Škrtel til Liverpool?

Liverpool Echo halda því fram að Liverpool ætli að slá metið fyrir dýrasta varnarmanninn í sögu liðsins og borga 6,5 milljónir punda fyrir Slóvakann Martin Škrtel (hvernig í ósköpunum á að bera þetta fram)?

Škrtel er 23 ára gamall, en hefur samt sem áður leikið 15 landsleiki fyrir Slóvakíu. Hann er 193 cm á hæð, eða 4 cm hærri en Daniel Agger. Mörg lið í Evrópu hafa verið á eftir Skrtel undanfarin ár, enda hefur hann verið talinn meðal efnilegustu varnarmanna í Evrópu.

Talið er að Škrtel sé í Liverpool núna að ganga undir læknisskoðun, en það hefur þó ekki enn verið staðfest.

61 Comments

 1. Er ekki bara mál að kalla hann bara Martin.. Nema menn ætla að velta þessu fyrir sér eins og nafninu Kuyt.

  Lýst vel að kauða og held að Martin og Agger eigi eftir að vera gott par..

 2. Nafnið er borið fram svona: Sjartel. Ef ég man rétt er Š-ið mjúkt og fær því j-endingu.

  Samt, það verður einstaklega gaman að horfa á lýsendur berjast við að lýsa leikjum með liði sem inniheldur bæði Kuyt og Škrtel. 😀

  Meira get ég því miður ekki sagt um þennan leikmann, þar sem ég veit EKKERT hver þetta er. En ætli það sé ekki jákvætt að Hicks & Gillett séu að gefa Rafa pening til að kaupa þennan strák?

 3. Mér líst vel á þennan kauða. Maður veit voða lítið um hann en ég hef samt séð hann spila einu sinni og sagði ég við sjálfan mig að það væri flott að hafa þennan í miðverði hjá Liverpool, líst vel á það!!

 4. Köllum hann Skrautleg eða Korter! Vonandi eru þetta góð kaup. Það er amk góðs viti að einhverjir peningar eru enn í hirslum Liverpool. Maður hélt að þar væri allt upp urið.

 5. Mér er næstum því sama hver hann er, svo feginn er ég að fá jákvæðar fréttir af okkar elskaða klúbbi : )
  En þessar litlu upplýsingar lofa góðu.

 6. Ég veit ekki hvort ég hafi meiri áhyggjur af því að vita akkurat ekki neitt um þennan leikmann eða af Sfinni sem virðist tala við sjálfan sig þegar hann horfir á boltann 🙂

 7. Nú eru M.City með 16 m punda tilboð á borðinu í Mancini hjá Roma, Bianchi uppí.. enn einn spennandi leikmaðurinn sem rennur Liverpool úr greipum…

 8. who???? Verð að játa að ég hef aldrei heyrt um þennan leikmann. Með þessu er ljóst að Hobbs á ekki framtíð hjá Liverpool meðan Benitez er hjá Liverpool. Fyrst hann treystir honum ekki núna þá mun hann ekki gera það síðar, þar sem hann tekur ekki framförum án þess að öðlast reynslu. Hvort um enn ein miðlungsleikmanna kaupinn sé að ræða eða ekki, skal ósagt látið. Hyypia kostaði nú ekki mikið en hefur reynst Liverpool ómetanlega, líkt og Vidic sem ekki margir vissu hvar var þegar hann gekk til liðs við Utd og hefur staðið sig frábærlega. Tíminn leiðir í ljós hvernig Martin Škrtel á eftir að spjara sig og maður vonar það besta.

 9. Er þetta ekki en eitt dæmið um það hvað Rafa fær að kaupa. Einn miðlungsleikmaðurinn enn (segi það með fyrirvara þar sem að ég veit ekkert um þennan leikmann, Martin Škrtel).
  Fær allavega ekki að kaupa öflugan miðvörð sem hefur sannað sig nú þegar 🙁
  Þetta lýtur allavega mjög svipað út og það sem rætt hefur verið hér á vefnum um að ekki sé verið að kaupa heimsklassa leikmenn.

