Hvað vantar til að ná í þann stóra?

Hvað er það sem okkur vantar til að liðið geti unnið deildina (ef eitthvað)? Að mínu viti eru nokkrar stöður sem eru ekki nógu vel mannað í liðinu en
auðvitað fer þetta alltaf eftir því hvaða leikkerfi Rafa ætlar sér að nota. Hann hefur aðallega notað 4-4-2 og 4-5-1 í ár og ég gef mér það
að hann ætli að halda því áfram. Þessar stöður eru þær sem þarf að styrkja og/eða vantar “back-up”.

1. Hægri kantur (never ending story)
Þetta er alltaf saman vandamálið og mun ekki leysast fyrr en leikmaður í sama gæðaflokki og Torres/Gerrard kemur. Sá leikmaður mun kosta en
við verðum að fá gæði í þessa stöðu. Ég get m.a. stungið uppá Daniel Alves, Ricardo Quaresma eða Mancini. Líklegur verðmiði er væntanlega 15-20 milljónir punda. Kosturinn við Alves er að hann gæti leyst bæði kantinn og bakvörðinn. Pennant yrði þá væntanlega seldur fyrir 6-8 milljónir punda.

2. Vinstri bakvörð
Nokkrir hafa komið og farið en ávallt er Riise í liðinu. Aurelio er fínn leikmaður en líkt og þegar hann var hjá Valenica þá er hann oft meiddur og það hefur haldið áfram hjá okkur. Riise er fínn en samt ekki í sama gæðaflokki sem vinstri bakvörður eins og Carra/Alonso. Ef það kæmi bakvörður sem væri keyptur til að vera fyrsti kostur þá yrði Riise klárlega seldur og Aurelio til vara. Ef við lítum á þá leikmenn sem við höfum verið orðaðir við þá er Kakha Kaladze reynslumikill leikmaður og getur spilað bæði sem vinstri bakvörður og miðvörður. Hann er einnig á fínum aldri eða 29 ára gamall. Annar leikmaður sem mér dettur í hug er Philip Lahm hjá Bayern. Hann getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður og er einungis 24 ára gamall.

3. Miðvörður
Staðan er fín í dag þegar enginn er meiddur þe. Carragher og Agger eru fyrsti kostur og Hyypia til vara en eins og hefur gerst í ár þá verður Hyypia ekkert yngri og hann á erfitt með að spila marga leiki í röð verandi orðinn 34 ára. Hann getur klárlega verið mikilvægur hlekkur í 1-2 ár í viðbót en það væri óskandi að fá miðvörð sem er 25+ ára gamall og tilbúinn í slaginn strax. Áðurnefndur Kaladze væri klárlega góður kostur en ég tel einnig ekki ólíklegt að Rafa sé með einhverja leikmenn í sigtinu sem eru að renna út á samning og kæmu því frítt næsta sumar.

4. Framherji
Torres er klárlega okkar fyrsti kostur en síðan er óljóst hver á að vera með honum. Það er ljóst að Kuyt hefur ekki fylgt eftir marksækni sinni frá því hann spilaði með Feyenoord og Crouch virðist vera afar sveiflukenndur. Voronin er jokerinn og virðist sætta sig við að vera fjórði kostur og afar góður sem slíkur. Ég myndi ekkert gráta það að fá t.d. David Villa til að hafa við hliðina á Torres í framlínunni en ef það gerðist þá myndi ég telja líklegt að bæði Kuyt og Crouch myndi fara og við gætum fengið fína summu fyrir þá báða.

5. Vinstri kantur
Ég er svolítið óviss með þetta þar sem Kewell er kominn tilbaka og ef hann heldur sér einu sinni heilum þá erum við í fínum málum. Með Ástralann sem fyrsta kost og síðan til vara Yossi, Babel og Leto. Ef hins vegar Kewell meiðist þá þarf að endurskoða málin.

Þetta er svona það helsta sem ég myndi telja vænlegt að athuga fyrir okkur. Ég tel okkur í góðum málum í hægri bakverðinum þar sem Arbeloa hefur komið mér þæginlega á óvart og síðan er Finnan afar traustur bakvörður og á ennþá góð 2-3 ár. Á miðjunni eru fá lið eins vel mönnuð og sérstaklega ef Rafa fær vilja sínum framgengt og kaupir Mascherano. Gerrard, Mascherano, Alonso, Lucas og Sissoko, gerist varla mikið betra og fjölbreyttari flóra af miðjumönnum. Reina er og verður okkar markvörður um komandi ár. Frekar spurning hver verður varamarkvörður fyrir hann.

