Liverpool 2 – Aston Villa 2

Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Ég tók rúmar 5 mínútur eftir leikinn í að slökkva reiðibálið inn í kollinum á mér svo að skýrslan gæti orðið málefnaleg og marktæk, það mistókst og var tímasóun, ég er enn brjálaður. Liverpool átti 19 marktilraunir í þessum leik gegn 4 tilraunum gestanna, en það var ekki nóg til að taka öll stigin, enn eitt jafnteflið niðurstaða og ég hreinlega veit ekki hvernig við eigum að bjarga þessu tímabili. Ég er gjörsamlega stjarfur fyrir framan tölvuna, þegar þið lesið þessa skýrslu þá skulið þið ímynda ykkur að ég sé á a.m.k. 9. bjór og búinn með allavega 5 white russian.

En að skýrslunni. Byrjum á að skoða byrjunarliðið og breytingar Rafa.

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Kuyt

Bekkur: Itandje – Skrtel (f. Arbeloa ´70) – Alonso – Babel (f. Kewell ´74.) – Crouch (f. Benayoun ´80).

Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðum á upphafsmínútunum. Það var ekki fyrr en eftir 15 mínútur sem að Torres fékk hálffæri en skot hans rataði ekki í netið. Villa menn voru lítið að ógna marki heimamanna en heldu vel miðjunni og gerðu fá mistök varnarlega. Þarna var maður farinn að sjá fram á varnarmúr sem erfitt væri að brjóta á bak aftur og ef menn ætluðu sér 3 stig yrðu þeir að nýta færin. Það gerði Ísraelinn Yossi Benayoun eftir 19. mínútna leik. Hann fékk boltann inn á teig eftir frábæra sendingu frá Dirk Kuyt, skot hans fór af varnarmanni, en Benayoun var fljótur að átta sig og náði frákastinu og kom sér á blað. Vel gert hjá honum og mikilvægt að fá mark snemma í leikinn. Heimamenn heldu yfirburðunum áfram og sóttu að krafti. Næstur til að munda skotfótinn var Aurelio en skot hans fór rétt framhjá, fastur Brassinn. Meira markvert átti sér ekki stað í fyrri hálfleik og ágæt 1-0 forysta í hálfleik. Liverpool réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og allt sem Villa menn reyndu að gera sóknarlega drap Sami Hyypia í fæðingu, frábær fyrri hálfleikur hjá honum og útlitið fyrir síðari hálfleik gott.

Heimamenn hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Heldu boltanum meira og voru líklegri aðilinn. Fyrstur til að fá færi í síðari hálfleik var Kuyt en það færið fór til spillis. Pressan (á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum) að marki Villa jókst og þeir Kewell, Aurelio og Torres komust allir nærri því að skora. Kewell tók frábæra fintu á varnarmanninn og þrumaði svo boltanum á markið en skotið fór því miður ekki inn. Ég er viss um að Kewell hefði brotist í gegnum hvaða handboltavörn sem er með þessum tilþrifum. Heimamenn heldu áfram að sækja að krafti og fyrirliðinn argaði sína menn áfram, staðráðinn í að bæta við og klára leikinn. Villa menn sóttu í sig veðrið smám saman og John Carew átti gott skot sem Reina varði vel. Skömmu síðar fengu gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju, boltinn barst til Marlon Harewood sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin af stuttu færi. Rafa leyst ekkert á blikuna og skipti Martin Skrtel inná fyrir Arbeloa og fyrsti leikur Skrtel fyrir félagið því staðreynd. Svo á 72. mínútu fengu Villa menn aðra aukaspyrnu, nú hægra megin á vallarhelmingi Liverpool sem endaði með því að Fabio Aurelio skoraði sjálfsmark og Villa menn því komnir yfir 1-2. Rafa ákvað að gera aðra skiptingu strax eftir að gestirnir komust yfir og skipti arfaslökum og steingeldum Kewell útaf fyrir Babel. Fernando Torres komst í gott færi á 80. mínútu en Stuart Taylor varði skalla hans vel. Liverpool rembdust við að jafna metin á heimavelli gegn Aston Villa (hversu sorglega hljómar það?) en sá rembingur bar einmitt árangur á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar að Carragher lagði boltann á Peter Crouch sem jafnaði metin með frábæru marki frá vítateigslínu.
Lokatölur 2-2. Hvað getur maður sagt?

Ég nenni ekki enn eina ferðina að fara að ræða það sem er í gangi utan vallar hjá Liverpool Football Club. Það er rugl og þið getið rætt það ykkar á milli, ég nenni því ekki, er kominn með algjört ógeð á þessari þvælu.

Maður leiksins: Þar sem að ég finn nákvæmlega engann leikmann sem stóð upp úr í kvöld þá ætla ég að velja engan sem mann leiksins. Engin átti stórleik í kvöld og lék frábærlega á köflum. Annars þá fannst mér Carragher spila ágætis leik, Skrtel kom sæmilegur inn, Hyypia var allt í lagi og Crouch skoraði flott mark en það stóð engin afgerandi upp úr að mínu mati, því miður.

Næsti leikur er gegn H&W á laugardaginn, 26. janúar. Hef ekkert um meira um það að segja. Bless.

100 Comments

 1. Þetta tímabil er nánast endurtekning á 2002-2003 tímabilinu; miklar væntingar en niðurstaðan skelfileg vonbrigði. Tveir menn bera þetta lið uppi sóknarlega og þegar þeir eiga ekki stjörnleik getur liðið ekki neitt.

  Ofan á þetta virðast gömlu gildin á undanhaldi og klúbburinn virðist loga í illdeilum vegna Gillet og Hicks sem eru ekki starfi sínu vaxnir og vilja greinilega tala við sína menn í gegnum fjölmiðla. Sorglegt!

 2. Djöfull er þetta týpískt, loksins þegar maður var farinn að sjá baráttu anda og eitthvað að gerast, miðað við undanfarna leiki, koma 2 mörk 3 mínútum.

  AAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!

 3. Jæja……voða var þetta sætt jafntefli…þeir fögnuðu eins og bavíanar í bananabúð. Þvílíkir fávitar. Núna verður RB rekinn. Býst við fréttum í kvöld eða á morgun. Réttast væri að Gerrard tæki við sem þjálfari út tímabilið.
  Útileikir við topp 3 liðiðin eftir og ekki mikil hætta á sigrum þar.

 4. That’s it!!!!…… Burt með Bandaríkjamennina, Burt með Benitez, Burt með 4-6 miðlungsleikmenn sem eru engan vegin þess verðugir að klæðast Liverpool treyjunni. Búinn að vera þolinmóður gagnvart Benitez en nú er sú þolinmæði á þrotum.
  S.O.S kalla eftir nýjum eigendum sem eru tilbúnir að ráða nýjan mann í brúnna og er tilbúinn að byggja upp öflugt lið sem getur keppt við Man Utd, Arsenal og Chelsea. Er eiginlega kominn með leið á að vera horfa á Liverpool keppast um 4 sætið við Everton, Aston Villa, Man City og Portsmouth.

 5. annað markið hja villa seigir ekkert nákvæmlega ekkert um liverpool eða villa þetta var bara pjura heppni það sama hefði komið fyrir hja öllum hinum liðunum
  YNWA

 6. Úff ég er búinn að telja oft upp á 20 en samt næ ég ekki að róga mig. Þetta var sama hnoðið og í undanförnum leikjum. Ég bara skil ekki hvað hann var að hanga með Dirk k og aurilio inn á vellinum allann tímann. Við vorum ekkert að skapa okkur af færum. Gerard var þó að reyna að berja liðið áfram. En mörkin sem við fáum á okkur voru ömurleg, Reyna átti að verja skotið í fyrra markinu og aurilio kórónaði stórleik sinn með því síðara. Ætlar þetta engann endi að taka?

 7. úúúúúúúúú´fffffffffffffffffffff aaaaaaaaaarrrrrrrrrgggggggggggg

 8. Fabio hefur aldrei getað blautan skít. Hann er ömurlegur..því kom hann?

 9. Kuyt er klassa fyrir neðan Liverpool! Maður sá það nákvæmlega í þessum leik. Hefði viljað sjá Finnan og Arbeloa í bakvörðum en þegar að Crouch kom inná átti Aurelio að fara útaf. Hafa Carra, Skrtel og Hyypia saman í vörn. Liðið er einfaldlega bara bitlaust eins og er. Það er einhver andi sem vantar þarna inn, veit ekki nákvæmlega hvað það er en það er ekki bara nóg að láta Gerrard hlaupa og berjast, það verða fleiri að hjálpa honum! Torres lagði sig einnig fram og Kuyt hljóp eins og hundur í kringum skottið á sér!!

  Crouch sýndi það að hann á heima þarna og Babel inn fyrir Kewel!! Fannst þetta glórulaust beinlínis, ekkert almennilegt bit fram á við með Torres einan þarna og Gerrard að toga restina á eftir sér sem var að bakka gegn honum. Yossi gerði gott mót, hann skilaði alveg sínu en hefði viljað sjá meira af honum.

  Eitt til viðbótar….KLÁRA SÓKNINA MEÐ SKOTI OG LÁTA VAÐA!!!! Það er eitthvað sem að hefur verið í lægð hjá liðinu….Gerrard, Alonso, Torres, Aurelio og jafnvel Kewel hafa þessa skotgetu, notiði hana og athugið hvað skeður (Riise reynir alltaf að nota 12 leikmanninn, áhorfendur).

  Hef ekki mikið meira að segja en vildi bara koma þessu út!! Pínu pirringur farinn!

