Manchester City á morgun

Á morgun, sunnudaginn 30. desember kl. 16:00, mun Liverpool heimsækja Manchester City, lið sem hefur komið mér á óvart með góðum árangri en maðurinn sem stýrir liðinu er enginn auli í fræðunum, fyrrum landsliðsþjálfarinn Sven Göran Eriksson. Undir hans stjórn hefur City staðið sig frábærlega á heimavelli: 9 sigrar og eitt jafntefli. Það jafntefli kom nú bara núna um daginn á móti Blackburn og voru þar með fyrstu stigin sem City tapaði á heimavelli. Aðeins tvö önnur lið standa sig jafnvel á heimavelli: Arsenal og Manchester United. Að vísu er Chelsea fjórða taplausa liðið á heimavelli (og þá eru þau öll talin upp) en þar eru jafnteflin mun fleiri. City menn hafa hins vegar einungis unnið einn útileik. En hvaða máli skiptir þetta? Engu! Því ég hef sagt það áður og geri það enn: tölfræðin lýgur ekki en hún vinnur heldur ekki leiki – eða tapar þeim.

Eflaust vill Manchester City sýna sínum stuðningsmönnum og öðrum liðum, að árangur þeirra á heimavelli er engin heppni. Liðið vann jú Man Utd 1:0 í byrjun tímabilsins en þá var líka talað um verstu byrjun United lengi. Liðin, auk United, sem hafa tapað gegn City á þessum velli í deildinni eru Derby (1:0), Aston Villa (1:0), Newcastle (3:1), Middlesbrough (3:1), Birmingham (1:0), Sunderland (1:0), Reading (2:1) og Bolton (4:2). Hins vegar unnu Tottenham þá þarna í deildarbikarnum um miðjan desembermánuð … ergo: það er alveg hægt að vinna þetta lið! 🙂

Liverpool gerði markalaust jafntefli við Manchester City á City of Manchester Stadium á síðasta tímabili og hefur í raun ekkert gengið illa með City í úrvalsdeildinni. En þetta er alltaf spurning um formið, dagsformið og stemninguna. Hvernig er ástandið á mönnum?

Sami fór meiddur af velli gegn Derby og skv. Rafa í gær lék vafi á því hvort Sami gæti spilað. Hann hintaði hins vegar að því að Agger gæti byrjað, eða alla vega spilað eitthvað. Finnan sneri aftur í síðasta leik – en heldur hann sæti sínu? Þar sem ég náði þeim merka áfanga að spá algjörlega rétt um byrjunarliðið gegn hinu Manchester liðinu fyrir tveimur vikum, þá er eina leiðin niður hjá mér núna. Síðasti leikur ársins … tíminn til að taka sénsa … en hversu marga sénsa tekur Rafa? Hér er alla vega mín spá um byrjunarlið okkar frábæru manna:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hobbs – Riise

Gerrard – Alonso – Mascherano – Babel

Torres – Crouch

Bekkurinn: Itjande, Aurelio, Benayoun, Kewell, Kuyt

Það er kannski eðlilegt að Sven mæli þessi orð:

“Steven is one of the best players you can find. He has everything. He can defend. He can tackle incredibly well. He has vision, he is an extremely good passer. He can shoot, score goals and has the energy to get up and down the pitch.”

Vissulega segja menn margt í sálfræðinni fyrir leiki, en hér er engin sálfræði á ferðinni í orðum Svens. Þetta er bara sannleikur. Og ef fyrirliðinn okkar verður í þannig stemningu og skapi að drífa menn áfram … þá er voðinn vís fyrir mótherja Liverpool. Við erum jú að tala um lið sem vann Barcelona 2:1 á Nou Camp … við getum þar af leiðandi vel verið fyrsta liðið á þessu tímabili sem leggur Manchester City að velli á heimavelli þeirra – í deildinni.

“The best is yet to come,” segir Rafa, sem ætlar að kaupa í janúar og ekki selja. Verðum við ekki bara að leggja trú og traust á þessi orð þjálfarans? Með Torres og Gerrard í toppformi, með klettinn Mascherano og ædolið Carragher í algjörum klassa, að ég tali nú ekki um einn besta markmann heims, Pepe Reina, þá hlýtur markmiðið að vera skýrt: sigur og ekkert annað!