6. Hverjir verða seldir?
Auðvitað eru þetta bara vangaveltur en það kæmi mér ekki í opna skjöldu ef á árinu 2008 Sissoko, Crouch/Kuyt (eða báðir), Carsson og Pennant yrðu seldir.

33 Comments

 1. Er sammála þessu í grófum dráttum. Það væri afar vandað að geta selt Riise og Kuyt. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera stirðari en aldraður uxi og algjörlega lausir við að vera nokkur ógn í sóknarleik liðsins. Þeir hafa átt sína spretti, en að jafnaði eru þeir bara ekki nógu færir knattspyrnumenn til að eiga heima í okkar herbúðum. Verst hve erfitt hefur reynst að finna frambærilegan vinstri bakvörð.

  Það blasir hins vegar við að Babel á að fá að spreyta sig í framherjastöðunni með Torres. Svo væri sérdeilis vandað að geta nælt í Anelka eða Villa.

 2. Væri til í að fá Nicolas Anelka í framlínuna með Torres, er ennþá svekktur yfir því að ekki var gengið frá kaupum á honum á sínum tíma. Mér finnst Voronin og Kuyt svipaðir leikmenn, þ.e. vinnusamir leikmenn en vantar töluvert uppá að það stafi einhver ógn af þeim. Ég mundi vilja losna við annan þeirra en halda Crouch, því hann hefur eiginleika (hæðina ef e-r veit ekki hvaða eiginleikar það eru) sem enginn annar framherja okkar hefur sem vel er hægt að nýta.

  Það hefur vantað alvöru vinstri bakvörð í lið Liverpool allt of lengi. Ég er reyndar ekki með neitt sérstakt nafn í huga, bara einhvern sem er vel spilandi og sterkur varnarmaður.

  Hvað hægri vængmann varðar þá er ég svolítið spenntur fyrir Aaron Lennon, finnst hann vera kvikur, áræðinn og iðulega skapast mikil hætta í kringum hann. Mig grunar þó að flestir hrópi upp meðalmennska og vilji frekar einhvern ,,heimsklassa” leikmann frekar en Lennon. Hann átti reyndar ekki góðan leik gegn Gunners í gær, en engu að síður finnst mér hann vera verulega spennandi leikmaður.

 3. Ég er sammála ykkur báður (Jónsi og Baros) að Anelka væri einnig góður kostur hins vegar er sterkur orðrómur þess efnis að hann fari annað hvort til Chelsea eða Man City í Janúar. EN ég myndi gjarnan vilja fá hann og var einnig ótrúlega ósáttur við Houllier þegar hann ákvað frekar að kaupa Diouf en Anelka!!!

  Crouch er hávaxinn og er seigur framherji en er að mínu viti alls ekki og mun aldrei vera nógur góður til þess að vera talinn fyrsti kostur hjá liði sem er í baráttunni um enska titilinn.

  Hvað varðar Aaron Lennon þá er hann klárlega mjög spennandi leikmaður EN líkt og þú segir þá er hann ennþá ungur og efnilegur og alls óvíst hvort hann verði eitthvað annað. Þess vegna tel ég NAUÐSYNLEGT að við kaupum heimsklassa hægri kantmann.

 4. Sælir drengir, þetta er algjörlega ótengt pistlinum að ofan en ég var að lesa grein í blaðinu Globe and Mail sem er eitt stærsta blaðið í Kanada og rakst á svolítið fyndið. Þetta er copy/paste…

  Afterward, a press release is issued, saying all of the right things about better communication and shared vision and letting bygones be bygones, but perhaps Hicks gets closer to the point when, arriving at the hotel bar that night, he says loud enough for anyone to hear: “Don’t worry – we didn’t fire Rafa.”

  At the same hotel, Gillett is later accosted by a perpetually-drunk Liverpool zealot from Iceland who has been hanging around all weekend, and who doesn’t think much of American owners.

