Langar þig á Liverpool – Inter?

Það er hægara sagt en gert að verða sér úti um miða á leiki Liverpool þessa dagana. Öflugt atburðafyrirtæki í Liverpool sem hefur sérhæft sig í fyrirtækjaferðum á leiki liðsins, býður nú áhugasömum upp á miða + hótel á leik Liverpool og Inter Mílanó sem fram fer þann 19. febrúar nk. Þessi pakki inniheldur:

– Gisting í 3 nætur á besta hótelinu í borginni, Crowne Plaza
– Miði á góðum stað á vellinum
– Verðið fyrir þennann pakka er GBP 600 á manninn, miðað við tvo í herbergi
– ATH að flugfar er ekki innifalið í pakkanum

Þeir sem hafa upplifað alvöru Evrópukvöld á Anfield vita að það er fátt sem jafnast á við það. Nú er tækifærið í gegnum fyrirtækið NW Corporate og geta áhugasamir pantað þennann pakka með því að senda e-mail á Lee McPartland: info@nwcorporate.co.uk. Athugið að miðaframboð er takmarkað.

32 Comments

 1. Takk fyrir þetta ég mun kynna mér málið sem allra fyrst.
  Alltaf dreymt um að fara á Anfield og ekki slæmt að svona tilboð “upp í hendurnar” 🙂

 2. Er nokkuð Liverpool-Everton, 29. mars í boði hjá þessu fyrirtæki, eða öðrum ef því er að skipta? Já, ég veit, þetta er úberbjartsýni…

 3. Tökum eitt skref í einu Ívar 🙂

  Bjartsýni og ekki bjartsýni. Það slær bara akkúrat EKKERT út Evrópukvöld á Anfield. Ég ráðlegg engu að síður áhugasömum að hafa hraðar hendur. Miðað við stærð leiksins og fjölda áhugamanna hér á landi, þá verður þetta fljótt að fara. Það verður eflaust magnaður 40-50 manna hópur frá Íslandi á þessum leik.

 4. Snilld, tad verdur stud a Park….

  Eg var ad saekja um Fan card i dag fyrir alla fjolskylduna, svo tad verdur afgreitt eftir ca. 6 vikur, svo ta getur verid ad madur geti eignast 5-10 aukamida a einhverja leiki, og vonandi verdur madur med einhverja auka-mida a Everton leikinn. Aetla allavegana ad reyna eins og eg get, ta get eg latid vita herna a tessari sidu ef madur naer tvi.

  Kv. Andri.

 5. Miðað við fengina reynslu, þá er þetta fínasta tilboð, og ég myndi hugsa mig alvarlega um ef ég væri ekki að fara á West Ham – Liverpool núna í lok janúar. þetta er s.s. rétt tæplega 76 þús krónur. Með flugi verður þetta eflaust um 100 þús kr. sem mér finnst ekki mikið miðað við að þetta er leikur CL á móti svona stóru liði, því miðaverð á vellina hjá stærstu liðunum í PL er svo svívirðilega hátt að venjulegur maður er langt frá því að hafa efni á því.

 6. Já, þetta er fínt tilboð hjá þeim, því ég get alveg vottað það að gott hótel í miðborg Liverpool er ekki ódýrt, þegar verið er að tala um 3 nætur. Crowne Plaza er þar yfirburðahótel ásamt kannski 1-2 öðrum.

 7. Getið þið sagt mér hvað miðaverðið er, bæði á CL og PL leiki?

 8. Það er nú bara svo hrikalega misjafnt Einar Pétur. Fer eftir því hvernig miði þetta er og eftir hvaða leiðum þú færð hann. Venjulegt miðaverð á hefðbundinn stað er í kringum 30-32 pund. En líkurnar á að geta keypt miða beint af miðasölunni á leiki, hvort sem það er PL eða CL eru nánast engar.

  Margir þurfa því að kaupa miða af ticket agents, sem er vægast sagt big risk. Þetta NW Corporate kaupir sína miða beint frá Liverpool FC, en kaupir þá á talsvert hærri pening en 30-32 pund. En það sem er mikilvægt hjá þeim er að þeir eru safe.

 9. djöfull vona ég að þetta gangi upp og þetta bull hætti í kringum klúbbinn..!!!
  YNWA.

 10. ÞETTA ER FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMAST Á EVRÓPULEIK, YRÐI ÆÐISLEGT EF VIÐ MYNDUM VINNA ÞÁ

  KOMA SVO!!!!

