Liverpool – Portsmouth 22.desember kl. 15:00

Ekki nóg með það að ég hafi fengið að blogga um Meistaradeildina fellur það í minn hlut að hita upp fyrir Portsmouthslaginn á Anfield á morgun.

Þar er á ferð verulega mikilvægur leikur, hreint skylduverk okkar manna að taka þrjú stig eftir tvö töp í röð í deildinni, sem fram að því var án tapleiks! Verkefnið er þó alls ekki auðvelt, miðvikudagskvöldið varð ekki til að laga vikuna, sem var þó jákvæð að því leytinu að mesta rokið virðist hafa lægt í samskiptum stjórans og eigendanna.

Fyrst er að velta fyrir sér liðskipaninni. Það er sama púslið í hausnum og alltaf, maður veit fullkomlega lítið sem ekkert um útfærslu Benitez, en ég held að það verði svona:

Byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Hyypia -Carragher – Riise

Gerrard – Alonso – Mascherano – Kewell

Kuyt – Torres

Bekkur: Itandje – Hobbs – Lucas – Babel – Aurelio.

Ég held semsagt að eftir síðustu leiki bregði Benitez á það ráð að losa um Gerrard og setja hann í frjálsa hlutverkið fyrir framan 2 miðjumenn, staða sem sumir kalla kantmann en mér finnst að eigi að heita “frjálst hlutverk”. Alonso var látinn spila 60 mínútur og ég held að hann fái svipaðan tíma, en hugsanlega gæti Lucas verið þar í hans stað. Kewell held ég að verði látinn spila á kantinum nærri því fullan leik. Ég hefði viljað sjá Babel í senternum með Torres, en þar sem hann náði ekki alveg að gera gott mót á miðvikudaginn held ég að hann verði á bekknum sem verði þá skipaður þessum mönnum:

Ef við skoðum Portsmouthliðið og stjórann þeirra Harry Redknapp er þar á ferð erfiður kokteill. Portsmouth hefur valdið okkur talsverðum vandræðum undanfarin ár og Harry Redknapp hefur náð fínum árangri með sín lið í gegnum tíðina, því miður. Liðið er með 30 stig eins og við fyrir leikinn, hafa reyndar leikið einum leik fleira. Þeir hafa náð frábærum árangri á útivelli í vetur, þeim besta liðanna í deildinni, hafa fengið 19 stig úr 9 útileikjum, unnið 6 og gert 1 jafntefli. Við erum í 2.sæti í útileikjastöðunni en um miðju ef við skoðum heimaleikjatöfluna.

Portsmouthliðið er líkamlega mjög sterkt lið, en vissulega frekar þungir. Miðað við fyrri heimsóknir liðanna hans Redknapp á Anfield munu þeir leggjast til baka og reyna að beita skyndisóknum á okkar menn. Einn fyrrum Poolari verður pottþétt í liði þeirra, David James en annar gamall rauðliði, Djimi Traoré verður varla með. Íslendingurinn Hermann Hreiðarsson gæti spilað og satt að segja væri það allt í lagi, því synd væri að segja að Hemmi hafi hirt mörg stig á Anfield!

Fyrri leikur þessara liða er búinn, hann fór 0-0 á Fratton Park, í leik þar sem m.a. Reina karlinn varði víti í blálokin. Sömu úrslitin urðu á Anfield í fyrra OG í æfingaleik í Hong Kong fyrir tímabilið. Í vor töpuðum við 1-2 á Fratton Park, reyndar þegar Rafa var farinn að hvíla marga lykilmenn fyrir Aþenu.

Síðasti sigur okkar á Anfield gegn Portsmouth var 3-0 sigur haustið 2005 og síðasti sigur okkar á liði Harry Redknapp var í desember 2004 þegar við unnum Southamptonlið undir hans stjórn. Crouch var í liði Dýrlinganna þann dag.

Ég er ákveðinn í því að vera bjartsýnn á morgundaginn! Ég fíla Harry Redknapp mikið og finnst hann einn af betri stjórum enska boltans og er alveg handviss um að þessi leikur verður okkur hunderfiður. Ég aftur á móti er sannfærður um það að við erum búnir að tapa nógu mörgum stigum á heimavelli til að menn verði almennilega einbeittir í þennan leik. Fín hvíld lykilmanna okkar í sóknarleiknum þessa vikuna skilar sér niður á völlinn og við verðum glaðir í leikslok.

Úrslit:

2-1 og svona til að klára málið skora Torres og Kewell mörkin, sigurmarkið á mínútu númer 82…….

