Liverpool – Wigan= 1-1

Sælt veri fólkið.

Ekki verður sagt að árið 2008 byrji með glans á Anfield. Hreint skelfileg úrslit í hrikalega slökum leik staðreynd og nú svífur stórt spurningamerki yfir rauða hernum frá Liverpool. En byrjum á skýrslunni, ákvað að drífa bara í því, ekki bíða af mér pirringinn.

Byrjunarliðið í kvöld leit svona út:

Reina

Finnan – Carragher – Arbeloa – Aurelio

Pennant – Mascherano – Alonso – Kewell
Gerrard
Torres

Ég viðurkenni alveg að mér leist afar vel á þetta byrjunarlið, fannst góð hugmynd að láta Gerrard hreyfa sig frjálst undir Torres og Pennant og Kewell fengju að vaða upp kantana.

Fyrri hálfleikurinn var einn hægasti hálfleikur sem ég hef horft á. Liðið leit afar illa út fram á við og varnarmennirnir voru allt annað en samstíga. Mikið var um feilsendingar og í raun alveg ferlegt að sjá viðvarandi hugmyndasnauðan leik okkar manna. Gerrard fékk þó fínt færi eftir sendingu Torres, en Wigan sættu sig fullkomlega við að sitja og bíða rólegir.

Ég reiknaði alveg með breytingum í hálfleik, Kewell var slakur og Pennant var ekki í leikæfingu þannig að engin ógn datt á bakverði Wigan.

Benitez las augljóslega yfir mönnum í hálfleik því fyrstu 15 mínútur hálfleiksins var eini kafli leiksins þar sem eitthvert tempó var í leik Liverpool. Enda uppskárum við mark eftir fína sókn upp hægri vænginn sem endaði með snilldarsendingu Finnan á Torres sem kláraði sitt færi afskaplega vel.

Eftir um 60 mínútur fannst mér hraðinn aftur detta niður hjá okkar drengjum og Wigan náði smátt og smátt aðeins að komast inn í leikinn. Ekki að þeir væru að skapa sér færi en Arbeloa og Carragher áttu mjög erfitt með að eiga við háar sendingar á senterana mössuðu og því miður jöfnuðu þeir eftir alveg skelfilega hreinsun Gerrard upp úr aukaspyrnu frá miðjunni. Enn eitt markið sem við fáum á okkur upp úr aukaspyrnum vel utan við teiginn.

Enn voru 11 mínútur eftir af leiknum og maður gerði sér vonir um endurkomu eins og gegn Derby. Eitt færi uppskárum við, á 83.mínútu þegar Kirkland varði tvívegis ótrúlega frá Gerrard, en síðan ekki söguna meir.
Semsagt, 1-1 jafntefli gegn skelfilegu liði Wigan, Benitez brjálaður út í lélegan dómara, en hans ákvarðanir höfðu engin lykiláhrif á leikinn.

Maður leiksins: Erfitt að velja úr slöku Liverpoolliði. Duglegur Mascherano, örþreyttur Gerrard og skásti sóknarlega Torres ekki langt frá því en ég vel Steve Finnan, stóð sig vel varnarlega og eina ógn okkar í þessum leik var þegar hann kom upp kantinn. Flott stoðsending í markinu.

Næsti leikur svo bikarleikur gegn Luton Town. Á útivelli næsta sunnudag klukkan 16:00.

Ég ætla hér að skýrslugerð lokinni að segja aðeins hvað býr mér í brjósti eftir þennan leik. Það er eitthvað að á Anfield Road. Ég veit ekki hvað það er en í kvöld fannst mér öllu liðinu leiðast að spila fótbolta, stemmingin á vellinum var grátleg og Benitez er búinn að missa coolið. Í kvöld voru inná leikmenn sem eru í engri leikæfingu (Alonso, Pennant og Aurelio), þreyttir menn (Torres, Carragher og Gerrard) og svo Arbeloa að spila út úr stöðu og Kewell sem er bara á hálfum hraða. Fínt lið á pappírnum en skelfingin réð í kvöld.

Aldrei fannst mér þetta lið vera að stefna á það að komast nær meistaratitli. Það höfðu ansi fáir þarna inná trú á því að þeir verði meistarar, sást best á því að við náðum aldrei pressu á þetta Wiganlið og Kirkland þurfti ekki að hafa mikið fyrir leik kvöldsins.
Ég hef áður lýst því að mér finnst vanta frumkvæði og áræðni í leik liðsins frá 1.desember og jólatörnin er ansi slök, Manchester City er keppinautur okkar þetta árið, um 4.sætið. Eins og liðið okkar spilaði í kvöld er ekki nokkur ástæða til að horfa á meira í bili.

Og ég verð bara að segja það að Spánverjinn geðþekki þarf að hrista fram ása úr erminni. Strax!!!

Nóg í bili, vona að ég hafi ekki gengið of langt í neikvæðninni að sinni. Vona innilega að ég fái hana alla í andlitið hið fyrsta, þangað til gegn Reading var ég sannfærður um að allt væri á réttri leið. Nú býr mikill efi í mínu brjósti…

112 Comments

  1. Lið sem vinnur ekki Wigan á heimavelli, það verður ekki Englandsmeistari. Það er bara þannig.

  2. athugasemd # 1 … TRUE

    hvað fékk Wigan mörg skot á mark í þessum leik ? skv. mínum bókum 1 …veiiiii frábært.

  3. Bara klárt vanmat og hroki sem einkenndi leik okkar manna áttum þetta fyllilega skilið! leitt að segja það 🙁

  4. Það er bannað að gera grín að andstæðingum fyrir leik… allir að skjóta á Bamble fyrir þennan leik og maðurinn bjargar á línu og skorar.

    Maður leiksins klárlega Titus Bramble…

  5. Menn geta grátið töpuð stig gegn Man Utd, Arsenal, Chelsea og Man City á útivelli en Steve Bruce er búinn að hirða fjögur stig af Liverpool í vetur með tveimur fokking skítaliðum – Og það eru stigin sem telja þegar allt er gert upp.

    Lið sem spilar af jafn miklu áhugaleysi og Liverpool gerði í dag á að skammast sín. Það er ekki séns í helvíti að Liverpool verði í toppbaráttunni á vormánuðum. Fyrir veturinn var ég sáttur við Liverpool svo lengi sem liðið myndi hanga í toppliðunum. Í dag er ég ósáttur og ég á ekki von á að það breytist á næstu vikum.

  6. Þetta liggur ljóst fyrir vandi liðsinns er Benitez Liðið virkað áhugalaust og illa stemmt. Hvað gerir Rb geymir skiptingarnar þar til að stutt er eftir þrátt fyrir að kewel hafi verið svo slakur að sorglegt var á að horfa og ekki var pennant mikið skárri. svo spilar hann 4-5-1 á móti drulluliði á heimavelli. Menn hér inni hefðu átt að spara aðeins yfirlýsingarnar í garð Bramble. Það eina jákvæða við leikinn var að með því að vinna hann ekki aukast líkurnar á því að við fáum alvöru stjóra. Djöfull er ég pirraður enn eitt tímabilið búið um áramót

  7. fari þetta Liverpool lið þangað sem sólin ekki skín!

    Við verðum aldrei fokking meistarar!!!

    djöfulsins pirringur!

  8. Arrg einn að bestu miðjumönnum í heimi á að geta hreinsað svona auðveldan bolta miklu betur…. :-/

  9. Við ætluðum okkur að nálgast Arsenal í desember mánuði enda áttu þeir erfitt leikjaprógram en við vorum með mun þægilegri dagsrká og manni fannst þetta raunhæft en hver er niðurstaðan; Liverpool 11 af 21 stigi mögulegu(10stig töpuð), Arsenal náði 17 af 24 (7stig töpuð)í þessum mánuði, við erum því miður ekki í sama gæðaflokki, ég veit ekki hvað við eigum að bíða lengi eftir því að Rafa samstilli hópinn, Wenger átti dapurt tímabil í fyrra en notaði sumarið í samstilla hópinn sinn, en Rafa er enn að samstilla okkar menn,!!

  10. Eina jákvæða við þetta er að þetta hvetur Benítez til að versla.

    SILVA!!

  11. Þvílíkur djöfulsins aumingjaskapur. Maður er brjálaður eftir svona leiki. Afhverju að hafa fimm varnarmenn á móti Wigan á heimavelli? Mascherano náttúrulega getur ekki baun í bala fram á við og sendir bara til baka, Alonso ekki kominn í spilform og Kewell og Pennant alveg afspyrnu lélegir, komust ekki fram hjá sínum manni í allt kvöld!

    Eina skiptið sem bakvörður kom almennilega með í sóknina skorum við, er það tilviljun á móti liði sem liggur svona aftarlega? Nei.

    Og svo að koma með þessar skiptingar á 85. mínútu og byrja á háu boltunum sem Crouch getur ekki einu sinni unnið. Ég er ekki vanur að vera neikvæður gagnvart Rafa en maður getur einfaldlega ekki horft fram hjá þessu, svo vælir hann og vælir á hliðarlínunni. Við áttum þetta skilið. Áttum ekkert meira en eitt stig skilið.

    Ég held svei mér þá að það sé líka betra fyrir okkur að vera í stöðunni 0-0 heldur en 1-0 þar sem þá a.m.k. reynum við að “sækja” þessum hugmyndasnauða og dapra sóknarbolta okkar.

    Ég get ekki lýst því hvað ég er pirraður á þessum aumingjaskap núna, þvílíkt og annað eins!

  12. Menn sjá kannski núna að það er eitthvað mikið meira að hjá Liverpool en bara skortur á fleiri og betri leikmönnum. Í upphituninni voru langflestir hér mjög ánægðir með að spila 4-5-1 gegn Wigan á heimavelli. Hmmm.

    Þessi úrslit skrifast á karakterleysi, aumingjaskap og hreina heimsku í ákvarðanatökum.

    Benitez sýnir loksins smá tilfinningar enda hafði hann nú sýnt sínar verstu hliðar sem þjálfari og er með drulluna uppá bak eftir enn eitt skiptið sem liðið þorir ekki að sækja og klára leiki 1-0 yfir.

    Þetta eru ömurleg úrslit í alla staði.

  13. A R G.
    Meistaratitillinn farinn og enn og aftur þurfum við að fara að keppa um fokkings fjórða sætið. Rafa var með óskiljanlega uppstillingu sem ekki einu sinni leikmennirnir skildu. 3 menn á miðjunni nýstignir upp úr meiðslum eða ekki í leikæfingu. Jæja Rafa, er mál að linni?
    Af hverju ekki spila með 4-4-2 og menn i leikæfingu inni á vellinum í a.m.k. 70 mínútur ? Er það of flókið eða …

  14. Nýjan stjóra , og það strax, liðið spilaði hörmulega og fór upp vinstri kantinn i 70 mínútur þar sem slappasti leikmaður deildarinnar Harry Kewell hélt sýningu í ömurlegheitum, það er kominn tími á nýjanstjóra með eitthvað smá hugmyndarflug.

  15. Sælir félagar.
    Þá er það farið veg allrar veraldar.
    Ég kenni Rafael Benitez um það að staða liðsins er eins og hún er.
    Af hverju er hann ekki með 2 framherja?
    Af hverju skiptir hann ekki Kewel útaf strax í fyrri hálfleik þegar sýnt er að hann er algjörlega úti á túni og er til ills eins?
    Af hverju getur Benitez ekki unnið fleiri leiki í ensku deildinni?
    Afhverju getur hann ekki stillt upp liði sem vinnur skítalið eins og Wigan?
    Af hverju er ég að vona að við fáum nýjan stjóra í sumar????

