Níu: sagan af Man Utd og Torres

Ég var að fatta dálítið.

Við erum níu stigum á eftir efsta liði deildarinnar. Við eigum leik til góða. Vinnist sá leikur skilja sex stig okkur og toppliðið að.

Viljið þið vita hver munurinn á Liverpool og Manchester United er í dag? Ég skal segja ykkur það: munurinn á þessum liðum er sá að þeir unnu okkur á Anfield. Andskotans dauði og djöfull sem það var. Ef ykkur vantar skilgreiningu á „sex stiga leik“ þá er sá leikur einn slíkur. Ef okkar menn hefðu unnið værum við jafnokar United í deildinni. En hann tapaðist og því erum við í eltingarleik.

En bíðið aðeins. Ég fattaði líka dálítið annað.

Fernando Torres skoraði sitt fimmtánda mark fyrir Liverpool í gær. Með einleik inná vítateiginn. Ég ákvað að telja til mörkin sem hann hefur skorað og þau skiptast svona:

 • 9: fjöldi marka sem hann hefur skorað eftir einleik inn í teig andstæðinga.
 • 2: fjöldi marka sem hann hefur skorað með skalla.
 • 2: fjöldi marka sem hann hefur skorað með skoti eftir fyrirgjöf.
 • 1: fjöldi marka sem hann hefur skorað með frákasti.
 • 1: fjöldi marka sem hann hefur skorað eftir varnarmistök.

Ef einhver getur bent mér á betri einleikara í boltanum í dag, gjörið svo vel. 🙂

Annars er þessi færsla ekki um neitt. Man City gerðu jafntefli í kvöld, fyrsti heimaleikurinn sem þeir ekki ná að sigra. Við förum þangað á sunnudaginn. En það tengist Torres og Man Utd nánast ekki neitt. 🙂

Stundum þarf maður bara að blogga um ekkert. Heh.

34 Comments

 1. Held að það sé engin framherji í enska boltanum sem er í sama klassa og hann varðandi einspil. eini sem mér hugsanalega dettur í hug að geti þetta er Ronaldo hjá united. En oftast fer þetta í klúður hjá honum. En annað hugsum þetta er fyrsta tímabilið hjá Torres og hann er strax farin að sýna sínar bestu hliðar 😉 og hann á bara eftir verða Betri og vonandi verður hann næsti Henry enska bolta 😉

 2. Athyglisverðar staðreyndir um Torres í ljósi þess hvað hann er búinn að vera mikið frá og hvað hann hefur klúðrað mikið af dauðafærum. Semsagt hann þarf ekki nema aðeins að slípa hjá sér skotfótinn þá er hann orðinn besti sóknarmaður í heiminum í dag.

 3. Torres er einfaldlega frábær leikmaður. Ekkert mikið meira um það að segja 🙂

  Já, við eigum leik til góða á hin toppliðin. En sá leikur verður að vinnast svo hann telji eitthvað …. er þetta ekki á móti West ham? Heima eða úti? Er ekki komin nein dagsetning á þennan leik?

  Ég vil endilega fara að klára þennan leik og auðvitað með sigri. Þá verður stigataflan “réttari” 🙂

  Annars er hálf ótrúlegt hvað þessi 19. umferð spilaðist okkur í hag, ef frá er talinn sigur United :S
  – A. Villa jafnar gegn Chelsea úr vítaspyrnu á lokamínútum þess leiks
  – Portsmouth nær jafntefli gegn Arsenal
  – Blackburn nær að jafna gegn Man. City á lokamínútum þess leiks og var þar um að ræða nokkuð umdeilt mark
  – Gerrard nær að klára leikinn okkar í uppbótartíma

  Það er nú varla hægt að vera annað en kátur með hvernig þetta hefur allt saman spilast. Með SMÁ óheppni hefði Chelsea getað klárað A.Villa, Arsenal tekið Portsmouth, City náð að leggja Blackburn og Derby náð að hanga á jafnteflinu. Þá væri staðan mun verri, MUN verri.

