Arbeloa og Voronin meiddir

Samkvæmt opinberu síðunni eru þeir Alvaro Arbeloa og Andriy Voronin meiddir. Arbeloa á við meiðsli í kvið að stríða og verður frá í 2-3 vikur en Voronin verður eitthvað styttra frá með ökklameiðsli. Báðir munu missa af leiknum gegn Havant & Waterlooville um helgina, sem ætti nú varla að koma að sök, en ég hef áhyggjur ef að Arbeloa ætlar að missa af mikið fleiri leikjum en það, þar sem Finnan hefur verið að missa úr svolítið vegna meiðsla undanfarnar vikur. Ef þeir yrðu einhvern tímann báðir meiddir gæti Rafa neyðst til að nota Carragher sem bakvörð, sem er ekki ákjósanlegt að mínu mati.

Af eigendamálum er hins vegar ekkert nýtt að frétta. Slúðrið segir tvennt; annað hvort eru þeir að missa klúbbinn í hendur Royal Bank og Scotland vegna skulda eða að þeir eru bara öööörfáum dögum frá því að ná að endurfjármagna lántöku sína og tryggja sér áframhaldandi eign yfir klúbbnum. Með öðrum orðum, þá veit enginn neitt.

17 Comments

  1. Verra að missa Arbeloa en Voronin. Arbeloa hefur samt ekki verið að sýna neina svaka takta undanfarið, en það hefur heins vegar enginn gert í okkar herbúðum.

    Vonum bara að hann verði komin sem fyrst kallinn….Voronin hefur ekkert mikið verið að spila en samt gott að hafa hann til að geta skotið honum inná.

  2. Skrítið að hugsa til þess að menn sem stjórni 1.6 billjón dollara private equity fyrirtæki eigi í erfiðleikum með að fjármagna sig. Þeir eru sennilega að súpa seyðið af krísu á fjármálmörkuðum eins og fleiri. Ætli það sé kominn tími á að hleypa mönnum að með sterkari eigin fjárstöðu.

  3. Slæmt að missa Arbeloa, besti bakvörðurinn okkar og hann kann fótbolta. Fínasti leikmaður.

  4. slæmt að missa arbeloa, er nokk sama um voronin.

    en ætli vörnin verði þá ekki á þennan veginn næstu vikurnar:
    carra-skrtel-hyypia-riise

    áfram liverpool!

  5. Ef þeir missa hann þangað er þá ekki líklegt að DIC kaupi þetta þaðan? 😛

  6. Þetta er líklega fyrstu skrifin á netinu þar sem fjallað er um mál bandaríkjamannanna þeim í hag. Vonandi er þetta bandaríkjahatur einhvers konar lúkasarmál þar sem hlutirnir eru blásnir úpp úr öllu valdi.

  7. Vonandi er þetta bandaríkjahatur

    Þetta snýst ekki um bandaríkjahatur, heldur það að þessir eigendur virðast vera gjörsamlega ófærir um að standa við gefin loforð og það að virða hefðir þessa félags. Þeir eru búnir að vinna þessu félagi miklu meiri skaða heldur en fyrri eigendur – og ég sé ekki enn að þeir hafi skilað einhverju góðu til félagsins.

  8. Já, Torres , bara bestu kaup Liverpool síðan Sami Hyypia kom fyrir klink.

  9. held nú að Jóhann hafi ekki verið að gefa í skyn að hann vonaði að þetta væri bandaríkjahatur, heldur að hann vonaði að þetta bandaríkja hatur væri einhverskonar lúkasarmál 😉

  10. Það sem ég var einmitt að ýja að og var kannski meira óskhyggja í mér var að þetta væri stormur í vatnsglasi, byggt á sandi eða úlfaldi úr mýflugu eða jafnvel að gert hafi verið meira úr málinu en efni stóðu til.
    Það breytir ekki því að þetta er allt í hönk. En með smá Pollýönnu þá getur maður leyft sé að óska þess að þeir nái að klára endurfjármögnun, setji það ekki allt á klúbbinn (sem reyndar Glazier gaurarnir gerðu og það virðist ekki há þeim) og Rafa fái fullan stuðning, fjárhagslega og til þess að stýra liðinu eins og hann vill og við verðum komnir á nýjan glæsilegan70 þúsund manna völl innan þriggja ára.

  11. Hvernig er það, verður leikurinn á laugardaginn hvergi sýndur? Sé ekkert um leikinn á dagskrá Sýnar, Sýn 2 eða á heimasíðu Players.

Liverpool 2 – Aston Villa 2

Meðan beðið er frétta……