Havant & Waterlooville að koma á Anfield!!!

Ótrúlegt en satt!

Í kvöld, 16.janúar sigraði Havant og Waterlooville sem eru í 12.sæti í Blue Square North deildinni (6.deild) lið Swansea í replay á heimavelli sínum, 4-2.

Það þýðir bara eitt, í 4.umferð bikarkeppninnar munu okkar drengir leika gegn liði utan ensku deildarkeppninnar, ég minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður, alla vega ekki á Anfield.

Þessi keppni er náttúrulega bara æði!!!

Þeir sem vilja kíkja á heimasíðu þessa ágæta hálf-atvinnumannaliðs geta kíkt hingað, þ.e. ef síðan er uppi. Hún hrundi rétt fyrir leik þeirra gegn Swansea í kvöld!

Leikurinn er á Anfield laugardaginn 26.janúar kl. 15:00. Vonandi fáum við hann í beinni á skerið……

31 Comments

 1. Gaman fyrir Havant maður, það hefur örugglega verið lítið mál fyrir þá að gíra sig upp í þennan leik – hugsa um leik á Anfield. Vonandi að við fáum að sjá Insúa, El Zhar, Nemeth og alla þessa kappa þá.

 2. Er ekki bara málið að setja starting XI úr U-18 liðinu á móti þeim? Hvíla alla nema kannski Babel eða Lucas

 3. Magnað — Tær snilld. Getið þið ímyndað ykkur hvað er að gerast í hugum leikmanna Havant og Waterlooville????

 4. Ég las það einhverstaðar um daginn þegar að þessi möguleiki kom upp að ef þeir kæmust áfram og færu á Anfield þá væri rækstur liðsins tryggður í 5-6 ár : )
  Spurning um að tryggja rekstur liðsins í 3-4 ár og versla leikmenn fyrir afganginn : )
  Alger happadráttur hjá þeim.

 5. Þetta er magnað.

  Hefur einhver hugmynd hvernig að þessi deild sem þeir eru í væri til dæmis í samanburði við íslenskar deildir?

  Ef við getum ekki hvílt Gerrard og Torres gegn liði úr 6.deild, þá er mér öllum lokið. 🙂

 6. Einar … H&W eiga bara skilið að fá að mæta Gerrard og Torres. 🙂 Þeim til heiðurs. Hvílíkt ævintýri fyrir þessa stráka í þessu liði að komast á Anfield.

  FA- cup er skemmtilegasta bikarkeppni í heimi.

 7. Það er bara nauðsynlegt fyrir Sýnar-menn að vera með LFC-Havant á dagsskrá. Ef þetta er ekki það sem þessi keppni snýst um þá veit ég ekki hvað. Við getum horft á úrvalsdeildarliðin mætast hverja einustu helgi en svona viðureign gerist bara einu sinni á ári, ekki einu sinni það.

  Þetta er ótrúlegt ævintýri fyrir Havant og mikið rosalega hlakka ég til að sjá framan í þá þegar þeir mæta á smekkfullann Anfield Road, þ.e.a.s ef Sýn sjá sóma sinn í að sýna þennan leik 🙂

 8. Gaman að þessu – vonandi verður leikurinn sýndur. Og já auðvitað eigum við að spila okkar besta liði – þetta er alvöru keppni.

 9. ég vil einnig fá klaas jan huntelaar á anfield, svo eitthvern vinstri kanntmann

 10. Hafið þið séð búningana hjá þeim? Ekki lítill Liverpool-keimur af þeim.

 11. Væri líka til í Huntelaar svo lengi sem honum verður ekki breytt í varnarsinnaðan kantmann eins og Morientes og Kuyt!
  Annars gaman að sjá að svona getur ennþá gerst, algert smálið að fá að spila við stórlið Liverpool. Verst að þetta “má” ekki lengur í Evrópukeppnunum eða einu sinni íslenska bikarnum…