    Þetta er hrikaleg niðurstaða og ég skrifa hana algjörlega á Benitez. Með þessum leik er hann búinn að ganga frá möguleikum til vinnings í deildinni. Af yfirliti Kristjáns annarstaðar á síðunni er ljóst að Benitez er ekki með liðið í betri stöðu enn ú fyrra á sama tíma. Sem sagt nú hlakka ég til að kveðja Kallinn í sumar og þar með fá mann sem hefur það sem til .þarf. Mér er sama hvern bara einhvern annan en Benitez, mann sem hefur þær hugmyndir og þær hreðjar sem til þarf. Mann sem ber virðingu fyrir hverjum einasta leik í deildinni og er laus við hroka gagnvart liðum sem teljasty „litlu“ liðin í deildinni en geta verið öllum liðum hættuleg ef þau eru ekki metin af verðleikum. Ferguson hættir til sama hroka stundum og hefur .þurft að súpa af því seyðið. Benitez hættir ekki til þessa hroka hann er beinlínis haldinn honum . En ég er sem sagt búinn að fá nóg.
    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Held að maður leiksins Titus Bramble hafi stungið all hressilega upp í suma 😉

    Annars endurspeglaði þessi leikur einfaldlega þá staðreynd að Liverpool liðið stendur toppliðunum talsvert að baki og er augljóslega ekki nægjanlega gott til að keppa um meistaratitilinn.
    Það er einfaldlega alltof mikið af meðalmönnum í þessu liði. Segi það enn og aftur að það vantar tvö til þrjá leikmenn á Gerrard-Torres klassa til þess að liðið geti farið að veita Utd, Arsenal og Chelsea keppni um titilinn.
    Þvílíkt hugmyndaleysi í sóknarleik hefur maður vart séð. Liðið ætti nú að vera farið að venjast á móti liðum sem spila með 11 menn inní eigin vítateig. Enn og aftur kemur Steve Bruce og leggur liðsrútunni inní teignum og uppsker stig á Anfield. Að fá á sig mark gegn þessu liði er hins vegar algjörlega óafsakanlegt.

    Maður hreinlega setur spurningamerki við á hvaða forsendum sumir þessara leikmanna séu þess verðir að klæðast Liverpool búningi. Liverpool er stórklúbbur þar af leiðandi á ekki að vera neitt pláss fyrir miðlungsleikmenn eða stjörnur sem ekki nenna að leggja sig fram.

  17. jæja Sorglegt gengi okkar á heimavelli heldur áfram :S nú erum við komnir í baráttunni með Man city og Everton um 4 sætið, ekki segja að tímabilið er hálfnað eða það crap. því miður það eru 3 lið fyrir ofan okkur engar líkur á því að þau öll fari að misstíga sig.

    En með leikinn í kvöld. uppstillinginn lofaði góðu, Vörninn var ágætt ekkert við hana að saka. En ég get ekki verið sáttur með kantmenninna okkar í kvöld, Kewell var arfaslakur og var ekki mikil ógnun í honum. Pennant var oft bara farþegi í leiknum sást mjög lítið til hans og var oft klaufi með boltan.

    Mache…. var eins og alltaf mjög góður 😉 Alonso átti ágætis leik fannst mér og Gerrard vissi eiginlega ekki hvernig hann átti að spila þennan leik fannst mér í byrjun, átti lalala leik og Torres var ágætur í þessum leik lítið við hann að saka,

  18. Mikið afskaplega á þetta Liverpool lið auðvelt með að koma mér í algjörlega brjálað skap. Bæði eftir þennan leik og Man City leikinn hef ég verið svo pirraður að mig langar til að öskra og kasta hlutum í vegginn.

    Þetta var einfaldlega algjörlega óþolandi í dag. Mér fannst í raun aðeins Torres, Masche og Pennant eiga skilið að sleppa nokkurn veginn við það að vera úthúðaðir eftir leikinn.

    Hversu hroðalegur var vinstri hluti liðsins okkar til að mynda í kvöld? Var Xabi yfir höfuð inná vellinum? Æ, ég nenni varla að pikka út einstaka leikmenn. Staðreyndin er sú að Rafa hafði úr sínum sterkustu mönnum að velja í kvöld og hann stillti upp liði sem að nánast allir (ég meðtalinn) fögnuðu fyrir leikinn. Fullt af leikmönnum, sem ættu að valta yfir lið einsog Wigan. Og uppstillingin 4-5-1 sem þarf ALLS EKKI að þýða varnarsinnaðan fótbolta. Gerrard átti að hafa frjálst hlutverk og þetta er að mínu mati sú uppstilling sem að nýtir best styrkleika Liverpool hópsins (3 heimsklassa miðjumenn, 1 heimsklassa framherji).

    En liðið er bara algjörlega andlaust. Fáir virðast berjast eða spila af krafti fyrr en það er alltaf orðið alltof seint. Þetta var Derby leikurinn alveg uppá nýtt nema að núna bjargaði Chris Kirkland (sem hlýtur að vera heitfengasti maður á jarðríki) frá Gerrard.

    Hvað er eiginlega í gangi á Anfield? Það virðist vera að um leið og Rafa lagar eitt vandamál (sem var gengið á útivöllum í fyrra) þá kemur upp nýtt vandamál (við getum ekkert á Anfield á þessu tímabili). Í fyrra gátum við ekki unnið á útivelli, en unnum allt á Anfield. Núna erum við frábærir á útivöllum en Anfield er orðinn hálfgerður grínvöllur. Steve Fokking Bruce er búinn að ná tveimur jafnteflum á Anfield. Jafnteflin (5) eru fleiri en sigrarnir (4) í deildinni á Anfield. Hvað í ósköpunum er í gangi?

    Nú ætla ég ekki að byrja með eitthvað rekum Rafa bull, en guð minn góður, Rafa, VIÐ VILJUM MEIRA! Ég er tilbúinn að gefa Rafa næsta sumar og næsta tímabil til að laga hlutina, því ég sé einfaldlega ekki marga menn sem gætu skilað betri hlutum en hann. Og ég er einnig þolinmóður maður þegar að kemur að Liverpool. Ég hef lifað meirihluta ævi minnar án þess að sjá Liverpool vinna meistaratitil og veit að það eru engar skyndilausnir til. En Rafa Benitez verður hreinlega að fá þetta lið til að spila betri fótbolta. Hvort sem hann gerir það með að eyða milljónum punda eða með því að sparka í leikmennina, eða hvern andskotann sem hann gerir, hann ÞARF AÐ GERA BETUR!

    Og þetta tímabil er búið í deildinni. Því miður, þá er meira að segja bjartsýnismaðurinn ég, búinn að gefa upp vonina eftir síðustu 3 leiki. Það er ekki bara að lið sem klára ekki svona leiki, vinni ekki deildina, þau eiga það ekki skilið.

    Ég mun ekki samþykkja það að lið einsog Arsenal sé með betri mannskap en Liverpool, en það lið spilar saman og berst saman einsog ein heild. Ólíkt okkar mönnum, sem virka einsog hauslaus her.

  19. Botninum náð. Benitez verður að hætta. Þetta er ekki hægt að líða lengur.

  20. Þar sem ég átti upphitun gærkvöldsins er víst best að ég éti hatt minn hér. Titus Bramble hélt sínum mönnum á floti með inngripum í kvöld og skoraði svo glæsilegt jöfnunarmark með eina markskoti Wigan á rammann í allt kvöld. Hann er maður leiksins. Hingað til hefur verið full ástæða til að gera grín að honum, þar sem hann er vanur að láta Liverpool-liðið hafa sig að fífli, en eftir kvöldið í kvöld verður hann virtur eins og aðrir andstæðingar Liverpool. 🙄

    Aðrir hafa sagt þetta hér að ofan, enda er þetta satt, og í raun það eina sem þarf að segja um þennan leik: United klárar toppslag gegn Liverpool, Liverpool ekki sína toppslagi. United klárar lið eins og Birmingham og Wigan á heimavelli, sama hversu illa þeir spila eða hversu slæm stemning er á vellinum (sjá leik þeirra í gær). Liverpool gera það ekki.

    Ef maður dettur einu sinni í poll er maður óheppinn. Ef maður dettur aftur í poll er maður með eindæmum óheppinn. Ef maður hins vegar dettur í poll annan hvern dag er maður ekki óheppinn heldur lélegur í því að forðast polla. Rétt eins og með United-sigra á Anfield getum við ekki endalaust sagt að okkar menn hafi verið betri og hitt liðið verið heppið.

    Liverpool-liðið í dag er ekki nógu gott til að vinna ensku Úrvalsdeildina. Punktur. Staðreynd. Sorgleg, en staðreynd engu að síður. Staðreynd sem Tom Hicks, George Gillett, Rafael Benítez og leikmenn hans munu fá að svara til saka fyrir í lok leiktíðar. Svo einfalt er það nú bara.

  21. Einar minn ertu nú ekki orðinn aðeins of þolinmóður?

  22. Það geta öll lið dottið í lægðir, og ég er alveg jafn pirraður og allir hérna en deildin er ekki buin enn, við erum lið sem getum unnið alla, og við gætum t.d. alveg farið á old trafford, stamford bridge, og emirates og bara tekið 9 stig. Verðum soldið bjartsýnari þá jöfnum við okkur líka fyrr.

  23. Kristján #21.
    Hicks og Gillette munu ekki svara til saka, það er Benitez og leikmennirnir.
    Einfalt og öruggt. Eigendurnir eru ekki að velja liðið og mér skilst að Rafa hafi fengið nánast það sem hann bað um í haust þannig að …..

  24. Gylfi, fyrir mér snýst þetta um að undirbúa sig andlega fyrir framhaldið. Ég er hættur að gera mér væntingar um titil, sem ég gerði alveg til 30.des.

    Núna er ég hættur að trúa á það. Ef að kraftaverkið gerist, þá mun ég njóta þess, en ég geri mér bara engar sérstakar gloríur um að það gerist.

    Og Þórhallur, það má vel vera að ég sé of þolinmóður. En mér finnst Rafa vera að byggja upp betra lið, allavegana á pappírnum. En ég tek það þó fram að ef við sjáum margar fleiri svona frammistöður, þá mun ég gefast upp og Rafa mun fá að kenna jafnmikið á minni reiði og Gerard Houllier gerði á sínum tíma.

    Ég kann að vera þolinmóður þegar að kemur að Liverpool, en ég sætti mig ekki við hvað sem er.

  25. Þið sem hafið séð nýju VW auglýsinguna með úlfinum sem “höffar og pöffar” á hús grísanna þriggja. Fyrst fellur strákofinn svo er það spýtukofi og síðan múraður kofi og úlfurinn blæs þetta allt í spað. Ef við settum Liverpool í stað úlfsins og grísina í stað annara liða að þá væri strákofinn í engri hættu. Mitt point er að Liverpool verður ALDREI enskur meistari með Rafael Benitez sem stjóra. Afhverju ættum við að halda áfram með framkvæmdastjóra sem vinnur aldrei deildina?

  26. Menn tala alltaf um að við verðum að fá fleiri leikmenn sem eru í heimsklassa eins og Gerrard og Torres….
    Segiði mér… Hvað heimsklassa menn eru í Arsenal annar en Fabregas ??? Ég segi að málið er einfalt!! Þjálfarinn okkar er einfaldlega ekki nógu góður fyrir þessa deild !!! Hann hagaði sér eins og fífl þarna í kvöld.. hvernig væri að hann myndi sína einhverntímann einhver viðbrögð þegar Liverpool skorar.. Ég man varla eftir því að hafa séð hann fagna marki…

  27. Gylfi liðið er bara ekki betra en þetta. Erum við kannski bara að tala um eilifðarlægð. Þó að við vinnum á þessum völlum ´sem þú telur upp eru litlar sem engar líkur á því að við vinnum deildina. RB hefur líka ekki það góðann árangur á móti stóru liðunum að slikt sé raunhæft. Blákaldur veruleikinn

  28. Þvílíkt andleysi. Verð samt að hrósa Kirkland. Hann var frábær og það kom
    ekki á óvart. Drengurinn er öskufljótur niður þegar þess þarf og liðugri en
    svarti kötturinn sem læðist um gangana á Anfield.
    Ég vil reka RB og það strax. Hans sénsar eru búnir. Þetta tímabil er búið hvað
    meistaravonir varðar. Besti huxanlegi árangur er 3ja sætið. Liggur við að maður vilji fá Húlla aftur. Getur verið að áhrif Paco hafi verið svona mikil.
    Sé ekki betur en að allt hafi farið niður á við eftir að hann hætti.

