Aston Villa á morgun

Á morgun klukkan 20:00 munu okkar menn taka á móti Aston Villa, sem hafa unnið þrjá síðustu útileiki sína á meðan Liverpool hefur unnið tvo af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Hins vegar hefur “rönnið” hjá okkar mönnum ekki verið mjög glæsilegt og gætt hefur pirrings hjá mörgum okkar með liðið og árangur þess. En mitt í þessum pirring hefur aðalpirringurinn verið að ágerast og það er pirringur gagnvart bandarísku eigendunum, Hicks og Gillett (ætti maður t.d. að skipta um rakvélablaðategund?). Áhorfendur hafa verið að láta þessa óánægju í ljós og munu halda því áfram, sem og áhangendurnir. Það er því með gleði og von í hjarta, sem ég eygi bjartari tíma framundan, þar sem liðsmórallinn virðist vera mjög sterkur. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ég vil bara ekki trúa öðru en að liðið noti umræðuna síðustu daga til að efla sig enn meir.

Ég var staddur úti á Kanaríeyjum þegar Torres jafnaði gegn Middlesbrough og leikurinn endaði í jafntefli. Mér fannst gaman að sjá að öskrin mín vöktu athygli, því aðrir Íslendingar spurðu út í úrslitin og því miður náðu nokkrir Man U aðdáaendur að nudda smá salti í sárin mín, en mér fannst æðislegt að sjá hótelstjórann (þ.e. gaurinn í afgreiðslunni) þjóta úr afgreiðslunni og fagna með mér jöfnunarmarkinu … ég vissi og veit alveg að Liverpool er elskaður klúbbur um allan heim. En það var gaman að upplifa þessa “ást” þarna á Kanaríeyjum. Við skildum ekki alveg hvorn annan, en við höfðum þarna ekta Liverpool-moment. Og já … það var eftir þennan slappa leik. Punkturinn minn er einfaldur: Liverpool framar öllu! 🙂

Með þessa ást á liðinu í huga, hef ég mikla trú á klúbbnum mínum. Aston Villa er á góðu róli, eru í mikilli baráttu við okkur, City og Everton um fjórða sætið í deildinni. Þetta er sú barátta sem við erum í núna. Og ef ekki á að fara verr (þ.e. að vera ekki einu sinni í baráttu um fjórða sætið), þá þarf liðið að vinna á morgun, fyrir fram brjálaða áhangendur sem senda bandarískum eigendum skýr skilaboð: No more nonsense, just DIC!

Agger er eini leikmaðurinn sem er örugglega ekki í hópnum, og Skrtel gæti meira að segja spilað. Reina er eini leikmaðurinn sem hefur spilað hverja einustu deildaleikjamínútu þetta tímabil og ég sé ekki breytingu þar á. Við hljótum að koma með okkar sterkasta lið en það er alltaf matsatriði hjá hverjum og einum. Ég ætla hins vegar að spá þessu liði hér:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Aurelio

Pennant – Gerrard – Alonso – Kewell

Torres – Crouch

Ég gæti líka alveg hugsað mér Babel í stað Kewell, en helst vildi ég sjá Babel og Torres frammi. Sprengikraftur beggja í sókninni yrði hvaða vörn sem er algjör hryllingur! Þar sem ég er Mascherano aðdáandi væri ég ekkert spældur að sjá hann í liðinu, á kostnað Pennant kannski.

Ég ætla ekkert að rökstyðja þetta val mitt frekar. Geri ráð fyrir því að ég sé alla vega með 2-3 leikmenn ranga, en það kemur í ljós. Gaman verður að sjá umræður ykkar um leikinn, bæði með tilliti til umræðunnar um fjárans eigendurna og þá stöðu sem klúbburinn er í núna. Ég hef lesið slúðrið og fréttirnar á netinu, og maður skynjar að það er titringur í gangi. Vonandi brýst hann út í fantagóðri knattspyrnu og yfirburðaspilamennsku.

Ég ætla að spá 3:1 sigri okkar manna, þar sem Torres skorar tvö og Babel eða Gerrard eitt. Aston Villa hefur unnið einum leik meira en við … á morgun verða sigurleikir liðanna orðnir jafnmargir! Ég er sannfærður!!!

22 Comments

 1. Fín skýrsla, ég myndi þó vilja sjá Babel frammi með Torres og Mascherano fyrir Alonso. Babel hefur margsagt að hann “fíli” sig best frammi og með frammistöðu okkar framherja að Torres undanskildum í huga þá vil ég sjá hann pófaðan frammi. Hann hefur kraft, gott skot og hefur sett hann við og við þegar hann fær séns. Alonso hefur mér ekki þótt geta baun í bala í langan tíma en ég man þó hann fyrstu leiktíð þar sem hann var sterkur og vonandi nær hann því aftur. En eins og staðan er í dag vil ég Mascherano inn fyrir Alonso og Lucas á bekkinn. Nú ef ekki Babel framm þá á kantinn með hann fyrir steingeldan Kewell.

 2. Kewell er ekki geldur, hann er að fara að eignast sitt þriðja barn í mars.

 3. Sko!
  Þetta er einfalt. Ef við vinnum ekki þá tryllist ég enda búinn að þurfa dúsa hérna á 4stjörnu hóteli í Liverpool alla helgina! :p

  YNWA!