  Hihi, já þessir íslendingar eru nú meiri fyllibitturnar 🙂

  Þetta var annars mjög góð grein og hér er linkurinn á hana ef einhver hefur áhuga.

  http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/LAC.20071222.GILLETT22/TPStory/Sports/?pageRequested=1

 5. Góður pistill og skemmtilegar hugleiðingar. Algjörlega sammála að það vanti í þessar stöður og þá heimsklassa-menn eða þá sem eru við það að verða það. Ekki einhverja meðalkalla á 5-10mp, það gagnast ekkert.

  Með miðjuna, þá vil ég að við látum Sissoko fara og svo fáum við Guthrie til baka, ég er aðeins búinn að fylgjast með honum hjá Bolton og hann er að standa sig feikivel þar. Þá ætti miðjan að vera klár næstu árin.

 6. HVAÐ VANTAR TIL AÐ NÁ ÞEIM STÓRA?Nýjann stjóra.Ég held að Rafa eigi að nota það sem hann hefur,og vera ekki svona mikill hrokagikkur eins og hann virðist vera.Dæmi:Þræturnar við Gillet og co,sem fór í blöðin(hefur aldrei gerst áður hjá Liv).Hræðsla leikmanna gagnvart honum (þeir vita ekki hvort þeir eru inná eða ekki ,og þegar þeir fá að spila þá eru þeir að sýna sig og spila þar af leiðandi ekki sem liðsheild.Hann mynnir mig á Atla Eðvalds ,fer sýnar leiðir og hlustar ekki á neinn,og gerir þver öfugt við það sem aðrir eru að ráðleggja honum.Það er ekki gott að vera hræddur við vinnuveitanda sinn.TAKK,ps vonandi verður þettað allt í góðu

 7. Andri Fannar, Bascombe hélt því fram fyrir mánuði að Rafa yrði rekinn og Mourinho tæki við. Það segir allt um hvert blaðamannaferill hans er kominn.

  Annars er ég á því að við gætum leyst flest vandamál fyrir um 40 milljónir punda.

  3-4 milljónir fyrir Kaladze sem backup fyrir miðvörð / bakvörð, 20 milljónir fyrir Alves sem gæti spilað á kantinum eða í bakverðinum á móti Arbeloa og 15 fyrir Anelka.

  Á móti þessu væri hægt að selja Kuyt fyrir 7 milljónir, Sissoko fyrir 7 milljónir, Riise fyrir 4 = Nettó eyðsla uppá 22 milljónir.

  Málið dautt.

 8. http://en.wikipedia.org/wiki/David_Silva

  Haha! Samkvæmt wikipedia er David Silva leikmaður Liverpool F.C. 😀
  Er það alveg eðlilegt?
  Mikið væri ég nú til í að sú væri staðreyndin. Því þessi pjakkur er hreint út sagt ótrúlegur og ekki nema 21 árs. Hann myndi leysa allt okkar vesen (ef vesen skal kalla það) í sambandi við kantmenn.
  Bottomlænið er þetta…
  Mig dauðlangar í David Silva og ég ætla að leyfa mér að halda það (þar sem það er nú svo stutt í jólin) að bangsinn okkar hann Rafa sé við það að setja enn einn pakkann undir jólatréið okkar 🙂

  … ó, ó, æj, æj ég er kominn í jólaskap!

 9. Ég vil sjá Berbatov koma ef það er möguleiki á að hann fari frá Tottenham, hann myndi setja Torres upp hægri vinstri og myndi koma með gríðalega ógn í sóknaleikinn okkar. Ef Ferguson ætlar sér að fá hann þá vill ég sjá Benitez bjóða hærra í hann því hann má ekki fara í man utd. Allavega vera með í boðinu.
  Hvað varðar kantstöðuna þá vill ég sjá Danni Alves klárlega og svo í hafsentinn ættum við bara að kaupa Ragga Sig 🙂 hann myndi koma á 3-4 mills og hann yrði hrikalega öflugur sem 3 hafsent. Ég vil minna á að það vissi enginn neitt um Agger þegar hann kom frá DK.. og Raggi á eftir að verða mun betri en Ívar Ingimars.

