Liðið gegn Luton komið:

Ég held að við getum öll verið sammála um að það kemur á óvart hversu sterku liði Rafa stillir upp í þessum leik.

Liðið í dag er sem hér segir:

Itandje

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Lucas – Alonso – Babel

Kuyt – Crouch

**BEKKUR:** Martin, Hobbs, Mascherano, El Zhar, Voronin.

Sko, í fyrsta lagi, þá má túlka þetta sem svo að Rafa sé að skora á restina af aðalhópi sínum að sanna að þeir geti skorað mörk án Gerrard og Torres, sem eru ekki í hóp í dag. Eins má túlka þetta sem svo að Voronin sé ekki beint að heilla Rafa þessa dagana, fyrst hann kemst ekki einu sinni í byrjunarliðið gegn Luton. Eins má túlka þetta sem tilraun Rafa til að koma Crouch og Kuyt í gang fyrir leikina sem eru framundan.

Að lokum er í raun samt aðeins eitt sem þessi 16-manna hópur gerir dagsljóst: Momo er á förum. Hann er til sölu, og klárlega orðinn neðstur í goggunarröðinni. Annars væri hann í þessum hópi.

44 Comments

 1. Ánægður með þetta lið. Ekki eins ánægður með hvað ég var með marga vitlaust en það er í lagi 🙂
  En núna getur spá mín um að Carragher skori allavega ræst 😀

 2. Er Momo ekki farinn í Afríkukeppnina? Ef svo er ekki er hann klárlega búinn hjá liðinu.

  Annars smá vonbrigði að sjá ekki Hobbs eða Insúa í vörninni. En er spenntur fyrir að sjá Lucas og Babel.

 3. Einar, samkvæmt því sem ég veit þá eiga leikmenn að fara seint í vikunni sem er að hefjast, einhvern tímann á miðvikudag til föstudags, til landsliða sinna. Momo hefði því getað spilað þennan leik, rétt eins og Afríkumenn Chelsea og Portsmouth spiluðu fyrir þá í gær, og Toure og Eboue eru að spila fyrir Arsenal í þessum töluðum orðum.

  Ég held að Momo sé farinn, að því gefnu að við fáum rétt tilboð í hann.

 4. Á ítalíu er sagt að Juventus vilji annað hvort Mascherano eða Sissoko á miðjuna hjá sér. Það þarf ekki að fara neinum orðum um það hvorn þeirra við og Rafa félagi okkar vill frekar losna við.

 5. Sælir félagar
  Þetta lítur vel úr og er svo sem ekkert um þessa uppstillingu að segja nema maður hefði ef til vill viljað sjá meira af ungum leikmönnum í byrjunarliðinu og svo kanónur á bekknum til að taka við ef illa væri að fara. En sem sagt enga aðra athugasemdir við þessa uppstillingu. Það er vonandi að ef Momo er að fara að það þýði að dollaragrínin fallist þá á að kaupa Masca og svo einhverja alvöru menn til viðbótar í janúar. Ef ekki þá vil ég að þeir selji liðið til einhverra sem hafa einhvern metnað og vilja eitthvað til leggja að liðið nái árangri.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. kemur mér alls ekki á óvart hve sterkt liðið er, við verðum að vinna þennan leik til að eiga séns á dollu á Englandi. Bara hissa á að hvorki Gerrard né Terres eru í hóp (eitthvað var þó talað um að Gerrard væri eitthvað meiddur)
  Aðeins óhress með að það sama skuli ekki eiga við um Rise og Momo.
  kv
  ninni

 7. Þetta lítur vel út… Vonandi að Kuyt standi sig… verst að Insúa fái ekki sénsinn í stað Riise… hemmi gunn!

 8. En hvar í andskotanum er Leto??? Er hann að verða að svipuðu fórnarlambi og Argentíski varnarmaðurinn var sem fór heim með heimþrá/skottið á milli lappanna? Eins og mér fannst þessi Leto líta vel út í þessum eina leik sem ég sá.

