Liverpool aftur til sölu?

sameer.jpgJæja, ekki virðist vesenið í kringum þetta blessaða lið okkar vera að minnka.

The Observer, sunnudagsblað Guardian heldur því fram að vegna vandræða við fjármögnun þá séu bandarísku spekingarnir tveir að hugsa um það að selja aftur liðið þar sem þeir ná, vegna vandræða á banka-markaði, ekki að fjármagna nýjan völl og leikmannakaup. Samkvæmt Observer vilja þeir velta skuldum sínum yfir á klúbbinn, sem getur reynst þeim erfitt.

Ef það tekst, þá er talið að DIC frá Dubai muni vilja kaupa klúbbinn.

>If successful, DIC, led by Liverpool supporter Sameer Al Ansari, would invest heavily in two areas: the new stadium that Liverpool need if they are to compete with Arsenal and Manchester United for matchday revenue, and an improved playing squad. Were they also to acquire a new management team Jose Mourinho, who is known to be interested in managing Liverpool, would be a prime candidate.

Þetta hljómar auðvitað einsog tónlist í eyrum Liverpool aðdáenda (fyrir utan kannski Mourinho hlutann). En málið er að við höfum heyrt þetta áður og það er alveg ljóst að Liverpool aðdáendur munu ekki trúa svona yfirlýsingum fyrr en þeir sjá þær í framkvæmd.

Ég legg til eftirfarandi kröfur á eigendur Liverpool.

– Þeir velja framkvæmdastjóra (hvort sem það er Benitez eða e-r annar), móta með honum framtíðarstefnu til nokkurra ára – OG LÝSA SVO 100% stuðningi við hann, sama hvað á bjátar. Þeir slökkva alla slúður-elda strax þegar að rætt er um framtíð þjálfarans.
– Þeir reka Rick Parry.
Þeir verða að hafa áhuga á Liverpool! Þetta er lykilatriði og er greinilegt að svo er ekki um G&H. Það er ekki áhugi á Liverpool að mæta til borgarinnar 3svar á ári.
– Þeir klára þennan leikvang sem fyrst.
– Þeir láta Rafael Benitez fá peninga til leikmannakaupa, sem gera það að verkum að hann tapi ekki fyrir Arsenal, Chelsea og Man U í baráttu um hvern einasta leikmann.
– Þeir gera eitthvað almennilegt í markaðs- og sölumálum Liverpool FC. Ágætt fyrsta skref væri sennilega að reka Rick Parry, sem hefur greinilega ekki valdið starfi sínu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu á næstunni.

40 Comments

  1. Vonandi losnum við sem fyrst við kanana. hef aldrei treyst þeim fyrir félaginu kanar aldrei verið traustsins verðir. Liðið þarf á vissum hreinsunum að halda hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

  2. Hljómar nú ekki eins og tónlist í mín eyru. Eru allir búnir að gleyma minnisblaðinu sem lak í fjölmiðla frá þessum mönnum, þar sem kom fram að þeir höfðu eingöngu áhuga á að kaupa liðið til að græða á því og selja svo aftur eftir nokkur ár.

  3. Já, Liverpoolbúi – ég bætti aðeins textann – útskýrði betur hvað ég var að tala um. Sé að meining mín komst ekki alveg í gegn.

  4. Að selja klúbbinn fyrir “profit”. Það er nákvæmlega það sem bandaríkjamennirnir myndu gera ef eitthvað er til í þessu. Það sem er sorglegast í þessu er það að þetta dæmi er aftur orðið aðalfókusinn í kringum liðið ekki það sem gerist inni á vellinum. Það hefur ekkert breyst með þessum nýju eigendum.
    YNWA.

  5. Í raun er mér slétt sama hver á félagið svo framarlega það sé samkeppnishæft og getur keypt þá leikmenn sem Stjórinn vill. Ennfremur verður að klára þetta leikvallarmál, er farið að verða farsi.

    Ég er sammála EÖE með Rick Parry en svo virðist sem samband hans og Rafa sé við frostmark og það gengur ekki. Rafa er stjóri liðsins og hann á annað hvort á fá 100% “back-up” frá stjórn liðsins eða reka hann. Óvissan er vond og skapar allskonar bull í blöðunum.

    Svo virðist sem ensku blöðin hafi tekið ástfóstri við Liverpool og eru allar yfirlýsingar og sögusagnir magnaðar upp og mistúlkaðar.

    Ég er persónulega ennþá á því að Rafa sé maðurinn og hann eigi að fá að klára þetta tímabil. Eftir það skulum við dæma hans árangur.