 10. Haha! Nú er búið að breyta þessu aftur í Valencia. Því miður fyrir okkur þá spilar David Silva ekki lengur fyrir Liverpool F.C. En hann er ávallt velkominn aftur. Ég mun að minnsta kosti taka á móti honum með opnum faðmi. Úff þetta var jóladraumur sem entist stutt 🙁
  p.s. Það er nú meira hvað wikipedia-mennirnir eru snarir í snúningum

 11. Sælir félagar.
  Ég ætla að byrja á að hæla okkar mönnum fyrir leikinn í gær. Sýnilegt er að á góðum degi þar sem sókn er besta vörnin er Liverpool amk. klassa betra en Portsmouth. Sakna þess samt alltaf að fá ekki Babel með Torres frammi.
  Að umræðu dagsins. Fínar pælingar og er því sammála að vanti menn í miðvarðarstöðuna fyrir Hyypia, vinsti bakvörð og vinstri vængmann því mér sýnist að Kewel ekki vera að standa undir væntingum. Ef Babel fær að spila með Torres frammi þá má selja bæði Kuyt og Crouch og kaupa alvöru framherja fyrir þá. Alvöru hægri kantari væri æskilegur líka. En annars bara gleðileg jól sem vonandi byrja með tapi Che$$$$ á eftir 😀
  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Sigtryggur ,þú segir að vanti mann fyrir Hyypia.Við höfum þann mann en hann e búinn að vera meiddur og hann heitir Agger ,þannig að við þurfum ekki að kaupa mann í þessa stöðu, en kanski er ég að misskilja þig, að þú viljir fleiri menn í þessa stöðu

 13. Selja: Peter Crouch (8m), Sissoko (10m), Pennant (5m), Carson (8m) = 31 milljónir + það sem Rafa grenjaði út úr eigendunum til kaupa í janúar…… 50 milljónir samtals í buddunni.

  Kaupa:
  Framherja (15m)
  Hægri kantur (15m)
  Alhliða varnarmann (LRC) (10m)
  Miðjumann (attacking) (10m)

  Það ætti nú ekki að vera vandamál að fá leikmenn fyrir þessar háu upphæðir í þessar stöður fjandinn hafi það! Hann verður að kaupa vel núna eða verða rekinn í sumar.

 14. Mér finnst Ezequiel Garay í Racing yndislegt efni í miðvörð hjá okkur. Hann setti eitt og nældi sér í rautt í gær á móti Sevilla og er mjög góður þrátt fyrir 22 ára aldur.
  Yrði gaman að sjá hann.
  Svo held ég að Mancini frá Roma yrði líka góður kantmaður þar sem hann getur spilað á báðum köntunum.

 15. Einhvernvegin held ég að það verði lítil læti í Liverpool á leikmannamarkaðnum í janúar. Við fáum einn semi góðan fjölhæfan varnarmann sem hugsaður verður sem squad player og þá held ég að það sé upptalið.

  En auðvitað myndi ég mest af öllu vilja selja Sissoko helst núna milli jóla og nýárs og kaupa vængmann í staðin, hætta síðan að hugsa Babel sem kanntmann. Ég myndi ekki gráta mikið að selja a.m.k. tvo af þeim framherjum sem við eigum núna og fá einn úvalsgóðan í staðin, hafa þannig fjóra í þeirri stöðu. Torres, Babel, nýr gaur + einhver sem við eigum nú þegar.

  En ég hef ekki mikla trú á janúar og yrði því líklega sáttur bara ef við seljum Sissoko.

 16. Jónsi #2.

  Talandi um Lennon. Þú nefnir að hann átti dapran dag gegn Arsenal, sem er hárrétt. En honum tókst samt að skapa hættulegasta færi leiksins upp úr engu. Brillíant kantmaður.

 17. Ég vil að við lítum okkur nær hvað varðar framherjana,og prófum Babel við hliðina á Torres í þeirri stöðu. Það er eitthvað sem segir mér að það komi til með að svínvirka, þegar réttu mennirnir eru á köntunum og á miðjunni. Kantana þarf að skoða betur og klárlega vinstri bakvörðinn. Þar legg ég til að keyptur verði maður sem er með reynslu, leikskilning og getur sótt fram á við þegar það á við…. Ég hef ekki áhyggjur af miðvörðunum á þessu tímabili, en augljóslega fer Hyppiia að detta út sem back up, fljótlega…

  En..gleðileg Jól strákar…Takk fyrir árið sem er að líða..fín síða og skemmtilegar pælingar sem gera lífið skemmtilegra í boltanum…YNWA…

