Luton 1 – Liverpool 1

Deildin fékk frí í dag og okkar drengir héldu á Kenilworth Road í Luton að eiga þar við League One-deildarlið Luton Town.

Byrjunarlið Liverpool var sko alls ekkert byrjendalið, það var svona skipað:

Itandje

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Benayoun – Lucas – Alonso – Babel

Crouch – Kuyt

Semsagt, allt þaulvanir menn, nema kannski Lucas.

Bekkurinn: Martin, Hobbs, Mascherano, El Zhar, Voronin.

Við hefðum hæglega getað verið komnir yfir eftir 20 sekúndur þegar Babel dansaði í færi en flottur markmaður Luton, Brill að nafni, varði vel. Heimamenn komust svo í sannkallað dauðfæri á 4.mínútu þegar Itandje bjargaði okkur í stöðunni einn á móti einum.

Áfram hélt fjörið og Kuyt skaut himinhátt yfir á 8.mínútu eftir flottan undirbúning Crouch og síðan skallaði hann framhjá eftir horn á þeirri 18. Heimamenn voru alveg tilbúnir í þennan slag, pressuðu með miklum látum og fengu á fyrstu 20.mínútunum sóknarmöguleika, sem ansi margir enduðu á höfði Hyypia, eða í fótum Carragher.

Leikurinn breyttist í heljarinnar bardaga án færa eftir 20 mínútur. Þar með misstu Liverpool fótboltafæturna og ekki var auðvelt að sjá hvort lið var úr úrvalsdeild og hvort var í League One. Hálffæri og hættulegar sendingar á báða bóga, en staðan í hálfleik 0-0. Ekki gott!

Liverpool kom aðeins hressara úr hálfleiknum og Benayoun átti að skora á 49.mínútu eftir misheppnað skot Kuyt sem varð góð sending inn í markteiginn og síðan varði Brill besta skot Riise á þessu tímabili á 51.mínútu. En á móti virtust varnarmenn okkar ekki eiga auðvelt með hraðann og lætin í Luton mönnum og þeir fengu sannkallað dauðafæri á þeirri 54. Þar með byrjuðu lætin aftur og jafn baráttuleikur hófst á ný.

Fyrsta skipting Rafael Benitez kom á 70.mínútu. Hún var frá Mars eða Júpíter. Babel sem var reyndar ekki að spila vel, en u.þ.b. 18 sinnum betur en t.d. Kuyt og Benayoun, var tekinn útaf og inn á kom Voronin. Luton þá orðnir mun sterkari og við ekki fengið færi í 20 mínútur, varla sókn.

En svo kom gjöfin sem við þurftum. Þrír leikmenn Luton gerðu barnaleg mistök sem hleyptu Voronin í gegn. Brill varði vel en risinn Crouch hirti frákastið og skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni, 0-1 á 73.mínútu. Eftir fagnaðarlætin varð manni ljóst að Mascherano var kominn inná í stað Alonso.

En við vorum nú ekki lengi að kvitta á þetta. Hroðaleg vörn Finnan, sem var arfaslakur í dag, gaf Luton manni færi á sendingu inn í teiginn sem Riise, sem var hræðilegur í dag, sendir í eigið mark. 1-1 á 77.mínútu. ÖMURLEGT!

Þar með var orðið ljóst að gamaldags bikarhasar var framundan. Riise fékk færi til að kvitta út sjálfsmarkið en skaut framhjá á 80.mínútu í dauðafæri og Luton áttu skot rétt yfir stuttu síðar. Á 86.mínútu kom svo Nabil El Zhar inn fyrir Benayoun í síðustu tilraun til að gera eitthvað. Hvernig stóð á því að Dirk Kuyt spilaði allan þennan leik er mér allavega ráðgáta!

En engin urðu færin fleiri, lokastaðan 1-1 og það þýðir bara eitt. Annar leikur milli þessara liða, á Anfield þriðjudaginn 15.janúar kl 20:00. Luton semsagt bara búnir að tapa fyrir einu liði á heimavelli eftir 90 mínútur í vetur, Bristol Rovers þann 7.september!

Í raun bara vel sloppið úr slökum leik, við áttum ekki meira skilið í dag að mínu mati, gegn ofboðslega baráttuglöðu liði Luton sem kannski verður orðið gjaldþrota á morgun! En ekki má maður gleyma því að enski FA-bikarinn er engum keppnum líkur og á gullaldartímabilinu okkar í den áttum við oft erfitt gegn litlum liðum sem börðust af krafti, sem Luton sannarlega gerði í dag.

Maður leiksins: Erfitt að velja einn leikmann úr liðinu í kvöld, Alonso og Lucas léku vel og greinilegt er að við erum í góðum málum í markmannsstöðunni, Itandje stóð sig vel, hvort sem hann var að verja, fara út í teig eða skila af sér boltanum. Ég ætla að vel íhuguðu máli að velja markaskorarann Peter Crouch mann leiksins og vona hreint innilega að hann fái að spila með alvöru senter í næsta leik, þurfi ekki að sprikla með sprellikörlunum Kuyt og Voronin!

Næsti leikur er á Riverside Stadium í Middlesboro‘ á laugardaginn kl. 15. Ljóst að þá verður Torres kominn og vonandi Gerrard og Agger, það er alger nauðsyn tel ég að fá þá inn í liðið okkar. Árangurinn að undanförnu, þrjú jafntefli í þremur leikjum, er skelfilegur og við verðum að fá 3 stig í norðaustrinu í næsta leik. Svo einfalt!

50 Comments

 1. Jesús almáttugur

  Ég á erfitt með að rifja upp slakari frammistöðu hjá Liverpool. Ef við fáum fleiri svona leiki einsog gegn Wigan og núna Luton þá munu jafnvel hörðustu Benitez stuðningsmenn fara að efast all verulega. Þetta var fullkomlega afleitt.

  Ég nenni ekki einu sinni að ræða um menn einsog Kuyt. Maðurinn getur bara ekki verið svona lélegur. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í hausnum á honum.