 11. Hvernig stendur á því að það sér varla hægt að kaupa miða á leiki í ensku úrvalsdeildinni í miðasölunni SSteinn?

  Nú veit ég að þú veist ansi mikið um þessa hluti og því beini ég spurningunni aðallega til þín en auðvitað mega aðrir sem vita af hverju þetta er svona svara þessu commenti.

  Það virðist sem svo að knattspyrnan sé orðin að íþrótt ríka fólksins og það er nánast ómögulegt fyrir hinn venjulega knattspyrnuáhugamann að kíkja á leik í ensku úrvalsdeildinni nema kaupa miða á miðlungsleiki fyrir svimandi háar upphæðir.

  Svona kemur þetta mér fyrir sjónir hjá mörgum liðum. Ég hef skoðað ýmsa leiki og meðal annars miðlungsleiki eins og West Ham – Birmingham og þar fer stór hluti til fyrirtækja og sponsora og lítið situr eftir fyrir þá sem vilja skella sér á svo sem einn og einn leik.

  En mér þætti ágætt að fá smá útskýringu á þessu SSteinn. Er ég bara að rugla eða er knattspyrnan orðin einhverskonar einkaíþrótt? Hvernig stendur á því að lið sem á meðal annars stuðningsmenn sem hafa það að atvinnu að vera hafnarverkamenn, rukki svona svimandi upphæðir eins og nefndar hafa verið?

  Og ég vil taka það fram að ég er ekki bara að tala um Liverpool, þetta á við nánast öll liðin í Englandi. Það vill svo til að SSteinn þekkir vel til hjá klúbbnum.

 12. Takk fyrir það SSteinn. Ég er að fara á 2 Liverpool leiki næsta vetur, enn ekki ákveðið hvaða leiki, en annar þeirra PL og hinn CL.
  Var bara að spá í þessu:)

 13. Þetta er ósköp einfalt mál, framboðið er margfalt minna en eftirspurnin. Það eru yfir 80.000 manns sem eru að reyna að sækja um lausa miða á suma leiki Liverpool. Þeir miðar sem fara á svörtu, eru oft að borga talsvert upp í verðið hjá ársmiða hjá ársmiðahöfum með því að selja þá á einn og einn leik á svörtu. Það eru priority schemas sem félag eins og Liverpool notast við, og þar með er nánast útilokað fyrir hinn venjulega Jón af götunni að nálgast miða beint úr miðasölunni. Það er hreinlega ekki heilbrigt hversu mikil eftirspurnin er eftir miðum.

  Segjum að stuðningsmenn Liverpool séu með 40.000 miða á leiki liðsins. 23.000 af þeim (ef minnið bregst mér ekki) eru ársmiðar. Restin eru um 17.000 miðar og um þá eru tugir þúsunda að berjast. Þú þarft að eiga fancard og safna þar ákveðnum punktum til að geta keypt miðana. Það gerir okkur hérna úti í ballarhafi þetta nánast ómögulegt. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við ÞURFUM nýjan völl.

  Það er löngu vitað að það er ekki sama rómantíkin yfir þessu eins og í gamla daga, þ.e. að verkamaðurinn fátæki hafi efni á að fara á völlinn í hverri viku. Þetta er ok ef þú ert framarlega í röðinni, en hinir þurfa að leita annarra leiða. Þær leiðir eru dýrar, misdýrar reyndar, en dýrar. Öryggið er orðið ekki síður mikilvægt, vegna þess að því miður hef ég orðið alltof oft vitni að því að menn hafa keypt sér miða af ticket agents og eru svo sviknir. Hafa kannski borgað 2-300 pund fyrir miðann þannig, og þurfa svo að reiða fram annað eins fyrir framan völlinn af því þeir eru búnir að leggja út í kostnað að koma sér út. Og þá eru þeir ekki einu sinni öruggir, gætu verið sviknir aftur með fölsuðum miðum. Þetta verður svona áfram á meðan það er svona gríðarlega mikill munur á milli framboðs og eftirspurnar.

  Þess vegna er ég afar ánægður að kynna þennann leik gegn Inter fyrir mönnum, því þar er fyrirtæki sem kaupir miðana beint af félaginu og eru safe.

 14. Verst að hafa ekki efni á þessu … hefði sko gjarnan viljað fara. Það verður bara að gerast síðar …

  Áfram Liverpool!