 12. Þetta voru frábær úrslit og þá meina ég fyrir H&W þar sem að þessi blessaði enski FA bikar er akkúrat þetta sem hann snýst um! Smálið að slá út stærri pappakassa og keppa svo við stærri ílát og fá hellings pening út úr þeim viðskiptum. Annars tók ég eftir fjandi erfiðu prógrammi hjá H&W til hægri á heimasíðu þeirra…..
  Newport County
  FCS (away) 19 Jan / 15:00
  Liverpool
  FAC (away) 26 Jan / 15:00
  Thurrock
  FCS (away) 29 Jan / 19:45
  Hayes & Yeading
  FCS (away) 02 Feb / 15:00

  🙂

 13. Daginn!
  Það er ótrúlega gaman að þeir skuli ná svona langt í þessu utandeildarliði. Ég ætla bara að vona að þeim verði sýnd full virðing og meira en það þegar þeir koma á okkar ástkæra völl við Anfield Road. Mér finnst full ástæða til að sýna utandeildarliði sem kemst svona langt meiri virðingu og heiður en úrvals- og fyrstudaeildarliðum.
  Þetta hlýtur að vera ótrúlegt fyrir þessa menn að koma á Anfield til að keppa.. Því hvað sem menn segja þá er Anfield goðsögn í enska boltanum og að koma þangað og keppa er magnað fyrir svona lið. Þeir eiga allan heiður skilinn.
  Það sjá allir menn.

  YNWA

 14. Þetta er auðvitað það sem enska bikarkeppnin gengur út á. Ég myndi halda að Liverpool ætti að sýna þessum mönnum þá virðingu að spila með nokkuð sterkt lið gegn þeim.
  Einar Örn: Miðað við að íslenska úrvalsdeildin sé álíka sterk og League 2 eða Conference 1, þá ætti þetta lið að vera á 1. deildarleveli hérna heima. Breiddin er auðvitað mun meiri úti og tröppugangur niður mun minni.

 15. Ég get ekki séð hvaða máli skiptir hvort Syn sýni þennan leik eða ekki, það eru til trilljón fleirri sjónvarpsstöðvar sem gætu sýnt leikinn sem nást uppá Players.

  En núna hljóta Insua, Leto, El Zhar, Lucas, Hobbs, og hugsanlega fleiri að fá allir að spila í bland við aðra leikmenn eins og Itandje, Babel, Kuyt, Voronin, Chrouch, Alonso, Benayoun, Riise og fleiri.

  Hlakkar virkilega til.

 16. 15 …

  Bíddu …af því að allir Liverpoolmenn eiga þess kost að fara á Player til að sjá þetta eða ???
  Alveg ótrúlegt hvað margir virðast halda að það sé bara ein hlið á tíkalli !!!
  Carl Berg

 17. Þetta er bara snilld. Verður ógleymanleg stund fyrir leikmenn og aðdáendur utandeildarliðsins. Hef það svona á tilfinningunni að þetta lið sé svipað að styrkleika og slakt 1. deildar/miðlungs 2. deildarlið á Íslandi. Miða ég þetta á við þá leiki sem ég sá ensku utandeildinni þegar ég bjó tímabundið í Englandi.

  Nú fær Riise loksins að spila við jafningja sína 🙂

 18. Sælir
  Alveg sammála Carl Berg 16. Góð athugasemd.
  Mér finnst að Liverpool eigi að sýna Havant & Waterlooville þá virðingu að byrja inná með okkar sterkasta lið. Allar stjörnurnar :Reina, Carra, Alonso, Gerrard og Torres þ.e. hrygglengjan í liðinu.
  Svo má skipta þeim út eftir hálftíma eða eitthvað. En fyrst og fremst að sýna þeim þá virðingu að mæta þeim með öllum okkar stjörnum. ATH eru þær fleiri en þeir sem ég nefndi??? Ætti til dæmis Hyypia vera þarna eða einhverjir aðrir sem hægt er að telja stjörnur???

 19. Heyr Heyr Carl Berg

  Það er nefninlega þannig í pottinn búið að landsbyggðin hefur ekki nálægt því eins góðan aðgang að þessu og höfuðborgarsvæðið.