  6. Mér er sama hver kaupir þetta bara ef helvítið hann Rick Parry verður rekinn, þetta gæti verið ritskoðað en veit að þið hafið sömu skoðun, og að eigendurnir séu tilbúnir að setja einhvern almennilegan pening í þetta. Við eigum aldrei séns á að vinna deildina nema við séum tilbúnir að gera það sama og þeir sem eru að vinna hana.
    Góðar fréttir sem ætti þó að taka með fyrirvara þar sem við ættum sem Liverpool menn að vera orðnir vanir að verða fyrir vonbrigðum 🙁

  7. Ég var nú aldrei búinn að kynna mér þetta nógu vel en mér líður hálfpartinn sem Liverpool stuðningsmanni eins og það hafi verið hreinlega logið að manni með þessa yfirtöku. Þessar kanar eiga ekkert þennan pening til sem þeir notuðu til að kaupa klúbbinn. Og svo ætla þeir að reyna að koma þessum skuldum yfir á klúbbinn sjálfan. Alveg fáránlegt. Svo las ég einhvers staðar að þar sem DIC séu frægir fyrir að skipta út stjórnendum og koma með sína eigin að þá hafi Rick Parry ‘skipt um lið’ og gert það að verkum að kanarnir náðu klúbbnum því að þeir hafi lofað honum að vera með. Ég held það væri klúbbnum fyrir bestu ef þessi maður hætti að fara með svona mikil völd í félaginu. Persónulega leist mér alltaf vel á DIC einfaldlega vegna þess að við vitum að þar eru DJÚPIR vasar á ferð. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Rafa að vinna undir þessu og auðvitað smitar óhamingja hans frá sér út í liðið.

    Ekki sáttur Liverpool-stuðningsmaður hér á ferð.

  8. Markaðssetning Liverpool-vörumerkisins síðustu 15 ár hefur verið í algjöru lamasessi og þar hefur Parry gert risastór mistök. Hann þarf klárlega að fara. Það vantar ferska vinda inn í félagið.

  9. Ég er staddur í New York þessa dagana og fór í stóru Adidas búðina hérna á Manhattan um daginn…
    Þar var það fyrsta sem blasti við mér Chelskí búningurinn (bæði blái og guli) og svo Real Madrid… Þegar ég athugaði svo betur fann ég Liverpool bolinn rauða á bak við Chelskí búningana og hvíta Liverpool bolinn hinum megin á rekkanum vel falinn…

    Held þetta lýsi ágætlega hvernig Liverpool hefur orðið undir í markaðsbaráttunni…

  10. Þetta er áfram sama helv**** ruglið!
    Þessir Ameríkanar eru ekkert að gera til að auka vinsældir sínar þessa dagana, hangandi í Bandaríkjunum, meira að segja fundir sem miklu máli skipta fluttir yfir Atlantshaf, með MIKLUM óþægindum fyrir starf klúbbsins, sem sást í lengd kaupanna á Skrtel!
    Byrjuðu með fínum fagurgala, en algerlega ljóst að þeir eiga ekki mikla peninga, annars væri vallarmálið löngu klárt, auk þess sem að liðið er enn að væla um að leikmannamarkaðurinn sé í bulli!
    Veit ekki neitt hvort eitthvað betra er að DIC taki við liðinu, hvað þá ef að Mourinho er þeirra maður. Ég hata hans fótbolta, kraftalegan varnarfótbolta, af öllu hjarta og vona að hann komi aldrei til starfa á Anfield, maður sem telur sig vera stærri en klúbburinn sem hann vinnur fyrir á ekki upp á mitt pallborð.
    En það er alveg morgunljóst að þetta bull allt hefur mikil áhrif á allt í kringum liðið, þessir amerísku trúðar verða að hundskast til að gera eitthvað annað en að koma með fjölskyldurnar sínar á fótboltaleiki.
    Fagurgalinn um að þeir vissu hvað þeir væru að gera var og er greinilega uppspuni og lygi frá rótum. Ef að Rick Parry er ónýtur, þá bara burt með hann líka!
    Á meðan að svona margföld skilaboð eru í gangi og stjórinn fær ekki að byggja upp liðið sitt nema mánuði í einu er þetta marklaust bull.
    Svei mér þá, ég bara trúi því ekki að maður sé enn einu sinni að fara að lesa um einhverja fursta og olíubaróna, vonandi að þeir verði almennilegir…
    HELV****!!!

  11. Já óvissan heldur áfram með framtíð liðsins okkar.
    Mér finnst varla ástæða til að gera lítið úr eigendum Liverpool bara vegna þess að þeir eru kanar, sé t.d. ekki betur en eigendur Man Utd séu að gera góða hluti.
    Vil bæta því við vegna þess sem Árni sagði um heimsókn sína í sportbúð í New York, að ég hef það fyrir reglu þegar ég kem í sportbúðir að finna rekkann þar sem treyjurnar eru geymdar að taka nokkrar LFC treyjur (ef þær eru þá til staðar) og setja þær fremst í rekkann : )
    Þannig leggur maður sitt að mörkum í markaðssetningunni : )

  12. Mikið rosalega vona ég að þeir selji liðið til DIC.

    STANLEY PARK!!
    Silva-
    David Villa-
    ???