  Carl Berg – Akureyri

 18. Ég held að það se algjört lykilatriði að semja við kewell og kaupa mascherano. Selja sissoko losa okkur við ein af þessum framherjum og fá einn í heimsklassa inn í hópinn einnig vill ég bakverði sem geta gert einhvað meira en verið góðir varnamenn

 19. Fínar pælingar. Er mjög sammála Magnúsi Agnari með þörfina á leikmönnum. Hef alltaf grátið það að Anelka var ekki keyptur á sínum tíma. Tel hann mjög góðan kost fyrir Liverpool. Kuyt er bara ekki nógu góður til að vera annar senter með Torres. Svo má hreinsa til. Sissoko má svo sannarlega fara og síðan ættum við að eiga slatta pening inni fyrir Carson t.a.m. Held að Liv´pool verði að taka pakkann á þetta núna í janúar áður en það verður of seint fyrir Benitez. Ef við fáum t.a.m. Anelka, Alves og Kaladze og seljum Sissoko, Carson og Pennant lítum við strax mun betur út. Þetta þarf ekki að kosta neitt brjálæði. Hvað hafa Man U menn gert undanfarin ár? Bara keypt menn sem kosta 15-30 millj. punda. Nú þarf bara að klára þessi mál og hætta þessu gaufi.

 20. Sammála þessum pistli alveg fram í gómana. Tel reyndar enga þörf fyrir Aaron Lennon á meðan við eigum Pennant.
  Er samt á því að Rafael bæti bara við varnarmönnunum í janúar, þó ég vonist svakalega eftir Anelka!

 21. Ef við seldum ALLA þessa menn þá rétt dygði það fyrir Mascherano. ég held að við séum ekki að fara í nein stórinnkaup í janúar.

 22. Kaupa Lahm í bakvörðinn og Daniel Alves á kantinn – Selja Sissoko, Kuyt og Aurelio. Að mínu mati þurfum við ekki nýja framherja. Babel og Torres ættu klárlega að vera fyrstu menn þar og Crouch og Voronin 3. og 4. maður. Það má geyma það að kaupa betri framherja, ég tel nauðsynlegra eins og staðan á leikmannahópnum er í dag að kaupa hægri kantara og bakvörð, það ætti að vera fyrst á dagskránni í janúarkaupunum. Kaupa þá frekar einn heimsklassa leikmann í stað þriggja miðlungsmanna, of mikið af þeim í liðinu nú þegar.

 23. “Á móti þessu væri hægt að selja Kuyt fyrir 7 milljónir, Sissoko fyrir 7 milljónir, Riise fyrir 4 = Nettó eyðsla uppá 22 milljónir.”
  “Selja: Peter Crouch (8m), Sissoko (10m), Pennant (5m), Carson (8m)”
  Er þetta ekki smá ofmat? Sóknarmaður eins og Kuyt kostar 2 milljónir, Riise er max 4 milljónir, Sissoko kannski 5 milljónir en einhverjir brjálæðingar eins og Newcastle gætu tekið Crouch á allt upp í 10 milljónir. 4 milljónir væri fínt fyrir Carson, höfum ekkert við hann að gera.

 24. Svanur: Nei alls ekkert ofmat því síðasta sumar var gefið til kynna að Juventus væri tilbúið að borga 15 millj. fyrir Sissoko. Kuyt mun ávallt fara á 5+ og ef Craig Gordon kostaði 9 milljónir frá Hearts til Sunderland þá er ljóst að Carsson kostar 10+. Riise er eftir sem áður vinstri bakvörður með mikla reynslu og klárt mál að fullt af klúbbum á Bretlandseyjum myndu borga búnka af pundum til að tryggja sér hann. Hann er einnig ekki mjög gamall. Crouch verður ávallt vinsæll í Englandi og 8+ er að mínu viti varlega áætlað. En aðalatrðið er að þetta fer ávallt eftir því hvaða lið eru að leita sér að liðsstyrk. Ef t.d. Villa, Newcastle, Portsmouth og Tottenham eru öll að leita sér að liðsstyrk þá er ljóst að við fáum vel borgað fyrir okkar leikmenn.