Spá: Þetta verður frábær leikur, mikil barátta, en glæsileg spilamennska. Liverpool mun sýna mátt sinn og megin, og enda árið með hvelli. Lokaleikurinn ársins í fyrra var gegn Tottenham á White Hart Lane – þar skoraði Luis Garcia sigurmarkið á 45. mínútu. Sama verður upp á teningnum núna, nema hvað að hann fer 1:3, þar sem Torres skorar tvö og Gerrard eitt. Gleðileg nýtt ár, kæru Liverpool-áhangendur!

53 Comments

  1. Sammála með 1-3…Torres 2 og Babel eitt.

    Hins vegar veltir maður því fyrir sér afhverju Benitez sá sig knúinn til að tala um á þessum tímapunkti að hann vildi ekki selja? Einhver ástæða þar að baki? Ef allt er eðlilegt, afhverju er hann þá að segja þetta núna? Er einhver stór leikmaður sem vill í burtu? Er von að maður spyrji sig?

  2. Ég er ánægður að þessi leikur skuli vera síðasti leikur umferðarinnar. Held að það vinni með okkar mönnum í þetta skiptið.

    Ég hef ekki trú á því að Crouch byrji inn á. Er hann ekki líka í leikbanni?? Eða var rauða spjaldið sem hann fékk í Carling Cup aðeins eins leikja bann?? Hef meiri trú á Kuyt. Þetta er ekta leikur fyrir hann. Við þurfum vinnusemina hans og kraftinn. City vanir að sækja á heimavelli og leita örugglega eftir því að keyra okkar menn í kaf strax í byrjun. Held að Kuyt brilleri á morgun.

    Ósammála þér Arnór með Torres að hann geti lítið í uppspili eins og þú orðar það. Veit ekki með langskotin en var ekki Torres aðallega í hlutverki aftari framherja hjá Atletico Madrid? Einhver leiðrétti mig með það ef ég hef vitlaust fyrir mér. Hef lesið viðtöl við hann eftir að hann kom til Liverpool þar sem hann segir hlutverk sitt núna ólíkt því sem var hjá AM.
    Þá vinnur Torres vel til baka ef með þarf og hefur fengið mikið hrós fyrir hjá Meistara Benites… 🙂 Kemur ekki á óvart.

    Magnaður leikur fram undan. Ef einhvern tíma var þörf þá er nauðsyn nú á þremur stigum. Okkar menn þurfa virkilega á því að halda að sanna styrk sinn svo um munar í deildinni!! Þetta er leikurinn til þess. Jafntefli getur verið ásættanlegt í baráttunni um Meistardeildarsæti en gefur okkur ekki það andlega og stiga “boost” sem við þurfum til að halda okkur inn í þeirri mynd sem alla Púllara dreymir um!! Tap kemur ekki til greina og hana nú.

    Koma svo Liverpool….
    Gerið það fyrir nú fyrir mig elsku “idolin” mín að sigra City.. svo áramótin verði nú enn ánægjulegri… 🙂

  3. Benni Jón, er hann ekki bara að segja það vegna þess að pressan hefur verið svo dugleg við að bendla Momo, Crouch og Riise við önnur lið.

    Að mínu mati þá væri það glapræði að selja þessa þrjá menn (allavegana Crouch og Riise) nema ef Benitez getur keypt betri leikmenn fyrir þá strax í janúar. Helsta vonin í janúar er að kaupa af liðum þar sem tímabilið er í rugli (einsog t.d. Silva hjá Valencia) eða menn sem eru að klára samninga við sín lið.

    En já, Crouch er í banni og svo er spurning með Arbeloa – las að hann væri að jafna sig af flensu.

  4. Sælir bræður og systur, smá off the topic en þá vildi ég deila með ykkur Apple notendum þarna úti öllum leikjum Liverpool sem eru á dagskrá eftir jól í formi iCal dagatals forritinu. (sem ég gerði bara sjálfur og þið getið sett inn leiki sem eiga eftir að fá dagsetningu.)
    Einfaldlega farið á þessa síðu http://senduit.com/aefc73 og þá byrjar sjálfkrafa að download á litlum file sem addast inní iCal hjá ykkur.
    Margir eru eflaust sjálfir búnir að setja þetta inn en mér langaði bara að deila þessu fyrir áhugasama.