 2. vá hvað Kuyt var ömulegur í dag
  ömulegar sendingar hellings af feilum
  ….
  seljan

 3. Ég get ekki séð neitt lið sem er tilbúið að borga eitthvað af viti fyrir þennan mann. Spurning um að skipta á sléttu á honum og talbot 🙂

 4. Það var quote herna um daginn sem hljómaði einhvernveginn svona: “En það verður aldrei leiðinlegt að halda með Liverpool” ég hef ávalt verið sammála því en í dag held ég að ég verð að vera ósammála þetta er ekki gaman! vá hvað þetta er lélegt, og það eru svo margir leikmenn þarna inná sem pirra mig allt of mikið ! (Kuyt, Riise, Crouch, Voronin, ofl.)

 5. Öll umræðan undanfarið hefur snúist um að Benitez fái ekki jafn mikinn pening og stóru liðin og því eigi hann svo mikið inni.
  Hvernig væri nú að fara að vinna litlu liðin sem geta ekki einu sinni borgað mönnunum sínum laun áður en menn fara að hugsa um að standa jafnfætis Man Utd. og Chelsea… og Arsenal sem eyðir minna en við.

  Síðustu tíu leikir:
  W: 4 Bolton, Marseille, Portsmouth, Derby

  D: 3 Man City, Wigan, Luton

  L: 3 Reading, Man Utd, Chelsea

  Þetta er því miður ekki lengur peningavandamál.

 6. Liðið var gjörsamlega úti á túni í dag. Auðvitað geta menn gagnrýnt einstaka leikmenn (eða þá alla) fyrir slæman leik, en þegar allir fjórtán leikmennirnir sem taka þátt í svona leik eru svona slæmir hlýtur maður að spyrja sig hvað er að innan herbúða hópsins. Eru menn að missa trúna á þjálfaranum, eða er hann að missa trúna á þessu sjálfur? Það er allavega eitthvað að gerast sem virðist valda því að liðið nær ekki að mótívera sig fyrir leiki að undanförnu.

  Rafa sjálfur fær svo klárlega aulamínus dagsins fyrir að taka Babel útaf fyrir Voronin, og leyfa Kuyt og Crouch að klára leikinn. Var hann ekki að horfa á sama leik og við hinir? Babel var sá eini sem eitthvað ógnaði, hann hins vegar sárvantaði menn með sér sem gætu gert eitthvað af viti með honum … og hann var tekinn útaf!?

  Þessi leikur var bara fáránlegur, frá A til Ö. Sjitt.

 7. Babel var örugglega tekinn út af til þess að fá að byrja næsta leik.
  Nenni ekki að ræða gæði/ógæði leiksins í dag. Ljóst er að eitthvað stórt er að sem hlýtur að koma í ljós sem fyrst og verða hreinsað burt.

 8. Eftir fyrri hálfleik var ég viss um að þetta væri ekki aðeins versti leikur sem ég hef séð Liverpool spila, heldur einnig leiðinlegasti fótbolta leikur hjá liði í úrvalsdeild sem ég man eftir.

  Þessi afstaða mín breyttist ekki í síðari hálfleik.

  1. Hversu hriplek var vörnin?
  2. Var Alonso á vellinum? Þessi maður er að falla ansi hratt úr þeirri dýrlingatölu sem hann var í hjá mér.
  3. Ég pirraði sjálfan mig á því á 60. mínútu að Benitez væri ekki að gera neinar skiptingar. En hverjum átti svo sem að skipta inn á? ANDLAUSA FOKKINGS LIÐ!
  4. Ég ætla ekki einu sinni að ræða Kuyt – og Babel ef út í það er farið.
  5. Andy Gray: “If you’d have to pick out a Liverpool player that is playing good today…… Well…. you’d be hard pressed”
  6. Mér fannst fyndið gegn Marseille þegar Kuyt skoraði að einhver lýsandinn sagði: “You know you’re having a bad day when Kuyt scores against you”. Nú finnst mér það ekki einu sinni grátbroslegt.
  7. Luton var meira með boltann í seinni hálfleik.
  8. Það sem er ekki sú staðreynd að Liverpool hafi ekki pakkað Luton saman í dag sem fer í taugarnar á mér. Heldur það hvernig liðið spilaði. Ég vonaði hálfpartinn að Crouch myndi skjóta framhjá þegar hann skoraði því við áttum einfaldlega alls ekki skilið að vinna þennan leik.

  æadsafdsaæjhæjdsafadshæljd

 9. Hvað er eiginilega í gangi með þessa aumingja!

  Maður er farinn að skammast sín fyrir að halda með þessu liði.
  Fyrst ber að nefna að það er nánast hægt að segja að Kuyt hafi gert meira ógagn (með þessum feilsendingum sínu) heldur en gagn. Merkilegt með Kuyt að alltaf þegar hann fær boltan þá hleypur hann sig í vandræði.
  Riise hefur verið skugginn af sjálfum sér á þessari leiktíð. Skálfstraustið hjá honum greinilega í molum.
  Svo gerir Benitez óskiljanlega skiptingu á 70 mínútu með því að taka Babel af velli að mínu mati annar af tveimur leikmönnum liðsins sem eitthvað gat. Babel átti fína spretti og ógnaði Luton liðinu með hraða sínum. Hinn leikmaðurinn sem ég get sagt að ég hafi verið nokkuð sáttur við var markvörðurinn.

 10. áhverju getur enginn stigið upp í þessu liði og spilað fótbolta nema gerrard og torres! fullkomið rækifæri fyrir hina að sanna rétt sinn í þessu liði en það virðist vera voðalega erfitt fyrir þá

 11. Maður veit varla hvað skal segja, var þetta alveg örugglega ekki brandari?
  Ég er hálf orðlaus, þessir kallar fá milljón á dag og geta ekki drullast til að spila fótbolta. Luton spiluðu betri bolta en við, við fengum varla færi og svona.

  Ég nenni varla að hugsa um þennan leik en Talbot, Currie og þessir gæjar voru miklu betri en þessar hetjur okkar.