 10. Sigurður….ég tel að annað mark Villa segir mikið um Liverpool þessa stundina þar sem svona “óheppni” var bara til að kóróna umfjöllun um eigendur, Benitez og svo gengi lLiverpool síðustu vikna. Þetta var bara mjög táknrænt fyrir liðið.

 11. Ég horfði á þennan leik með bróður mínum og eftir að við vorum komnir í 1-0 töluðum við stanslaust um að við yrðum að ná öðru markinu til að sigra. Við vissum að eitt mark myndi örugglega ekki nægja.

  Skandallinn hér er ekki að fá á sig mark. Harewood gerði vel í fyrra markinu og það í raun engum að kenna, og svo vorum við dæmalaust óheppnir í því síðara. Skandallinn er að enn einu sinni bara geeeeta okkar menn ekki klárað leiki á heimavelli í deildinni. Liðið á að geta þolað að fá á sig eitt mark eða svo án þess að allt sé í hættu. Þessi færi sem liðið fékk í kvöld voru alveg nógu góð til að menn gætu gert út um leikinn.

  Torres, Kuyt, Benayoun, Kewell, Gerrard, Mascherano, Aurelio. Þessir menn fengu allir sénsa og voru allir í tækifærum til að koma Liverpool í 2-0. Það er auðvelt að pikka út þá þeirra sem eru ekki nógu góðir í topplið (Kuyt, Kewell) og skamma bara þá fyrir sín klúðruðu færi, en staðreyndin er sú að Gerrard, Mascherano og Aurelio voru að skjóta út á bílastæði í allt kvöld og Torres hefði getað gert betur með þau færi sem hann fékk.

  Ég veit að menn eiga eftir að gagnrýna Kuyt fyrir þennan leik og ég er sammála því. Það var átakanlegt að horfa á móttökuna hans þegar Gerrard sendi boltann innfyrir á hann um miðjan seinni hálfleikinn. En það eru fleiri en bara hann og Voronin sem eru að bregðast stjóranum. Gerrard, Torres, Kewell og Mascherano voru ekki að gera neitt betur í kvöld. Kuyt lagði þó upp mark.

  Ég sagði fyrir leikinn að mér þætti skrýtið að sjá Babel ekki inni og það kom á daginn. Ég þoli ekki að hafa rétt fyrir mér í svona tilfellum, en Benítez hlýtur að fá falleinkunn fyrir að rótera þeim Babel og Crouch út úr liðinu eftir Luton-slátrunina í stað Kuyt og Kewell sem eru ískaldir þessar vikurnar. Það er ekki til neins að rótera þegar aðeins örsmár hluti liðsins er að skila sínu sóknarlega. Eins og menn eru að leika í dag eiga Gerrard, Benayoun, Babel, Crouch og Torres að spila alla leiki í deildinni, ef ekki á illa að fara í baráttunni um 4. sætið. Þannig er það bara, Benítez, og þú gerir sjálfum þér enga greiða með að vona að gúmmítékkarnir hrökkvi í gang ef þú velur þá einu sinni enn, og svo einu sinni enn, og svo einu sinni enn …

  Bottom line: rugl utan vallar, óvissa um framtíð nær allra sem að klúbbnum koma í dag, þrjóskulegar ákvarðanir framkvæmdarstjórans og hreint út sagt sorgleg frammistaða margra lykilmanna sem eiga að geta betur, þýða að Liverpool F.C. er í dag lið sem berst við Everton, Villa, Man City og Portsmouth um 4. sætið í Úrvalsdeildinni. Við erum ekki betri en þetta og að þýðir ekki að gráta það í hverjum leik. Það þarf bara að einbeita sér að því að tryggja 4. sætið (lllllangt því frá öruggt mál) og jafnvel hirða eina bikarkeppni í leiðinni. Í sumar verða málin svo gerð upp, ef eigendurnir og/eða Benítez verða enn til staðar til að gera málin upp þá.

  Það hefur oft verið meira spennandi að vera Liverpool-aðdáandi.

 12. Þeir bláu eru bara með betri liðsheild þessa dagana. Maður verður bara að vona að hreinsanir séu handan við hornið kraftmikinn stjóra fullann af eldmóð og kjarki

 13. Ég veit ekki hvort það er hægt að tala um að einhverjir leikmenn séu að “bregðast stjóranum” eins og einhver segir. Ef Wenger myndi setja Gallas í playmakerstöðu og hann myndi ekki leggja upp 2 og skora 1 væri hann þá að bregðast stjóranum? Væri C.Ronaldo að bregðast Ferguson ef hann myndi ekki brillera sem miðvörður. Hjá Liverpool undir Benítez er einfaldlega regla að menn fá ekki að spila sínar stöður og raun verið að ná því versta úr öllum leikmönnum. Sóknarlega erum við geldari en dauður hundur enda virðist öll áhersla Benítez vera á vörn og sóknin á bara að redda sér. Sést best á því að þegar menn fá boltann á miðjunni þá er yfirleitt ENGINN maður nær en ca 30-40 metra til að fá boltann stutt, þess vegna verður “sóknarleikur” Liverpool yfirgengilega tilviljunarkenndur og einkennist yfirleitt af vonlitlum kýlingum fram.
  Allt í allt þá er þetta Houllier all over again…

 14. það verður að reka RB og senda skýr skilaboð. Vandamálið er að þessi Kanar vita ekkert. Moores væri búinn að gera eitthvað. Hann gerði feil með því að selja. Rick the dick verður lika að fara. Hann þvælist bara fyrir.

 15. uhh, Kjartan. Hvaða leikmenn eru þetta sem eru ekki að spila sínar stöður? Mér dettur aðeins í hug Babel og Riise, en í raun á það ekki við Babel þar sem hann er alveg jafnmikill kantmaður og hann er framherji.

 16. Ég hef nú alltaf litið á mig sem stuðningsmann Benitez en hvað er málið!?!? afhverju getur hann ekki drullast til að skipta mönnum sem geta ekki rassgat útaf og leyft þeim sem eru í formi og búnir að spila vel að spila tvo leiki í röð?!?!

 17. Reka, reka, reka, reka, selja, selja, selja, kaupa, kaupa, kaupa.
  Ætla ekki að tjá mig um leikinn, einfaldlega of pirraður. Liverpool er í dag eins og stjórnlaust skip, skipstjórinn fær engin skilaboð um hvert á að sigla því og hvaða áhöfn hann hefur. Augljóst að þetta er farið að há leikmönnum og öllu öðru hjá félaginu.
  Algerlega ljóst að mitt mál í kvöld eru ummæli Gerrard um að vitleysan í kringum liðið skipti leikmenn auðvitað máli. Á morgun munu þeir og Benitez mæta aftur í vinnuna, sjá ekki eigendurna, lesa allar fyrirsagnirnar um dauða og djöful á Anfield Road, hvaða leikmenn séu að fara og hverja á að reka.
  Ég veit ekki með ykkur en ég er feginn að þurfa ekki að mæta á slíkan vinnustað.
  Mitt mat er það að það er engin leið að dæma liðið okkar síðustu 2 mánuði, eftir að deilan kom upp á yfirborðið.
  Það er mitt mat í dag að það sé engin lausn að reka Benitez. Hann hefur augljósan stuðning aðdáenda og leikmanna og í dag er það sennilega það eina sem er jákvætt í Liverpoolborg. Þannig er bara staðan í dag, því miður……

 18. ég vona bara að rafa endist sem stjór klúbbsins fram á vor, hann hefur minn stuðning allavega og ég vill hann ekki burt. hins vegar er ég oft ósammála honum með uppstillingar og annað en að kenna honum um slakt gengi liðsins finnst mér ekki sanngjarnt því vinnuumhverfið sem manninum er boðið upp á er hrein hörmung.

  þetta er svipað og að senda 22 manna áhöfn út á grænlandshaf á árabát með 3 veiðistangir og segja þeim að koma með 200 tonn í land. skipstjóranum er bölvað í blöðunum dag eftir dag og einhvern þarf að hengja fyrir lelegan afla, þá liggur beinast við að drulla yfir hann.

  rafa benítez á ekki að reka að mínu mati. við þurfum bara að vera raunsæir og gera okkur grein fyrir stöðu liverpool í deildinni. við erum ekki að fara að berjast um neitt annað en þetta blessaða 4. sæti og það er líka eins gott að því sæti verður náð. þess vegna þurfum við allir (að mínu mati) að því miður að gera minni kröfur fyrir leiki. niðurstaðan virðist alltaf vera sú sama eftir leiki, vonbrigði.

 19. Við þurfum ekki að láta okkur dreyma um…
  Fyrsta sætið
  Við getum sko pottþétt gleymt …
  Öðru sætinu
  Það er ekki möguleiki frekar en að frýs í helvíti að við lendum í …..
  Þriðja sæti

  Við getum þakkað fyrir ef við lendum… í Fjórða sæti!!!!!

  Í ljósi þessa…. Yeaaaaaaa – Brávó!! við náðum þó helvítis stiginu á Anfield gegn Aston Villa… Sem við vel á minnst erum í blóðugri baráttu um meistardeildarsæti næstu leiktíð.

  Nokkrir punktar..

  Ljóshærði Turninn frá Finnlandi.. Maður leiksins að mínu mati. Gamlinginn í liðinu sem barðist eins og ljón og hann er svo sannarlega reyna að bæta sinn leik. Meira en verður sko sagt um suma í liðinu.

  Kuyt getur bara ekki blautan skít. Annað hvort er hann bara svona virkilega lélegur eða honum er snarvitlaust stjórnað af Benites. Af hverju í helvítinu er ekki Crouch fremsti maður með Torres –Alltaf?????