  5. Takk fyrir uppfærsluna á iCal….mjög sneddí.

    En fyrir mér er þessi umferð nánast úrslitaumferð. Öll efstu liðin eiga erfiða leiki fyrir höndum og hér getur skilið á milli…..eða dregist saman á toppnum. Ég er nokkuð viss um að efstu liðin tapa stigum og þá er ég sérstaklega með Arsenal í huga.

    En ég er nokkuð viss um að við vinnum leikinn á morgun og þá er bara spurning hvað hin liðin gera!!!

  6. Stutt viðtal við Crouch um sögusagnirnar. Hann er skynsamur því hann áttar sig á því (öfugt við Baros og Cisse) að ef hann fer frá Liverpool, þá verður það til lélegra liðs. Betra er því að vera áfram, halda kjafti og berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

    Ég er allavegana á því að þrátt fyrir að hann hafi verið slappur að undanförnu, að Crouch sé á svo marga vegu einstakur leikmaður að það væri synd að sjá á eftir honum. Hann getur boðið uppá nýja vídd í sóknarleiknum okkar.

  7. „Hann getur boðið uppá nýja vídd í sóknarleiknum okkar.“

    Mörk. Þú ert að tala um mörk, geri ég ráð fyrir. Enda væri það ný vídd í sóknarleikinn að sá framherji sem spilar með Torres skyldi skora eins og eitt mark. 🙂

    Ég persónulega vona að Crouch fari ekki. Eins og Einar segir, þá býður hann upp á eitthvað spes sem leikmaður sem erfitt er að finna annars staðar, á meðan vinnuhestar eins og Kuyt og Voronin eiga marga sína líka og því auðveldara að skipta þeim út ef þeir eru ekki að standa sig.

    Annars, fín upphitun Doddi. Crouch er í banni og byrjar því ekki á morgun, ég myndi skjóta á Kuyt við hlið hans. Ekki það að ég sé bjartsýnn á að Kuyt geri einhverjar gloríur á móti Micah Richards, en ég held að Rafa velji hann samt í liðið.

    Ég held að þetta verði steindautt 0-0 jafntefli á morgun. Myndi helst vilja vinna, en ef við gerum jafntefli í þessum leik skal ég hirða það fegins hendi. En við sjáum til hvað Gerrard og Torres hafa í pokahorninu, enda virðast þeir vera eina leiðin okkar til marks í desember.

  8. Það má kannski bæta því við, ef það kom ekki nógu skýrt fram hér að ofan, þá hef ég ENGA trú á að Dirk Kuyt og Andryi Voronin geti búið til mörk fyrir okkur á morgun. Að segja að þeir séu í lægð er móðgun við aðra leikmenn sem eru í lægð. 🙂

  9. Ég hef verið að velta einu fyrir mér yfir hátíðirnar, eigum við að setja allt effort og allan pening í að kaupa einhvern yfir meðallagi leikmann í Janúar (fyrir utan David Silva sem er heimsklassa leikmaður og gæti verið á leiðinni í janúar :D) eða eigum við að “sætta” okkur við að ná ekki titlinum núna, halda okkur við þann mannskap sem við höfum og styrkja liðið sjúklega mikið næsta sumar?
    Janúarglugginn: býður ekki uppá marga stórfiska David Silva er eini heimsklassaleikmaðurinn sem er þar “raunhæft” markmið og eini maðurinn sem kemst hugsanlega nálægt því fyrir utan hann er Goran Pandev Makedóníumaðurinn frá Lazio síðan eru bara einhver nöfn sem að finnast ekki einu sinni á wikipedia sem er verið að tengja við okkur.
    Sumarglugginn: Býður hinsvegar upp á allann fjandann. Þar höfum við ekki aðeins lengri tíma heldur alveg örugglega meiri pening að moða úr. Þá er líka meiri séns á að lokka menn til okkar miðað við hvernig staða liða verður eftir leiktíð, t.d. ef Liverpool vinnur deildina hækkar hlutfallið yfir þá leikmenn sem vilja koma, ef eitthvað lið, með leikmenn sem við erum á eftir, skítur á sig (Valencia er t.d. á góðri leið með það og því gæti verið útsala þar á bæ eftir tímabil með menn eins og David Villa og David Silva, Vicente, Juaquin o.s.fr.) Við gætum fengið leikmenn eins og sóknarmanninn Huntelaar og unga og efnilega vinstri bakvörðinn Urby Emanuelson frá Ajax, sem hefur átt í fjárhagslegum vandræðum og þurft að selja margar stjörnur eins og Sneider til Madrid og Babel til Liverpool, ef Sevilla dettur úr meistaradeildinni í næstu umferð og gengur illa í deild gæti þá opnast gluggi til að fá leikmenn eins og bakverðina Alves og Adriano og kantmanninn Jesus Navas. Þetta tengist leiknum á morgun þó voða lítið, er bara búinn að hugsa um fátt annað í jóla-“fríinu” og varð að fá svona semi-útrás fyrir þessar hugsanir mínar.
    Spái leiknum 2-0 þar sem Babel skorar bæði mörkin eftir að hann kemur inná fyrir Benayoun.(Enda væri töluvert erfitt að skora ef hann ekki inná og líka erfitt að fá þau ekki dæmd af 🙂 )