  Hyypia sem er legend var hrikalegur, þarf ekki að tala um Kuyt þó ég styðji hann og hvaða grín er það að skipta Mascherano inn fyrir Alonso? Afhverju geta bakverðirnir okkar ekki farið yfir miðju? Það er ljóst að það er eitthvað mikið að.

 12. Vá þetta var algjör tímasóun að horfa á þennan leik. Vissulega voru leikmennirnir hræðilegir í dag en ég missti alla trú á Benitez í dag (þá sérstaklega þegar hann tók Babel útaf). Maður sá það á liðinu í dag og það sem meira er maður sá það einhvern veginn á líkamstjáningu Benitez þau skipti sem hann var sýndur að þetta er að fjara út hjá honum. Nú er bara spurning hvort hann fer í janúar eða í sumar.

  Í heildina þá var þetta ömurleg frammistaða og Liverpool aðdáendur eiga þetta ekki skilið finnst mér.

 13. Og já. Fyrir utan markið … og skotið hjá Riise framhjá. Getur einhver nefnt mér marktækifæri hjá Liverpool í seinni hálfleik? Það getur verið að ég sé of neikvæður, en í fúlustu alvöru þá man ég ekki eftir neinu.

 14. Óli J, Liverpool skapa sér ekki marktækifæri yfirhöfuð, áttum við mörg færi gegn Wigan? Nei, Benitez fannst samt annað.

 15. Sælir félagar
  Þetta var arfaslakt og liði okkar til skammar. Benitez á að hafa sagt einhverjum vini sínum að hann muni missa starfið í sumar. Er einhver hissa???
  Það er nú þannig

  YNWA

 16. Vandamálið er maður sem býst við að verða rekinn í vorrf marka má pressuna. Held að líkurnar á því hafi ekki minnkað í dag

 17. Ég hef staðið með Kuyt alveg frá því að hann kom til Liverpool en ég ætla að breyta um skoðun eftir síðustu leiki. Hann er hræðilegur.

  Ég er ekki frá því líka að ég sé að skipta um skoðun í sambandi við Benítez líka…..en það stendur og fellur með því hvort Liverpool kemst áfram í meistaradeildinni!!!!!

  Auðvitað erum við búnir að vera óheppnir…en það er bara ekki afsökun lengur…góð lið eru heppin en léleg lið eru óheppin….einfalt!!!

 18. Í sambandi við Kuyt, var hann ekki bara nokkuð góður til að byrja með hjá Liverpool? Man ekki betur en að það hafi verið alveg ágætis ánægja með manninn, hvað gerðist eiginlega? Hann á heima í landsbankadeildinni eins og hann lætur í dag.

 19. Til að verja Kuyt og Babel…Finnan, Riise, Sissoko, Alonso, Hyypia…og marga fleiri… er verið að ná því besta út úr þessum leikmönnum?

  Allir mjög góðir eða efnilegir en eiga það sameiginlegt að núna er verið að ná því versta út úr þeim.

  Annars staðar á Englandi blómstra drengir að nafni Mathieu Flamini og Alexander Hleb … hefðu menn viljað skipta á þeim og Kuyt og Babel fyrir tímabilið?

  Hvað veldur?

 20. Er þetta Luton lið ekki bara svipað og Besiktas, eingöngu góðir á heimavelli?
  Við tökum seinni leikinn 8-0.
  Þeir spiluðu á adrenalíninu og börðust bókstaflega fyrir lífi klúbbsins og pressuðu Liverpool útum allan völl með hjálp áhorfenda. Eitthvað sem ég vil sjá Liverpool gera á Anfield.

  Við vorum með þónokkra hæga menn inná sem vilja ekki vera pressaðir svona hart= Riise, Hyppia, Finnan, Alonso, Kuyt og Crouch. Engin furða að við áttum slæman leik og sendingar náðu oft ekki til samherja.

  Mér finnst þetta bara fín úrslit, vara og unglingaleikmenn Liverpool fá auka leik til að sanna sig og komast í betra leikform. Luton fær pening til að forðast vonandi gjaldþrot.

  Það voru hellingur af leikmönnum Liverpool sem spiluðu langt langt undir getu í þessum leik. Þetta var þó FA-Cup, ein óútreiknanlegasta fótboltakeppni á jarðkringlunni.

  Sjálfstraust leikmanna Liverpool er greinilega alveg í skítnum hverju sem það er um að kenna. Það er líklega eitthvað stórt í gangi innan herbúða félagsins sem við fáum ekki að vita af. Hugsanlega vita leikmenn að Rafa fari pottþétt í sumar og nái ekki að mótivera sig.
  Xabi Alonso sem er augu og eyru Rafa inná vellinum hefur allavega verið meðvitundarlaus síðan hann kom tilbaka úr meiðslum.

  Leikmennirnir þurfa 100% stuðning okkar núna. Við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir. Liverpool mun vinna seinni leikinn gegn Luton létt.
  Eigum svo must-win leik gegn Middlesboro fljótlega, Torres og Gerrard koma inn þá og allt verður grúví.

 21. Já þetta er andlaust. Við verðum að flengja M´bor í næsta leik ef RB vill
  ná sáttum við aðdáendurna. Ég ætla að leyfa mér að efast um að RB
  fái að klára tímabilið. Ef ég man rétt þá var svipaður pirringur í gangi
  hjá Valencia…ósætti við stjórnendur vegna leikmannamála.

 22. Crouch maður leiksins!!!

  Hahaha er þetta eitthvað grín?? Crouch var skelfilegur í dag og þótt hann skoraði þá breytir ekkert því að frammistaða hans sem og annarra var til skammar.

  Eyði ekki orðum í að ræða um Kuyt.

