Boro á morgun.

Á morgun mætum við Boro á Riverside en þeir eru sem stendur í 15. sæti deildarinnar með 20 stig, einungis 3 stigum meira en Sunderland sem er í fallsæti. Lærisveinar Southgate hafa átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hafa einungis unnið 5 leiki af 21 og gert 5 jafntefli og þar af aðeins unnið 2 heimaleiki. Liverpool er í 5. sæti með 38 stig eftir 20 leiki, stigi á eftir City sem er í 4.sæti en við eigum leik inni (gegn West Ham á útivelli).

Liverpool hefur ekki verið að spila sannfærandi undanfarið og við höfum ekki unnið leik í síðustu 4 leikjum (2 í deild og 2 í bikar) sem er klárlega ekki ásættanlegt. Við höfum byrjað nýja árið illa með jafntefli gegn Wigan á heimavelli 1-1 og jafntefli gegn Luton á útivelli, 1-1. Skv. Physio Room eru þeir Pennant og Agger tæpir en ég vonast til að sjá Agger í það minnst á bekknum á morgun.

Það er morgunljóst að við verðum að vinna þennan leik og ég tel það vel gerlegt en langt frá því auðveld verkefni. Middlesboro eru með fínan mannskap og þegar sá gállinn er á þeim þá geta þeir sigrað hverja sem er. Þeir sýndu það þegar þeir unnu Arsenal á heimavelli 2-1, sannfærandi. Það var einungis annar sigur þeirra á heimavelli. Liðið hefur á að skipa fínum einstaklingum líkt og Woodgate, Huth, Downing, Tuncay, Mido, Young o.s.frv. en eitthvað virðist vera að því liðið er á leið í harða botnbaráttu. Svo virðist sem Southgate hafi stuðning stjórnar félagsins og líklegt er talið að hann muni styrkja liðið í janúarglugganum. Tuncay átti erfitt uppdráttar en hefur spilað fantavel undanfarið og hefur skorað ótrúlega mikilvæg mörk m.a. í 1-0 sigrum gegn Derby og Portsmouth. En nóg um andstæðingana, hvernig er staðan á okkar mönnum?

Bæði Torres og Gerrard fengu frí gegn Luton (var víst um smávægileg meiðsli að ræða hjá Gerrard) og sýndi það sig að við megum ekki við því að vera án þeirra um þessar mundir. Gegn Wigan stillti Rafa upp 4-5-1 sem ég hafði fyrirfram talið okkar sterkustu uppstillingu en allt kom fyrir ekki. Ég er ekki að á því að liðið sé komið í þrot hjá Rafa en það er ljóst að það er eitthvað sem vantar… hvað? Góð spurning.

Það er ávallt fín gestaþraut að stilla upp byrjunarliðinu og ég ætla að þreyta hana. Reina er sjálfvalinn í markið sem og tveir af þremur bakvörðum: Finnan, Arbeloa og Riise. Miðverðir eru væntanlega Carra og Hyypia þar sem Agger er ennþá að jafna sig eftir langvarandi meiðsli. Líklegt má telja að ef Rafa leggur upp með 4-4-2 að Benayoun, Kewell eða Babel verði á köntunum. Á miðjunni eru þeir Alonso og Gerrard sjálfvaldir ef heilir og frammi er Torres eitt af fyrstu nöfnunum í byrjunarliðinu. Ég ætla að halda því fram að Crouch fái tækifæri með honum þar sem Kuyt hefur verið gjörsamlega heillum horfinn allt þetta tímabil. Þá lítur þetta einhvern vegin svona út:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Riise

Benayoun – Gerrard – Alonso – Kewell

Crouch – Torres

Bekkurinn: Itandje, Mascherano, Finnan, Kuyt og Babel.

Ég skal vera alveg heiðarlegur þegar ég segi að ég sé ekki bjartsýnn fyrir þessa viðureign því leikirnir undanfarið gefa akkúrat enga ástæðu til þess. Liðið hefur verið ósannfærandi og neistann vanta. Vonandi hrekkur liðið í gang á morgun og að liðið geti náð nokkrum sigurleikjum í röð en eins og áður sagði þá er fátt sem bendir til þess. Við höfum einungis tapað einu útileik allt þetta tímabil og það er vissulega uppörvandi en tölfræðin eina og sér vinnur ekki svona leiki.