  29. Segiði mér… Hvað heimsklassa menn eru í Arsenal annar en Fabregas ??? Ég segi að málið er einfalt!! Þjálfarinn okkar er einfaldlega ekki nógu góður fyrir þessa deild !!!

    Sammála með fyrri punktinn.

    En varðandi seinni punktinn. Ok, gott og vel, en segðu mér þá, hvaða þjálfara ætlar þú að fá sem er betri en Arsene Wenger og Alex Ferguson? Rafa er frábær þjálfari en hinir tveir hafa einfaldlega sýnt það, ekki hvað síst á síðustu tveim árum, að þeir eru einfaldlega **stórkostlegir** þjálfarar.

  30. Það sorglegasta var að maður vissi að þessar skiptingar myndu ekki skila neinu 🙁

  31. Sælir félagar
    Þolinmæði mín er þrotin en Einar virðist eiga óendanlegar birgðir af henni til handa RB. Það ermeð fádæmum að menn skuli styðja kallinn ennþá og þeir sem gera það eiga hrós skilið fyrir manngæsku en enska deildin vinnst ekki á manngæsku en þolinmæði er dyggð. 😉 Ég vil að RB klári þetta tímabil og vonandi tekst honum að sanna að ég hafi rangt fyrir mér.
    Enlíkurnar eru svo litlar að það er engin leið að koma auga á þær. RB hefur ekki , eins og Kristján hefur bent á í löngu máli, ég endurtek RB hefur ekki það sem til þarf og ef hann hefur það þá verður hann að sýna það strax. Þó það sé orðið of seint fyrir þetta tímabil. Það er bara einn möguleiki eftir í deildinni og það er að vinna rest. Ég sé þetta Liverpoollið ekki gera það undir stjórn RB.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  32. Ég var unglingur að upplifa áfengi og second base/third base þegar Liverpool varð enskur meistari síðast. Ég hef bara fengið nóg. Þolinmæði er dyggð … en maður má vera pirraður.

    Ég sé ekki lausnina í því að reka Rafa núna – en maður les áramótapistil KAR og veltir því fyrir sér hvort þar sé ekki bara sönn spá komin? Ég skil alla vega ekki þennan tendens hjá Rafa að skipta ekki strax í leikhléi, eða alla vega í kringum 55.-60. mínútu!

    Ef Liverpool sigrar Luton og Alonso skorar frá eigin vítateig … þá tek ég gleði mína aftur.

    Áfram Liverpool!

  33. Hjartanlega sammála þér Einar Örn með Paco. Benitez valdi hann með sér og þeir saman hafa engu skilað í deildinni. Hlýtur að vera grín þegar menn halda ennþá að fitnessþjálfarinn breyti einhverju.

  34. Mig grunar nú að Paco hafi haft meiri áhrif á RB en við höldum. Kannski var
    Paco knattspyrnuheilinn á bakvið RB.

  35. Einar Örn..
    Ég veit það er nátturlega ekki hægt að finna þjálfara sem er betri em wenger og ferguson, en ef þú horfir t.d á man city, með sven goran erikson, þá eru þeir að gera flotta hluti þar, hörku þjáfari á ferð þar, Jose M, hefur unnið deildina 2, hann er laus. Ég efast ekki um hæfileika Benitez en hef ekki séð að hann kunni á enska boltann..

  36. Bara svo það sé á hreinu, þá er ég ekki tilbúinn að halda Rafa ef leikir einsog þessi eru það sem koma skal. Ég geri hins vegar ráð fyrir að liðið spili áfram einsog það hefur gert og endi í 3-4.sæti.

    Hins vegar, ef að liðið kæmist til dæmis ekki í Meistaradeildina, þá myndi ég sennilega vera fyrstur til að mæta með heykvísl fyrir utan skrifstofuna hans Gillett.

  37. Liverpool er staðnað undir stjórn Rafa. Liðið er nákvæmlega ekkert betra en 2 undanfarin tímabil. Við verðum c.a. 20 stigum á eftir toppliðinu í vor eins og vanalega. Rafa er stjóri sem getur stýrt Liverpool í CL örugglega á hverju tímabili, og hann er líka mjög góður í útlsáttarkeppnum og því líklegur til að vinna bikarkeppnir reglulega. Ég er þó búinn að missa trúna á því að Liverpool verða enskir meistarar undir hans stjórn.

  38. Að vera tilbúinn að gefa Rafa næsta tímabil líka til að laga eitthvað er ekki þolinmæði það er heimska. Þetta tímabil er tímabilið sem Rafa fékk til þess að laga hlutina að gera liðið samkeppnishæft.
    ATH: tímabilið er þó ekki búið og ekki hægt að útiloka að kraftaverk gerist.

  39. Afburðaþjálfari nær árangri hvar sem er…Capello-Lippi- Hiddink-Sven Göran-Wenger

  40. Kannski var Paco knattspyrnuheilinn á bakvið RB.

    NEI, Paco var fitness þjálfarinn. Árangur Liverpool er líka skárri á þessu tímabili en því síðasta þrátt fyrir Paco-leysið.

    ef þú horfir t.d á man city, með sven goran erikson, þá eru þeir að gera flotta hluti þar, hörku þjáfari á ferð þar,

    Það hafa fullt af þjálfurum komið upp með lið og verið með þau góð í nokkra mánuði. Það er MIKLU, MIKLU, MIKLU auðveldara að ná liði uppí 4-5. sæti uppfyrir Middlesboro og Newcastle, heldur en að ná því uppúr 3. sætinu (sem Liverpool var jú í í fyrra) uppí það fyrsta, uppfyrir Chelsea, Man U og Arsenal.

  41. Varðandi þjálfaramálin þá held ég að þetta sé allt spurning um chemestry og þá þarf þjálfarinn ekki endilega að vera eitthvað svaka nafn heldur bara maður sem nær að laða það besta fram í leikmönnum og láta þá berjast fyrir málstaðinn. Maður hefur séð þetta “chemestry” hjá Arsenal og manutd já og meira að segja Chelsea en við virðumst ekki ná réttri blöndu. Gæti verið að í blöndunni hjá okkur sé of mikið af tæknilegum og tölfræðilegum efnum í stað tilfinninga?? Við virðumst í það minsta ekki hafa gaman af þessu.

    Komum í leik og ég byrja!!! nefnum þjálfara sem koma til greina.
    Jurgen klinsman, einstaklega líflegur og TILFINNINGARÍKUR leikmaður/þjálfari.

  42. Þriðja leikinn í röð segi ég……hvernig er hægt að afsaka vinstri kantinn hjá Liverpool. Hvað ætli “hinn frábæri” Kewell hafi misst boltann oft frá sér til Wigan…..10 sinnum……15 sinnum!!??

    Og þessi “frábæri” brasilíumaður Aurelio. Hann getur ekki: tekið horn, gefið boltan, varist, sent fyrirgjafir og er enginn aukaspyrnusérfræðingur!!??
    Hann getur: gefið bolta beint í fangið á leikmanninum með hanskana.

    Ég ætlaði ekki að taka einstaka leikmenn út úr liðinu en sorry….ég gat ekki staðið á mér. En það er rétt að andleysið er algjört og það er mikið áhyggjuefni að þessir 2-3 “meðal” leikmenn virðast draga liðið niður á sitt plan í staðin fyrir að þeir spili eins og þeir bestu í liðinu. Auðvitað er við þjálfaran að sakast í þessum efnum en ég vill alls ekki láta Benítez fara. Ég sé engan annan þjálfara sem gæti gert betur en Benni. Og ég held að hann viti alveg hvað vantar í liðið. Ef Kuyt væri að standa undir væntingum þá væri staðan önnur og því miður er ekki nóg að hafa einn góðan senter í liði sem ætlar sér að vinna titilinn.

  43. Afburðaþjálfari nær árangri hvar sem er…Capello-Lippi- Hiddink-Sven Göran-Wenger

    Já, fyrirgefðu, hvaða þjálfari vann aftur tvisvar spænska titilinn með Valencia? Er Rafa því ekki afburðaþjálfari?

    Hvað hefur Hiddink unnið? Fyrir utan hollensku deildina??? Hversu frábærlega skemmtilegan bolta er Man City að spila?

  44. Skelfileg úrslit hreint út sagt en því miður er það svo að ef lið spila aftarlega á vellinum virðumst við ekki eiga svar við því. Við erum bara með tvo menn, Gerrard og Torres, sem geta klárað leiki og ef þeirra er gætt og þeim ekki gefinn tími gengur ekkert upp hjá okkur – það er því miður staðan. Steve Bruce gaf fyrirskipun um að gefa Gerrard engan tíma, það hafa aðrir framkvæmdastjórar líka gert og þá er gengur sóknarleikurinn ekki upp. Hvað varnarleikinn varðar þá söknum við Aggers gríðarlega og í sóknarleikinn vantar hraða og hugmyndaflug. Það kemur þó allt og vonandi sem fyrst:-)

    Paco, fyrrum aðstoðarmaður Rafa, sagði í viðtali í haust að ekki væri raunhæft að gera ráð fyrir Englandsmeistaratitli þetta árið því of mikið væri eftir í undirbúningi liðsins. Það er líka að sýna sig núna. Sjálfstraustið virðist farið og það verður Rafa að laga – og hann á að geta það miðað við sína reynslu. Við þurfum ekki nema horfa til liðs sem var ,,búið til frá grunni” í haust (ManCity) þar sem leikmenn eru að leggja sig fram og uppskera!

    Þeir leikmenn sem næst verða keyptir verða að hafa tvo kosti, mikinn hraða til að taka leikmenn á og kjarkinn til að þora það!

  45. Jurgen klinsman, einstaklega líflegur og TILFINNINGARÍKUR leikmaður/þjálfari.

    Fyrirgefðu, en ætlarðu að velja þjálfara út frá lífleika?

    Hvað hefur Klinsman unnið?

    Jæja, er farinn að sofa. Djöfull sem þessi leikur eyðilagði skapið.

  46. Það hafa fullt af þjálfurum komið upp með lið og verið með þau góð í nokkra mánuði. Það er MIKLU, MIKLU, MIKLU auðveldara að ná liði uppí 4-5. sæti uppfyrir Middlesboro og Newcastle, heldur en að ná því uppúr 3. sætinu (sem Liverpool var jú í í fyrra) uppí það fyrsta, uppfyrir Chelsea, Man U og Arsenal.

    Man City endaði í 14 sæti í fyrra með 42 stig, nú eru þeir í 4 sæti með 39 stig, Held að það sé hægara sagt en gert….

  47. Já, ég veit það Ómar. Ég var ekki að segja að það væri auðvelt. En þegar Sven Göran vinnur titil með Man City, þá skal ég byrja að kalla hann snilling. Það að komast uppfyrir liðin um miðja deild er MIKLU erfiðara en að komast upp fyrir Arsenal, Man U og Chelsea.

    Ok, sofa.