 23. Mótmæli því enn og kröftuglega að eitthvað “þurfi að nást úr mönnum” eins og Kuyt og Riise!
  Þeir eru bara einfaldlega ekki nógu góðir. Kuyt byrjaði í mesta lagi þokkalega og hætti algerlega að skora undir lok síðasta tímabils. Það er með hreinum ólíkindum hvað hann fær margar mínútur í þessu liðï!
  Varðandi val mitt á manni leiksins fannst mér einfaldlega Crouch minnst lélegur, hefði getað nefnt hvern sem er held ég. Hins vegar skoraði Crouch og átti þátt í flest skipti, af fáum, sem við sköpuðum einhverja hættu. Hann var einn frammi lengstum og fékk enga bolta frá köntunum, en leysti flest sem honum var fært.
  Svona þegar frá líður leiknum líður mér verst með það að varnarmenn okkar í dag eru SKELFILEGIR með boltann í fótunum. Vissi það með Riise og Carragher (sem er þó minn mesti maður) en Finnan og Hyypia voru sami hryllingurinn í dag, allflestar sendingar í innkast eða á mótherja!!!
  Svo nóg um þennan leik, auðgleymanlegur…..

 24. Svei… attann Svei….attan. 🙁

  Ég var farinn að halda með Luton síðustu fjórar mínúturnar… þeir áttu bara svo innilega skilið að fá sitt tækifæri á Anfield. Okkar menn áttu ekki rassgat skilið út úr þessum leik… svo herfilega lélegir voru þeir. Algjörlega andlausir og lélegri á öllum sviðum knattspyrnunar heldur en þriðju deildar lið Luton.

  Leikur Liverpools hefur náð nýjum lægðum. Hvað er eiginlega i gangi í okkar herbúðum??????????????????????????

  Getur einhver svarað mér því af hverju Babel var tekinn út af?? Ætli Riise hafi endanlega skrifað undir sölukvittun sína frá Liverpool með þessum leik? Reynslumestu leikmennirnir í dag.. kannski fyrir utan Carra voru bara algjörlega ömurlegir í dag. Virkuðu steingeldir, áhugalausir og úr takti við allt og alla. Alonso olli mér sárum vonbrigðum í dag.

  Jæja… best að hætta þessu yfirdrulli. Huggun harmi gegn að þetta getur ekki orðið verra. En mikið óskaplega er ég svekktur að horfa upp á svona hörmung leik eftir leik.

  YNWA

 25. Mér finnst nú vera virkilega athyglisvert að bera saman þau lið sem spilað hafa á þessu tímabili, það sem byrjaði tímabilið í haust og svo það sem spilað hefur undanfarnar 2-3 vikur. Þótt að þau séu að miklu eða öllu leyti skipuð sömu leikmönnum, það er hægt að taka einstaka leikmenn svo sem Agger, Alonso og Kewell út úr dæminu, þá finnst mér alveg ótrúlegt hvað það er mikill munur á þessum liðum.

  Því miður að þá virðist Rafa ekki hafa úthaldið í heilan vetur þrátt fyrir allt tal hjá honum um að tímabilið “sé ekki spretthlaup heldur líkara maraþoni”. Það er allavega alveg á hreinu að sú togstreita sem ríkir á Anfield á bak við tjöldin nær inná völlinn og það hefur aldrei þótt vera góður pappír. Það sem þyrfti að gerast og það sem fyrst er að menn setjist niður og hreinsi út úr kofanum þau ágreiningsmál sem upp komu í nóvember, það hefur ekki tekist almennilega á fundinum góða eftir manu leikinn og er að draga okkur niður í skíta spilamennsku þessa dagana.

  Vonandi er nú botninum náð og að allar leiðir liggi nú upp á við, það er allavega dagsljóst að með svona leik og hugsunarhætti að þá náum við ekki lengra, hvorki í deild né bikar, óþarfi að minnast á meistardeildina í því sambandi!!!

 26. Sammála Magga hér að ofan. Kuyt og Riise eru einfaldlega ekki nógu góðir til þess að klæðast Liverpool treyjunni. Þá virka Hyypia og Finnan á síðasta snúningi. Benitez er búinn að fá þrjú tímabil til að byggja upp gott fótboltalið. Staðreyndin er sú að við erum í nákvæmlega jafn mörgum sporum fyrir aftan Man Utd, Chelsea og Arsenal þegar hann tók við. Er eiginlega orðinn hundleiður á að pirra mig á hverju tímabili yfir sömu hlutunum sem eru:
  * að liðið spilar í 80% tilfella hundleiðinlegan fótbolta
  * að sóknarleikur liðsins er algjörlega hugmyndasnauður
  * að liðið er missa stig gegn mun “lakari” liðum og missir þar af leiðandi stóru liðin framúr sér.
  * að innan liðsins er farþegar sem kæmust ekki í lið sem titluðu sig sem stórlið. Kyut, Riise, Sissoko, Voronin og Pennant svo einhverjir séu nefndi. Riise er mér eiginlega meinilla við og hreinlega skil ekki á hvaða forsendum kvikindið er í liðinu.
  * Það vottar ekki fyrir leikgleði, menn koma með hangandi haus í leiki og fara af velli með hangandi haus.
  * að liðið hefur ofur viðkvæmt sjálfstraust. Liðið má ekki tapa einum leik, þá þarf það oft einhverjar tvo, þrjá leiki til að rífa sig upp, til þess að komast á einhvert run. Alltaf talað um öll lið gangi í gegnum “slæma kaflan”, sem er mesta rugl hugtak og léleg afsökun fyrir lélegu gengi. Lið sem ætlar sér meistaratitil gengur ekki og hefur ekki efni að ganga í gegnum slæman kafla. Einn tapleikur hjá nægjanlega slæmt fyrir lið í toppbaráttu.

  Hef alltaf verið stuðningsmaður Benitez og hef haft fulla trú á honum en ég skal játa að hún hefur dvínað verulega eftir því sem hefur liðið á þetta tímabil. Vil að hann klári þó tímabilið og geri það með stæl.
  Svo ég vitni í komment Einars Arnars nr. 1 “Ég á erfitt með að rifja upp slakari frammistöðu hjá Liverpool”. Tek undir þetta en þessi setning er farin að poppa upp full oft á þessari leiktíð, Birmingham heima, Marseille heima, Wigan heima og Luton úti.

