunarmaður hjá Liverpool FC næstu vikurnar. Hann er svo slakur að það hálfa væri nóg og það segir sitt að framherji sem var sjálfkrafa fyrsti kostur inn í liðið fyrir ári síðan er núna orðinn fremstur manna á lista yfir þá sem nær allir aðdáendur vilja losna við í sumar.

**Fernando Torres** þarf að sýna smá þolinmæði. Nando, ég veit að liðið í kringum þig er í skítnum en plííís, okkar vegna, ekki fara í sumar.

Fokk … í þessum töluðum orðum er dæmd vítaspyrna á Carragher. … fokking hell, ég sem hélt ég væri nógu svartorður vegna jafnteflis. Dauði og djöfull!!!

Jæja, ljúkum þessu helvíti af.

**Ryan Babel og Lucas Leiva** þurfa að byrja næstu leiki liðsins. Leiva er tvítugur miðjumaður frá Brasilíu og hann var okkar hættulegasti maður í dag. Þeir þurfa báðir að aðlagast enska boltanum, eins og Babel viðurkenndi í viðtali um daginn, en einhverra hluta vegna er þjálfarinn okkar ekki búinn að átta sig á því að menn aðlagast ekki rassgat sitjandi á bekknum.

**Rafa Benítez** þarf að átta sig á því að starf hans er í hættu, ekki bara vegna mála utan vallar heldur einnig vegna þess að liðsuppstillingar hans eru að koma honum í koll í nær hverjum einasta leik nú orðið. Hvers vegna er Kuyt alltaf í liðinu á kostnað Crouch og Babel? Hvernig réttlætirðu að Crouch, sem bjargaði okkur gegn Aston Villa, hafi ekki fengið eina mínútu í kvöld? Hvernig færðu það út að Babel geti ekki mögulega ógnað andstæðingunum jafn mikið og Kewell? Hvers vegna í ósköpunum, miðað við stöðu liðsins í deildinni, sérðu ekki að þú þarft að spila þeim sem skora í hverjum einasta helvítis FOKKING leik?

**Alan Wiley (dómari)** þarf að fá sér gleraugu. Ég er ekki að gefa í skyn að dómgæsla hans hafi riðið baggamuninn í kvöld, né að hann hafi haft rangt fyrir sér í vítaspyrnudómnum undir lokin, en þetta var virkilega slöpp dómgæsla.

**Tom Hicks og George Gillett** þurfa að skammast sín. Liðið var ósigrað í deildinni þegar sápuóperan hófst síðla nóvembermánaðar síðasta árs … nú er tímabilið búið og raunhæfur möguleiki fyrir hendi að Everton hirði enn einu sinni af okkur fjórða sætið í deildinni. Benítez hefur bara gert sér erfiðara fyrir með stórfurðulegum ákvörðunum undanfarnar vikur, og hann einn ber á endanum alltaf ábyrgðina á gengi liðsins, en þið trúðarnir hafið ekki fokking hjálpað til, er það?

Góðar stundir. Það gerist ekki mikið verra en þetta.

129 Comments

  1. Þvílíkt samansafn af helvítis karakterslausum aumingjum í þessu blessaða Liverpool liði!!! Það var ekkert sem benti til þess að menn hefðu nokkurn áhuga á verkefninu og kannski er það raunin?

    Benitez, Hicks og Gillet burt í vor? Já og kannski alla þá metnaðarlausu, yfirborguðu leikmanna sem spiluðu í kvöld en það gildir um nánast hvern einasta þeirra!

  2. Þessi leikur var bara tímabilið í hnotskurn (þ.e.a.s. seinni hlutinn byrjuðum vel) Eitthvað miðju hnoð og háir boltar fram, ekkert að skapast á köntunum. Ég hef nú alltaf varið Rafa en ef maðurinn getur ekki séð að það er meira gagn af Babel og Crouch en Kuyt og Kewell þarf að fá einhvern sem sér það. Arg hvað ég er pirraður!!!!!!!

  3. Já þetta er nú bara nokkuð gott miðlungs fótboltalið. Við verðum ekki meistarar næstu 3-5 árin. Liðið er rjúkandi rúst.

  4. er 100% sammála þér, þú hefur sagt allt sem segja þarf held ég fyrir mér allavega

  5. Frábær leikskýrsla og ég er sammála hverju einasta orði. Hefði bara viljað para Reina með Torres í þessu.

    Ég veit varla hvað ég á að skrifa lengur um þetta lið. Enn ein hörmungin staðreynd.

    Hversu lélegur er Crouch eiginlega á æfingum til þess að hann eigi skilið að vera varamaður fyrir Dirk Kuyt? Hversu andlaust og ömurlegt getur þetta allt orðið? Ég er svo reiður að ég get varla hugsað um þetta lengur.

    Ég hugsa þó að tap hafi verið skárri úrslit en jafntefli – tap er þó pínku ponsu meira líklegt til að hrista uppí þessum andskotans oflaunuðu aumingjum sem spila fyrir liðið okkar.

    Og að hugsa sér að ég er að fara út til Liverpool með vinum mínum á laugardaginn. Ekki geri ég mér miklar væntingar um skemmtun á milli 17-19 á laugardaginn í þeirri ferð.

    Rafa var nánast titrandi af reiði eftir leikinn. Ég ætla rétt að vona að það hafi ekki verið útí dómarann.

  6. Nú er ég búinn að fá nóg. Sat á bar og horfði á Liverpool dúlla með West Ham í göngubolta. Á skjá við hliðina var Man Utd að taka Portsmouth þurrt í görnina; þar var eitt yfirburðalið á vellinum. Að flakka með augun á milli leikja var pínlegt. Við vorum ekki margir Púllarar þarna, megnið var Man menn og það voru þeir sem fögnuðu vítinu. En munurinn á liðunum er sláandi. Liverpool var skipað óhörnuðum drengjum í kvöld, drengjum sem gátu ekki sent boltann skammlaust á milli sín og vissu þar að auki ekki hvar markið var. Man-menn voru eins og karlmenn sem spiluðu glimrandi bolta. Og svo kom vítið. Það toppaði ömurlegt fótboltakvöld. Nú ætla ég ekki að horfa á fleiri leiki í vetur. Það er komið nóg af þunglyndi á mínu heimili. Bless Benitez.

  7. Það þýðir ekki endalaust að kenna eigendum um. Strákarnir verða að stíga upp og fara að spila eins og menn. Það þarf að sætta sig við þessa eigendur, þeir eru komnir til að vera.

  8. ég meika ekki að hlusta á enn eitt “we played well and created many chances” frá Rafa eftir þennan leik. Ef Sven-Göran Erikson var kallaður “Iceman” þá veit ég ekki hvað Rafa á að vera kallaður.

    plús það, Sissoko > Alonso þegar kemur að sendingum í þessum leik!! Þ.e.a.s ef hann hefði spilað

  9. Wake up and smell the coffe…

    …Rafa þarf að fara.

  10. Jesús minn ég gefst upp. Ég er búinn að styðja RB frá fyrstu tíð og aldrei gefist upp á stuðningi mínum við hann. En núna gefst ég upp. Það má reka hann á morgun mín vegna. Uppstilling hans og liðskipan ásamt með skiptingum fyllti mælinn. Hann má fara og allt er betra en hafa hann áfram.
    Það sjá allir menn, því miður.

    YNWA

  11. Þarna voru tvö álíka góð lið að eigast við. Það er óþolandi að þurfa að skrifa það en ég sá ekki annað en að við ættum skilið að tapa þessu. Er herra Benitez með réttann styrkleika af gleraugum? Það þýðir ekki endalaust að skýla sér á bak við einhver vandamál utanvallaref að það vantar pening fyrir mascerano þámætti selja Alonso mín vegna með honum gæti fylgt sett af bakvörðum, útbrunninn Ástrali og nokkrir sóknarmenn. En maður býst ekki við neinu kraftaverki meðan að spanjólinn ræður einhverju. Djöfulls endalausu vonbrigði

  12. Rafa og hans complexar er eitt vandamál en hvað var að þessum mönnum sem spiluðu þennan leik?? þeir voru klúbbnum og ekki síst sjálfum sér til skammar og fengu það sem þeir áttu skilið á loka mínútu uppbótartíma. og að hugsa sér að þessir menn séu að fá hundruðir milljóna á ári í laun og þetta er það sem þeir bjóða okkur uppá!!!!

  13. Hvað er málið með Gerrard ??? Captain, hann er fyrsti maður til að gefast upp….

  14. Vá hvað þetta var lélegt, liðið var arfaslakt og dómarinn var agalegur (þó hann hafi nú engan veginn ráðið úrslitum í þessum leik)… fyrsta og í raun eina hættulega skot Liverpool í leiknum kom á 70. mínútu.

    Hvað hefur samt Peter Crouch gert af sér ???? Kuyt er búinn að vera slakasti leikmaður deildarinnar í vetur samt fær hann að byrja inná í kvöld og spila allan leikinn… hann var ekki einu sinni tekinn útaf þrátt fyrir þessa skelfilegu frammistöðu (reyndar spiluðu flestir, ef ekki allir, illa í kvöld…. þess vegna skil ég ekki afhverju Rafa setti Crouch ekki inná… kannski var hann bara sáttur við frammistöðuna hjá þeim sem inná voru )

  15. Ég er kominn með nóg ! Burt með Rafa og þessa helvítis kana ! Ég get ekki horft upp þetta lengur……

  16. Fyrirgefið að ég gleymdi að þakka KAR fyrir yfirferð sína á liðinu. Allt eins og út úr mínu hjarta.
    Það sjá allir menn

    YNWA

  17. Guð minn góður..þetta var slappara en hjá þrótti nes. Gefum okkur það að RB
    verði ekki rekinn á morgun. Gefum okkur þá í framhaldi af því að næsti leikur vinnist ekki. Á karlinn samt að halda jobbinu. Inter menn hafa verið að horfa á þennan leik og eru núna í hláturkasti

  18. Ég ætla að fá smá útrás hér.
    Aurelio, Finnan, Kewell, Kuyt. Burt!Burt!Burt!Burt! Fabio Aurelio er lélegasti bakvörður í sögu Liverpool. Punktur.
    Kuyt er minnst ógnandi framherji sem ég man eftir að hafi fengið meira en 5 leiki með Liverpool. Kewell og Finnan eru búnir.
    En hausverkurinn minn, og ástæða þess að ég efast verulega um hæfni Benitez þessar vikurnar er aðeins einn.
    Sama vandamál hefur hrjáð LFC frá 1.desember. Skortur á sóknarleik og nýting þeirra fáu færa sem við fáum. Á meðan að við verðum stöðugt veikari varnarlega og fáum á okkur mark í hverjum leik fækkar stöðugt sóknarfærum okkar. Ergó, liðið er á bullandi niðurleið og Benitez virðist ekkert geta gert til að snúa því við. Við spilum steingeldan “hit and hope” fótbolta þar sem sömu leikmenn fá sénsa viku eftir viku þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu þeirra.
    Það er ekkert í spilunum að við séum að laga leik okkar og munum færast niður milli ára, verðum ALDREI í 3.sæti í vetur og tímabilið því afturför.
    Á meðan finnst mér mótherjar okkar hafa fundið okkur algerlega út. Þeir liggja til baka, spila með stóran senter sem þeir dæla boltanum stanslaust á. Hyppia og stubbarnir sem eru með honum ráða ekki við það og gefa horn, aukaspyrnur og innköst. Þá koma mótherjarnir með stóru mennina sína og skapa mikla hættu. Í kvöld var ég með brúnt í buxunum í hvert sinn sem fast leikatriði kom.
    Svo leyfa þeir Carra, Hyypia og Finnan að koma með boltann, dekka Torres og Gerrard í drep og þar með erum við fundnir út sóknarlega.
    Mér er það svo sannkölluð ráðgáta út af hverju síðasta hornspyrna okkar voru teknar með útsving eftir að við áttum að fá víti eftir horn með innsving en fengum á okkur skyndisókn eftir útsving!!! Svo fáum við á okkur víti þegar við vorum með 5 varnarmenn á móti 2 sóknarmönnum! HVAÐ ER Í GANGI
    Ég er dapur. Mjög dapur. Mér finnst því miður liðið þurfa breytingar. Rafa ætlar ekki að kaupa leikmenn segir hann. Ég verð bara að viðurkenna það að ég vill fara að sjá nýja leikmenn þó það kosti okkur þetta ógeðslega 4.sæti! Ég neita að standa á bak við Aurelio, heimta Insúa. Ég neita að horfa á Kuyt aftur í byrjunarliði, bara ALLA aðra. Nei annars, ekki Voronin. Hvar er þessi Leto, hann getur ekki verið verri en Kewell! Hætti í bili, er algerlega eyðilagður eftir þessa frammistöðu…….

  19. Þótt að maður sé ekkert alltof sáttur út í Carragher eftir þetta víti þá verð ég að segja að hann ætti að taka við sem fyrirliði þar sem eftir er af tímabilinu. Fyrst Steven Gerrard ætlar að hengja haus leik eftir leik þarf að leyfa Carragher að taka við og öskra á menn og reka þá áfram.

  20. Undir einhverjum öðrum eigendum, þá væri ég eflaust farinn að hugsa um þann möguleika að láta Rafa fara.

    En ég treysti þessum trúðum einfaldlega ALLS EKKI til þess að ráða réttan mann í staðinn.

    Við erum 17 stigum á eftir Man U – og janúar er ekki búinn.

  21. Eina sem ég get sagt er að það þarf að fara að leyfa Babel og Lucas að aðlagast enska boltanum meira. Eins og staðan er í dag, þá er rassgatið á þeim bara að aðlagast tréverkinu meir og meir!