  48. Þetta var virkilega slappt áttum að vinna þennan leik. En við gerðum það ekki, hvort sem það var liðinu að kenna fyrir að nýta ekki færin sín eða Rafa fyrir að gera ekki breytingar á liðinu. Nú hef ég aldrei séð Liverpool vinna deildina, það gerðist síðast nokkrum dögum eftir að ég fæddist, svo ég veit ekki hvernig tilfinning það er að halda með Liverpool sem Englandsmeisturum, bara sem Liverpool og það hefur þó alltaf dugað mér. Ég hefði nú aldrei flokkað mig sem þolinmóðan mann en ég virðist þó eiga nóg af þolinmæði fyrir Rafa Benitez (nema eftir Marsielle leikinn þá vildi ég hálshöggva manninn en það var bara pirringur). Ég er sannfærður um að ef hann fær eitt tímabil í viðbót muni hann vinna deildina og ef ekki þá er sjálfsagt að fá einhvern annan. En í augnablikinu sé ég ekki tilganginn í að láta hann fara, hvorki núna né í sumar. Sé bara hreinlega ekki hvað einhver stjóri út í bæ muni geta á 1 ári það sem Rafa getur ekki núna. Rafa er búinn að vinna sér inn traust leikmanna og er búinn að ráða það þjálfateymi sem hann vill og er í raun núna fyrst að fá hlutina eins og hann vill hafa þá. Þetta gæti bara verið vitleysa í mér en ef hann verður rekinn mun það þá ekki taka þann sem tekur við af honum a.m.k. tvö ár að gera það sama? Ég túlka því skoðun sumra þannig að þeir vilji ekki gefa honum séns á að vinna titilinn á næsta tímabili og enda þar með 18 ára bið(19 ára bið á næsta tímabili) heldur fá nýjan mann inn og vinna deildina 2010-2011 er það rétt skilið hjá mér?
    Skil vel allan pirring yfir þessu en svona í alvöru talað lítið á heildarmyndina, árangur tekur tíma hann kemur ekki bara einn, tveir og búmm með nýjum þjálfara!
    Gefum Rafa eitt tímabil í viðbót því eftir allt saman, what’s the worst that could happen?

  49. Sælir félagar.
    Ég væri til í Sven Göran. Hann er með Liverpool hjarta og er frábær þjálfari þó maður sé í fýlu.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  50. Hiddink gerði Real að meisturum og var rekinn…það var ágætt sem Ian Rush
    sagði um Sven Göran þegar hann var manager í einhverjum sýningarleik
    um daginn. Rush var í liði Svens. Ef ég man rétt sagði Rush:
    hann (SGE) sagði fátt en það sem hann sagði fannst mér vera gott.
    að því leyti minnti hann sig á bob paisley.
    þannig að ljóst má vera að Sven nýtur virðingar fyrir skynsama sýn á leikinn.
    Sven hefur náð árangri allstaðar. Gerir smálið í evrópu að evrópumeisturum 1979..Gautaborg. Finnur gæðaleikmenn eins og Elano…bjargar honum frá
    Shatkar Doneks sem er nánast í Síberíu..allavega hvað fótboltann varðar.

  51. Taktu bara þátt í leiknum Einar…
    ég nefni þessa “kosti” af því að við oft á tíðum jafn líflegir og sjálfdauðar rollur. það vantar alla gleði og ástríðu í þetta hjá okkur. Ég ætla ekkert að tala um Klinsman sem leikmann en hann er klárlega SIGURVEGARI á velli en sem þjálfara tókst honum að gera Þýskaland að léttleikandi og skemmtilegu liði og það finnst mér vera hálfgert afrek. En annars var þetta bara nafn sem mér datt í hug og hef engar sérstakar tilfinningar í hans garð. eins og ég segi… smá leikur, ekki veitir af að dreifa huganum 🙂
    Heyrðu jú annar kostur, Klinsman talar svona líka góða Amerísku og ætti að geta tjáð sig við eigendur haha.

  52. Hvaða heimsklassa leikmenn fleiri en Fabregas? Get nefnt Gallas og Toure er mynda eitt öflugusta miðvarðarpar deildarinnar. Adebayor og Van Persie eru nú einnig að nálgast þann standard.

    Skal þó játa að munurinn á liðunum liggur þó ef til vill ekki í fjölda heimsklassa leikmanna, heldur spilar Arsenal liðið hugmyndaríkan fótbolta meðan hitt liðið spilar hugmyndasnauðan fótbolta. Arsenal spilar á helmingi meira tempói, leikmenn eru hreyfanlegri, sneggri, teknískari og þeir sækja á fleiri leikmönnum. Málið er einfalt hjá Arsenal að það er ekki pláss fyrir einhverja farþega!

    Bara eitt einfalt dæmi: Bakverðir Arsenal eru miklu virkari í sóknarleiknum en bakverðir Liverpool og valda andstæðingunum mun meiri vandræðum. Um leið og Finnan drullaðist upp völlinn í kvöld kom mark. Með því að virkja bakverðina enn meira þá losnar um kantana og þeir fá meira rými og fleiri valkosti til að gera eitthvað. Þetta skýrir e.t.v. að hluta til hversu lítið kemur útúr kantmönnum Liverpool.

    Persónulega myndi ég vilja sjá Babel meira notaðan til þess að öðlast reynslu, tel meiri framtíð í honum en Kewell, Riise, Pennant eða Youssi.

    Held að stæðsta vandamálið á Anfield þessa stundina að það eru alltof mörg vandamál sem þarf að leysa til þess að liðið geti farið að keppa fyrir alvöru um meistaratitilinn.

  53. Hvaða heimsklassa leikmenn fleiri en Fabregas? Get nefnt Gallas og Toure er mynda eitt öflugusta miðvarðarpar deildarinnar. Adebayor og Van Persie eru nú einnig að nálgast þann standard.

    Ég vona þér sé ekki alvara með þessu.. getum við þá ekki eins nefnt að carra, mascerano, alonso seu i heimsklassa ???

  54. Rb hefur ekki sýnt það í vetur að hann sé eitthvað líklegur til að vinna deildina næsta vetur. Þannig að það mun bara stytta biðina eftir þeim stóra að fá nýjann mann strax

  55. Eða var það Evrópumeistara…man það ekki alveg. Man þó að hann var rekinn
    þrátt fyrir titil……Liverpool er klárlega í krísu og ábyrgðarmaðurinn er RB.
    8 jafntefli segir allt sem segja þarf. Eitt og eitt tap er skárra en hrina af jafnteflum.

  56. Benitez er topp þjálfari,en hann vinnur þessa deild ekki . Hann hefur bara ekki hugrekki til þess. Þjálfari sem ekki getur breytt út frá upphaflegu leikskipulagi leiksins, og t.d. gert svo sem eina skiptingu í hálfleik, hann vinnur þetta aldrei. Haldið þið að Kewell hefði spilað seinni hálfleikinn í kvöld ef Ferguson væri að managerinn hans??. Nei takk!! Þessi fyrri hálfleikur í kvöld, og á móti Man City voru þvílíkar svefntöflur að það hálfa væri nóg. Hví alltaf að eyða 70 mín í að berja hausnum í steininn?? Svo er allt gefið í botn þegar 10 min eru eftir. Og svona hefur þetta verið mjög oft hjá Liverpool síðustu 3 ár….Algert pirr að horfa á þetta ár eftir ár…

  57. Fabio Capello vann nú spæsnku deildina og var rekinn segir það þá ekki líka eitthvað um hann?

  58. Deildin er búinn hjá okkar mönnum 2 janúar. PÆLIÐ Í ÞVÍ!!!!

    This is Liverpool

  59. Hiddink náði ömurlegum árangri með Real Madrid og var rekinn eftir hálft ár í starfi.

    Hann gerði hinsvegar mjög góða hluti með PSV, og hefur náð frábærum árangri með landsliðin sem hann hefur stýrt.

  60. Ég hætti að lesa komment eftir að ég las #19 Einar Örn

    Það sagði allt sem ég vildi sagt hafa fyrir utan að ég lét það eftir mér að öskra á sjónvarpið og berja í borð og stóla. Það er svo sannarlega látið reyna að þolinmæðina hjá manni, en ég held nú að uppbyggingin sé ennþá á réttri leið, HÆGT en örugglega. Þurfum bara að gera eins og fyrir þetta tímabil, stórbæta nokkrar stöður á vellinum, fleiri Torres klassa leikmenn og færri Kuyt/Sissoko klassa leikmenn.

  61. Ég segi enn og aftur. Breta. Eriksson spilar Houllier fótbolta og Sérstakan vil ég ekki sjá.
    En vandamálið hverfur ekki með nýjum stjóra. Skulum ekki vanmeta samspil þjálfara og leikmanna. Mascherano, Alonso, Reina og Torres eru klárlega leikmenn Rafa. Carragher og Gerrard hafa staðið við bak hans. Allir þessir leikmenn léku í kvöld og voru slakir. Ég vil sjá Spánverjann bregðast við þessari stöðu á þann hátt að sannfæra okkur og finna leikmenn til að taka okkur áfram. Í viðbót við þessa sem ég er búinn að telja upp og hann hefur keypt. Allt klassaleikmenn, hann þarf að fá pening til að kaupa fleiri slíka. Ég tel enn að það vanti ekki marga leikmenn í viðbót, en það vantar bara gæðaleikmenn sóknarlega. Ekkert miðlungsdjönk takk fyrir mig. Quaresma, Anelka og Berbatov! Slík nöfn, ekki Downing, Afonso Alves og Obafemi Martins.
    Ef Kanarnir vilja ná árangri þarf fleiri leikmenn í heimsklassa. Ef þeir t.d. taka ekki Mascherano er ljóst að þeir vita ekki hvað þarf!
    En ég segi enn og aftur, ef þessi útlendingakokteill sem hefur ríkt á Anfield frá 1999 virkar ekki verður að finna tilfinningaríkan Breta! Fá þjálfaralið sem inniheldur Martin O’Neill, Sammy Lee og Gary McAllister. Íra, Englending og Skota! Hörku stjóra og gegnheila Liverpoolmenn.
    Eriksson, Hiddink, Klinsmann og önnur nöfn koma ekki upp í minn huga!

  62. Sammála Einari Erni, lausnin er ekki að reka Benitez enda stendur það ekki til. Tímabilið verður klárað og þá verður hann dæmdur að verkum sínum. Mjög einfalt. CL og einn stór titill gæti bjargað tímabilinu, en ef liðið nær ekki CL sæti og vinnur engan titil þá myndi ég vilja fara skoða aðra valkosti.
    Það sem mig langar hins vegar sjá breytast frá því sem nú er menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera og leggi sig 110% fram.

    Má vel vera að Benitez nái ekki að byggja upp leikgleði eða stemmningu fyrir leiki og það má vel vera að einhver annar framkvæmdastjóri væri betri í því, hins vegar ber að virða það sem Benitez hefur áorkað hingað til. Einn CL titill og einn Bikarmeistaratitill, það er meira en Wenger og Ferguson höfðu unnið hjá sínum liðum eftir svipaðan tíma við völd.

  63. Sælir þjáningabræður.

    Ég held að það sé langt í að Liverpool vinni deildina. Það stefnir því miður í að manutta fari fram úr okkur þar.

    Benitez stillti upp allt of varnarsinnuðu liði í kvöld. Árangur á heimavelli er óásættanlegur. Að spila ekki með 3 framherja á móti svona slöku liði eins og Wigan er undarlegt.

  64. Varðandi það að uppstillingin hafi verið eitthvað varnarsinnuð get ég með engu móti verið sammála. Þetta er það sem margir eru búnir að vera biðja um í lengri tíma. Að hafa Gerrard í frjálsu hlutverki fyrir aftan Torres.
    Síðustu vikur hafa menn ekkert gert annað en að tala um hversu lélegir framherjarnir (f. utan Torres) séu og hrópa “Selja, selja!!”. Eins og einhver commentaði í upphituninni fyrr í dag sagði “Til hvers að nota þá ef þeir gera ekkert gagn?”.
    Mér finnst Rafa ekki í raun hafa gert neitt taktískt vitlaust í kvöld. Það sem fór úrskeiðis var það að leikmennirnir eru einfaldlega ekki að standa sig og spila undir getu. Rafa á hins vegar sök á því að ná ekki að rífa þá upp úr þessu slömmi sem þeir koma sér í oftar en góðu hófi gegnir.
    Hverslags stórlið á það að heita sem gerir allt rétt nema skora lengi vel, en svo loksins þegar það tekst þá fara menn bara í 1. gír og leyfa hinu liðinu að komast aftur inní leikinn?
    Í þessum aðstæðum á þetta lið að hafa alla burði til þess að keyra yfir andstæðinginn og gera út um leikinn.
    Það er ósanngjarnt að skella allri skuldinni á Benitez, leikmennirnir verða að rífa hausinn útur rassgatinu á sér og fara sýna hvað í þeim býr. Það er ástæða fyrir því að þeir fengu samning hjá einu af fjóru stærstu liðunum á Englandi og einu af Topp 10 liðum í heiminum.