  Mér þykkir þetta allavega hljóma þannig að á meðan Ferguson kaupir Rio Ferdinand þá kaupum við hvað sem að hann heitir, Arsenal fékk Gallas og við kaupum hvað sem hann heitir.
  Svipað og með suma af þessum leikmönnum sem Rafa hefur “þurft” að kaupa, sem voru val númer 2,3 eða jafnvel 4 hjá honum.

  Sama sagan bara nýjr eigendur með ekkert vit á fótbolta og ekkert lausafé til þess að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að snúa skútuni í hringi og um leið draga þennan flotta klúbb niður í einhverja meðalmennsku sem erfitt verður að koma sér uppúr, mikið djö…… er ég orðin leiður á þessu rugli!
  YNWA

 10. Fær allavega ekki að kaupa öflugan miðvörð sem hefur sannað sig nú þegar 🙁

  Hvað hafði Vidic gert áður en hann kom til Man U sem þessi hefur ekki gert? Og hvað vissuð þið um hann?

  Annars finnst mér þetta komment algjör klassík.

  Einn miðlungsleikmaðurinn enn (segi það með fyrirvara þar sem að ég veit ekkert um þennan leikmann

 11. Ég veit nú lítið um þennann strák, en samkvæmt fréttum er hann talinn með þeim eftirsóttustu í þessari stöðu í boltanum í dag, enda er talað um að kaupa hann á 6,5 milljónir punda. Það er bara assgoti há upphæð fyrir varnarmann. Vidic var nú ekki mikið dýrari og Agger var ódýrari. Þeir eru ekki margir (varnarmennirnir) sem hafa verið keyptir á hærri upphæð í boltanum.

  Af hverju tókstu Rio Ferdinand sem dæmi Baldini, en ekki Vidic? Mér finnast þessar fregnir afar jákvæðar. Við erum með Carra og Agger sem fyrsta kost og þarna virðumst við vera að fá þriðja miðvörðinn sem á að berjast við þá félaga og koma framar í goggunarröðina en Sami. Hvernig er hægt að líta á þessar fréttir með svona mikið neikvæðum augum?

 12. Þegar nýir eigendur voru kynntir og þeir kynntu sig svo voru tíðindin þau að Rafa fengi loks að keppa við stóru klúbbana og að blásið yrði til sóknar á öllum vígstöðvum. Svo fara hlutir að gerast og jú einn heimsklassa leikmaður festist í netinu. Menn bíða spenntir en ekkert gerist annað en að keyptir eru eins og ég segi “miðlungsleikmenn” og svo tveir efnilegir leikmenn í formi Lucas og Babel.

  I ummælumi mínu áðan vísaði ég til þess að Ferguson væri með R. Ferdinand í sínum varnarvegg (Vidic var leikmaður sem Liverpool vildi fá en hafði ekki efni á) og að Gallas (sem Liverpool vildi fá en hafði ekki efni á) hefði fallið Arsenal í skaut á meðan við værum nú að kaupa Škrtel eftir miklar vangaveltur um hvaða öfluga miðvörð Liverpool myndi nú loks kaupa (með fullar kistur af fé).

  Ég er ekki að mæra það ef keyptur er óþekktur leikmaður sem getur eitthvað en á hinbógin var ég að mæra það að nú þegar nýir eigendur eru teknir við og miðað við þau fögru fyrirheit sem gefin voru má segja að svekkelsið sé nokkuð mikið svo ekki sé meira sagt, sérstaklega þegar góðir leikmenn renna Liverpool úr greipum vegna þess að uppá vantar 2-4 miljónir punda sem síðan er eytt í einhvern miðlungsleikmann og ef þér finnst það klassík, þá þú um það 🙂
  YNWA

 13. Vera má að neikvæðin hafi náð hámarki hjá mér á þessum tímapunkti eftir að hafa keppst við að verja Rafa og liðið fyrir öðrum og svo fyrst og fremst sjálfum mér. Eftir leikin í gær fellstu mér algjörlega hendur og ekkert hefur breyst í þeim efnum í dag, ekki einu sinni þessi frétt um kaupin á Martin Škrtel.
  YNWA

 14. Baldini, þessir nýju eigendur geta ekki ferðast aftur í tímann og tekið tilbaka öll mistök fyrri eigenda. Ef þú ætlar að dæma þá, dæmdu þá þá af þeirra eigin verkum.