    Þeir EIGA að byrja næsta leik. Jafnframt á Crouch að byrja og KUYT má byrja að aðlagast bekknum.

    Sunderland í næsta leik og það er eins gott að RAFA stilli upp eins sterku liði og mögulegt er. Okkar sterkasta lið inniheldur ekki Kuyt og Kewell þessa dagana. Það er leiðinlegt að segja það, en svoleiðis er það bara.

  22. Mikið er ég ánægður með leikskýrsluna eftir þennan leik. Þessi skrif eru það eina jákvæða sem ég get tengt við klúbbinn í kvöld…

    Og Kuyt… úff, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Eins og ég hélt upp á hann í fyrra…

    Og Gummi Ben… Af hverju segir hann Dirk Goud [gád]?

  23. Hörmulegt, er of vægt orð til að lýsa hvernig Liverpool liðið er í dag!!

    02-03 og 03-04 tímabils flashback. Elíf helvítis vonbrigði, eini munurinn er sá að Heskey heitir núna Dirk Kuyt, sá maður sem getur ekki rassgat en fær á samt einhvern ótrúlegan hátt alltaf að spila!! Hvernig stendur á þessu? Hvað gerði Crouch eiginlega? Af hverju fær Kuyt endalaust að spila???
    Ég er alveg búinn að gefast upp á Rafa, ég held svei mér þá að hann verði að fara í sumar. Hann er á endastöð með liðið, það bara versnar ef eitthvað er.

    Og ég sem er að fara í fyrsta skipti á Anfield um helgina, shit maður, ég á varla von á góðu.

  24. Hef það fyrir satt að Crouch hafi verið fullur um síðustu helgi með Fríðu Magg og Hrefnu Jó… Hann var ekki í byrjunarliðinu vegna agabrots.

  25. Mjög vel sagt, Kristján Atli, þótt þessi fantasía um Jessica Alba hafi staðið upp úr. 😀 Svo vil ég klárlega laga smá sem þú sagðir en það að Everton sé að fara að taka 4.sætið af okkur er ekki rétt því liðin í næstu 4-7 sætum fyrir neðan eru líka að fara að taka sætin okkar með þessari frammistöðu.

    Ég skrifa þetta ekki í bræði eða reiði þegar ég segist vilja fá Rafael Benitez í burtu, því mér fannst frammistaða liðsins og andleysið í undanförnum leikjum vera orðin of mikil til að það lagist í þessum leik.

    Það er klárlega stefnuleysi í öllum aðgerðum þjálfarans og minnir hann mig dálítið á flugstjórann sem varð dreginn úr flugvél Air Canada í dag með einhverja geðveilu og bað um að fá að tala við Guð. Ég held að ekki einu sinni Guð hjálpi Benitez úr þessari stöðu sem hann er kominn í í dag…..því miður…fyrir hann. Algjör hreinsun er í vændum á Liverpool liðinu og “The Chosen one” er hér með boðinn velkominn á Anfield.

  26. Það hefði verið réttast að reka Benitez í hálfleik! nú er sko nóg komið af þessari spilamennsku!! einsgott að þessi maður fari úr mínu lífi á næstu dögum.. ég myndi allvena ekkert gráta það!

  27. Ekki hafa áhyggjur af ferð til Liverpool drengir mínir. Alltaf stórkostleg heimsókn í þá borg.
    Ég segi svo bara enn og aftur, eftir útlendinga í formi Houllier og Benitez er engin lausn að fá nýja útlendinga sem reyna að nota sinn stíl í öðru landi. Það einfaldlega gengur ekki, nema hjá José karlinum, sem spilar svo leiðinlegan fótbolta að það verður erfitt að sætta sig við svoleiðis frammistöðu.
    En það þarf heimsklassaleikmenn í þetta lið, sem kosta 15 milljónir minnst. Enginn þjálfari í heimi gerir þessa leikmenn að meisturum!!!!! Vörnin er hrunin, miðjan ógnar lítið og sóknin eiginlega ekki neitt!!!

  28. Rafa eftir leikinn:

    “We had chances but couldn’t take them.

    “We started really well and in the second half we had a lot of possession and to lose following a counter attack in the final minute is disappointing.

    “For them to score from a penalty so late on was terrible. We now need to think about the next game.”

    Og nei, ég skáldaði þetta ekki – Rafa sagði þetta í alvörunni.

  29. Sá ekki leikinn sem betur fer en af þessum skrifum má dæma að vandamálið er alltaf það sama. Sá byrjunarliðið fyrir leikinn og sá í hvað gæti stefnt miðað við gengi liðsins undanfarið.

    Maður er einfaldlega búinn að missa alla trú á þessu liði, hvort sem um er að ræða eigendur, framkvæmdastjóra og 50% leikmanna.

    Staðreyndin er að það er eitthvað stórlega mikið að bæði innan sem utan vallar. Maður vonast bara til að liðið nái í 4. sætið þó svo að maður sér liðið einfaldlega ekki hafa burði í það. Þetta er einfaldlega SORGLEGT!!!. 🙁

  30. Þetta er sama sagan aftur og aftur. Kanarnir skipta engu mál, burt með Rafa. Það á ekki að halda í manninn þó að hann hafi unnið CL á fyrsta tímabili. Ég ættlaði að fara á leik á tímabilinu en er hættur við eftir þetta. Fucking óþolandi. Rafa burt og helst núna strax. Hann er greinilega ekki þessi frábæri þjálfari sem allir tala um.

  31. Þetta er eiginlega bara fyndið, maðurinn verður líkari GH með hverjum deginum.

  32. Ekki hægt að segja annað en ég sé bara fullkomlega sammála þessari leikskýrslu, það þarf einfaldlega að kenna þessum mönnum að spila sóknarbolta, mæli með að rafa benitez skoði nokkra síðusti leiki man. utd. varðandi það, horfði á utd. leikinn með öðru auganu meðan ég horfði á liverpool og þar sér maður meðal annars bakverði sem kunna að taka þátt í sóknarleiknum….ef Wes brown getur spilað sóknarbolta þá hljóta finnan og aurelio að geta það líka

    annað við sóknarleik liverpool er að enginn nema steven gerrard hleypur eitthvað eitthvað út úr stöðu, reynir að koma hinu liðinu eitthvað á óvart, allir aðrir leikmenn eru algjörlega steyptir á sinn stað á vellinum. það getur ekki verið annað en auðvelt að verjast þessum hrylling sem kallast sóknarleikur í herbúðum liverpool

    hversu oft sá maður fernando torres með boltann, með a.m.k. tvo varnarmenn á sér, og þá stendur smalahundurinn eins og asni og horfir á hann, svo sendir torres boltann í eitthvað svæði og þá dettur dirk loksins í hug að hann hafi eitthvað hlutverk í þessu liði og byrjar að elta, hægt að líkja þessu við hund, þeir byrja ekki að elta boltann fyrr en honum er sparkað. Ég trúi ekki öðru en Torres sé pirraður á að hafa þennan mann með sér í framlínunni.

    Til hvers að hafa tvo stóra og hæga varnarmenn þegar þeir geta ekki einu sinni stoppað stóra og hæga sóknarmanninn í hinu liðinu, var frekar hallærislegt að sjá carlton cole pakka þeim saman á stórum hluta fyrri hálfleiks, carlton fokkin cole af öllum mönnum, gef þeim það að verða undir í baráttunni á móti didier drogba en ekki á móti þessum manni.

    Að lokum vil ég segja að ég er mjög ánægður að geta ekki horft á leikinn um helgina, verð ekki á stað þar sem ég kemst í sjónvarp sem er með sýn2. Horfi alltaf á þennan óskapnað þótt það sé mér í raun þvert um geð.

    Held að Rafa Benitez verði að fara að taka ábyrgð á liðinu sínu og viðurkenna að við erum í vandræðum og það er ekki einhver tilviljun, það er ekki alltaf hægt að segja að okkur hafi gengið illa að nýta færin eða verið óheppnir fyrir framan markið eða völlurinn hafi verið lélegur eða dómarinn, stundum eru það bara leikmenn og framkvæmdastjóri sem eru að spila illa og setja leikinn vitlaust upp. stundum verður að reyna að spila til sigurs í staðinn fyrir að vera alltaf svona ógurlega varkár. það eru 10 leikmenn í liverpool sem hafa mjög virku varnarhlutverki að gegna, fernando torres er sá eini sem þarf ekki alltaf að fara aftur fyrir miðju til þess að . hins vegar eru það bara 5-7 sem hafa virku sóknarhlutverki, það er alltaf einn afturliggjandi miðjumaður, xabi eða masche, og síðan er það oftast öll varnarlínan sem fer afar lítið fram fyrir miðju, þó kemur fyrir að bakverðirnir fari fram yfir miðju, en það er aldrei einhver sprettur sem þeir taka heldur jogga upp kantinn og fá svo boltann og senda hann til baka, einstaka sinnum komast þeir upp að endamörkum og senda boltann fyrir, sem annaðhvort endar á fyrsta varnarmanni eða fer útaf hinum megin, eða í fanginu á markmanninum.

    Stundum er ágætt að skrifa hérna til að fá útrás fyrir pirringinn

  33. p.s. komment #36…þetta hljómar nákvæmlega eins og meistari Houllier var farinn að hljóma undir restina.

  34. Í fyrsta skipti í ansi langann tíma er ég held ég bara alveg 100% sammála því sem KAR hefur haft að segja (hættur að verja Kuyt og Sissoko;))

    Það eru svo margir lélegir í liðinu í dag og það eru allt of margir farþegar að það tekur því ekki að telja þá einaferðina enn upp.

    En ég er þó ekki frá því að á svona stundu sé aðeins eitt í stöðunni, það er að sýna afhverju stuðningsmenn Liverpool eru jafnan taldir, ekki síst af sjálfum sér, þeir bestu í heimi. það þarf að fara breiða almennilega út gamlan og einfaldan boðskap og koma honum til skila inn í liðið og svo ég tali nú ekki um að kennan könunum hann fyrir fullt og allt…..boðskapurinn er einfaldur

    YOU´LL NEVER WALK ALONE.

    Nú þarf neikvæðnin í kringum klúbbinn að fara hverfa og það strax og barnaleg heimska að hverfa í stað allmennilegrar fagmennsku.

  35. Ég er að spá í að taka bara við liðinu aftur. Mér líst ekkert á þennan spánverja.
    Kenny.

  36. Er ég sá eini hérna sem saknar blaðamannafunda José Mourinho eftir að hafa heyrt enn eitt þvaðrið frá Benitez?

    PS: Ég legg til óútfylltan tékka ef ég fæ að berja Benitez með blautri Liverpool treyjunni minni í andlitið svona til að athuga hvort hann sé ekki jarðtengdur!

  37. Hvað er hægt að segja eftir svona leik ??????????? Jú, vissulega var dómarinn út á túni og var ekki að hjálpa okkur…en guð minn almáttugur, hann tapaði þessum leik ekki fyrir okkur !!! Við vorum lélegir…afskaplega lélegir. það er ekkert annað hægt að segja um svona frammistöðu …eða hvað ??
    Ég hef eitt að segja; Ég vil meina að liðið sé ekki svona lélegt !! Það bara getur ekki verið, að liðið sem ég dái svo mikið, og byrjaði svo vel í haust, sé svona afspyrnu lélegt!!!! En hvað þá ? Jú.. ég vil meina að Rafa sé bara að spila þessu liði vitlaust !
    Ég er ekki endilega að tala um liðsuppstillinguna sem slíka, heldur hvaða hlutverk menn gegna inná vellinum. Ég tók langan tíma í það, að fylgjast með kantmönnunum okkar í þessum leik. Ég tel mig hafa fengið lögfulla sönnun þess sem mig grunaði, á fyrstu 30 mínútunum í leiknum. Mönnum er uppálagt að verjast , verjast, verjast og aftur verjast og það bitnar á sóknarleik liðsins! Hversu oft sáum við Kewell lenda í því þegar við unnum boltann á okkar vallarhelmingi, að halda sig aftan við boltann í stað þess að hlaupa fram á við ????????? Halda menn að Kewell hafi tekið upp á þeirri taktík sjálfur ? Nei.. ég er alveg klár á því, að Rafa leggur svo mikla ofur áherslu á varnarleikinn að menn njóta sín enganveginn sóknarlega í þessu liði. Kantmenn, miðjumenn og minnsta kosti annar sóknarmaðurinn eiga að gegna svo mikilvægu varnarhlutverki í þessu liði, að enginn þorir að hreyfa sig!! Þegar við vinnum boltann, þá eru Torres og maðurinn með boltann þeir einu sem sækja…að sjálfsögðu verður hnífurinn aðeins beittari undir lok síðari hálfleiks, þó það nú væri, en það er bara ekki nóg…það er of seint!!

    Sáu allir í heiminum það, að það var löngu kominn tími á þriðju skiptinguna hjá Benítez, nema hann sjálfur ??? Í stað þess að vera sífellt að tala um það daginn eftir leik, hvað við fengum mörg færi, en náðum ekki að nýta þau.. þá væri ég til í að sjá hann reyna að réttlæta það, að Kyut var inni á vellinum í 94 mínútur !!!!!!

