Wigan á morgun!

Gleðilegt árið 2008! Þar sem í dag er nýársdagur og ég í sama letistuði og aðrir landar verður þetta stysta upphitun sögunnar. Snúum okkur að efninu: Liverpool FC (hey! það er liðið sem við höldum með!) hefur nýja árið með heimaleik í Úrvalsdeildinni á morgun, 2. janúar 2008. Var ég búinn að nefna að það er núna árið 2008?

Wigan eru í fallsæti fyrir þennan leik og nýja stjóranum, Steve Bruce, hefur gengið illa að rífa liðið upp eftir að hann tók við fyrir heilum mánuði síðan. En auðvitað vita allir að það er dauðasök að ná ekki samstundis árangri með lið, þannig að Brucie verður orðinn atvinnulaus í febrúar. Kannski mun endurkoma Emile Heskey breyta einhverju þar um, en gamli Liverpool-framherjinn er víst orðinn heill og verður með í þessum leik á morgun. Að öðru leyti verður þetta sama lið og venjulega hjá Wigan, og já þá á ég við að Titus Bramble verður í vörn þeirra (og sókn okkar).

Hjá okkar mönnum snýr Peter Crouch aftur eftir þriggja leikja bann og verður nær pottþétt í byrjunarliðinu. Það eina sem gæti aftrað því er ef Rafa er að selja hann, þannig að ef Crouchinho byrjar ekki inná á morgun er ykkur frjálst að draga ályktanir. Eins með Momo, ef hann er ekki í 16-manna hópnum á morgun er hann á leið til hæstbjóðanda … hvað úr hverju. Hvað aðra leikmenn varðar geri ég ráð fyrir að Rafa muni hvíla Torres og jafnvel Gerrard líka, en þeir virkuðu báðir þreyttir á sunnudag gegn Man City. Ég spái því að Rafa byrji með þetta lið á morgun:

Reina

Finnan – Arbeloa/Hyypiä – Carragher – Riise

Benayoun – Alonso – Mascherano – Aurelio

Crouch – Voronin

**Bekkur:** Itandje, Arbeloa/Hobbs, Gerrard, Kewell, Babel.

**MÍN SPÁ:** Sko, ég hef sagt það áður og ég segi það aftur; við eigum **ekki** að þarfnast Gerrard og Torres til að vinna lið eins og Wigan á heimavelli. Sérstaklega ekki þegar Titus Bramble er miðvörður andstæðinganna. Þannig að jafnvel þótt Torres fái algjöra hvíld á morgun og Gerrard tyggi tyggjó á bekknum á þetta að vera auðveldur sigur okkar manna og ekkert annað.

Var ég búinn að minnast á að Titus Bramble er í liði Wigan? Þetta verður **4-0 sigur** okkar manna og hana nú! 🙂

34 Comments

  1. Ekki spurning….þetta verður léttur sigur.

    En það sem Mascherano er að segja í fjölmiðlum hef ég miklar áhyggjur af. Ég bara trúi ekki að Liverpool kaupi hann ekki!!!

    Hann færi varla að segja svona nema ef hann vissi að Liverpool ætlaði ekki að kaupa sig og er í leiðinni að auglýsa sig fyrir öðrum liðum sem eiga pening.

  2. Gleðilegt árið. Þetta á að vera skyldusigur. Held samt að við höfum ekki efni á því að hafa Torres ekki einu sinni í hópnum. Held að hann hljóti að vera a.m.k. á bekknum. Við hljótum að klára þetta létt.

  3. Tökum þetta 2-0.
    Júlli, ef Liverpool kaupir ekki Masce þá er það ekki útaf því að Rafa vilji hann ekki eða hann vilji ekki sjálfur vera áfram, heldur vegna þess að nýju eigendurnir eru ekki að standa sig.
    Fjandinn !!!
    Chel$$a voru að komast yfir á móti Fulham með víti sem Ballack skoraði úr, ég ætla að gerast svo djarfur að segja að þetta hafi verið púra víti ; )

  4. Gleðilegt ár.
    Þvílíkt rugl hjá Chelsea, fá gefins aukaspyrnu og upp úr henni gefins víti og skora svo eftir horn sem Niemi átti að taka. Og Arnar Björnsson segir að þeir hafi verið nánast stórkostlegir í seinni hálfleik.

