Dráttur í CL

Færsla hér að neðan uppfærð reglulega með kommentum og fróðleikspunktum þular. Hér koma bara leikirnir…..

Celtic – Barcelona

Lyon – Man. Utd.

Schalke – FC Porto

Liverpool – Internazionale

Real Madrid – Roma

Arsenal – AC Milan

Olympiacos – Chelsea

Fenerbahce – Sevilla.

Klárt hvaða leikir eru flottastir þarna. Liverpool og Arsenal fara til Mílanó að keppa við alvöru mótherja! United fékk sennilega erfiðasta mögulega mótherjann og Chelsea léttasta mögulega mótherjann.

Minni á að vegna heimaleikjaárekstra verður seinni leikur Liverpool og Inter viku seinna en hinir. Fyrri leikurinn væntanlega á Anfield þriðjudaginn 19.febrúar og sá seinni á San Siro er ákveðinn 11.mars.

En jæja, þá þakka ég í bili fyrir mig, upphitun fyrir Portsmouth kemur í kvöld!

En hvernig líst okkur á þennan drátt???

32 Comments

 1. Martraðar dráttur. En samt eigum við bullandi séns og ég held að Inter verði líka skíthræddir við okkur. Þetta verður svakalegt!

 2. Þetta eru liðin sem ég tel að fari áfram í 8 liða úrslit:

  Barcelona
  Man U
  Schalke
  Liverpool
  Real Madrid
  AC Milan
  Chelsea
  Sevilla

  Are we men or mice??? Damn it! — Við tökum þessa Intermenn og sýnum þeim hvernig á að spila CL-fótbolta af bestu gerð. Halló?!!! Efast einhver um að við komumst áfram!! 🙂 ??

 3. Frábært dráttur. Held að Inter þoli ekki pressuna, hafa allavega ekki sýnt það á undanförnum árum! Áfram Liverpool!

 4. Inter var eina liðið sem ég vildi ekki fá… en týpískt þá gerist það. Hins vegar minni ég á að Benfica sló okkur út… ég var ánægður með þann drátt. Ef við erum á góðu skriði á þessum tíma þá er allt hægt.

  Mín spá í dag:
  Celtic – Barcelona = Barca fer áfram.
  Lyon – Man. Utd = Man U áfram.
  Schalke – FC Porto = Porto áram
  Liverpool – Internazionale = vonandi LFC
  Real Madrid – Roma = uusss RM?
  Arsenal – AC Milan= uusss ég skýt á Arsenal
  Olympiacos – Chelsea = hehe gæti orðið tricky fyrir Chelsea.
  Fenerbahce – Sevilla = Sevilla.

 5. Ég hreinlega skil ekki afhverju menn eru svona hræddir við inter, ég kaus þá sjálfur í kosningunni og er alveg himinlifandi með þennan drátt. Árangur inter í útsláttarhluta meistaradeildarinnar undanfarin ár er ekkert svakalegur, hafa unnið Porto og Ajax en tapað fyrir valencia, villareal og AC Milan, þannig að í mínum augum virðist alveg ljóst að þeir geta klárað minni liðin en eiga í stökustu vandræðum með sterkari lið. Svo les ég líka voðalega lítið í þessa meistaratitla Inter á ítalíu, ég er allavega á þeirri skoðun að ef ekki hefði komið til skandalsins þá væru þeir ekkert ítalskir meistarar, en það er jú bara mín skoðun.

  Ég er allavega fullur bjartsýni fyrir þessa viðureign og ef við vinnum á Anfield er ég sannfærður um að við förum áfram.

 6. Búinn að raða leikjunum eftir stærðargráðu. Fínt að mæta Inter,höfum mætt þeim of sjaldan.

  Arsenal – AC Milan
  Liverpool – Internazionale
  Real Madrid – Roma
  Lyon – Man. Utd.
  Celtic – Barcelona
  Schalke – FC Porto
  Olympiacos – Chelsea
  Fenerbahce – Sevilla.

 7. Að mínu mati er það bara fáfræði að halda að Inter verði eitthvað slakir bara vegna þess að þeir hafa dottið út ‘snemma’ á síðustu árum. Það hefur lítil sem engin áhrif núna og ef eitthvað er, þá ætti það bara að æsa þá frekar upp.