    Æi sorry… ég nenni ekki að skrifa meira… (enda löngu komið nóg)… Ég veit ekki einu sinni hvort þetta hafi komst til skila sem ég átti við… ég er bara svo fjandi pirraður… svei mér þá….

    og ég sem er að fara út til Liverpool á föstudaginn…ööööösssss……þetta var nú ekki til að rífa mann upp fyrir það…

    Carl Berg

  38. selja torres og kaupa heskey aftur. Yfirburða striker, það segir alli allavegna

  39. Babu, í Chicago þar sem ég bjó, þá er ávallt uppselt á leiki með Chicago Cubs. Áhorfendur þar eru frekar kurteisir og lítið púað á leikmenn (sem er algengt í bandarískum íþróttum). Liðið gat hins vegar aldrei neitt. Áhorfendur héldu áfram að klappa og mæta og ansi margir hafa haldið því fram að það hversu nice aðdáendurnir séu, sé farið að valda því að liðið nær sér aldrei uppúr meðalmennskunni. Er það ekki bara voða indælt að mæta á fullan völlinn, jogga í 3 tíma og heyra svo klappið frá ánægðum áhorfendum?

    Ég held oft á tíðum að Liverpool aðdáendur séu að breytast í Cubs aðdáendur. Já, Rafa Benitez er undir þrýstingi, en þegar að liðið er búið að gera 5 jafntefli í röð og er að spila HÖRMULEGA gegn West Ham, erum við svo viss um að það sé rétti tíminn til að syngja Ra-Ra-Ra-Rafa Benitez?

  40. tekið af official vef LFC: An injury-time penalty gave West Ham all three points in a game the Reds should have won.

    Ætli manni líði ekki svipað og sjálfstæðismönnum ,sem þurfa að hlusta á sína menn verja ráðninguna á Þorsteini Davíðssyni nú á dögunum, þegar maður les svona þvaður. Liverpool átti aldrei fyllilega skilið að hirða öll þrjú stigin í þessum leik m.v. frammistöðun þó þeir vissulega hefðu getað stolið þeim

  41. burtu með Rafa Benites og hættið að kenna eigendum um allt.
    Maður nennir ekki lengur að horfa á leiki með uppáhaldsliði sínu, nýjan þjálfara og ég myndi taka fegins hendi við Jose M bara ekki sjá Rafa lengur á hliðarlínunni.

  42. Þetta er ekki hægt að vera að tapa leikjum svona, til að vinna deildina þá verður liðið að vinna hvern einasta helvítis leik. Benítez er ekki þessi þjálfari sem Liverpool þarf ég vill hann burt. Þetta með Kuyt er alveg satt það á bara að selja þennan skratta, hann getur ekki skít, Rafa á bara að setja annaðhvort Crouch eða Babel fram með Torres. Sóknarleikur Liverpool er nánast alveg bitlaus og það þarf að brýna hann með því að kaupa almennilegan framherja sem getur spilað með Torres t.d. David Villa. Benítez hefur enga sjón fyrir leikmönnum, hann gerir of mikið af því að kaupa einhverja leikmenn sem honum líst vel á en svo kemur í ljós að þeir eru ekki svo góðir. Það eru þó nokkuð góðir leikmenn sem eiga ennþá eftir að venjast enska boltanum s.s. Babel og Leiva. Það þarf eitthvað að fara að gerast annars fer þetta illa. Liverpool er þó ennþá besta liðið í deildinni en það þarf að bæta hópinn og þá mun þetta allt smella saman og við munum loksins fara að vinna titla fyrir alvöru.

  43. burtu með Rafa Benites og hættið að kenna eigendum um allt.

    Það er ENGINN að kenna eigendunum um “allt”. Við erum bara að benda á að þeir hafa ekki bætt ástandið.

  44. Þetta er allt misskilningur; leikurinn endaði í jafntefli skv. goal.com: http://goal.com/en-us/Articolo.aspx?ContenutoId=567745 🙂

    En jú, skelfilegt, alveg hreint. Hef verið harður stuðningsmaður Rafa í gegnum tíðina, en þetta er eiginlega að verða fáránlegt. Við vitum að liðið getur ýmislegt, sáum það framan af leiktíð. Vandamálin núna eru greinilega andlegs / leikskipulagslegs eðlis og það er eins og Rafa sé gersamlega ráðalaus í þessum efnum. Og ráðalaus þjálfari veit ekki á gott…

  45. Mourinho er ekki að fara að taka við Liverpool því það er mjög líklegt að hann fari að þjálfa Sevilla.

  46. Jæja ég sé að menn eru loksins að fatta að Benítez er algjörlega orðinn bensínlaus, og það fyrir löngu eins og þeir sáu sem ekki voru blindaðir af ást.

    Og eins og ég hef sagt oft áður, þá eru bestu stuðningsmennirnir þeir sem gagnrýna harðlega þegar illa gengur og hrósa verðskuldað þegar vel gengur(sbr. #48).

    Menn sem ég vil halda í Liverpool eru: Reina, Agger, Gerrard(má þó selja hann á meðan hann er dýr), Babel(má fá sjéns náttúrulega), Lucas(sama og hjá Babel), Torres. Rest ÚT!!

  47. Hvað getur maður sagt eftir svona leik 🙁
    Jú – mér er sama þó svo að kuyt spili ekki næsta leik en ég vill ekki heldur fá fuglahræðuna Crouch í staðinn. Það væri skárra að fá inn einhvern kjúllan úr varaliðinu heldur en þá bakkabræður.
    Eru menn búnir að gleyma því þegar Crouch hékk í byrjunarliðinu leik eftir leik. Þá var allt vitlaust hér og menn heimtuðu hann út. Menn eru fljótir að gleyma!

    Ég vill alla varnarlínuna út og þá sting ég upp á
    Arbeloa – Skertel – Hobbs – Insua
    Babel – Lucas – Gerrard – Pennant
    Torres – Varaliðsleikmann ?
    Vil að það komi fram að mér fannst Torres í kvöld vera ömulegur, gat hvorki tekið við bolta, spilað frá sér né dripplað.
    Ef að menn ná ekki leikgleði og jafnvægi í hópinn skiptir ekki máli hvað klúbburinn kaupir af leikmönnun – þó þeir kosti 20mil+ Það verður að byggja lið upp á liðsheild og samstöðu og það þurfa þjálfarinn og leikmenn að gera SAMAN – það virðist sem brestir séu komnir í þetta samband og spurningin sem blasir við er hvort skilnaður sé svarið, það lýtur allavega úr fyrir það, því miður.

    Í kvöld verð ég að viðurkenna að ég skammaðist mín fyrir að halda með …. Get ekki skrifað það – grátt grátt … 🙁 farin að sofa.
    YNWA

  48. Það eina jákvæða sem ég sé við þetta tap er að nú eru aðeins meiri líkur á að Rafa verði sparkað. Hann er því miður ekki að valda sínu starfi. Það sáust merki um sóknargetuleysið strax í haust og fékk ég nú bágt fyrir frá mörgum er ég nefndi það. Nú er lukkan farin frá okkur og einungis sóknargetuleysið eftir.

    Rafa á EKKI að halda starfi sínu út veturinn. Hann á að fara strax í fyrramálið. Ef liðið sýnir andlausan leik skal ég fyrirgefa það EF liðið kemur dýrvitlaust í þann næsta. En ef liðið er andlaust svo mánuðum skiptir er eitthvað að í þjálfuninni. Rafa nær ekki að mótivera menn og þekkir ekki orðið “sóknarleikur”. Hann er því miður að líkjast GH meira og meira í liðsuppstillingum og tilsvörum. Jörgen Klinsman hljómar bara alls ekki svo illa núna….ég er eiginlega bara fúll yfir því að kanarnir skyldu ekki ráða hann og sparka Rafa.

    Fimm ára gamall sonur minn gæti gert betur en Rafa, OG ÉG Á EKKI EINU SINNI SON!!!

  49. Það hlýtur bara að vera eitthvað Dallas í gangi á æfingum hjá Liverpool fyrst að Rafa alltaf tekur Kuyt og Kewell fram yfir Crouch og Babel. Síðan virðist það álitið glæpur gegn mannkyni hjá liðinu að bakverðirnir drulli sér yfir miðju. Það er ekkert “topplið” sem spilar svona lengur.
    Það kjánalega við það er að það hafa komið leikir þar sem Finnan hefur sýnt fínt spil og átt stoðsendingar frammi. Aurelio hefur hins vegar aldrei getað rassgat í bala, hvorki í vörn né sókn. Riise hittir þó markið stundum, ég man a.m.k. eftir slíku atviki. Held það hafi verið sama ár og deilurnar milli Ísraels og Palestínumanna byrjuðu.
    Ahhh…byrja SMSin að rúlla inn frá “vinunum” sem halda med Man U. Andskotans gemsar! Stóð ekki gamli, grái Ericsson síminn fyrir sínu? Þið vitið, síminn sem allir áttu síðast þegar Liverpool urðu meistarar.

  50. Burt með RAFA ekki seinna en strax.

    Og ég verð nú bara að taka undir það sem félagi minn sagði eftir þennan leik. Dirk Kuyt er DÝRARI týpan af Erik Majer. Hversu sorlegt er það

  51. Gerrard barðist og var hættulegur, þannig var það bara.
    Ég skil ekki hvað menn eru að væla yfir frammistoðu hans, ég meina, okey, þetta var ekki hans besti dagur, en hann var góður.

  52. Vitiði hvað, ég er bara drullu feginn að við gerðum ekki enn eitt fo….. jafnteflið, þau eru bara búinn að gera mann brjálaðan undanfarið. Ég væri til í að hafa tapað fleiri leikjum og unnið fleiri einnig, á kostnað þessara fok…. jafntefla. Þau segja einhvern veginn að liðið sé ekki í réttu jafnvægi, sé massíft varnarlið sem geti ekkert framávið, úpps Liverpool í dag!!!

    Ég hef það einhvern veginn á tilfiningunni að Rafa sé ekki sá besti í að mótivera leikmenn sína og það finnst mér endurspeglast skírt í svörum hans leik eftir leik, af hverju kemur hann alltaf með sömu tugguna viku eftir viku, af hverju segir hann einfaldlega ekki að leikmennirnir séu drullu lélegir og verði að fara að hysja upp um sig brækurnar og sýna að þeir séu verðugir að klæðast rauðutreyjunni!!!! Og þetta var mun kurteisislega orðað heldur en ég vildi að Rafa segði það!!!!!!!!

    Ef að það rignir ekki inn mörkum á laugardaginn að þá er ég hættur að fylgjast með enska boltanum í vetur og fer að fara á leiki í Reykjavíkurmótinu!!!! Svo mikil er gremja mín.

  53. Ummæli Benítez eftir þennan leik eru náttúrulega bara grín. Ef hann er að reyna að minna okkur á orðhnyttni Houllier eftir sína tapleiki gengur það alveg ágætlega. Hann er ekki að gera neinum greiða með því að þykjast hafa átt sigurinn skilinn í kvöld.

    Gunnar segir:

    „Jæja ég sé að menn eru loksins að fatta að Benítez er algjörlega orðinn bensínlaus, og það fyrir löngu eins og þeir sáu sem ekki voru blindaðir af ást.“

    Mikið rosalega hlýtur að vera gaman að hafa þetta hugarfar. Þú ert ekki sá eini sem hefur sagt þetta í þessum þræði, en þú orðaðir þetta svo vel Gunnar að ég varð að tína þína setningu út úr hópnum.

    Það fer fátt jafn mikið í taugarnar á mér og menn sem segja ekkert á þessa síðu langtímum saman þegar vel gengur, en koma svo hér inn nánast brosandi yfir því að hafa nú haft rétt fyrir sér eftir allt saman. Þetta er svipað og já-maðurinn sem þegir þegar illa gengur en vogar sér svo að benda á jákvæðu hlutina þegar þeir gerast, og þá er viðkomandi kallaður ofsatrúarmaður eða „blindaður af ást“.

    Ég hef oft verið kallaður já-maður, einfaldlega vegna þess að ég reyni oft að sjá björtu hliðarnar á hlutunum á meðan margir aðrir vilja bara reka Rafa úr landi, hengja Kanana, selja hálft liðið og gefa hinn helminginn og hverfa aftur til ársins 1997 í snatri. Ég verð sennilega kallaður já-maður aftur eftir þessi ummæli, en ég hef þó það til míns máls að ég þori að benda á jákvæðu hlutina þegar ég sé ástæðu til, en eins og leikskýrsla mín hér að ofan sýnir glöggt þori ég líka að gagnrýna þegar ástæða er til þess. Það kallast raunsæi og á ekkert skylt við það að vera búinn að ákveða að Rafa sé snillingur/hálfviti og halda sig við þá skoðun no matter what.

    Það hlýtur að vera gaman að hafa þetta hugarfar, Gunnar og fleiri. Ég bara veit það ekki, þar sem ég er of upptekinn við að vera raunsær til að koma hérna inn og hreykja mér fyrir að hafa fyrstur allra ákveðið að Rafa væri lélegur þjálfari.

  54. Ég get ekki séð að þetta tap ætti að hafa komið okkur öllum svona mikið á óvart. Liðið er í lægð og svo virðist sem það skipti engu hverjir spili… við getum ekki rassgat.

    Það er búið að segja margt hérna í þessum þræði, margt viturlegt og annað miður viturlegt. Heilt yfir erum við sammála um þetta: Liverpool er í vondum málum og spurningin er hvort Rafa geti komið liðinu á réttan kjöl aftur?

    Lucas átti fanta góða innkomu og leikur okkar breytist mikið þá. Annað var vont í þessum leik.

  55. Alan Hutton kominn til Tottenham og Gilberto (vinstri bakv. frá Hertha Berlín) á leiðinni á meðan eru Finnan, Riise og co að gera góða hluti hjá okkur.

  56. Þetta mark er auðvitað bara ROSALEGT.

    Ég vil samt ekki hljóma of svartsýnn og leiðinlegur, en getið þið ímyndað ykkur að Ronaldo myndi leika sama hlutverk undir Benitez og hann gerir undir stjórn Sir Alex? …eða yrði hann að húka á bekknum langtímum saman til að fá ekki of mikla aðlögun of fljótt, ala Ryan Babel?

