Derby 1 – Liverpool 2

Maður bjóst ekki við neinu öðru en sigri gestanna þegar að Derby og Liverpool leiddu saman hesta sína á Pride Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. En þrátt fyrir 3 stig í dag er ég hundfúll með spilamennsku minna manna.

En við skulum byrja á byrjuninni og renna yfir byrjunarlið Liverpool í dag.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Babel – Gerrard – Alonso – Aurelio

Torres – Voronin

Bekkur: Itandje – Benayoun (fyrir Hyypia á 54. mín) – Lucas (fyrir Voronin á 90. mín) – Mascherano – Kuyt (fyrir Babel á 72. mín).

Leikurinn hófst fjörlega í dag og ljóst að dagskipun Rafa var að klára leikinn eins fljótt og auðið var. Xabi Alonso mynnti á sig með frábærum sendingum og það var gott flæði í leik liðsins á upphafsmínútunum. En strax á 12. mínútu dró til tíðinda. Leikmenn Liverpool voru að gaufa eitthvað fyrir framan teig Derby þegar að Fernando Torres tók málin í sínar hendur. Hann tók á sprettinn, klobbaði einn, rakti boltann til hliðar og hamraði hann snyrtilega í fjærhornið. Frábært mark hjá þessum magnaða framherja og þetta var mark númer 15 á leiktíðinni hjá honum. Eftir markið þá tóku gestirnir öll völd og það var eins og þeir væru búnir að sætta sig tap, andleysið í þeim var algjört. Þegar þarna var komið við sögu var bara eitt lið inn á vellinum, Xabi Alonso stjórnaði öllu spili hjá okkur og var að venju kóngurinn inn á miðjunni. Jamie Carragher af öllum mönnum fékk svo sannkallað dauðafæri eftir hornspyrnu frá Gerrard, en það var ekki við öðru að búast en að Carra kláraði ekki það færi. Skemmtilegt þetta og atvikið hjá Carra álíka vandræðalegt og að sjá menntaðan mann í jakkafötum upp á dekki að hífa í norðvestan 18. Eftir þetta færi róaðist leikurinn niður og við fórum inn í hálfleik eftir þægilegan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur hófst vel og ekkert virtist koma í veg fyrir sigur. En þegar um 10 mínútur voru liðnar af honum kom hræðilegur kafli hjá okkar mönnum sem átti eftir að endast út leikinn. Kæruleysið var algjört í Liverpool liðinu. Menn voru lítið að hugsa um að bæta við og klára leikinn og það leit út fyrir að leikmenn ætluðu að hanga á þessu frábæra marki Torres. Sendingar voru að klikka og maður varð nett pirraður á að horfa á liðið sitt. Derby menn gengu á lagið og fóru að halda boltanum betur. Þeir fengu svo aukaspyrnu út á velli og út frá henni kom jöfnunarmarkið. Boltinn datt fyrir James McEveley sem hamraði boltann í fjærhornið. Eftir mark Derby hélt maður að við færum að sækja og það af krafti, en nei. Menn heldu áfram í andleysi og hægu spili sem skilaði litlu. Þegar að nálgast fór leikslok þá kom smá neisti og Xabi Alonso átti þrumuskot sem Price varði vel. Ef að Price hefði ekki varið þetta skot hefði stjórn Derby þurft að fá vanan netagerðarmann af dýrari gerðinni til að stoppa upp í rifið netið! Stuttu síðar átti Steven Gerrard bylmingsskot í þverslánna og ekkert gékk í að koma tuðrunni í möskvana. Það var ekki fyrr en á 90. mínútu þegar að kóngurinn tók málin í sínar hendur og því hafði ég beðið eftir allan síðari hálfleik. Hann tók á mikinn sprett upp kantinn og leikmenn spiluðu vel sín á milli sem endaði með að Torres fékk færi, Price varði, en Gerrard náði frákastinu og setti boltann örugglega í markhornið og fagnaði ógurlega. Hann hóf sóknina og lauk henni og kláraði leikinn fyrir okkur. Ef við hefðum ekki fengið 3 stig úr þessum leik þá værum við í hræðilegum málum, en það er stutt á milli gleði og fýlu í knattspyrnunni og við höfðum sem betur fer heppnina með okkur í þessum leik.

Maður leiksins: Ég er hundfúll með liðið í dag þrátt fyrir sigur og þegar ég horfi til baka þá finnst mér enginn standa beint upp úr. Mér fannst Carragher ágætur í vörninni og standa fyrir sínu að venju, hann var eini leikmaðurinn sem barðist allan tímann, það duttu allir leikmenn liðsins niður í seinni hálfleik og Carra var þar engin undantekning. Hann vann vel með Hyypia sem meiddist og fór af velli en Riise kom í miðvörðinn og Carra náði að leysa þá samvinnu vel með Norðmanninum. Það lá svo sem ekkert voðalega á þeim tveimur en ef að Riise gerði mistök var Carra mættur á nóinu og reddaði málunum. Því fannst mér fannst hann standa plygtina best í dag. Ég gæti svo sem valið Alonso mann leiksins, hann átti nokkrar frábærar sendingar og stóð upp úr á miðjunni, en Carragher sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er eins og Öræfajökull þarna í vörninni og skipulagning hans á okkar vallarhelmingi var til fyrirmyndar.

Ef maður tekur leikinn í dag saman og horfir á heildarmyndina þá getur maður ekki verið sáttur. Andleysi og kæruleysi réðu ríkjum í síðari hálfleik og það voru í rauninni 2 einstaklingsframtök hjá Torres og Gerrard sem kláruðu Derby. Auðvitað vorum við óheppnir með nokkur færi í þessum leik en við eigum að valta yfir þetta lið, sérstaklega með svona sterkt lið eins og við stylltum upp í dag.

Næsti leikur okkar manna er á sunnudaginn kl. 16:00 á útivelli gegn Manchester City og það er á hreinu að menn verða að gíra sig betur upp fyrir þann leik. Það er hins vegar frábært að fá 3 stig úr leiknum í dag og vonandi að við sínum fólki að við erum að berjast um 1. sæti í þessari deild. Við höfum engan áhuga á 2., 3. eða 4. sæti, við viljum 1. sæti og ekkert annað. Til þess þurfum við að ná góðu rönni í næstu leikjum og einfaldlega sigra Man City á sunnudaginn og kveðja árið 2007 með góðum leik. Takk fyrir mig.

YNWA.

58 Comments

 1. Léleg spilamennska vissulega, en ekki gleyma því að Hyypia meiddist í byrjun seinni hálfleiks og því þurfti Riise að spila sem miðvörður í 40 mínútur og það var augljóst að við þessa breytingu riðlaðist spilamennska liðsins – án þess að ég sé að afsaka hana neitt sérstaklega.

