Myndir af keppnistreyjum næsta tímabils komnar á netið:

Hef þetta stutt til að frábær upphitun SSteins geti fengið að njóta sín lengur. Það er búið að leka myndum af öllum þremur búningum Liverpool FC sem teknir verða í notkun á næsta ári. Þið getð séð búningana með því að smella hér fyrir neðan.

Búningarnir láku á Anfield Online en þið getið séð þá hér.

**AÐALBÚNINGUR (HEIMA):**

**VARABÚNINGUR (ENGLAND):**

**VARABÚNINGUR (EVRÓPA):**

Hvað finnst mönnum? Hvað segir Einar Örn, sjálfskipuð tískulögga Liverpool Bloggsins? Sjálfur er ég þokkalega ánægður með rauðu treyjuna, verður fínt að losna við kragann sem hefur pirrað mig í rúmt ár á núverandi treyju. Gráa treyjan kemur betur út en ég átti von á (það vantar samt klárlega Candy-auglýsinguna framan á fyrir nostalgíuna) en ég held það sé ekki séns í helvíti að ég klæðist græna viðbjóðnum nokkurn tímann. Bæði er græni liturinn versti Liverpool-treyjulitur sem hægt er að hugsa sér, og svo sýnist mér þetta vera eina treyjan sem er með þennan hundleiðinlega kraga sem er á núverandi heimatreyju liðsins.

Hvað finnst ykkur?

35 Comments

 1. Sammála með kragan, vill ekki sjá hann á neinni treyju en mér finnst þessir nýju búningar frekar flottir allir saman. Veit ekki hvort það er bara myndin en mér finnst Evrópubúningurinn nær því að vera blár en grænn, það kanski skiptir ekki öllu máli en ég er ánægður með hann (fyrir utan kragan). Hugsa að ég verði að kaupa þá alla:-)

 2. Af hverju mátti ekki nýta svarta mómentið sem er í gangi núna betur? Það er einn svalasti varabúningurinn sem við höfum nokkurn tímann verið með í gangi. Skil svo engan veginn þessa grænu áráttu…

 3. Sá rauði er virkilega flottur, mjög vel hannaður. Það verður gaman að sjá Fernando svitna í honum, helst við markaskorun eða eitthvað henni tengt. Hann er líka rauður, ekki rauð-bleikur eins og þegar Heskey og Owen voru heitasta sóknarparið í boltanum. Ekki það að bleikur sé eitthvað slæmur litur, ég á meira að segja bleikasta bol sem um getur og geng reglulega stoltur í honum, bara að Liverpool búningurinn sé það ekki. Hann skal vera Rauður.
  Gráa treyjan verður svei mér þá flottari og flottari í hvert skipti sem ég kíkji á þessa mynd. Nostalgían hellist alveg yfir mann eins og Kristján benti á . Einhverjir eiga eftir að gagnrýna þennan lit en til að byrja með, enda er hann frekar óvenjulegur. Menn þurfa eflaust tíma til að venjast honum og einnig skiptir það máli hvernig stuttbuxur koma til með að fylgja með. Mér finnst treyjan a.m.k. glæsileg. Svo er það þessi blái/græni. Finnst hann ekki passa inn í þetta allt saman, liturinn myndi frekar passa fyrir markmannstreyjuna, svo er hann eini með kraga, sem er greinilega ekki sá vinsælasti. Hann kannski venst, hvur veit?

 4. Rauði búningurinn er flottur. Grái búningur er frábær. Sá græni ekki alslæmur. – Grænn er ágætis Liverpool litur. Skárri en svartur segi ég – en græni liturinn á honum er ekki nógu mikið Liverpool.

  Þessi græni fannst mér t.d. alveg stórkostlegur: http://www.liverweb.org.uk/away00.gif

 5. Sko, einsog þetta er í dag þá á ég báða varabúningana, svarta og hvíta. Þeir eru báðir án kraga og alveg lygilega flottir. Mér finnst hins vegar aðalbúningurinn ljótur vegna kragans.

  Núna snýst þetta alveg við.

  Þessi aðaltreyja er SNILLD. Afskaplega einföld, bara þrjár rendur og svo merkin. Engin mynstur og ekkert dúllerí. Frábært.

  Það er hins vegar ekki sjens í helvíti að ég kaupi þessa varabúninga. Mér finnst þessi græni skárri, en þetta mynstur á gráa búningnum er ég allavegana ekki að fíla til að byrja með.

  En nýji aðalbúningurinn er frábær og það er það mikilvægasta.

 6. Alveg sammála nafna mínum hér fyrir ofan. Finnst aðalbúningurinn snilld, en varabúningarnir eru ekki fyrir minn smekk. Var að vona að við myndum halda varabúningunum sem við erum með í dag, þeim hvíta og svarta. Virkilega fallegir búningar og ekki skemmir fyrir að við höfum verið að hala inn stig í þeim á útivelli.
  Hvernig var þetta annars með gráa búninga……það var eitt lið sem hélt því fram að þeir myndu ekki sjá samherja sína á vellinum þegar spiluðu í gráum búningum 🙂

 7. Ég segi nú bara hvar er svarti.
  Djöfull var ég ánægður með hann. Svekktur að hann er farinn.