  57. Nýjasta slúðrið á RAWK er að haft er eftir „áreiðanlegum heimildum“ að Carra og Gerrard hafi rifist svakalega fyrir leik svo að Rafa og aðrir leikmenn hafi þurft að skerast í leikinn. Skv. þessum heimildum á Rafa að vera brjálaður út í Carra sérstaklega fyrir að hafa verið valdur að þessu rifrildi og að þetta, til viðbótar við mistök Carra í víti West Ham í kvöld, muni verða til þess að Skrtel verður valinn í liðið fram fyrir hann á laugardag gegn Sunderland.

    Þetta eru að sjálfsögðu ótrúlega óstaðfestar heimildir, sérstaklega vitum við að það er ósatt að einhver viti hvernig Rafa muni stilla upp heilum þremur dögum fyrir leik. En ef eitthvað smákorn er til í þessu er það alveg ótrúlegt, og ekki á bætandi ef fyrirliðinn og varafyrirliðinn eiga í deilum, ofan á allt annað.

  58. Ég held að það þurfi einhver að fara að opna glugga á Melwood og lofta aðeins út, Rafa kominn með algjört Houllier-syndrome.
    Eins og staðan er í dag, þá líður manni eins og það sé hálfgerð refsing að horfa á leiki með liðinu sínu, alveg sama hvort maður sé að vinna eða tapa (nú eða gera jafntefli). Sárt að þurfa að líða fyrir það alla sína ævi (hingað til, fyrir utan 25.5.05) að hafa ákveðið það 4ra ára gamall (1990) að byrja að halda með Liverpool. Tímabilið enn og aftur búið í janúar.
    Sammála öllu sem KAR sagði, eini ljósi punkturinn sem ég sé er sá að þetta lið er ennþá ungt, en það er hinsvegar að komast í þrot undir Benitez. Ég vil bara fá að sjá King Kenny í brúnni og selja alla þessa helvítis miðlungsmenn. You may say I’m a dreamer, but I’m not the only one.

    Já, og sýndist einhverjum öðrum en mér Finnan vera búinn að missa framtönn? Sást ágætlega í nærmynd á uþb. 20min. Gæti samt verið ég að rugla bara…

  59. Æi kommon.. það er ekki eins og Gerrard og Carra hafi hist í gær !!! Heldurðu virkilega að þeir nái ekki að tala saman eins og menn, og klára þetta bull (ef að hefur átt sér stað), þegar menn eru orðnir rólegir ??

    En… haldiði að það hafi einhver sem póstaði hérna inn (í síðustu 40 færslum), lesið það sem hinir voru að skrifa ??? :;) …þetta gerðist svo hratt, og voru svo margar langlokur, að ég efast um að menn hafi haft þolinmæði í að lesa helminginn af því..maður les það kanski á morgun þegar maður verður rólegri…:)

    Nótt drengir…þetta var ömurlegt kvöld…Carl Beg

  60. Mér finnst mjög jákvætt ef þeir hafa rifist, það í það minnsta sínir að menn hafa tilfinningar…andleysið sýnir sig þá bara inná vellinum. Ég hef aftur á móti enga trú á að menn hafi hugmynd um hvort Rafa(sem vonandi þarf ekki að taka þessa ákvörðum því hann verður heima að pakka) muni spila Carra, Gerrard eða hvað á laugardaginn. Ég vona bara að menn hafi rifist heiftarlega, sættist og noti þetta til að rífa sig upp af rassgatinu.

  61. Ég hefi alltaf haft þá trú að RB væri maðurinn. Ég neitaði að horfast í augu við veruleikann. Ég neitaði að játa að ég var RBisti. Nú er stund sannleikans runnin upp.
    Ég heiti Friðþjófur og er RBisti.
    Nú ætla ég að takast á við minn RBisma og mun taka menn eins og Benna Jón mér til fyrirmyndar. Ég hefi gagnrýnt Benna Jón á þessum síðum fyrir að tala ílla um RB. Ég tek þá gagnrýni aftur og bið afsökunar (fyrstaskrefið í 12 spora vinnunni). Guð gefi mér æðruleysi o.s.frv.
    Þetta er eina ráðið til að lifa af.
    Það sjá allir menn.

    YNWA

  62. Jákvætt að menn lendi í handarlögmálum fyrir leik, veit ekki. Það sást kannski best á einbeitingunni í leiknum og þá best á Carragher sem ákvað að slátra Ljunberg inní teig á lokasekúndu leiksins.

    Nei það er ekkert jákvætt við það að menn rífist fyrir leik og þá sérstaklega eftir gúrkutíð eins og Liverpool hefur átt.
    Ég vona aftur á móti að menn hafi slegist eins og hundar og kettir (líka rafa) eftir leik og byrji svo að stokka upp spilinn á morgun.

    Held að þeir ættu allir að skoða hvort þeir eigi eitthvað erindi á æfingu á morgun.
    Djöful…
    YNWA

  63. Benitez er farinn að líkjast Houllier skuggalega mikið í tilsvörum. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þeir væru einn og sami maðurinn.
    Því miður er ekki mikið sem kom á óvart í kvöld, andlaus her.
    Spurning um að fá Roy Evans aftur, svei mér þá. Liðið var allaveganna að spila skemmtilegan fótbolta undir hans stjórn.

    ps. Hvað er að Ronaldo?

  64. FYRIR leik? Var þetta ekki EFTIR leik? Ég allavega tók því þannig.

    Ég er auðvitað sammála því að rifrildi fyrir leik á ekki að lýðast.

  65. Lesið komment #9 frá mér og segið mér að Benitez sé ekki í nákvæmlega þessum ham í svörum sínum í kvöld!

  66. Hjartanlega sammála KAR #62. En hvað haldiði náum við Aimar á einum degi og mun hann koma með stuðtæki á þessa flatliner sókn okkar eða eigum við að vona að þetta lagist eftir 2 mánuði þegar Agger byrjar aftur.

  67. Ég nenni ekki að svara fyrir mig að viti en það sem ég var að meina var að það hefur jafnan borgað sig að styðja liðið í blíðu jafnt sem stríðu. Ég sé akkurat engan árangur af þeirri gagnrýni sem Benitez hefur þurft að sæta úr öllum áttum undanfarið, bæði innan frá og utan. Ég er farinn að óttast að það sé ómögulegt fyrir nýjan stjóra að koma Liverpool aftur í allrafremstu röð þar sem þolinmæðin er á þrotum og allt verður crazy þegar það fer að ganga illa.

    Það fjaraði fljótt undan Houllier þegar það fór að ganga illa og það er nú bara tímaspursmál hvenar slíkt hið sama fer að gerast hjá Benitez….þ.e. að honum verði bolað í burtu.

    Ekki misskilja þetta sem svo að ég sé einhvað minna pirraður en aðrir á gengi liðsins, þetta eru einhver mestu vonbrigði sem ég man eftir hjá Liverpool, en Rafa hefur engu að síður skilað okkur í úrslit þrisvar í röð í stórum bikurum, FA og CL og það á meðan hann er að byggja upp lið…..fyrir langtum minni pening en flestir samkeppnisaðilarnir og á mun minni tíma en flestir þeirra.

    Veit að það er kannski ekki snjallt að halda þessu fram núna en ég hef ennþá trú á Benitez………..ef hann bara fengi almennilegan vinnufrið svo ég tali nú ekki um þá leikmenn sem hann vill. Það verður ekki litið hjá því að það hefur fáránlega margt farið úrskeiðis á þessu tímabili í kringum klúbbinn sem grefur undan liðinu.

    Varðandi Cubs samlíkinguna þá held ég að stuðningsmenn Liverpool verði seint sakaðir um að gagnrýna ekki liðið sitt!!!!……og mér er bara meinilla við að líkja Liverpool stuðningsmönnum við bandaríska stuðningsmenn.

    Það er erfitt að vera poolari í dag, það getum við þó allavega allir verið sammála um

  68. “Það að negla háum skallaboltum af eigin vallarhelmingi fram á Torres er álíka mikil sóun og að hafa Jessicu Alba sjóðheita í rúminu en fróa sér samt bara í koddann.”
    Þessi setning kom mér virkilega til að brosa sem ég átti ekki von á að gera í kvöld 🙂
    Það er ljóst að það þarf eitthvað mikið að gerast hjá okkar félagi og vonandi sjáum við breytingar sem allra fyrst. Þetta er öllum ljóst og það er óskandi að þeir sem eru við stjórnvölin hafi eitthvað í hausnum og eistu til að láta verkin tala.
    Liðið verður kannski saman í næsta þætti hjá Dr. Phil?

  69. Babu segir:

    Varðandi Cubs samlíkinguna þá held ég að stuðningsmenn Liverpool verði seint sakaðir um að gagnrýna ekki liðið sitt!!!!……og mér er bara meinilla við að líkja Liverpool stuðningsmönnum við bandaríska stuðningsmenn.

    Fyrirgefðu, en hvaðan í ósköpunum kemur þessi síðasta setning?

    Má ég bara benda á að það eru bandarískir aðdáendur, sem mæta í 20 stiga frosti 5 tímum fyrir leiki klukkan 8 á sunnudagsmorgnum útá bílastæði fyrir utan ameríska fótbolta velli og byrja að hita upp fyrir leiki. Ef þú ert að gefa það í skyn að Bandaríkjamenn séu ekki alvöru stuðningsmenn, þá ættir þú að prófa að fara á alvöru leiki þar.

    Og ég var ekki að segja að Liverpool menn gagnrýndu ekki sína menn, en ég var bara að benda á að endalaust stuðningur við alla, sama hversu slappir þeir eru, er kannski ekki endilega sterkasta vopnið.

    En ég tek það bara fram að ég skil þig og virði mjög þitt viðhorf. Og ég veit að ég mun styðja liðið eins vel og ég get á laugardaginn. Ég veit samt ekki hvort mig langar að syngja stuðnings-söngva fyrir Rafa, Kewell, Finnan, Aurelio og Kuyt. En Liverpool mun ég aldrei hætta að styðja við.

  70. Strákar mér finnst þið ansi neikvæðir. Rafa er búinn að byggja upp þvílíkt unglingastarf hjá Liverpool og við höfum nú innan okkar raða Nabil El-Zar og Bexixisxix Idrizaj sem verða kannski jafnvel einhverntíman jafn góðir og Ronaldo. En þeir ná því ekki með því að spila heldur með því að sitja töflufundi og vídeógreiningu á Havant & Waterlooville og með því að fara á lán hjá Swansea.

    Rafa hefur haft úr nær engum peningum að moða á meðan Chelsea og Man U synda í gulli og olíu og englar bera þeim leikmenn af himnum ofan. Þessi lið þurfa enga þjálfara til að verða meistara, þau eiga svo mikinn pening að þau kaupa sér titla. Til að bæta gráu ofan á svart missti Rafa besta aðstoðarþjálfara í heimi í haust og svo hefur hann þurft að fara til Texas á hverjum einasta degi í allan vetur til að eiga við snarbilaða eigendur… pælið í því … sextán tíma flug á hverjum einasta degi, í aðra áttina. Munið einnig að það tók Alex Ferguson sjö ár að vinna titil með Manchester United og Kínverja 1.000 ár að klára múrinn sinn. Því er eðlilegt að maðurinn fái jafn langan tíma til að gera liðið samkeppnishæft á ný. Gleymum því svo ekki að Rafa vann helling með Valencia og svo tvo bikara á fyrstu tveimur árum sínum og þó að hann hafi ekki unnið nema tæplega annan hvern leik síðan… þá … þá … þá … þá … þá …

    …eru allar afsakanir uppurnar og tími til kominn að kallinn taki hatt sinn og staf. I really hate to say I told you so, þykir það í alvöru leitt en frammistaða liðsins í kvöld og undanfarna mánuði fær mig til að vilja drulla yfir allar afsakanir sem maður hefur þurft að hlýða á allt of lengi.

    Ég er mikill bjartsýnismaður og fylgi Liverpool örugglega meira að málum heldur en ég ætti að gera. Nýt þess alls ekki að koma hingað inn með allt á hornum mér en þarna er búið að fara illa með góðan klúbb og taka allt of góða og einstaklega loyal aðdáendur í ósmurðan rass allt of lengi.

    Er búinn að ítreka of oft og of lengi ástæðurnar fyrir því hvers vegna mér finnst Rafa ekki góður þjálfari. Hvurn andskotann er maður að pæla að horfa á þessa leiki lengur??????????? Þetta er alveg glatað…skjóttumigíhausinnfótbolti.

    Förum að ráðum mannsins hér að ofan og fjölmennum á Reykjavíkurmótið.

  71. Nú er Liverpool liðið komið á síðasta stopp. Sé ekkert til fyrirstöðu að Reka Rafa strax í fyrramálið ásamt öllu þjálfarateyminu hans. Einnig höfum við 23 klukkustundir til að selja Kuyt, Kewell, Aurelio, Finnan, Voronin, Benayoun, Pennant og alla aðra leikmenn sem draka gæði hópsins nær meðalmennski en heimsklassa.

    Skil ekki hvernig Kuyt fær að byrja í stað Crouch eða bara Nemeth, afhverju sjá allir nema Rafa að það væri viturlegra að spila Lucas frekar en hvaða miðjumanni sem er hjá Liverpool í dag including Gerrard.

    Einu aðalliðsmennirnir okkar sem við eigum að halda í þessa stundina og hafna öllum tilboðum í eru Reina, Carra, Agger, Gerrard, Mascherano, Alonso, Lucas, Babel, Torres og Crouch, aðrir mega fara sama þótt þá sé fyrir máltíð á Burger King.