  10. Sælir félagar
    Eins og alltaf þá vil ég fá Babel frammi með Torres og sakil ekki afhverju það er ekki gert. Þetta verður erfið’ur leikur en mun vinnast með marki frá mínum manni Carragher sem skorar seinna markið í 1 – 2 sigri okkar manna. Torres setur hitt eftir einleik á fiðlu og píanó í teig andstæðinganna sem munu eigra um í villu og svíma. Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Ætla að breyta spá minni Carragher skorar að sjálfsögðu bæði mörkin í 0-2 sigri Liverpool, annað með hjólhestaspyrnu og hitt með skoti af 35 metra færi sláin inn.

  12. West Ham vann Man U og því miður náði Kalou að skora gegn Newcastle. Núna er þetta einfalt: ÁFRAM EVERTON!

  13. WOOHOOOO Man U töpuðu 😀
    En maður þarf að fara fylgjast með Reading, þeir eru klárlega að bjóða uppá skemmtilegustu leikina 7-4 um daginn og 6-4 í dag þeim í óhag í bæði skiptin en það skiptir ekki máli.

  14. Ég hef trú á því að Benitez hafi aðeins lesið yfir mönnum eftir leikinn á móti Derby og það skili sér í meiri baráttu í leiknum á morgun. Það er líka alltaf jákvætt að vita að Man Utd. hafi tapað stigum og möguleiki að minnka aðeins þetta forskot sem þeir hafa. Bjartsýna spáin mín er 1-4 og Torres verður með 2. Vona innilega að Riise verði ekki settur í miðvörðinn aftur, hann kann bara ekki að spila þessa stöðu.

  15. United töpuðu verðskuldað fyrir West Ham. Ef þetta hefði verið Liverpool, sem komst yfir úr einni skyndisókn og ætlaði svo að liggja á forystunni í 80 mínútur, væru hrægammarnir á sveimi yfir liðinu eftir þetta tap. En af því að þetta er United verður þetta afskrifað sem eldgos, þ.e. eitthvað sem gerist einu sinni á öld.

    Chelsea „unnu“ Newcastle. Ég segi þetta innan gæsalappa því að boltinn frá Essien fór klárlega í hönd Kalou í fyrra marki Chelsea og svo var Kalou rangstæðastur í heimi í sigurmarkinu. Þannig að ef við teljum bara lögleg mörk leiksins unnu Newcastle þetta 1-0. En hvað um það, Avram Grant var víst að kvarta yfir því um daginn að Chelsea fengju aldrei dómgæslu sér í hag. Einmitt það, já.