  65. Rafa Benitez sem þjálfari er gunga sem lætur liðið sitt spila ófrumlegan, fyrirsjáanlegan, leiðinlegan varnarleik. Mér finnst hann vera fínn kall sem á stað í hjarta manns fyrir eitt kvöld í Istanbúl en þess fyrir utan hefur tími hans einkennst af ótrúlegum leiðindum. Fyrir einu ári sagði ég það sama og Einar Örn segir nú, að hann hafi séns í eitt tímabil. Minn séns er búinn.

    PS: Pako Ayesteran er fitness þjálfari sem tók þátt í að búa til lið sem tapaði fjórða hverjum leik í fyrra.
    PPS: Sama er mér hver stýrir Liverpool og hvort hann heitir José Mourinho, Arsene Wenger eða Teitur Þórðarson svo lengi sem þeir færa dollur í hús með reglulegu millibili, Carling Cup og FA Cup telja ekki með.
    PPPS: Enskt þjálfarateymi á borð við það sem Maggi stingur uppá í #65 er vitlausasta hugmynd sem ég hef heyrt síðan að Bush stakk upp á innrás í Írak. Og getur bara endað á sama veg.

  66. Liðið mætti í leikinn með sama hrokafulla hugarfar og gaurinn sem skrifaði upphitunina fyrir leikinn hér á spjallinu. Gott á okkur!

  67. Tek undir Daða með breska þjálfarateymið 🙂 Ef enginn Breti var nógu góður til að taka við enska landsliðinu af hverju ætti þá einhver þeirra að vera nógu góður til að taka við Liverpool? Leikstíll Liverpool er nógu (a.k.a. of) breskur eins og er.

  68. Þetta snýst einfaldlega um það leikmenn eru að fá of miklar og greinilega of flóknar taktískar skipanir. Kom t.d. upp atvik í kvöld þar sem fyrirgjöf frá Finnan kom fyrir markið. Kewell hljóp inn en náði ekki boltanum og hann datt á fjærstöngina. Þar var, surprisingly, enginn. Þarna hefði auðvitað góður bakvörður verið til að smella honum í netið. Ég er t.d. til í að veðja annarri hendinni minni upp á það að Patrice Evra hefði verið mættur. Jújú, hefði vissulega getað boðið upp á “enn eina FRÁBÆRA” skyndisókn frá Wigan, en líka getað skilað marki. Þarna skilur á milli liða og frábærra liða. Frábær lið taka sénsinn og drepa andstæðinginn.

    Hins vegar er það greinilegt að hjá Liverpool verða alltaf að vera minnst 3 varnarmenn og 1-2 varnarsinnaðir miðjumenn til að koma í veg fyrir skyndisókn andstæðingsins. Það skilur eftir 5 að sækja. Einn tekur fyrirgjöfina sem gerir 4 menn til að gera eitthvað við hana. Á móti fokking 10 varnarmönnum. Svona virkar fótbolti einfaldlega ekki.

    Eins og ég sé þetta er vandamálið mjög einfalt. Fótbolti er mjög einföld íþrótt. Einfalt, skora meira en hinir og ekki sparka viljandi í hinn (til þess er dómarinn sjáiði). Það er sennilega ein af aðalástæðunum fyrir því hvað fótbolti er vinsæll, þ.e. hann er svo einfaldur en um leið svo skemmtilegur. Það nennir t.d. enginn nema Íslendingar að læra allar reglurnar í handbolta.

    Það sem ég er að meina með þessu er að Rafa er að gera ósköp einfaldan hlut alltof flókinn með sínum endalausu skipunum og glósum og taktíkum sem enginn skilur. Hann ætti í staðinn að segja okkar mönnum að gera það sem þeir hafa gert allt sitt líf og kunna betur en nokkuð annað. Spila fótbolta. Skora fleiri mörk en hinir og ekki sparka í þá viljandi.

    Þetta er það sem t.d. Arsenal gerir, þeir spila bolta. Ég er samt ekki að biðja um að menn gefi milljón sendingar í leik, Arsenal eru auðvitað einstakir á því sviði en það er einföld ástæða fyrir því. Þeim er leyft að brjóta upp skipulagið, gera þetta óvænta sem enginn býst við. Muniði t.d. þegar Kolo Toure (miðvörður btw) var kominn einn í gegn og skoraði gegn okkur í fyrra. Hvernig eiga varnarmenn að bregðast við því ? Hver átti eiginlega að dekka Toure ?

    Þetta er líka það sem Manjú gerir. Spila bolta, sinn bolta sama á móti hverjum þeir spila. Þetta gerðu Barcelona fyrir einu og hálfu ári og Real Madrid núna. Þetta gerði Liverpool á gullaldarárunum sínum. Þetta gerði Liverpool þegar þeir unnu Besiktas 8-0, Barcelona á Nou Camp og Arsenal 4-1. Þetta gerir Fernando Torres.

    Eitt að lokum um einstaka leikmenn: Menn geta sagt endalaust að hinir og þessir menn séu látnir spila vitlausa stöðu (sbr. Momo og Kuyt). Það gæti vel verið málið en ef menn eru ekki það fjölhæfir að geta skilað því almennilega eiga þeir ekki heima hjá Liverpool. Kuyt hlýtur að hafa þurft einhvern tímann á þessum rúmlega 20 árum sem hann hefur stundað fótbolta þurft að gefa fyrir, taka menn á, gera eitthvað óútreiknanlegt, jafnvel spila hægri kant. Það að hann geri aldrei neitt af þessu segir mér bara að hann geti það ekki. Vandi Momo er öllu djúpstæðari. Hann getur ekki hamið boltann né gefið einfalda sendingu. Við höfum Mascherano, sem vinnur boltann um leið og hann gerir svo eitthvað við hann, til að tækla menn út um allan völl. Ekki einu sinni láta mig byrja á Riise, Voronin og fl. Þarna er eina sök Rafa að hafa keypt eða haldið þeim.

    Takk fyrir.

  69. Skelfing skelfing …. 🙁

    Hvar endar þetta??

    Annars sagði Einar Örn #19 það allt saman fyrir mína parta nema kannski með að gefa Benites eitt tímabil enn.

    Þegar maður horfir upp á liðið sitt algjörlega andlaust og hugmyndasnautt leik eftir leik þá er eitthvað að. Við erum með einstaklingana og hæfileikana… við erum bara ekki með lið.

    Þá kemur að þjálfaranum að búa til lið sem sér bara sigur og ekkert annað en sigur. Sjá helvítis njólana hjá Arsenal… þeir eru svo fádæma graðir í sóknarleik sínum að það er ekki bara fyndið. Hvernig í andskotanum tekst Wenger(vanur að stafa hann vitlaust… en hann verðskuldar respect helvítið á honum þessa dagana!!) að búa til þetta sigurhungur og sigurvilja. Ég vil fá þetta í Liverpool liðið. Ég vil sjá menn verða alveg dýrvitlausa í hverjum einasta leik.

    Ég vil sjá eitthvað gerast. Þegar Benites fór að æsa sig í kvöld þá öskraði ég með honum og vonaði bara mest af öllu að hann byggi til drama aldarinnar… bara eitthvað.. gera einhvern djöfulinn til að hrista upp í þessu hörmungas andleysi… helvítis djöfull. Stundum þarf bara eitthvað að gerast. Menn eiga bara að leggjast í grasið eftir svona leik en ekki ganga um sallarólegir og taka í hendina á andstæðingum!!!!

    Mikið er ég þreyttur á því að klúðra leikjum sem við þurfum ekki að klúðra. Eitt er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að hjá Liverpool. Derby leikurinn… Man city leikurinn… og nú Wigan. Liðið og uppstillingin í kvöld ætti á venjulegum heilbrigðum degi að slátra liði eins Wigan á innan við hálftíma. Púfffffffffff.. Mér er öllum lokið.

    Ég sem var að vona svo heitt og innilega að heimsókn mín á Anfield 3. maí hefði getað verið á leik þar sem okkar menn væru í baráttu dauðans um langþráðan titil. Það er borin von úr þessu. Vonandi verðum við í baráttu um 4.sætið en ekki eitthvað neðar en það!! Þá er líka eins gott að við förum að vinna slatta leikjum.

    YNWA

  70. Flott innlegg Brúsi #74 … maðurinn(Benites) “analysear” einfaldan leik gjörsamlega í tætlur. Hann getur gert mig brjálaðan þegar hann heldur hálftíma fyrirlestur yfir mönnum á hliðarlínunni á 80. mínútu við innáskiptingu. Ég myndi berja í brjóstið á mönnum á svona tímapunktum og segja þeim að fara inná og gera sitt besta til að bjarga þessari hörmung… neiiiiiiiiiiiiii það gengur ekki. Maðurinn er haldinn einhverri óstórnlegri fullkomnunar áráttu. Ég held að leikmönnum finnist stundum hann ekki treysta þeim fyrir hlutunum. Svoleiðis brýtur niður sjálftraustið og alla sköpun í mönnum.

    Ég hef áhyggjur af því að hann eyðileggi leikmann eins og Babel? Hann er búinn að rústa sjálftrausti Kuyt að mínu mati og fleiri leikmanna.

    Þetta er frábær punktur…

    “Það sem ég er að meina með þessu er að Rafa er að gera ósköp einfaldan hlut alltof flókinn með sínum endalausu skipunum og glósum og taktíkum sem enginn skilur. Hann ætti í staðinn að segja okkar mönnum að gera það sem þeir hafa gert allt sitt líf og kunna betur en nokkuð annað. Spila fótbolta. Skora fleiri mörk en hinir og ekki sparka í þá viljandi.”

  71. já þetta er svekkjandi.. sér í lagi þar sem Wigan menn voru ekki að spila neitt fanta vel að mér fannst.
    Hvar er Lucas?? hvernig var rönnið á liðinu þegar hann var að spila reglulega? Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei verið sáttur við að hafa Alonso inn á með Gerrard. Alonso fer þá oft í bílstjórasætið og tekur völdin af Gerrard. Jú jú auðvitað höfum við átt fullt af góðum leikjum með þá saman inn á en mér finnst við allt of oft detta niður á meðal mennsku þegar þeir eru saman þarna. spurning hvort þeir bíði alltaf eftir að hinn taki ábyrgðina eða eitthvað.
    Ég trúi varla að ég sé að skrifa þetta en ég væri alveg til í að sjá Alonso seldann. já ég veit alveg að hann er þrusu góður leikmaður sérstaklega kannski í meistaradeildinni.

  72. Jæja, nú verð ég bara að segja eitthvað jákvætt eftir þetta yfirdrull hjá öllum og kannski koma mönnum niður á jörðina?