  En það finnst alltaf einn og einn sem gæti ekki verið meira sama þar sem það hefur ekki áhrif á hann, þ.e.a.s hann býr á höfuðborgarsvæðinu 🙂

 20. Held að það verði nú alveg pottþétt að að Reina spili nú ekki þennan leik þar sem Itandje er búinn að spila alla þessa bikarleiki og mun sjálfsagt halda því áfram. En annars vonast ég líka til þess að sjá að minnsta kosti Torres og Gerrard í þessum leik til að byrja með.

 21. Persónulega, þá vil ég ekki sjá að Gerrard og/eða Torres spili þennann leik, ekki frekar en ég vildi sjá þá í liðinu gegn Luton. Ég hugsa þetta eingöngu út frá okkar liði og ef við ættum einhvern tíman að nota hópinn okkar þá er það í heimaleikjum gegn utandeildarliðum. Ég vil sjá Insúa, Hobbs, El Zhar, Lucas, Leto og þessa kappa spila leikinn. Tæklingarnar hjá þessu utandeildarliði voru víst rosalegar í fyrri leiknum gegn Swansea og ég er einfaldlega ekki tilbúinn til að taka áhættuna með okkar stærstu nöfn, því ekki verður áfergjan minni á Anfield hjá þeim.

 22. Kommon SSteinn, þótt þeir séu kannski grófir, þá eru þeir varla mikið grófari en grófustu lið úrvalsdeildarinnar. Og það eru nú einu sinni dómarar sem passa að þetta fari ekki til andskotans.

  H&W menn verða líkast til með stjörnur í augunum á Anfield, reyna að tapa ekki stærra en 2 eða 3-0 og segja svo söguna af því á fylleríum þegar þeir kepptu við Liverpool á Anfield Road. Fyrir það eitt þá finnst mér að Benitez ætti að láta Torres og Gerrard spila a.m.k. fyrri hálfleik.

  “Ég vil sjá Insúa, Hobbs, El Zhar, Lucas, Leto og þessa kappa spila leikinn”

  Hvenær ætla menn að átta sig á því að enginn þessara manna, nema Lucas náttúrulega, mun verða eitthvað? Ég man nú þá daga þegar Richie Partridge og Zak Whitbread áttu að vera svaka efnilegir, svo ekki sé minnst á markametið hans Neil Mellor með varaliðinu og að þar væri bara einhver stórstjarna í vændum (ekki það að maður elski ekki Neil Mellor). Let’s face the facts, þessir ungu gaurar geta ekki rassgat.

  Jack Hobbs mun örugglega fara svipaða leið og Danny Guthrie og Warnock, og endar í liði eins og Fulham eftir nokkur ár (kemst þangað á út á að hafa verið í Liverpol), Leto fer í Osasuna eða eitthvað, og El Zhar endar í Rennes eða eitthvað.

 23. Djöfull er agalega gott að geta séð svona fram í tímann Halldór. Þú getur kannski sagt okkur einnig hvernig þetta og næsta tímabil enda þannig að maður geti sleppt því að eyða tímanum í að fylgjast með boltanum.

  Í fyrri leik Swansea og H&W var dómari, en það breytti því ekki að auðvitað voru leikmennirnir mjög æstir í að spila gegn sér miklu stærri köllum og því flugu tæklingar hægri vinstri.

  Varðandi þessa ungliða, þá er alveg öruggt að allir þessir strákar munu ekki verða fastamenn í Liverpool til framtíðar. En þeir eru í dag allir taldir mjög efnilegir og sumir tiltölulega nýkomnir til liðsins og því taldir hafa hæfileika í að geta orðið betri leikmenn. Hvenær á að gefa þeim tækifæri ef ekki í svona leik.

