Myndir af nýja vellinum.

Jæja, þá eru komnar myndir á vef Liverpool af nýja vellinum okkar í Stanley Park.

Tvö stór verktakafyrirtæki sjá um að byggja völlinn, sem á að taka um 71 þúsund manns í sæti, þar af 18500 í Kop, sem verður þar með stærsta stúkusvæði (single tier stand) í Englandi og sennilega víðar, slær út The Kop á Anfield sem tekur um 13 þúsund.

Við þetta tækifæri tilkynnti Texasbúinn síspjallandi að

“HKS has developed a more efficient design that, at the same time, is just as stunning as its original design.

“Liverpool supporters should have high expectations for the future: a premier sporting experience at their new stadium at Stanley Park and a winning Club on the pitch for years to come.”

Sjáum til, ég skil ekki hvers vegna Gillett fær aldrei að segja neitt, bara Texasbúinn stóri!

Í mörgum blöðum í dag birtast svo fréttir að á næstu dögum muni eigendurnir ganga frá kaupum á Javier Mascherano fyrir 17 milljónir punda til að reyna að sanna fyrir aðdáendum Liverpool að þeir ætli sér stóra hluti.

Manni sýnist á viðburðum dagsins að þeir hafi nú fengið þau lán sem þeir þurftu og séu nú að byrja að eyða þeim peningum, virðast ákveðnir í að vera áfram þrátt fyrir rok í fangið þessa dagana.

Annars staðar er þó líka sagt að DIC sé farið að selja eignir til að eiga nægan pening fyrir kaupum á LFC…….

En völlurinn sýnist flottur og klárt að ég ætla á hann fyrsta seasonið sem hann opnar!

29 Comments

 1. Já, mjög töff völlur og vonandi að öldurnar fari að lægja hjá klúbbnum.

 2. Er þetta þriðja eða fjórða útgáfan sem er opinberuð?. Þetta fellur algjörlega í skuggan á ruglinu sem búið er að vera í kringum þessa Kana, maður treystir þessum mönnum engan veginn.

 3. Flottur völlur. Þetta er líka sami völlur og var sýndur í júní. Ég get ekki séð betur. Maður treystir engu sem þessir félagar segja. Ætli þessari teikningu verði ekki skipt út í júní. Sjáum hvað setur.
  YNWA.

 4. Sjáum hvað setur.

  En að öðrum mikilvægari málum… er hvergi hægt að sjá Liverpool – Havant & Waterlooville beint?

  Aldrei hefði mig grunað að ég færi að skrifa þessa setningu hér að ofan.

 5. Þetta eru flottar myndir en ég hrósa ekki sigri fyrr en völlurinn er klár, Mascherano er kominn og jákvæðari fréttir af félaginu á komandi tímum.

  Sjáum hvað setur.

 6. það er svosem ágætt að kanarnir ætli að sanna fyrir aðdáendum að “they mean buisness” en þeir þurfa að gera margt og mikið til að komast í mjúkinn aftur, ef þeir voru það einhverntímann, en ég er til í að gefa þeim annann séns, sem gæti svosem verið heimskulegt……. en flottur völlur og klárt mál að hann verði heimsóttur ekki löngu eftir opnun!

  ég er líka búinn að heyra að það sé hvergi hægt að horfa á Liverpool – Havant, ekki einu sinni á netinu, sem er alger skandall

 7. Aggi, hefur þú séð einhverjar staðfestar fregnir um að Javier sé keyptur til félagsins? Hef ekki séð það neins staðar á netinu.

  Annars er hann jú löngu kominn, kom fyrir rúmu ári síðan 🙂

 8. Sæll Daði.
  Áhugaverður linkur, ég þorði nú ekki alveg í greininni minni í gær að ræða um nákvæmlega þetta sem svo kemur fram í linknum, en þetta er umræða sem var talsverð ef maður las um DIC í fyrra þegar þeir voru að hugsa um að kaupa.
  Moldríkir, eldklárir bissnessmenn eða siðlausir arðræningjar fátækra?
  Það er allavega alveg ljóst að lög og reglur í Dubai eru afar sérstakar og mannréttindabrot eru þar gríðarleg, undir stjórn Sheiksins sem á peningana sem Liverpool yrði keypt fyrir.
  Góð grein. Er ekki Aggi að meina að hann fagni ekki FYRR en Masch kemur? Ég allavega skildi hann þannig.