 8. Þessi græni er viðbjóður. hefði viljað hafa graá,, hvítann en hann er ágætur. Svarti var ferlega töff

 9. Mér finnst þeir flottir, þessi græni væri líka fínn ef þessi svarti kragi væri ekki þarna, hann eyðileggur búninginn alveg.

 10. heimabúningurinn er ruddalega flottur, einfaldur og svolítið gamaldags, ég er ekki sammála með kragann á núverandi búning, finnst hann vera helvíti flottur…. ég er hinsvegar ekki hrifinn af gráa og græna/bláa búningnum, finnst hvíti núverandi úti búningurinn vera fáránlega flottur, er ekki mjög hrifinn af þeim svarta, svo er ég sammála um það að mynstrið á gráa er ekki alveg að gera sig, finnst þetta vera einhversskonar old-school markmannstreyju munstur… mér sýnist hinsvegar ekki vera kragi á neinum þeirra… tveir þumlar upp á rauða, einn á gráa, en þumlarnir hanga í sambandi við þann græna/bláa

 11. Sammála því að aðalbúningurinn er flottur og græni ljótur, líka á því að hann sé of blár og veki ekki lukku á Anfield, hefði viljað bara fá einn óranslitaðan í það verk eins og 2001 varabúninginn.
  Hins vegar er ég kátur með gráan, nostalgían er sú að varabúningur síðasta meistaraliðs á Anfield var algrár……. t.d. var Ronnie Rosenthal flottur í þeim búningi!

 12. Rauði :mjög flottur og mér sýnist þetta ekki vera kragi heldur bara slétt við búininginn. Flott snið á þeim öllum. Lofar góðu.

  Grái: forljótur … punktur.

  Græni/blái: nokkuð flottur, er samt ekki að fýla það sem mér sýnist vera kragi.

  Ég er svo sammála … afhverju gat svarti ekki fengið stærra hlutverk. Ég keypti hann um leið og ég gat og fíla hann rosalega. Einn flottasti búningur frá Liverpool ever og allt of lítið notaður. Hvar er hægt að mótmæla ???

 13. Þetta eru allt flottir búningar og það er útí hött að Evrópu búningurinn sé græann. Hann er blár þó hann sé sem betur fer ekki hrinblár. Það eina sem er að honum er kraginn sem má að ósekju far veg allrar veraldar. Annars er ég sammála með bæði svartu og hvítu búningana, þeir voru flottir og þurftur ekki að missa sín.
  En mér er sama í hvaða búningum liðið leikur. Ég vil bara sigur í öllum leijum hvað sem lit varabúninganna líður. Og aðalbúningurinn á auðvitað að vera rauður útí eitt. Rauður, rauður og RAUÐUR.
  Það sjá allir menn!!!

  YNWA

 14. Ég er ekki alveg nógu sáttur með þetta verður að segjast. Rauði finnst mér ekkert spes (og ég hef alltaf fílað kragann, finnst það meira retró look).

  Þessi grái er að koma hvað best út finnst mér, enda mikill aðdáandi gömlu Candy búninganna (og Candy tímabilsins ef útí það er farið). Hann lítur ekki sérstaklega vel út fyrst um sinn en ég er handviss um að hann eigi eftir að venjast mjög vel.

  Hvað græna búninginn varðar þá var ég aldrei hrifinn af græna tímabilinu (sé bara Berger fyrir mér) fyrir utan það að það er ekkert Liverpool-legt við græna búninga. En með góðu gengi á næstu leiktíð gæti þessi skoðun mín auðvitað snúist við?

  Vonum það bara!

 15. Rauða er mjög flott, að vanda. Gráa sleppur. Græna er hræðileg.

 16. Eru einhverjir fleiri skápa-Evertonmenn hér inni sem vilja segja að þriðja treyjan sé blá?

  Ég er Liverpool-maður í húð og hár. Þetta er GRÆN treyja. 😉

 17. “Sjálfur er ég þokkalega ánægður með rauðu treyjuna, verður fínt að losna við kragann sem hefur pirrað mig í rúmt ár á núverandi treyju”

  Vonandi fer þá Liverpool að spila betur í þessum búningum fyrst að kraginn hefur verið að pirra þig svona mikið.

 18. Ja miðað við græna litinn í Liverpool-merkinu þá er þetta “andsk” bláleitt treyja! Ég held að litafræðingar myndu kalla þetta blátt.!

 19. Hvaða nigg er þetta yfir græna litin. Veit ekki betur en þetta er nánast sami liturinn og í Liverpool merkinu. Það eitt heillar að nota liti félagsins þó svo að svarta var kannski meira töffara.