  5. Jaa…Chelsea átti 9 skot á mark meðan Fulham átti 1 í seinni hálfleik. Segir það ekki eitthvað?

  6. ——————Reina————–
    Arbeloa-Carragher-Hobbs-Aurelio
    Benayoun-Alonso-Lucas-Kewell
    ——–Crouchinho—Babel———-
    Spái þessu liði þar sem við eigum að vinna þennan leik með hvaða liði sem er og það verður fínt fyrir Lucas og Hobbs að fá leikreynsluna, þessi leikur verður svo nýttur til að Alonso komist aftur í leikform og síðan er ég viss um að Kewell muni leika leikinn alveg til enda í fyrsta sinn í LANGAN tíma og svo held ég að Crouchinho komi hungraður til baka og að Ryan Babel
    fái loksins tækifæri frammi í “alvöru” leik.

    Titus Bramble skoraði nú um daginn og fyrst sá maður getur skorað hlýtur Jamie Carragher að skora í þessum leik!!!!!!

    6-0, Crouchinho endurtekur leikinn frá því í fyrra og skorar glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu, Lucas Leiva skorar sitt fyrsta mark, Babel skorar sínu fyrstu, af vonandi mörgum, þrennu og til þess að halda í þessa hefð þína segi ég eins og ávallt Carragher skorar!!!!

  7. Ef Rafa fær ekki einhverja peninga í janúar og svo í vor til að kaupa Masche þá spái ég því að hann yfirgefi kúbbinn í vor. Það myndi ég gera í hans sporum. Það er ekki gaman að stýra klúbbi sem sýndarmennskugaurar í vestri keyptu upp á punt.

  8. Helgi: Ef við kaupum ekki Mascherano þá fer hann því lánssamningurinn er búinn eftir þetta tímabil. Ég hef hins vegar mikla trú á því að Rafa fái að kaupa hann.

    Hvað varðar þennan leik á morgun þá er þetta algjör skyldusigur og allt annað er hræðilegt. Man U, Chelsea og Arsenal unnu öll í dag og sama VERÐUM við að gera á morgun. Í raun alveg sama hvernig liðið er því þeir leikmenn sem eru í 30 manna hóp hjá okkur eiga að vera á pari við 11 bestu hjá Wigan og málið er látið.

  9. Auðvitað kaupum við Masche. Ef það gerist ekki, þá verður allt vitlaust. Hann er einn vinsælasti leikmaður Liverpool, Rafa elskar hann og nýju eigendurir munu gera allt brjálað ef þeir kaupa hann ekki. Ég mun ekki trúa því fyrr en ég sé það að hann verði ekki keyptur.

    Þið verðið að athuga að þegar þið lesið þessi viðtöl við Masche, þá er látið líta svo út að þetta sé nánast skrifuð yfirlýsing frá honum en líkurnar eru samt á því að þetta séu svör við spurningum blaðamanns, sem orðar spurningarnar þannig að úr verði spennandi saga.

    En varðandi þennan leik, þá held ég að Rafa hafi gert mistök með því að hvíla ekki Gerrard og Torres gegn Derby og ég tel að þessi uppstilling hjá Kristjáni yrði mjög góð, fyrir utan það að ég vil ekki hafa Aurelio á kantinum.

  10. Magnús Arnar – ég er að tala um að Rafa yfirgefi klúbbinn. Það er sjálfgefið að Masche fari ef hann er ekki keyptur. Rafa lætur ekki bjóða sér slíkt.

  11. Ég verð að vera hreinskilinn og segja að Masche var aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér en hefur að mínum mati “þroskast” ótrúlega hjá Liverpool og ekki bara duglegur í að vinna boltann á miðjunni heldur líka farinn að skila honum vel frá sér. Hann er allavega orðinn einn af mínum uppáhalds leikmönnum hjá Liverpool og verð ég allt annað en sáttur ef Liverpool kaupa hann ekki.