11 Comments

 1. Fín upphitun Maggi. Ég er á sama máli og þú varðandi þennan leik þe. hann verður drullu erfiður. Ég sé markalaust jafntefli hangandi yfir þessum leik, ég vona ekki en hræðist 0-0 jafntefli.

  Hvað varðar byrjunarliðið þá hugsa ég að þú sért nærri lagi með það en ef Alonso er klár þá gæti Rafa hugsanlega haft Gerrard á miðjunni með honum og smellt Yossi eða Babel á kantinn. Mikilvægasta verkefnið verður að skora á morgun og ef það tekst þá vinnum við þennan leik.

  Aðrir athyglisverðir leikir um helgina:
  Arsenal – Tottenham:
  Hörku derby leikur þar sem því miður Arsenal hefur næstum ávallt betur. Á ekki von á neinni breytingu en með Keane aftur í liðinu þá má vona.

  Manchester United – Everton:
  Það er ekki oft sem ég held með Everton en í þessum leik er það klárt mál. Vonandi nær Moyes að stríða landa sínum. Kannski að Andy Johnson komist í almennilegt form?

  Blackburn – Chelsea:
  Mark Hughes og félagar eru í tómu rugl um þessar mundir og ekkert sem gefur til kynna að það sé að fara að breytast gegn Chelsea EN án Terry og Drogba er Chelsea einfaldlega ekki sama liðið. Það má vona og ég sætti mig fullkomlega við jafntefli.

 2. Er viss um að hann gefur Babel annan séns frammi, þannig ég spái liðinu alveg eins nema með Babel í stað Torres og þeir skora tvo mörk hvor 4-0 🙂

 3. Góð upphitun!!!

  Eftir Reading leikinn varð ég alveg uppgefinn. Ef þessi leikur verður ekki þriggja stiga þá er þetta “sennilega” búið að mínu mati. Draumurinn er mjög erfiður leikur sem vinnst 2-0 gegn sterku Portsmouth liði. Torres með bæði.

 4. Ef að menn ætla sér að vera með í titilbaráttunni þá þíðir ekkert hálfkák og leikmennirnir vita þetta,bara must win leikur eina ferðina en..

 5. Hae, Momo her. Eg er bara ad tjilla i einsnertingu, einn. Eg se ekki rassgat.

 6. Daginn.Ég er á sama máli og aðrir hér þ e a s ,verðum að vinna.Liv verður að fara að sýna jafna leiki,þeir eru allt of brokkgengir.Vörnin hefur verið þétt þó svo að vanti Agger, og Finnan ekki alltaf heill,sem sagt vörnin og Reina gerðu það að verkum að við vorum taplausir svo lengi.Miðjan hefur verið brokkgeng en við vitum það ef Gerrard,Alonso og Mascherano eru á miðjuni þá er hún góð.Kanntarnir eru okkar hausverkur ásamt framlínuni .Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hef ég staði með Kuyt og vonað að hann fari nú að gera eitthvað af mörkum ,en ekkert gengur.Crouch,Voronin og Kuyt virðast vera því miður, miðlungs framherjar.Torres er góður en er samt brokkgengur ,brillerar í einum leik en er svo hálfur maður í þeim næsta,eflaust er það miðjuni og kantmönnum að kenna, að hann og aðrir framherjar fá ekki úr miklu að moða.Sammála uppstillinguni nema vil sjá Babbel frammi með Torres.Er drulluhræddur við þennan leik.LIVERPOOL farið nú að spila sem ein liðsheild……..ekkert brokk

 7. Allir eflaust verið út á lífinu í gær. En ég segi Liv. 3 mörk og Gerrard eflaust með 1-2,enda búinn að setja markamet í meistaradeildini hjá Liv og+ miðjumaður,geri aðrir betur.Ports.kanski 1.KOMA SVO LIVERPOOL ALLIR SEM EINN

 8. Verð í vinnu fram yfir leik, og græt það sáran, en í gegnum stíflað nef, hausverk og hálsbólgu – þá hef ég fundið mikla bjartsýnishlýju og því spái ég kokhraustur 3:0 sigri okkar manna – Torres með 2 og Babel 1.

 9. Gleðileg Jól

  1 – Gerrard
  1- Torres
  1- Alonso
  1- Kuyt
  ………………………
  4—0
  takk fyriri

 10. Kominn hálfleikur og staðan 0-0 hjá Ars og Tott (liðið hans Clinton fyrverandi forseta U S A)Vonandi verður það þannig áfram eða að Tott vinni

 11. 365?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Dráttur í CL

Torres og Gerrard byrja en enginn Alonso.