    Nú eru liðnar 17 mínútur af leik Everton og Arsenal og ekkert af viti skeð í þeim leik. Ég ber mikla von í brjósti um það að bláhluti Liverpool-borgar geri okkur massífan greiða og vinni Arsenal í dag. Fari svo gæti leikurinn á morgun skyndilega öðlast enn meira mikilvægi, þar sem okkar menn fengju óvæntan séns á að minnka muninn niður í 6 stig á United og 5 stig á Arsenal. Með leik til góða. Það myndi þýða gleeeeðileg áramót! 🙂

  16. Einar, hann er allavega ekki róterari eins og Benítez. Ferguson hefur vit á að hvíla sko aldrei lykilmennina sína í erfiðum útileikjum! 😉

  17. kom ekki á óvart að man u vann everton síðustu helgi. everton gafst upp síðust 15 mín og ekki hjálpuðu skiptingar david moyes – tók sprækari sóknarmanninn út og setti inn miðjumann.

    everton fá borgað fyrir titla sem man u vinnur vegna siðlauss rooney sölusamnings sem everton gerði við man u. ástandið er þó skárra núna en í fyrra þegar aðalmarkmaður everton gat ekki spilað við djöflana þar sem þeir siðlausu áttu howard þá.

  18. Og talandi um að hvíla lykilmenn; Scholes er meiddur, þannig að hvers vegna í ósköpunum hvíldi Ferguson bæði Rooney og Anderson í dag og hafði Darren Fletcher á miðjunni í staðinn?

    En neinei, það er víst bara Rafa sem gerir sér grikk með róteringu.

  19. Everton lítur bara drulluvel út og ég get alveg séð þá vinna þennan leik.

  20. Já rétt Kristján, fleiri en Rafa sem flaska á hrókeringum. Wenger setti líka hinn danska Bentner inn fyrir adebayor í dag í everton leiknum – gæti fengið það í höfuðið með töpuðum stigum.

  21. Everton, algjör snilld. Ef þetta endar svona er dagurinn nánast fullkominn úrslitalega séð nema Chelsea náði að drullast til að vinna. En sá einhver hérna Tottenham leikinn? Frábær leikur. Berbatov inn fyrir Voronin 😀

  22. Hvað gerir Liverpool núna þegar andstæðingar tapa stigum, eins og Man Utd í dag? Í fyrra tapaði Liverpool yfirleitt stigum þegar andstæðingarnir skitu á sig. Bilið minnkaði aldrei. Ef þeir vinna ekki á morgun finnst mér augljóst að Liverpool nái ekki toppbaráttuna. Hitt er annað mál að Man City er furðulega sterkt í vetur og leikurinn á morgun verður mjög erfiður. Ekki gera sjálfkrafa ráð fyrir sigri bara af því að það er okkar lið. City tapar varla stigi heima í vetur, enn sem komið. En mikið lifandi skelfing væri gaman að taka þrjú stig.

  23. Helvítis djöfull… Everton kemst 1-0 yfir og tapa 1-4. Þeir kunna bara ekki að tapa þessir andskotar hjá Arsenal. Jæja… Man. Unt. tapaði í dag.

    Nú er bara komið að okkar mönnum að sýna smá hreðjar og rúlla þessu Man. City liði upp. Nú eða aldrei.

    YNWA

  24. Sælir félagar
    Þvílíkar lufsur sem þeir bláklæddu eru. West Ham eru aftur á móti ekkei auðveld bráð en þó ætti að vera hægt að taka þá í bakaríið í janúar komandi.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  25. must win leikur á morgun, við stöndum okkur yfirleitt vel í svoleiðis leikjum 🙂

    ég hef aðeins verið að fylgjast með city í vetur og ef við höldum petrov í skefjum þá þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur, hann er potturinn og pannan í sóknarleik liðsins sem fer nánast eingöngu fram upp vinstri kantinn.

  26. Ég segi eins og Kristján Atli, verð sáttur við að ná jafntefli gegn sterku liði City á gríðarsterkum heimavelli. Allt tal um sigur og jafnvel stórsigur okkar manna tel ég afar ólíklegt og í besta falli óskhyggju. Ef lfc vinnur þennan leik þá verð ég mjög mjög hissa jafnframt því að vera mjög mjög hamingjusamur.

  27. Sannfærður um að Kewell á eftir að leika stórt hlutverk á morgun og leggur upp annað ef ekki bæði mörkin hans Carraghers 🙂

  28. Fyndið.. maður sem setur út á mig og mín einnar setningar comment, skuli koma sjálfur með 4 slík í einum þræði. Spurning um að hreinsa til í sínum eigin garði áður en maður drullar í aðra. !!