    Sé það fyrir mér að Zlatan, Vieira og Zanetti séu núna í hláturkasti yfir því að mæta okkur og séu að plana Paintball mót deginum fyrir leikinn gegn okkur.

    Skömm.

  72. Hræðileg úrslit og hræðileg frammistaða okkar manna. Það er eitthvað ótrúlega leiðinlegt í gangi innan og utan vallar, og hvort sem þessi kjaftasaga um Carra og Gerrard sé sönn eða ekki, þá er það ekki til að bæta stöðuna.

    Liverpool voru bara lélegir í kvöld – hrikalega! Og eins og maður hefði viljað að góður sigur hefði rifið mann upp … þá vona ég að þetta tap rífi upp móralinn frekar en jafntefli hefði gert. Sanngjörn úrslit eða ekki – skiptir ekki andskotans máli. Vítaspyrnan í lokin var réttmæt og Carra getur skammast sín fyrir það. Hann er snillingur í mínum huga auðvitað, en þeir geta líka gert vitleysur og það má skamma Carra við og við.

    Bottom line í mínum huga: dómarinn hafði engin úrslitaáhrif á leikinn, alls engin. Rafa þarf að gera eitthvað róttækt ef hann ætlar ekki að fara frá klúbbnum … læra að skipta inn á í leikhléi og ekki bíða með skiptingar of lengi … ekki nema kannski hann vilji hreinlega flýja Kanana?

    Andsk…

  73. Nýjasta slúðrið í leikmannamálum af RAWK:

    Liverpool ætlar að kaupa vallarvörðinn sem var vinstra megin í aðalstúkunni frá West Ham. Hann var sá eini sem náði saman með Dirk Kuyt.

  74. Well ég veit ekki á hvað þið voruð að horfa en ég gaf upp titilavonir Lpool í desember. Liðið var ekki að spila góðan bolta þá og er það ekki enn. Í alvöru þá erum við að fara að berjast um gamla góða fjórða fokkings sætið. Ef það næst ekki, búið ykkur undir Leeds part 2.
    Þannig er það nú bara.
    Nenni ekki að tjá mig um heimskan þjálfara, metnaðarlausa leikmenn og vonlausan anda.
    kanarnir meiga eiga þetta skítalið skuldugt upp fyrir haus.

  75. Takk KAR fyrir hófstilta og raunsæa leikskýrslu (ég er ekki að grínast).
    Punkturinn með mega beibið og koddann…. bara klassi. 🙂

    Sammála Carl Berg #46 í þessu:
    “Ég hef eitt að segja; Ég vil meina að liðið sé ekki svona lélegt !! Það bara getur ekki verið, að liðið sem ég dái svo mikið, og byrjaði svo vel í haust, sé svona afspyrnu lélegt!!!! En hvað þá ? Jú.. ég vil meina að Rafa sé bara að spila þessu liði vitlaust !”

    Ég held að þetta sé mergur málsins. Hef verið þessar skoðunar lengi.

    Ljós punktur. Innkoma Leiva.

    Ég var furðu æðrulaus þegar ég var að horfa leikinn. Sagði örugglega svona hundrað sinnum við Tengdó .. við vinnum þennan leik. Sætti mig við jafnteflið þegar 1 mínúta var búin af uppbótartíma… en viti menn. Þá gerðist það. Og botninum vonandi náð fyrir okkar menn.

    Ég hefði svo mikið viljað fá stigið úr þessum leik. Þurfum bara á öllu að halda í baráttunni um fjórða sætið. Sem betur fer gerðu Man. City og Everton jafntefli. Þá erum við bara fjórum stigum á eftir þeim en ekki sex. Munar um hvert stigið núna!!!

    Sleppti Netheimsóknum eftir leikinn og þessi þáttur bjargaði geðheislunni..
    http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4355349
    Slavoj Zizek er pottþétt meðal við fótboltaþunglyndi!!!!

    YNWA

  76. Afsakið við erum bara þrem stigum á eftir Everton!! Misreiknaði mig aðeins. Hélt við hefðum verið þrem stigum á eftir þeim fyrir umferðina í kvöld. Maður forðast að glápa á töfluna of mikið þessa dagana!!!!!

  77. Ég talaði um það fyrir tímabilið að Liverpool myndi ekki vinna deildina. Margir voru því ósammála og höfðu að sjálfsögðu fullan rétt á því.
    Það hefur hinsvegar komið í ljós eins og ég óttaðist að Benitez mun ekki færa okkur PL. Hann er að eyðileggja ágæta leikmenn með undarlegu liðsvali leik eftir leik og reyndar undarlegum kaupum.
    Spánverjinn hefur fengið fullar hendur fjár en fótboltaheimspeki hans hentar einfaldlega ekki Liverpool. Liðið þarf að hafa leikstíl en ekki þann eins og er núna að við þurfum að hafa áhyggjur af andstæðingnum. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinum! Við stjórnum, ekki andstæðingurinn. Bill Shankly sagði fyrir Evrópuleik í gamla daga að Anderlecht gæti ekki neitt. Liverpool vann þá 4-0 á Anfield og Shankly sagði eftir leikinn “Þið unnuð í dag eitt besta lið Evrópu”! Trúin flytur fjöll. Ég skil ekki afhverju Kop er að syngja nafn Rafa, úrslitin á móti Havant í bikarnum á dögunum var niðurlæging. Hve langt þarf minn klúbbur að sökkva áður en við fáum mann í brúnna sem getur kveikt í leikmönnum og fengið rétta menn og spilað alvöru fótbolta. Ég öfunda Leeds Utd! Þeir fengu Gary Mac! Ég segi svona. Ég vil ekki Mourinho eða Lippi ég vil þjálfara sem endurvekur þann fótbolta sem færði okkur titilinn sigursælasta félag Englands. “Pass and Move” Peace.

  78. Ég er sammála Herði nr 95. Rafa er gjaldþrota með liðið og það þarf að fá góðan stjóra sem er sigurveigari og þorir að taka áhættu þegar þess þarf. Ég persónulega er á þeirri skoðun að það sé lámark 3ja ára verk fyrir nýjan stjóra að búa til lið sem getur unnið PL. Við erum bara með alltof marga slaka leikmenn, leikmenn sem lið eins og Manutd ,Chelsea og Arsenal myndu láta æfa með varaliðinu ef þeir væru þar á samning. þá er eg að tala um menn eins og Kuyt , Voronin, Riise, Aurelio, Benayoun, Pennant og fleiri, við höfum hins vegar líka leikmenn eins og Gerrard , ,Torres, Carra , Mascerano, Reina og Agger en við þurfum betri meðspilara og betri leikmenn til að koma inn af beknum. En hvaða stjóri er sá rétti fyrir okkur veit ég ekki en ég hef þó trú á því að Mourinho hafi allt sem til þarf til að vinna PL með L.F.C en hann er ekki sá eini sem gæti snúið blaðinu við en EF hann er besti kosturinn sem er á lausu þá er eg á þeirri skoðun að fá hann til starfa og við munum læra það smátt og smátt að taka hann í sátt ef framfarir sjást á liðinu og ég tala nu ekki um hagstæðari úrslit gegn topp þremur.

  79. Sú var tíðin að ég kom á þennan vef. Ég ákvað að kommenta á gengdarlausa blindni forsvarsmanna síðunnar á þeim tíma sem nánast tottuðu typpið á RB. Menn töldu manninn guð frá fyrsta degi og allt fram til nú. En hversvegna?

    Undir Stjórn RB hefur knattspyrnan í Liverpool borg flotið að feigðarósi smátt og smátt. Liverpool hefur alla hans tíð leikið e-h að leiðinlegustu knattspyrnu í sögu félagsins og í raun bolta sem er ekki boðlegur nokkru liðið sem telur sig stórklubb. Ég er löngu hættu að horfa á þessa vitleysu, þeas gera með sérferð til að horfa á þessa aula spila. Ég blessunarlega hef margt betra við minn tíma að gera heldur en að horfa á þetta varnarafbrigði, skelfingar og hræðslu formation af fótbolta, þetta grín sem menn eru að reyna að telja til sömu íþróttar og Man UTD og Arsenal eru að leika í.

    Ég kom hér einsog áður sagði fyrir svona um ári og bölsótaði nokkrum mönnum, hafði þá jafnvel að háði og spotti. Svörin sem ég fékk snérust að megninu til um dapra stafsetningu og hversu neikvæður ég var. En merkilegt nokk þá náðist þar metfjöldi af kommentum. Sem nú hefur reyndar verið margoft slegið sé ég. En engu að síður þá urðu menn svo reiðir- ég hafði gert árás á einkalíf þeirra. Mér satt að segja leiðist það bara ekki að segja ykkur Kristján Atli og Einar Örn , I told you so!!!!

    Svo til upprifjunnar þá benti ég m.a að rauðhærði norðmaðurinn kynni ekki að sparka í bolta- og nú hata hann alllir. Þrátt fyrir að hann sé jafn lélegur og hann var. Enn í enn slakara liði. Ég sagðist vilja þetta fífl RB burt. Það var talið guðlast- ég ætti bara að halda með Arsenal víst þeir spiluðu svona skemmtilegan fótbolta. Ég sagði liðið lélegt og illa spilandi. Við erum allt í senn, lélegir, illa spilandi, ömurlega andlausir og með óþolandi nörda að stjóra sem er jafn litlaus og leiðinlegur og þessi endalausi snjór sem þekur nú land ísa.

    Og eitt enn, seljum Crouch eða hvað hann heitir fyrstan- hann kann ekki fótbolta(af því gefnu auðvitað að við gefum Riise, hver kaupir slíkan aumingja)

  80. Það er leiðinlegt að þurfa að segja það en mér er orðið alveg skítsama hvort rafa verði rekinn eða ekki!
    en eitt er víst að það þarf að gera eitthvað.

  81. Ég sé ekki tilganginn í því að koma með eitthvað “I told you so” eins og ‘nafni’ minn í kommenti #97

    “Leiðinlegustu knattspyrnu í sögu félagsins” … alla tíð? Really??? Það væri kannski vert að benda mönnum á að í byrjun tímabilsins vorum við að gera ágæta hluti. Mér hefur sjálfum fundist við alltaf eiga eitt nokkurra vikna langt verulega slæmt tímabil og það var búið hélt ég í nóvember. Og blikur voru á lofti, því allt leit út fyrir að gengið myndi snúast á betri veg, en þökk sé sirkus á ábyrgð eigendanna þá hafa vinnuaðstæður Rafa ekki verið góðar. Þá og áður, tók ég undir þá skoðun að ekki væri lausnin að reka Rafa strax. En ef nafni hefði líka fylgst með öllum ummælum, þá sér hann að Rafa hefur verið reglulega gagnrýndur af forsvarsmönnum og bloggurum þessarar síðu fyrir ýmislegt í liðsvali og uppstillingu. Það hefur alltaf verið og mun alltaf vera tel ég. Hann hefur komið Liverpool almennilega á kortið í Evrópuboltanum en því miður hefur enska deildin ekki hentað honum og er bara ekki að virka þar.

    Ég leyfi mér alla vega að efast um það að Einar eða KAR myndu hoppa til og segja “I told you so” ef staða Liverpool væri toppbarátta núna…

  82. Ok, sáuð þið aukaspyrnuna hjá Ronaldo? Eins og mér finnst maðurinn lítið skemmtilegur þá hef ég aldrei á ævinni séð svona aukaspyrnu, magnað að vera að koma með eitthvað nýtt í fótboltann enn þann dag í dag.

  83. doddi (#97), lestu ummæli mín #62. Þú ert ekkert kúl þótt þú hafir verið ‘einn af þeim fyrstu til að úthúða Benítez’ … 🙄

  84. Við unnum síðast leik í deildinni 26.desember á síðasta ári, !!!!!

  85. Skil ekki komment um það að menn vorkenni sér að halda með Liverpool, t.d. nr #90. Bara skil ekki svona grát!
    Menn mega auðvitað efast um ágæti Benitez, ég geri það líka þessa dagana. En einföldun vandans er að ætla að henda skuldinni á hann. Í gær voru allir leikmenn Liverpool nema Aurelio fastir landsliðsmenn sinna landa, margir hverjir lykilmenn! Flókin vandamál kalla oftast ekki á einfaldar lausnir eins og að reka bara þjálfarann og þá lagast allt! Hafa menn ekki séð t.d. hvernig KR hefur gengið á Íslandi undanfarin ár, Tottenham í Englandi, Newcastle í Englandi, Valencia á Spáni, Bayern í Þýskalandi????
    Rafael Benitez kom að liðinu með handónýtan bakgrunn og fullt af leikmönnum sem enginn vildi eða gat notað. Diouf, Diao, Cheyrou, Biscan og fleiri snillingar. Það var t.d. rifjað upp að 2002 tapaði Liverpool 1-5 á heimavelli gegn Arsenal í U-18 ára liðunum, enda ónýtt vara- og unglingalið.
    Ef Benitez verður kvaddur fljótlega kemur eftirmaður hans að fínum leikmannahóp, sem vissulega vantar 3 – 4 heimsklassaleikmenn, en með fullt af góðum leikmönnum og haug efnilegra leikmanna.
    Þess vegna mun ég allavega ekki taka þátt í því að henda skít í Rafael Benitez. Vandi liðsins liggur dýpra þessa stundina og ég er sammála Einari Erni hér í ummælum varðandi það að ég er ekki viss um að Kanarnir kunni að ráða almennilegan þjálfara!
    Ég persónulega hef engan áhuga á varnarsnillingum á Anfield, hvort sem þeir heita Lippi, Capello, Erikson eða Mourinho. Þess vegna vona ég ennþá að Benitez nái að snúa dæminu við og fái pening til að bæta við leikmönnum sem þýða kveðjustund meðaljónanna sem fá margar mínútur þessa dagana!
    En að henda skít gerir ekkert nema að skíta út á manni hendurnar!