  13. Já það eru margir sem voru með mikil plön, sem sitja sveittir núna yfir endufjármögnun, eins og Hannes Smára, Kiddi olíusamráðssveppur, Maggi í Toyota og aðrir gosar og greinilega líka Gillette og Hicks.
    Vonandi ná þeir að sortera þetta út, en ef ég man rétt þá meiga þeir ekki veðsetja klúbbinn sjálfan fyrir kaupunum. Moores gamli bannaði mönnum að kaupa klúbbinn með svokallaðri skuldsettri yfirtöku, eins og það kallast á “jakkafatamáli”.
    Það er hinsvegar dálítið súrt að sá sem kaupir, hefur svo engan áhuga á fótbolta, heldur bara business. Manni er það ljóst núna að G og H hafa nánast bara áhuga á því að gera pening úr dæminu, en ekki endilega að liðinu gangi vel. Það er þó hrikalega sterk fylgni þarna á milli.
    Því hef ég komist að þeirri niðurstöðu, í hugleiðingum mínum, að þetta eru vondir eigendur og það þarf að losa sig við þá. Hvernig? spörning um söfnun. Getið þið ekki opnað reikning og svo tökum við þetta yfir félagar?
    How about it?

  14. Já, þetta er athyglisverður punktur Árni. Mig minnir einmitt að Moores hafi verið með einhverjar kröfur um að það mætti ekki kaupa þetta með skudsettri yfirtöku. Samt er í þessari Observer grein látið að því liggja að svo hafi verið.

    Afskaplega skrýtið. Ég var alltaf sáttur við Kanana vegna þess að ég taldi að Moores myndi ekki selja liðið nema til bestu hugsanlegu manna. Og það getur svo sem enn gerst að þeir reynist hinir fullkomnu eigendur.

    En þeir byrja ekki vel.

  15. Já, eitthvað er Rick Parry að koma illa út úr þessu öllu saman.
    Eins og maður var spenntur þegar tímabilið byrjaði þá sá maður mjög fljótlega að það var allt að fara í hass. Maður gerir bara kröfu um eitt, árangur inni á vellinum. Mér líst bara alls ekki illa á DIC miðað við stöðuna í dag.

  16. “Þeir láta Rafael Benitez fá peninga til leikmannakaupa, sem gera það að verkum að hann tapi ekki fyrir Arsenal, Chelsea og Man U í baráttu um hvern einasta leikmann.”

    Man ekki eftir að Liverpool hafi tapað fyrir Arsenal í baráttunni um leikmann. Það er þá í einhverjum undantekningartilvikum. Hins vegar hefur Arsenal tapað fyrir hinum liðunum þremur.

  17. Baldur, þá hefur þú ekki nógu gott minni.

    Ég get nefnt að minnsta kosti Denilson, Theo Walcott, Abu Diaby og Fran Merida. Allt leikmenn sem að Arsenal var tilbúið að borga hærri upphæðir fyrir en Liverpool.

  18. Spurning hvernig skilgreint er að menn tapi baráttu um menn. Þú verður nú að athuga það að á meðan Arsenal er að kaupa þessa menn sem þú nefnir Diaby fyrir 2 milljónir punda, Denilson fyrir 3,4 milljónir punda og Merida fyrir lítið, fengu hann úr unglingaliði Barcelona eins og þeir hafa fengið fleiri, þá eru Liverpool menn að fá á svipuðum tíma Mark Gonsalez fyrir 4,5 milljónir punda, Sissoko fyrir 5,6 milljónir punda og Agger fyrir 5,8 milljónir punda. Spurning hvort áhugi Liverpool hafi ekki bara verið annars staðar á þessum tíma. Menn fá ekki alla leikmenn sem þeir eru orðaðir við eða hafa áhuga. Þannig að kannski má segja að Walcott sé dæmi um þar sem þið hafi tapað fyrir Arsenal, en ekki má gleyma því að Arsenal seldi Vieira um haustið og keyptu svo Walcott í janúar.

    Þannig að kannski var það nú stundum önnur ástæða fyrir því að Arsenal fengu menn ekki Liverpool, kannski meiri áhugi Wengers á fá guttana en Benitez eða eitthvað annað. Ef þú tekur meðalupphæð sem Arsenal er að borga fyrir menn og meðalupphæð sem Liverpool er að borga þá veistu hver niðurstaðan er. Þá koma rökin að Liverpool eru að selja menn á móti: Menn vita að Arsenal eru að gera það líka, meira að segja sína bestu menn.

    Fullt af mönnum í Liverpool, Man. Utd. og Chelsea sem hægt er að segja að Wenger hafi misst af vegna peninga, en menn þar á bænum líta frekar á þetta þannig að peningunum hafi verið betur borgið annars staðar.

    Svo má karpa fram og aftur um hvort lið séu að missa af mönnum vegna peningaskorts eða hvort áhugi eins liðs sé meiri en annars að fá menn.

    Punktur.

  19. Baldur, Rafa hefur lýst því yfir (að mig minnir í viðtali fyrir einhvern Arsenal leik) að hann hafi ekki getað boðið jafn háar upphæðir í þessa menn einsog Arsenal. Það er óþarfi að fara í vörn fyrir Wenger í þessu máli, nema að þú haldir að Benitez hafi verið að ljúga.

    Auðvitað gætum við með sömu röksemdarfærslu og þinni haldið því fram að Liverpool hefði vel haft efni á Shevchenko ef þeir hefðu bara sleppt því að kaupa alla aðra leikmenn næstu tvö árin. Málið er bara að miðað við ástand liðanna á þessum tíma, þá hafði Arsenal efni á því að yfirbjóða Liverpool.