  Hvar hefur þessi Price annars verið allt tímabilið? Hvers vegna tók þá svona langan tíma að fatta að Stephen Bywater er hræðilegur markmaður?

 2. LOKSINS er Liverpool að vinna leiki með mörkum á seinustu mínútu leiksins! Hef lengi beðið eftir þessu, eða því að við vinnum með hálfgerðum “skítamörkum” eins og toppliðin gera. Chelsea og Man U hafa verið fræg fyrir að vinna leiki á seinustu mínútunum og einnig Arsenal. Til að berjast á toppnum þarf maður nefnilega að geta náð að vinna þegar maður er ekki að spila vel og vinna með mörkum á seinustu mínútunum.

  Ég lít á þetta sem framfararmerki en þetta er e-ð sem við þurfum að gera oftar. Það munu alltaf koma leiki þar sem við erum ekki að spila illa, en við VERÐUM að finna leið til að ná 3 stigum úr þeim.

  Jákvætt segi ég.

  Áfram Liverpool

 3. Klárlega lélagsti leikur okkar mann frá því benitez tók við liðinnu. á tíma var spurning hvort liðið væri í 5 sæti og hvort væri í 20 sæti. en bjarta að við náðum að skora á 90 min. ef við hefðu gert jafntefli þá hefðum við verið að keppa um 3 sæti á þessari leiktíð án djóks. 12 stig á eftir united eftir hálft tímabil er of mikið fyrir okkur :S en ég veit ekki ég er ennþá pirraður yfir því hvað liðið okkar var lélegt í þessum leik :S miðað við mannskap sem var þarna inná þá var þetta skelfilegt að horfa á þetta.

 4. “Það munu alltaf koma leiki þar sem við erum ekki að spila vel, en við VERÐUM að finna leið til að ná 3 stigum úr þeim.”

  Átti þetta að vera hjá mér.

 5. Jæja, þetta var skítlega tæpt en hafðist. Nokkrir punktar:

  1. Þetta var ekki versta frammistaða okkar undir stjórn Benítez. Ekki einu sinni versta frammistaða okkar á þessu tímabili. Marseille-leikurinn á Anfield í haust er enn það versta sem ég hef séð til liðsins undir stjórn Rafa. En síðari hálfleikurinn í dag er ekki langt undan, með því skelfilegra sem maður hefur séð í marga mánuði.

  2. Við segjum alltaf að það séu merki um gæði hinna toppliðanna að geta unnið þrátt fyrir að leika hörmulega og eiga ekkert skilið. Við verðum því að vera sanngjarnir og gefa okkar eigin liði sama heiður í dag. Menn geta ekki alltaf átt góða daga eða alltaf leikið stórvel, þannig að það er styrkleikamerki að þetta skyldi hafa klárast.

  3. Sigurinn í dag var ekki Riise, Voronin og Kuyt að þakka. Ég er að orða það eins kurteislega og ég get.

  4. Fyrir þremur vikum sólaði Torres varnarmann Marseille svo illa að sá bað um rangstöðu. Í dag breytti hann tröllinu í Derby-liðinu í stein. Hvað gerir hann næst, lætur rigna froskum? 🙂

  5. Eins lélegir og okkar menn voru eftir Torres-markið verður að gefa þeim kredit fyrir að hafa klárað þennan leik af krafti og virkilega barist fyrir sigrinum. Þetta kom seint og erfiðlega, virtist á köflum sem ekkert ætlaði að detta okkur í vil (sér í lagi markskotin hjá Alonso og Gerrard undir lokin) en harðfylgnin skilaði sér með sigurmarki.

  6. Þótt okkar menn hafi sýnt karakter í að klára þetta þrátt fyrir skítlega frammistöðu er það ljóst í mínum huga að við unnum þennan leik einfaldlega af því að Derby-liðið er enn verra á sínum besta degi en Liverpool á sínum versta. Það sannaðist í dag. Leikurinn á útivelli gegn City á sunnudag verður ekkkkkki svona auðveldur.

  En svona er þetta. Chelsea gerðu jafntefli í dag og maður vonar að Portsmouth hirði eitt eða fleiri stig af Arsenal í kvöld. Eins lengi og okkar menn eru á sigurbraut getur forskotið minnkað. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið.

 6. Neikvætt: Á 89. mín var maður búinn að missa mikla trú á Benitez og félögum.

  Jákvætt: Að vinna samt. Það er hrikalega jákvætt.

 7. Kæruleysi, andleysi, áhugaleysi. Stundum þarf að taka þessa tekjuháu stráka og kaghýða þá. Að vera ekki búnir að slátra þessu Derby liði í fyrri hálfleik er óskiljanlegt. Að tapa stigum í þessum leik hefði verið sorglegt. En að vinna hann með þessum hætti er ótrúlegt. Ég ætla ekki að hugsa um fótbolta næstu dagana.

 8. Það er ákaflega sjaldgæft að vinna leik og líða svo þannig að manni langar til að vera þjálfari til að geta staðið yfir mannskapnum í hálftíma og gargað á liðið fyrir hörmulega frammistöðu!!!! Seinni hálfleikur var bara það versta sem ég hef séð til Liverpool í langan tíma. Nota bene .. hef misst af einum leik þessa leiktíð og það var tapið gegn Marseille.

  En guð minn góður…. af hverju í ósköpunum snýst ekki sóknarleikur okkar manna í kring um besta framherja í heimi??? Af hverju snúast ekki kantmenn, miðjumenn og síðast en ekki síst meðframherji eins og skopparakringlur í kring um besta framherja í heimi. Allur okkar sóknarleikur á að snúast um að setja Torres upp… finna hann í lappirinir. Ekki klippa hann út heilan hálfleik. Djöfull var ég orðinn brjálaður á Voronin og Babel…… oogggg síðast en ekki síst…

  JOHN ARNE RIISE. Hef stutt þann væna frænda eins mikið og ég mögulega hef getað. En hann misti minn stuðning eftir frammistöðuna í dag. Mikið djöfull er hann lélegur.. púffff það stingur mitt rauða hjarta óskaplega að þurfa að snúa við honum baki. Ég vill að hann verði seldur. Ósköp einfalt. Enough is enough.

  Gerrard mætti ekki til leiks fyrr en Derby jafnaði. Hvað var það?????

  Fari það bara í grámyglaðar, kolmórauðar, og kæstar krabbaflær en Liverpool átti að vera búið að klára þennan leik með þennan mannskap á fyrsta hálftímanum.

  Sem betur fer… náðum við að klára þennan leik. Jafntefli hefði verið stórslys. Næst er útileikur gegn Man. City.. Sex stiga leikur. Alveg ótrúlega mikilvægur leikur. Og nú erum við ekkert endilega að tala um að verða Englandsmeistarar heldur að halda sér inni í baráttunni um Meistaradeildarsæti!!!!!!!!!!! 🙁

  P.s. Var ekki Aurilio í bakverðinum og Riise á kantinum þar til hann fór í miðvörðinn?