    Leikurinn á morgun fer 2-0 fyrir okkur, Jússí Bennajún setur hann eftir klafs í teignum og Lucas Leiva skorar sitt fyrsta mark með skoti fyrir utan teig.

  12. Hvernig geta það flokkast sem mistök að hafa ekki hvílt Torres og Gerrard gegn Derby þegar þeir unnu leikinn fyrir okkur á endanum?

  13. Þessi Aurelio..Fabíó..mér finnst hann aldrei hafa sýnt neitt. Mín vegna mætti
    þróttur fá hann gefins. Liverpool vinnur aldrei deildina með Rafa sem stjóra.
    Þegar hann náði þessu titlum á Spáni var allt í rugli hjá Real og Barca.
    Bring back King Kenny….takk.

  14. Aurelio finnst mé mun betri en Riise, en það er bara míin skoðun. Við þurfum peninga til að kaupa Macheranao og framherja, selja Sossoko Kuyt og Riise sem skiptimynnt.

    Ekki er langt liðið á árið 2008 en þú færð klárlega ekki Bjarsýnisverðlaunin í ár Steinþór

  15. Rafa er ekki að fara að selja neinn frá Liverpool í janúarglugganum….nema þá Sissoko enda er hann byrjaður að væla ef trúa á fjölmiðlum.

    Ef hann kaupir einhverja þá eru það uppfyllingarefni í vörnina og ef við erum heppnir í sóknina líka. En þetta verða engir stórlaxar, það er öruggt.

    Kuyt á eftir að vera annar kostur áfram á eftir Torres…..enda er ég klár á því að Kuyt á eftir skora mörk í kippum eftir áramót. Þó væri gaman að sjá Babel spila heilann leik frammi til að sjá hvort hann á eitthvað í þessa stöðu. Persónulega efast ég um það þó hann hafi alla burði til að sanna að hann eigi þá stöðu skilið.

  16. Já gífurleg vonbrigði með Sissoko karlinn. Hann var svosem aldrei góður að senda tuðruna á næsta mann. Það er dáldið magnað að við séum bara búnir
    að taka 2 leikjum miðað við allt og allt. Sami er er orðin hægari en gömul dráttarvél en eins og með gamlar dráttarvélar þá er alveg ótrúlegt hvað
    hann endist. RBB (Rafa Benítez Bless) karlinn hlýtur að vera með varnarmann
    í sigtinu núna í janúar. Dirk er bara ekki að gera sig karlinn. Hrikalega góður í að hlaupa. Skilst að þeir vilji fá hann í hollensku boðhlaupssveitina á næstu ÓL.

    ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ SELJA CROUCH. Fyrir utan það sem hann skorar sjálfur þá býr hann til margt fyrir aðra og hans vandamál er að RBB notar
    hann of litið.

  17. Ekki gleyma því að Benitez hefur aldrei unnið Bruce í deildarleik. Það skiptir máli, Bruce virðist þekkja sóknarleiðir Benitez. Þess vegna held ég að sjáum lyklana ekki hvílda í leiknum.
    Varðandi janúarkaup og stöðu Benitez held ég að við ættum að bíða aðeins, sjá hvað er í gangi. Ég hef mestar áhyggjur af því núna að þessir ágætu Kanar eigi ekki mjög mikinn pening, og ætli að fara að skipta sér verulega af rekstri félagsins. Það mun ekki stýra mikilli lukku.
    Ef hins vegar skipt verður um stjóra verða menn líka að átta sig á því að margir leikmenn munu hverfa frá liðinu og við göngum í nýtt tímabil endurnýjunar. Ekki bara aðalliðsins, munum að Rafa fékk frjáls spil með félagið í sumar.
    Kenny Dalglish er t.d. maður sem ég tel engar líkur á að nái árangri í nútímanum, til þess hefur hann einfaldlega verið allt of lengi í burtu. Ég vona innilega að Barca reki Rijkaard fljótlega svo Móri fái vinnu þar, ég er skelfing hræddur um að Kanana langi í hann, en það yrði hræðilegt.
    Ég sá Parry tala um það að Benitez hafi verið fenginn því hann kynni að búa til meistaralið. Hef mikið velt upp nöfnum í huganum en finn engin. Nema Martin O’Neill, sem við sennilega fáum ekki.
    Þess vegna er ég enn á því að Benitez eigi að fá veturinn – en ef við eigum aftur tilgangslausan apríl og þreyttan maí verða menn að skoða það að fórna karli.
    Jafnvel þó Reina, Alonso, Gerrard og Torres yrðu á móti því og færu hugsanlega, eins og ég spái að Lampard, Drogba og Carvalho geri í sumar hjá Chelsea eftir brotthvarf Sérstaks…..