 4. Já, Torres er magnaður. Nú er bara að finna rétta manninn við hlið hans. Babel er efnilegur en ekki gott að segja hvernig hann stendur sig sem framherji. Ég held að Santa Cruz væru ekki slæm kaup ef við höfum ekki ráð á öðrum 20M+ leikmanni. Magnaður skallamaður og slyngur leikmaður. Ég hef reyndar ekki séð hann oft spila í deildinni en hann er amk mun hættulegri leikmaður en þeir félagar Kuyt og Voronin.

 5. Fínt blogg um heilmikið…. 🙂 Nefnilega Fernando “El Nino” Torres.. 🙂

 6. Hvernig er það er engin að banka frá varaliðinu á dyrnar hjá aðalliðinu,(þá meina ég framherja)og getur ekki Yossi B spilaf frammi með Torres hann er nokkurskonar Luis Garcea, mætti alveg prufa það.

 7. Þegar að Stevie G lyftir bikarnum í maí þá mun hann hugsa til þessa marks gegn Derby með hlýhug. 🙂

  Annars er Torres búinn að vera besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Meira að segja hörðustu andstæðingar Liverpool eru farnir að viðurkenna það.

  Og mikið gladdi það mig að sjá Man City tapa stigum. Aldrei þessu vant verðum við með betur úthvílt lið en andstæðingurinn á sunnudaginn og þetta Liverpool lið hefur verið gott í því að klára hrinur andstæðinganna (sigurhrinur Blackburn og Arsenal, útileikjahrinu Portsmouth, etc).

  Það hlýtur að vera hægt að setja WH leikinn á fljótlega þar sem við erum dottin útúr deildarbikarnum.

 8. Útileikur á móti spútnikliði deildarinnar sem hefur frábæran manager sem leggur alltaf mikla áherslu á massívan varnarleik og hraðar skyndisóknir þegar færi gefast. Ég viðurkenni að ég hef verið bjartsýnari.
  En við VERÐUM að vinna þennan leik, 3 stig eða ekkert. Bæði er þetta í jólaperíódunni sem er alltaf crucial og svo er liðin í kringum að missa slatta af stigum. Ef að þeir að fara þarna út á völlinn og taka þessa 3 punkta á móti City þá gef ég þeim mikið credit fyrir það. Þá eru þeir að senda skýr skilaboð til mín og allra LFC aðdáenda þarna úti að þeir eru alvöru kallar og með alvöru sigurvegarahugarfar og séu ekkert að fara að kasta inn hvíta handklæðinu strax.

  Talandi um Torres, dúddinn er ruddalegur. 15 slummur, fyrsta síson í nýju landi. Var að skoða nokkur videó áðan til að rifja upp með sjálfum sér öll mörkin sem hann hefur sett og það sem er alltaf svo einkennandi við hann er hvað hann gerir þetta bara simple, notar hraðann, hraðabreytingar, feik með hægri yfir á vinstri, feik með vinstri yfir á hægri, klobbi – hlaupa fram hjá, leggj´ann í hornið uppi/niðri. Hann er ekkert í neinu óþarfa föndri, skæri og þess háttar óþarfa sóli. Heldur einfalt og árangursríkt. Toppmaður.

  Hlakka gífurlega til að sjá leikinn á sunnudag, þessi leikur og úrslit hans mun að mínu mati skýra það út hvort leikmennirnir séu menn eða mýs.

 9. Ef við vinnum Shitty fer þetta að verða áhugavert. Ef við töpum stigum og ManUtd og Arsenal vinna verður þetta barátta um 3-4 sætið.

 10. Svo lengi sem tölfræðilegur möguleiki er á að vinna deildina þá er séns. En til þess að þessi tölfræðilegi séns eigi að geta yljað manni þá þurfum við að geta unnið toppliðin. Við unnum ekki Chelsea þökk sé lélegum dómara og fengum 1 stig þar, jafntefli gegn Arsenal og svo tap gegn Man U sem var mjög sorglegt. Hér erum við með 2 stig gegn hinum toppliðinum á heimavelli og það er ekki ásættanlegt. Og við eigum eftir að fara á þeirra heimavelli og leika þar. Ég vona svo innilega að við gerum mun betur á útivelli gegn þessum liðum en við gerðum heima. Ég vona að Man U hafi hreðjar í sér á Old Trafford til að spila ekki eins og þeir gerðu á okkar vígi, með 11 menn inni í teig. En þangað til að við mætum þessum liðum meigum við ekki missa aðra leiki í óþarfa töp eða jafntefli, og vinna leiki sem við eigum inni. Hungrið verður að vera til staðar enn.