 9. Já, þetta var afleitt. En ég er bjartsýnn á að Portsmouth taki stig af Arsenal og þá gæti verið niðurstaða umferðarinnar að við ynnum 2 stig á bæði Arsenal og Chelsea. Það myndi vera gott.

  Mikið afskaplega öskraði ég hátt þegar að Gerrard setti boltann í netið.

  Og til að leiðrétta, þá var þetta ekki einstaklingsframtak hjá Torres og Gerrard, heldur Torres og Benayoun, sem sköpuðu mörkin.

  Voronin og Kuyt verða að fara að gefa Rafa einhverja ástæðu til að kaupa ekki framherja í janúar.

 10. Einar Örn: “heldur Torres og Benayoun, sem sköpuðu mörkin.”

  Benayoun gerði vel með að koma boltanum á Torres í aðdragandanum á síðari markinu, það var mjög vel gert hjá honum. En ekki gleyma því að Gerrard hóf sóknina og stakk leikmenn Derby af á vinstri kantinum, lagði hann á Benayoun, og var mjög gráðugur þegar hann tók frákastið og kláraði færið mjög vel.

  Má alveg deila um þetta en mér fannst Gerrard eiga mjög mikið í þessu marki, mun meira en Benayoun, því að Gerrard var arkitekt sóknarinnar og hóf hana frá punkti A.

  Skiptir náttúrlega engu máli, en vildi bara leiðrétta leiðréttinguna, út frá því hvernig ég upplifði þetta allavega.

 11. Þetta er ekki fyrsta sinn undanfarið sem Liverpool spilar eins og 6.flokkur Hnoðra frá Fáskrúðsfjöru. Ekki heldur í fyrsta sinn sem fyrirliðinn okkar Steven Gerrard hengir bara haus og gerir lítið sem ekkert til að sparka í rassgatið á liðinu.

  Maður hefur sjaldan séð jafn getulausa frammistöðu hjá jafn hæfileikaríkum leikmanni eins og Ryan Babel í þessum leik. Virðist bara ekki geta spilað vel í augnablikinu ef hann er í byrjunarliðinu og á í miklum erfiðleikum með fyrirgjafir. Ef hann ræður ekki við varnarmenn Derby, hvað þá?

  Rafa Benitez (Prófessor Vandráður) verður að fara vakna úr þessu dauðadái. Við erum 1-0 yfir gegn neðsta liði deildarnnar, með algera yfirburði á vellinum og leikmenn Derby sjáanlega með ekkert sjálfstraust. Fínn séns að klára leikinn og skipta síðan lykilmönnum útaf fyrir leikinn á sunnudag. Hvað gerir þjálfarinn?
  Jú hann slakar á í sætinu á meðan við færumst aftar og aftar. Hálfleiksræða og Liverpool hættir í kjölfarið að spila fótbolta þangað til liðið fær á sig mark. 🙁
  Hvernig eigum við að geta æft og spilað alvöru sóknarleik ef við leggjumst alltaf í skyndisóknir gegn öllum liðum (jafnvel Derby) þegar við komumst yfir?

  p.s. Það var enginn Sissoko inná í dag. Kuyt kom inná og liðinu vann 1-0 eftir það. Riise hefur spilað ágætlega undanfarið, var ekki að spila sína stöðu og verður því vart sakaður um þessa frammistöðu.
  Hver ætli sé þá núna “lélegasti leikmaður í sögu Liverpool” hjá blóðþyrstum aðdáendum Liverpool? 😉

 12. Ég spáði þremur mörkum … það reyndist rétt, en vitlaust lið á einu markinu. Ferlega slappur leikur okkar manna í seinni hálfleik, en við unnum leikinn og það verður að líta á það jákvæðum augum. Ég og bróðir minn stukkum upp og öskruðum af kæti, ég var nátturlega klæddur í minn bol, drekkandi öll úr nýja bjórglasinu mínu og með liverpool allt í kring. Eftir fagnaðarlætin öskraði ég á sjónvarpið: Hvernig væri að hafa soldið dramatískara?

  Veit ekki alveg hvað ég meinti… 🙂 … en ég er kátur!!!

 13. Sælir félagar
  Það er litlu við leikskýrsluna að bæta. Hörmulegur leikur hjá okkar mönnum en gott hjá þeim að vinna þegar þeir eru að leika illa. Ég saknaði Gerrards í þessum leik þangað til hann reif sig upp í lokin og gerði það sem hann á að gera, taka málin í sínar hendur og klára leikinn og keyra menn áfram eins og hans hlutverk er. Ef hann hefði verið í þeim gír allan leikinn hefði markatalan orðið eðlileg. Riise, Kyut og Voronin eru bara slakir meðalleikmenn og mundi ég ekki sakna þeirra þó þeir yrðu seldir. Meiðsli Hyypia sýna að okkur vantar miðvörð í Agger klassa með Carra. Andleysi ookar manna bendir til að motiveringin hafi klikkað hjá Rafa og er það áhyggjuefni í dag sem svo oft áður. Jón #8 bendir á að Torres er sveltur af meðspilurum sínum og er það góður punktur. Sérstaklega fannst mér Voronin reyna að velja annan kost en Torres ef hann mögulega gat. En það er plús og það mikill plús að vinna svona leiki þar sem menn eru meira og minna á hælunum og er ég ánægður með það.
  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Við megum þakka fyrir sigur í dag.Ef við hefðum hvílt suma,eins og margir vildu á þessari síðu,þá hefðum við tapað.LIVERPOOL var ekki lélegt.Derby var að spila sinn besta leik og kanski út af nýjum þjálfara, og þeir vildu hefna sín frá fyrri leik.Ég þakka Rafa fyrir það að hafa verið með sitt besta lið.Nú kom í ljós að framherjar okkar þeir C,K,V ,B verða að æfa og æfa til að geta verið frambæralegir framherjar.Vona að þið fattið hverjir C K V og B séu

 15. Já út með voronin, Kuyt og Riise… úff hvað þessir menn eru Lélegir !

 16. Af hverju út með Riise, við eigum ekki mann sem getur verið frammi ,varnarmaðu og svo stokkið í miðvörð ,og ég sá ekki að hann hafi verið verstur. Hann var kanski ekki bestur en ég vil ekki selja hann. Við áttum erfiðan leik í dag sem við unnum og taka svo M C á laugardag .Og hættið að væla þegar að við vinnum.Gleðjumst yfir sigri og eitt enn, þegar við töpum eða gerum jafntefli, þá segja þeir sem væla núna,,,,við áttum góðann leik en vorum óheppnir.Fatta þettað ekki

 17. Sælir – mikið var ég feginn þegar að fyrirliðinn skoraði sigurmarkið. Ég var svo feginn að ég nenni ekki að vera með nein leiðindi nema kannski smá. Það lenda öll lið í því að eiga dapran leik en þá leiki er gríðarlega mikilvægt að vinna og við gerðum það sannanlega í dag.