  86. Ég er búinn að taka ákvörðun. Ég styð Rafa og liðið “no matter fokking what” út þetta tímabil. Svo sannarlega erum við í dimmum dal núna og nú þarf liðið svo sannarlega á stuðningsmönnum sínum að halda.

    Á morgun er fyrsti febrúar, svo alveg ljóst að enginn verður seldur eða keyptur fyrr en í sumar. Og það er engar líkur á því að Rafa sé á förum eitthvað hókus pókus. Síst af öllu til að hleypa the special one að. Þrátt fyrir slakt gengi undanfarið þá skulum við ekki gleyma stuðningnum sem hann fékk um daginn þegar allt var í háaloft.

    Ergó… allt tuð um að selja þennann og hinn. Og þessi og hinn sé svo asskoti lélegur er bara tilgangslaust á þessum tímapunkti. Og nú er ég jafnmikið að tala við sjálfan mig eins og aðra!!!

    Það eru ennþá þrír og hálfur mánuður eftir af vertíðinni og ekki möguleiki að skipta um áhöfn. Og það virkar illa að öskra stanslaust á alla og kalla þá aumingja. Ekki góð sálfræði. Ef sjálftraustið er í klósettinu fyrir þá er alveg pottþétt að það hjálpar lítið að úthúða mönnum. Menn þurfa hvatningu og hrós. Nú eru margir heimaleikir fram undan og ég er pottþéttur á því að Kop og rest af Anfield muni syngja sig hása til að hvetja okkar menn. Og ég legg mitt af mörkum í þeim efnum 3. maí 🙂 Oft er þörf… nú er nauðsyn.

    Ég ætla nú sem fyrr að horfa á alla þá leiki sem ég mögulega get og bíða eftir því að okkar menn finni sig sem liðsheild og fari að hala inn stigum.
    Við erum ennþá í FA og CL. Hver veit nema við förum alla leið í þeim keppnum. Ekkert er útilokað!!

    Koma svo Liverpool…. finna leikgleðina. Finna leið til að ýta vandamálum utan vallar til hliðar og njóta þess að vera atvinnuknattspyrnumenn hjá magnaðasta klúbbi veraldar.

    YNWA

  87. Þeir sem hafa séð “slaka” aukaspyrnu Ronaldos geta borið hana saman við “afburða” aukspyrnu Fabio Aurelio brassans hjá LFC í leiknum í gær. Ronaldo er maðurinn sem Houllier vildi ekki fyrir smáaura. Aurelio er einn af uppáhaldsliðsmönnum RB.
    Munurinn á þessum aukaspyrnum er munurinn á liðunum. Munurinn á þessum aukaspyrnum er munurinn á stjórunum (þó það hafi ekki verið RB sem vildi ekki Ronaldo). Aðdáun mín og fylgispekt við RB hefur snúist upp í andstæðu sína.
    Ég veit að margt hefur verið honum andsnúið en þeir stuðningsmenn sem hann veit mest af (í Liverpool) hafa fylgt honum í gegnum þykkt og þunnt. Hann getur sem sagt ekki kvrtað undan því.
    Í hugmyndum manna um að stofna stuðningmannafélag og kaupa klúbbinn kemur fram að 99% þeirra sem spurðir hafa verið vilja RB áfram sem stjóra. Ótrulegt.
    Hugmyndin um kaupin er hinsvegar frábær. Ég væri til í að leggja nokkra þúsara í það. Hið besta mál.
    Það sjá allir menn

    YNWA

  88. Eitt varðandi aukaspyrnu Ronaldos … vissulega er hún flott, en ég er ekki til í að taka undir með Ferguson sem segir bara flottasta mark skorað í deildinni ever…! Persónulega, þá fannst mér aukaspyrna Gerrards á móti Aston Villa í byrjun móts alveg sambærileg hvað varðar glæsileik. Beckham fannst mér eiga eitraðar aukaspyrnur nokkrum sinnum. Don’t get me wrong… mörk úr aukaspyrnum eru oft glæsileg, en ég er ekki að gútera þetta sem einhvers konar “töfraspyrnu… glæsilegustu spyrnu allra tíma” dæmi…

  89. Friðþjófur, ég held að stuðningurinn við Rafa snúist af tvennu:
    A) Hann hefur hingað til borið ÓMÆLDA virðingu fyrir öllu sem að Liverpool kemur, aðdáendum, borginni og hefðum. Við erum ekki búnir að gleyma heimsókninni hans á barinn í Leverkusen er það, eða faðmlaginu um Evertonmömmuna í haust. Hann er einn af “Kopites”, nokkuð sem hann græðir mikið á.
    B) Hann hefur endurreist virðingu manna fyrir bakgrunni liðsins, nærri því á eigin spýtur. Reyndar hafa Kanarnir stútað miklu af því síðustu 2 mánuði.
    Þetta held ég, og fyrst og fremst af samtölum við gegnheita rauðliða, á netinu og í borginni sl. 3 ár. Við sem horfum á leiki úr fjarlægðinni skiljum þetta ekki alltaf að mínu viti, t.d. sýnist mér menn núna vera að holdgerva Rafa sem manninn sem stendur gegn eigendunum amerísku.
    Ekkert endilega “lógískt” en ég held að þetta sé staðan. Stuðningur við Liverpool hefur oftast verið langt umfram einhverja lógík og það er ein aðalástæða þess að ég er svo hrikalega stoltur af því að vera stuðningsmaður liðsins.

  90. Þetta er martröð sem verður að taka enda!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Á algjörlega að skemma þetta fornfræga lið, ef að svona heldur áfram föllum við niður um deild á næsta tímabili.

  91. Samkvæmt hefð og venjum hef ég aldrei látið mínar skoðanir í ljós á leik liðsins á svona bloggi. Kannski vegna þess að sumir stuðningsmanna liðsins míns hafa látið hlaupa með sig í gönur á öðrum bloggsíðum þegar ákveðinn blaðamaður hefur reynt að hleypa í þá illu blóði.
    En eftir að hafa horft á leik Liverpool gegn West Ham á Upton Park getur maður varla setið á sér og það er alveg deginum ljósar að tími Rafa Benitez er liðinn. Leikmenn liðsins hafa misst traust sitt á honum og því verkefni sem hann hefur haft að vinna.
    Benitez virðist vera aumingjagóður þjálfar; það er eina skýringin sem hægt er að finna á veru leikmanna á borð við Dirk Kuyt og Harry Kewell í byrjunarliðinu. Þeirra tíma á Anfield lýkur með Benitez. Jafnvel Xabi Alonso má muna fífil sinn fegurri enda er það staðreynd að þeir sem eru bestir eflast við mótlætið, miðlungsmennirnir brotna. Alonso hefur verið meiddur, vissulega, en hann hefur ekki getað neitt síðan að þeim meiðslum lauk. Benayoun hefur vissulega skorað mörk en hann má líka gera það bara með Birmingham eða Portsmouth. Þar getur hann átt sína góðu og sína slæmu leiki. Liverpool þarf menn sem skila góðum leik í hvert einasta skipti.
    Framtíð liðsins liggur í mönnum á borð við Lucas Leiva, Ryan Babel, Mascherano og Fernando Torres. En þessir menn fá ekki tækifæri til að blómstra með Benitez við stjórnvölin. Sorrý, en tími Benitez er liðinn.

  92. Jamm, Benítez verður að stýra þessu í 4 sæti og svo verður hann látin fara í vor. Hans tími er liðin þó hann hafi gert margt gott í evrópu.
    Verðum að komast í meistaradeild til að fá pening til að laða að nýja menn og nýjan þjálfara með þeirri gulrót.
    Svo þarf að hreinsa til og eyða í alvöru menn og það kostar svo kanarnir verða að taka upp veskið í sumar.
    Ef við miðum okkur við man utd og Arsenal þá er td staðreynd að eftirtaldir leikmenn fengju ekki að bera vatnið á æfingum þeirra liða:
    Riise, Kewell, Aurelio, Kuyt, Benayoun, Pennant, Finnan, Alonso (eins og hann spilar þetta season)

    Nokkuð ljóst að við erum að breytast í miðlungslið.

  93. Ég er maður sem styður ólíkar skoðanir, menn þurfa ekki að vera sammála. En ég ber miklu meiri virðingu fyrir þeim sem skrifa undir nafni en ekki undir alias eins og “Burt með Benitez” … af hverju er svona erfitt að skrifa sitt eigið nafn??? Eða í það minnsta að hafa hlekk inn á síðu ef um slíka síðu er að ræða, svo hægt sé að sjá hver einstaklingurinn er? Mikið þætti mér vænt um að “nafnlausum” kommentum myndi fækka.

    Og fyrrnefndur BurtmeðBenitez (#110) — af hverju ekki að láta skoðanir sínar í ljós þegar vel gengur, alveg eins og þegar “verr” gengur? Og hvar sérðu það að leikmenn liðsins hafi misst traust sitt á Rafa? Já, ég er sammála KAR í skýrslunni og er sjálfur á því að Rafa þurfi að breyta til í liðsuppstillingum og taka sig á ef ekki á að fara illa fyrir honum, en það gerir mig ekki að psychic sem sér að leikmenn liðsins hafi misst trú á Rafa.

  94. Leyfðu mér aðeins að leiðrétta þig Friðþjófur. Það er ekki rétt að 99% stuðningsmanna Liverpool styðji Rafael Benitez. Því hefur hins vegar verið kastað fram að í einhverri könnun hafi 99% aðspurðra sagt frekar styðja Benitez heldur en kanana….tvennt mjög ólíkt.

    En mér fannst Maggi #108 koma með áhugaverða punkt. Ég held nefnilega að virðingin sem Rafa ber sé ekki af knattspyrnulegum ástæðum, því Rafa hefur aldrei spilað skemmtilegan fótbolta, og NEI, liðið gerði það ekki heldur í haust. Menn meiga ekki blanda góðvild og getu saman, það er aldrei ávísun á gott. Rafael Benitez er góður maður og hefur gert margt gott fyrir Liverpool, en hann hefur því miður ekki getuna til að gera Liverpool samkeppnishæft. Liðið er í afturför á hans 4. ári.

    Ef kanarnir reka hann ekki en tu tre er það í enn eitt skiptið sem þeir gera uppá bak af mínu mati. Ég er bara svo hræddur um það að þeir þori ekki að reka hann útaf stuðningnum sem hann á einhvern óskyljanlegan hátt nýtur. Ekki er þessi stuðningur útaf árangri og ekki er hann útaf skemmtanagildi fótboltans sem liðið spilar…afhverju þá? Furðulegt, algjörlega óskyljanlegt.

  95. Benni Jón #113 stuðningurinn sem Benitez nýtur er víst út af árangri (djöfull hefur þú slappt minni), eins hjálpar fyrra record honum og sú staðreynd að þar til í ca. október voru flestallir sammála því að hann væri á réttri leið með liðið og að það væri að styrkjast jafnt og þétt ár frá ári.

  96. Frábær leiksskýrsla. Við áttum skilið að tapa þessum leik og ég held að ég hafi aldrei séð liðið jafn slakt og í þessum leik. Þvílikir aumingjar. og mesti auminginn er Rafa Benitez. Hættið að kenna könunum um þetta tap. Rafa er að sýna að hann er ekki hálfdrættingur á við Wenger og Ferguson. Sérstaklega í því að finna góða leikmenn.

  97. Babu, Houllier vann líka titla, en hann náði engum árangri í deildinni og varð að fara eðlilega. Sama er uppá teningnum hjá Benitez. Það versta hjá Benitez er að liðið er svo andlaust og enginn er sóknarleikurinn. Ég kalla það ekki árangur að ná 5. sæti, 3. sæti tvisvar og vera síðan í baráttu við Aston Villa, Everton, Man City og fleirri “stór lið” um 4. sætið á sínu 4. ári þegar febrúar er að ganga í garð. Það er EKKI árangur. Það er EKKI bæting frá Houllier tímanum. Maðurinn er á sínu 4. ári með liðið og engin er framförin. CL titill með leikmönnum Houllier fleytir honum bara ákveðið langt.

    Minni á ótrúlega lélega tölfræði sem Daði kom með. Frá því að við unnum FA bikarinn fyrir rétt tæpum tveim árum hefur liðið unnið UNDIR 50% LEIKJA SINNA. Hérna erum við ekki að tala um gengið frá því í okt, heldur undanfarin tæp tvö ár. Þetta er skelfilega léleg tölfræði og ofaná þetta bætist stórfurðulegt liðsval, stórfurðuleg hlutverk leikmanna inná vellinum og stórfurðulega andlaustar frammistöður leik eftir leik ásamt sóknargetuleysi sem meira að segja Gérard Houllier hefði verði stoltur af(smá kaldhæðni). Enough is enough.