 27. Þegar lið eins og Liverpool nær ekki að vinna lið eins og Wigan og Luton, er ekki hægt að kenna peningaleysi um og að það eru of margir frþegar í liðinu. Sama hverju margir farþegar eru þá á Liverpool ekki að eiga í neinum töluverðum vandræðum með þessi lið. Benitez er ekki að eiga sitt besta skeið með Liverpool og er ég ekki viss um hvað mér finnst um hann. En ég er samt ánægður með það að menn eru að verða sammála mér varðandi Kuyt og Riise.

  Ég get ekki sagt til um það hvað ég vona að gerist með Benitez, á að reka hann núna eða í lok tímabilsins og fá einhvern annan jálk til að rífa liðið upp og enn ein biðin hefst með nýjan mann í brúnni þangað til hann er búinn að koma sínu handbragði á liðið. Eða er þetta bara lægð sem Benitez þarf að ganga í gegnum á leið sinni í átt að titlinum sem við fáum augljóslega ekki í ár!

 28. Það á enginn í þessu liði skilið að vera útnefndur maður leiksins, í dag voru 10 sauðnaut að spila gegn Luton og virtust aldrei hafa spilað saman áður. Sá eini sem getur borið höfuðið þokkalega hátt er markvörðurinn Itjande sem kom þó allavega í veg fyrir mark í fyrri hálfleik með góðri markvörslu.

  Það er skömm að spilamennsku liðsins um þessar mundir. Hver fjandinn er eiginlega í gangi á Anfield?!!

 29. AF hverju þarf þessi hrillingur alltaf að henda Liverpool…. af hverju er ekkert svona að ske hjá Arsenal, Tjelsí og manutd…. why?? why???
  hvað er það sem kallinn í brúnni er að sjá sem að við hin erum ekki að sjá.

  ohhh þetta getur gert mann gráhærðan….

  einn sem ég þekki heldur með Leeds og það var alltaf reglulega drullað yfir hann og við hlæjandi af Leeds, en þetta er örugglega svona bad karma því nú er hann að drulla yfir Liverpool og það er ekki jack shit sem að ég get sagt til að verja þetta….

 30. Almáttugur hvað þetta var ótrúlega leiðinlegur leikur. Ég ætla að vera ótrúlega jákvæður og mun þess vegna bara hrósa Luton fyrir góða frammistöðu og synd að hún skyldi ekki nægja til sigurs í dag.

  Rafa þarf virkilega að fara að athuga sín mál. Þetta endar illa ef þetta heldur svona áfram.

 31. jæja hættum nú að væla og pælum í næsta leik Middlesbrough úti
  koma svo Liverpool og allir glaðir!

 32. Hmmm…ætli hann hafi gefið út skipun um að fyrirbyggja meiðsli? Mjög líklegt. Samt sem áður; hef ég ekki séð jafnfúlann leik í langan tíma. Riise, Hyppia og Kuyt, þeir hljóta að vera á sínu síðasta tímabili hjá Liverpool. Þetta var slakt gegn Wigan, en óboj óboj óboj!
  Megum samt ekki gleyma að það er alltaf erfitt að spila á móti þessum liðum á útivelli.

 33. Ég nenni ekki einu sinni að endurtaka orð mín sem ég sagði fyrir þennan leik.

  Menn verða að átta sig á því að við erum varla betri en miðlungslið án Torres og Gerrard. Það sýnum við svart á hvítu gegn Luton á Kenilworth Road.

  Reyndar dapurt hjá mér að vera ekki með rétt tákn á þessum leik. Hafði of litla trú á Liverpool í dag en hefði greinilega haft meiri trú á liðinu en það að spá þeim 2-1 tapi.

  “Walk in the park” var eitthvað sem menn töluðu um og svo fór það fyrir brjóstið á ákveðnum einstaklingum þegar maður spáir Liverpool háðulega 2-1 tapi gegn Luton.

 34. Það er margt sem maður ekki skilur þessa dagana:
  Maður gæti tekið fyrir einstaka leikmenn; Riise, Kyut, Voronin, Hyypia, Finnan, Gerrard, Kewell og fleiri en ég ætla ekki að láta það eftir mér.
  Ég vil þó taka fram að Riise og Kyut væri ég til í að gefa hvaða liði sem er sem vill við þeim taka.
  Mér finnst hins vegar merkilegra að skoða spilamennsku liðsins. Ég er sammála þeim sem sagði hér að ofan að liðið kemur inn á völlinn með hangandi haus og yfirgefur völlinn með sama hætti.
  Varnarlega, þá skil ég ekki af hverju við erum ekki nær andstæðingunum, mér finnst við gefa þeim alltof mikið pláss á vellinum. Ég man ekki betur en að Valencia hafi alltaf pressað andstæðinga sína út um allan völl og ég hef aldrei skilið af hverjum við gerum það ekki í dag???
  Sóknarlega þá skil ég ekki af hverju við erum ekki meira hreyfanlegir á vellinum. Maðurinn með boltann á sjaldan einhverja möguleika á sendingum, þarna finnst mér miðjumenn aðallega vera að klikka. Þarna finnst mér líka sjást hvað við söknum Agger mikið en hann á það til að taka á rás upp miðjuna og skapa mikla hættu.
  Að lokum er ég mest hræddur um að Rafa eigi sökina á því hve einstakir leikmenn eru að spila illa. Amk skil ég ekki liðsuppstillingarnar hjá honum og enn síður skil ég skiptingarnar. Ég vil t.d. meina að við höfum leikið 9 gegn 11 frá upphafi leiks og einungis 8 á móti 11 í lokin. (ég geri ráð fyrir að öllum sé ljóst að ég er að tala um Riise, Kyut og Voronin).
  Varðandi skiptingar, hvaða skilaboð er maðurinn að senda þegar hann tekur Babel útaf og setur Voronin inná???