  Takk Crouchy fyrir að bjarga stiginu með flottu marki.

  Nú vil ég að okkar menn fari í reality check og hætti öllu hörmungas bulli um að þeir séu enn inni í baráttunni um Englandsmeistaratitil. Hendi inn handklæðinu og taki af sér einhverja pressu sem er út í bláinn. Og blandi sér af hörku í slaginn um fjórða sætið. Því það er greinilegt að við höfum ekki inneign lengur fyrir meiru. Menn verða bara að vera raunsæir.

  YNWA

 20. Ég ætla nú ekki að örvænta frekar en fyrri daginn þó að þetta gengi sé all HRESSILEGA pirrandi þessa dagana

  Ég er samt nokkuð sammála því sem #1 Gummi segir að þetta tímabil sé að snúast upp einhver mestu vonbrigði sem maður bara man eftir, fyrir þetta tímabil virtist allt vera í þó nokkuð miklum blóma, liðið nýbúið að keppa til úrslita í CL, nýjir eigendur komnir sem lofuðu að koma inn í klúbbinn af krafti og gera hann vel samkeppnishæfan þeim allra bestu. Torres einhver stærstu félgaskipti ársins búinn að eiga sér stað og ég veit ekki hvað og hvað.

  Þó setti maður varnagla við að leikmannakaupin voru ekki alveg í samræmi við liðin sem við viljum keppa við, United varð meistari og keypti fyrir 50-70 millur og Chelsea hefur verið að kaupa fyrir fáránlegar upphæðir undanfarin ár. Við virtumst hinsvegar vera í svipuðu stuði á leikmannamarkaðnum og oft áður þegar allt kom til alls, byrjuðum á óþekktum úkraínumanni á free transfer t.d.

  Síðan hefur bara gjörsamlega allt farið hægt og sígandi fjandans til, aðstoðarþjálfarinn hættir mjög óvænt eftir 11 ára samstarf við Rafa rétt fyrir tímabil, nýju eigendurnir hættu að treysta Rafa UM LEIÐ og á móti blés, það er um leið og liðið SEM SPILAÐI TIL ÚRSLITA nokkrum mánuðum áður í CL……….aftur, fór að hiksta aðeins í CL og var nota bene ennþá taplaust í deildinni, síðan þá hefur mórallinn og neikvæðnin aukist jafnt og þétt innan klúbbsins, oft á tíðum á fáránlegum nótum og nautheimskir eigendurnir með ekkert vit á fótbolta hafa gert allt annað en kveða þennan orðróm niður, þvert á móti haldið veislu fyrir bressku pressuna, sem náði þremur hápunktum,
  – þegar þeir sögðu Rafa að einbeita sér bara að liðinu (daginn eftir að þeir töluðu við Klinsmann)
  – Þegar þeir á mjög vandræðalegan hátt þurftu að draga úr upphaflegri og stórendurbættri áætlun sinn sem var bygging nýs leikvangs.
  – Svo þegar allt virtist vera að falla í þokkalega ljúfa löð (þannig séð) kemur ullarhatturinn frá Texas, sem er eins líkur minni staðalímynd af Texasbúa og hægt er, með þá fáránlegu tilkynningu að þeir hafi haft Klinsmann sem varúðarráðstöfun fyrr á þessu tímabili. Klinsmann sem er bæði útlendingur og með ENGA reynslu af þjálfun félagsliða átti sem sagt að taka við af Rafa og þetta er viðurkennt í fjölmiðil á meðan núverandi þjálfari er ennþá við stjórnvölin!!!!!!!!!
  – Svo má einnig benda á að mikil fjarvera þeirra og af því er virðist lítið samband þeirra við Rafa hafa ekki skapað miklar vinsældir á Anfield og guð má vita hvenær þessi blessaði Foster Gillet er á staðnum og hvað hann gerir nákvæmlega.

  Pirringurinn sem er innan herbúða Liverpool í dag er orðinn það mikill að það bara hlítur einhvað undan að láta. Það gengur bara akkurat ekkert upp hjá liðinu eins og 10 jafntelfi segja til um, oftar en ekki í leikjum þar sem marktilraunir hafa verið 17 skot á móti 4 eins og raunin var áðan og mörkin eftir klafs í teignum eftir fast leikatriði. Sjálfstraustið hefur minnkað mikið og er bara ekkert hjá sumum leikmönnum…..eins eru þarna greinilega nokkrir sem ekkert erindi eiga í þetta lið okkar. (t.d. varamaður Malí manna)

  Því er svo komið núna að ég er eiginlega farinn að taka undir með United félaga mínum sem sagði nýlega við mig að miðað við hvernig landslagið væri orðið í boltanum í dag væri honum nokkuð sama hver ætti liðið svo lengi sem hann hefði hag þess fyst og fremst í fyrirrúmi og væri að sína árangur. Á þeim rökum held ég svei mér þá að ég sætti mig bara mjög vel við að fá hið dularfulla DIC fjárfestingarfélag sem nyja eigendur Liverpool, þeir hafa gallharðan púllara í broddi fylkingar sem ætti því að vita aðeins út á hvað fótbolti gengur, einnig virðast eiga sand af seðlum annað en þessir blessuðu kanar sem eru á undraverðum tíma að vera svartur blettur á sögu klúbbsins.
  Þannig að þó það komi ekki fótbolta beint við þá segir það þó nokkuð um álit mitt á innleiðingu bandaríkjamanna í fótboltann að ég vil mun frekar fá araba við stjórnvölin heldur en þessa vitleysinga sem eru þarna núna (eða vitleysing, Hicks virðist vera meiri ullarhattur).

  Til að enda þessa langloku þá vona ég allavega heitt og innilega að það verði núverandi eigendur sem þurfi undan að láta…………EKKI RAFA.

  Maður krefst þess að fara heyra jákvæðar fréttir frá Lliverpool Football Club.

 21. Djöfuls, djö djö djö djö, djö djöfulsins andskotans helv. bull rugl og vitleysa. Djö djö djö djö djö djöfullinn!
  Andskotinn!
  Djöfulsins andskotans vitleysa!!!!
  OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!
  Ég vil fá klúbbinn minn tilbaka!
  Djöfullinn!

  Andsk. helv. drasl.

 22. Sorglegt en ég held að Rafa verði að fara að draga sig í hlé.
  Í mótlæti er yfirleitt best að mótivera mannskapinn, en svo er ekki hjá okkur…..því miður.

 23. Liðið var ekki gott í dag … ég er brjálaður yfir úrslitunum en mér fannst samt Hyypia góðurí fyrri hálfleik, sem og Mascherano í seinni hálfleik. Aurelio var arfaslakur, Carra var ágætur, Arbeloa ekki, Gerrard og Torres áttu ekki góðan dag, Kewell og Benayoun ekki heldur, Kuyt átti spretti í byrjun leiks, fínar sendingar og átti fína sendingu inn á Benayoun í undanfara marksins … en ég sá hann svo bara hverfa og detta í það form sem hann hefur verið í upp á síðkastið. Við áttum að vinna þennan leik en gerðum það ekki, kláruðum ekki hálffærin og færin … þetta var sorglegt. Crouch og Babel áttu að spila mun lengur og því miður datt innkoma Skrtel í skuggann af tveimur mörkum Villa, sem komu eftir brot og gul spjöld Mascherano og Arbeloa. Rafa: farðu að skipta inn á fyrr!!!!

  Engin lausn að reka Rafa núna … það þarf að komast ró á málin utan vallar, því þetta hefur áhrif … ! Liverpool ofar öllu!

 24. Ég er sammála Magga, það er engin lausn að reka RB. Hann hefur óviðunandi vinnuaðstæður og annað. Hitt er ef til vill rétt að hann megi hugsa um það að láta þá menn spila sem eru að spila vel en ekki alltaf að vonast til að menn sem hann keypti á sínum tíma fari að blómstra. Aurelio og Kuyt. Það má gagnrýna það en það leysir ekki vandamál liðsins að reka hann á þessari stundu. Dæmum hann af verkum hans í vor en ekki fyr. Vonandi verða ansvíllans kanarnir farnir veg allrar veraldar þá og jafvel lengra en það Það er hjá þeim sem vandræðin byrja og það hjá þeim sem þau enda.
  Það sjá allir menn – og jafvel fleiri 🙂

  YNWA

 25. það er allavena nokkuð ljóst að það er ekki endalaust hægt að kenna jólasveinunum frá bandaríkjunum um slakt gengi liðsins!! Það verður að fara hreinsa til í varnaleiknum.. og leyfa ungu strákunum að spila! það getur allavena ekki versnað hjá okkur!! Finnan 30+ Carra 30+ hyppia 40+ allavena lýtur hann út fyrir það, Aurelio… langar ekki að vita hvað hann er gamall en hann spilar einsog hann sé með skít í brókunum!! Er alveg búin að fá nóg af þessu liði.. það er ekki orðið lifandi í vinnunni fyrir þessu helvíti!! Vill bara fara sjá framkvæmdastjóra sem kaupir heimsklassa leikmenn og þorir að gefa ungu strákunum séns.. og Benitez kallinn er ekki rétti maðurinn í það!! Vill fara sjá annan mann í brúnni, þvi annars bara blasir við okkur fallbarátta á komandi árum!! Og enn einu sinni erum við byrjaðir að keppast um að ná evrópusæti sem er bara ekki ásættanlegt fyrir jafn stórt lið og liverpool!!! Og ef Torres og Gerrard væru ekki í þessu liði þá værum við bara í djúpum skít, örugglega að berjast fyrir lífi okkar í deildinni!! svo á babel að soila frammi, er Benitez eithvað sjónskertur?? maður spyr sig.. hann virðist allavena sjá eithvað virkilega mikið í D.Kyut sem ég bara hreinlega sé ekki!! Verð örugglega bara að fá mér gleraugu:)

  YNWA

 26. Þvílík vonbrigði sem þetta tímabil er orðið !!!!!!!
  Sammála Babu #26 – Það þarf breytingar og það strax.