  Og klassíkin í kommentinu fólst í því að þú dæmdir manninn sem miðlungsleikmann þrátt fyrir að þú viðurkenndir í næstu setningu að þú vissir ekkert um hann.

 15. Já satt segirðu, ekki nægilega vel sett fram hjá mér 😉
  Ég er ekki að dæma nýju eigendurna af mistökum fyrri eigenda heldur einfaldlega af því sem nýju eigendurnir hafa ekki staðið við þ.e. að styðja Rafa heilshugar í þeim kaupum sem hann vill gera fyrir klúbbinn.
  Þessi dæmi um miðverði annara liða voru bara þeir miðverðir sem voru mér ofarlega í huga þá stundina, ýtti reyndar T. Bramble til hliðar þegar ég skrifaði þetta:)
  YNWA

 16. Sælir félagar
  Ég veit ekkert um þennan leikmann nema að önnur lið á Englandi voru á eftir honum. Held þó a’ð það séu lið sem við teljum (á góðum degi nota bene) klassa fyrir fyrir neðan okkar magnaða LFC. Hitt er að þetta er nokkuð góð upphæð fyrir varnarmann þó þær hafi sést hærri fyrir menn sem hafa sannað getu sína. Varnarvandamál okkar ættu að leysast með þessum kaupum (skulum við vona). En hvað um önnur vandamál eins og alvöru kantmann, alvörusóknarmann með Torres (fyrst RB vill ekki nota upprennandi kanónu eins og Babel sem framherja)
  Það eina sem okkur vantar ekkki eru miðjumenn og svo náttúrulega markmenn.
  Marka þurrð okkar er helsta vandamálið í dag. Við höfum ekki verið að fá á okur mikið af mörkum en þau sem hafa dottið inn hjá okkur hafa talið því við skorum svo lítið sjálfir. Að ætla að leysa markaþurrðina með kaupum á varnarmanni er í besta falli sérkennileg lausn á því vandamáli.
  Minnir mann óneitanlega á sérkennilegar skiptingar ákveðins manns. 🙂
  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Við skulum ekki gleyma því að mörgum fannst fáranlegt að Liverpool var bendlað við núverandi serbneskan miðvörð Man utd á sínum tíma en hann er talinn sterkur í dag.

 18. 9 “Með þessu er ljóst að Hobbs á ekki framtíð hjá Liverpool meðan Benitez er hjá Liverpool. Fyrst hann treystir honum ekki núna þá mun hann ekki gera það síðar, þar sem hann tekur ekki framförum án þess að öðlast reynslu”

  Ég sé ekki hvernig þetta þarf endilega að vera rétt, Hyypia er klárlega á endasprettinum og Carra verður 30. ára í þessum mánuði.
  Ég er auðvitað ekkert að halda því fram að Carra sé búinn á því fyrst hann er kominn á fertugs aldurinn en Hobbs er bara 19 ára, verður 20 ára á þessu ári.
  Hann á góða von um að komast í fasta liðið ef hann nýtir sjénsana sem hann fær.

 19. 17. “Að ætla að leysa markaþurrðina með kaupum á varnarmanni er í besta falli sérkennileg lausn á því vandamáli.”

  Ég man ekki eftir að sjá að það væri pælingin með þessum kaupum : )
  Er það nokkuð bara þannig ?

