Momo til Juve fyrir 10 milljónir punda?

Þessi Momo til Juve frétt virðist verða ábyggilegri með hverjum deginum. Núna birtist fréttin á BBC. Þar er kaupverðið sagt vera 10 milljónir punda. Ég segi bara að ef Michael Carrick var seldur á 19 milljónir punda, af hverju ætti hinn 22 ára Momo ekki að geta farið á 10. Við vitum öll takmarkanir hans, en ég er samt ennþá á þeirri skoðun að ef að Juve ætla að nota hann sem varnarsinnaðan miðjumann, þá geta þeir ekki fengið betri mann.

Einnig er búist við því að félagaskipti Martin Skrtel verði kláruð í dag. Umboðsmaður hans sagði í gær við Sky:

>”Everything is fine, we have a meeting with Rick Parry this afternoon to finalise everything. Martin has passed his medical and the contract is ready to sign.

>”We now just wait for Liverpool to announce the details.”

Gott gott. Þessi félagaskiptagluggi byrjar vel.

13 Comments

  1. snilld að fá 10 milljónir punda fyrir SISSOKO ef rétt reynist…. 2xSissoko = 1x Torres … heheheh

  2. Ég á nú bágt með að trúa því að pressan á Englandi sé neitt annað en fullkomnar staðreyndir fengnar frá “nánum vinum” allra sem skipta máli þarna úti

  3. Verður að játast að Klinsmann virkar alveg ótrúlega ferskur eitthvað sem þjálfari. Jájájá Rafa er flottur.

  4. Ég hef mikla trú á þessum leikmanni. Hef aldrei séð hann spila, hef aldrei heyrt nafn hans fyrr en það kemur ekki í veg fyrir bjartsýni, maður hefur nefnilega svo gott innsæi! 😀 Hann á eftir að verða stjarna á Anfield. Benitez á líka eftir að vera á Anfield í 10 ár í það minnsta hjá Liverpool og vinna á þeim árum 7 Englandsmeistaratitla. Fernando Torres á eftir að skora 30 mörk á tímabilinu. Steven Gerrard verður leikmaður ársins á Englandi. Svona á að hugsa! Og já, var ég búinn að segja ykkur að Zlatan Ibrahimovic skrifar undir í sumar? Torres og Zlatan, er einhver að fara að stoppa það? Hélt ekki..

    Sælir í bili,
    Scofield

    Áfram Liverpool!

  5. 3 vikna gömul.

    Var ekki búinn að sjá þetta og fannst þetta bara fyndið.

    Biðst afsökunar á að vera ekki nógu up-to-date Anton.

  6. En Afonso Alves, er að skora hroðalega í Hollandi. Man city og Middlesborugh á eftir honum. Nú er búið að tilkynna að hann verður seldur í janúarglugganum og verðmiðinn um 13 milljónir punda. Markaskorarar frá Hollandi reyndar reynst misjafnlega enda ótrúlegt að hugsa til þess að KUYT hafi einhversstaðar verið markakóngur. En veit einhver eitthvað um þennan dreng, hann á nokkra landsleiki með Brasilíu. Svaðalegt markarekord með ekkert of merkilegu liðið í Hollandi. Setja Kyut uppí!

  7. HA HA HA, var ekki búinn að sjá hana. Takk fyrir þetta Helgi, fékk mig til að brosa. Ég mun tilkynna Mark félaga mínum það næst þegar ég heyri í honum að hann sé orðinn Íslenskur 🙂 Allavega heldur þessi Bandaríski greinarhöfundur að hann sé Íslenskur.

Skrtel tjáir sig um hugsanleg félagsskipti og Big Sam hættur!

Boro á morgun.