  Voronin var leikmaður sem að kom mér á óvart í byrjun móts. Ég var bara nokkuð sáttur við hann en því miður hefur hann dalað og er ekki að sýna neitt þessa dagana sem réttlætir stöðu hans í þessu liði.

  Mér fannst ekkert breytast eftir að Kuyt kom inná sem er áhyggjuefni en ég hef reyndar aldrei verið Kuyt maður.

  Ég er á því að við eigum að skoða það að selja Sissoko, annað hvort Kuyt eða Voronin og fá einn senter og einn mann sem getur spilað á báðum köntunum. Ég er á því að það sé hægt að bæta þá stöðu hjá okkur verulega. Svo vantar einn sterkan varnarmann líka helst sem gæti spilað bæði miðvörð og vinstri bak. Heinze hljómar mjög vel og fréttirnar eru þannig að það sé ekki útilokað að hann komi.

  Hvernig væri þetta lið með alvöru striker við hliðiná Torres sem er að verða jafnmikilvægur Liverpool og Gerrard og Carra. Hinir senterarnir okkar eru því miður oft bara eins og farþegar í okkar leik.

 18. Æ … ég var í mjög góðu skapi eftir leikinn og var það Gerrard að þakka. Ef Gerrard hefði ekki skorað, og leikurinn endað með jafntefli, þá hefði ég orðið brjálæðislega pirraður og eflaust blótað andleysinu í seinni hálfleik. En Gerrard kláraði leikinn fyrir okkur og það var nóg til þess að ég tæki gleði mína á ný. Mér er alveg sama hversu lélegir við vorum vegna þess að við náðum að vinna leikinn.

  Maður hefur oft séð hin toppliðin vera að gera uppá bak, en ná svo að klára leikina á síðustu mínútunni eða í uppbótartíma og hversu oft hefur manni fundist það vanta hjá okkur? Í dag gerðist það og það verður að teljast einhverskonar framför. Öll lið eiga slakan dag og það að við náðum að klára þennan leik þrátt fyrir það og ná í dýrmæt 3 stig er nóg til þess að ég sé kátur eftir leikinn.

  Svo er auðvitað bara plús að bæði Chelsea og Arsenal töpuðu stigum.

  Svo langar mig aðeins að hrósa “krúttlegasta” markmanni deildarinnar, téðum Price hjá Derby :). Í byrjun virkaði hann hrikalega óöruggur og mistækur og ég hálfpartinn vorkenndi honum. Það var eins og honum hefði verið hrint í djúpu laugina án nokkurs fyrirvara. Honum óx svo heldur betur ásmeginn og hann endaði svo sem maður leiksins (a.m.k hjá Derby) og það var aðeins honum að þakka að sigurinn hjá okkur varð ekki stærri en raun bar vitni.

 19. Það sem var jákvætt við þennan leik var fyrst og síðast sigurinn. Carragher og Alonso voru þeir einu sem voru með allan leikinn. Ég skil ekki hvernig hægt er að velja menn eins og Voronin og Riise í byrjunarlið hjá þessu félagi. Riise hefur ekki verið að spila vel á þessu tímabili og ekki heldur á því síðasta. Hann getur jú skotið en á erfitt með að gefa fyrir og stutt spil virðist vefjast fyrir honum. Spái því að Benitez reyni að finna vinstri bakvörð í janúar og sumarinnkaupin verði framherji í stað Voronin.

  Er annars ennþá aumur í hendinni eftir að hafa lamið í borðið þegar Gerrard skoraði 🙂

 20. í dag skorar Gerrard með HÆLNUM á 91. min. og tryggir okkur sigur. Í dag spilaði Alonso 90 min. Í dag fengu chelsea á sig mark á 92. min úr víti og tapa 2 stigum. Í dag missa chelsea leikmenn í meiðsli og leikbönn og verða vægast sagt vængbrotnir á næstunni. Í dag töpuðum Arsenal 2 stigum á móti liðið sem við unnum sannfærandi í síðustu umferð. Í dag er annar í jólum.
  Eigum við ekki bara að gleðjast yfir þessu eða?

  Það var jafn gott að eiga þennan ömurlega seinni hálfleik á móti Derby en ekki City. ég get lofað ykkur því að enginn þeirra sem spilaði í dag mun spila á hælunum í næsta leik.
  Og svona að lokum þá ég hef ekki fagnað marki svona innilega lengi og stendur það uppúr eftir þennan furðulega dag.
  Lengi lifi Liverpool

 21. Merkilegt að spjallverjar finna alltaf sömu sökudólgana hér. Nú er Voronin búinn að bætast í hóp Liverpool leikmanna sem eru réttast að gefa til annarra liða. Þessir menn nánast geti bara ekki skapaðan hlut í fótbolta og hafi aldrei gert.

  Ég verð að hryggja ykkur með því að það er sama hversu stórar súperstjörnur við kaupum, ef liðsheildin og baráttan er ekki til staðar verðum við aldrei meistarar.
  Menn mega karpa eins og þeir vilja um einstaklingsmistök en staðreyndin er sú að við höfðum lið inná til að valta yfir Derby. Af hverju gerðum við það ekki?
  Vegna þess að Liverpool er stundum eins og höfuðlaus her undir stjórn fyrirliðans Steven Gerrard…….það er eins og hann nenni ekki að spila þessa litlu leiki né mótivera meðspilarana, kunni það bara ekki.

  Þegar lið eru vel skipulögð og vel stjórnað inná velli berjast allir og vinna saman sem lið. Í þannig liðum verða miðlungsmenn góðir því þeir fá hvatningu og líta betur út en ella. Það eru hellingur af miðlungsleikmönnum í Arsenal, Man Utd og Chelsea. Liverpool er heilt yfir með alveg jafn góðan leikmannahóp og þau. Örlítið færri matchwinnera en betri breidd. Þessi lið þurfa þó ekki að búa við óvinveitta götupressu og óþolinmóða stuðningsmenn.

  Það verður bara að viðurkennast að það vantar jafnvægi í Liverpool liðið í dag. Lið, stjórn og áhangendur er ekki eins og eimreið sem stefnir að sama ákveðna marki. Í hvert sinn sem eitt vandamál leysist dúkkar annað upp. Í hvert sinn sem einn leikmaður spilar frábærlega er annar sem nær sér ekki á strik.
  Bandarískir eigendur – spænskur þjálfari – enskt en fjölþjóðlegt lið – ótal leikstílar.