 20. Að fá nýjan hafsent finnst mér ekki forgangsmál. Við höfum Carra&Agger með Hyypia og Arbeloa sem cover. Við eigum hins vegar engann vinstri bakvörð að viti. Hefði frekar vilja fá einn svoleiðis – ekki nema að Agger eigi að fara í bakvörðinn …

 21. ég er nú sammála að það er greinilegt að hann skuli ekki treysta Hobbs.
  Sagði meira að segja í viðtali að Arbeola hefði verið mjög stressaður að spila miðvörð.
  En vonandi reynist þessi nýi gæji vel.

  Svo held að að stærsta vanamálið hjá Liverpool er að liðið er að spila alltof passívt. Tókuðu þið kanski eftir því að Dirk kuyt var eiginlega meira á eigin vallarhelming heldur en andstæðinganna á mót “3.deildarliði” Luton
  Ekki nema von að gæinn geti ekkert og skori ekkert.

 22. Sæll Hafliði. Nei ef til vill er það bara ekki þannig. 😉
  Það er nú þannig

  YNWA

 23. Bara ein pæling hérna, haldiði að það sé verið að kaupa hann sem back-up fyrir Agger og Carragher og til að nota í leikjum á móti “litlu” liðinunum eða er verið að kaupa hann til að spila við hlið Agger?
  Var ekki Agger líka keyptur í janúarglugga? Kannski er það lykillinn að góðum varnarmannakaupum hjá Benitez

 24. Hvað meiniði með því að kaupin á hafsenti til að styrkja sóknarleikinn sé heimskulegt? Eins og staðan er núna, eða tæknilega séð hefur verið undanfarið, hafa Carragher og Hyypia verið öftustu menn, þeir eru báðir komnir af léttasta skeiði. Með þessum nýju mönnum sem eru fljótir og geta komið framar á völlinn sem og tekið þátt í sóknarleiknum (allavega Agger) þetta þýðir að a.m.k. Gerrard getur færst framar. Og ef ég er ekki að misskilja þetta þá er það slæmt mál?

 25. Bíddu…..ég skil þetta ekki alveg!!!

  Benítez kaupir mjög sterkann varnarmann ef marka má fréttir og menn koma hér upp með allskonar undarleg komment og skrítna samanburði. Spurning um smá realitytékk hérna 🙂

  Í sambandi við sóknina þá er þetta ekki auðvelt fyrir Benna…..það eru 3 sóknarmenn sem hafa ekki getað neitt á þessu tímabili og ég er viss um að flestir hérna hafi ekki afast um að við værum í mjög góðum málum sóknarlega í byrjun tímabilsins…..og þetta á örugglega við Benítez líka.

  Þessi varnarmaður er frábær leikmaður (segi það með fyrirvara þar sem að ég veit ekkert um þennan leikmann, Martin Škrtel).

 26. Það liggur í augum uppi að Rafa treystir Hobbs ekki. Hann er ekki að fá sénsa á móti 2. deildar liði eða í deildinni þrátt fyrir manneklu í miðverðinum. Bakvörður er tekinn fram yfir hann í miðvarðarstöðuna. Skiptir engu máli hvað hann er gamall ef hann er nægjanlega góður, minni á að leikmenn yngri en 19 ára hafa spilað stór hlutverk í liðum sínum.

  Ekki sammála að lausnin í varnaleiknum sé fundin, hún er enn til staðar vinstra megin í vörninni. Þá hefur Finnan ekki verið að spila eins vel og undanfarin ár, þó svo að Arbeloa hafi náð að covera það skarð nokkuð vel.

 27. Mér finnst “Skirtel” hljóma miklu flottara! 🙂

  En eins og gefur að skilja eru “mixed feelings” varðandi þessar fréttir eins og ber að skilja. Þarna kemur tvennt til greina:

  • Að Rafa er að gera frábær kaup í manni og njósnanetið hans margfræga sé loksins að gera gagn

                      eða
   
  • Hann sé að yfirborga enn einn miðlungsleikmanninn sem kemur að akkúrat engum notum.