 35. Hvað er að hjá Liverpool í dag, spyr maður sjálfan sig að leik eftir leik. Benitez sem hefur að mínu mati gert mjög góða hluti virðist vera að missa móðinn. Að stórum hluta er væntanlega um að kenna nýjum eigendum, því ósætti þeirra á milli er klárlega að hafa áhrif á liðið. Hver stendur sig vel í vinnu hafandi ekki 100% stuðning frá yfirmanni/mönnum/eiganda. Þið sjáuð hvað gerðist hjá Chelsea þegar Jose Mourinho og Abraham ríka lenti saman. Moron fann ekki fyrir 100% stuðningi frá eigandanum, jafnteflis- og tapleikur í deildinni og jafntefli í meistaradeild heima gegn Rosenborg voru hans síðustu 3 leikir með liðið, auk þess voru þeir stálheppnir að ná jafntefli gegn LFC. Sjá menn eitthvert munstur þarna.

  Benitez verður að finna fyrir fullum stuðningi frá nýjum eigendum ef hlutirnir eiga að ganga upp. Þeir verða að styrkja liðið ef Benitez telur þörf á því og auðvitað að klára kaupinn á Mascherano.

  Persónulega líst mér ekkert á hvert hlutirnir virðast vera að stefna. Það er eins og þessir kanar eigi enga peninga, sá lista yfir 10 ríkustu eigendur liða í úrvalsdeildinni, þeir voru EKKI þar á meðal. Þegar kaupin á Liverpool voru að gengu í gegn var maður bjartsýnn, nýjir eigendur lofuðu að styrkja liðið þannig að Liverpool gæti orðið stærsta lið Evrópu á ný, nýr og glæsilegur leikvangur átti líka að rísa. Allt var í blóma liðið byrjaði tímabilið á glimrandi spilamennsku. Leikmenn geisluðu af sjálfstrausti og leikgleði allir voru farnir að trúa á að þetta væri tímabilið sem hinn langþráði titill kæmi loksins í hús. Meiðsli lykilmann, ósætti þjálfara og eigenda, áhugaleisi og getuleisi leikmanna, einkennilegar skiptingar og liðsuppstillingar þjálfara hafa síðan þá togað mann aftur niður á jörðina. Það stefnir í enn eitt tímabilið þar sem Liverpool verður í keppninni um 4 sætið ekki það fyrsta.

  Sem Liverpool stuðningsmaður til mjög margra ára reynir maður að vera bjartsýnn. Vð eigum eftir að fá Agger úr meiðslum og með einum góðum kaupum í janúar (Heinze eða mann á því kaliberi) gæti liðið náð sér aftur á strik. Maður verður að halda í vonina á meðan hún er til staðar, jákvæðni fleytir manni mun lengra í lífinu en neikvæðni.

  ps. Carra var án nokkurs vafa maður leiksins að mínu mati.

  Kveðja
  Krizzi

 36. Sælir félagar
  Sævar 33# er magnaður. Nú eiga menn bara að vera glaðir og taka Middlesbrough úti????????????? Hvað hefur maðurinn étið. Við ráðum ekki við þriðjudeildar lið á útivelli. Nei maður guðs og lifandi. Ekki séns að ég reikni með vinnig á móti Boro ekki séns, ekki séns.
  Það er nú þannig

  YNWA

 37. Sigtryggur, hann var nú varla að neyða þig til þess að fara að hugsa um Boro leikinn? 🙂

  Þegar maður er búinn að jafna sig eftir þetta þá held ég að það hafi verið ágætt að fá þetta jafntefli, þannig séð, ef leikurinn er krufinn almennilega. Séð að hreyfingin fram á við er hrikaleg, útspil frá vörn dapurt og þegar loksins Finnan eða Riise koma þeir inn á miðjuna þar sem Kuyt hleypur of mikið og fer út á kant og lokar þeirra svæði. Margir svona hlutir sem við verðum að laga plús það að Riise getur ekkert – miklu erfiðara að taka svona bolta með vinstri heldur en bara einfaldlega þruma þessu í burtu með hægri.

  Annars finnst mér kommentið frá Krizza # 37 segja allt sem segja þarf. Vantar alla baráttu og leikgleði í liðið, smá spirit og bros. Hvað er langt síðan við sáum svona skemmtilegheit frá okkar mönnum, skemmtileg skæri, klobba eða vippu, þetta er orðinn svo mikill vélmennafótbolti.

  Jæja, góða nótt.

 38. Nýir eigendur og knattspyrnustjórinn eru að eiðileggja félagið mitt, sem ég er búinn að dá og elska frá því að þeir komu til Reykjavíkur og spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik sem var gegn KR. Ég sá þann leik og hef dýrkað félagið síðann.
  ÉG GET EKKI SÆTT MIG VIÐ ÞAÐ AÐ EINHVERJIR AMER’IKANAR MEÐ SPÁNSKAN VONLAUSAN STJÓRA SEM VEIT EKKERT UM ENSKA KNATTSPYRNU SÉU AÐ SKEMMA FORNA FRÆGÐ ÞESSA HEIMSÞEKKTA KNATTSPYRNYFÉLAGS!!!!!!!! Nú er að mál að linni!!!!!!!!!!!!!!!

  MAGNÚS ÓLAFSSON
  heiðursfélagi Liverpool-klúbbsins á Íslandi

 39. Ég benti á skýringuna og lausninga fyrir löngu síðar. Vissi í hvað stefndi, reyndar hélt ég að þetta yrði ekki ekki svona slæmt verð ég segja. Þetta er bara afhroð. Liðið sýnir engan vilja til að sigra og er það mjög miður. Hverju er það um að kenna að liðið mætir ekki rétt stefnt og tilbúið í leikina? Það er þjálfarinn einn sem ber ábyrgð á því.

  Staðan er meira segja orðin svo slök að menn eru farnir að hlægja að “This is Anfield” skiltinu sem áður færði ótta og hræðslu í hjörtu manna. Við vinnum ekki einu sinni slöku liðin heima þessa dagana og þessi leikur við Luton náttúrulega bara brandari.

  The Special One er enn á lausu. Hann getur fengið menn til að vilja vinna og látið menn átta sig á því að það eru forréttindi að fá að spila fyrir LIVERPOOL FC!!!
  Af hverju að bíða þar til í lok leiktíðar til að gera breytingar? Og þá hafa sama farið áfram? Menn respond-a greinilega ekki við Benitez lengur og nær hann greinilega ekki til leikmannanna. Því er nauðsynlegt að grípa inn í núna.