  29. Setja Arbeloa á Petrov….þá er hann úr sögunni.

    Ég get ekki beðið eftir morgundeginum…..uss.

    Reina
    Arbeloa-Hyypia-Carra-Riise
    Gerrard-Massi-Xabi-Kewell
    Torres-Kuyt

    Tröst me on this…..!!!!

  30. rooney var veikur og því ekki með á móti west ham – kenningin um að ferguson hafi fallið í sömu gryfju og rafa gerir regulega, er því líklega fallin

  31. BLÁTT er vont= everton-chelsea-fram,,,aldrei er hægt að treysta

    Er alltaf sáttur við stig en fólk er of hógvært 1 stig TELUR MINNA EN 3 stig og þetta er “litla liðið í HELVÍTI”

    rise á bekkinn og SkippY á kantinn -Babbel hinum meginn

    0-2 sigur Gleðileg áramót
    ps.
    39 ertu að meina 13-16-22-30
    snjórinn er að fara svo fólk ætti að sjá það sem fólk skilur eftir sig

  32. „rooney var veikur og því ekki með á móti west ham – kenningin um að ferguson hafi fallið í sömu gryfju og rafa gerir regulega, er því líklega fallin“

    Jájá. Ég hef þá verið að ímynda mér Anderson á bekknum í gær. Eða Ronaldo á bekknum í tapleiknum gegn Bolton um daginn. 🙄

  33. Sælir félagar!!!
    Þettað er náttúrulega ekki spurning!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Þettað fer 6-5 fyrir Liverpool,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,þið lásuð það fyrst hér!!!
    Þettað eru Gerrard og Torres báðir með 3 mörk og 3 stoðsendingar!!!
    Þettað er M.Petrov með 5 mörk fyrir City!!!,,,,,,,þið lásuð það fyrst hér!!!
    KOMA SOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Þettað verður glleðilegt nýtt ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    AVANTI LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Sælir félagar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  34. Verðum að nýta okkur það að Man U tapaði í gær. Sigur gegn Man City breytir stöðu okkar mjög mikið. Hins vegar væri tap algjör horror. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur. Er alveg gapandi á því hvað City-blaðran hefur haldið lengi. Hélt að hún yrði löngu sprungin núna. Come, on Vassell er farinn að skora og tryggja liðinu sigur. Þetta getur ekki gengið lengi. En respect fyrir Ericsson – hann hefur náð ótrúlega miklu úr þessu liði. En engu að síður á Liverpool að vinna þetta lið. Ef menn ætla sér að vera á toppnum verða menn að trúa því að þeir séu bestir. Jafntefli væri ekki heimsendir en sigur myndi gefa okkur nýja von. Þá værum við komnir í alvöru baráttu aftur. Ef liðið mætir ekki með brjálaða baráttu í þennan leik er eitthvað mikið að. Við tökum þetta 1-2. Torres og Babel klára þetta.

  35. Sælt veri fólkið.
    Segi eins og margir vísir menn hér inni að jafntefli á City of Manchester Stadium eru ekki ólíkleg, og ekki slæm úrslit. Þetta segi ég vegna þess að okkar lið hefur átt erfitt með leikstíl liða sem stilla upp líkt og Manchester City, þ.e. miklum varnarliðum sem sækja svo afar hratt. Síðast Scum United á Anfield t.d.
    Lykillinn að þessum leik er að skora fyrst, því vona ég að Benitez láti liðið byrja með látum og hápressu á frekar lítt spilandi varnarmennina þeirra og öðlinginn/öldunginn Didi Hamann. Elano og Petrov eru þeirra lykilsóknarmenn sem verður að stöðva.
    En sigur í dag myndi virkilega sýna fram á það að liðið er komið í alvöru baráttu um toppslaginn aftur!

  36. Í dag er í boði 6 stiga leikur. Vinnist hann sem og leikurinn sem við eigum inni, þá erum við 3 stigum á eftir júnæted og 5 stigum á eftir nöllunum. Og í bullandi tililbaráttu.
    Í ljósi heimaleikjaformsins á City, þá væri gott að labba þaðan burt með jafntefli, enda gríðarlega erfiðir heim að sækja þessir ljósbláklæddu.
    En ég vil:
    – grenjandi baráttu
    – glæsileg mörk
    – Sigur !