  Það sem ég bara hreinlega skil ekki er afhverju Rafa tekur sig til og býður myndarlega í Micah Richards (25-28m) fyrst hann er að leita sér að sterkum varnarmanni. Því að eyða 7m hér, 8m þar og 6m annarsstaðar þegar hægt er að setja þessa upphæð saman og í einn virkilega sterkan gaur. Þar skilur í rauninni að Rafa og Sir Alex….annar þorir á meðan hinn ekki. (Ekki hægt að hafa Arsene Wenger inn í þessu þar sem hann er sér á báti). En ég hef það á tilfinningunni að þessi gaur verði að vera næsti Vidic til að bjarga starfinu hans Benitez.

 28. Hver segir að Micah Richards sé falur fyrir 25-28 milljónir punda? Ég hreinlega stórefast um það eftir að sá Tælenski keypti klúbbinn. Hvað ef við erum að fá nánast jafnyngja hans fyrir 6,5 milljónir punda? (ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um það hvort hann komist einhversstaðar nærri Micah í gæðum). Það eru útsendarar frá klúbbnum sem væntanlega hafa fylgst með honum lengi og þar telja menn að hann sé 6,5 milljón punda virði (sem er dýrt þegar kemur að varnarmanni). Ef þetta gengur eftir, þá fer ég að hallast að því að sættir séu meiri á milli eigenda og Rafa en menn hafa viljað láta í veðri vaka (tala nú ekki um ef menn klára Javier dílinn líka).

 29. Hvað meinaru með að Rafa “þori” ekki að kaupa leikmenn á meðan Ferguson gerir það? Það er búið að nefna nógu marga sem Benitez vildi kaupa og ég nenni ekki að rifja þá upp. Munurinn er ekki sá að Ferguson þorir á meðan Benitez gerir það ekki, munurinn er sá að Ferguson fær að kaupa leikmenn á 25+ þegar hann vill, Benitez hefur fengið einn 20+ Torres umdeilanlega hans bestu kaup

 30. Hérna eru komment okkar frá því þegar að við vorum orðaðir við Vidic. (Kristján Atli):

  Þessi Vidic hins vegar … maður veit ekkert um hann, en er orðinn frekar forvitinn. Hann hlýtur að geta eitthvað fyrst öll stóru liðin hafa áhuga. En samt, þau höfðu líka öll áhuga á Igor Biscan …

  (Sjá líka hér)

  Punkturinn er ekki sá að þetta sé nýr Vidic, en come on – það að dæma hann sem miðlungsleikmann bara vegna þess að hann sé ekki nógu dýr, er fáránlegt. Og svo gagnrýna aðrir Rafa fyrir það að hann sé hugsanlega að borga of mikið fyrir miðlungsleikmann.

  Og svo gagnrýna aðrir þetta vegna þess að við erum ekki að kaupa framherja!

  Málið er að þrátt fyrir að við séum besservissandi allan daginn, þá höfum við einfaldlega varla hundsvit á fótbolta utan þess sem gerist á Englandi og á Spáni (með einhverjum örfáum undantekningum). Þess vegna getum við ekkert sagt til um það hvort þetta er nýr Vidic eða hvort þetta er einhver vitleysingur. Ég er kannski of mikill bjartsýnismaður, en ég vil meina að ef að Rafa er tilbúinn að borga metfé fyrir varnarmann, þá hlýtur hann að vera góður.

  Málið er að okkur vantar annan miðvörð. Ég vil ekki sjá miðvörð sem er keyptur sem backup fyrir Carra eða Agger, heldur er þessi gaur væntanlega keyptur til þess að keppa við þá um sæti í liðinu.

  Já, hann er ekki Alves eða Silva, en hann gæti hugsanlega leyst vel eina af þeim stöðum sem við höfum lent í vandræðum með í vetur. Og ég er líka sammála Antoni að staða varnarmanns hafi mikil áhrif á sóknarleik Liverpool – það sem ég hef haft á móti Sami Hyypia sem backup fyrir Agger er fyrst og fremst það að hann er ekki jafn góður að bera boltann upp, heldur kýs alltof oft að negla honum fram á við.