  Ég veit að skyndilausnir (kaupa þennan, selja hinn) eru mun skemmtilegri umræðu og virka yfirleitt í Football Manager. Staðreyndin er hinsvegar sú að Liverpool í dag skortir sinn eigin karakter inná velli. Okkur skortir okkar eigin leikstíl og að menn hafi soldið gaman að hlutunum. Sóknarmennirnir fyrir utan Torres(sem allir hrósa) eru mjög ragir við að skjóta og oft að gefa boltann eða vinna of langt tilbaka þegar þeir ættu að vera inní teig. Annaðhvort er fyrirliðinn ekki nógu duglegur að ýta þeim framar á völlinn eða Rafa of varnarsinnaður fyrir enska boltann.

  Liverpool þarf að sýna miklu meira ránseðli, hafa risahreðjar og gera lið hræddari við sig. Enski boltinn er svo hraður og frumstæður að slíkt vinnur oft leiki fyrirfram.

 22. Já það er ótrúlegt hve liðið var slappt í dag, en þetta rétt svo hafðist. Mín tilfinning er sú að liðið þurfi að losa sig við Riise, Kuyt og Sissoko. Því svo lengi sem þeir eru innanborðs náum við ekki að stíga skrefið til fulls í að ná toppliðinum. Eins og einhver sagði þá hefur Riise farið frá því að vera einn besti maðurinn í liði hjá Houllier yfir í einn veikasta hlekk hjá Benitez, og segir það ýmislegt um hversu mikið liðið hefur breyst. Hann gæti jafnvel verið gott backup, en ég efast um að hann myndi sætta sig við það. Kuyt er bara ekki nógu góður, eða hann fær reyndar ekki að spila sem eiginlegur framherji því hann er um allan völl að vinna. En hann á ekki að þurfa þess við höfum Macherano, Kuyt á að vera inni í teig með Torres og co að skapa hættu. Sissoki virðist ekki ætla að geta lagað sendingagetuna og þegar hann er inná þá leggja lið upp með það að láta hann leika lausum hala því ekkert skeinuhætt gerist þá. Við höfum Lucas sem lofa góðu.

  En að leikum þá fannst mér gaman að sjá Liverpool stela sigrinum svona eins og topplið gera oft á tíðum.

  En þetta er bara mín skoðun og menn meiga vera sammála eða ósammála.

  Gleðileg Jól

 23. Ég hef alltaf sagt að Voronin sé laaaangt fyrir neðan þann klassa sem við eigum að krefjast…….en ég skil ekki gagnrýnina sem Riise fær hérna!!??

  Hvað með Aurelio sem var næstum því lélegri en Voronin. Jú…hann er Brassi og getur gefið fyrir……en EKKERT annað. Er þetta virkilega menn eins og hann sem við viljum?

  Af hverju notar Benítez ekki frekar menn úr varaliðinu til að fylla í stöður, frekar en þessa gaura. Ég tel okkur vera heppna að vera með Riise meðan menn í þessum klassa eru hjá Liverpool.

  Annars var sigurinn góður enda er erfitt að spila á móti svona liði. Frábært sérstaklega þar sem Arsenal og Chelsea misstu stig.

  Í næstu umferð á Arsenal erfiðan útileik á móti Everton og hjá Chelsea vantar nánast alla vörnina næstu 2-3 leiki hið minnsta.

  Við eigum klárlega séns!!!!

 24. Júlli.

  Það eins sem Riise getur er að skjóta þegar hann sér glitta í smá brot af stönginni. Hann er hættur að geta tekið menn á. getur ómögulega notað hægri og er bara orðinn slappur varnarlega. Ekki sami leikmaður og hann var. Í tæki ég Aurelio fram fyrir hann í liðið, reyndar er ég sammála þér með það að prufa aðra menn í þessar stöður eins og Insua. Og jafnvel í villtustu draumum væri gaman að sjá Sissoko spreyta sig í miðverðinum.

 25. Bara af því að menn eru að tala um að Riise geti skotið, hvenær skoraði hann síðast fyrir Liverpool og hversu oft ætli hann hitti rammann í sínum tilraunum. Það væri gaman að sjá einhverja tölfræði um þetta.

  Hins vegar er ég sammála þeim sem segja að við eigum að gleðjast. Við spiluðum illa en unnum. Bæði Arsenal og United spiluðu illa í síðustu umferð en unnu. Nú við og það er frábært.

 26. Gott innlegg #27 Arnór…
  Sérstaklega þessi málsgrein:
  “Liverpool þarf að sýna miklu meira ránseðli, hafa risahreðjar og gera lið hræddari við sig. Enski boltinn er svo hraður og frumstæður að slíkt vinnur oft leiki fyrirfram.”

  Ég hef aldrei spilað Footbaal Manager en geri mig stundum sekan um að afgreiða menn sem söluvöru í eftirhita lélegra leikja.

  En ég tek undir með Arnóri að rót vandands hjá Liverpool er djúpstæðari en nokkrir miðlungsleikmenn í liðinu.

  En ég hef líka margoft líst þeirri skoðun minni að Liverpool er með nógu sterkan hóp til að vinna deildina. Það vantar bara að smella þessu öllu saman. Nú þegar, við erum komnir með framherja eins og Torres þá eiga okkur að vera allir vegir færir. Þvílíkur snillingur sem þessi strákur er… framherji af guðs náð.

 27. Rétt sem #27 segir það þarf að stilla mannskapinn saman og vera þannig í 90 mín

 28. Þetta var nógu gott fyrir mig, þrjú stig það er það sem skiftir máli.
  Btw. Hvar er Pennant ég reikna með að hann sé meiddur en getur einhver frætt mig um það?

 29. Góðar pælingar hjá Arnóri (27) ég er alveg sammála því að liðið þarf að vera aggressívara sóknarlega gegn svona liðum eins og Derby, að mínu mati hefur þetta vandamál verið lengi hjá liðinu.
  Með Kuyt, Sissoko og Voronin þá eru þessir leikmenn hreinlega ekki nógu góðir í fótbolta. Það er ekkert flóknara, þú sæjir Saur Alex aldrei fá þessa menn til sín. Mér finnst að við getum notað Riise eitthvað áfram (sem backup) þó okkur vanti klárlega heimsklassa vinstri bak.

 30. Riise !! að þessi maður skuli fá að spila með þessu liði er ótrúlegt hann er lélegri en allir í 2. deildinni á íslandi og það á að senda þennan mann aftur til Noregs. (Ummæli ritskoðuð. Það er nóg hjá þér að segja að hann sé lélegur leikmaður, óþarfi að uppnefna hann líka. – KAR)

 31. Jónas, Pennant verður frá fram yfir áramót. Ég veit ekki nákvæma dagsetningu en myndi gera ráð fyrir honum inn í aðalliðið á ný upp úr miðjum janúarmánuði, í fyrsta lagi.