 15. Er ég sá eini sem finnst þetta vera hreint okur?Ef að verðið er 600 GBP miðað við tvo í herbergi, þá er þetta fokdýrt. Sá á heimasíðu Crowne Plaza að herbergi með 2 double beds herbergi kostar 121 GBP (breakfast included).

  Ef maður tekur einfalda stærðfræði, og deilir herbergiskostnaðinum á tvo aðila þá er það: 121*3=363/2=181,5 pund á mann fyrir gistingu ef maður bókar sjálfur.

  Þannig að fyrirtækið, er skv. þessu að rukka 428,5 pund fyrir “miða á góðum stað á vellinum”. Ef ég ætti að fara á Anfield og borga þetta verð fyrir, þá myndi ég vilja vera á varamannabekknum.

  Mér finnst alltaf stórkostlegt að fara á Anfield, en það er ekki hægt að láta bjóða sér að borga 600 pund + fargjald, sérstaklega í ljósi þess að ef maður myndi nú fara á CL leik, þá myndi maður ekki gista 3 nætur, því þetta er nú í miðri viku í febrúar.

  En kannski er ég bara bilaður, að vilja ekki eyða rúmlega 100.000 til að horfa á einn fótboltaleik. Frekar kaupi ég mér þá betra sjónvarp til að horfa á alla leiki Liverpool næstu ára.

 16. Úps… meinti náttúrulega að fyrirtækið er að rukka 418,5 pund fyrir miðann þarna að ofan. Það er reyndar ekkert svo mikið, bara rúmlega 50.000 kall.

 17. Jú, það er auðvelt að reikna sig útfrá sér sjálfum og meira að segja væri hægt að gera þetta alveg hrikalega ódýrt ef maður myndi bara leita að bed and Breakfast fyrir sjálfan sig í einhverju af úthverfum Liverpool borgar.

  Það er aðeins öðruvísi dæmi þegar verið er að bóka fyrir 40 manna hóp, það er hreinlega gjörólíkt. Það er líka ólíkt verðið þegar kemur að leikdegi, það er nefninlega þannig á hótelunum þarna úti að verðið á leikdag er mun hærra en normal verð. Það er hreinlega hrikalega erfitt að ná herbergi í Liverpool á leikdag þegar CL leikir eru, það get ég vottað af reynslu, og ég er ekki að tala um eitt tilvik.

  Ég get algjörlega fullvissað þig um það að þeir eru ekki að rukka 418,5 pund fyrir miðann, ég veit það alveg fyrir víst.

  Ég er nú sjálfur að fara á leikinn og ég er alls ekki sammála þér með að maður myndi aldrei vera 3 nætur. Leikurinn er á þriðjudagskvöldi og þú ferð aldrei tilbaka fyrr en á miðvikudeginum. Hvort myndir þú fara út á sunnudeginum eða mánudeginum? Ég allavega kýs það að eiga einn rólegan dag á mánudeginum og fara því út á sunnudeginum. Maður missir ekki neitt meira úr vinnu hvort maður fer út á mánudegi eða sunnudegi, þannig að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara þarna.

  En mönnum er þetta í sjálfsvald sett. Miðað við mína reynslu þá er þetta ekki slæmur díll, jú vissulega í dýrari kantinum en solid miði og gott hótel og einn af stærstu leikjum ársins. Miði á leikinn á eftir að verða ansi hreint dýr á svörtu.

 18. Mér finnst þettað dýrt. En alltaf enda þessi ummæli með skítkasti og leiðindar ummælum.Ég er hættur að blogga,vegna þess að menn töluðu ekki um liverpool .heldur fóru að rífast um lesblindu , kommur og punkta.Ég hélt að blogg væri eins og að senda S M S,stutt skilaboð og að menn væru ekki með langloku. En ég er hættur að blogga hér,enda eins og að ég hafi losnað úr álögum að hætt að blogga í þessu rugli Takk

 19. Hvar sérðu skítkast og leiðindi í þessum þræði Einsi?

  Held nú samt að þú sért að misskilja blogg, já eða ég, því mér finnst alveg ferlega leiðinlegt að senda sms, en hrikalega gaman að blogga. Ef þú hefur búist við eintómum one liners hérna inni, þá er líklegast best fyrir þig og okkur að leiðir skilji (aftur). Greinilega algjörlega mismunandi væntingar til bloggs.