 31. Haldiði að þetta verði síðan borgað upp með sölu á t.d. Sissoko, Kuyt eða jafnvel Guhtrie eða haldiði að Rafa fái þetta bara “gefins”

 32. Smá basic info um drenginn:
  Martin Skrtel
  Nationality: Slovak
  Place of birth: Handlov ,Czechoslovakia
  Date of birth: 15 December 1984
  Height: 191 cm
  Weight: 81 kg
  Positions: Left Back

  previous clubs:
  Raztocno (SVK), Banik Prievidza (SVK)
  titles:
  Russian Champion 2007
  national games:
  Slovakia A 15/1

  League career :
  Club Season Matches Goals
  Zenit Sankt-Peterburg 2007 23/1
  Zenit Sankt-Peterburg 2006 26/1
  Zenit Sankt-Peterburg 2005 18/1
  Zenit Sankt-Peterburg 2004 7/0
  AS Trencin 2003-2004 33 0
  AS Trencin 2002-2003 12 0
  overall: 119 games and 3 goals

  Upplýsingar um hann eru einnig hérna frá Wikipedia.

 33. Hann er semsagt vinstri bakvörður en ekki hafsent? Sem gæti þýtt NO MORE RIISE!!!!!!!!!! 😀

 34. Á þessu myndbandi sjáum við Skrtel skora mark, og þar heyrist þulurinn kalla hann greinilega Skurtel. U-ið er greinilegt. Þannig að ég býst við að það sé réttur framburður og sé ekkert því til fyrirstöðu að við venjum okkur á þann framburð. 🙂

 35. Það er eitt sem gleymist í öllum þessum pælingum með leikmannakaupa, Rafa, Ferguson og fleira: Það er ekki nóg að kaupa mann. Maðurinn þarf ekki endilega að vera snillingur þegar hann er keyptur. Það sem málið snýst um er hvernig umhverfi hann fer inn í – hvernig fittar hann í lið /hóp? Þar reynir á stjórann. Það er hægt að kaupa dýran mann sem klikkar. Það er líka hægt að kaupa dýran mann og hann blómstrar. Mér finnst Ferguson besta dæmið um hvernig þetta tekst best. Flest kaup hans hafa verið brilljant. Það er einhver ára yfir bannsettum kallinum; verst að hann er hjá röngum kúbbi. Allt tal um hvað menn eru góðir núna skiptir minna máli. Það er efnið sem stjórinn moðar úr. Það meikar eða breikar.

 36. Hárrétt Helgi. Sjáum t.d. stjörnufans KR-inga í sumar… fullt af góðum leikmönnum sem virkuðu engan vegin í því umhverfi sem þar var.

  Ég vil meina að Kuyt sé góður leikmaður sem er látinn spila vitlaust af þjálfaranum. Ég á ekki orð yfir því hvernig Babel er notaður og hversu lítið. Sissoko hefur mikla hæfileika í einum ákveðnum hlut en var yfirleitt að gera eitthvað sem Gerrard átti að gera.

  “Don´t ask your players to do things they cannot do”.
  – Alex Ferguson

  Þannig að Martin vinur okkar leysir ekki allt upp á eigin spýtur þó hann sé kannski næsti Baresi. En blessaður sé hann og margvelkominn.

 37. Mér er vægast sagt brugðið að enginn skuli tala um að nú eigi að reka Benítez fyrir að kaupa svona kolrangan mann.

  Menn sjá það allir bara á nafninu að hann er alls ekkert meira en meðalleikmaður.. Eða svo virðist vera.

 38. Fínt!
  Vantar klárlega í þessa stöðu. Miðað við það sem maður hefur heyrt er um miðevrópskan, hávaxinn hafsent. Yfirleitt vel spilandi leikmenn þar á ferð, nokkuð sem okkur sárlega vantar í vörnina í dag, veitir allavega ekki af að fjölga í hafsentunum. Menn mega nú ekki gleyma því að Jack Hobbs er 19 ára í dag og á enn eitthvað í land. Ég vona eiginlega að hann fái að fara á lán eftir seinni leikinn gegn Luton, helst til PL liðs eða toppliðs í Championship.