 40. Ég er mjög feginn að hafa EKKI horft á þennan leik. Það er greinilega eitthvað stórt vandamál í gangi hjá félaginu. Eigendur, stjóri, þjálfarateymi og leikmenn þurfa að fara að girða sig í brók og fara að vinna saman. Það er alltaf hægt að styrkja leikmannahópinn eitthvað en ég held að það sé hægt að ná miklu meira út úr þessum hóp en Rafa er að gera.
  Verðum að hætta að keppa um 4. sætið og reyna að keppa um titilinn.
  Góðar stundir.

 41. Í blíðu og stríðu!

  Það væru að mínu mati mikil mistök að reka RB. Eins mætti frekar kenna leikmönnum um slakt gengi undanfarið enn stjóranum, allt of margir að “ekki skila sínu” eða klára ekki færinn!

  Eins vill ég spyrja ykkur hvaða “Topp” þjálfari haldið þið að myndi taka við LFC nema fá almennilegan aur fyrir leikmannakaupum???

  Eina sem þarf að gerast er að RB fái bara þann tíma og peninga sem þarf til að koma okkur til fyrri frægðar. Punktur!

  Man City og Wigan leikirnir voru nú ekki leiðinlegir vegna þess hvernig LFC spilaði, heldur vegna þess að þessi lið sem við kepptum við voru með alla kalla inn í boxi í 89 mín af 90.

  Vissulega virðist vanta einhverja trú í leikmenn sem myndi skila þessum haug af hálf-færum sem við fáum í mörk.

  Annars finnst mér Luton menn eiga mikið hrós fyrir leikinn í dag og það var ekki laust við að ég öfundaði þá af þeim Baráttuvilja og Leikgleði sem var í þeirra leik.

  Áfram RB
  Áfram LFC
  YNWA

 42. Jamie Carragher hefði auðvitað getað verið maður leiksins í dag. Hins vegar á þeim forsendum að hreinsa í innköst, brjóta skynsamlega og vera eini varnarmaðurinn sem Talbot hló bara að einu sinni, alla hina tók hann nokkrum sinnum.
  Skelfingarvinna varnarmannanna fjögurra með boltann í fótunum þýddi það að ég vildi ekki velja neinn þeirra. Fótboltinn sem við spiluðum í dag var að mínu mati slakur aðallega vegna tveggja lykilþátta, annars vegar vallarins og baráttu mótherjans, gegn baráttuleysi okkar.
  Hins vegar algers hæfileikaleysis nokkurra leikmanna með boltann í fótunum, ekki bara Kuyt í dag, mér fannst Benayoun slakur þar, Alonso misjafn, Babel mistækur og varnarmennirnir alveg úti á túninu. Eiginlega bara Lucas og Crouch sem sendu boltann á samherja.
  Ég ætla svo enn einu sinni að óska þess að við fáum Breta í starfið á Anfield. Er alveg sammála nafna mínum, eðalFH-ingi, um það að erlendur kokteill er að rugla með félagið.
  Minni á að United var búið að láta alls konar nöfn og hetjur stjórna liðinu sínu. Þangað til að þeir réðu skoskan stjóra sem stjórnaði smáliðinu Aberdeen með góðum árangri. Það vitlausasta í stöðunni ef Rafael er að tapa starfinu er að ráða einhvern sem losar Spánverjana burt (eins og Rafa losaði Frakkana) og flytur inn t.d. Spánverja, Hollendinga eða hvaða þjóð aðra í stórum stíl.
  Allavega mín skoðun. Fá Breta. Ef Rafael snýr ekki blaðinu við hið bráðasta, fram á vor i síðasta lagi……

 43. Háldfán #43

  RB er búinn að hafa ágætis tíma (síðan 2005) til að koma okkur til betri staðar en raun er vitni og virðist sem liðið hafi staðið í stað frá tíð þess franska. Man U ,Chelsea og Arsenal eru enn jafn langt frá okkur á toppnum og hin liðin eru líka enn jafn langt frá okkur í neðri hlutanum. Bilið hefur bara ekki breikkað á þau litlu eða minnkað í þau stóru (tel okkur samt enn vera stórt lið) við höfum styrkt okkur en þau stóru bara meira,
  minni liðin hafa styrkt sig nægilega mikið svo að þau færast ekki mikið fjær, nema Newcastle.

  Einnig hafa td. Man U Arsenal oft og mörgum sinnum spilað gegn liðum sem spila með alla í boxinu, en góðir leikmenn þeirra viðast oftast ná að brjóta varnir þeirra á bak og setja inn nokkur mörk og klára leikina. En það kemur yfirleitt með einstaklingframtaki eða hreyfanlegum sóknarleik þar sem aðrir leikmenn opna svæði og búa til möguleika fyrir aðra i kringum sig, eitthvað sem skortir hjá Liverpool. Sóknarleikurinn okkar er mjög tilviljanakenndur og hugmyndasnauður og fær ekki stuðning frá miðjumönnum af viti nema Gerrard leiðist þófið og taki til sinna mála.

  Við þurfum meiri pening, en oft á tíðum hefur mér fundist RB ekki nota peninginn rétt ( t.d. Kuyt, Bellamy, Pennant, Josemi).
  Það hefur sannað sig með kaupunum á Torres að dýrari leikmaður borgar sig margfallt til baka með framlagi inni á vellinum.

 44. Bjartmar #45

  Er alveg sammála því að “dýrari leikmenn borgi sig margfalt”
  Að Kanarnir opni budduna er vonandi það sem koma skal.

  En eru ekki flestallir þessir leikmenn sem þú nefndir keyptir af því að RB hefur eimitt ekki fengið pening til að versla heimsklassa leikmenn? Alveg vitað að Pennant væri “gamble” enn var nú ekki neitt svaka dýr að mig minnir. (Hefðum getað fengið portúgalskan kantmann fyrir meira enn ekki til aur)
  Bellamy er snöggur (Höfum Torres núna) hann var líka eitraður með Newcastle. (Var ekki dýr)
  Josemi virkaði bara ekki-ekkert við það að bæta.
  Reyndar er ég ekki búinn að missa trú á Kuyt, þó hann hefur verið að leika illa uppá síðkastið, er viss um að hann eigi slatta inni og hrökkvi í gang fljótlega og kveði niður gagnrýnis raddir.