  Svo er miklu flottara að hafa þetta bara einfaldar treyjur sem virka. Einfaldleiki er oftast flottastur og er ég því mjög sáttur með aðalbúningin. Hvað gráa varðar, tja tjaaa…

 20. Ég er nefnilega svo mikill Liverpool maður að ég vill EKKERT líkt bláu í búningunum okkar!!!!

 21. Þessi grái er GEÐVEIKUR! Ég á gráa Candy og það er mín uppáhaldstreyja, en þessi grái verður keyptur daginn sem hann kemur í verslanir!

  Rauði massífur líka, en ég skil ekki þessa grænu búninga.

 22. Ótengt búningunum:
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3092096,00.html

  Ég man þegar þessi gæji reyndi að kaupa Liverpool. Mér leist langbest á hann af öllum sem voru að reyna að kaupa.

  “But I’m worried a little bit. I want to be able to win whatever we do. But there are no rules in terms of spending on players.”

  Þess má geta að þessi maður á New England Patriots, liðið sem er að fara að tapa gegn mínum mönnum á sunnudaginn en eru samt dómínerandi force í Bandarískum fótbolta. Þar á bæ er verið að byggja nýjan völl sem á að kosta 1milljarð dollara þannig að allar líkur eru á að það verði ekkert til sparað á þessum bæ ef hann ætlar nær að kaupa Liverpool.

 23. Já, Addorri – ég væri til í að sjá Kraft. Hann hefur verið nokkurn veginn hinn fullkomni eigandi á Patriots og allir sem ég þekki sem elska það lið eru mjög hrifnir af honum.

 24. Kraft var nú ekki svo spenntur á sínum tíma, mér fannst það frekar vera við sem vorum að reyna að fá hann inn.
  Hann er líka heldedikeraður Patriots – ég vill bara fá einhvern sem elskar LFC í fyrsta sæti! Eigum ekki annað skilið.
  Hins vegar segir hann nokkuð sem ég held að við ættum að skoða, varðandi það umhverfi sem er í okkar fótbolta öðruvísi en í amerískum íþróttum, varðandi fullkomið frjálsræði í launum og leikmannakaupum.
  Aðalmál bandarískra eigenda er að halda sig innan þeirra ramma allra og því held ég að þeir eigi allir erfitt með að aðlagast villimennskunni í þeim málum hér austan Atlantshafs!

 25. Já, og Addorri – eru Patriots að byggja nýjan völl???? Ég hélt að Gillette Stadium væri bara nokkurra ára gamall. Ég man allavegana þá tíð þegar ég var í háskóla að þeir voru að spila á Foxboro.

 26. Sorry, ruglaði saman Colts og Patriots… Kemur fyrir bestu menn 🙂
  Sá völlur á reyndar ekki að kosta “nema” $500m, það var nýji Cowboys-völlurinn sem mun kosta $1bn. Þannig að þið getið beisiklí gleymt öllu sem ég sagði hér fyrir ofan fyrir utan það að fyrir mér er Kraft besti kosturinn.
  http://en.wikipedia.org/wiki/New_Cowboys_Stadium – væruði til í að sjá Liverpool í þessu ferlíki???

 27. Þessi völlur hjá Cowboys er ekkert slor. Það eru einmitt HKS sem hönnuðu hann, þeir sömu og hönnuðu nýja Liverpool-leikvanginn fyrir Hicks og einnig Texas Rangers Ballpark fyrir hafnaboltaliðið hans.

 28. Líst vel á aðal- og varabúninginn fyrir England en er ekki eins ánægður með þann blágræna. Vona samt að það verði sem allra mest not fyrir hann. þá er aldrei að vita nema maður yrði bara sáttur við hann.

  Veit einhver um “áreiðanlega” síðu þar sem tekið er saman hvað liðin hafa verið að eyða í leikmenn síðustu ár +/-. Ég rakst einhversstaðar á tölur um kaup efstu liðanna þar sem segir að Liverpool hafi eitt svo miklu hærri upphæðum í leikmenn heldur en Arsenal (ManU og Chelski að sjálfsögðu í sérflokki) Ég veit ekki hvort sá sem tók þetta saman hefur ruglast á Arsenal og Havant & Waterlooville. Man ekki í hvar ég sá þetta.
  Svo er það West Ham í kvöld.
  KOMA SVO

 29. Varðandi völlinn, ef að Liverpool völlurinn verður samkvæmt teikningum, þá get ég ekki ímyndað mér annan knattspyrnuvöll, sem ég vildi skipta á. Mér finnst hann fáránlega flottur.

  Alli, LFCHistory.net er allavegana góð síða fyrir Liverpool kaup. Sjá tengil hér efst.

 30. mér gæti ekki verið meira sama hvernig búningarnir líta út. eina sem skiptir máli er að liðið vinni alla sína leiki og spili góðan fótbolta, hitt geta aðrir svo sem pælt í 🙂

West Ham á morgun

Sættir við Pako?