    Ég sá í kvöld breytingu á liðinu til betri vegar. Ég sá boltanum spyrnt sáralítið yfir miðjuna. Ég sá boltanum spilað í gegnum miðjuna og hann gekk kanta á milli. Eitthvað sem ég hefði viljað sjá að minnsta kosti tveim leikjum fyrr og jafnvel megnið af vetrinum. Ég sá Finnan, Torres og Gerrard sýna okkur skólabókardæmi um það hvernig mörk eru skoruð þegar boltinn flæðir í gegnum miðju og ekki er treyst á “kick and run” fótbolta (því miður þá spilaði liðið þannig einungis í einhverjar 20-25 mínútur af leiknum). Ég sá Rafa (í annað sinn í vetur) sinna sóknarboltanum og hætti að skipuleggja vörnina (hitt skiptið var á móti Besiktas, sem við reyndar töpuðum, en eftir það kom hrina sigurleikja, að mig minnir).
    ÉG SÁ LIÐIÐ SPILA MIKLU BETUR HELDUR EN Í LEIKNUM Á MÓTI DERBY!!! EKKI REYNA AÐ LÍKJA ÞESSUM LEIKJUM SAMAN.
    Ef ég fer svo í slæmu hlutina, þó tilgangur minn með þessum skrifum sé reyndar að draga upp jákvæðar hliðar, þá sá ég þreyttan Gerrard. Hann er búin að vera þreyttur síðan fyrir jól. Ég sá ein “varnarmistök” í leiknum sem kostuðu mark. Ég sá lélegan dómara (sem hafði reyndar engin afgerandi áhrif á leikin, en einhver hefði verið búin að spjalda Brown einu sinni eða tvisvar (heitir hann það ekki annars??)). Kewell átti ekki gott kvöld og Aurelio sýndi Liverpool aðdáendum afhverju Benites er ekki búin að selja Riise. Fabio hefur frábæran vinstrifót en er afleitur varnarmaður, þó það hefði ekki reynt neitt sérstaklega á hann varnarlega, en vinstri fóturinn var ekki að sýna neitt sóknarlega í kvöld.
    Ég auglýsti eftir “creative sóknarsinnuðum miðjumanni” eftir Derby leikinn. Einar Örn benti á Gerrard. Ég commentaði ekki neitt á það, því ég er seinn að skrifa og lengi að hugsa (auðvelt að segja þetta eftir á) en ég auglýsi ennþá eftir honum því mér finnst Gerrard eiga að vera í stöðunni sem Alonso var. Fyrirliðinn er að mínu mati góður í snöggu þríhyrningsspili. Ef hann hefur góða batta með sér þá á hann það til að taka sprettinn frá eigin vítateig með tveim, þrem snertingum og úr því verður mark. Hann er það samviskusamur að hann er alltaf komin á eigin vallarhelming til þess að verjast. Látum einhvern annan vera frammi sem nennir ekki að verjast og Gerrard taka spretti þegar hann vill. Ég held reyndar að Rafa sé búin að kaupa þennan leikmann og hann heitir Lucas Leiva!
    En aftur að jákvæðninni, eða þannig. Ef þið viljið reka Benitez, og ég tek það fram að ég hef haft efasemdir um ágæti Rafa frá því að hann kom, og þetta er allt saman mín skoðum. En viljið þið þá losna við Torres, Arbeloa, Reina, Alonso, Mascherano, Babel, kyut, Gerrard, Lucas og jafnvel fleirri. Ég vil það ekki en ég er handviss um að þessir menn fara ef Benitez verður látin fara í sumar, eða fyrr.

    Benitez er búin að láta “Guð” spila á Anfield.
    Ég bíð spenntur eftir “upprisu Jesú”!!!

  73. Vá, hvað maður notaði tímann vel í dag… Að drulla yfir Titus Bramble.

    Maður leiksins í dag…

  74. Gaman væri nú að fá rökstuðning á því að hugmynd mín sé svona arfavitlaus!
    Ef menn halda það að Sven Göran Eriksson sé rétti maðurinn horfa menn ekki á það hvernig fótbolta er að spila og hinn erlendi kosturinn José Mourinho er ekki maður sem ég vill sjá í brúnni!
    Eru menn virkilega farnir að halda því fram að meginlandstilraun Liverpool hafi gengið vel, með Houllier og Benitez???
    Ekki bara bendla mér við Bush og Írak, heldur vill ég fá að vita hvers vegna Martin O’Neill er svo vitlaus kostur?????

  75. Ég er nú ekki svo viss um að það yrði einhver leikmannaflótti fá okkur ef við myndum loks losna við Raffa. Held miklu frekar að leikmenn færu að brosa og njóta sín í Liverpoolbúningnum Hef nú ekki orðið var við neina gleði í okkar mönnum enda notaðir eins og tannhjól í klukkuverki í klukku sem gengur allt of hægt

  76. Loksins einhver í þessum þræði sem pælir af alvöru í hlutunum #74. Takk Brúsi.
    Það er ýmislegt til í því að sóknarleikur Liverpool sé of niðurnjörvaður
    og leikmenn fái ekki að tjá sig inná velli né gera neitt óvænt. Síðan þegar allt er komið í rugl hrúgar Rafa sóknarmönnum inná síðustu 15 mín og þá er treyst á Guð og lukkuna.
    Þetta ásamt stöðugum róteringum hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraust sóknarmanna og skýra að einhverju leyti af hverju við nýtum alltaf færin svona hrikalega illa. Það er vel hugsanlegt að fullkomnunarárátta Rafa sé búin að rústa sjálfstrausti nokkurra leikmanna Liverpool.

    Annars var hræðilegt að sjá okkur spila með 5 miðjumenn og 3 þeirra í engu leikformi. (Kewell, Alonso og Pennant). 4-3-3 gegn þessu sorglega Wigan liði og 3-0 yfir í hálfleik hefði verið mikið nær lagi. Síðan er engu lagi líkt hvað Ryan Babel fær lítið af sénsum, hlýtur eitthvað mikið að vera í gangi á bakvið tjöldin hjá Liverpool.

    Það er rétt Baldvin að Gerrard er ekki þessi “creative sóknarsinnaði miðjumaður” sem Liverpool vantar. Gerrard skortir þá boltatækni og yfirvegun sem þarf og á erfitt með að sóla menn. Þú opnar ekki varnir með 40m stungusendingum, því að hlaupa hratt og skjóta eiturfast. Gerrard var stórkostlegur 2006 þegar hann var í “frjálsu” hlutverki á hægri kanti skorandi +20 mörk. Hans besta staða er þar að mínu mati.

    Það væri auðvitað bara hrein heimska að láta Rafa Benitez fara núna strax í janúar. Liverpool mun skána í deildinni þegar líður á vorið og við eigum eftir að komast lengra í CL = sérgrein Rafa.
    Ef hann verður rekinn á Rafa það skilið að yfirgefa Liverpool með reisn enda gert ýmislegt mjög gott fyrir félagið. Rafa er mun betri og klókari þjálfari en Sir Alex og Wenger. Hann er bara of taktískt þenkjandi fyrir þennan hráa og ofbeldisfulla fótbolta á Englandi sýnist mér. Ég sé Ferguson og Wenger ekki fyrir mér ná neinum árangri á Spáni eða Ítalíu.

    Slökum því aðeins á til sumars og dæmum störf þjálfarans og leikmanna þá. Ég verð vel sáttur við veturinn ef við vinnum CL og FA-Cup.

    Maggi, Martin O´Neill hefur aldrei stjórnað stórklúbbi né spilað marga stórleiki. Hvað þá með nógu mikla reynslu af Evrópukeppnum. O´Neill er líka frekar varnarsinnaður þjálfari og gerði t.d. hrúgu af jafnteflum í fyrra með Aston Villa. Hann hefur ekkert (nema meira hár á hausnum) sem Rafa hefur ekki. = engin framför.

  77. Ég er í ennþá í áfalli vegna merkis Stív Brús um átta manna pakkvörn síðustu 11mínúturnar! Heldur því síðan fram að jafntefli var sanngjarnt!?? Segir margt sem segja þarf um hve ömurleg ensk knattspyrna getur verið.

  78. Þetta er því miður búið eftir þennan leik, bilið er orðið of mikið. Annars ef við ræðum tímabilið en ekki bara þennan síðasta leik þá er ég dálítið beggja blands með þetta season hjá okkur. Mér finnst við á stundum hafa spilað skemmtilegri og betri fótbolta en við höfum sýnt lengi, skorað mikið og virkað mjög sterkir, svo koma leikir inn á milli þar sem liðið virkar andlaust og fast í fyrsta gír, stöðuleika sem topplið þarf að hafa vantar hjá okkur. Mín skoðun er sú að eftir þetta season eigi Liverpool að skipta um mann í brúnni. Benítez er búin að fá nógu langan tíma og er að sína fram á að hann er ekki maðurinn til að vinna þessa deild þrátt fyrir að hann hafi gert margt gott og skilað titlum. Ég vil meina að td uppstillingin á liðinu á móti Reading hafi verið mikil taktísk mistök af hans hálfu og svo sé ég ekkert jákvætt við það að spila með einn framherja á móti Wigan á heimavelli með Alonso og Masherano að þvælast hvor fyrir öðrum á miðjunni , bara svo einhver dæmi séu tekin, svo náttúrulega þegar staðan æpir á breytingar þá gerir maðurinn allar skiptingar of seint, ALLTAF!. Jákvætt finnst mér hinsvegar td að við höfum í okkar röðum einn besta markmann í heimi, einn besta miðjumann heims og einn besta striker heims og allir eru þeir á besta aldri og eiga nóg eftir. Með réttu hugarfari og alvöru baráttujaxli í brúnni tel ég að unnt sé að byggja upp flott lið í kringum þessa menn. Við eigum að ganga frá samningi við Masherano sem er sterkur, fara í að finna arftaka Benítez sem fyrst bakvið tjöldin og svo þarf hreinsun í sumar, momo, riise, voronin, kuyt, og því miður líka minn maður Kewell eru ekki nógu sterkir í lið sem ætlar sér toppbaráttu.

  79. Ég er ekki sammála Arnóri (ummæli 82) að Rafa sé betri og klókari þjálfari en Wenger og Ferguson. Rafa er alltaf að minna mann meira og meira á Houillier, sömu erfiðleikar við að brjóta niður þéttar varnir og að klára litlu liðin.
    Einnig fannst mér til skammar hvernig margir leikmenn liðsins í gær héldu að þetta myndi koma að sjálfu sér og voru ekki að leggja sig of mikið fram. Rafa þarf að koma því í hausinn á mönnum að menn vinni ekki leiki bara út af því að þeir eru góðir leikmenn heldur líka með því að leggja sig í verkefnið og berjast. Ég spyr mig hreinlega hvort að Rafa sé nógu góður í að mótivera menn og undirbúa liðið andlega.

  80. GBE#83:
    ,,Ég er í ennþá í áfalli vegna merkis Stív Brús um átta manna pakkvörn síðustu 11mínúturnar!”
    Steve Bruce var að gefa fyrirmæli um að pressa Gerrard (ekki ,,átta manna pakkvörn”) og ekki gefa honum neinn tíma með boltann. Sú taktík þjálfara ,,litlu” liðanna er ástæðan fyrir erfiðleikum Liverpool gegn þeim.

  81. Það vantar baráttu og hjarta í leik liðsins. Eitthvað sem Benitez hefur ekki náð að virkja hingað til. Efniviðurinn er að mestu leyti til staðar fyrir utan nokkra leikmenn sem eru ekki liðinu samboðnir. Smalahundurinn “Kátur” fer þar fremstur í flokki.
    Þá fannst mér virkileg batamerki á leik liðsins í nóvember, en eftir leiki desembermánaðar, sérstaklega tvo síðustu leiki virðast hlutirnir komnir í sama form og áður. Bjartsýni mín hefur breyst í svartsýni, og það með réttu. Að halda því fram að Benitez sé “of klókur” finnst mér mjög heimskulegt. Ef hann er svona taktískt þenkjandi og klókur, af hverju er hann ekki löngu búinn að leysa vanda liðsins með betri spilamennsku? Að setja Benitez á hærra plan en Ferguson og Wenger er hrein firra og sérlega barnalegt og vanhugsað. Það þarf ekki að rökstyðja nánar.
    Ég verð að játa það að þó ég sé ánægður með margt sem Benitez hefur gert og sérstaklega þá spænsku leikmenn sem hann hefur styrkt liðið með, þá er þolinmæði mín á þrotum gagnvart honum. Furðulegar róteringar og liðsuppstillingar og skortur á baráttu og sjálfstrausti leikmanna er afgerandi. Þetta gengur ekki lengur.