    Ég man ekki hvenær hið öfuga hefur gerst (en ég gæti svosem líka verið með jafnslæmt minni og þú 🙂 )

  20. Sælir. Í sambandi við komment #9 þá get ég sagt svipaða sögu. Ég var í Hong Kong um jólin og þar fór ég inn í mjög stóra Adidas búð. Þar voru hangandi út um alla veggi Chelsea treyjur og annar varningur tengdur þeim. Í einum litlum rekka út á gólfi var eitthvað af Liverpool vörum en engar treyjur. Chelsea vörurnar hafa sennilega verið svona þrisvar sinnum fleiri og fyrirferðarmeiri. Og eins var það þegar ég mældi göturnar þarna, á hverjum einasta degi sá ég einhverja í Arsenal eða United merktum fatnaði. Þrisvar sá ég einhvern í einhverju Liverpool merktu. Og ég var þarna í þrjá vikur.
    Eitthvað þarf að bæta í markaðsetningunni.

  21. Varðandi punktana um markaðssetningu í Asíu, þá var það eitt af markmiðum G & H að gera gangskör í því. Þeir voru nú bara að taka við þannig að þetta tekur tíma.
    Ég get nefnt sem dæmi að það tekur um 18 mánuði frá því þú hefur verkefnið að klára það, og það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum frá Latabæjarmaskínunni. Hönnun-> Framleiðsla -> Dreifing og loks verslanir.
    Vefbúðin á t.a.m. aðalvefnum hefur yfirleitt ekki verið neitt sérstaklega drekkhlaðin af vörum sem maður getur keypt og menn eru jú enn þann dag í dag, frekar tregir að kaupa sér föt af internetinu, en eru duglegir í t.a.m. tölvutengdum vörur, bókum o.s.frv.
    Smá fróðleiksmoli.

  22. Punkturinn minn átti að þýða að ég ætlaði ekki að segja meir en best að brjóta hann 🙂

    Ef þú skilur röksemdarfærsluna mína þannig að þið hefðuð ekki átt að eyða í neitt nema Shevchenko þá ert þú að misskilja mig. Það sem ég var að benda á er að Liverpool hefur líka verið að eyða miklum peningum í unga leikmenn og það á svipuðum tíma og Arsenal. Ekki hægt að ætlast til að fá alla leikmenn sem menn eru á höttunum á eftir.

    Mig minnir að Benitez hafi eitthvað byrjað að minnast á Arsenal í peningaumræðum í kringum leik liðanna í deildarbikarnum í fyrra og þá einmitt minnst á einhvern nöfn sem Wenger spilaði í leiknum og sagt að þeir hefðu nú líka verið með þá undir smásjánni hjá sér en ekki getað borgað sama verð og Arsenal (þetta var á þeim tíma sem mér fannst Benitez að byrja að fara tuða í fjölmiðlum, eitthvað sem hann hafði haft umfram Wenger, Mourinho og Ferguson fram að þessum tíma)

    Harry Kewell er sennilega frægasta dæmið þar sem Liverpool menn fengu mann sem Arsenal var á eftir. Þá var allt sumarið fréttir af því að hann væri að fara til Arsenal, en svo endaði hann hjá Liverpool því þeir voru tilbúnir að borga meira. Svona dæmi finnst mér skýrustu dæmin um að menn hafi farið til annars félags vegna peninga heldur en eitthvað sem minnst er á 1 til 2 árum eftir að félagsskipti eiga sér stað, en vissulega gerist margt sem við vitum ekki af.

    Skil vel að menn minnist á að lið geti ekki keppt við Man. Utd. og Chelsea vegna peninga en ég held að Arsenal sé í svipaðir stöðu gagnvart þeim og Liverpool. Wenger hefur farið aðrar leiðir t.d. með því að kaupa útlendinga í stað Englendinga.

    Vissulega gæti dæmið verið að snúast þannig að Arsenal sé að geta eytt meiri peningum en Liverpool vegna nýja vallarins og árangurins undir stjórn Wengers.

    En ef lið A hefur verið að eyða meira í leikmannakaup en lið B í gegnum árin með tilliti til sölu, þá finnst mér erfitt að segja að lið A sé að tapa leikmönnum til liðs B vegna peningaskorts. En þar greinir okkur greinilega á.

    Punktur og Pasta frá mér 🙂

  23. Árni þú verður samt að athuga að Liverpool þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af fyrstu tveimur atriðunum (hönnun og framleiðslu) heldur, miðað við það sem fram er komið, dreifingu og sýnileika. Magnað ef sá pakki hjá fyrirtæki sem er búið að vera í harkinu í áratugi þurfi eitt og hálft ár til þess að laga einn póst í ferlinu hjá sér. Magnað alveg!

  24. var allt sumarið fréttir af því að hann væri að fara til Arsenal, en svo endaði hann hjá Liverpool því þeir voru tilbúnir að borga meira

    Harry Kewell kom til Liverpool fyrir 5 milljónir punda. Ég efast stórlega um að peningar hafi haft úrslitaáhrif í þeim skiptum, heldur var það fyrst og fremst það að hann var Liverpool aðdáandi. Semsagt, Liverpool yfirbauð ekki Arsenal.