 27. Ég bara verð að segja það strákar það sem afi sagði stundum við mig þegar ég tók reiðiköst: „Vertu ekki að þessu, Helgi, HANN heyrir ekki í þér!“ HANN er auðvitað RAFA í þessu tilviki. Af hverju að bölsótast eins og andskotinn þegar sá sem þið bölvið heyrir það ekki. Ég myndi skilja það ef HANN væri að hlusta. Þetta er bara tímasóun og orkueyðsla. Eru menn búnir að gleyma hvað RAFA var mikill snillingur þegar liðið vann STÓRU DOLLUNA á fyrsta ári? Annars nenni ég ekki að telja upp meira. Minni bara á að það er ekki bara hægt að hlaupa sigurhringinn þegar maður heldur við liði.

 28. Númer 31. Grétar
  – innan 30+ Carra 30+ hyppia 40+ allavena lýtur hann út fyrir það, Aurelio

  Þrátt fyrir meiðsl hjá Agger, lykilmanni í vörninni og skort á auka miðverði hefur vörnin nú ekki beint verið neitt hræðileg á tímabilinu er það? Frekar er það nú sóknarleikurinn sem er í molum, tilviljanakendur og hugmyndasnauður með smaladreng í broddi fylkingar.
  Ég hafði á orði áðan að fyrir mér mætti Carra sleppa því að skjóta boltanum yfir miðju, bara ALDREI gera það aftur, því hann er ekki með góðar langsendingar og það kemur afar lítið út úr hans kýlingum, Hyypia er og hefur alltaf verið mun hittnari hvað þetta varðar.

  Í réttu/eðlilegu vinnuumhverfi held ég að rafa sér klárlega rétti maðurinn, til þess að slíkt skapist þarf samt MJÖG MIKIÐ af neikvæðnini og skrítinni gagnrýni á klúbinn að fara linna…

 29. Ég er nú hræddastur um það í dag að heimsklassaleikmennirnir í þessu liði, Reina, Gerrard, Mascherano, Alonso og Torres, fari allir hið fyrsta. Allavega um leið og Rafa verður látinn fara.
  Svo skil ég nú ekki alveg hvaða heimsklassaleikmenn koma til okkar, ef við megum ekki eyða nema 6 milljónum punda í hvern mann, og þá eftir að við erum búnir að selja einhvern annan fyrst!
  Raunveruleikann takk, ekki CM leik með cracki sem gefur manni fullt af peningum!!!

 30. Það hefur aldrei verið eins erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool og akkúrat þessi misserin. Það hefur líka aldrei verið eins auðvelt að gagnrýna Liverpool og núna.

  En í stað þess að gagnrýna (sem þýðir jú að rýna til gagns, en meining þessa orðs hefur tínst dulítið hjá okkur undanfarið) þá ætla ég bara að horfa fram á veginn og spyrja að leikslokum. Liðið er í miklum öldudal þessa dagana og við sjáum fátt jákvætt við Liverpool. En málið er að þetta er LIVERPOOL FC. Þetta er ekki Newcastle eða Tottenham. Við erum Liverpool og Liverpool hefur alla tíð lifað á stuðningsmönnunum. Spurning um að við hættum þessu væli um Hicks og Gillett og styðjum liðið okkar.

  Ég viðurkenni fúslega að það er ömurlegt í meira lagi að í hvert einasta skipti sem maður fer á netið þá sér maður nýtt slúður um að Rafa sé að hætta, Hicks hafi talað við hina og þessa og að það verði ekki byggður nýr völlur heldur verði Anfield látinn standa nema hvað að hann verður minnkaður niður í 30.000 manna völl. En það er einmitt það sem megnið af þessu snýst um. Þetta er slúður…….. Ef að bara helmingurinn af þessum fréttum væri sannur þá væri Henry í Liverpool Owen hjá Manure, Rafa hjá Real og Gerrard hjá Chelsea.

  Mér persónulega finnst sorglegt í meira lagi að við skulum allir prumpa í buxurnar af bræði í hvert sinn sem þessir eigendur opna á sér kjaftinn, víst gerði Hicks mistök með því að opinbera þessar viðræður við Klinsmann en við verðum líka að horfa á það að við erum með Torres, sem hefði aldrei komið til Liverpool nema fyrir tilstuðlan þeirra. Martin Skrtel er dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool… kanarnir keyptu hann.

  Það er margt slæmt í þessu en alls ekki all.

  Eigum við ekki að:

  Sjá hvað gerist í sumar, því sumarglugginn er ívið stærri en Janúar glugginn

  Hætta að trúa hverju einasta snitti af slúðri sem birtist á síðum á borð við Tribalfootball og goal.com.

  Hætta að væla eins og frekir krakkar þegar Hicks og Gillett vilja ekki eyða eins og skepnur.

  Styðja við liðið okkar eins og okkur einum er lagið. Ef það hefur einhverntíma verið þörf á því þá er það núna, ekki satt?

 31. Nr. 33 Helgi, aldeilis ekkert tengt þessari umræðu eða Liverpool yfir höfuð, en talandi um afa, þá held ég að afi minn hafi aldeilis haldið partý í kvöld….enda ekki ómerkari maður en Bobby Fischer mættur í garðinn til hans 🙂

  ….er ekki annars málið núna bara að reyna að dreifa huganum frá Liverpool í bili 😉

 32. Fyrir þá sem vilja sjá hvað fyrirliðinn segir:
  segir …..
  Ansi hreint sterk orð finnst mér. Vonandi tíma vitleysingarnir að kaupa sér far yfir hafið og klára þetta mál. Held nefnilega að leikmennirnir séu búnir að fá nóg!

 33. Hvaða menn eru ekki að spila sínar stöður?
  Babel er framherji, spilar á kantinum. Það er ekki það versta því hann er fínn kantur líka.
  Riise spilað gjarnan sem kantmanni þótt það sé átakanlega ljóst að hann er enginn kantmaður. Aurélio líka gjarnan spilað þar þótt hann hafi sjálfur sagt að hann sé bara bakvörður.
  Kuyt er bara út á kanti. Alltaf. Og það er búið að vera í gangi of lengi til að hann sé bara að taka upp á því hjá sjálfum sér.
  Voronin sem er ekkert nema box player er gjarnan spilað út á hægri kanti.
  Sissoko var alltaf að spila fyrir framan Alonso og Gerrard þegar hann var að spila þrátt fyrir að honum sé betur borgið rétt fyrir framan vörnina.
  Benayoun sem ætti að vera second striker eða framliggjandi miðjumaður er alltaf úti á kanti einangraður.
  Gæti haldið áfram með Cissé, Morientes áður en nenni því ekki. Varla orðum eyðandi á þetta lengur 🙂

 34. Afhverju í ANDSKOTANM er verið að minnast á markskot eða marktilraunir alltaf stöðugt???? Við eigum að horfa á hversu mörg dauðafæri liðið fékk og náði að skapa sér í öllum leiknum en ekki hversu margar fyrirgjafir eða aulaskot sem markvörðurinn hefur fengið á sig. Og þar erum við komin að vandanum….VIÐ SKÖPUM OKKUR EKKI JACK SHIT FYRIR FRAMAN MARK ANDSTÆÐINGANNA!!!! Við verðskuldum ekki rassgat fyrir svon spilamennsku þótt við værum “skárra” liðið í leiknum. Það væri í raun bara virkilega gott á Benitez og hans taktík sem og þessi kanafífl ef við töpuðum fyrir þessu utandeildarliði í bikarnum um næstu helgi svo menn fari virkilega að hugsa sinn fucking gang! FUCK THIS!!

 35. Jæja, ég er búinn að senda Tom Hicks bréf (grínlaust) nú er það bara að bíða eftir svari og vona að sannfæringakraftur minn sé eins góður og vinir mínir segja. Þið verðið bara að afsaka dramatíkina en ég er algerlega á ystu nöf með að halda geðheilsu minni ef þetta gengur svona áfram. E-ð verður að gerast. Ég leyfi bréfinu bara að fljóta með.

  My name is Elvar Orri Hreinsson.I am a twenty year old guy living in Reykjavík, Iceland. I am actually sending you the owner of Liverpool an e-mail. I know this might seem like an act of desperation but what can I do when I see my Club, the club that I have loved for all my life, the only good thing in my life fall to pieces. When a boy in Iceland tries to send you an e-mail you know something has gone horribly wrong. I am pretty sure you will never even read this, but if you do I just want to tell you that basically you are ruining my life.
  You should have the decency to sell the club. Obviously you don’t know what this club stands for and you don’t respect the values that come with it. I can not take this any more. And more to it my friends just can’t stand this any more.
  What is there to loose? You sell the club and profit from the sale and stop making us, Liverpool fans around the world miserable.
  You must have the interest of the club at heart and not your own interest.
  You have to understand that this affects so many people, many more than you can possibly imagine. You will almost certainly never understand how this is affecting the lives of the Liverpool fans all around the world. I know that this e-mail will not have a numberable affect on your ownership but this is the least I can do. I can not just sit back and watch my beloved club and everything we have built crash and burn because of your greed.