  áram Benitez…gerðu mig stoltan

 11. Já, bara EF við hefðum unnið Man utd, Við áttum líka ekki að tapa 3 stigum á móti Reading.. jafnteflið á móti Chelsea(gefið víti). 0-0 á móti Portsmout og Birmingham, þarna erum við að horfa á 7-9 stig sem við áttum að hirða….. Allt eru þetta leikir sem við vorum betri aðilinn í leiknum, nema á móti Reading, en þar vorum við með fáranlegt lið á vellinum… Svo það var ekki leikurinn á móti United sem gerir það að verkum að við erum þessum stigum á eftir þeim… VIð áttum að klára hina leikina, 7 stig sem tapast þar + þessi 36 stig sem við erum með segja þá 43 stig og með leik til góða…. Það er staðan sem við ættum að vera í núna!!!!

 12. Persónulega hlakka ég alltaf til að horfa á leiki til að sjá hvað Torres gerir. Hann er unaðslegur að horfa á, hraðinn, tæknin og öryggið….þetta er bara geðveikt.

  Ég held að við ættum að hætta að hugsa um þessa leiki sem ERU BÚNIR, sem að við getum ekkert gert í úr þessu. Núna er bara að horfa fram á veginn og vona að MU, Che og Ars fari að missa lappirnar og við tökum sömu hraðabreytingu og Torres upp töfluna 😉

 13. Hættið nú þessu bölvaða ef og hefði kjaftæði. Gleymi því ekki að United var með 2 stig eftir 3 leiki á móti meðalliðum. Hvað EF þeir hefðu unnið þá alla?
  Kommon, við ERUM minnst 6 stigum frá toppnum og það er staðreynd sem við vonandi getum breytt.

 14. Er þetta ekki fullmikil einföldun Ómar? Liðið er alls ekki búið að vera sannfærandi í vetur. Ég er hræddur um að staðan væri önnur ef ekki kæmi til þáttar Torres. Hann hefur nánast haldið liðinu á floti. Þrátt fyrir mjög góða spilmennsku á köflum og margt jákvætt, hefur leikur liðsins samt sem áður verið alltof skrikkjóttur. Þetta er ekki fyrsta árið sem við lendum í vandræði með liðin í neðri hluta deildar. Það þarf að laga ef atlaga skal gerð að tiltilinum. Annars er ég mjög sammálla pistli Magnúsar Agnars síðan á Þorláksmessu um hvaða stöður þurfi að bæta og leikmenn að selja. Held hann hafi hitt naglann á höfðuðið þar.

 15. Ég dýrka Torres. Hann er frábær en ég skal nefna mann sem er betri að leika á aðstæðinga(s.s marga).
  Messi heitir hann og spialr með Barcelona. Hann er í hverjum leik tví eða þrídekkaður en nær oftast að losa sig við þessa menn sjálfur.
  Það er ekki sjón að sjá Barcelona þegar hann vantar.
  Bestu einleikarar í boltanum í dag.

  1. Messi
  2. Torres
  3. Ronaldo
  4. Ronaldinho
  5. Rooney
 16. Smá hérna útúr umræðu en veit einhver hvenær leikurinn sem við eigum til góða vs. West Ham verður spilaður?
  Virðist ekkert vera ákveðið í þeim málum. Það voru 3 leikjum frestað í þessari umferð og okkar leikur við West Ham er eini leikurinn sem er óspilaður.

 17. Ég lagði fram spurningu og smá pælingu í ummæli 6 en engin virðst gera svo lítið sem svarað þvi. Ég held að ef Torres fái að spila með einhverjum af frammherjum t d,Kuyt 3 leiki í röð þá smelli þettað saman, Voronin,Kuyt og Crouch eru að skiptast á að spila og þar af leiðandi ná þeir ekki saman.Það þarf að búa til frammherja par TAKK

 18. Það vantar nýjan og betri framherja með Torres. Ekki e-n miðlungs skussa.

