Liðið gegn Derby: Torres og Alonso byrja

Hvíla menn? Iss piss og pelamó, þvílík vitleysa! Héldu menn virkilega að Rafa ætlaði að hvíla?

Eh, já. Ojæja.

Þetta er allavega feykisterkt lið sem við stillum upp gegn Derby í dag:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Babel – Gerrard – Alonso – Riise

Torres – Voronin

**BEKKUR:** Itandje, Lucas, Mascherano, Kuyt, Benayoun.

Það verður fróðlegt að sjá Derby-liðið reyna að eiga eitthvað í þennan mannskap hjá okkur. 🙂

29 Comments

 1. fjandi er ég ánægður með Rafa í dag. Ég vona bara að okkar menn valti strax yfir þetta Derby lið og bíði ekkert voðalega lengi með það 😉

  Voronin þyrfti að sýna sig og sanna í dag með 1-2 mörkum og ég vona að hann geri það.

 2. Líkar þetta nýja hugafar Rafa. Að vera ekki að hvíla leikmenn að óþörfu. Hann er greinilega með meiri metnað fyrir EPL en hann hefur áður gert.

  Trúi ekki öðru en að Liverpool vinni lélegt lið Derby.

 3. Ja ótrúlegur leikur !
  En virðist vera e-ð mix á extra rásunum. Liverpool leikurinn er ekki þarna inni.
  Hvað er að gerast?

 4. Chelsea tapar stigum og það þýðir að við verðum að vinna. Þegar við verðum að vinna að þá oft á tíðum gerist eitthvað fremur miður….Derby í dag….geta þeir eitthvað? Svar: Nei, en þeir ná að skora 2 og við svörum með þrennu frá Torres.

 5. Ja ok komið.
  Ætlaði að segja að þeir ætluðu að klikká leik dagsins 🙂

 6. veit einhver hvar ég get horft á leikinn á netinu, svona í anda jólanna þar sem ég ligg veikur heima og kemst ekkert út að horfa??

 7. Þetta er orðin svona eiginleg hefð hjá mér að spá því að Carragher skori einhvern tímann hlýtur sá dagur að koma aftur. Ef ég man rétt er hann með eitt mark í nítugasta hverjum leik sem er fínt meðaltal og það er alveg að koma að næsta marki ég er sannfærður um það!! 😀

 8. Ég vil koma því á framfæri að ég er svona þokkalega sáttur við það að Fernando Torres sé leikmaður Liverpool. 🙂

 9. Haldiði að Bellamy eða Cissé hefði klobbað varnarhlunkinn og svo sett hann yfir á vinstri og klárað í fjær? Nei, ekki sjéns. Þvílíkur snillingur!

  Sá reyndar bara seinustu fimm mínúturnar í seinni og þær voru daprar, Derby bara sterkari. Við héldum boltanum virkilega illa, fá Benayoun inn fyrir Riise og fara bara í reitarbolta, þá fara mörkin að salla inn eins og í seinni hálfleiknum í virkinu(Anfield) 😀

  Kooooma svo

 10. Greinilegt að Liverpool er enn í jólaskapi og eru alls ekki að spila góðan bolta, en það bjargar okkur hve skelfilegt Derby er í fyrri hálfleik.
  En við erum samt 1-0 yfir, þökk sé þeim klassa striker Torres.
  Koma svo drengir, hlaupa af sér jólasteikina og klára málið.
  Vil sjá 0-5 og engar refjar. Alveg sama hver skorar.

 11. Afhverju þurfum við alltaf að flækja hlutina svona? Guð minn almáttugur, þetta Derby lið er alveg hrikalegt.

 12. Alveg er þetta ferlegt.
  Þeir verða aldrei meistarar með svona spilamennsku.

 13. Djö heppnir að tapa þessu ekki, þvílík lukka að skora þarna…

 14. Kafteinn Ofurbrók bjargaði jólunum, það er ljóst.
  En þeir þurfa að taka sig verulega á ef þeir eiga að hafa sjens á titli, það er jafn ljóst. Allavega 3 stig í húsi.
  Gleðilega hátíð.

 15. Vá, þetta var sannkölluð Newcstle frammistaða. Ömurlegur leikur hjá Liverpool, algjör hörmung. Ég veit ekki hvernig við eigum að ná stigum gegn Man City ef þessi leikur hefur eitthvað forspárgildi.

 16. Vá ég var farin að hlægja hvað við vorum lélegir. Liðið var svo lélegt að ég var farin að halda að við værum í botninum og derby í 5 sæti í þessum leik. Spurning hvort Alonso hefði átt að spila allann leikin? ég hef ekki séð miðjunna hjá okkur svona ömurlega í langan tíma spurning er Máskerano orðin svona mikilvægur hjá okkur ;D annarrs er mikið að laga fyrir næsta leik. úff fmaður nenni ekki að eyða meira púðri út af þessum leik, eina góða við náðum að klára þennan leik eins og meistarar myndu gera ;D

 17. Liverpool menn við vorum ekki lélegir .Derby voru bara að reyna að láta ekki Liverpool salta sig eins og síðast. þeir spiluðu betri bolta en þeir hafa gert áður á þessari leiktíð.Og ég þakka það ,að okkar bestu menn voru ekki að hvíla sig,ef liðið hefði verið eins og SUMIR vonuðu(hvíla og hvíla ) þá hefðum við tapað.TAPAÐ

 18. voru ekki lélegir? þeir voru arfaslakir og aðeins kraftaverk bjargaði þeim frá skömm

Derby County á morgun!

Derby 1 – Liverpool 2