  Eina jákvæða við að fá Inter er að þeir eru búnir að vera óheppnir með meiðsli og þá sérstaklega á miðri miðjunni en ég veit bara ekki hvort Vieira, Dacourt og þeir verði tilbúnir þarna.

  Það var aldrei möguleiki fyrir okkur að fá góðan drátt, nema þá helst Sevilla. Ég skil bara ekki af hverju fólk er að vanmeta Real Madrid um allan heim. Það getur eiginlega bara ekki verið, það hlýtur bara að hafa viljað Real Madrid til þess að fá að mæta einu stærstu, ef ekki stærsta, félagsliði í heimi.

  Við tökum bara Inter og fáum sigurvegarann úr leik Schalke og Porto! Eða þá Lyon! 😉

 8. BRING EM’ ON! … ég er bara sáttur við þetta. Þetta verður án efa stórgóð skemmtun, ég hef fulla trú á mínu liði og við þekkjum okkar sögu í þessari keppni allir vel.

  Útsláttarkeppni – spenna – stórleikir … þetta hentar okkur mjög vel í LFC
  Til að vinna þarf að vera hægt að vinna þessi lið öll þannig að alveg eins gott að sýna bara og sanna hverjir við erum og gera þetta með stæl. Það voru nú ekkert litlir mótherjar sem voru árið sem við unnum 🙂

  Áfram Liverpool FC og Bloggið

 9. Ég er sáttur…..enda er erfitt að biðja um óskamótherja fyrir Liverpool. Við getum unnið alla og tapað fyrir öllum. Er samt nokkuð viss að við sláum út Inter. Þeir verða yfirspenntir og stressaðir.

  Þetta er samt sérstakur dráttur…..það eru 4 risa slagir og síðan 4 minni viðureignir. Ég er allavega orðinn mjög spenntur fyrir þessum fjórum efstu viðureignum.

 10. Það skiptir svo sem engu máli hverjum við mætum. Allt eru þetta stórslagir þar sem dagsformið skiptir meira máli en allt annað!!

  Mig langaði að fá Real Madrid… bara fyrir Torres 🙂 En við tökum þá bara í 8 liða úrslitunum.

  Ég held að þetta verði hörku viðureign við Inter Milan. Ef við náum að halda haus á heimavelli þá hef ég trú á okkar mönnum.

 11. Ég sá þennan þráð aldrei!!

  En ég skil ekki alveg afhverju við ættum að vera hræddari við Inter heldur en Real, AC og Barca!!! Inter hefur alls ekki hefðina með sér undanfarin ár og ávallt floppað þrátt fyrir að hafa gríðargott lið sem er frábært heima fyrir. Það er AC Milan sem maður hræðist frá ítalíu í CL. Inter sem maður hræðist á ítalíu (eins og staðan er núna).

  Ég vil samt alls ekki gera lítið úr þessu liði enda væri það hrein og klár heimska, en miðað við stöðuna sem var uppi þá sé ég ekki hvað er verra við það að fá Inter heldur en hin þrjú stóru!! Sevilla er svo “sýnd” veiði en ekki gefin, þeir hafa verið á mjög góðu run-i í evrópu undanfarin ár. (lið sem við getum bæði gengið frá og tapað fyrir).

  Ég á vona á svakalegum skák rimmum við Inter og er hæfilega bjartsýnn fyrir þessa leiki, getum klárlega unnið þá en getum líka klárlega tapað fyrir þeim. Staða liðana í deildinni segir akkurat ekki neitt og raunar er ég á því að enska deildin (og spænska) séu að verða mun sterkari heldur en sú ítalska (kudos til ítalanna fyrir að hafa reynt sitt ALLRA BESTA til að eyðileggja þá deild).

  Varðamdi hina leikina
  Celtic-Barcelona
  – lið sem vinnur enga á útivelli á ekki fræðilegt break í Barca þegar komið er í 16 úrslit, því miður. Barca er allt of stór biti fyrir Celtic þegar komið er svona langt í keppnina.

  Lyon-Man Utd
  – fjandans United, walk in the park fyrir þá held ég, þetta Lyon lið er ekkert í líkingu við það sem það var áður, og United líta líka mjög “vel” út þessa dagana.