 19. Einsi Kaldi, ef þú myndir leggja aðeins meiri metnað í kommentin þín, hugsa um málfar, stafsetningu og svo framvegis, þá myndu eflaust fleiri hafa fyrir því að svara þér.

  Plús það að þetta er í annað eða þriðja skipti sem þú krefst þess að menn svari stuttum kommentum frá þér. Það er að mínu mati frekar mikil heimtufrekja.

 20. Einsi Kaldi, ég gef ómögulega túlkað athugasemd #6 sem spurningu, frekar vangaveltur. Það er ekki einu sinni spurningamerki í athugasemdinni hjá þér 🙂

  Annars væri alveg athugandi að prófa Yossi fyrir aftan Torres. Sjálfur væri ég þó hrifnari af Babel eða jafnvel meistara Gerrard í holunni / frjálsri rullu fyrir framan Mascherano og Alonso. Gerrard væri þvílíkt skæður þar og færi yfir 20 mörkin + 15 stoðsendingar á tímabili.

 21. Jónsi ég hef ekki krafist þess að mér sé svarað,og ég er ekki heimtufrekur.Ég viðurkenni það að stafsetningin hjá mér er ekki 100%,en það eru margir hér sem eru ekki með betri stafsetningu en ég ,og ætla ég ekki að fara út í það.Ég spurði á #6 hvort einhver sé farinn að banka hjá aðalliðinu,o s f.Ég verð að segja það ,ef menn geta ekki skilið hvað er verið að tala um, af því að það vantar kommur eða punkta hér og þar, þá er eitthvað að hjá sumum.Ég vil hafa ummælin stutt í staðin fyrir langlokur um Riisi eða Hyypia.Einnig eru margir hér að halda því fram að þeir viti betur en Rafa og skrifa langar greinar, sem maður nennir ekki að lesa,því að það hefur verið rætt á þessari síðu hundrað sinnum.En vegna þess að stafsetning mín er ekki nógu góð, þá þakka ég fyrir mig og segi gangi LIVERPOOL sem allra best

 22. Og eitt enn sem að ég gleymdi.Gummi Halldórs það vantaði ? merki hjá mér,en þú segir orðrétt. Einsi Kaldi. ég GEF(á að vera, held ég GET)o s f.:-)

 23. Hæ!ég er sonur hans einsa kalda og hef oft bloggað á þessari síðu undir hans nafni .Eftir þessa umræðu er ég farinn að halda það eins og pabbi að þettað sé klíka,og sumir fá að spjalla og aðrir séu ekki með,og ef svo er þá er þettað ekkert skemtilegt. Vanda stafsetningu og fleira,,,,,,Bull og kjaftæði.Sumir hér eru að skrifa allt með HÁSTÖFUM og AÐRIR MEÐ lágstöfum og það segir engin neitt.Svo að við bloggum ekki meir nema að það sé til að svara fyrir okkur.ÁFRAM LIVERPOOL

 24. Þetta er farið að minna á liverpool.is spjallborðið. Höldum þessu á hærra plani en þetta…ræðum fótbolta drengir.

  Og til þess að svara spurningu þinni um framherjaparið, þá er ég á þeirri skoðun að Kuyt sé bara ekki nægilega góður. En Crouch og Torres væri ég til í að sjá sá nokkra leiki saman. Og svo Voronin í backup. Er ekki mikið fyrir skyndilausnir varðandi leikmannakaup og vill ekki fá leikmenn sem ekki hafa upplifað mótlæti og hafa bara á eitt gott tímabil með liðini sínu til þess að fylla upp í stöðuna á móti Torres. Svo að ég vona að við fáum annan heimsklassa leikmann við hliðina á honum.

 25. Biðst afsökunar á stuttu kommenti … en fyrst menn eru að tala um góðan samherja með Torres, hvernig væri að fá íslenska gaurinn þarna.. æj hvað heitir hann ? Gudjohnsen eða e-ð..