 25. Þetta snýst ekki bara um að kaupa og kaupa, við höfum okkar styrkleika og veikleika og það hafa líka hin toppliðin. Að mínu mati höfum við ekkert síðri leikmannahóp en hin þrjú stóru liðin. Þetta snýst um djörfung og dug, samstöðu og sjálfstraust. Við eigum á að skipa nógu góðu liði til að taka dolluna þó það sé að mínu viti runnið okkur úr greipum. Ég fagna hinsvegar öllum góðum kaupum að sjálfsögðu. Vil þó sjá gæði fremur en magn þegar kemur að því að versla. Held að Torres t.d hafi sýnt að gæði kosta peninga. Ekki her aumingja sem engu breyta á 5 kúlur, frekar alvöru mann/menn á 15+

 26. Það væru mikil mistök að kaupa Anelka.
  Annars finnst mér að við ættum að notfæra okkur upplausnarástandið í Valencia og næla okkur í bæði David Villa og David Silva og færi það langt með að bæta úr vissu sköpunarleysi fram á við sem einkennir Liverpool gjarnan. Sérstaklega væri gaman að fá Silva á vinstri kanntinn.

 27. best væri að losna við kanana út úr þessu. Er annar s sammála fyrsta ræðumanni. þoli ekki endalaus kaup á meðalskussum. Betra að kaupa 1 góðann á mikinn pening en 2-3 ´fyrir sömu upphæð sem verða kannski ekkert meira en meðalleikmenn sem hafa ekki burði til þess að vinna deildina. það á að spá meira í gæði en magn.
  Gleðileg jól allir

 28. Fá Michael Owen í framm línuna við værum óstöðvandi með Torres og Owen frammi

 29. Ég er alveg meira en til í að fá David Silva til liðsins hvort sem það verður núna í janúar eða í sumar. Mikill snillingur þar á ferð sem á fast sæti í landsliðinu og heimsklassa leikmaður þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall, minnir mikið á annan leikmann Liverpool 🙂 Líka annað sem hann hefur fram yfir Quaresma og Mancini (að því ég best veit, fylgist meira með spænska- en ítalska- og portúgalskaboltanum) mun stöðugri leikmaður en þeir, sáum það t.d. í leiknum gegn Porto um daginn að Quaresma sást ekkert allan leikinn, og þrátt fyrir að þeir geti breytt gangi leiksins þá myndi ég frekar vilja mann sem er stöðugur og spilar vel og er með stöðuga meðaleinkunn ef svo má að orði komast, mann sem er alltaf í kringum 7-8 en mann sem sveiflast á milli leikja frá 4-10, þar sem við erum jú nú þegar með tvo heimsklassamenn sem geta breytt gangi leiksins og sé ég ekki fram á það að Quaresma eða Mancini séu að fara gera eitthvað sem þeir geta ekki.
  Eins mikið og mig langar að sjá Dani Alves klæðast Livepool treyju þá held ég bara að hann sé of dýr, höfnuðu ekki Sevilla 25+ boði frá Chel$ea í sumar? (ekki alveg með það á hreinu en minnir það allavega)
  Sé ekki alveg fram á það að kanarnir séu tilbúnir að borga fyrir annan leikmann meira en þeir borguðu fyrir Torres aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom.
  Ef við fáum síðan einhverja alvöru kantara sem ætti að gerast á kostnað framherja því með með fullri virðingu fyrir Pennant og Kewell þá ætti Liverpool að geta haft sterkari leikmenn á köntunum þá ætti Babel að vera klárlega fyrsti kostur í framherja með Torres held að hann sé bara þannig týpa þ.e.a.s. sú týpa sem vill frekar láta aðra fagna sér þegar mörk eru skoruð en hann að fagna öðrum. En ef það á að kaupa framherja og selja Crouch, Kuyt og Voronin og nota Babel sem þriðja framherja ætti sá maður sem við myndum kaupa að vera Sergio “Kun” Aguero. Efnilegasti leikmaðurinn í boltanum by far. Með hann og Torres ætti Liverpool að vera sett með sóknarmenn næstu 7-10 árin ef ekki lengur og geta sett pening í heimsklassa menn á öðrum stöðum á vellinum, í staðinn fyrir að þurfa að sætta sig við að kaupa leikmenn eins og Bellamy sem endast í eitt ár.

 30. Það sem þarf til að landa þeim stóra er nýr stjóri

Liverpool 4 – Portsmouth 1

Gleðileg jól!