  Annars er þetta sókndjörf uppstilling og greinilegt að Rafa er að reyna að hanga inn í bikurunum þar sem allt annað virðist vera horfið. Hann mætti síðan taka Crouch út fyrir Torres og bæta Gerrard inn á miðjuna fyrir næsta leik í deild og láta sókndjarfasta liðið spila.

 9. Fer ekki eitthvað að gerast? Fyrir minn smekk er þetta of ótryggt ástand. Hvar eru yfirburðirnir? Liggur það í miðasölunni?

 10. Hvernig læt ég Einar Örn? Þetta er auðvitað algjört “walk in the park” og Luton á lítinn sem engan séns.

  Ég er líka ánægður að sjá okkur liggja til baka og beita skyndisóknum.

  Þetta kallast “Total football”!

 11. Grolsi: Hvernig getur það verið Einar Erni að kenna að Liverpool sé ekki að spila vel gegn spræku Luton liði?

 12. Er ekki kominn tími á að gefa Kuyt frí? Hann er að spila hrikalega illa og kannski bara að sýna framá í hvaða klassa hann er. Einnig er Crouch alls ekki sannfærandi.

 13. Magnús Agnar: Ég get hvergi séð að ég sé að kenna Einari Erni um slaka spilamennsku Liverpool.

  Ég er einfaldlega að svara þeim hroka sem hann sýndi þegar ég talaði um að þetta yrði erfiður leikur og Liverpool myndi tapa. Miðað við frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik þá bendir allt til taps á Kenilworth Road.

  Þú sem FIFA umboðsmaður ættir nú að vita betur að það getur ekki verið einum einstaklingi á einhverri eyju út í Atlantshafi að kenna að Liverpool er að spila illa. Hvernig dettur þér slíkt í hug??

 14. Grolsi: Mér er fullljóst að það er engum einum að kenna þegar liðið spilar illa eða vel. Hins vegar sé ég ekki hrokann í því að ætlast til að liðið vinni Luton sannfærandi þótt við séum ekki með okkar allra sterkasta lið.

 15. Ágætis svefnlyf þessi spilamennska í fyrri hálfleik. Allavega dottaði ég síðustu mínútur hálfleiksins og ég man ekki hvenær það gerðist síðast. En vonandi dettur eitt kvikindi í síðari hálfleik, varla hægt að fara fram á meira miðað við spilamennskuna.

 16. Hvaða viðkvæmni er þetta í þér grolsi, má maðurinn ekki vera ósammála þér án þess að vera sakaður um hroka ?

 17. Þetta stefnir í re-match… hreint út sagt ótrúlega dapur leikur. Úff…

 18. Ekki búið – Luton gæti enn skorað. Stundum öfunda ég einn frænda minn, sem á sér ekkert uppáhaldslið.

 19. Gleymum ekki að þetta lið drullast aldrei í gang fyrr en síðustu 10 mín. þannig að það er aldrei að vita nema við stelum þessu í restina.

 20. það er sorglegt að horfa á þetta … vonum að Voronin sjái um þetta !

 21. M’Agnar, ég er ekkert svo viss um að við náum að hanga á jöfnu ; )

 22. 17 mín eftir.
  Tölfræðin:
  skot Luton 11/3 – Liverpool 12/7
  Brot Luton 7 – Liverpool 9
  Horn Luton 4 – Liverpool 3
  Rangstöður Luton 1 – Liverpool 2
  Bolti Luton 53% – Liverpool 47%
  Gul Luton 0 – Liverpool 2
  Markvarsla Luton 6 – Liverpool 4
  Nokkuð gott hjá litlu liði sem er að fara í gjaldþrot. Og í þessum töluðu orðum var Crouch að skora. Samt nokkuð gott hjá Litla Luton.