  18. Þetta verður hatrömm barátta Jamie Carragher og Titus Bramble um hvor nær að skora fyrr fyrir Liverpool. 6-0 og eftir leik mun Rafa staðfesta að kaupin á Mascherano hafi gengið í gegn.

  19. Skyldusigur 4-0 – og óhefðbundnir markaskorarar að miklu leyti: Finnan (17), Mascherano (65), Aurelio (69) og Torres (74).

  20. Ég sá Parry tala um það að Benitez hafi verið fenginn því hann kynni að búa til meistaralið. Hef mikið velt upp nöfnum í huganum en finn engin. Nema Martin O’Neill, sem við sennilega fáum ekki.

    Martin O’Neill vann í Skotlandi. Alveg einsog Alex McLeish, Gordon Strachan og jú, Graeme Souness.

  21. Aurelio er ekki að fara. Það er algjörlega crucial að hafa a.m.k. einhvern Fabio í liðinu fyrst Voronin gæti farið í sumar 😀

  22. Ég rakst á frétt á mbl þess efnis að Ranieri hafi enn áhuga á að fá Sissoko til Juventus, ef svo er finnst mér það hið besta mál. Hann viðrist því miður ekki hafa það sem þarf til að verða afburðarknattspyrnumaður þó svo að hann hafi átt fína spretti með Liverpool, reyndar hefur hann lennt í 2 mjög erfiðum meiðslum og erfitt verið fyrir hann að finna taktinn aftur. Ef við fáum einhverjar kúlur fyrir hann er það hið besta mál og þá ættum við að hafa meiri pening til að kaupa vinstri bakvörð, eða annan framherja. Þá er bara að vona að Ranieri taka pakkadíl á þetta og versli Riise eða Kuyt í leiðinni…eða hvað?

    En klárlega vanntar aðra ógn frammi með Torres, þar sem að ef lið ná að halda honum í skefjum er heilmikið verk unnið því Kuyt og Voronin hafa ekki verið að skapa mikinn usla í vörn andstæðinganna og ekki fær Couch mikið að spila. Ef við hefðum 2 skeinuhætta frammi skapa þei ósjálfrátt pláss fyrir hvorn annan bara meðp því að vera inni á vellinum.

    Með ósk um fallegan knattspyrnu sigur í kvöld.

    3-0 Babel, Gerrard (2)

  23. ef við sigrum ekki á eftir þá erum við búnir að gera þetta alltof erfitt og þá efast ég um að við náum í dolluna í vor. við verðum að stefna á 3 stig í öllum leikjunum sem eftir eru í deildinni, arsenal og united tapa sennilega ekki mörgum stigum hér eftir.
    við verðum að sigra öll 3 liðin sem eru fyrir ofan okkur og KLÁRA svo litlu liðin ef þetta á að hafast, leikurinn í dag er því mjög mikilvægur, lítill leikur sem þarf að klárast. það þarf ekki gerrard og torres í leiknum og ég vona að þeir verði fyrir utan hóp og algjörlega hvíldir.
    við töpum aldrei þessum leik, en jafntefli á móti svona liði er tap í mínum huga og því verður að ná í 3 stig og hætta þessu jafnteflisbulli sem er óþolandi.

  24. svo tel ég ólíklegt að crouch og sissoko verði seldir í janúar glugganum. það þurfa ekki margir að meiðast til að það sé rými í hópnum fyrir þessa tvo. svo vill ég frekar selja voronin og kuyt í staðin fyrir crouch. en hvað varðar sissoko þá verður honum örugglega haldið þangað til í sumar upp á breiddina að gera. þó hann megi missa sín fyrir mér, getum notað jay spearing úr varaliðinu ef margir miðjumenn meiðast. en það verða vonandi nokkrar druslur seldar næsta sumar og nýjir kaggar (með tækni) keyptir.