Mín spá: Ég sé 1-1 jafntefli í spilunum þar sem Boro kemst yfir með fallegu marki frá Tuncay en Alonso jafnar með góðu langskoti í seinni hálfleik.

18 Comments

 1. held að Agger fái að sitja á bekknum… Gerrard á vænginn fyrir Benayoun og Masch inná miðjuna þá væri ég sáttur við þetta lið 🙂

 2. Frábærar fréttir af samningi Skrtel, klöppum fyrir því 😀

  Þetta er ekki bara skydusigur heldur er þetta unninnn leikur fyrir mér, ætla ekki að skýra það út frekar en þetta hef ég á tilfinningunni

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://www.KOP.is

 3. Mér skilst að Tuncay, Mido, Woodgate, Cattermole og Julio Arca séu allir eitthvað tæpir fyrir leikinn, sem er skarð fyrir skildi fyrir Boro.

  Æji, ég sé ekkert fyrir mér nema 0-0 leik. Við erum ekki vanir að skora mörg mörk á Riverside-vellinum, sé það varla breytast … ekki nema Torres skjóti upp kollinum með sigurmark fyrir okkur.

  Jafntefli. Fokk it, þetta ár byrjar ekki vel.

 4. VIÐ spáum aldrei úrslitum leikja í upphitun sem hópur. Það er prívat og persónuleg skoðun hvers og eins hvernig hann telur að úrslitin í leiknum verða. Ég hef reyndar ávallt spáð okkar mönnum sigri, en ég ætla ekki að fullyrða með aðra, en ég er nokkuð viss um að einhver okkar hefur áður spáð jafntefli hér í upphitun á síðunni.

 5. Vona að Aggi verði ekki sannspár, er búinn að fá ógeð á jafnteflum, svei mér ef ég þigg bara ekki tap frekar en jafntefli.
  Þori engu að spá, ef Liverpool verður í standi er þetta klárlega sigur, sama frammistaða og í síðustu tveim leikjum þýðir pottþétt tap!

 6. Öruggur 0-2 sigur gegn slöppu liði Boro : )
  Og svo byrja menn og konur að brosa aftur : )

 7. Sælir félagar
  Einhvernveginn leggst það í mig að við vinnum þennan leik örugglega. Ég giska á 0 – 3 eða 1 – 4. Ég hefi sömu tilfinningu og Doninn #4 að þetta falli fyrir okkur núna og svo liggur leiðin uppávið end ekki hægt að taka aðra stefnu þegar bottni er náð í þeirri veraldartrekt sem við höfum verið staddir í undanfarið.
  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Maggi: Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en þetta er svona “gut feeling”.

 9. Jæja… það hlýtur að vera komið að því núna. Enginn eða fæstir búast við einhverju af okkar mönnum á morgun.

  Þá gerist það. 🙂 Við vinnum þennan leik á morgun. Torres tekur varnarmenn Boro í kennslustund. Torres var brjálaður eftir City leikinn. Hann vill pottþétt bæta fyrir þann leik.

  0-2 Torres með bæði mörkin. Málið dautt.

 10. hvaða hvaða vinnum þennan leik það er klárt og ég held meira að segja með stæl. Áfram LFC!

 11. jájá bara man ekki eftir því að hafa séð spáð frá neinum um eitthvað annað en sigur.. þó að það hafi eflaust gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar

 12. 0-3 sigur Crouchinho með 2 og Carragher með gullfallegu skoti fyrir utan teig 🙂

 13. Fra Kanari spai eg 1:3 sigri okkar manna… aetla ad reyna ad komast a stad sem synir leikinn, en ef ekki – tha kiki eg hingad 🙂

  Hilsen!
  (og nei … eg tek ekki lit – thad er solarvorn 40 sem er notud a feita skollotta menn eins og mig!)

 14. þetta verður stjörnuleikur
  4 -0 fyrir Lfc
  Torres – 1
  Kewell -1
  Babel -1
  Alonso -1

Momo til Juve fyrir 10 milljónir punda?

Skrtel til Liverpool (Staðfest) + uppfært