 4. Ég hvet alla sem vilja reyna að komast að kjarnanum í þessari sápuóperu sem nú er í gangi í Liverpool hlusti á podcastið sem DavíðGuð #3 benti á.
  Allveg hreint ótrúlegt að hlusta á það sem kom fram þar.
  Þeir segja að söluferlið sé hafið á milli H/G vs DIC.

  YNWA

 5. Það verður gaman að sjá hvort Kop muni standa fyrir miklum mótmælum eins og heyrst hefur að muni gerast!!!!
  The Hicks camp are aware that protests are planned for tomorrow night’s game at Anfield, but it’s difficult to predict exactly how much that will hurt them.
  This week could be one of the most memorable in the club’s history.
  YNWA

 6. nr 2: ok ,Hannes góður, hehe. reyndar mætti halda að Kewell hafi eignast barnið sjálfur og sé að skríða saman eftir meðgöngu.

 7. Það er nú kannski skiljanlegt þar sem hann er búinn að vera lengur frá en það sem samsvarar einni meðgöngu.

 8. Ég hefði viljað sjá stuðningsmenn Liverpool standa saman og koma þessum Amríkumönnum frá. Ef stuðningsmenn standa saman og mæta ekki á leiki, kaupa ekki mynjagripi og eyða ekki peningum í klúbbinn þá myndi hann ekki verða að neinu.
  Það er gjörsamlega óþolandi að svona vitleysingar komi og kaupi félagið. Séu síðan með þvílíkar yfirlýsingar sem þeir standi ekki við.
  Ég veit reyndar ekki hvernig DIC eru en maður vill losna við Kanana það er víst. Vona að aðgerðir á Anfield í kvöld verði öflugar og sýni eigendum að það sé ekki hægt að láta hvernig sem þeim sýnist. Félaginu þarf að sýna virðingu og láta ekki eins og fífl.

 9. Stöndum með okkar mönnum í kvöld og sjáum svo hvað gerist, ekkert annað hægt að gera í stöunni eins og er.

 10. Manni, ég skil hvað þú ert að fara með því þegar þú segir að stuðningsmenn ættu að taka sig saman og mæta ekki á leiki og setja pening í félagið en ég get kanski ekki verið sammála öllu þarna. Eins og það að mæta ekki á leiki, persónulega finndist mér það bitna meira á leikmönnunum og liðinu heldur en eigundunum.

  Liðið er langt frá sínu besta og því ætti frekar að fjölmenna á völlinn og skapa rétta stemmingu, öskra liðið áfram og komast aftur í þetta form sem við vorum í nokkrum sinnum í vetur. Það eru ekki miklar líkur á að við tökum deildina í ár en við megum þó ekki hengja haus og klárum þetta af fullum krafti og hver veit nema liðin á toppnum misstígi sig og við getum hampað þessu. Það sem ég hef verið einna stoltastur af við Liverpool undanfarin ár er að liðið kemur alltaf sterkt upp úr lægð og mikil barátta er í liðinu.

 11. Það sem er bara svo óþolandi er þetta rugl í kringum eigendurna.
  Hef ekki trú á öðru en að það rugl bitni á þjálfara og þá á leikmönnum.
  Auðvita stöndum við á bakvið okkar lið í gegnum súrt og sæt en það má alveg láta eigendur vita að þeir geti ekki hagað sér eins og fávitar.
  Við völtum vonandi yfir Aston V. í kvöld og fáum síðan fréttir að kanarnir séu búnir að selja 😉

 12. Ég myndi gefa mikið fyrir að þetta (http://youtube.com/watch?v=gDW_Hj2K0wo) væri okkar Hicks, frekar en sá sem við sitjum uppi með núna. Þarna kemur einmitt fram skemmtileg ábending til þeirra sem vilja setja dollaramerki á alla heimsins hluti. Hvíl í friði, Bill.

 13. Takk, Don. Ég og tölvur erum ekki að ná að bonda eins og ég hefði kosið, en hvað getur maður gert. En þetta er hinn eini sanni Hicks.

 14. Takk Búi. Þú ert greinilega maður með góðan smekk.
  Bill Hicks og Gillett saman sem eigendur Liverpool væru svo sannarlega “the best a man can get”! 🙂

  Áfram Liverpool.

 15. jæja eg er tilbuinn kominn i buninginn mertur fowler sjálfum með trefillinn minn að fara að opna 1 kaldann carlsberg koma svo
  áfram liverpool ávalt liverpool !!!!!!!!!!!!!!!!!!!
  YNWA.

 16. Skál SIGURÐUR!!!!!!!!!
  Ég er líka byrjaður, er staddru í afmælisteiti hérna í Stavanger í Noregi og svo þegar leikurinn byrjar verður skipt yfir á skjávarpan í stofunni hjá vininum og hér eru að mér vitandi 27 pooooooooooooooolarar frá 5 löndum, Ísland (að sjálfsögðu), Noregur, Ítalía, Singapore og svo er einn innfæddur frá Liverpoolborg, ekki amarlegt það. Stemming og stuð og að sjálfsögðu er einn kaldur á kantinum Hr. Carlsberg sjálfu 😀

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://www.kop.is

Rafa neyddur til að selja Sissoko?

Liðið gegn Villa – Skrtel á bekknum