    Ég skil alveg punktinn hjá þér – það fer bara óheyrilega í taugarnar á mér þegar að gefið er í skyn að Arsene Wenger eyði aldrei peningum, heldur pikki bara menn upp af götunni. Ég er ekki að segja að þú hafir gert það, en þannig virkar umræðan oft.

    Málið er einfaldlega að Wenger er tilbúinn að yfirbjóða önnur lið, bara ekki endilega um þá leikmenn sem mest er fjallað um – heldur frekar yngri menn einsog Denilson, Diaby og fleiri. Ég stend enn við það að Liverpool hafi ekki tekist að yfirbjóða Arsenal í samkeppni um leikmenn.

  25. Davíð:
    þú áttar þig á því að framleitt magn er ekki nánda nærri því nóg ef þú ætlar að markaðssetja þig world wide. Ekki frekar en neinum myndi detta í hug að markaðssetja Skyrdrykk í Bretlandi, sem framleiddur væri á Selfossi. M.ö.o. þetta þarf að byrja á réttum stað í virðiskeðjunni til þess að hægt sé að skila sér alla leið til neytanda.
    Þannig að já, þeir ættu að geta framleitt nógu marga búninga, sé búð að sölutryggja þá en gerum ráð fyrir að þeir hafi hannað þá 🙂

  26. Það sem ég átti við Árni er að það mætti ætla að klúbburinn sé ekki að byrja í dag að markaðssetja sig “world wide”. Ég miða við það þegar ég segi að það sé magnað hversu hægt málin virðast hreyfast. Latibær er tiltölulega nýbyrjað að selja sínar vörur á fjarlægum mörkuðum ólíkt Liverpool FC vænti ég.

  27. Aðeins um Harry. Já það fóru 5 milljónir til Leeds og svo 2 til umboðsmannsins hans. Wenger ekki tilbúinn í þann pakka, fannst peningunum betur varið annars staðar. Þannig að kannski má bara flokka þetta undir forgangsröðun hjá Wenger á peningum og þá að Arsenal hafi ekki beint tapað fyrir Liverpool heldur ákveðið að peningunum væri betur varið annars staðar (ath. ekki endilega að segja að hann hefði getað fengið hann bara ef hann hefði viljað hann meira), svipað og hjá Liverpool og leikmönnunum sem þú minntist á :).

    Man bara sérstaklega eftir þessu dæmi, stanslaust í fréttum að nú væri hann að koma, bara eftir smáatriði. Harry kom sjálfur fram og minntist á að tengdaforeldrar hans væru með ársmiða á Highbury o.s.frv..

    Leeds var í fjárhagskröggum á þessum tíma og Harry átti bara eitt tímabil eftir á samning svo hann hefði aldrei farið mjög dýrt. Leeds hélt reyndar að þeir ættu að fá 7 milljónir frá Liverpool, en enduðu svo með 5 og umboðsmaður Harry 2.

    Lærði á þessum tíma að vera ekki að ímynda mér hvernig þessi og þessi leikmaður sem orðaður væri við Arsenal kæmi út í Arsenalbúning.

    En það hlýtur nú að teljast eðlilegt að ef tvö lið hafa X pening og annað liðið hafi manninn Babu nr. 1 á forganslista og hitt liðið hafi hann nr. 4 á forgangslista, þá sé fyrra liðið tilbúið að borga meira fyrir Babu en seinna liðið. Það má þá kannski kalla það að seinna liðið tapi fyrir fyrra liðinu í kappi um leikmannninn.

    Punktur og Pasta og smá kál með.

  28. Ef mig misminnir ekki þá voru Man Utd líka á eftir Harry Kewell og voru tilbúnir að borga sömu upphæð og Liverpool fyrir hann. Hann vildi hinsvegar fara til Liverpool frekar Man Utd eða Arsenal. Það tók hann skýrt fram á sínum tíma í fjölmiðlum. Miðað við hvernig Kewell var að spila hjá Leeds, er nú varla hægt að halda fram að yfirverð hafi verið borgað fyrir leikmanninn. Enda var hann með bestu leikmönnum úrvaldsdeildarinnar þá. Hann hefur reyndar aldrei náð sömu hæðum hjá Liverpool, en verðið er ekki hægt að véfengja að mínu mati.

  29. Var ekki Walcott voða æstur í að fara til Arsenal? Hann leit allavega hrikalega upp til Henry’s og langaði að vinna með Wenger að ég held líka. Vildi líka ekki fara til Chelsea sem voru víst á eftir honum.

  30. Þegar upp koma vandamál eins og virðast hrjá Liverpool FC í dag verða menn að finna rót vandans. Í þessu tilfelli virðist rótinn vera hjá eigendum klúbbsins og þeirra undirmanni Parry. Ég og félagarnir höfum reyndar haldið því fram í nokkur ár að Parry væri ekki starfi sínu vaxinn þ.e. ef Liverpool stefndi á toppinn.