 23. Bravo Riise!!!!!!! Please Benitez losaðu mann við það að þurfa horfa uppá þennan dreng vera í Liverpool búning.

 24. ég á ekki til eitt aukatekið orð. þvílík spilamennska hjá liverpool. sjálfstraustið er hrunið í þessu liði, erum að spila verr heldur en LUTON TOWN og þeir eiga skilið að sigra í dag, sorglegt.

  djöfull er ég hundfúll með ákveðna einstaklinga í liverpool, sem eru ekki í betri klassa en luton leikmenn.

 25. M’Agnar, viltu útskýra þetta Riise/ Hemmi Gunn dæmi fyrir mér ?

 26. Þetta er magnað.
  Legg til að við hættum að borga púllurunum laun.
  Þá kannski fara þeir að spila með hjartanu.

 27. Mér ofbýður hugsunarhátt leikmanna liverpool í þesssum leik, eru að leika þennann leik með hangandi haus og liðið er ekkert án Gerrard og Torres….
  Þeir eru nokkrir sem mega alveg fara í janúar og í sumar..Rise, Kuyt, Alonso (er buinn) Grouch (alls enginn massi og getur ekki skallað) Hyppia er of gamall.. Finnan (steingeldur framávið) en ég get ekki kennt Benites um þetta… þarf meiri fjármuni…… það er endurnýjun á liðinu í sumar það er ég nokkið viss um

 28. Verð að endurtaka orð mín frá því í umræðum um síðustu leiki Liverpool, “Benitez burt og það strax” áður en hann eyðileggur klúbbinn.!

 29. Er ekki spilaður annar leikur ef þessi fer svona?
  ef svo er þá er kaldhæðnin sú að Luton menn fá væntanlega mun meira en þeir fóru framá hvað peninga varðar.

 30. Hafliði: Sonur vinar míns sem er 7 ára segir Hemmi Gunn í stað þess að blóta eða segja Guð minn góður o.s.frv. Það besta er að hann er búsettur í Danmörku og er í dönskum skóla. Þú getur ímyndað þér hvað skólafélagar hans halda: Hvad siger du? Hemmi Gunn… Hvad mener du? etc.

 31. Ingi: Það er spilaður annar leikur á Anfield, væntanlega innan skamms. Luton fær þá væntanlega búnka af peningum.

  Heilt yfir var þessi frammistaða sorgleg og gerði leikmönnum eins og Kuyt engann greiða. HVAÐ ER AÐ GERAST?

 32. Þetta var ekki “walk in the park” og Rafa stillir upp ótrúlega sterku liði???? Hann vill greinlega ekki vanmeta andstæðinginn miðað við leikinn í fyrra sem gat farið hvernig sem er. Þetta var bara drullu fokk up og þeir geta bara sleppt því að mæta næst því Luton á skilið að komast áfram.

 33. Verum ánægðir með eitt, Liverpool menn. Við töpuðum ekki þótt við hefðum átt það fyllilega skilið. Loksins var lukkan með liðinu. Hitt er annað að svona spilamennska skilar engu nema leiðindum og vonbrigðum. Því miður er Rafa ekki að ná árangri. Að vinna ekki Luton er dapurt. Að láta þá vera 56% með boltann er ekki mikið betra. Að leyfa þeim að skjóta 12 sinnum á markið (4 horn að auki) en skjóta sjálfir 13 sinnum er furðulega dapur árangur. En kannski eru leikmenn saddir með launin sín og sætta sig 4-5 sæti í deildinni. Síðustu leikir með Liverpool hafa verið mér þrekraun.

 34. Þetta er hrikarlegt. Það er alveg á hreinu að Rafa (sem er andlausasti þjálfari Bretlandseyja) er kominn í þrot með liðið. Þetta er til skammar. Babel er tekin útaf en ekki Kyut. Slagt gengi heldur áfram. Nú er nóg komið. Stið mitt lið en í dag er ég ekki stoltur af því að vera poolari

 35. já´þetta var ömurlegt og já maður hélt orðið með Luton sem voru miklu betri.

Luton á morgun.

Luton 1 – Liverpool 1