 32. Pennant er byrjaður að æfa aftur og mætir aftur snemma á nýju ári.

  Sjá frétt í Liverpool Echo þann 18.12.

  “But Jermaine Pennant has returned to training after recovering from a stress fracture to the shin and is on target to return to first team action in the New Year.”

 33. Góður Arnór (27).
  Alltaf gaman að lesa comment frá þeim sem hafa góða og yfirvegaða sýn yfir leik liðsins og eru ekki að hengja einstaka leikmann af gömlum vana, þó þú skjótir aðeins á Gerrard í þínu commenti. Ég er pínu ósammála því að Gerrard sé sökudólgurinn þegar liðið er andlaust og spilar tilviljanakenndan bolta. Vissulega er hann fyrirliðinn og á að bera meiri ábyrgð en hinir en mér finnst Rafa eiga drjúgan hlut í andleysi liðsins. Eins skipulagður og hann virðist vera í varnarleiknum þá hef ég það á tilfinningunni að það sé ekkert plan sóknarlega, eða réttar sagt það er ekkert plan þegar við erum komnir fram fyrir miðju og það er ekkert plan í miðjuspilinu. Það er ekkert sem vekur upp leikgleði sóknarlega og þar af leiðandi verður ekki til neitt sem heitir okkar leikstíll sóknarlega. okkar “karakter” virðist vera niðurnelgdur varnarleikur. Mér finnst “sóknarspilið” vera uppbyggt á þrennan máta:

  1. Reina gefur langan bolta fram á við og reynir að hitta á Torres. BOLTINN ER SENDUR YFIR MIÐJUNA!!!

  2. Reina gefur á bakvörð sem sendir langa sendingu og reynir að hitta á Torres eða hann gefur á Hypia eða Carra sem gefur langa sendingu fram og reynir að hitta á Torres.
   BOLTINN ER SENDUR YFIR MIÐJUNA!!!

  3. Reina gefur á bakvörð sem sendir á miðjumann sem gefur hann aftur á varnarmenn sem senda langan bolta fram og reyna að hitta á Torres.
   BOLTINN ER SENDUR YFIR MIÐJUNA!!!

  þetta finnst mér ekki vera árangursríkur sóknarbolti og mér finnst sóknartilburðir liðsins vera svona í 80% tilfella (Þegar hin 20% eiga sér stað að þá er unun að horfa á liðið). Það er ekki nema vona að Gerrard tínist í svona leikjum. Kannski eru menn ekki að hreyfa sig nóg án bolta þannig að leikurinn verður svona ég veit það ekki enda er ég bara áhugamaður.
  En það er tvennt sem mér finnst vanta í þetta lið og það er einhverskonar plan frá Benitez fram á við sem heitir ekki “kick and run”, og ein “skyndilausn”. Sóknarsinnaður, creative miðjumaður. Einhvern sem er á svipuðu caliberi og Fabregas eða Zidane. Einhvern sem þarf ekki að sinna mikilli varnarvinnu og tengir saman vörn og sókn. Og þá hugsa ég að þetta komi sem Arnór var að tala um að þessir “miðlungsleikmenn” verða góðir og liðið spilar sem lið. En hvað veit ég? 🙂

 34. Þetta er alveg rétt hjá þér Balvin (40) liðið hefur átt erfitt með að skapa sér færi gegn liðum sem liggja tilbaka í mörg ár og hefur Benitez ekki leyst það að mínu mati. Þetta er að gerast aftur og aftur eins t.d. gegn Man. Utd. þar sem liðið stjórnaði leiknum án þess að skapa sér afgerandi tækifæri. Benitez þarf að finna svar við þessu, hvort það sé með nýjum leikmanni eða breyttu leikskipulagi.

 35. Steven Gerrard á ekki eina einustu gagnrýni skilið sem leikmaður Liverpool FC.

 36. Einar, varla. Gerrard er ekki sú týpa. Ég held að Baldvin sé að tala um, og ég er reyndar 100% sammála honum(frábært komment hjá honum) er svona týpa eins og Iniesta, Eiður Smári, jafnvel Hleb eða Rosicky, auðvitað Fabregas og svo er Zizou og fl. svona ekta ‘AMC’ar. Bergkamp til að mynda var magnaður í þessari stöðu.

  Gerrard er miklu meiri alhliða miðjumaður en þeir þó hann geti leyst þessa stöðu þá hefur hann ekki þessi klókindi og touch sem margir aðrir ekta AMC’ar hafa. Hann er miklu kraftmeiri og auðvitað frábær en ég myndi vilja fá einhvern sem gæti spilað fyrir aftan Torres og Gerrard þá með Alonso/Mascherano/Lucas á miðjunni.

 37. Hvað ætla menn þá að hafa marga á miðjunni?

  Ef menn eru hins vegar að tala um skapandi framherja til að vera frammi með Torres í 4-4-2, þá er það allt annað mál. Ég er hins vegar á því að við þurfum ekki fleiri miðjumenn. Ekki nema þá að við stillum upp 4-5-1, en í því kerfi er ég allavegana á því að Gerrard væri þessi skapandi miðjumaður. Ég sé ekki hvað t.d. Fabregas kæmi með inní þetta Liverpool lið, sem Gerrard gerir ekki.

 38. Sammála Arnóri #27.

  Gífurlega vel skrifað komment.

  Derby-leikurinn.
  Þetta Derby-lið er bara svo gífurlega mörgum klössum fyrir neðan þetta Liverpool-lið að við eigum að vinna það á hverjum einasta degi. Alveg sama hvernig við erum stemmdir. Í gær unnum við þetta lið á heppni. Einstaklingsframtaki Steven Gerrard. Það átti aldrei að þurfa, við áttum að vera búnir að klára þennan leik eftir 20mín.

  Menn voru að hengja haus. Auðvelda leiðin var aldrei valin. Það var eins og menn væru viljandi að reyna að forðast að gefa boltan á næsta menn. Þess í stað reyndu menn að gera hlutina sjálfir(tókst tvisvar) eða kýla boltanum með einhverjum sirkussendingum. Að menn geri sig seka um svo mikið agaleysi finnst mér gjörsamleg vítavert.

  Það er eitt að tapa á móti liðum sanngjarnt þegar menn eiga slæman dag(t.d. Marseille) en það er annað að menn sýni verkefninu og stuðningsmönnunum slíka óvirðingu að ætla sér að klára dæmið með annarri.