 26. Það er nokkurn veginn öruggt að Torres og Kuyt verða saman frammi gegn Man City nema við spilum með 5 manna miðju.
  Mér finnst að stuðningsmenn Liverpool ættu almennt að sleppa algerlega þessari dómhörku varðandi leikmenn félagsins kallandi þá m.a. “miðlungs skussa” o.s.frv. Mjög ómaklegt og ódannað.

  Dirk Kuyt t.d. missti nýlega föður sinn og formið tók dýfu niður á við eftir það eftir það en hann átti mjög gott 1.tímabil með Liverpool.
  Crouch hefur mjög lítið fengið að spila og skortir leikform.
  Voronin kom á frjálsri sölu og byrjaði stórglæsilega en hefur dalað síðan. Fínn sem 4.striker þó.
  Ég er ekki að byðja um lofsöng en slakið á þessu endalausa niðurrifi þangað til í lok leiktíðarinnar. Gefið mönnum eins og Voronin/Kuyt sem hafa spilað í stuttan tíma með Liverpool ráðrúm til að sanna sig fyrst.

  Varðandi Torres-Crouch saman frammi held ég slík kombinasjón virki bara alls ekki. Spiluðu t.d. hörmulega saman gegn Reading. Crouch hefur ekki þann leikskilning og hreyfanleika sem þarf til að ná vel saman með Torres. Torres á að spila í línu við varnarmenn til að geta tekið við stungum og Crouch á að vera inní teig þegar við spilum upp kantana og dælum boltum fyrir markið. Torres er ekki nærri nógu góður í langskotum og uppspili til að spila fyrir aftan Crouch. Crouch getur ekki spilað aftar á vellinum því hann hefur þá hvorki hraða né líkamlega getu í návígin til að koma sér nógu hratt inní teig. Þeir geta ekki báðir spilað mjög framarlega því okkur skortir betri og hraðari kantmenn til þess.
  Þetta veit Prófessor Vandráður og því bætti hann Voronin við gegn Reading. Virkaði samt ekki.

  Hr. Gudjohnsen gæti virkað vel frammi með Torres en hinsvegar hatar hann Liverpool of mikið til að koma til okkar. Er auk þess fullmikill Spice-Boy fyrir Liverpool að mínu mati.

 27. 15 Siggi E:
  Ekki gleyma Robinho..hann er orðinn svakalegur 🙂
  Kemur ekki annars upphitun í dag fyrir leikinn gegn City?

 28. Jújú upphitunin mun koma inn bráðlega. Doddi sér um að hita upp fyrir morgundaginn.

 29. Einsi heiti, þettað er í fyrsta sinn sem þú skrifar hér,og eflaust halda þá margir að þettað sé ég(einsi kaldi).Þeir sem stjórna þessari síðu geta eflaust staðfest það, að þú ert ekki ég.:-). Eg varð að svara þessu.En eflaust er þettað komment of stutt,þannig að það kemst ekki til skila.Set hér nokkrar kommur og f,l sem þið getið sett þar sem þið viljið,,,,,,,………;:?????? Yyy.

 30. Ég er ánægður að þessi leikur skuli vera síðasti leikur umferðarinnar. Held að það vinni með okkar mönnum í þetta skiptið.

  Ég hef ekki trú á því að Crouch byrji inn á. Er hann ekki líka í leikbanni?? Eða var rauða spjaldið sem hann fékk í Carling Cup aðeins eins leikja bann?? Hef meiri trú á Kuyt. Þetta er ekta leikur fyrir hann. Við þurfum vinnusemina hans og kraftinn. City vanir að sækja á heimavelli og leita örugglega eftir því að keyra okkar menn í kaf strax í byrjun. Held að Kuyt brilleri á morgun.

  Ósammála þér Arnór með Torres að hann geti lítið í uppspili eins og þú orðar það. Veit ekki með langskotin en var ekki Torres aðallega í hlutverki aftari framherja hjá Atletico Madrid? Einhver leiðrétti mig með það ef ég hef vitlaust fyrir mér. Hef lesið viðtöl við hann eftir að hann kom til Liverpool þar sem hann segir hlutverk sitt núna ólíkt því sem var hjá AM.
  Þá vinnur Torres vel til baka ef með þarf og hefur fengið mikið hrós fyrir hjá Meistara Benites… 🙂 Kemur ekki á óvart.