    Þegar nýju eigendurnir tóku við klúbbnum í sumar þá vantaði ekki yfirlýsingarnar frá þeim. Byggja átti nýjan völl einn þann flottasta í heiminum, styrkja átti liðið með heimsklassa leikmönnum og um leið að gera það samkeppnishæft um bestu leikmenn sem í boði væru. Ég tek það ekki af þeim að kaupinn á Torres voru stór, sennilega þau stærstu hjá Liverpool í seinni tíð. En eftir það hefur leiðinn legið niður á við.

    Manni brá óneitanlega þegar birtur var listi yfir 10 ríkustu eigendur klúbba á Englandi og okkar menn voru hvergi sjáanlegir. Tom Hicks var í 21. sæti og Gillett í 31. sæti. Hvernig ætluðu þeir að fjármagna öll þau loforð sem gefinn voru í byrjun án þess að taka stórt lán fyrir því? Enda kom það á daginn að þeir félagar tóku risa lán og í dag eru þeir í miklum vandræðum vegna þessa.

    Þarna er að mínu mati rót vandans, nýjir eigendur eru ekki með sýn mál á hreinu. Loforð sem Rafa voru gefinn eru svikinn og mál leikmanna dragast óvenjulega mikið að langinn (dæmi Mascherano, hvað tefur það mál annað er peningaleysi nýrra eigenda). Seinagangur við leikamannakaup er ennþá við líðinn t.d. Kaladze ef marka má ummæli Rafa. Ef við sjáum þetta sem jón jónsson á Íslandi hlítur Benitez að hafa skynjað að vandamál væru í aðsígi fyrir vikum eða mánuðum síðan. Benitez er greinilega ekki 100% sáttur með sitt og öllum er ljóst að það skilar sér inn á völlinn.

    Til að koma Liverpool aftur á beinu brautina verða eigendur þess að taka til í sínum skúffum og senda út skýr skilaboð (sem staðið er við). Og auðvitað eiga þeir báðir á morgun að lýsa opinberlega yfir 120% stuðningi við Benitez, þó fyrr hefði verið.

    Með vona um bjartari tíma og blóm í haga.
    Krizzi

  31. Það er aldrei leiðinlegt að halda með Liverpool, ég held við getum flestir verið sammála um það. Alltaf eitthvað um að vera. En segja má að það sé verið að reyna svolítið á þolrif okkar þessa dagana.

    Liverpool, lið sem þekkt var fyrir að hafa stjórn á öllu utan vallar hefur nú í nokkur ár verið að rembast við að fá inn fjármagn í klúbbinn ásamt því að fá inn menn með sérfræðiþekkingu á því hvernig hægt sé að koma Liverpool inn í nútímann. Svo í sumar má segja að menn hafi andað léttar þegar tveir menn frá landi tækifæranna komu með sitt fallega bros og útbreiddan faðm hlaðinn loforðum til stuðningsmanna Liverpool.
    En var þessi langa bið þess virði?

    Ég man eftir tilhlökkun okkar hér á vefnum ásamt öllum stuðningsmönnum Liverpool þegar tilkynnt var að Liverpool væri búið að skipta um eigendur. Eftir bitur ár þar sem Liverpool átti erfitt með að keppa við man utd, chelsea og jafnvel newcastle, var loksins komið að okkur! En fögur fyrirheit nýju eigendanna um að nú væri blómaskeið Liverpool að renna upp með myndalegum fjárstuðningi til leikmannakaupa handa Rafa og nýjum 70 þús. manna leikvangi eru nú að renna á rassinn og ekki einu sinni ár liðið frá eigendaskiptum. Allt dæmið fjármagnað með lánum og nýju broskarlarnir, sem Rick Parry taldi betri kost fyrir Liverpool (eða var það fyrir sig???), ekki tilbúnir að leggja eina krónu af eigin fé í klúbbinn sem þeir “elska og dá”.
    Ef eitthvað er of gott til þess að vera satt er það yfirleitt þannig.

    Það grátlega við þetta allt saman er að þessum nýju eigendum virðist vera nákvæmlega sama hvernig Liverpool er að standa sig innan vallar því að ef svo væri, væru þeir búnir að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Rafa eða reka hann. En á meðan það er ekki gert liggur gríðarleg pressa og slæmt andrúmsloft á liðinu og yfir Anfield sem kemur fram í leikjum liðsins þessa dagana.

    Ef lið á að ná árangri á vellinum þarf liðið fyrst og fremst að trúa á sjálft sig, þjálfarinn þarfa að hafa trú á liðinu og leikmenn þurfa að hafa trú á þjálfarann, auk þess þarf þjálfarinn að hafa fullkominn stuðning frá stjórn og eigendum. Ef þetta er ekki fyrir hendi næst ekki árangur.

    En hefur stjórn og eigendur Liverpool ekki fundið sig knúna til þess að lýsa yfir stuðningi við Rafa opinberlega. Því er eðlilegt að gremja þjálfarans og þá um leið leikmanna sé farin að koma í ljós í lakari vinnubrögðum og þá um leið lakari árangri leikmanna á vellinum. Allir sem hafa tekið þátt í hópíþrótt vita að það þurfa allir að draga vagninn í sömu átt, jafnt leikmenn sem og þjálfari, stjórnin, eigendur og stuðningsmenn. Ef ekki – engin árangur.