 9. Maður er smá á báðum áttum með þessa grein, málar mjög svarta hlið á þessum gaur og DIC yfirhöfuð án þess að maður fái neina innsýn frá mönnum hinumegin við borðið….eins og er siður í blaðamennsku breta (o.fl). T.d. hvort það er hægt að rekja þessa meintu misbeintingu og barnaþrælkun/rán beint til Sjeiksins?

  Besta setningin í þessu er “Sometimes, it’s better the devil you know” eins og kom kannski á daginn fyrir ári síðan þegar við hófum kanana upp til skýjana…án þess að vita mikil deili á þeim.

  Ég vil ekki útiloka kanann alveg strax, en ég er búinn að vera ROSALEGA ósáttur með þeirra meðhöndlun á klúbbnum og ef bara ekki lengur trú á því að þeir séu nógu fjársterkir til að eiga klúbbinn og reka með þeim formerkjum sem þeir lögðu upp með….þessvegana líta DIC mjög vel út núna. Að DIC líti vel út segir kannski meira en margt um vinsældir kanana. Fyrsta verk hjá okkar núverandi eigendum held ég að ætti að vera að setja Texas Hicks í fjölmiðlabann og láta Gillett um þetta.

  …þar fyrir utan hef ég lítið frétt af háværum mótmælum hjá stuðningsmönnum Man City þó þeirra eigandi ætti að heita sá allra vafasamasti…ljótt eins og það nú er.

 10. Umræðan um DIC í fyrra var komin inn á þessar brautir, enda alveg vitað að Dubai er ekki lýðræðislegasta ríki á jörðinni.
  Síðustu dagana áður en svo DIC var slegið af var mikið af alls konar fréttum um viðskiptahætti þessara manna, m.a. umræða um úlfaldakeppnirnar og barnaþrælkun þeim tengt.
  Það sem þeir hafa þó klárlega með sér er að innan fjölskyldunnar er harður Liverpoolmaður sem hefur lengi verið að fylgjast með klúbbnum.

 11. Jæja, – fjármögnunin komin í hús og (ótrúlegt en satt) Hicks hættur að tala út um ra****ið á sér:

  In response to questions recently raised about owner support of Rafa Benitez as Manager, Tom Hicks today commented: “Since the meeting with Rafa on December 16th, at which some widely reported communications issues were discussed, Rafa has been assured that he has continuing and enthusiastic support as the Club’s Manager.

  “Reflecting that support, Kop recently approved his transfer payment request to sign Martin Skrtel for £6.5 million and is in discussions with Rafa and Club management regarding additional player signings this summer.

  “Rafa is under contract for two more seasons following this season. I am solidly behind Rafa and am confident of the team’s competitive prospects under his continuing leadership.”

  Sjá hér: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158586080125-1442.htm

 12. sælir..
  Tengist þessum þræði ekkert en get ekki sitið á mér.
  Þú verðið að fyrirgefa mér stjórendur. Var að lesa að Liverpool hefði reynt að fá Theo Walcott lánaðnn frá Arsenal út tímabilið.

  Þess má geta að Wenger vill að hann fari á láni þar sem hann hefur ekki verið að spila nógu vel fyrir klúbbinn..

  Þá spyr ég, er þetta allur metnaðurinn, að fá leikmann sem andstæðingurinn vill losna við því hann er ekki nógu góður…
  við verðum fljótir að komast við hlið Arsenal og stærri klúbba með þessari
  hugsun….

 13. Egill, ég myndi feginn vilja hafa Theo hjá okkur núna enda kæmust sóknarmenn okkar ekki í barnaskólalið Arsenal miðað við þetta tímabil hjá þeim (fyrir utan einn auðvitað)……en svo bendi ég að þó að þú hafir verið að lesa þetta þá er mikið langt í frá að þetta þurfi að vera satt 😉

 14. Hvar varst þú að lesa þetta, Egill?

  Annars er þetta með völlinn allavegana góð tíðindi. Mér sýnist þetta vera nokkurn veginn einsog upphaflega planið var. Sama hvað má segja um H&G, þá finnst mér þessi teikning af vellinum vera æðisleg og ég get ekki beðið eftir því að fá að upplifa stemninguna á nýjum velli.

 15. Arsenal eru vel manniðir á könntunum en við ekki. Theo myndi leysa kanntstöðu vel fyrir Liverpool og því ekki að fá hann til liðs við okkur(gerist ekki, jafn líklegt og við lánum Gerrard til Man utd).