    Mér er alveg sama hver er í liðinnu og hvernig hann stillir því upp, en þeir 11 sem eru inná, að þeir spili almennilegan fótbolta og hafi metnað fyrir hönd félagsins.

    Er það nokkuð ósanngjarnt að biðja um það?

  37. Sá að einhver talaði um sex stiga leik, það er ekki rétt. Ef við ætlum að berjast við City um 4. sætið er þetta sex stiga leikur en við erum að berjast við Arsenal, Man Utd og Chelsea. Þess vegna eru leikir gegn þeim þremur aðeins sex stiga leikir. Rétt skal vera rétt. Þetta er samt ótrúlega mikilvægur leikur og það er hægt að segja að hann sé sex stiga leikur fyrir City ef þeir ætla sér 4. sætið.

    Allavega, að því sem skiptir máli. Það sem skiptir öllu máli er að hryggurinn í liðinu sé inná. Ég held að hryggur liðsins (Að mati Rafa) sé Reina, Carragher, (Agger þegar hann er heill), Gerrard og Torres. Þetta eru leikmennirnir sem hann vill helst aldrei hvíla.

    Síðan er það spurning hvort hann telur Xabi eða Masch henta betur fyrir þennan leik (Ef Xabi er til í slaginn) eða hvort hann hafi báða og Gerrard á kantinum en ég efast um það þó. Það er rosalega mikilvægt að hægri bakvörðurinn okkar verði ekki í ruglinu miðað við hvernig Martin Petrov lék sér að Zurab Khizianhvili í vikunni en við höfum nú tvo sem eru mun betri en hann.

    Kuyt ætti að byrja frammi að mínu mati en mar veit aldrei hvað hann hugsar. Richards verður án efa að dekka Torres til að ráða við hraða hans og því verður Dunne á hinum sóknarmanninum. Það er spurning hvort það verði ekki Crouch þar sem hann ætti að stökkva nokkuð hærra en Dunne (þó að hann sé ekki slæmur skallamaður) og unnið nokkra skallabolta.

    Svo veit maður ekki hvort hugsun Rafa sé jafn einföld og mín en ég spái þessu liði: Reina; Finnan, Carra, Hobbs, Riise; Kewell, Gerrard, Mascherano, Benayoun; Torres, Crouch. Ég vona hins vegar að Agger verði heill (eins og allir aðrir Liverpool-menn nánast) og að Kuyt fái tækifæri til að hamast í Richards og Dunne.

  38. Guð minn góður!
    Var þetta Howard í markinu hjá Everton í gær? ég hef sjaldan séð jafn lélega tilburði og í mörkunum 4!!!! hann átti ekki séns í einu þeirra.
    Talandi um að éta of mikið um jólin.

  39. Ætli að Howard hafi ekki bara áttað sig á því að ef Arsenal kæmist upp fyrir United með sigri. Held að þeir sem hafa verið hjá United viti það manan best að þetta er bara skítapleis 😉

    En já, Peter Crouch er auðvitað í BANNI (ég fór bara eftir upphituninni hér) og þess vegna segi ég að Kuyt verði inná.

  40. Það er spurning Stefán. 🙂
    Hugsið ykkur að hafa spilað fyrir manutd og everton… gerist ekki verra.

  41. Jam, David James hefur farið í nánast öll liðin í deildinni en hann hefur allavega haft vit fyrir því að fara í þessi tvö lið. Ég segi að Howard fullkomni þrennuna og endi ferilinn í KR.

  42. Stefán #48 :
    Að mínu mati var þetta 6 stiga leikur í dag, þar sem með sigri hefði Liverpool verið komið í vænlega stöðu mjög nálægt toppinum, eins og ég útskýrði í mínu innleggi. Við viljum vitanlega ekki vera að keppa um fjórða sætið og það þarf ekkert að ræða frekar.

    City er mjög erfitt heim að sækja og ef ég man rétt þá unnu þeir m.a. júnæted. Ég held að bæði Chelsea og nallarnir eigi eftir að fara þangað og vinna sem er áhugavert !

    En nóg í bili og gleðilegt liverpool ár. Nú tökum við þetta.

Níu: sagan af Man Utd og Torres

Liðið gegn City