    Ég er einn af þeim sem trúir því að Rafa sé einn allra besti kosturinn fyrir Liverpool til þess að búa til öflugt lið sem á raunverulega möguleika á að vinna titla. En ég verð að viðurkenna að upp á síðkastið hefur farið að dökkna yfir hausamótunum á mér eins og mörgum öðrum sem hafa svipaða skoðun og ég. En afhverju er það. Jú liðið hefur ekki verið að spila þann skemmtilega bolta sem þeir sýndu í upphafi og jafnvel spilað svo illa að maður hefur hugsa um að sleppa því að horfa á leik. En svo hafa komið inn kaflar þar sem liðið hefur spilað vel eins og á móti Newcastle og þó svo að þeir hafi geri það keppast fjölmiðlar við að rífa liðið í sig. Svona hefur þetta verið í nokkra mánuði. Ekkert nema neikvæðni sem maður les og nú þegar liðið hefur dalað (10 sigrar, 9 jafntefli og ath aðeins 2 töp, 16 mörk í plús, 12 stig í efsta sætið og leik til góða) er maður orðin mjög brúnaþungur. Er maður orðin svona þurfandi eftir sigri í þessari blessuðu EPL að öll skynsemi er horfin eða er neikvæðni fjölmiðla loks farin að ná til manns?
    En ef maður skoðar aðstöðuna sem Rafa er í og það vinnuumhverfi sem honum hefur verið skapað má segja að ég sé mest hissa á því að Rafa skuli ekki vera búin að segja upp. Menn hafa verið að skrifa hér á vefnum að þeir vorkenni Torres yfir því að hann skuli vera í sömu stöðu og hjá sínum gamla klúbb, en ég segi aumingja Rafa. Hann gat valið úr tilboðum í sumar um að taka við stórum klúbbum með nóg af fé til leikmannakaupa til uppbyggingar á liði en hann sagði, NEI TAKK ÉG ER ÞJÁLFARI BESTA KLÚBBS Í HEIMI, LIVERPOOL. Svo endurtók hann sig um daginn og gæti það þá hafa verið í hreinskilni sagt þegar hann sagðist elska klúbb, borg og aðdáendur og að hann vildi vera áfram þrátt fyrir allt sem dunið hefur yfir.

    Eins og ég sagði hér fyrir ofan. Ef eitthvað er of gott til þess að vera satt þá er það líklega þannig. Því má kannski segja að maður hefði átt að halda væntingunum í lámarki þegar kannanir keyptu klúbbinn. En þá er hægt að segja að maður hefði líka átt að hafa sig hægan þegar Rafa tók við stjórn liðsins. En Rafa stóð við stóru orðinn og vann Meistaradeild Evrópu og um leið hug og hjörtu stuðningsmanna, eitthvað sem G&H hefur ekki tekist að gera.

    Mín von er sú að nýjir eigendur taki við liðinu sem eru stuðningsmenn Liverpool? Ekki skiptir þá máli hvort það sé DIC (þó svo að þeir séu með djúpa vasa, sjá hér: http://www.ft.com/cms/s/2/bd6cced8-9691-11dc-b2da-0000779fd2ac,s01=1,stream=FTSynd.html) eða aðrir heldur að þeir skylji hvað það þýðir að vera eigandi Liverpool.
    Rafa fái fé og tíma til þess að byggja ofan á þann góða kjarna sem fyrir er hjá Liverpool. Nýr völlur verði byggður sem fyrst. Auk þess að klúbburinn nái að byggja upp gott markaðsstarf og að Liverpool sem brand fái loks þá viðurkenningu sem það á skilið um allan heim.
    Að lokum finnst mér að Rick Parry hefur fengið sinn tíma hjá klúbbnum, hann hefur gert margt gott fyrir klúbbinn en mín skoðun er sú að hans tími hjá klúbbnum sé liðinn og nú þurfi klúbburinn að finna nýjan markaðsdrifinn stjórnenda með mikla reynslu í viðskiptalífinu, til þess að stýra klúbbnum til nútímans, sem hugsar fyrst og fremst um klúbbinn en ekki eigendur liðsins og sjálfan sig líkt og ég tel að Parry hafi gerst sekur um, klúbbnum til skaða.

    YNWA

  32. Mér leiðist að lesa svona vitleysu um Harry Kewell.

    Hann kostaði 5 milljónir punda og tvær þeirra fóru til umboðsmannsins, EKKI tvær auka milljónir.

    Ásamt Liverpool buðu m.a. Arsenal, Chelsea, United, Real Madrid, Barcelona og Milan öll sömu upphæð í kappann en hann ákvað SJÁLFUR að fara til Liverpool þrátt fyrir að fá LÆGRI laun þar en hjá hinum liðunum, auk þess sem hann var EKKI að fara að spila í meistaradeildinni fyrsta tímabilið, ólíkt því sem hann hefði fengið á öllum hinum stöðunum.

    Harry Kewell er alvöru Púllari.

  33. Það er samt erfitt að segja til um hvað maður vill sjá í þessum eigendum. Því miður virðist t.d. sem Glazer-fjölskyldan sé nánast hinn fullkomni eigandi, eins og allir hlógu að þeim feðgum í fyrstu. Þeir hafa amk flesta þá eiginleika sem talað er um sem æskilega hér að ofan.