  Magnaður leikur fram undan. Ef einhvern tíma var þörf þá er nauðsyn nú á þremur stigum. Okkar menn þurfa virkilega á því að halda að sanna styrk sinn svo um munar í deildinni!! Þetta er leikurinn til þess. Jafntefli getur verið ásættanlegt í baráttunni um Meistardeildarsæti en gefur okkur ekki það andlega og stiga “boost” sem við þurfum til að halda okkur inn í þeirri mynd sem alla Púllara dreymir um!! Tap kemur ekki til greina og hana nú.

  Koma svo Liverpool….
  Gerið það fyrir nú fyrir mig elsku “idolin” mín að sigra City.. svo áramótin verði nú enn ánægjulegri… 🙂

 31. Afsakið… innleggið hér að ofan rataði á vitlausan stað. Setti það einnig við réttan þráð.

 32. Arnór. Viltu ekki bara senda mér gátlista um hvernig ég má skrifa um leikmenn? Sem stuðningsmaður liðsins mun ég gagnrýna það sem miður fer að mínu mati. Það má vera að ég sé dómharður. Ástæðan fyrir því er einföld, ég vil meira út úr liðinu. Ég er orðin þreyttur á að Liverpool sé alltaf í eilífum eltingaleik við efstu liðin í deildinni. Ef hluti af því felst að kalla e-n leikmann miðlungs skussa, þá verður svo að vera. Hversu ómaklegt og ódannað sem það er. Ég vissi ekki að það væru óskrifaðar reglur hérna á spjallinu um orðaval? Ég samhryggist Kuyt föðurmissin. Ég efast samt um að það sé ástæðan fyrir slæmu gengi hans. Hann er einfaldlega ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool. Ég held að flestir áðdáendur liðsins séu farnir að átta sig á því, að þér og nokkrum öðrum undantöldum. Þá átti hann að mínu mati ekki “mjög gott” fyrsta tímabil. Fyrsta tímabilið hans var sæmilegt. Skoraði 12 mörk. Torres (frábær í uppspili) er kominn með 15 slummur og tímabilið er ekki hálfnað. Það er mjög gott.

 33. Stefán þú mátt alveg skrifa eins og þú vilt ….svo lengi sem þú færir rök fyrir máli þínu.

  “Það vantar nýjan og betri framherja með Torres. Ekki e-n miðlungs skussa.”
  Er ekki málefnalegt. Reynum að halda þessu spjalli hér skör ofar en á http://www.liverpool.is

  Ég árétta við fólk að slaka á sleggjudómum þangað til í lok leiktíðar.
  Þetta er nú bara fótbolti. 🙂

 34. Takk fyrir það Arnór. Ég hef reyndar hingað til talið mig færa ágætis rök fyrir máli mínu varðandi skoðanir mínar þ.m.t Kuyt. Það þarf ekki annað en að skoða frammistöðu hans með liðinu og statík hingað til. Annars finnst mér setning mín alls ekki ómálefnaleg að mínum skilningi, nema þú sért að vísa til orðsins “skussi” sem var sagt meira í kaldhæðni en alvöru. Þar sem orðið þýðir að vera “latur” eða “óduglegur”, e-ð sem Kuyt er klárlega ekki. Annars er meiningin á bak við hana að mínu mati mjög skýr, þ.e ég tel þörf á nýjum framherja nema Crouch fái fleiri tækifæri og hrökkvi í gírinn sem hann var í vor. Kuyt má senda í smalamennsku norður í Hrútafjörð og Voronin má vera fjórði striker mín vegna. Þá hef ég aldrei verið á spjallinu á http://www.liverpool.is og veit ekki hvað fram þar. Ég tek mér samt það bessaleyfi að nýta mér það málfrelsi sem er skráð í stjórnarskrá landsins hér á spjallinu. Annars finnst mér liðið líta vel út, nokkrar stöður sem þarf að manna betur og smáatriði í leikskipulagi sem þarf að laga og þá verðum við óstöðvandi. Gætum alveg eins tekið titilinn í vor ef lukkudísirnar eru með okkur.

Derby 1 – Liverpool 2

Manchester City á morgun