 20. S Steinn,eftirvill enda þessi ummæli ekki með skítkasti,en þú verður að viðurkenna að flest ummæli hafað endað svo.Ein lína getur sagt meira en heil ritgerð ,sem mörgum fynnst gaman að skrifa um allt og ekki neitt.Ég hef tekið eftir því að margir eru hættir að blogga hér ,vegna þess að sumir fara út í leiðindi og skammir sem kemur liverpool ekkert við.S Steinn ég er ekki að fara í leiðindi við ykkur og vona ég að ykkur gangi allt í haginn,en í guðana bænum tali’ð um liverpool en ekki að skammast yfir því þó að vanti kommur og punkta eða ???? merki hér og þar

 21. Þetta er fjandi dýrt verð ég að segja, 600 pund! Ég hef nokkrum sinnum keypt miða á svörtum markaði á Liverpool leiki, meirasegja á CL-Anfield leiki, en aldrei hefur það slagað neitt nálægt þessum c. 400 pundum (það er svo matsatriði hvort maður vilji kaupa gistingu með svona, það gerir verðlagninguna bara ógegnsærri sem gerir seljandanum kleyft að klína auka-margin á pakkann).

  Hvað sem því líður þá er til nóg af fólki sem er tilbúið til að borga þennan pening fyrir að sjá leik með Liverpool, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svikið á einn eða annan hátt einsog SSteinn kom inná hér að ofan. Þessvegna held ég að þeir eigi ekki eftir að lenda í neinu veseni með það að koma þessum miðum út, og fyrir þá sem hafa ráð á að kaupa 400 punda miða á Anfield segi ég bara góða skemmtun!

 22. Mér finnst þetta alls ekki dýrt. Þekki vel inn á þennan markað og þó menn geti alltaf snapað sér miða á heppilegu verði þá hef ég líka margoft séð menn ferðast alla leið til Liverpool til þess eins að horfa á leikinn á pöbbum í kringum völlinn útaf því að miðarnir komu ekki eins og um var samið.

  Þannig að í þessu skiptir öryggið máli. Því miður er eftirspurnin svo gífurleg að þessir miðar hafa örugglega skipt amk. einu sinni um hendur áður en þeir eru komnir til þín.

 23. Bara að ítreka það sem ég sagði áður Gummi, Þá er þetta fyrirtæki ekki að rukka 400 pund fyrir miðann, hann er lægri upphæð af þessari heildarupphæð.

 24. SSteinn:
  Ef það eru tveir hlutir í þessum pakka, miði og hótelgisting, og hótelgistingin er c. 200 pund einsog einhver benti á hérna að ofan, hvað er miðinn þá að kosta?

  Er ég að missa af einhverju, er afmælisveisla inní pakkanum?

 25. Hélt að ég hefði útskýrt þetta í öðru svari hérna, hvort sem menn trúa því eða ekki, þá er margfalt erfiðara að bóka fyrir 40 manna hóp heldur en 2ja manna hóp. Til að taka frá þennann fjölda herbergja, þá þarf oft að skuldbinda sig meira heldur en þyrfti ef menn ætluðu að bóka eitt tveggja manna herbergi. Á Englandi er það bara þannig að verð á hlutum er ekki fast. Í kringum stóra viðburði, þá hækka fyrirtækin verðið. Þannig er það með lestarnar t.d. Það er mun dýrara oft á tíðum að taka lest í kringum stórleikina, því þeir vita hversu mikil eftirspurnin verður. Sama gildir með hótelherbergi.

  En mér er nokk sama hvort menn trúa þessu eða ekki, ég veit að miðinn í þessum pakka er ekki á 400 pund. Hann er reyndar tæplega helmingurinn af upphæðinni (600 pundunum), sem er dýrt og ég viðurkenni það fúslega. Engu að síður ákvað ég að auglýsa þetta hérna ef það væru einhverjir áhugasamir um að komast á leikinn.

  Tékkaði á þessum helstu ticket agent síðum, og þar sýnist mér verðið vera frá 350 – 450 pund á stakan miða á svarta markaðnum.

 26. Hæhæ..
  Mig langaði að spurja, ég er að leita af tveimur miðum á einhvern Liverpool leik á næstunni, ég hef aldrei farið á leik og veit ekkert hvar er best á kaupa sér miða og hvað verðið er almennt á þeim, þess vegna langaði mig að spurja ykkur, þar sem að þið virðist vita ýmislegt um þetta, hvar það er best fyrir mig að leita af miðum og hverju ég á að reikna með í verð fyrir tvo miða 🙂

  Vonast eftir hjálplegum svörum .. kærar þakkir

DIC að bjóða í Liverpool?

Rafa neyddur til að selja Sissoko?