 39. Þessi kaup ýta undir það að Hyypia verði seldur í Janúarglugganum, en ekki endilega það að Rafa treysti ekki Hobbs

 40. Já Hyypia verður pottþétt seldur í janúar glugganum útaf við erum að fá óreyndan varmarmann og Agger er búinn að vera að spila svo brilliant síðustu tvo mánuði.

  Þú ættir semi að taka við af Benitez held ég bara… 😉

 41. Baldini #13
  Síðast þegar ég vissi þýðir orðið mæra að hæla einhverjum.
  Mér sýnist á því sem þú segir í þessu kommenti að þú sért að nota orðið í algerlega öfugri merkingu.
  Varðandi þennan leikmann þá skulum við ekki ákveða hvort hann sé góður eða lélegur fyrr en við sjáum hann spila. Við vissum lítið um Agger þegar hann kom fyrir ári síðan, nema það sem Magnús Arnar tjáði okkur úr Dönsku deildinni, og sjáið bara hvað við fengum þar og það sama má segja um Vidic.
  Að sama skapi höfum við verið rosalega spenntir yfir einhverjum kaupum, eins og t.d. Kuyt. Ég man þegar ég sá hann koma fyrst inná í leik með Liverpool hvað mér leist vel á kauða, en þvílík vonbrigði.

  kv
  ninni

 42. mér finnst vera meira forgangsatriði að fá góðan framherja (t.d. ANELKA) og/eða skapandi leikmann, helst vængmann… en ég fæ víst engu um það ráðið

  Agger, Hyypia og Carra eiga að geta afgreitt hafsent stöðuna út tímabilið… síðan eru þarna Hobbs og Arbeloa til taks ef langvarandi meiðsli gera vart við sig

  Ég ætla ekki að vera með fordóma gagnvart þessum leikmanni, ég hef aldrei séð hann spila og hef því ekki hugmynd um hvað hann getur. En eins og ég sagði hérna að ofan þá finnst mér hafsent-cover (hann verður cover út tímabilið og síðan væntanlega framtíðarleikmaður ef hann er nógu góður) ekki vera efst í forgangsröðuninni.

 43. Sælir félagar
  Það er auðvitað að góður leikmaður styrkir liðið bæði í vörn og sókn. Samt fer ég ekki ofan af því að það sem hrjáir liðið er smarkaskortur. Framlínumennirnir (fyrir utan Torres) og miðjan (fyrir utan Gerrard) eru ekki að skora nóg.
  Ja það má reyndar segja að þeir skori bara allsekki.
  Vörnin hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum er að því að mig minnir með næst besta árangur í deildinni.
  Arsenal er búið að fá á sig mikið fleiri mörk en þeir skora líka miklu meira.
  Og það gildir ennþá eins og í gær og í fyrra og fyrir hundrað árum. Þú vinnur leikinn ef þú skorar fleiri mörk en andstæðingurinn. Svo einfalt er það.
  Því er ljóst að við þurfum að bæta markaskorun okkar og það ekki seinna en strax.
  Að styrkja vörnina er auðvitað góðra gjalda vert. En þegar bara einn framherji skorar og hinir eru bara punt (það er nú meira puntið að þeim eða hitt þó heldur) á vellinum þá liggur í augum uppi hvað vantar í liðið.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 44. Ég skil alveg hvað menn eru að fara þegar talað er um markaskorunina og þörf á fleiri sóknarþenkjandi mönnum. Staðan er engu að síður svona:

  • Þetta er janúar glugginn, og transfer budget í honum er ekki neitt í líkingu við það sem það er yfir sumarið. Sóknarsinnaðir menn kosta einfaldlega MIKLU meiri pening.

  • Alvöru sóknarsinnaðir menn eru hreinlega ekki á lausu í þessum janúar glugga. Í hversu mörgum tilvikum muna menn eftir stórkaupum í janúar á mönnum sem eru lykilmenn í sínum liðum? Það hefur talsvert verið keypt af varnarmönnum (Liverpool: Agger, Arbeloa ofl, Man.Utd: Vidic og Evra nýlegustu dæmin) en afar lítið af sóknarsinnuðum mönnum.

