Liðið gegn West Ham

Jæja, liðið er komið. Það sem kemur helst á óvart er að Crouch og Babel eru á bekknum. DJÓK!

Reina

Finnan – Carra – Sami – Aurelio

Yossi – Gerrard – Alonso – Arry!

Torres – Kuyt

Bekkur: Itandje, Skrtel, Lucas, Babel, Crouch.

Koma svo! EKKI FLEIRI JAFNTEFLI!

32 Comments

 1. Hvað er að frétta af manninum með taglið ??

  Sigur í kvöld !!!. Please!

 2. Voronin er frá í 6 vikur með meiðsli í liðamótum, í hné minnir mig.

 3. Persónulega hefði ég sett Pennant eða Babel í stað Kewell á kantinum og Babel eða Crouch í stað Kuyt. Pennant/Babel, upp á hraðann, hefðu verið inni ef ég hefði fengið að velja liðið.

  Við skulum orða það þannig. Liðið í heild sinni hefur leikið illa að undanförnu, en það mæðir sérstaklega mikið á þeim Kewell og Kuyt í kvöld. Þeir bara verða að sýna að þeir hafi EITTHVAÐ erindi í þessa Úrvalsdeild! Þeirra sénsar hljóta annars að fara að klárast.

  Þetta verður hörkuleikur, veit ekkert hvernig fer. ÁFRAM LIVERPOOL!

 4. Já ég er sammála því. Ég hefði allavega haft Pennant inni frekar en Kewell :S

 5. Þetta verður hörkuleikur og ég er afar hræddur um að við munum eiga í erfiðleikum. Vonandi vinnum við en ég sé 1-1 jafntefli allsstaðar sem ég lít.

  Til gamans þá er West Ham liðið hérna:
  Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Bowyer, Mullins, Noble, Ljungberg, Boa Morte, Cole
  Bekkurinn: Wright, Spector, Etherington, Solano, Ashton

 6. Ég held þetta sé rant stillt upp hjá ykkur, Yossi er örugglega fyrir aftan Torres og Kuyt úti á hægri kantinum að vanda! 😉

 7. Verður spennandi að sjá hvort að Kuyt hafi eitthvað í vinstri bakvörðinn hjá WHAM þarna á hægri kantinum 😀
  Ég spái 0-1 fyrir Liverpool, víti á 75. sem Gerrard tekur. Það er samt meira því ég vil ekki spá Liverpool slæmu gengi. Orðum það þannig að ég myndi ekki tippa á okkur á Lengjunni…

 8. Já, það borgar sig að hafa Babel á bekknum því hann er meira fyrir að taka menn á en Harry Kewell á vinstri kantinum. Furðulegur þessi spánverji alltaf! Ég spái tapi í kvöld nema Kewell meiðist fljótt í leiknum og Babel fái að koma inná.

 9. Smá bögl að finna þetta á netinu. Virðist vera á TV ants en næ þessu ekki með Sopcast so far.

 10. Svei mér þá, við erum heppnir að vera ekki komnir 2 mörkum undir :S

  Þetta lýtur ekki vel út.

  Vona að Rafa öskri á þá núna í hálfleiknum, og inná með Babel og Crouch! Kewell og Kuyt eru ekki búnir að sýna neitt sem réttlætir að þeir séu þarna í stað Babel og Crouch að mínu mati.

 11. Svakalega er Alonso eitthvað dasaður, hann er einhvernveginn ekki að ná taktinum.

 12. Skrýtið að taka Kewell útaf, buinn að vera nokkuð sprækur. Hefði mátt vera Alonso í staðinn. Hvernig er það er Kewell alltaf skipt útaf um miðjan seinni hálfleik hjá okkur?

 13. Aurelio búinn að bjarga rosalega í tvígang, hélt að Ljungberg myndi setj’ann úr þessu dauðafæri. hef hingaðtil ekki haft mikla trú á honum en hann er að sýna fína takta.

 14. Oh my god, vítaspyrna þegar 5 sek eru eftir. Greyið Carra. 1-0 fyrir WestHam.

 15. erum við ekki að djóka….. arggggg… við vorum að tapa fyrir Westham… …. hvenar getur maður farið að vera stoltur aftur…. þetta er ekki í lagi…

  ég er bara drullu fúll út í liðið..

 16. Þvílíkt samansafn af helvítis karakterslausum aumingjum í þessu blessaða Liverpool liði!!! Það var ekkert sem benti til þess að menn hefðu nokkurn áhuga á verkefninu og kannski er það raunin?

 17. Kuyt hreint frábær í þessum leik – bar af. Vann eitt innkast á hættulegum stað á vinstri kanti á 41. mínútu. Er ég sá eini sem hugsar “höfuðlaus hæna” þegar hann hleypur á eftir boltanum á meðan varnarlína andstæðinganna spilar sín á milli?

 18. Ætlaði Benitez ekki að leggja áherslu á deildina í ár?
  Annars allt í lagi að fá eitt og eitt mark á sig en þetta lið getur bara ekki skorað mörk. Annað hvort verður að skipta um mannskap eða um stjóra. Hvort ætli kanarnir geri?

 19. Ef við fókuserum á einstaklingana, voru þá ekki Biscan, Smicer, Hamann og fleiri gamlir leikmenn sem tryggðu okkur CL 2005? Spurning um að fara að kaupa þá aftur, en mín skoðun er sú að þetta séu ekki leikmennirnir, við ættum fjandakornið að vera með sterkari hóp í dag og flestir þeirra sem voru inná hafa sýnt það að þeir geta mun betur en þeir hafa sýnt undanfarið. það virðist hinsvegar vera einhver sátt í liðinu að gera ekki betur en þetta, einhver virðist hafa lætt því að leikmönnum að 1-0 sé nóg og þá er eins og við séum allan leikinn að leita af þessu eina marki. Markmiðin virðast annaðhvort ekki vera skýr eða þá á of lágu plani til að leikmenn geri meira. Það þarf að mótivera þennan hóp og setja markið hátt (hinsvegar er hægt að ofgera þetta sbr EM 2008) og fylgja því eftir með því að drífa hópinn áfram, þjappa þeim saman og fá þá til að vinna sem lið. Því miður held ég að þessi íþrótt sé aðeins of flókin að hægt sé að hafa hóp af 20+ einstaklingum og það skipti engu máli hverjir eru í liðnu hverju sinni.

 20. Tap er betra en eitt helvítis jafnteflið í viðbót – það verður þá kannski til þess að menn vakni til lífsins.

Sættir við Pako?

West Ham 1 – Liverpool 0