Liðið gegn Villa – Skrtel á bekknum

Jæja, byrjunarlið kvöldsins er komið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Kuyt – Torres

**Bekkur:** Itandje, Skrtel, Alonso, Babel, Crouch.

Þetta er að mínu mati frekar sókndjarft lið. Ég hefði persónulega viljað sjá Ryan Babel byrja inná í þessum leik en Kewell og Benayoun eiga að geta sótt aðeins að vörn Villa-liðsins. Þetta verður spennandi.

**Áfram Liverpool!**

32 Comments

 1. Já ég verð að viðurkenna að ég finn jafnteflisþef af þessum leik. Kuyt hefur nú ekki verið iðinn við kolann uppá síðkastið (ef síðkastið er síðan ég man eftir mér) og Benayoun hefur því miður ekki verið í því formi sem hann var í upphafi leiktíðar. Mascherano er svo ekki sókndjarfasti leikmaðurinn.

  Kannski eini plúsinn að Riise er ekki í liðinu……

  Gerrard frændi mun a.m.k. skora í þessum leik, ég finn það á mér. Hvort það muni duga til, kemur svo bara í ljós

 2. Þetta fer 2-1 og Gerrard skorar sigurmarkið í lok seinni. Laursen skorar í fyrri hálfleik fyrir Villa og kemur þeim yfir.

 3. Eg hefði viljað sjá Babel þarna inná…! Skil alls bara ekki af hverju ?

 4. Kannski eini plúsinn að Riise er ekki í liðinu……
  Hehe, satt. Annars hefði ég viljað sjá Babel byrja í kvöld. Vonandi að þetta gangi. Koma svo!

 5. djö…… Dirk Kuyt ! Þetta er ótrúlegt. Vonandi afsannar hann í kvöld hversu lélegur mér finnst hann vera. Skoraði Babel ekki á móti Luton ?! Jú alveg rétt…………. Áfram Liverpool.

 6. Gaman væri að hafi Pennant inni hann var að spila vel á móti Luton og er hress gæji

 7. Ekkert nýtt þarna, Babel á bekknum, Óþolandi þetta rotation dæmi….

 8. Það er eitthvað sem segir mér að Kuyt komi okkur skemmtilega á óvart og og skori bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri.

  góðar stundir

 9. Ánægður að sjá Kuyt uppi með Torres. Spái því að hann muni eiga góðan leik og kóróni hann með því að skora eftir fyrirgjöf frá Kewell sem mun einnig eiga góða spretti á kantinum 😉
  YNWA

 10. Ég ætla rétt að vona að leikurinn á móti Luton hafi verið kveðjuleikurinn
  hjá Riise, hann er búinn á því.

 11. Endilega hafðu steingeldasta sóknarmann ensku deildarinnar inná en ekki Babel! Ég er að verða brjálaður útaf þessum manni. Nú er samt komið af því, ég treysti á Kuyt að setja hann í þessum leik, þá er ég sáttur! Enda kominn tími á mark frá kallinum.

 12. Æi það yrði voða skemmtilegt ef hann Kuyt mundi nú ná að skora.. Á meðan hann ber Liverpool merkið að hjarta sér mun hann allavega fá minn stuðning þó ég sé hjartanlega sammála þeim sem segja að hann megi gíra sig upp um nokkra gíra. Ég spái 2-1 fyrir okkur, Kuyt og Torres

  Áfram Liverpool

 13. Þetta flokkast sem viðbrennsla ársins:
  Dirk Kuyt: 49 mínúta ! Amma hefði gert betur í hjólastól.

 14. “Benitez burt” þetta hefur nú hljómað ansi lengi frá mér en mér finnst kallinn nú vera búinn að fá ansi marga leiki til að svara óánægjuröddunum en hann heldur áfram að gera upp á bak, það þarf nýtt blóð hann nær ekki að rífa liðið upp héðan í frá.! Við erum á leið í keppni við Portsmouth, Blackburn og West Ham um sæti í efri hluta deildarinnar. Við erum bara ekki eitt af toppliðunum,!

 15. Þessi brandari sem Liverpool er 2007-2008 er að verða alvarlegri með hverjum leiknum sem líður. Ég segi það satt: ég tek þessa hörmung nærri mér. Það er langt síðan ég hef upplifað önnur eins vonbrigði. Hvað þarf liðið mörg skot á mark til að skora? Þó að ég telji Rafa bera mesta ábyrgð á gengi liðsins í vetur, t.d. liðsskipan og innáskiptingar, þá er ég farinn að vorkenna honum og hreinlega finna til með honum. Allt er honum mótdrægt. Fjölmiðlar hamast á honum í leit að næsta fórnarlambi. Það einmitt nú sem hann þarf á stuðningi að halda. Það getum við, þó að eigendurnir geri það ekki í verki.