  98. Benni Jón og aðrir sem eru að heimta brottrekstur Benitez.
    Nú vill ég fá málefnaleg rök, út frá hagsmunum liðsins til næstu 5 ára. Ekki gleyma því sem á undan er gengið og fínum árangri Benitez þangað til í nóvember.
    Ekki gleyma því að þrjú af þessum fjórum árum stjórnaði hann liði í fjársvelti og ekki gleyma því að hann hefur jú unnið allar stærstu keppnir Evrópu nema ensku deildina. Sem er t.d. nokkuð meira en t.d. Juande Ramos vinur okkar og fleiri nöfn sem við setjum upp.
    Svo langar mig enn að minna á niðrandi ummæli José Mourinho um Liverpool liðið og aðdáendur þess liðs. Auk þess að benda mönnum á augljósa knattspyrnulega framför Chelsea eftir að Portúgalinn fór af Brúnni. Avram Grant er að láta þetta Chelsea lið spila fínan fótbolta þó að í liðið vanti Terry, Lampard og Drogba!!! Nokkuð sem aldrei gekk hjá Portúgalanum gráhærða. Viljum við að Liverpool spili stórkarlalega varnarknattspyrnu, ALLTAF 4-5-1, og þjálfara sem telur sig stærri en liðið sem hann vinnur hjá? Ekki ég!
    Ég vill líka fá rök ykkar á því, málefnaleg, að leikmenn sem bakka Benitez upp og hafa talið hann upp sem aðalástæðu þess að þeir komu til liðsins eða eru hjá því muni ekki yfirgefa liðið þegar hann verður látinn fara. Þar erum við allavega að tala um, Torres, Alonso, Reina, Mascherano, Gerrard og Skrtel.
    Ég vill jafnheitt og þið fá árangur. Ég vill bara alls ekki fara að sjá færibandafjarlægingu á Anfield á þriggja ára fresti eins og hjá t.d. Tottenham og Newcastle. Slíkt skilar ENGU!
    En komið með rökin takk, málefnaleg og án tilfinningahita, þá skal ég alveg prófa að taka mark á ykkur og samþykkja jafnvel óskir ykkar!

  99. Sá póst þinn of seint Benni Jón. Ætla að fá að svara málefnalegum rökum þínum.
    A) Að vinna CL með leikmönnum Houllier? Frábær árangur, en skulum ekki gleyma því að Benitez talaði Gerrard til að hætta við að fara OG keypti Garcia og Alonso. Án þessara leikmanna hefðum við ekki einu sinni komist í 16 liða úrslit, hvað þá lengra. Hins vegar er þjálffræðilegt afrek að vinna þennan titil með leikmönnum eins og Traoré, Baros, Biscan, Nunez, Le Tallec, Mellor, Dudek og fleiri snillingum.
    B) Tölfræðin um 50% er hárrétt og ástæða þess að ég hef einmitt heimtað það að framför verði. Hins vegar vill ég meina það að síðasta leiktímabil hafi verið vonlaust fram í febrúar sökum peningaleysis og óróa. Hins vegar held ég að þú hljótir að vera sammála mér að eftir sigurinn á Marseille og þaðan frá séum við að tala um slaka kaflann á þessu leiktímabili, enda í sumar fyrsta sumarið sem Benitez náði að kaupa nokkra leikmenn í byrjunarliðið. Erum við að fara að tala um að það eigi bara að reka þjálfara strax við mótlæti? Hvaða þjálfari nennir að vinna hjá svoleiðis liði?
    Stórfurðulegt liðsval? Núna er ekki lengur róterað. Við grétum yfir því, en núna er það liðsvalið. Ég hef gagnrýnt Kuyt og vinstri bakvarðarstöðuna. Ég aftur á móti stend enn við það að við þurfum að fá peninga til að kaupa leikmenn, svo við getum hætt að finna Voronina og Aurelioa þessa heims. Ég tel okkur núna vera að ala upp mjög efnilega leikmenn og héðan frá þurfum við ekki að leita að “squad players”. Nokkuð sem Benitez hefur þurft eftir arfleifð Houllier.
    Skulum svo ekki gleyma því að liðsval og hlutverk Benitez hafa á stundum verið hrein gargandi snilld, minni t.d. á hlutverk Sissoko og Arbeloa á Nou Camp, uppsetningu liðsins í gegnum tíðina í undanúrslitaleikjum gegn Chelsea. Þannig að ég held að Benitez, eins og allir þjálfarar, geri rétt og rangt.
    Ef Benitez snýr dæminu við nú í þessu mesta mótlæti sem ég man eftir að hafa fylgst með síðan ég byrjaði að fylgja LFC um 1977 og ná í titil og réttir skútuna við í deildinni á hann það skilið að fá að eyða í alvöru leikmenn í sumar.
    Fá t.d. 120 milljónir punda eins og Mourinho fékk þegar hann tók við Chelsea. Slíkt mun skila árangri.
    En ég skal alveg bakka það upp að hugsanlega þurfi að skipta ef hann og liðið bognar og brotnar.
    En nýr maður mun þurfa minnst þrjú ár til að snúa dæminu við. Hann mun þurfa að losa sig við þá leikmenn sem hann fílar ekki, einhverjir munu vilja fara með Benitez, og þá er spurningin hvern við viljum…… Allavega vill ég ekki sjá þjálfara sem ekki hefur þjálfað í ensku deildinni. Benitez hefur unnið allt nema þá deild. Ég allavega tel það mikla heimsku að ætla að leita að öðrum skilyrðum en þekkingu og árangur í ensku deildinni. Hin hugmyndafræðin er gjaldþrota ef ekki gengur hjá Benitez. Sama hvern við tölum um.

  100. Maggi, það er á hreinu að ef einhverjir leikmenn vilja fara ef Rafa fer þá eru þeir ekki með hjartað á réttum stað.

    En þú eiginlega svaraðir þessu mjög málefnanlega sjálfur, bentir á Chelsea sem gott dæmi um afhverju við eigum að skipta um stjóra.

    Mér finnst Real Madrid annað gott dæmi um lið sem gengur bara betur eftir þjálfaraskipti. Þeir urðu reyndar meistarar í fyrra en í ár eru þeir mun betur spilandi og mun líklegri til afreka en í fyrra.

    Ég vil fá mann inn sem leyfir leikmönnum að njóta sín. Hversu margir leikmenn okkar eru virkilega að njóta sín undir stjórn Rafa Benitez? Ég vil fá mann inn sem þorir að leika uppá sigur í stað þess að vera passífur umfram allt. Ég vil fá mann inn sem veit hvað sóknarleikur er og er með plan b í leikskipulagi sínu ef plan a er ekki að ganga. Ég vil fá mann inn sem nær til leikmanna og fær þá til að hafa gaman af fótbolta í stað þess að spila vélmennabolta. Ég vil fá mann inn sem fær önnur lið til að hræðast okkur og breyta sínu leikskipulagi í von um að stoppa okkur í stað þjálfara sem stillir alltaf upp liði sem hentar því að stoppa andstæðinginn. Við eigum bara að spila okkar bolta og ef lið eru að halda aftur af okkur á þjálfarinn að hafa plan b, c og jafnvel plan d í sóknarleiknum.

    Og til að leiðrétta mikin misskilning hérna þá þarf nýr maður ekkert að koma inn og taka sér 3 ár í að byggja upp lið. Benitez hefur búið til ágætan grunn sem vel er hægt að byggja á. Hann hefur aftur á móti sýnt að hann er ekki að ná neinu útúr núverandi liði, langt undir væntingum allavega.

    Ég hef bara enga trú á Rafael Benitez lengur og hann er því miður langt frá því að vera sá stjóri sem ég hélt og vonaði að hann væri.

  101. Kristján, þetta snýst ekki um að vera kúl eða eitthvað “I told you so”-dæmi. Þetta snýst um að vera raunsær eins og þú sjálfur sagðir. Sumir sjá bara ekki fyrr en allt of seint og ég er einn af þeim. Ég var bjartsýnn eins og þú þangað til að hann tók Torres út fyrir Portsmouth leikinn í haust/vetur. Það var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér og þá sá ég að þetta var sama gamla sagan eina ferðina enn. Rafa hefur nefninlega þá stefnu að hvíla leikmenn áður en þeir verða þreyttir, sem er náttúrulega algjör þvæla.

    Það má líkja þessu við konu sem hefur lifað við heimilisofbeldi. Sumar komur þarf ekki að slá nema einu sinni til að þær sjái ljósið. Sumar þarf að slá í mörg ár.

    Annars bíð ég bara eftir því að Rafa taki af sér gúmmí-grímuna og Houllier komi í ljós undan henni.

  102. Svo að maður brjótist út úr nafnleynd. Reyndar var heitið ekki hugsað sem nafnleynd heldur fyrirsögn á grein. Skítt með það. Rafa Benitez á ekki mikla sök á því að hans tími er búinn. Þeirri skuld má skella nánast alfarið á eigendur félagsins. Með hreint út sagt hryllilegum ummælum. Um það eru allir sammála á Bretlandseyjum; knattspyrnustjórar og blaðamenn. En eigendur félagsins eru þeir sem kaupa leikmenn, þeir sem borga launin og nú eiga þeir að fara hreinsa upp skítinn eftir sjálfan sig. Og það felst meðal annars í brottekstri á Benitez. Varla er það þægileg staða fyrir leikmenn að vera í að vita hvorki hvort maðurinn í brúnni er að koma eða fara? Nei, tími Benitez er kominn, maður sem hefur enn ekki náð því að skiptikerfið hans gengur ekki upp á Bretlandi. UNdir hans stjórn hefur liðinu ekki enn tekist að skáka stóru liðunum þremur. Honum hefur meira að segja enn ekki tekist að leggja þau af velli, svo að kveði. Liverpool þarf á sigurvegara að halda og þótt Benitez hafi unnið Meistaradeildina hefur honum ekki tekist að sannfæra hörðustu stuðningsmenn klúbbsins um að hann sé maðurinn sem færi þeiim enska titilinn.

    ps. Að könnuninni um hvort stuðningsmenn Liverpool stæðu við bakið á Benitez. Af tveimur valkostum; Rafa eða kanarnir þá var Rafa vissulega skárri kosturinn

  103. Freyr Gígja, gott að þú gefur upp nafnið þitt, og Benni Jón. Hversu langan tíma á nýr maður að fá til að vinna titilinn????
    Ferguson þurfti 7 ár til að búa til meistaralið og svo núna nýlega önnur 4 titlalaus ár á meðan Gunners og Chelsea unnu. Margir vildu láta reka hann á þeim tíma! Svo Wenger, eftir að hann vann tvöfalt fyrsta árið tók það hann önnur 4 að byggja upp nýtt lið. Svo núna á þremur síðustu árum hefur hann unnið 1 titil. Minna en Benitez!
    Hvað teljið þið raunhæfan tíma til að byggja upp lið?
    Ég er samt allavega glaður að sjá það hjá þér Benni að þú vilt greinilega ekki fá Mourinho til liðsins, varnarsinnaður vélmennabolti á ekki upp á þitt pallborð. Þannig að við erum þá sammála um eitt!
    En það er ekkert mál að reka menn. Við hljótum samt að vera sammála um það að ef við rekum mann sem hefur stjórnað öllu í fyrirtækinu og m.a. valið með sér starfsmenn erum við að tefla í hættu frama þeirra manna sem eftir verða.
    Torres t.d. kom til Liverpool EINGÖNGU vegna þess að hann treysti Benitez! Hafði ótal sinnum sagt nei við United og Chelsea. Er ekki einföldun um að tala um “hjarta á röngum stað”? Þetta eru jú bara menn í vinnu. Get líka talað um Mascherano. Sömu rök.
    Rök mín um Chelsea voru fyrst og fremst ein. 120 milljónir til leikmannakaupa í sumar munu færa okkur titilinn. Eins og Mourinho fékk af peningum það árið. Enda var Mourinho rekinn um leið og liðið fékk ekki titilinn. Er það sanngirni?
    Það er ekki sjálfgefið að leikur Liverpool batni við þjálfaraskipti. Mér finnst hinsvegar sjálfgefið að þjálfaraskipti mun skapa umrót, núna eins og ALLTAF þegar nýir menn hafa tekið við eftir brotthvarf Dalglish.

  104. Maggi # 118… Mér finnst þetta ekki nógu gott þegar menn sem eru ekki sammála fara þessa leið að mála hina á þennan hátt. Nú má lesa af kommenti þínu að enginn í rúmlega 100 kommenta þráð hafi verið málefnalegur. Einnig var ég ásakaður um það hér um daginn að vera ómálefnalegur þegar ég bar Moyes og Benitez saman eftir forskrift frá Benitez sjálfum.