  25. Er ekki bara málið að fá Chiellini vinstri bakvörð Juve? setja bara Sissoko uppí og nokkrar millur þá erum við í góðum málum næstu 7-10 ár

  26. Við þurfum að tryggja viðurvist Mascherano, mér finnst 17 milljónir samt í hærra lagi, einhverjum 4-5 of mikið. Síðan vil ég sjá Nicolas nokkurn Anelka í lið LFC og það ekki seinna en strax. Hann er búinn að skora 10 mörk í deildinni og það með slöku liði Bolton, hvað ætli hann myndi gera með Torres sér við hlið og Stevie G og Xabi fyrir aftan sig, tala nú ekki um highly rated vængmennina sem flestir binda vonir sínar við að muni koma til liðsins áður en langt um líður.
    Hvað segið þið, ætti að vera fáanlegur fyrir 8-10 milljónir punda.

    Maður er farinn að vera virkilega spenntur fyrir þessum janúar glugga.

  27. Gerrard og Torres verða ekki alveg hvíldir í kvöld, þar sem við eigum leik gegn Luton um helgina. Þar fá minni spámenn að spreyta sig.

  28. Held að Anelka sé að fara til Chelsea í Janúar. Sé ekki fyrir mér bæði Mascherano og einhvern súperdýran núna

  29. Sammála Antoni með Chiellini, væri heldur betur til í það! Annars held ég að Insúa fái bráðum sénsinn, virkar vel á mig sá strákur.
    Einar. Martin O’Neill var vissulega meistari í Skotlandi. Eins og þeir sem þú nefndir, en líka t.d. Alex Ferguson. King Kenny fór illa í norðrinu líka, svo ég held að O’Neill væri fínn kostur. Kom Celtic líka í úrslit UEFA cup, sló þá út ónefnt lið á leiðinni, auk þess sem hann vann titla með Leicester og er nú að gera almennilegt lið úr ASTON VILLA!!!!
    En ég reyndar fíla líka hversu ákafur hann er á línunni og hversu flottur hann er í allri framkomu tengdri leikjum, í viðtölum og slíku. Ef að Benitez, góður Spánverji, og Houllier, góður Frakki, ná ekki árangri í ensku deildinni þurfum við að mínu mati Breta sem þekkir þessa deild.
    En ég ítreka að ég er ekki að stinga upp á því að Benitez verði látinn fara, hann á að fá veturinn og hefur byggt upp margt gott að undanförnu eftir dapran endi á tíð Houllier. Ég er bara að velta fyrir mér hvað væri gott EF svo færi að Kanarnir segi “hasta la vista”, sem ég tel alveg 50% líkur á núna……

  30. Jose Mourinho, skítsæmilegur Portúgali, og Arsene Wenger, góður Frakki hafa náð prýðilegum árangri í þessari deild. Til að menn nái árangri í Úrvalsdeildinni þurfa þeir ekki að vera Bretar né að vera skælbrosandi á hlíðarlínunni og í viðtölum. Ef þetta væri svona einfalt þá væri líklega best að ráða Ricky Gervais til starfans, en hann uppfyllir vissulega þessi tvö skilyrði sem sumir virðast telja afskaplega mikilvæg.

    Ég vil að Benitez fá lengri tíma því mér finnst hann enn vera á réttri leið með hópinn. Þolinmæði er lykilatriðið.

    Liverpool vinnur þennan leik í kvöld 2-1. Wigan kemst yfir en Kuyt skorar tvö….nei ok full langt gengið hér í bjartsýninni 🙂

  31. Dirk Kuyt drops to the bench for Liverpool, who start with a five-man midfield that comprises Jermaine Pennant, Harry Kewell, Xavi Alonso, Javier Mascherano and Steven Gerrard, who is expected to support Fernando Torres up front.

One Ping

  1. Pingback:

Áramótakveðja

Liðið gegn Wigan – 4-5-1 og Pennant á kantinum!