 16. YEEEESSSSSSSSSSSS! Crouch, hjúkk!!! 🙂
  KOma svo og klára þetta!

 17. fullkomlega sammála Bobby, þetta er orðið að algerum brandara…. við verðum heppnir ef okkar stærstu leikmenn vilja halda áfram að spila svona! á meðan ég skrifa þetta var crouch að skora, en ég er svo gersamlega búinn að fá nóg af jafnteflum að ég get ekki orðið mikið ánægðari!!

 18. Það er allavega eitt met sem við getum náð núna, flest jafntefli á einu tímabili. Spurning um að fletta því upp hvað metið okkar sé?

 19. æhvað ég er feginn aðeiga petter í okkar liði.. hann bjargaði mann orði mínu.. eða allavega kom því fyrir horn þar sem að pabbi er aston villa maður…

  hefði ekki lifað lengur hefði villa unnið… en hvað re að gerast með þetta lið….

  er ekki kominn tími á nýjan stjóra…

 20. Djöfullsins miðlungslið er þetta að verða. Með menn eins og helvítis Dirk Kuyt, Benayoun, Aurelio, Riise, Voronin, Sissoko, Kewell og svo Benítez sem er algjörlega að gera í brækurnar. Það er engin afsökun að kenna könunum um þetta…. Við getum ekki rassgat !!!!!!!!!!!!!!!

 21. Auðvitað verður að styðja RB í því sem hann er að gera og ég styð hann fram
  i rauðan dauðann. En samt var ég mjög hissa á að sjá ekki Babel inná frekar en Kuyt. Eins var með skiptingar að Kuyt er áfram inná þó ekkert gerðist í kringum hann. Hann virðist þurfa hálftíma hið minnsta til að koma frá sér skoti og boltinn boppar af honum eins og steinvegg. En RB veit örugglega hvað hann er að gera og við náðum þó allavega stigi út úr þessum leik. en betra hefði verið að fá þrjú!!!!!!!!!!!!!!!!
  Það sjá allir menn

 22. Shit!! Þetta var hrikalegt. Færið hjá Kuyt, hvaða grín er þessi gaur? Hann er ótrúlega slakur, kemur ekkert út úr honum. Og hvað var málið með Reina í fyrra markinu? Hann hætti við að fara í lausan hjólhest!! Átti auðveldlega að taka þennan bolta. Guð minn góður hvað þarf að hreinsa til þarna og þ.m.t. Rafa.

 23. Hvar er leikskýrslan. Það verður gaman að henni ábyggilega???

 24. Það er eðlilegt að allir séu sárir, reiðir og HUNDFÚLIR en við getum ekki bara verið stuðningsmenn þegar vel gengur. Viljum við bara hlaupa sigurhringinn? Við verðum líka að vera menn til að taka mótlæti. Ég er ekki að segja að það sé skemmtilegt, það er bara nauðsynlegt. En strákarnir í liðinu eru mannlegir. Ég er ekkert viss um að þeir séu ánægðir eða stoltir í kvöld. Sendum þeir bara okkur bestu kveðjur og hættum þessu væli. Það er lögmálið í fótboltanum. Hann heldur áfram.

 25. RB hefur fengið allan þann stuðning sem hann á að þurfa. Þvílikur fáviti.
  Gæinn er bara í ruglinu leik eftir leik. Allt hefur farið downhill eftir að Paco
  fór. Ég vil Paco aftur.

 26. Ég held að vandamálið teygi anga sína alla leið til eigendanna, en þeir voru stórorðir í byrjun en hafa átt erfitt með að sleppa taki á buddunni til leikmannakaupa sem stjórinn vill fara út í. Það er erfið staða fyrir skipstjóra að vilja veiða á einum stað en honum sagt af eiganda í landi að fara annað. Þetta smitar sér út í áhöfnina. Hitt er annað að Rafa er enginn hvítþveginn engill og hefur gert undarlega hluti með liðið og á því sinn þátt í stöðu mála (dæmi: hann notar Babel og Crouch grunsamlega lítið og sjáið hvað allt breytist þegar þeir koma inn á). En aðalatriðið er að halda áfram. Ég býst við að leikmennirnir geri það. Það skánar lítið við að gefast upp. Haldið þið t.d. að Kanarnir opni budduna bara við að að Rafa fari? Trúa menn því að annar stjóri fengi mikla peninga til að kaupa?

Aston Villa á morgun

Liverpool 2 – Aston Villa 2