  Like you guys said, and I quote : “This is not our club. Its your club” This is what you said to us Liverpool fans. This has been a living hell for the past couple of months an the club has become a laughing stock. This sums it all pretty much up:

  Liverpool fanzine editor John Mackin told BBC Sport the fans are united in wanting Hicks and Gillett to leave.

  “The Americans have to go,” said Mackin. “They’ve let everybody down associated with the club.

  “They’ve let the manager down by not backing him publicly, they’ve gone behind his back and undermined his position and in doing so, they’ve embarrassed the supporters.

  “They’ve dragged the name of the club through the mud and made us a laughing stock.”

  Is this really what you want thousands of people to think of you?

  Do us all a favour and sell the club. That is what we all want and like you said it is OUR club..!

  Let me quote our captain after the latest game: Gerrard said: “It’s not just this week, it’s been going on for some time and it’s certainly not helping the players.

  “I’ve got to be careful what I say, but it’s certainly not helping the team.”

  How can you live with yourself when you are destroying the most respected club in England’s football history?

  Ask yourself the question: ” Am I doing the best I can do for the club or am I doing the best I can do for myself ? ” and please respond to me with your answer.

  Mr. Hicks, I am begging you on the behalf of all Icelandic Liverpool supporters to please sell your stake in LFC so our lifes can go back to normal..!!

  E-mailið hans er “thicks@hicksholdings.com” ef þið viljið kasta í hann biturð líkt og ég. Annars mun hann nokkuð örugglega aldrei lesa þetta, eða lesa þetta og taka ekki mark á þessu.

 36. Nokkuð gott rant sem einhver sendi inn í Guardian Minute-by-minute reportið:
  “I have just sat and watched that first half and My God Almighty it was nothing short of brutal – seriously something has to be done. I just wish I could sit both teams down in front of me in a classroom and force them to watch that tripe and then ask them ‘Is that football? IS THAT FOOTBALL???’ Neither team has been able to string more that two passes together and what’s worse is that they don’t seem to think anything is wrong – do the football watching public even think anything is wrong anymore – is anyone going to take a stand against this rubbish?”

 37. Ég hef margoft minnt menn á hér að Crouch hefur aðeins úthald í 20-25mín í hverjum leik og getur ekki pressað. Það er mjög auðvelt að líta út fyrir að vera gríðarfrískur þegar þú þarft aðeins að spila 10-15mín í lokin gegn þreyttum varnarmönnum.
  Var Crouch ekki að skora sitt fyrsta deildarmark núna síðan í mars á síðasta ári? Samt tala sumir hérna um að hann “verði alltaf” héðanífrá að vera frammi með Torres!!

  Grasið virðist alltaf vera grænna hinum megin hjá sumum. Það að hafa Crouch alltaf frammi leiðir ekki til neins, þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu(útí gegn Reading t.d.) átti hann vægast sagt hörmulegan leik.
  Vandamálin eru mun djúpstæðari en svo.
  Liðið sjálft sárvantar alvöru leiðtoga inná velli og Rafa hefur í vetur vantað einhvern sem þorir að rífa kjaft við sig og halda jafnvægi á leikmannahópnum. Skortur á sjálfstrausti og aga er mun stærra vandamál en einstaka leikmenn.

  Ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki þessu 4.sæti. Við höfum langtum betri leikmenn og mun meiri breidd en en hin liðin og munum síga fram úr þeim hægt og rólega þegar nær dregur vori.

  Ég ætla því bara sem minnst að segja þangað til í sumar og hvetja menn við hvert tækifæri að sýna stillingu og samhug sem Liverpool aðdáendur. Ég ætla njóta þess að horfa á Liverpool spila í CL og FA-Cup og vænti þess fastlega að í sumar verði þessi eigendamál útkljáð og við höfum þá þjálfara sem nýtur 100% stuðnings leikmanna, eigenda og áhangenda.
  Þá fyrst getur Liverpool sem fótboltafélag færst í rétta átt uppá við.

 38. Það er ótrúlegt að fólk segji gengi liðsins þessa dagana vera Rafa að kenna og að liðið sé ekki betra en raun er. Þegar það er deginum ljósara við hvernig aðstæður hann hefur verið að vinna við. Með svona rugli skiptir ENGU hver er stjóri liðsins, því stjórinn fær ekki að vinna sína vinnu. Það er alveg ljóst að Rafa hefur alveg á hreinu hvað þarf til til þess að sigra og hvað vanti hjá lfc eins og kom fram í einhverju viðtalinu eftir tapið í Aþenu. Það verður ekki fyrr en Benitez fær almennilegan vinnufrið sem ég tel að hægt sé að dæma manninn fyrir getu sína sem stjóri lfc.

  Auk þess vil ég benda fólki á það að Dirk Kuyt var bara að grínast með þessari móttöku á boltanum. En hann er hættur að vera fyndinn, notar þennan djók aftur og aftur.
  Ég mun aldrei komast yfir það hversu lélegt þetta var hjá manninum.

 39. 44

  Arnór, á móti Reading var Crouch settur á vænginn í 4-5-1 (eða 4-3-3 ef menn kjósa að líta á það svo) og það kom ekki á óvart að ekki kæmi mikið út úr honum þar. Í þær fáu mínútur sem maður hefur séð Crouch spila í vetur finnst manni hann gera mun meira af viti heldur en Kyut og Voronin. Hann er amk líklegur til að skora og er hvað eftir annað að leggja boltann vel upp fyrir miðjumenn liðsins.
  Það er með hreinum ólíkindum hvað hann hefur fá tækifæri fengið, rétt eins og Babel, í samanburði við Kyut og Voronin. Annars átti Kyut ágætan leik í dag, hann spilar ekkert mikið betur en þetta, á nokkrar fínar sendingar, eina og eina fyrirgjöf, djöflast ógurlega, vinnur boltann nokkrum sinnum, en er aldrei líklegur til að skora. Við þurfum á framherja að halda sem er líklegur til að skora. Fyrir mér er Crouch miklu líklegri.

 40. Maður leiksins var án efa Macherano. Drengurinn át gjörsamlega allt sem Villa menn reyndu, og þar rétt á eftir var Hyypia sem var mjög öflugur í vörninni………

  En mjög ósáttur með þessi úrslit.
  þýðir ekkert að gefast upp.

  GO LIVERPOOL!!!!

 41. Er verið að grínast…. 10 JAFNTEFLI… TÍU !
  HA… HVAÐ !! jú það gerir einu fleira en Fulham, sem er by the way í 19. sæti…. Jú, það er satt við eigum einn leik til góða… þ.e. til að gera jafntefli við West Ham. En við erum svo sem öruggir í deildinni, er ekki talað um að lið í Úrvalsdeild þurfi einmitt 40 stig til að HALDA SÉR UPPI !!!

  ÓÞOLANDI PAKK.

  YNWA

 42. ég las ekki öll kommentin, en ég verð að segja að Hyypia að mínu mati átti stórleik, í fyrri hálfleiknum að minnsta kosti, átti allt sem kom í nálægð við teiginn

 43. Baros #46.
  Ég gæti nefnt 2-3 leiki í viðbót ( spiluðum þá 4-4-2) í vetur þar sem Crouch byrjaði inná og átti vægast sagt hörmulegan leik. Að sjálfsögðu lítur Crouch ágætilega út ef hann kemur alltaf ferskur inn gegn þreyttum varnarmönnum.
  Ég er ekki að segja Kuyt og Vorinin hafi verið góðir á þessu tímabili, langt langt í frá, en plís ekki tala um Crouch sem svar dagsins við vandræðunum í sóknarleik Liverpool. Það er bara útí hött. Crouch er afburða super-sub, ekkert meira ekkert minna.

  Maður sá glitta í gamla takta hjá Kuyt þegar hann lagði upp fyrra markið. Svona glæsisendingar gefa leikmenn sem hafa um árabil átt fast sæti í hollenska landsliðinu, þarna á Kuyt að vera, inní teig. Eftir þetta fór Benitez í að halda forskotinu og setti Kuyt útá kantana í skemmtiskokk.

  Ég veit að Benitez er að hugsa um framtíðina og æfa ákveðinn spilastíl þegar við komumst yfir. Hann er líka að hugsa um framtíðina þegar hann hvílir Babel stöðugt og kemur honum rólega inní enska boltann.
  En guð minn góður Rafael Benitez! Við höfðum ekki nógu fljóta og tekníska
  kantmenn (Kewell og Benayoun) til að spila með Torres einan frammi. Við fáum engin dauðafæri með þessu móti og þá þurfa skúnkalið eins og Birmingham bara 1 færi til að ná jafntefli á Anfield. Þetta er búið að gerast trekk í trekk þennan vetur. 🙁

  Rafael Benitez þú ert afburða þjálfari, plís ekki gefa fávitanum Hicks sem vill þig burtu óþarfa vopn uppí hendurnar. Liverpool bara verður að fara vinna sigra núna til að slökkva á ensku pressunni og gagnrýnisröddum. Sigrar, sigrar, sigrar, sigrar og fleiri sigrar. Ég vil helst ekki sjá 1 einasta jafntefli það sem eftir er leiktíðar, bara sigur eða tap.
  Þú getur ekki verið að hugsa til framtíðar núna. Notaðu fljótustu og bestu leikmennina sem þú hefur hverju sinni, í guðanna bænum! Ef þú þarf þá að skipta Babel inná eftir 25mín leik til að verja 1-0 forskot gegn Aston Villa, then so be it. Hver deildarleikur verður eins og bikarleikur héðan í frá.