  • Að mínum dómi hefur eitt stærsta vandamál okkar í fjarveru Agger verið að koma spilinu af stað úr vörninni. Hyypia (sterkur varnarlega), Carra og Riise (ef við tökum bara þessa 3 sem dæmi) geta varla fyrir sitt litla líf tekið boltann niður í vörninni og byrjað að byggja upp sókn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að reyna að dúndra boltanum fram, eða beint í innkast. Nú veit ég ekki nógu mikið um Skrtel, en ef hann er leikmaður sem getur tekið boltann niður og virkað betur í spilinu út úr vörninni en þessir sem ég taldi upp, þá getur það haft mikil áhrif á sóknarleik okkar manna.

 45. 47 – Sigtryggur Karlsson.
  Framherjarnir þurfa þjónustu. Þeir fá enga, voðalega litla amk.

 46. Vonum að þessi maður hafi ekki rétt fyrir sér…
  Martin has been praised by Slovakian manager Ján Kocian for his no-nonsense attitude and aerial ability, however he has also come in for criticism by leading football pundit Hristo Polo for his lack of pace and poor distribution from defence.

  Via Wikipedia af einhverri slóvanskri síðu…

 47. Sælir félagar
  Það er satt Andri Fannar #50 og eins er það rétt að “þjónusta” frá köntum (miðja og bakverðir) hefur verið slök. En þeir framherjar sem hafa verið að spila fyrir klúbbinn hafa verið nánast óhæfir (nema Torres) að vinna úr því sem þeir hafa fengið. Torres er af þeim kaliber að hann skapar sjálfur hluta af þeim færum sem hann fær og vinnur þar að auki vel úr því sem að honum er rétt. Og miðað við hina, – ésús minn eini. Þar skilur himinn og haf á milli. ef ekki heilu sólkerfin maður guðs og lifandi.
  Það er nú þannig

  YNWA

 48. Okkur vantar alvöru mann sem teingir saman miðju og sókn,svona Joe cole týpu…Diego hjá Bremen væri alveg tilvalinn finnst mér

 49. Miðað við lýsinguna #51, þá er þetta ungur og sprækur Sami Hyppia. Hyppia hlýtur þá að vera á leið burt, hugsanlega strax í janúar.

  Já og guð minn almáttugur hvað ég væri til í að fá Diego til Liverpool.

 50. Hyypiä er ekki að fara í janúar. Halló! Það er verið að kaupa Skrtel af því að við eigum ekki breiddina til að velja miðverði í liðið þessa dagana. Arbeloa hefur þurft að spila leiki þar. Það meikar ekkert sens í slíku fámenni og meiðslaveseni að leyfa einum af þeim fáu sem standa í lappirnar að fara frá félaginu.

  Kannski í vor, þegar Agger er orðinn spilandi og Hobbs árinu eldri, en ekki fyrr.

 51. Diego var valinn best leikmaður Bundesligunnar fyrir áramót þannig að ég held að hann kosti einhverja dágóða summu án þess að ég hafi nokkra tilfinningu fyrir því hve hár verðmiðinn er á honum

 52. MARTIN SKRTEL has moved a step closer to becoming the most expensive defender in Liverpool history after passing his medical. Tekið af vef Liverpool ECHO

 53. en er það komið á hreint hvort hann er í miðju varnarinnar eða í vinstri bakverði?

 54. Nei var bara að spá afþví að Magnús Agnar #34 sagði að hann væri left back þessvegna var ég að spá

 55. Hvernig er það á ekkert að fara kynna þennan mann opinberlega sem leikmann Liverpool?
  Hann stóðst læknisskoðun í gær og ég ´tok því sem hann væri búinn að skrifa undir og að kaupin væru frágengin en samt er ekkert staðfest frá neinum

Luton 1 – Liverpool 1

Dregið í bikarnum