  34. Dabbi, Glazer fjölskyldan hefur reyndar verið svo “heppin” að liðið hefur aldrei lent í raunverulegri krísu inná vellinum eftir að þeir keyptu.

    En Baldini, geturðu sagt okkur sem eru ekki með aðgang að FT hvað þessi grein fjallar um?

    Og Magggi, Walcott var (að mig minnir) yfirlýstur stuðningsmaður Liverpool, en svo var Henry átrúnaðargoð hans. Hann hafði samt ekkert val um lið þar sem að Arsenal borgaði upphæð sem Liverpool var ekki tilbúið að borga.

  35. Ætlaði einmitt að fara að leiðrétta þetta Hannes Bjartmar. Liverpool borgaði 5 milljónir punda fyrir Kewell, og fengu Leeds 3 millur af þeirri upphæð. Baldur virðist nú ekki vera með það á tæru hvað leikmennirnir kosta sem hann er að tjá sig um. Ekki bara Kewell, heldur segir hann Mark Gonzalez hafa kostað 4,5 milljónir punda. Það er heilum 3 milljónum punda meira en hann í raun kostaði.

    Það hefur komið hérna fram af hverju Harry Kewell valdi Liverpool og er hann afar slæmt dæmi til að taka sem sönnun í þessu tilviki, því hann var akkúrat öfugt. Það kom fram á sínum tíma að Liverpool bauð lægst allra liða í hann, og hann fékk lægstu launaupphæðina hjá Liverpool af þeim samningum sem lágu á borðinu. Hann vildi bara fara til Liverpool og því var hann með öll völ á sinni hendi.

    Magggi, ég veit ekki hvort Walcott var svona æstur í að fara í Arsenal eða hvort það voru peningarnir. Walcott var allavega yfirlýstur Liverpool stuðningsmaður og hefur verið alla tíð (sem er ekki mjög löng tíð reyndar)

    Ég er líka sammála Einari Erni í þessu, mér finnst alltaf jafn fyndið þegar það er látið í veðri vaka að Wenger hafi aldrei eytt peningum eða haft úr neinum peningum að spila. Hann hefur svo sannarlega verið klókur á markaðnum, en hann hefur ekki bara verið að hirða upp götustráka og gera stjörnur úr þeim.

    Annars finnst mér pósturinn frá Baldini alveg hrikalega góður og er sammála flestu sem hann skrifar. Vinnuumhverfi Rafa er ekki það besta sem til er og er ég orðinn ansi hreint þreyttur á því að G&H standi ekki við stóru orðin. Hvernig væri að koma hreint fram og styðja sinn mann 100%? Ég hef líka lengi varið Rick Parry, enda líkað vel við hann og talið hann vera að reyna að koma skútunni á réttan kjöl við erfiðar aðstæður. Hann er þó alveg að fara að brenna út á tíma hjá mér. Þessi markaðssetning ein og sér er bara farsi sem ég er hættur að skilja. Einhver þarf að taka ábyrgð á þeirri vitleysu og þar er Parry efstur á lista.

  36. Skipti eða ekki skipti.

    Ég vil fá einhvern sem er með putann á vandanum og er á vellinum á hverjum leik.

    Væri þetta eitthvað öðruvísi ef við værum í 1 sæti. heldur að þessi kallar hafi ekki hugsað einhver hagnað útúr þessu og séu bara með kalda fætur af því að þeir hafa fjármála getu til að snúa þessu liði við.

    Staðreyndir eru að heimavöllurinn skila of litlum hagnaði og bygging nýs leikvangar verður kosnaðarsamur.

  37. Sælir
    Ég klikkaði aðeins með linkinn
    Þar kemur fram að DIC hefur gríðarlega djúpum vasa, frá sjálfum Dubai’s ruler Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum.
    DIC leitar að góðum fjárfestingarkostum um allan heim og eru þeir að byrja að herja á Asíumarkað nú. Ég tel að ef þeir fjárfesti í Liverpool sé það gert til þess að bæta ímynd þeirra fyrst og fremst þar sem að um gríðarlega háa upphæð sé um að ræða og erfitt væri að hagnast umtalsvert á henni, þar að segja ef þeir ákveða að kaupa klúbbinn.
    Hér er smá úrdráttur
    “While deal flow is slowing down, Mr Ansari can still obtain the funding needed to make deals work. “We haven’t felt the impact.” DIC now has about $12bn of assets, half?of its stated goal of $25bn in the next few years.”
    Þið sláið inn í google “Sameer Al Ansari” og þá fáið þið nóg af upplýsingum um manninn og DIC 😉
    YNWA

  38. Ég held að það sé algerlega ljóst að þessir kanar eru hafa enga þekkingu á knattspyrnu. Það sér það hver heilvita maður að þetta síðasta útspil eigendanna er ótrúlega vanhugsað eða þaulhugsað bragð til að opta út.

M’boro 1 – Liverpool 1 (Glasið er fullt!)

Áframhald sápuóperunnar! (uppfært x4: Hicks talaði við Klinsman!!!)