  Ég biðla til allra æðri máttarvalda, ég verð ávallt stolltur af því að vera Liverpool aðdáandi, en bara plís plís plís, komið okkur uppúr þessum öldudal sem allra fyrst. Liverpool er alltof gott lið til að standa í svona helvítis rugli.

 44. Skil ekki af hverju má ekki gera Rafa ábyrgan fyrir þessu gengi okkar en vera að hengja eigendur er algjörlega út í hött. Rafa fékk peninga til kaupa. Hann skipuleggur leikina hvernig á að stilla upp o.s.frv. Hvað er málið eiginlega má engar kröfur gera á þennan mann.

 45. Mig langar bara að spyrja ykkar sem verjið Rafa. Hverjum er það að kenna að sóknarleikur liðsins er leik eftir leik óskipulagður og tilviljunardendur? Þetta var ekkert fyrsti leikurinn í gær sem þetta er svona, þetta er svona nánast alltaf. Hverjum er það að kenna að miðverðir okkar undantekningalaust dúndra boltanum fram ef þeir fá hann í stað þess að spila honum á næsta mann. Hverjum er það að kenna að engin æfð sóknarleikkerfi sjást á vellinum? Hverjum er það að kenna að menn hreyfa sig ekki án bolta? Hverjum er það að kenna að Dirk Kuyt spilar aftur og aftur sem afturliggjandi hlaupahæna? Hverjum er það að kenna að hraður og teknískur leikmaður sem er að festa sig í sessi í hollenska landsliðinu fær ótrúlega lítið af sénsum? Hverjum er það að kenna að markahæsti leikmaður okkar á síðasta tímabili fær varla leiki á meðan tveir ískaldir “framherjar” virðast spila svo til alltaf?…á ég að halda áfram?

  Kjánalegasta mótrökin sem maður fær þegar talað er um að skipta um stjóra er: “en hann er búinn að vera byggja upp svo mikið og þetta myndi hrynja ef hann færi og nýr þjálfari þarf líklega 3-5 ár til að byggja sitt upp” …come on, hvernig væri þá bara að fá þjálfara sem er tilbúinn að byggja ofaná það sem fyrir er?

  Ég er ekki með neinn þjálfara í huga eða neitt slíkt, enda það ekki í mínum verkahring. Ég veit bara að Rafael Beniez hlítur að vera á síðasta séns. Ekki endilega útaf úrslitunum, því vinnuaðstæður hans eru hreint ömurlegar, heldur útaf spilastílnum, ráðleysinu og sóknargetuleysinu. Sóknargetuleysi liðsins er ekkert eitthvað sem er bara að blossa upp núna!

 46. Liverpool endar um miðja deild með þessu áframhaldi. Og enginn Púllari sættir sig við það. Þetta er öllum að kenna eigendum, þjálfurum, framkvæmdastjóra og leikmönnum. Skipulagið er í molum.
  Það daprasta sem ég hef upplífað með mínu liði.

 47. Rafa Benitez var hugmyndalega gjaldþrota í deildinni strax í fyrra. Það eru ekki Hicks og Gillett sem velja liðið og stjórna því. Það er örugglega hægt að ná miklu meira út úr þessum mannskap. Ég kaupi það ekki að eitthvað undursamlegt gerist fram á vor og hvað þá síður á næsta tímabili.

  Ég kaupi það heldur ekki að ef Rafa færi og mjög hæfur þjálfari kæmi í staðinn að Fernando Torres og félagar færu í fýlu og myndu hoppa aftur heim til Spánar. Góðir lekmenn vilja spila fyrir góða þjálfara í góðu liði og það er mun líklegra að þeir vildu flýja núverandi ástand heldur en að spila fyrir góðan þjálfara í liðis sem vinnur meira en annan hvern leik.

  Staðreyndin er því miður þessi: Af hverjum tveimur leikjum sem Liverpool mætir í í deildinni er tölfræðilega líklegra að liðið vinnur ekki. Stend fast á þeirri skoðun minni að með þennan mannskap og þjálfara á borð við Capello eða Mourinho væri þessi tölfræði önnur. Hvort sem væru vandamál utan vallar eða ekki.

  10 leikir sem liðið hefur unnið á móti 12 leikjum sem liðið hefur ekki unnið. Þetta þýðir að frá því að deildin byrjaði í ágúst 2006 hefur liðið leikið 60 leiki og ekki unnið nema 30 af þeim. Átján hafa endað með jafntefli og tólf tapast. Skandall…algjör bölvaður skandall.

 48. Hvað er að spyrja menn, getur það verið slæmt karma? Að mínu mati hefur slæmt karma legið yfir Anfield á þessu tímabili. Óheppninn hefur elt liðið uppi leik eftir leik á heimavelli, ótrúlegustu leikmenn eru að skora úr hinum ótrúlegustu færum. Hverjar haldi þið að líkurnar hafi verið á því að Mellberg myndi skjóta í hendina á Aurelio og boltinn færi síðan í fallegum boga upp í loftið og sleikti slánna á leiðinni inn í markið. Erum við að tala um 10% eða 5% líkur, nei rétta svarið er 0,1 % líkur. Það má alltaf afsaka sig á því að lið séu óheppinn en staðreyndirnar blasa við okkur þegar Liverpool er að spila á heimavelli, t.d Bramble smellhittir boltann af 25 metra færi (hefur einhver séð það áður frá honum) úr eina færi Wigan í þeim leik ef færi á að kalla. Chelski fá gefins víti eftir að hafa verið yfirspilaðir af Liverpool. Það þarf líka heppni í fótbolta og hana höfum við nánast enga haft á Anfield þennan veturinn.

  Varðandi leikinn í gær þá var ég ekki eins ósáttur við leik Liverpool og margir hér á síðunni eru. Mér fannst liðið spila fínan bolta þá sérstaklega í fyrrihálfleik. Flestir voru að skila sínu og Kuyt virkaði sprækur, það má ekki taka af honum að hann bjó til mörg færi fyrir samherja sína. Torres náði sér aftur á móti ekki á strik og munar um minna. Menn mega ekki gleyma því að Villa er með hörku lið (sem dæmi: sigur og jafntefli gegn Chelski í vetur), þeir ógnuðu nánast bara með föstum leikatriðum. Fyrra mark þeirra var glæsilega afgreitt en það síðara var einn stór heppnisstimpill.

  Það er enginn töfralausn að reka Benitez á miðju tímabili, rót vandans er utan vallar eins og fyrirliði LFC hefur sagt. Það skilar enginn góðri vinnu ef starfsumhverfi viðkomandi er óviðunandi og stuðningur yfirmanna er enginn. ÞAÐ á við um alla (líka Moron). Besta sem gæti gerst á þessum síðustu og verstu er að Kanarnir seldu sitt og nýjir eigendur kæmu að borðinu með skýr skilaboð sem staðið yrði við. Ég eins og sumir hér inni held að Benitez geti farið alla leið með liðið ef hann fær þann stuðning sem þarf til að ná topp árangri.

  Kv
  Krizzi

 49. Því miður er Liverpool klúbburinn helsta aðhlátursefni í Bretlandi í dag. Maður getur prísað sig sælan ef liðið nær 4. sætinu. Menn eru búnir að nefna hér helling af vandamálum sem aðrir eru síðan misjafnlega sammála. Eitt geta þó allir verið sammála um að vandamálin eru fjölmörg.
  Vandamál utan vallar sem og vandamál innan vallar. Persónulega er þolinmæði mín gagnvart Benitez á þrotum. Frá því hann tók við unnum við vissulega einn stóran titil en síðan þá finnst mér framfarirnar ekki hafa verið miklar. Sóknarleikur liðsins er hugmyndasnauður, liðið er enn í sömu fjarlægð frá Utd, Chelsea og Arsenal og liðið hefur ekki náð neinum stöðugleika þessi fjögur ár sem hann hefur haft. Verst af öllu þykir mér að sjá hversu mikið saman safn af miðlungsleikmönnum eru í liðinu.
  Ég er ekki að fara fram á að sjá leikmenn á við Torres & Gerrard (þó svo þeir mættu vera tveir-þrír til viðbótar) í öllum stöðum en menn eins og Kuyt, Riise, Aurilio, Kewell, Voronin, Finnan, Arbeloa, Pennant (á niðurleið) og Sissoko eru ekki boðlegir liði sem ætlar sér stóra hluti.

 50. Rafa burt hann er ekki að gera góða hluti. Hvað rugl er þetta með hann sé eitthvað góður. Hann er búinn að skíta uppá bak og hann er farinn að drukkna í eigin skít. Martin Jol gæti gert betri hluti með þetta lið. Rafa er komin í þrot með þetta lið það er bara þannig. Fólk verður að vakna og sjá hvað er í gangi. Ef að Dubai kaupir, so Rafa mun halda áfram að klúðra og vera jafnteflis kóngur EPL. 10 jafntefli þetta er bara farið að minna Houllier. Who let the reds out hou hou Houllier. Kom on Rafa burt og The special one inn. Sorry, fólk verður bara að vakna og sjá að Rafa er búinn.

 51. Ég er farinn að halda að Kanarnir séu United-menn og njóti þess að sitja heima og sjá Liverpool kveljast ! Þetta eru nú hinir eiginlegu “Ljótu hálfvitar” og afhverju hefur ekki verið brugðist við ástandinu, líkt Chelsea gerði í haust, hvaða Record er Avram með, menn hlógu og flissuðu í haust að honum en hann hefur komið öllu í ró hjá þeim klúbbi og látið verkin tala á vellinum, en núna líða dagar, vikur og mánuðir hjá okkur og menn halda áfram að skíta á sig innan og utan vallar.