  Mér er persónulega nákvæmlega sama hvaða fyllerís sögur þessir leikmenn H&W vilja geta sagt í framtíðinni, gæti hreinlega ekki verið meira sama. Fyrir mér skiptir gengi Liverpool meira máli og miðað við það að álag er mikið á leikmönnum liðsins, sér í lagi þeim sem þurfa að spila flest alla leiki, þá sé ég ekki mörg betri tækifæri á að hvíla þá eins og í þessum leik.

 24. Ég verð nú að taka undir þessi orð SSteins með að vera ekkert að taka óþarfa áhættu gegn þessu liði.Það gæri orðið ein skemmtileg fyllerísaga hjá einhverjum af þeim hvernig hann tæklaði Torres að hann spilaði ekki meir á tímabilinu….En senda ungliðana og svo Riise sem aðalstjörnuna gegn þeim,þeir geta þá talað um hversu Riise er einfættur

 25. Er ekki einfaldast og best að blanda þessum tveimur möguleikum saman (kjúklingar vs. stjörnur). Hafa liðið mestmegnis skipað varaliði og unglingum en hafa 1-2 alvöru gæja (Gerrard, Crouch t.d.) þarna til að sýna þeim virðingu. Þeim væri svo hægt að skipta útaf snemma og setja einhverja hvolpa inn í staðinn.

  Þó að menn beri umfram allt hag LFC í brjósti þá mega menn ekki breytast í praktísk vélmenni sem sjá ekkert nema hagkvæmustu lausnina. Þessi keppni er merkileg og skemmtileg vegna þess að í henni geta lið af svona ólíku kalíberi mæst, meðaljóninn á séns á að spila fótbolta við átrúnaðargoðið sitt. Í því felast töfrar og það miklir. Á næsta ári mun enginn okkar hugsa um eða spjalla um deildarleik við Fulham á þessu ári. En þetta er leikur sem við gætum munað eftir, ef töfrarnir fara á almennilegt flug. Sérstaklega er þetta þó leikur sem að andstæðingarnir og aðdáendur þeirra muna eftir. Enda segir sagan okkur að Rimmur milli Davíða og Golíata eru alltaf þær minnisstæðustu. Þess á að njóta, þó það feli í sér áhættur og skort á hagkvæmni.

  Að vilja að Liverpool sýni þessum ólíklegu andstæðingum þá virðingu að flagga allavega einni kanónu er kannski ekki praktískasta afstaða sem til er, en hún er sú skemmtilegasta, allavega að mínu mati. Ég held líka að LFC aðdáenur muni skemmta sér betur yfir leiknum verði það niðurstaðan, enda mun okkar lið vinna auk þess sem við getum samglaðst andstæðingum okkar, þó þeir tapi. Svokallað win win dæmi.

  p.s. vélmennasamlíkingin er ekki hugsuð sem skítkast, bara svona til að forðast misskilning.

 26. Toggi, ég er sammála því að það má ekki taka þessu of léttvægt. Eins og við sjáum gegn Luton þá spila minni liðin oft eins og allur heimurinn liggi við gegn stærri liðunum sem eru oftast að reyna að sleppa án sem mestrar fyrirhafnar í gegnum einvígið. Það er hættulegt bananahýði að ætla að senda bara varaliðið út gegn liði eins og Havant & Waterlooville, því þeir gætu hæglega bætt sér upp getumuninn í slíkum leik með auknum krafti og baráttugleði.

  Ég myndi mælast til að menn skoði fyrst og fremst hvaða ungu leikmenn mega spila þennan leik. T.a.m. held ég að Jack Hobbs og Nabil El Zhar eigi að spila þennan leik, þ.e.a.s. ef El Zhar er ekki farinn til Spánar á láni. Eins væri gaman að sjá Insúa í þessum leik. Þetta eru þeir ungu leikmenn sem eiga séns á að fara í aðalliðið á næstu misserum og því er um að gera að gefa þeim séns.

  Að öðru leyti myndi ég nota aðalliðshópinn. Hvíla nokkra lykilmenn en nota aðra, um leið og menn eins og Lucas, Skrtel og Pennant gætu notað þennan leik til að auka við leikform sitt.