 16. Við erum klárlega ekki klúbbur sem fær leikmenn frá liðum eins og Arsenal að láni og skila þeim síðan til baka reynslunni ríkari , held að það sé nokkuð ljóst.

  varðandi völlin, hefur eitthvað komið fram hvort hægt sé að stækka hann ef þörf þykir ? annars er 71þús fínt. Arsenal græða allavega vel á sínum 60þúsund áhorfendum.

 17. Fótboltaaðdáendur eru eins og íslenskir kjósendur……allt of fljótir að gleyma. Fáeinar myndir af nýja vellinum fá allavega ekki mig til að gleyma hversu miklir asnar þetta eru. Vonandi drulla þeir sér í burtu sem fyrst.

 18. Nú er byrjað að slúðra um að Torres sé á leiðini til Man.utd hafið ið séð eitthvað um það?

 19. Hmm er það bara ég eða lítur völlurinn út eins og peninga clips, þegar maður sér hann á hlið?? 🙂

  Ég er að meina 3ju mynd að ofan á opinberu síðunni…

 20. “Það sem þeir [DIC] hafa þó klárlega með sér er að innan fjölskyldunnar er harður Liverpoolmaður sem hefur lengi verið að fylgjast með klúbbnum.”

  Ég býst við að það núlli út öll möguleg mannréttindabrot og þess háttar…

 21. Sælir,
  ég hef svosem ákveðnar skoðanir á þessum könum sem keyptu klúbbinn okkar og ætla að láta þær liggja til hliðar þessa stundina.
  Hinsvegar í ljósi frétta dagsins, og túlkanir virðulegra miðla (The Times) er ljóst að kanarnir hafa tekið þá ákvörðun að eiga Liverpool FC áfram og ætla sér alvöru plön með klúbbinn.
  Eftir að hafa rýnt í fjármálin sýnist mér að þeir hafi sett 105 millj. punda sem veð á klúbbinn sjálfann og 245 milljónir á eignarhaldsfélagið sitt. Það er ákveðinn léttir því þeir hefðu getað veðsett klúbbinn sjálfan fyrir þessu. Þessar 105 milljónir skiptast svo í tvo potta, 60 milljónir sem fara í þróunarsjóð vallarins og síðan 45 millónir til leikmannakaupa eða til að hafa aktivití á leikmannamarkaði. Það finnst mér mjög gott.
  Í mínum huga þýðir það að þeir ætla sér að ganga frá kaupum á Mascherano sem og líklega einum til tveimur alvöru mönnum.
  Vitanlega þorðu þeir svo ekki að hrófla við Rafa, fyrst þeir ákváðu að eiga klúbbinn áfram, en hefðu þeir eitthvað reynt að styðja hann ekki, hefði múv dagsins orðið hálf hjákátlegt. Ég skil vel svosem að menn hafi misjafnar skoðanir á Rafa en pælum ekki í því hér.
  Þetta þýðir þá líka að vonandi skapast vinnufriður á Anfield og menn geta farið að einbeita sér að því að vinna vinnuna sína og koma sér í almennilegt leikform. H & W verður fróðlegur leikur um helgina og ég vona að píparar, múrarar og rafvirkjar 🙂 haldi sig við tæklingar fyrir neðan hné ! 🙂

 22. einversstaðar er einhver að fara að draga dilk á eftir sér…

  þessi sápuópera er ekki búin…

 23. Ég get ekki séð að það verði e-ð meiri ró yfir málefnum klúbbsins þegar það þarf að borga af 350 milljón punda láni (fréttir segja að það séu árlegar vaxtagreiðslur upp á 28-30 milljón pund) og þá á eftir að fá lán fyrir nýja leikvanginum sem bætir 300 milljón pundum ofan á það sem komið er. Þessi pakki hjá könunum lítur ekki vel út svart á hvítu hvað mig varðar að minnsta kosti.
  YNWA.

 24. Athyglisverð hugleiðing um eigendurnar sem ég fann á BBC vefnum: http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/mihirbose/2008/01/liverpool_deal_not_the_end_of.html

  Þar segir m.a.
  “The breakdown between the American owners and the Spanish manager has
  been described to me as a clash of culture.

  Their American sporting experience has not schooled them to the ways
  of the tabloid back pages and the way a manager can use them to get
  his own message across.

  Hicks is particularity guilty of this, and his attempts to get his own
  media message across, as in the admission he spoke to Jurgen Klinsman
  about replacing Benitez, have backfired badly.”

  Hann klikkir svo út með:

  “The refinancing story should be seen as just one episode in a long
  running Liverpool soap opera. The final act is far from being
  written.”

  Let the good times roll…

Meðan beðið er frétta……

Havant & Waterlooville á morgun