 52. Ég er nú United maður og verð að segja að ég er ekki að skemmta mér neitt yfir þessum óförum ykkar. Ég geri mér alveg fullvel grein fyrir því að staðan sem Liverpool er komið í núna gæti verið staðan sem United gæti lent í á næsta ári. Gengissveiflur á dollaranum gerir þetta að verkum. Hins vegar geta Glazer feðgar reitt sig á tekjur af United sem eru gríðarlegar og því ekki jafn miklar líkur á sama móralska gjaldþroti og hjá Hicks og Gillett.

  Ég var einn af þeim sem spáðu Liverpool titilbaráttu í ár umfram Chelsea og Arsenal en slíkt virðist ekki vera að gerast. Ég tel ekki að þar eigi Benítez mikla sök á. Hinsvegar þá er til hliðstæða á þessu ástandi. Ef við spólum aftur um rúmt ár og horfum á yfirtöku Íslendinganna á West Ham þá sjáum við að stjóri sem var elskaður af aðdáendum og liðinu var rekinn og maður fenginn til að halda liðinu uppi sem kannski var ekki á sama stalli og honum tekst hið ómögulega. Sömuleiðis má líta á óvissuna sem var til staðar hjá Chelski á fyrri hluta leiktíðar, tíð jafntefnli og töp. Nú er Chelsea að fara í gegnum mjög þétt sigurprógramm og ég tel að þeir eigi eftir að verða helsta ógnin við United um titilinn. Þarna var um að ræða vel heppnaða skiptingu á kalli í brúnni(bókstaflega) og ég tel að þið þurfið á svipuðu að halda. Manni getur þótt endalaust vænt um mann sem færir manni Meistaradeildartitil (eins og Sheringham) en stundum er gott að breyta til (Ruud) og fá nýtt blóð í æðarnar.

  Hafiði í alvörunni eitthvað á móti köppum eins og Lippi eða Hiddink? Þetta væru kandidatar um Liverpool starfið, bara svona til að hafa það á hreinu, jafnvel Riijkaard.

 53. 10 jafntefli… TÍU!

  Það eru ekki 10 stig unnin, það eru 20 stig töpuð. Benitez þarf að fara að spila upp á meira en jafntefli. Það er eins að tapa 2 og vinna 1 en að gera jafntefli í þremur leikjum.

  Recordið okkar er 10-10-2. 14-0-8 gæfi okkur 2 stigum meira en við erum með núna. Þeas hefðum við unnið Birmingham, Man City, Chelsea og Wigan, en tapað gegn Aston Villa, Arsenal, Tottenham, Middlesboro, Blackburn og Portsmouth, þá værum við með 2 stigum fleiri en við erum með núna. Og það geta sennilega allir verið sammála að við áttum að vinna þessa 4 leiki sem ég taldi upp og að minnsta kosti þrjá af þeim sem ég taldi sem töp. Við þurfum bara að GAMBLA aðeins meira. Taka séns þó við séum að gera jafntefli eða jafnvel einu marki yfir. Eins og Matt Damon sagði í Rounders:

  “You can’t lose money you don’t put in the pot. But you don’t win much either.”

 54. 64: “Benitez þarf að fara að spila upp á meira en jafntefli.”

  heldur þú virkilega að rafa sé ekki að spila upp á meira en jafntefli? tökum leikinn í gær fyrir, helduru að rafa hafi hugsað með sér fyrir leik: “jæja, best að ná í jafntefli gegn villa í kvöld”??

  hann stefnir á sigur, óheppni og rugl í fjölmiðlum um eigendur hefur haft sitt að segja og það er gríðarlega erfitt fyrir leikmenn og þjálfara að einbeita sér að leiknum á meðan á þessu bulli stendur.

 55. Hvurslags rugl er þetta að leikmenn geti ekki einbeitt sér þó ekki sé allt með felldu utan vallar hættið þessu ekkisen bulli auðvitað geta þeir spilað ef þeir hafa þá getuna til þess. Þetta eru engar angúrubrúður eða hvað.

 56. Mér finnst íla látið vbið RB hér á þessu spjalli. Eins og mjög víða hefur komið fram þá eru vinnuaðstæður hans óviðunandi. Ég vil benda á það sem Bragi 63 sagði að jafnvel Mora réði ekki við aðstæðurnar í haust og Chelsea byrjaði ílla þó mannskapurinn væri fyrir hendi. Ráðið þar var að láta Moro fara enda er eigandi Chelsea að öllu leyti ólíkur eigendum LFC. Ráðið við vandræðum okkar er ekki að láta RB fara heldur losa okkur við kanana. Þeir eru peningagráðugar skep… sem eiga sér enga hugsjón í Liverpool. Þeir svíkja allt sem þeir lofuðu enda hafa þeir engar forsendur til að standa við neitt. Ekki siðferðilegar, vitsmunalegar né peningalegar. Þeir mega stikna á glóðum elds fyrir mér en ekki láta RB né leikmennina gjalda þess. Og svona í lokin. Ég hélt að ég mundi aldrei sakna Riise í leik hjá liðinu mínu en þegar ég horfði á Aurelio í þessum leik þá verð mér á að hugsa “nú væri gott að hafa Riise inná”. Og lái mér hver sem vill. Og þá er ég ekki að hugsa um sjálfsmörkin .þeirra heldur um varnarvinnuna almennt. Það er sorglegt hvað kemur lítið út úr sumum þeirra sem RB keypti í góðri trú og lofuðu reyndar góðu en hafa ekki staðið undir væntingum.
  Það sjá allir menn.

  YNWA

 57. Olli (65). Kannski er ég blindur, en ég get ekki séð að Benitez sé að spila til sigurs þó hann vilji eflaust vinna hvern einasta leik. Taktíst séð finnst mér hann gera hver mistökin á eftir öðrum. Eflaust hefur sundrungar ástand innan klúbbsins einnig mikið að segja og ekki hjálpar það leikmönnum. En að halda því fram að einungis sé hægt að kenna óheppni og rugli í fjölmiðlum um hvernig komið er, er fullmikil einföldun.

 58. Stefán Kr, það er ekki verið að meina ruglið í fjölmiðlum. Heldur ruglið sem á sér stað innan klúbbsins. Það eru ansi margir hérna að tjá sig hérna sem virðast voðalega lítið hafa kynnt sér þetta.

 59. Reynir. Ég er ekki búinn að lesa öll 70 kommentin á þessum þræði, enda er ég vinnandi maður. Ég var einfaldlega að svara því sem ég las frá Olla. Hann talaði um “ruglið í fjölmiðlum um eigendur”. Ég hef ekki það dulmagnaða skynjun að ég skilji orð hans á e-n annan máta. Kannski næði ég boðskapnum ég væri skyggn, en það er ég hinsvegar ekki. Þangað til verður mér að nægja að túlka það sem ég les.

 60. Friðþjófur, ég hef varla átt líf undanfarna daga því ég hef verið að lesa fréttir og spjallborðið á rawk 🙂
  Það er erfitt að koma þessu frá sér í stuttu máli en mér sínist þú vera á sömu skoðun og ég. En ég sé þetta þannig að kanarnir hafi ekki vitað hvað þeir voru að koma sér í þegar þeir keyptu liðið, héldu að þeir gætu bara verið sáttir í 4. sæti með liðið áfram og náð í CL og mjólkað liðið þannig. En þegar Benitez kemur því réttilega til skila að hann vilji fara með liðið ofar og segir hvað til þess þurfi eftir leikinn í Aþenu, þá vill Hicks hann í burtu. Annar maðurinn af þeim tveim sem fyrir leik fullyrtu stuðning sinn við Benitez og voru að fíflast með peninga í viðtali fyrir leikinn eins og það yrði ekkert mál að redda peningum fyrir Rafa. En allt í einu komu peningar og leikmannakaup Rafa ekkert við og honum sagt að einbeita sér að því að þjálfa leikmennina. Sem við nú vitum að var á þeim tíma sem þeir voru að tala við Klinsmann, þannig að þeir ætluðu sé bara einn tveir og þrír að reka þjálfarann sem vildi árangur og fá það sem til þess þurfti. Kanarnir segja sér til varnar að þeir hafi haft áhyggjur að því að Rafa ætlaði sér að fara, maðurinn sem segir nánast hvern dag í einhverju viðtali að hann vilji vera hjá lfc. Þessir eigendur virðast alveg frá fyrsta degi ekki ætlað sér að hafa lfc sem metnaðarfullt fótboltalið. Og hvað sem mönnum finnst um Rafa að þá hefur hann gert öllum ljóst hvernig eigendurnir eru. Þetta er líklega lítið brot af þeim fíling sem ég hef fyrir þessu. Þarf að fara að læra 🙂
  Lík þessu kannski á einu Rafa quote sem mér finnst sína hvernig staðan var/er: “”We talk and talk but we never finish”

 61. Getur málið ekki líka verið það að könunum reynist erfitt að fjármagna lokagreiðsluna á klúbbnum vegna ástandsins á fjármálamörkuðum?

 62. hefði kannski átt að skýra mál mitt betur StefánKr.

  rugl í fjölmiðlum um eigendur sagði ég, það rugl hefur snert Rafa og klúbbinn sem heild. hvað hefur það verið að leiða af sér? neikvæða umfjöllun um klúbbinn eins og við höfum séð, ólga innan klúbbsins myndast sem smitar út til allra sem að honum standa.
  þessi umfjöllun sem snertir þjálfarann er verst að mínu mati og bitnar mikið á honum, ég öfunda Rafa ekki.

