Momo til Juve?

Jæja, þetta eru víst fréttir sem munu gleðja ansi marga því að Momo Sissoko segir að umboðsmaður sinn sé í viðræðum við Juventus með það að leiðarljósi að fara til Juventus eftir Afríkukeppnina.

>”It isn’t done yet, but my agent is in advanced discussions with the club. I hope they will reach an agreement, but I’m very happy a club like that wants me to come.

>”I want a new challenge. The last few months at Liverpool haven’t gone as I would have wished. But that’s football, and now I want to move on to a new stage of my life and flourish on the pitch

Jammm, ég held að það sé best fyrir alla aðila að Sissoko fari frá Liverpool. Það eru einfaldlega of margir miðjumenn að keppa um stöðurnar hjá Liverpool og það er alveg ljóst að sjálfstraust Sissoko er gjörsamlega búið. Ég er svo líka alveg viss að ef Ranieri notar Sissoko rétt, þá sé hann að fá frábæran miðjumann. Ég væri allavegana ekkert alltof spenntur að spila á móti liði með Sissoko dýrvitlausan á miðjunni.

Það er svo vonandi að upphæðin verði sem hæst svo við getum klárað Mascherano mál strax.

10 Comments

 1. Gott fyrir hann sjálfan held ég. Uppá framtíð hans í boltanum, hann er ungur og á markt inni en er ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool.

  Gleður mig samt að heyra þetta!

 2. góðar fréttir. ef ranieri notar hann ekki sem amc eins og liverpool heldur dmc, þá fer sjálfstraustið hjá momo aftur upp, það fer líka upp við það að fara í nýjan klúbb. spurning hvort þetta séu góð kaup fyrir þá, ég held það já. en það er enn betra fyrir okkur að losna við hann 🙂

 3. Sennilega réttast að Momo fari, þó ég vorkenni strákgreyinu fyrir þá umfjöllun sem hann fær.
  Sissoko átti flott fyrsta tímabil þar til hann lenti í slæmum meiðslum í Lissabonn gegn Benfica. Eftir það var hann í miklum vandræðum að finna sitt form marga leiki í röð en lék þó nokkra vel. Frammistaða hans á Nou Camp var t.d. stórkostleg.
  Vona að honum gangi vel, á allt gott skilið. Vona að þetta þýði pening fyrir Mascherano og að annað hvort Guthrie eða Spearing fái nú meiri sénsa.

 4. Farið hefur fé betra. Það er þó ekkert við Sissoko að sakast, hann hefur lagt sig fram þegar hann hefur fengið tækifærið en því miður eru hæfileikar hans of takmarkaðir. Væri afburðar DMC ef hann gæti skilað boltanum, þó ekki væri nema þokkalega frá sér. Það má hrósa Sissoko fyrir það að hann hefur verið mjög professional í aðstæðum sínum, barist fyrir sæti sínu og ekki verið farið með neikvætt attitude í fjölmiðla.
  Ef valið stendur á milli Sissoko eða Mascherano þá er valið mjög auðvelt.
  Þetta er hið besta fyrir báða aðila og eitt skref í rétta átt í þeim hreingerningum sem þarf að eiga sér stað í leikmannahóp Liverpool.
  Næst myndi ég vilja sjá Riise fara sömu leið.

 5. Ef rétt reynist þá held ég að þetta séu fyrst og fremst góðar fréttir fyrir mig og mína geðheilsu, sem er auðvitað það sem klúbburinn er fyrst og fremst að spá í 🙂

  Mér er svipað illa við Sissoko í byrjunarliðinu eins og mér var með Heskey í því, þó ég viðurkenni að báðir hafi ekki verið notaðir rétt, Sissoko ætti ekki að fá að fara fram yfir miðju enda algjört krabbamein á sóknarleik á meðan Heskey hefur alltaf verið efni í úrvals miðvörð 🙂

  En ég hef akkurat enga trú á því að Juve séu svo vitlausir að fara borga 11.milljón pund fyrir hann!!

  • Það má hrósa Sissoko fyrir það að hann hefur verið mjög professional í aðstæðum sínum, barist fyrir sæti sínu og ekki verið farið með neikvætt attitude í fjölmiðla.

  A- hefur hann ekki verið að spila bara full mikið?
  B- er hann ekki nýbúinn að vera að “væla” í fjölmiðlum núna þegar hann fær ekki að spila og glugginn er opinn…þ.e. við fyrsta tækifæri?

 6. Það yrðu nú vonbrigði ef upphæðin næði ekki upp í 8m en hann hefur alveg sannað það hjá LFC að hann verðskuldar 8m verðmiða.

 7. Ef svo fer að Sissoko verði seldur til Juventus og hann verður notaður rétt þar þá tel ég þetta afar hagstætt fyrir alla aðila. Liverpool fær góðan pening fyrir leikmann sem er ekki lengur í framtíðarplönum þjálfarans, Juventus fær mögulega topp varnarsinnaðan miðjumann og Sissoko fær spiltíma sem hann þarfnast og sækist eftir.

  Ætli upphæðin verði ekki 10+ millj. punda og þá hlýtur að flýta fyrir kaupunum á Mascherano. Gott mál.

 8. enn fleiri fréttir um momo. að þessu sinni á soccernet og á skysports

  eins og segir í fréttunum er líklegra að momo verði lánaður til juve sem hafa forkaupsrétt á honum í lok leiktíðar ef þeir hafa ennþá áhuga þá á að kaupa hann. en þetta er gott mál 🙂

Fundur í New York

Miðvikudagur 9.janúar