Škrtel til Liverpool?

Liverpool Echo halda því fram að Liverpool ætli að slá metið fyrir dýrasta varnarmanninn í sögu liðsins og borga 6,5 milljónir punda fyrir Slóvakann Martin Škrtel (hvernig í ósköpunum á að bera þetta fram)?

Škrtel er 23 ára gamall, en hefur samt sem áður leikið 15 landsleiki fyrir Slóvakíu. Hann er 193 cm á hæð, eða 4 cm hærri en Daniel Agger. Mörg lið í Evrópu hafa verið á eftir Skrtel undanfarin ár, enda hefur hann verið talinn meðal efnilegustu varnarmanna í Evrópu.

Talið er að Škrtel sé í Liverpool núna að ganga undir læknisskoðun, en það hefur þó ekki enn verið staðfest.