 63. hvernig stoð Martin Skrtel sig mer fannst hann bara koma vel ut.
  ynwa

 64. sko.. það er ekki nóg að eiga stórleik í fyrri hálfleik einsog menn eru að tala um í sambandi við gjemle gjemle Hyppia.. Leikurinn er 90 mínútur ef sumir hérna hafa ekki tekið eftir þvi.. og varðandi Benitez og aðstæðurnar sem hann þarf að vinna við! mér er bara alveg drullusama hvað gerist fyrir utan völlinn!! þetta snýst um að spila FÓTBOLTA!! það er hann sem velur liðið og það er alveg augljóslega ekki að virka!! ég hef staðið með þessum manni í gegnum súrt og sætt en þegar hann setti riise á kanntinn um daginn (örugglega svo hann skori ekki fleiri sjálfsmörk) en allavena þá missti ég bara gjörsamlega allt álit á “hr” Benitez! Hef bara enga trú á honum lengur, þvi miður!!

  later

 65. Það þarf nú að fara að breyta hausnum á síðunni “íslensk aðdáendasíða besta liðs í heim”

 66. afhverju ertu með “hr” Benitez, breytti hann um kyn í þínum augum eða?

 67. Alvöru aðdáendur liverpool eru ekki sáttir með að vera fyrir neðan Everton á töflunni er það?? ..ég er allavena orðin helvíti pirraður á þessu öllu saman! Þetta myndi örugglega ekkert versna ef nýr maður kæmi í brúnna! allavena finst mér nokkrir menn í þessu liði sem eiga bara ekkert heima í svona félagi með þetta stóra sögu á bakvið sig!! samt heldur hann áfram að tefla þeim fram.. ég nefni engin nöfn (riise, kuyt) þeir kæmust örugglega ekki einu sinni í varaliðið hjá Everton! þvi miður þarf maður að horfa uppá þetta annan hvern leik!! En þið áttið ykkur kannski á þessu þegar Man Utd verður komnir með fleiri deildartitla en liverpool!! Þannig að það er ekkert óskiljanlegt að ég vilji fá nýjan mann í brúnna!!

 68. Þetta er kynleg umræða. Arsenal steinlá í kvöld. Ætli Wenger verði látinn fjúka?

 69. hann er allavena maður sem er óhræddur við að gefa ungum strákum séns.. Hann er bara i´vitleysu liði. úrslit úr síðustu leikjum gerir það að verkum að ég mun ekki mæta í vinnu fyrr en við drullumst til að fara vinna leiki!! það er alveg óþolandi að gera jafntefli!!

  ps gengi liverpool er vont en það venst þvi miður ekki!

  YNWA

 70. Þakka þér Reynir 74. Ég er ánægður meðað það sem þú segir harmonerar algjörlega við það sem ég hef á tilfinningunni af því sem ég hef lesið.
  Ég vil benda á eitt í sambandi við þennan margumrædda leik sem skelfdi mig dálítið en fáir hafa “þorað” að minnast á. Fernando Torres var afar slakur í leiknum og virtist mjög áhugalaus og dapur. Halda menn að það geti verið að áhyggjur hans af ástandinu og framtíð RB hafi getað spilað þar inní.
  Það var annað eftirtektarvert sem Grétar mætti taka til athugunar. Fabio Aurelio var svo slakur í leiknum að maður var farinn að sakna Riise. Ég held að Finnan og Arbeloa eigi að vera bakverðir og fyrst RB vill ekki nota Babel í senter með Torres á hann að vera fyrsti kostur á vinstri kanti.
  Þetta sjá allir menn

  YNWA

 71. Besta liðið ykkar:

      Reyna
  

  Finnan-Carra-Agger-Arbeola

  Gerrard-Alonso-Masche-Babel

  ——–Crouch-Torres

 72. Ég öfunda Rafa ekki heldur Olli (78). Mér finnst hinsvegar rætur vandans liggja dýpra en svo og meira fóboltalegs eðlis. Auðvitað hefur það áhrif á Benitez og leikmenn að stjórinn njóti ekki skilyrðislaus stuðnings eigenda. Allt eru þetta nú samt atvinnumenn í íþróttinni.
  Ég veit ekki hverjum er meira um að kenna um þá sundrung sem ríkir, Hicks og Gillet, eða Rick Parry, sem studdi yfirtöku þeirra á sínum tíma. Stundum finnst mér menn gleyma hversu drjúgur þáttur hans er. Held að honum hefði ekkert veitt af því að glugga í nokkrar bækur í vörumerkjastjórnun.

 73. Masche á leiðinni til Ítalíu skv. Gras.is. Við erum ekki enn búnir að leggja fram tilboð í kappann.

 74. það á að vera algjört forgangsatriði að klára kaupin á Mascherano… ef það var ekki til peningur til þess þá hefði átt að sleppa því að kaupa Skrtel og selja Siskó ef hægt er og nota þá peninga til að fjármagna kaup á Masch… ekki oft sem hægt er að kaupa mann sem búinn er nú þegar búinn að sanna sig hjá félaginu

  síðan legg ég til að Crouch og Torres fái marga leiki í röð saman og Kuyt og Voronin verði á bekknum um ókomna tíð þar til þeir verða seldir

 75. Hvernig er það, geta kanarnir ekki misst klúbbinn ef þeir borga ekki lánið?

 76. Já hvernig er það? Eignast einhver banki þá Liverpool og klúbburinn verður seldur hæstbjóðandi á uppboði eða eitthvað þannig?

 77. Það fer vonandi að gerast eitthvað í málum félagsins. Mínar vonir eru bundnar við að Kanarnir selji og nýr graður stjóri með drápseðli verði ráðinn til liðsinns. RB er kominn á endastöð og rúmlega það, hann er enginn maður til þess að leiða liðið til langþráðs sigurs í deildinni eins komið hefur í ljós. Hjakkar í sama farinu leik eftir leik, ár eftir ár. Maður gerði sér vonir og væntingar í haust en það hvarf eftir 2 mánuði. Menn verða að fara að gera sér grein fyrir því að við gætum endað eins og leeds ef við losnum ekki við kanagerpinn strax. Bankinn gæti gjaldfelt lánið og þá er voðinn vís.

 78. Ég hefði nú haldið að bankinn myndi einfaldlega selja klúbbinn.
  Annars hef ég ekki kynnt mér þetta af neinu viti:/

 79. Ég græt það ekkert ógurlega þó Mascherano verði seldur. Þurfum hann bara í 4-5-1/4-3-3 þar sem við þurfum að verjast og erum lélegra liðið. Þá er vissulega gott að hafa hann þar sem hann er góður að vinna boltann. En við eigum ekki að þurfa að hafa einn auka varnarmann á móti Wigan, Birmingham og hvað þessi lið heita. Þá gerir hann ekkert gagn, lætur Hyypia eða Carragher fá boltann og segir þeim að dreifa honum. Höfum Lucas og Xabi til að nota með Gerrard í 4-4-2 kerfinu.

  Væri samt ekkert vera að eiga hann 🙂

 80. Ég er nú ekki alveg sammála þér Andri Fannar. Að vera með mann sem getur unnið boltann og komið honum í spil er ómetanlegt. Hitt liðið gerir ekki miklar rósir á meðan við höfum boltann(við höfum reyndar ekki verið að gera miklar rósir sjálfir með boltann en það er allt önnur elín). Manstu eftir Makalele hjá Real Madrid, bara svo ég taki dæmi. Með Masch inná miðjunni fær Gerrard mun meira frelsi og af mínu mati er hann bestur þannig. Vandamálið er að við þurfum kanntmenn sem geta og þora, bakverði sem rata um handan miðlínunnar og alvöru framherja með Torres. Vil spilandi viðvörður(Agger) er líka krúsíal svo liðið geti spilað alvöru bolta.

  Spurningin er síðan hvort við eigum framherjan í Babel, en þá vantar okkur varamann því Kuyt og Voronin(fyrrverandi besti leikmaður í heimi) eru ekki að gera gott mót.

  Af mínu mati er mjög krúsíal að fá vinstri bakvörð, vinstri kanntmann og framherja. Hægri bakvörðurinn(Arbeloa) og hægri kannturinn(Pennant) þarf líka að styrkja með alvöru mönnum en það liggur meira á hinum stöðunum. Ég er ekki að tala um að kaupa þetta allt á einu bretti, en þetta eru allt stöður sem klárlega þarf að styrkja.

 81. Já ég kannski orðaði þetta full gróflega en það vantar alveg sóknarlegu ógnina í hann á móti slakari liðunum. Nauðsynlegt þá að hafa miðjumanninn í seinni bylgjunni sem getur þrumað boltanum á markið og skorað. Hann hefur ekki skorað fyrir Liverpool, það segir sitt.

  Vissulega er hann frábær í að vinna boltann og gefa 2m sendingu á Gerrard eða miðvörð. Lagast þegar við fáum Agger ef hann lagast bara 🙁

 82. jæja það vaar nátturlega hent út mínu kommenti hérna.. ég sem hélt að það væri frjálst að tala hérna á þessu spjalli!! En Andri Fannar, greyið ekki vera gagnrýna menn sem eiga það engan vegin skilið og Mascherano á það svo ekki skilið!! Frábær leikmaður sem leggur sig alltaf 100 prósent fram!!

  takk fyrir.. og bless!

Liðið gegn Villa – Skrtel á bekknum

Arbeloa og Voronin meiddir