Meistaradeildardráttur – upphitun!

Við hér munum uppfæra dráttinn reglulega frá kl. 11:00. Eins og við vitum er um 5 lið að ræða sem mögulega mótherja. Það eru spænsku liðin Real Madrid, Barcelona og Sevilla og ítölsku nágrannarnir AC og Internazionale frá Mílanó.

Drátturinn fer fram í Nyon, svissneskri borg um 25 kílómetra norðan við Genf. Punktar koma í öfugri röð, nýjasti efst.

* Þá er því lokið….. Takk fyrir mig!

* Þetta þýðir Fenerbahce og Sevilla í sennilega minnst spennandi leiknum.

* Olympiacos spila við Chelsea…… Sennilega besti kostur þeirra bláu

* Arsenal næstir og gátu bara mætt AC Milan!!!

* Þá kemur Real Madrid við Roma.

* Þetta þýðir að við spilum 19. febrúar á Anfield og svo 11. mars á San Siro…..

* Mæta: INTERNAZIONALE

* LIVERPOOL

* Schalke mætir FC Porto

* Þá kemur Schalke 04

* Lyon mætir Manchester United – GLÆ*SILegt

* Næsta heimalið: Lyon

* Celtic mæta Barcelona. Lausir við þá!!!

* Fyrsta kúla: Celtic

* Leikdagar: 19. og 20.febrúar (fyrri leikur) og 4. og 5.mars (seinni leikur). Eina undantekningin er heimaleikur Internazionale. Út af því að AC og Inter eiga sama heimavöll verður heimaleikur Inter þriðjudaginn 11.mars. Við gætum lent í því!

* Dráttarkarlarnir komnir. Greinilega franskur maður sem á að stjórna, talar franska ensku og útskýrir nú reglurnar.

* Sevilla nýliðar í 16 liða úrslitum.

* Fenerbahce nýliðar í 16 liða úrslitum.

* Vorið 2010 verður úrslitaleikur CL leikinn á laugardegi í stað miðvikudags.

* Fleiri mörk skoruð í CL þetta árið en nokkru sinni áður….. Ekki síst okkar mönnum að þakka!!!

* Ræðuhöldin byrjuð í Nyon. AC Milan og Kaka óskað til hamingju með árangur vikunnar.

* Munum að úrslitaleikurinn fer fram í Moskvu þetta árið, 21.maí á Luzniki-vellinum.

* Kjaftasaga gengur á netinu að þegar verið var að æfa dráttinn í morgun hafi Liverpool dregist á móti Barcelona…..
________________________________________________________________________________

Aðeins að rifja upp……

Liðin í fyrsta sæti í riðlunum eru dregin gegn þeim sem lentu í öðru sæti riðlanna. Þeir sem lentu í öðru sæti eiga heimaleikinn fyrst, sem þýðir að við munum leika fyrri leik 16 liða úrslitanna á Anfield. Rétt eins og þegar við unnum 2005, þá áttum við heimaleik gegn Bayer Leverkusen og unnum 3-1, rétt svo eins og seinni leikinn. Reyndar var það eins í 8 liða úrslitunum, þá byrjuðum við heima gegn Juventus, svo Rafael og menn hans virðast ekki láta sig það neinu skipta hvort byrjað er úti eða heima.

Hitt sem gott er að rifja upp er ástæða þess að við getum ekki lent gegn öllum liðunum, við megum ekki dragast gegn mótherjum okkar úr riðlinum (Porto) í 16 liða og ekki leika gegn liði frá sama landi sem vann riðil (Man. United og Chelsea). Þetta þýðir því það að fyrst eru liðin sem lentu í öðru sæti dregin upp úr skál. Segjum t.d. Liverpool komi fyrstir upp. Þá eru kúlur með mögulegum andstæðingum okkar settar í aðra skál og dregið upp úr henni mótherjarnir.

Svona á meðan við bíðum þá er búið að reka Lawrie Sanchez frá Fulham. Kemur mér lítið á óvart, fullt af peningum og enginn árangur þar…….

Mögulegir mótherjar ensku liðanna í dag…..

ARSENAL: AC Milan, Barcelona, Inter Milan, Porto or Real Madrid.

CHELSEA: Celtic, Fenerbahce, Lyon, Olympiakos or Roma.

LIVERPOOL: AC Milan, Barcelona, Inter Milan, Real Madrid or Sevilla.

MANCHESTER UNITED: Celtic, Fenerbahce, Lyon, Olympiakos or Schalke.

Vissulega lítur þetta auðveldast út hjá Scum United, en engir leikir léttir í þessari keppni.

3 Comments

Dráttur á morgun: flestir vilja Real

Dráttur í CL