  Ég myndi leggja til eitthvað á þessa leið:

  Itandje
  Finnan – Hobbs – Skrtel – Insúa
  Pennant – Lucas – Gerrard – El Zhar
  Voronin – Kuyt

  Framherjastaðan skýrir sig sjálf. Ef Kuyt og Voronin gætu ekki skorað gegn Havant & Waterlooville mætti allt eins skrá þá strax á sölulista sumarsins, en kannski gætu nokkur mörk þeirra á milli kveikt einhvern neista í þeim sem kæmi okkur til góða á vormánuðunum.

  Svo væri hægt að smella mönnum eins og Carra, Alonso, Babel og Crouch á bekkinn, ef svo ólíklega skyldi fara að við yrðum í vandræðum með að vinna þennan leik.

  Þetta myndi ég kalla gott jafnvægi lykilmanna, aðalliðsmanna og ungra stráka fyrir þennan leik. En það eru enn einhverjar vikur í þetta, við skulum bíða aðeins og sjá.

 27. Alveg sammála síðustu tveim ræðumönnum, enda var ég fyrst og fremst að tala um að hvíla lykilmenn sem eru helst aldrei hvíldir. Þá er ég að tala um menn eins og Gerrard, Torres og Carra. Annars á að nota aðalliðshópinn og setja inn 3-5 kjúklinga með þeim. Þannig er ekki verið að koma fram af einhverri óvirðingu. Það verða alltaf 6-8 landsliðsmenn í liðinu þrátt fyrir að við gæfum einhverjum ungliðum séns á að sanna sig.

 28. Held við getum nokkurn veginn gleymt því að H&W stilli upp sínu sterkasta liði á Anfield, eiga mikilvægan útileik gegn Thurrock þremur dögum seinna sem má ekki tapast……. híhí

 29. Held að allt hvíldartal þurfi að skoðast í samhengi. Ég var t.d. hundfúll að sjá Gerrard í liðinu gegn Luton, en þegar ég sá hann fara af velli skælbrosandi eftir að hafa skorað þrennu var ég mjög kátur!
  Trúi líka því að allir sigrar gefi liðum ákveðið sjálfstraust, meira þeim sem spila en þeim sem eru varamenn eða uppi í stúku. Það er líka ekkert sjálfgefið í þessum efnum.
  Það eru ekki nema nokkur ár síðan Man.United gerði jafntefli gegn Exeter á heimavelli í þessari keppni, 0-0. Ferguson hvíldi nærri allt liðið, FA varð vitlaust yfir óvirðingunni við keppnina, og í stað þess að klára leikinn á OT fór Sirinn með gott lið á mýrarfen á Suður-Englandi. Það væri það versta í stöðunni núna, að fara í annan leik, rétt fyrir CL.
  Þannig að jafnvægi verður að vera, en ég vill eins og fleiri sjá þá sem eru orðnir lykilmenn varaliðsins, þá Hobbs, Insúa og Leto. Skulum nú alls ekki afskrifa alla unga menn, fyrir hvern Putterill er líka til Gerrard…..

 30. ÞAð verður bara að seigjast eins og er að ef við getum ekki hvílt okkar aðalmenn eins og Gerrard Torres og Carra og látið nokkra menn sem hafa verið viðloðandi aðaliðið en eru varaliðsmenn og látið menn eins og Pennant og Voronin Kuyt og Kewel spila með þeim í leik gegn utandeildarliði á Anfield án þess að hafa áhyggjur þá getum við alveg eins bara sleppt þessu öllusaman..Í sjálfum sér ber okkur einginn skylda gagnvart þessu liði að láta okkar aðalstjörnur spila bara til þess að sýna þeim einhverja sérstaka virðingu svo þeir geti talað um þetta á pöppnum næstu árin…Lýst vel á liðið hanns Kristjáns Atla #27 nema Alonso fyrir Gerrard…Alonso ætti að vera nógu stórt nafn fyrir þá

Liverpool 5 – Luton 0

DIC að bjóða í Liverpool?