  Meðan á þessu stóð spurði ég sjálfan mig að því hvort Man.Utd. myndi einhvertímann sýna svona frammistöðu. Ég held ekki. Sir Alex myndi svoleiðis misþyrma þeim í búningsklefanum í hálfleik og eftir leik að ég held að menn myndu aldrei detta sér það í hug. Ef að lífið er sanngjarnt hefur Benitez verið trítilóður í klefanum eftir leik. Hrært þannig upp í mönnum að þeim dettur ekki til hugar að sýna slíkt hugleysi aftur eins og þær sýndu í þessum leik. En ég er ekki bjartsýnn á það. E.t.v. er það örlítill hluti vandamála okkar að Benitez sé ekki nógu harður/ákveðin/við þá þegar kemur að öguðum sóknaraðgerðum þar sem menn reyni í sameiningu að spila sig í færi.

  En þetta vandamál er stærra en þessi eini leikur. Svo ég leyfi mér að vitna í Baldvin: ,,þetta finnst mér ekki vera árangursríkur sóknarbolti og mér finnst sóknartilburðir liðsins vera svona í 80% tilfella (Þegar hin 20% eiga sér stað að þá er unun að horfa á liðið). “

  Stærsti gallinn í leik Liverpool-liðsins þessi misserin finnst mér einmitt finnst mér vera þessi skortur á aga og yfirvegun í sóknarleiknum. Það er eins og það sé bannað að koma boltan á næsta mann, halda honum innan liðsins og byggja upp vel útfærðar, en um leið einfaldar sóknir. Menn ætla alltaf að skora NÚNA. Sást einnig með átakanlegum hætti í leiknum á móti Man.Utd. Vörnin hjá United var kominn of aftarlega sem bauð uppá sjaldséð tækifæri gegn þeim. En í stað þess að nýta tækifærið, athafna sig í svæðinu sem United skyldi eftir fyrir framan vörnina og spila sig í færi kýldu menn háum boltum inn í teig þar sem Rio og Vidic biðu eftir boltanum í rólegheitum. Hvernig datt mönnum í hug að það gæti gengið?

  Og hvar er Rafa á meðan öllu þessu stendur? Ef að ég, tvítugur strákur með takmarkaða knattspyrnugetu get séð vandamálið og komið auga á ranga ákvarðanatöku leikmanna trekk í trekk þar sem þeir eru að klikka á einföldustu hlutum, af hverju getur Rafa ekki séð það og lagað það?

  Fyrirliðin
  Það verður ekki tekið af fyrirliðanum okkar að hann er góður í að redda hlutunum þegar þarf á því að halda. Það er það sem gerir hann að okkar leiðtoga. En af hverju rífur hann menn ekki áfram með kjaftinum? Útaf hverju sér maður alltaf á honum þennan vonleysissvip þegar hlutirnir eru að ganga illa? Hann er ekki að virkja menn, hann hefur slæm áhrif á liðið móralskt séð.

  Ég borðaði vel yfir jólin en Liverpool-stuðningsmaðurinn í mér er enn sársvangur. Hann fékk ekki máltíðina í gær sem hann vonaðist eftir. Maður getur ekki annað en beðið og vonað að liðið rífi sig upp af rassgatinu þann 30. Ég bíð vægast sagt spenntur, en ekkert allt of bjartsýnn. Fyrirfram hefði ég verið ánægður með jafntefli, en eftir hörmung gærdagsins þarf ekkert minna en sigur til að gera mig sáttan.

 39. Við erum með nóg af nöglum í liðinu, þurfum léttleikandi menn sem geta tekið andstæðinginn á, það sárvantar í liðið. Okkur vantar þessa match-winnera, sjáið United til að mynda, þar eru allir í vörn og allir í sókn, alltaf spilað fram á við og Tevez, Rooney, Ronaldo……

  Þetta eru allt fótboltamenn hjá þeim, eða langmest og þar geta Fletcher og O’Shea spilað innan um. Þeir gera bara það sem þeir geta, ekki eins og t.d. Sissoko vinur minn sem ætlar að taka Ronaldo skæri og svo Carlos bombu með leftaranum og Xabi sendingu áður en hann er búinn að vinna boltann.

 40. Eru menn ekki bara að tala um holustriker?
  Þennan klassíska ítalska, Zola, Del Piero, Baggio?

  Sá leikmaður myndi gera mikið fyrir liðið…

  Greiningin hjá Baldvin er hárrétt. Ég heyrði einu sinni í þjálfara sem hafði verið á æfingum hjá Benitez og hann er klárlega “route 1” þjálfari í sókninni. Meira að segja þegar hann var með Aimar hjá Valencia þá var planið að koma háum boltum frá markmanni eða bakvörðum upp á kollinn á Mista sem skallaði niður í annan bolta…hljómar þetta kunnuglega?

  Í svona kerfi týnast því miður oft menn eins og Babel sem vill hlaupa á vörnina því hann fær of lítið af boltanum…og það sem meira er of lítið af “réttum” boltum. Hljómar það kunnuglega?

  Þá þarf að vera annar striker sem pikkar upp annan boltann, er með yfirburðartækni og yfirsýn ásamt því að vera frábær með lítinn tíma og lítið pláss. Það er sá sem vantar, Zola, Del Piero, Baggio, Bergkamp.

  Þangað til held ég að það væri alveg þess virði að prófa Babel frammi með Torres.

 41. Kristinn #47

  Eru ekki united menn mörgum klössum fyrir ofann bolton?áttu þeir ekki að valta yfir þá en töpuðu nú samt?bara svona til þess að sýna þér frammá fyrst þú ert svona viss um að united myndi aldrei sýna svona frammistöðu,að þeir geta það alveg einnig töpuðu þeir á móti Coventry,

  Samt var þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en samt 3 stig og Gerrard en að sýna frammá hversu ómetanlegur hann getur verið og að það er ekki til einn einasti leikmaður í heiminum sem ég myndi skipta á honum við..

 42. Ég skil ekki hvað menn eru að blanda Fabregas og/eða öðrum slíkum í þetta mál. Fabregas er maður sem stjórnar miðjuspili Arsenal en hann hefur það líka að hann skorar helling. Til samanburðar þá má segja að Essien eða Ballack stjórni umferðinni á miðju Chelsea á meðan Lampard skori mörkin, en hjá Liverpool stjórni Alonso og Gerrard miðjunni auk þess sem Gerrard skorar mörkin. Þegar þið skorið mörk og stoðsendingar Fabregas vs. Lampard, Gerrard eða Scholes síðustu svona 2-3 ár er það bara fyrst núna í vetur sem hann fer að standast þeim snúning, en eins og staðan er í dag er hann sambærilegur leikmaður þeim.

  Þegar þið hins vegar talið um Zidane, Zola, Baggio eða aðra eruð þið væntanlega að tala um hinn klassíska “second striker”, eða manninn sem fær að vera frjáls fyrir aftan einn eða tvo framherja. Zidane var alltaf frjáls maður, eins og t.d. Rivaldo, Cantona og fleiri. Zola var hins vegar svona klassískur “second striker”, ekki maðurinn sem var markahæstur en hann var drjúgur að skora og um leið búa til fyrir samherja sína.