  82. Núna þegar maður er búinn að telja nokkrum sinnum upp á 10 og róa sig aðeins niður eftir PIRRING gærdagsins þá held ég að ef á heildamyndina sé litið að Gerry á http://www.thisisanfield.com/kopblog/ sé að hitta naglann á höfuðið í nýjustu grein sinni. Aðalvandamálið held ég að sé ekki Rafa, alls ekki, hann hefur bara alls ekki fengið nógu mikin stuðning frá eigendum klúbbsins miðað við liðin sem við viljum vera að berjast við og í raun eru lið sem eru mun minni en við farinn að veita stjórum sínum meiri stuðning en Rafa er að fá hjá Liverpool, sorgelga við það er að nýjir eigendur virðast ekki hafa bætt nokkrum sköpuðum hlut við, jú það er verið að plana byggingu nýs heimavallar, en það ferli hefur verið afar seinvirkt og er orðið frekar vandræðalegt fyrir klúbbinn. Þegar ég tala um að veita stuðning þá er ég að meina pening.

    Liðið í dag hefur alveg fullt af heimsklassaleikmönnum, vandamálið er að það er líka fullt af góðum en bara alls ekki nógu góðum leikmönnum þarna líka. Rafa þarf að fá mikið meiri fjármuni úr að spila til að geta á raunhæfan hátt keppt við Arse, Che og Utd, hann hefur sýnt að hann kaupir allajafna vel þegar hann fær til þess pening. reina, Alonso, Torres. Hann þarf bara að fara fá þessar 15-20 milljónir til að kaupa sóknarmenn í stað þeirra 10 milljónir sem duga bara fyrir Kuyt klassa.

    Gerry segir þetta best að mínu mati
    – Our American owners have shown that they know how to talk the talk, but now its time for them to walk the walk, put their money where their mouths are and back the boss.

    Rafa hefur náð nokkuð góðum árangri með þetta lið, en ég neita ekki að það hefur verið GRÍÐARLEGA pirrandi að horfa á liðið sl. mánuð og því auðvelt að snúa baki við Rafa og segja að allt sé að fara til helvítis undir hans stjórn.
    Ég hef meiri þolinmæði gagnvart Rafa heldur en nýjum eigendum Liverpool sem tala meira en þeir framkvæma. Hann hefur að mínu mati alltaf haft hag félagsins fyrst og fremst fyrir brjósti.

    p.s. Martin O´Neill til Liverpool, give me a break.

  83. nr 88, að Liverpool hafi skort pening er ekki málið. OK við höfum ekki Chelsea money en Rafa hefur fengið fullt af peningum og gert nokkur mjög góð kaup, hann hefur hinsvegar ekki viljað fullt af mjög sterkum mönnum sem staðið hafa til boða en hafa kostað of mikinn pening að hans áliti og oft kosið að kaupa frekar tvo miðlungsmenn en einn Alves, held ég þurfi ekkert að rökræða hversu gáfulegt það allt er. Held að Torres sé að sýna að gæði kosta pening en eru rétta leiðin engu að síður til framfara. Svo má ekki gleyma að bárátta, liðsandi og hjarta verður ekki keypt fyrir peninga.

  84. Maggi, með því að fá breskan þjálfara ertu væntanlega að biðja um “breskan leikstíl”, s.s. ódrepandi baráttu og ákefð framávið. Direct, honest football.

    Það er nú bara akkurat sá leikstíll sem Liverpool spilar. Kýlingar fram, hauslaus hlaup og endalaus barátta án skýrs takmarks.

    Þessi breski leikstíll sem Bretar sjálfir mæra svo mikið er algjörlega úr sér genginn í nútímafótbolta. Arsenal, Man Utd og Chelsea eru hlaðin af mönnum sem eru bæði skynsamir og duglegir en umfram allt fljótir og gífurlega teknískir.

    Ég þoli ekki þegar Gerrard er að tjá sig endalaust um öll þau vandamál sem koma með útlendingum (þeir dýfa, svindla, berjast ekki jafn mikið). Síðast þegar ég gáði hafa komið þrír heimsklassaþjálfarar frá Bretlandseyjum undanfarin 18 ár, Ferguson, Dalglish og Robson. Og enginn þeirra var með “breska stílinn” að leiðarljósi.

    Rafa sagði mjög áhugaverðan hlut eftir leikinn gegn Everton í haust. Hann skipti Gerrard útaf fyrir Lucas og rökstuddi það þannig að hann vantaði þá leikmann sem spilaði með hausnum en ekki hjartanu. Kannski er þetta vandamál á Anfield, að of margir leikmenn, starfsmenn klúbbsins og síðast en ekki síst aðdáendur láti hjartað hlaupa með sig í gönur?

  85. Sammála #89, ég held að Rafa sé að reyna að beina athyglinni eitthvað annað heldur en að sjálfum sér og sér að það er auðvelt að fá Liverpool menn upp á móti Könunum.

    Mér hefur fundist stuðningur eigendanna alveg til fyrirmyndar. Auðvitað gera þeir kröfur til Rafa, annað væri nú bara skrýtið.

    Hann fékk t.d. að kaupa Babel í sumar, akkurat mann sem getur sprengt upp varnir andstæðinga. Af hverju spilar hann ekki meira? Fabregas fékk 2 ár í byrjunarliði Arsenal til þess að þroskast, sjáið hann núna.

  86. Ég vildi sagt hafa, það er ekki hægt að kenna Rafa alfarið um það hversu mikið við erum á eftir hinum topp liðunum, auðvitað að einhverju leiti.

    89 Fair point, en ég held að í dag séum við kominr með það gott lið að 1-2 oftast dýrir heimsklassa leikmenn bæti jafnt og þétt við liðið enda hópurinn í dag mikið mun betri en t.d. þegar GH var með hann. Þ.e. ég held að Rafa sé búinn að vinna grunnvinnuna.

    Það er ekki heldur hægt að líta framhjá því að samkeppnin hefur harnað gríðarlega á toppnum. Man Utd varð meistari í fyrra en eyðir samt 50 milljónum í 3 leikmenn fyrir tímabilið.

    Hvað Arsenal varðar þá er Wenger fyrir það fyrsta einstakur, leiðinda kall að öllum líkindum, en frábær þjálfari og eins hefur hann haft 11 ár til að byggja þetta lið upp, ég held að Rafa sé a.m.k. að reyna að byggja upp lið unglinga sem getur síðan bankað á aðalliðsdyrnar þegar fram líða stundir, eins og Wenger heur tekist hjá Arsenal, ATH, það er ekki langt síðan Wenger var að byggja núverandi lið upp og þá reyndi mjög mikið á þolinmæði nallara, hafa þeir annars unnið mjög mikið undanfarin ár?

  87. Af Liverpool Echo…áhugavert:

    It’s not that Liverpool are a poor side because they certainly are not. But they do have limitations and, unfortunately, they are the kind which allows inferior opposition to frustrate them.

    The biggest problem is a lack of goals from everyone apart from Fernando Torres and Steven Gerrard.

    Take the contribution of Liverpool’s two most effective attackers out of the equation and the other nine members of their starting line up last night have scored just two goals between them all season – and both of those were scored by Xabi Alonso in the 6-0 romp against Derby County.

  88. Daði #91

    • Mér hefur fundist stuðningur eigendanna alveg til fyrirmyndar.

    Að hvaða leiti þá miðað við fyrri eigendur?

    p.s. ef þetta er Daði Rafns sem ég er að svara þá bið ég þig endilega að fara aftur í frí frá Liverpool, það hrökk allt í gang þegar þú gerðir það síðast 🙂

  89. Það er of mikill væll í gangi. Málið er að Benitez hefur hægt og bítandi byggt upp frábært knattspyrnulið. Í nánast öllum leikjum hefur L´pool tögl og haldir en andstæðingurinn verst. Vissulega eru veikleikar og vissulega eru vonbrigði. Þó er engin vafi í huga mínum að stutt er í að hlutirnir smelli saman og þá förum við einnig að búa til okkar eigin heppni.

  90. Er það virkilegt nr. 86? Þú fyrirgefur, en það kæmi mér ekki á óvart að hitt væri sannara. Jafn léleg lið og Wigan pakka í vörn á útivöllum ef þeir skora mark.
    En annars, hvernig veist þú þetta? Talaðir þú við Brúsa eftir leikinn?

  91. Sælir félagar
    Leikstíll RB er ekki sóknarsinnaður. Þess vegna skortir mörk hjá liðinu nema í þau örfáu skipti sem RB flippar og lætur liðið spila sóknarbolta.
    Þá á ég við að allir sæki, liðið frá vörn til fremsta manns sé gífurlega færanlegt og bakverðirnir sæki með miðju- og sóknarmönnum.
    Þessa sóknarfærslu á liðinum hefur vantað nánast alltaf.
    Menn hér kvarta undan bakvörðum liðsins, þeir sæki ekki og því sé kantspil og fyrirgjafir í algjöru lagmarki. Þetta er rétt en hver er ástæðan. Hver leggur línurnar fyrir hvern leik. Ég er vis um að Finnan hefur fengið skammir firir að æða inn í teig Wigan þegar hann og Gerrard lögðu upp markið fyrir Torres. Þetta minnir á Houllier tímana þegar varnarmenn LFC fóru aldrei fram fyrir miðju. Notkun RB á Babel og Leivaer líka hneyksli og endalaus er Kyut svar hans við markaþurrð. Ég held að það sé meiri hætta +á að Carra skori mark en Kyut eða Voronin. Samt eru þessir menn alltaf svar RB við markaþurrð.
    Hugmyndaleysi, varnarsinnuð hugsun, misnotkun og notkunarleysi á leikmönnum ásamt með ofskipulagi og hugmyndasnauðum leik er aðall RB. Ákveðið grunnskipulag þarf auðvita að vera í knattspyrnu en það þarf líka að vera frjálst flæði, hugmyndaauðgi, einstaklingsframtak og LEIKGLEÐI til að hlutirnir gangi upp.
    Þetta virðist allt vanta meira og minna í leik liðsins.
    Það er nú þannig

    YNWA

  92. Stefán Kr #87
    Ef það er eitthvað sem barnalegt og vanhugsað ………… þá er það óþolinmæði sumra Liverpool aðdáenda eins og þín sem rífa leikmenn og þjálfara liðsins niður á miðju tímabili og skapa óeiningu í kringum klúbbinn. Liverpool er ekki með neitt verri leikmannahóp en Man Utd, Arsenal og Chelsea. Okkur skortir bara betri umgjörð í kringum liðið, minni öskur og tilfinningar og meiri hugsun og þolinmæði.

    Í stað þess að rífast stöðugt innbyrðis þurfa allir aðstandendur Liverpool að sameinast um 1 ákveðna leið frammávið.
    Á að kaupa fleiri (hrokafullar) stórstjörnur með tilheyrandi agavandamálum? Á að kaupa fleiri enska leikmenn með stórt hjarta? Á að bíða eftir og treysta á unga leikmenn sem við eigum nóg af eins og Leiva, Insúa o.sfrv. Eða sambland af þessu þrennu?
    Eigum við að spila sóknar eða varnarbolta í framtíðinni? Eigum við að hafa fastmótað leikkerfi á heima, útivelli og í Evrópu? Hvernig á Liverpool liðið að skapa sér sinn eigin karakter á velli þegar allt er stöðugt á suðupunkti og átök utan vallar milli stjórnenda?

    Svona uppbyggilega gagnrýni eigum við að stunda hér. Ekki þetta stöðuga væl um að þessi og hinn leikmaður sé ekki nógu góður og myndi ekki komast í byrjunarlið hinna toppliðana.