    Til að endurtaka þema sem ég hef sagt í gegnum tíðina, og að ég tel á mjög málefnalegan hátt. Svo mega aðrir vera ósammála og koma með rök en það þýðir ekki að þeir séu ómálefnalegir.

    a) Benitez og margir Liverpool-aðdáendur tala um að fólk geti ekki borið sig saman við hin toppliðin vegna þess að þau séu með svo miklu meiri fjárráð heldur en Liverpool. En ef sú röksemdarfærsla er heimfærð á Everton vs. Liverpool bara í deild má alveg koma með mjög alvarlegar athugasemdir og spyrja, af hverju er munurinn á þessum liðum ekki þá 17 stig Liverpool í hag í dag? Man Utd. og Chelsea vinna Liverpool næstum því alltaf undir stjórn Benitez, en Liverpool getur ekki bókað sigra gegn Everton á sama hátt.

    b) Hann hefur keypt vel, get tekið undir það. Þegar hann fór frá Valencia sagði hann að hann hefði beðið um sófa en fengið lampa. Nú er hann kominn með nokkra sófa, t.d. Kuyt, Babel og Sissoko og notar þá eins og lampa.
    – Kuyt sem gat ekki hætt að skora í Hollandi er notaður sem hægri kantmaður þangað til að sjálfstraust hans er gjörsamlega búið. Djibril Cisse anyone?
    – Babel er einn efnilegasti leikmaður Evrópu og hann á bara að fá að spila, spila, spila. Þannig lagar hann augljósa og auðlaganlega vankanta í sínum leik, alveg eins og Christiano Ronaldo nokkur gerði. Spilaði, spilaði, spilaði og blómstraði. Sömuleiðis Cesc Fabregas.
    – Sissoko hafði möguleika á því að verða næsti Makelele og jafnvel betri. Í staðinn var hann hlaupandi eins og hauslaus hæna í stöðu framliggjandi miðjumanns.
    Svo getum við haldið áfram með Riise á kantinum, Crouch á bekknum, Lucas á bekknum osfrv. en þið sjáið myndina.

    c) Rafa hefur gert svo gott starf í að byggja upp unglingaliðin. Fjandinn hafi það. Eina sem skiptir máli er aðalliðið. Það hefur komið einn nothæfur drengur uppúr þessum liðum í fjölda ára og hann er nógu góður til að spila hjá Bolton. Nú tekur tíma að byggja upp unglingastarf sem skilar og kannski tók Benitez við handónýtu búi en ég leyfi mér að spyrja, ef menn eins og Babel og Lucas fá ekki séns í aðalliðinu, hvaða séns eiga þá Idrizaj, El-Zhar, Astridajevic, Anderson osfrv?

    d) Leikstíll liðsins er skelfilegur.
    – 4-5-1 á heimavelli ????? 4-5-1 á nær öllum útivöllum ???? Gengur kannski upp ef þú ert með heimsklassa kantmenn sem skila 10-15 mörkum hvor (Chelsea 2005-2006, Man Utd alltaf)… en hvar eru þeir?
    – Sóknarleikur gengur út á langar spyrnur frá hafsent á target mann… erum við að reyna að líkjast Everton liðinu sem vann bikarinn 1995?
    – Karlinn er ekki búinn að gera upp við sig hvernig miðjan á að vera. Þessi hrærigrautur með Gerrard, Alonso, Mascherano, Lucas og Sissoko kemur ójafnvægi á liðið. Ef ég væri í liðinu myndi ég spyrja, hey boss…hverjir eru bossarnir á miðjunni, þeir geta ekki verið allir jafnir því þá tekur enginn af skarið?
    – Baros skoraði og var settur út á kant, Cisse skoraði og var settur út á kant, Crouch skoraði og var settur á bekk, Kuyt skoraði og var settur út á kant. Hvar endar Fernando Torres?
    – Mórallinn er kominn í þrot. Það sér hver sem vill. Skilar sér í klaufalegum mistökum (West Ham) og síendurteknu einbeitingarleysi (Havant & Waterlooville).
    – Föst leikatriði fyrir utan einstaka aukaspyrnur frá Gerrard eru til háborinnar skammar. Hversu mörg mörk hefur Liverpool skorað eftir langt innkast frá Riise?

    e) Skiptingar. Rafa hefur viðurkennt að vera alltaf með hugann við að eiga eina skiptingu inni ef meiðsl eða eitthvað óvænt kemur upp á síðustu mínútunum. Tveir knattspyrnustjórar sem ég hef mikið álit á hika ekki við að hrista upp verulega í liðinu sínu í hálfleik ef þeir telja það vera að standa sig illa, t.d. 0-0 á útivelli á móti litlu liði. Og oftast skilar það sér… því miður heita þeir Alex og José. Þetta með skiptingarnar er orðið svo mikið grín hjá mér og félögum mínum sem horfum á leikina saman að þegar Curbishley skipti tveimur inná á 60. mín varð okkur að orði að Rafa hlyti að hafa orðið brugðið við að sjá að það mætti skipta tveimur inná í einu og það fyrir 77. mínútu (sem heitir nú Crouch-mínútan á mínu heimili).

    f) Áhersla á hvíld leikmanna??? Hvenær ætlar Alex að fara að hvíla Ronaldo??? Mannfjandinn hlýtur að fara að verða dauðþreyttur.

    g) Houllier-syndromið. Það tekur tíma að byggja upp lið. Sorrý karlinn minn, en fótboltaþjálfarar hjá liðum sem ætla að verða meistarar verða að skila sýnilegum árangri mjög fljótlega. Það er heldur ekki hægt að væla yfir því að hafa fengið skelfilegt bú upp í hendurnar, Houllier fékk lið sem hafði verið í meistarabaráttu í hendurnar og nokkra efnilegustu leikmenn sem akademía Liverpool hefur skilað að auki. Samt var hann endalaust vælandi yfir að allt hefði verið í rúst. Svo fékk hann 12 milljónir til að kaupa El Hadji Diouf. Sama eru stuðningsmenn Benitez að segja og benda á Cheyrou, Biscan og aðra sem spiluðu lítið á meðan staðreyndin er að hann erfði klúbb sem varð í 2. sæti 2002 og þeir voru nú ekki slakari en svo að þeir unnu Champions League 2005. Svo fékk hann 6.5 millur til að kaupa Skrtl. Hér dugar ekkert væl, þannig er bara þessi bransi og ef þú heldur að þú fáir sjö ár til þess að skila árangri þá er best að snúa sér að Championship Manager. Ég held reyndar að árangur undanfarinna tveggja ára hefði skilað sér í brottrekstri hjá Liverpool í ChampMan. Maggi og fleiri tala um að nýr þjálfari þurfi amk.3 ár. Er það virkilega svo eða gerum við virkilega svona litlar kröfur?

    h) Viðtölin eftir leiki hljóta að vera einhver lélegur Houllier-brandari. Yes we had all the possession and 200 shots on goal but somehow failed to win. I am so disappointed as this was very unfair. Fyndið í 1-2 skipti…síendurtekið og grátlegt efni eftir það.

    i) Það er enginn annar þjálfari sem gæti gert það sem Benitez gerir. Bull, þvaður og þvæla. Það er til nóg af þjálfurum sem iðar í skinninu eftir að fá að vera sá sem gerir Liverpool að meisturum á ný. Og margir vel hæfir til starfans. Og hvað er hann eiginlega að gera svo vel þessa dagana???? Við erum að líkjast Tottenham, Newcastle osfrv. meira heldur en Man U og Chelsea, allavegana inni á vellinum.

    Nú er margt gott við karlinn og ég vildi vera að syngja honum lofsöngva. En þetta eru ástæður a-i fyrir því að mér persónulega langar að losna við Benitez. Er þetta nógu málefnalegt eða vilja menn fá j-ö líka til að þetta teljist nógu skýrt og skorinort?

    BTW: Ég er ekki haldinn kvalarlosta og finnst gaman að tala svona um ástandið og segja I told you so… mér finnst þetta hundfúlt.

  105. Daði. Ekki tala um að ég sé að láta eins og ég sé að reyna að mála menn í einhverja flokka. Er bara að reyna að komast í skemmtilega umræðu. Vona að þú verðir ekki sár við mig þegar ég svara lið fyrir lið.
    a) Munurinn á vermiðum Liv og Everton í gær var nú ekki svakalegur ef þú skoðar hann Daði. Reyndar tekur Torres muninn upp í miklar hæðir, en þeim pening sé ég nú ekki eftir.
    b) Kuyt var að mínu mati eðlileg kaup á sínum tíma, því miður er hann Kezman í dulargervi. Benitez hætti að eltast við Malouda og keypti Babel, ég er glaður með það en tel strákinn alls ekki tilbúinn að vera lykilmann í meistaraliði, og Sissoko var seldur með hagnaði eftir að við fengum betri leikmann (Masch) í kjölfar tveggja alvarlegra meiðsla Malímannsins.
    c) Ég er ekki tilbúinn í það að láta bara aðalliðið skipta máli. Bara alls ekki. Okkar bestu leikmenn síðustu 15 ár hafa verið uppaldir, Owen, Fowler, Gerrard, McManaman, Redknapp, Carragher. Hins vegar gerði Houllier upp á bak. Kaup Benitez á Lucas og Babel voru frábær og þeir munu verða lykilmenn í þessu liði. Þeir þurfa að fá tíma. Eins og ungu mennirnir hafa fengið hjá Wenger síðustu 3 ár, sem hafa verið án titils auk þess sem liðið hefur rétt skriðið inn í 4.sætið síðustu 2 ár. Í dag tala allir um snilli Wenger við að byggja upp ný lið!
    d) 451? Hvenær var það spilað síðast á heimavelli? Ég reyndar er handviss um að besta kerfið sóknarlega sé einmitt að nota eina heimsklassasenterinn, Torres, með Gerrard undir honum. Því miður hef ég nú frekar orðið var við Kuyt að djöflast með Torres uppi á topp……. 442 kerfið okkar í vetur finnst mér alveg HANDónýtt. Í gær var United t.d. bara með 1 senter (Rooney) og 3 alfrjálsa miðjumenn lengst af, þó 442 hafi verið teiknað upp af sjónvarpsmönnum. Barcelona spilar líka bara með 1 senter. Leikkerfin búa ekki til sóknarleik heldur leikmenn. Sammála þér með föst leikatriði, þau eru slök og ég vill fá útskýringu á því. Í gær fannst mér leikmennirnir taka völdin af uppsetningu þjálfarans, alla vega í lokin.
    e) Sammála þér með skiptingar að undanförnu, eina sem ég tel vera hægt að tala um sem rök gegn okkur tveimur er að hann sé að reyna að spila mönnum í sjálfstraust. Það finnst mér persónulega rangt!
    f) Hef ekki orðið var við hvíld lykilmanna að undanförnu, utan bikarleiks gegn Havant. Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Gerrard, Mascherano og Torres spila nú alla leikina. MUN meiri rotation í gangi á OT þessa dagana, bara enginn sem talar um það því leikirnir vinnast.
    g) Hvað er eðlilegur tími? Hvað ætlar þú að gefa nýjum manni mörg tímabil? Fram að næsta janúar? Ef nýr maður tekur við og verður á sama stað janúar 2008 – á þá að reka hann? Þú ert náttúrulega að grínast með Houllier og liðið sem hann tók við er það ekki? Steve Harkness var í því liði til dæmis! Varðandi Championship Manager samlíkinguna held ég að ekki væri úr vegi að nota hana, því margir eru farnir að upplifa það sem raunveruleikann. Þér finnst sem sagt 3 ár of langur tími til að verða meistari? Ertu þá að tala um ChampMan eða raunveruleikann? Hefur fótboltinn breyst svona frá því í haust? Wenger hefur ekki unnið meistaratitilinn í 3 ár. Á Arsenal ekki að reka hann?????? Hvernig gengur KR að vinna titilinn? Á að reka Loga í júlí ef hann er ekki efstur.
    Eða á að skoða hvað liðið er að ganga í gegnum og taka mið af því hvernig staðan er? Ég allavega tel VONLAUST að nýr maður verði meistari með þetta lið vorið 2009, NEMA að fá 100 milljónir til að kaupa 4 heimsklassaleikmann í sumar. Til þess er Manchester United með þvílíkt yfirburðalið að þetta finnst mér lágmarksupphæðin til að keppa við þá. Auðvitað gæti United aftur eytt 65 milljónum eins og í sumar og þá er viðbúið að við þurfum 2 heimsklassaleikmenn í viðbót. Þannig met ég raunveruleikann. Nýr maður, eins og Benitez, þarf MIKIÐ fjármagn til að gera liðið að meisturum. Eins og Mourinho fékk. Eftir að það kom upp og Ferguson fékk frjálst veiðileyfi á leikmannamarkaðnum hefur t.d. Arsenal ekki verið nálægt titlinum. Á að reka Wenger?
    h) Sammála þér með viðtölin.
    i) Hvaða þjálfari sem iðar í skinninu og er hæfur til starfans. Kannski frekar, hvað er það sem gerir mann “hæfan til starfans”?
    Mitt mat í dag er mikil reynsla af ensku úrvalsdeildinni og það að hafa verið meistari í slíkri deild á síðustu 10 árum, auk þess að eiga virðingu fólksins í Liverpool. Ég sé bara Mark Hughes og Martin O’Neill sem nálgast þessi skilyrði sem ég set, sennilega er O’Neill ekki að spila skemmtilegan fótbolta, svo það er þá Hughes fyrir mig.
    Ég mun eiga afar erfitt að þola Mourinho á Anfield og sé það ekki verða vinsælt á meðal áhangenda sem mæta á völlinn!??!??

    Þetta var allavega mín skoðun, en ég er sko alls ekki að segja að það álit sé óskeikult!!!!

  106. Ég get því miður ekki verið sammála Kristjáni Atla með að staðan verði ekki mikið verra en hún er núna.
    Ég gæti alveg trúað því að liðið tapi á laugardaginn á móti Roy og hans drengjum, algjört andleysi virðist einkenna klúbbinn þessa daganna og vandamálið er augljóslega mjög mjög alvarlegt. Ég var á Aston Villa leiknum í síðustu viku og kergjan sem er í gangi í Liverpoolborg er gríðarlega mikil en þó sérstaklega gagnvart könunum. Rafa á vísann fullan stuðning frá Kop samfélaginu og hann virðist sleppa við alla gagnrýni þó að liðið sé búið ná nýjum lægðum. Ég er það heppinn ef hægt er að tala um heppni að vera fara aftur á Anfield um helgina til að sjáleikinn á móti Sunderland. Það verður gríðarlega fróðlegt að sjá hvort að spennan verði jafnvel orðin meiri gagnvart könunum og hvort að Rafa fái áfram stuðning

    Ég meina hversu óeðlilegt er það að maður búist við jafntefli eða jafnvel tapi á móti Sundreland á heimavelli???

  107. Jessicu Alba í Liverpool og allir sáttir 🙂

    Takk fyrir greinargóð svör Maggi. Virði þínar skoðanir og vísa bara í langlokuna mína að ofan sem svör mín á móti. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála 🙂

Liðið gegn West Ham

7. sætið!