  RB má eiga það hann losar sig þá allavega við þá sem virka ekki.

  MANUre kaupa td Teves sem RB vildi fá, eru síðan með mann/menn á bekknum fyrir 20+ mills.(Carrick)
  Chelsea kaupa heimsklassa kalla í kippunum (6 stigum ofar okkur í deildinni við eigum leik til góða) (Shevschenko 30 mills. meira og minna á Bekknum, Ballack. Á Bekknum SWP. Á Bekknum)

  Eins og ég sagði í mínu fyrri “comment” #43 virðist eitthvað ekki vera að smella saman núna og við erum ekki að nýta færinn(hvað þá hálffærinn) enn það leiddist engum 8-0 leikinn á móti Besiktas!!
  Eins man ég heldur ekki eftir því að nokkur maður hafi talað um hugmyndalausan, tilviljanakenndan leiðindar fótbolta eftir þann leik…..?

  Það var bara einn af þessu fáu leikjum sem þetta small allt saman og að mínu mati var það sem koma skal ef RB fær frið og úrræðinn(stuðning eigandana og stjórnar) til að gera sína hluti.

  In Rafa I Trust!
  YNWA

 45. Alls ekki Rijkaard. Vissulega náði hann Barcelona í gang á sínum tíma, en í fyrra og svo í vetur hefur þetta lið ekkert getað, þrátt fyrir að vera sennilega best mannaða lið heims.
  Og hvað hefur Klinsmann gert til að verðskulda það að fá félagslið. Come on, hann hefur ALDREI þjálfað félagslið og þá var þetta eina ár sem hann spilaði í Englandi var fyrir það löngu að hann þekkir ekkert til þess sem þarf.
  Bæði þessi nöfn myndu taka þetta lið til baka, losa sig við 15 – 20 menn og fá aðra 15 – 20 til að byggja sinn heim.
  Rafael Benitez hefur unnið mjög gott starf við uppbyggingu félagsins og umgjörð þess, eftir að Evans og svo Houllier höfðu því miður vanrækt það. Sá sem tekur við liðinu verður að vera maður sem þekkir þá sögu alla, gjörþekkir enskan fótbolta en hefur hæfileikann til að taka næsta skref.
  Ef enginn slíkur finnst er sjálfgefið að Rafael á að fá að vera áfram. Þjálfarar eiga líka ekki að fá endanlegan dóm í janúar, heldur maí.
  En staða Rafa nú er erfið og hann verður að sýna karakter. Vonandi erum við bara í sömu málum og Ferguson fyrir 17 árum, þá fékk hann þau skilaboð að lið hans yrði að skila titli vorið 1990, annars yrði hann rekinn. United varð í 13.sæti það vor en vann enska FA-bikarinn. Sagan síðan er kunn.
  En að reka Rafa til að finna bara “einhvern” sem “einhvern tíma” náði árangri “einhvers staðar” væri það heimskasta í stöðunni í dag. Svolítið eins og KR undanfarin ár…..

 46. Það má búast við því að ef Benítez verði rekinn verði sjálfsagt nokkrir sem skrifað hafi hér fyrir ofan sæki um stöðuna. Hreint út sagt fáránlegt að menn skulu liggja svona á hugmyndum sínum um hvernig framkvæma eigi hlutina í heimi knattspyrnunnar.

  Þið vitið að það eru ágætis laun í þessu.

 47. 43 “Man City og Wigan leikirnir voru nú ekki leiðinlegir vegna þess hvernig LFC spilaði, heldur vegna þess að þessi lið sem við kepptum við voru með alla kalla inn í boxi í 89 mín af 90.”

  Ég horfði nú reyndar á Wigan leikinn og bæði í fyrri hálfleik og sérstaklega síðari hluta seinni hálfleiks voru Wigan að gera jafnmikla atlögu að okkar marki. Þeir voru á tímabili mun líklegri til að klára leikinn en við. Það er kannski það sem er að angra okkar stuðningsmenn mest að “minni liðin” eru ekkert endilega að setjast í vörn og lás og slá. Heldu eru að fá að sækja á okkur og koma sér í færi. Við eigum að geta kæft það, fjandakornið við erum Liverpool!
  Það er ekki auðvelt að vera LFC stuðningsmaður í dag en þannig hefur það verið síðastliðin 17 ár. Eina skiptið sem maður gat virkilega verið stoltur af sínum mönnum var þegar við unnum CL. Smicer skoraði í þeim leik, Dudek var hetja ásamt fleiri leikmönnum sem eru farnir í dag. Einhvernveginn finnst mér að þessir leikmenn hefðu ekki skilað verri útkomu en þeir sem við erum með í dag. Áður en maður fera að sakna króatíska undrabarnsins Biscan þá held ég að það verði að kasta til okkar einhverskonar vonar-línu, liðið verður að girðia sig í brók. Lykilmaður þar er RB. Ábyrgðin á þessu er hans.

 48. Úr Liverpool Echo
  You can talk about the magic of the FA Cup and of matches being eleven against eleven but when Liverpool are not only failing to beat the likes of Luton Town, but are also not managing to look better than them, then you know something is badly wrong.

  Motivation should not be an issue but Liverpool are currently a club where the manager’s position is coming under almost daily scrutiny and maybe one or two players are guilty of believing they do not need to please Rafa Benitez as much as they used to because he is not likely to be at Anfield for too much longer.

  The club is being undermined by a swathe of speculation which is doing no-one any favours and it wouldn’t be beyond the realms of possibility to believe that uncertainty in the boardroom is now transmitting itself onto the pitch.

  In their glory years, one of the main reasons for Liverpool’s success was stability off the pitch. Leaks, rumours and negative speculation were commonplace at other clubs but Anfield was a place where a whisper was never allowed to become a shout.

Liðið gegn Luton komið:

Škrtel til Liverpool?