  Af hópnum okkar í dag tel ég klárt að Kuyt var hugsaður sem okkar “second striker”, þ.e. gaurinn sem getur spilað fyrir aftan Torres, Crouch eða Voronin og látið hlutina gerast. Voronin spilar meira sem target framherji þegar hann er frammi, en Rafa hefur notað hann sem vængútherja líka, með misgóðum árangri.

  Vandamálið er bara að Kuyt hefur alls ekki verið að standa undir væntingum sem þessi “second striker”. Hann hefur bæði verið slappur í markaskorun í ár miðað við í fyrra, en einnig hefur hann þrátt fyrir mikla vinnusemi ekki verið að standa sig nógu vel í að skapa fyrir aðra.

  Ef ég mætti velja einn mann í heiminum til að spila með Torres, einhvern einn sem gæti bæði fúnkerað með miðjunni okkar (Mascherano, Alonso, Gerrard, og fjórði maður), væri það einhver eins og Iniésta eða Kaká. Ef annar hvor þessara tveggja væri fyrir framan Gerrard og aftan Torres værum við með nánast óstöðvandi sóknarlínu. Sjáið þetta bara fyrir ykkur:

  Gerrard – Mascherano – Alonso – Benayoun
  ———Kaká——————-
  —————–Torres———

  Að mínu mati er það ekki endilega einhver stórkostlegur útherji sem við þurfum að kaupa, enda efast ég um að slíkur maður myndi henta kerfi Rafa betur en nýr “second striker”. Mín vegna mættum við fá góðan miðvörð inn núna í janúar og setja svo alla peningabudduna okkar í að kaupa heimsklassa “second striker” næsta sumar, hver svo sem sá maður væri.

 43. Nokkrir athyglisverðir punktar sem ég tók eftir hér að ofan:

  “Og hvar er Rafa á meðan öllu þessu stendur? Ef að ég, tvítugur strákur með takmarkaða knattspyrnugetu get séð vandamálið og komið auga á ranga ákvarðanatöku leikmanna trekk í trekk þar sem þeir eru að klikka á einföldustu hlutum, af hverju getur Rafa ekki séð það og lagað það?”

  “…en mér finnst Rafa eiga drjúgan hlut í andleysi liðsins. Eins skipulagður og hann virðist vera í varnarleiknum þá hef ég það á tilfinningunni að það sé ekkert plan sóknarlega, eða réttar sagt það er ekkert plan þegar við erum komnir fram fyrir miðju og það er ekkert plan í miðjuspilinu. Það er ekkert sem vekur upp leikgleði sóknarlega og þar af leiðandi verður ekki til neitt sem heitir okkar leikstíll sóknarlega. okkar “karakter” virðist vera niðurnelgdur varnarleikur.”

  “Rafa Benitez (Prófessor Vandráður) verður að fara vakna úr þessu dauðadái.”

  Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig Liverpool hefur komist tvisvar í úrslit Meistaradeildarinnar (og unnið dolluna í annað skiptið) og unnið FA bikarinn á þessum þremur árum sem Rafa hefur stjórnað liðinu, ef hann er í dauðadái eða hefur minni skilning á fótbolta en tvítugur strákur með takmarkaða knattspyrnuhæfileika (reyndar sýnir reynslan að ekki er alltaf góð correlation milli þess að vera góður knattspyrnumaður og góður framkvæmdastjóri, gott dæmi er Graeme Souness).

  Síðan í öðru lagi, að ef lið hefur ekkert plan sóknarlega og treystir nánast alltaf á langa háa bolta fram á sóknarmennina, þá er það lið ekkert að skora meira en 2 mörk að meðaltali í leik, þeas í deildinni + Meistaradeildinni.

  Í þriðja lagi, þá eru jól og allir í góðu skapi og því er ég ekki að skjóta á neinn sem er búinn að skrifa hér fyrir ofan mig, heldur tók bara saman þá punkta sem mér fannst hvað athyglisverðastir og fjallaði aðeins um þá. Síðan má ræða þetta fram og aftur án þess að komast að einhverri lokaniðurstöðu 😉

 44. Flottur sigur í lélegum leik.
  Skiptir öllu máli að klára svona leiki með sigri og uppskera dagsins fín. Sammála mönnum í mörgu hér varðandi leikmenn en auðvitað eru í öllum góðum liðum lélegir menn. Í United liðinu í dag voru t.d. Fletcher og Wes Brown, afspyrnuslakir. Senderos er ekki fótboltamaður að mínu viti og í Chelsea liðinu er takmarkað vit í að hafa Alex, þó hann geti skorað. Hins vegar er ég alveg sammála mönnum hér með Kuyt og Voronin. Reyndar heyrist mér Voronin vera sáttur sem fjórði senter og það er bara fínt. Við erum að kljást við það einfalda vandamál að eiga ekki nægilega beitta leikmenn. Torres og Gerrard eru mikilvægir þar, þó þeir séu ekki líkt því eins mikilvægir og Fabregas hjá Arsenal sem á þátt í 70 – 80% marka Arsenal á þessari leiktíð. Við þurfum bara fleiri. Babel virðist ekki ráða við það að byrja leiki og Kewell virðist hafa tapað miklum hraða. Benayoun er flottur leikmaður, en ég veina yfir því ef að Torres meiðist! Þá værum við í slöppum málum og þess vegna finnst mér senter eða mjög skapandi miðjumaður vera rökrétt.
  Derby hefur verið mitt lið nr. 2 í enska boltanum í ca. 22 ár og því horfi ég talsvert á þá. Seinni hálfleikur þeirra var sá áberandi besti hálfleikur á þessum vetri. Jewell á eftir að týna inn stig fyrir þetta lið og Gilles Barnes var nálægt því að vinna leikinn fyrir þá.
  Þannig að jafnfúll og ég var eftir 89 mínútur var ég dynjandi glaður eftir 93!!!!

 45. Heyr heyr Bjöggi. Benitez er frábær þjálfari, og ég ætla að treysta dómgreind meistarans frekar en spjallverja 🙂

 46. Djöfull var ég svekktur að Carragher skildi ekki hafa skorað í þessum leik 🙁
  Tvennt ótengt þessum leik: Leikurinn við West Ham verður 29.jan ef það hefur ekki komið fram nú þegar á þessari síðu og hafiði heyrt eitthvað meira sem tengir Silva við Liverpool?

 47. vá. ég er að horfa á man city – blackburn og það eru komin 3 mörk á jafn mörgum mínútum. 2-1 fyrir city í hörkuleik!

 48. Anton #56. Leikurinn við West Ham sem er settur á 29. jan er ekki frestaði leikurinn. Það á enn eftir að setja hann á dagsetningu.

Liðið gegn Derby: Torres og Alonso byrja

Níu: sagan af Man Utd og Torres