    Ég mun aldrei viðurkenna að nokkur þjálfari né leikmaður sé betri en sá sem Liverpool hefur í sömu stöðu.
    Benitez hefur náð miklu betri árangri í Meistaradeildinni (deild bestu liða Evrópu) en Ferguson og Wenger þrátt fyrir mun styttri tíma með Liverpool. Auk þess hefur Rafa náð frábærum árangri á Spáni. Ferguson hefur náð mjög lélegum árangri í Evrópu miðað við peningaeyðslu sem og Wenger sem hefur ekkert plan B í sínum leik.
    Einfalt val.

  93. Hvað Arsenal varðar þá er Wenger fyrir það fyrsta einstakur, leiðinda kall að öllum líkindum, en frábær þjálfari og eins hefur hann haft 11 ár til að byggja þetta lið upp

    Og hvað vann Wénger marga titla fyrstu árin með vörn t.d. sem var með annan fótinn á elliheimilinu?

  94. Já þetta er fróðleg lesning hjá ykkur. Hvað með YNWA stemminguna þetta er að verða neikvæðasta og ein mest niðurdrepandi umræða sem hefur komið upp. Sökudólgur dólgur dólgur til hvers þurfum við þá……EIns og þetta er nú frábær síða drullumst til að hætta þessum barnaskap – liðið búið að vaða í færum í sl tveimur leikjum og á all flestum dögum þá smella inn 2-4 mörk miðað við þessi færi…ekki undanfarið en commmmmon þetta er ekki heims endir

  95. Nr. #99 Hann tók nú við MJÖG góðri og samstilltri vörn og byggði liðið upp útfrá henni. Rafa byrjaði á því að breyta varnarleikinum, svo vel raunar að við virðumst sjaldan vera líklegir til að fá á okkur mörk, þó að undanfarið hafi verið að leka inn grísamörk sem koma út frá frákasti eftir fast leikatriði.

    Annars minnir mig nú að þessir gamlingjar hjá Arsenal hafi flestir þakkað Wenger og nýjum áherslum hjá honum í æfingum fyrir að hafa þannig framlengt ferilinn sinn.

    Annars er ég ekki alveg að fatta hvert þú ert að fara með þessu kommenti?

    og

    100

    Ég held að pirringurinn hjá flestum sé nú að við erum einmitt allt of oft að skapa þennan urmul af færum en virðumst ekki hafa nógu góða menn til að klára þau, eiginlega bara 2.

  96. 99: Hann vann deild og bikar á sínu fyrsta heila tímabili hjá Arsenal.

  97. Babu, þetta er ágætis hugmynd 🙂 Taka sér bara aftur frí.

    Gallinn er að ég horfði hvorki á City leikinn né Wigan leikinn. Þannig að áhrif mín eru greinilega að minnka 🙂

  98. Algjörlega sammála þessari klausu í The Echo um Wigan leikinn:

    There is a spine in place. From Pepe Reina, Jamie Carragher and Daniel Agger in defence through Gerrard, Alonso and Javier Mascherano in midfield, right up to Torres up front.

    And it is a spine which has the potential to better anything on display at the other members of the ‘big four’ – but only if they are supplemented by players of similar class in other positions.

    Erum með öfluga hryggjarsúlu en það skortir toppleikmenn á vængina og í bakvarðastöðurnar til þess að liðið verði samkeppnishæft við hina stóru klúbbana í deildinni.

  99. Það eru þær leikstöður sem alltaf hefur vantað í og Benitez þarf að fara að kaupa í! Fyrsta veturinn hans vorum við með Nunez og Kewell, Garcia stundum og Gerrard stundum. Hann hefur bætt við fjórum verulega góðum miðjumönnum, Masch, Alonso, Sissoko og Lucas en hver er árangurinn með kantmennina? Vissulega skárri kostir í Benayoun og þrælefnilegum Babel, auk þess sem Pennant er fínn kostur í sumum leikjum. Ef við hins vegar lítum raunsætt á málið erum við enn að díla við vandamál með kantmenn, litla breidd í hafsentum og vinstri bakverði.
    Vel má vera að það sé að hluta eigendunum að kenna, ég bara tel það alveg líklegt.
    En frammistaða gærdagsins í kjölfar hryllilegs seinni hálfleiks í Derby og ömurlegrar frammistöðu í Reading verður ekki afsökuð með því að við værum ekki með lið í höndunum til að vinna.
    Eru menn ekki sammála því að liðið virkar þungt, niðurdregið og áhugalaust? Er einhver að heyra sönginn um Rafa á völlunum síðan í 0-0 stöðu gegn United á Anfield?
    Enn einu sinni segi ég og ítreka að ég veit ekki hvort það er rétt að reka Rafa, en ég vill núna segja það að hann þarf að sýna það að það sé rétt að halda honum. Frammistaðan frá 1.des að undanskildum evrópusigri í Marseille hefur verið skammarleg og hann er sá sem á að laga það til. Ef við værum að tapa fyrir Arsenal, Chelsea og United á útivelli, jafnvel gerandi við þau jafntefli væri þetta annað mál! Við erum að klúðra litlu leikjunum, eins og í haust!
    Þá sagði ég að menn gætu sætt sig við eitt slíkt vandræðatímabil á ári, en nú er tímabilið hálfnað og við erum búnir að upplifa tvö!
    Varðandi þá sem segja að lið Martin O’Neill spili breskan kick and run fótbolta skora ég á þá að skoða næstu leiki liðsins, t.d. gegn United um helgina. Síðustu 2 leiki sem ég horfði á hjá Villa sá ég þá yfirspila Arsenal, eina liðið sem ég hef séð gera það í vetur, en vissulega tapa 1-2, á meðan við gátum lítið gegn Skyttunum og náðum í stig. Svo eftir 4-4 jafntefli gegn Chelsea á velli þar sem lið Benitez hefur ALDREI skorað í 6 tilraunum finnst mér nú eilítið hlálegt að tala um O’Neill eins og einhvern djókara.
    Sérstaklega þegar maður les t.d. nöfn eins og Hiddink!!!

  100. Arnór (#98). Þú talar í svo miklu ósamræmi að ég á erfitt með að skilja þig. Minnir á Össur Skarphéðinsson á góðum degi. Og er ekki hálf asnalegt að ætlast til þess að e-n breyti málaflutningi eftir sínu eigin höfði? Það finnst mér einstaklega ólýðræðislegt og mikill fastistaskapur. Þá finnst mér fróðlegt að lesa ummæli þín í ljósi þess að eftirfarandi skrif hafa komið frá þér.
    (1) “Ég veit að Liverpool er enn í uppbyggingu og það verður að gefa mönnum góðan tíma með liðið. En ég spyr mig núna í fyrsta sinn……..erRafa Benitez rétti maðurinn fyrir Liverpool?”
    (2) “Það verður bara að viðurkennast að það vantar jafnvægi í Liverpool liðið í dag. Lið, stjórn og áhangendur er ekki eins og eimreið sem stefnir að sama ákveðna marki.”
    (3) “Enn er eins og Rafa viti ekki sitt besta byrjunarlið.”
    (4) “Staðreyndin er hinsvegar sú að Liverpool í dag skortir sinn eigin karakter inná velli. Okkur skortir okkar eigin leikstíl og að menn hafi soldið gaman að hlutunum.

    Ertu ekki henda steinum úr glerhúsi? Eða kannski að skapa einingu í kringum klúbbinn? Í rauninni er margt að því sem ég er að segja það nákvæmlega sama og þú, nema með kannski eilítið öðruvísi orðalagi. Engin er að deila um árangur Rafa í meistadeildinni, hann er frábær. Árangur hans í ensku deildinni er samt ekki nógu góður. Og enn og aftur, ef MÉR finnst e-n leikmaður ekki nógu góður hlýt ég að mega koma því á framfæri alveg eins og fleiri hérna á spjallinu sem hafa ólíkar skoðanir varðandi leikmenn. Ég veit ekki til þess nema menn séu stöðugt að ræða ákveðna leikmenn og getu þeirra hérna. Ég reyni eftir minni bestu getu að horfa raunsætt á hlutina en ekki verja leikmenn sem skila hlutverki sínu illa fram í rauðan dauðan af því einu tilefni að þeir klæðast Liverpool treyjunni (eins og ég gerði þegar ég var 9 ára). Þannig myndi ég aldrei halda því fram að e-n leikmaður Liverpool væri jafn góður og Ronaldo í sinni stöðu hjá United, eða að United treystu á heppni og einstaklingsframtök til að vinna leiki sína.

  101. Stefán Kr.

    e-n = einhvern
    e-r = einhver
    e-u = einhverju
    e-m = einhverjum

    Sérðu mynstrið?

  102. Og e-ð = eitthvað. Ég veit Gunnar, stundum skrifa ég bara í svo miklum flýtingi. Að mínu viti er orðið fastistaskapur ekki heldur til þó ég held að flestir nái meiningunni. En, þar sem ég er nú áhugamaður um gott málfar þá skal ég fara betur yfir textann minn í framtíðinni. Takk fyrir ábendinguna.

  103. Stefán Kr, það er sko rétt að þú notar öðruvísi orðalag. Ég myndi t.d. aldrei uppnefna leikmann Liverpool Smalahundinn “Kát” til að gera lítið úr honum.
    Slíkt er þér ekki sæmandi enda ertu örugglega góður penni.

    Þessi komment mín sem þú “quotar” í eru bara eðlilegar vangaveltur ultra harðs stuðningsmanns um hvort liðið sé á réttri leið.
    Ef maður spyr svona spurninga á málefnalegan hátt og rökstyður sitt mál líkt og ég hef alltaf reynt getur það á endanum skapað mun meiri einingu innan félagsins en Pollýönnuskapur og hausaveiðar.

    Ég hef margoft skrifað hér að við eigum að bíða með dauðadóma yfir þjálfara og leikmönnum til loka leiktíðar og meta stöðuna þá og stend við það.
    Úrslit eins og jafntefli heima gegn Wigan verða þó alltaf til þess að menn sparki réttilega í rassgatið á liðinu. Þessi frammistaða var ekki Liverpool sæmandi og leikmennirnir vita það. Í þannig aðstæðum getur reiði stuðningsmanna virkað hvetjandi sé hún rétt sett fram. Uppnefni skila þó engu.

    Áfram Liverpool.

  104. Smalahundurinn “Kátur” er hugsað meira svona sem saklaus myndlíking eða Kristinn R. Ólafsson stæling frekar en uppnefni. Góðvinur minn kallar hann “búálfinn” sem er að mínu mati meira uppnefni, enda gagngert gert grín að útliti frekar en hátterni. Það má þó vera að þetta hafi verið óviðeigandi og ómerkilegt? Biðst afsökunar ef ég hef sært blygðunarkennd manna.

  105. Sælir félagar
    Þetta er orðið helv… gott hjá okkur og nú eru menn orðnir svo dasaðir, af því að pirrast útí liðið okkar og hverja aðra, að menn biðjast afsökunar hægri vinstri.
    Það er gott að sjá og lesa að menn geta rifist og sagt eitthvað í æsingi og verið svo menn til að biðja afsökunar þegar um hægist. Sannur liðsandi og sýnir hvað stuðningsmannahópurinn er í raun vel gerður.
    Þó ég sé nú stundum með þeim pirraðri eftir svona leiki þá er það nú svo að maður nær sér niður með því að senda pirringinn sinn hérna inn og lesa um pirring og ergelsi annarra.
    Svo reyna menn þrátt fyrir allt og allt að ræða málin málefnalega og finna út hvað er hægt að gera í stöðunni og hvað verði gert í framhaldinu. Allt endar þetta á góðum nótum og fyrir mína parta er það hreint sáluhjálparatriði að skrifa hér inn og lesa skrif annarra.
    Ef þessi síða væri ekki til staðar þá mundi maður verða brjálaður vegna skorts á útrás og umræðu. Umræðan hér er málefnaleg þó menn missi stundum vald á tilfinningum sínum þá er það bara mannlegt þegar maður elskar sitt lið af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni.
    Það er nú þannig

    YNWA

One Ping

  1. Pingback:

Liðið gegn Wigan – 4-5-1 og Pennant á kantinum!

Grein í Guardian