  Schalke-FcPorto
  – Líklega næst mest óspennandi leikur umferðarinnar en þýskarinn hefur þetta á seiglunni held ég.

  Roma-Real Madrid
  – Í flokki stórliða sem allajafna valda vonbrigðum þá held ég að Real taki þetta, aðallega þar sem þeri eru mikið betri heldur en Roma og mun stærra lið. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér.

  Arsenal-AC Milan
  – ég er alltaf fyrsti maðurinn sem segi mönnum að EKKI VANMETA AC MILAN þó þeir séu gamlir, þetta er rosalegt lið í þessari keppni, en einhverrahluta vegna held ég að Arsenal rúlli þeim upp þetta árið og bæði Milan liðin detti út í 16 liða úrsltum. Mjög skemmtilegt samt að sá þessi lið etja kappi.

  Olympiakos-Chelsea
  – fokkings cunts, þeir verða allavega ennþá í pottinum í 8 liða úrslitum, það er ég viss um.

  Fenerbache-Sevilla
  – mest óspennandi leikurinn líklega enda minnst frægu liðin, mjög jafnt einvígi held ég en Sevilla er búið að vera afar öflugt í evrópu undanfarin ár og er bara sterkara en tyrkirnir, þetta veltur samt allt á leiknum í Tyrklandi………….Ef HM færi fram í Tyrklandi held ég að Tyrkir myndu vinna 😉

 12. Ég vildi fá Real Madrid, ekki af því að ég telji þá létta mótherja heldur vegna þess að í þessari keppni vil ég sjá Liverpool etja kappi við bestu liðin.

  En niðurstaðan er Inter, sem ég er mjög bjartsýnn á að Liverpool geti sigrað. Þeir einhvern hafa yfir sér þá áru að klikka undir pressu og hvað þá þegar þeir mæta alvöru liði með Meistaradeildar karakter eins og Liverpool. En þetta verður ekkert auðvelt því Inter eru jú ítalskir meistarar.

  Það er fyndið þegar stuðningsmenn Milan væla yfir meistaratitli Inter og segja að stigafrádrátturinn hafi haft þessi áhrif á síðustu leiktíð. En það voru 36 stig sem skildu Milanoliðin að en einungis 8 stig voru dregin af AC Milan.

 13. dramumaandstæðingar hvað? hvað er draumaandstæðingur fyrir liverpool? við getum unnið öll lið og tapað fyrir felstum liðum líka, höfum unnið haug af STÓRliðum í þessari keppni og líka tapað fyrir slakari liðum. ef ég á að segja eins og er var mér alveg sama hvaða lið við myndum fá, þetta hefur allt sína kosti og galla. hentar okkur betur að liggja aftar og sækja hratt, heldur en að stjórna leiknum eins og við gerðum á móti united? dæmi hver fyrir sig.

  ég er alveg eins sáttur við að fá inter, þeir eru sterkir en lið þeirra hefur ekki eins mikla reynslu og liverpool liðið hefur í þessari keppni. við höfum leikmenn sem vita nákvæmlega hvað þarf til að komast langt í þessari keppni. ég veit ekki með ykkur en ég geri kröfu um að liðið fari í undanúrslit í þessari keppni, anfield er það sterkur að það er vel mögulegt.

 14. Sælir félagar.
  Minn óskadráttur og hver getur verið ósáttur við slíkt 🙂 Þetta verður drulluerfitt en ég veit að við vinnum þessa viðureign. 1 – 1 úti og 2 – 0 heima er mín spá og mega menn muna hana. Það er nú þannig.

  YNWA

 15. Ég horfði á dráttinn. Skipti mig í raun engu máli hverjir andstæðingarnir voru, þar sem þetta voru allt erfið lið. En um leið og búið var að draga fékk ég SMS frá heilum fjórum United-aðdáendum sem ég þekki. Sögðu mér allir að við ættum ekki séns.

  Svo hlustaði ég á Valtý Björn á X-inu 97.7 í hádeginu. Þar var einhver spekingurinn að lýsa því yfir að Zlatan væri milljón sinnum betri en Torres og að fyrst við eigum heimaleikinn fyrst myndu Inter hanga á jafntefli þar, á Anfield, og vinna svo 3-0 á San Siro.

  Til þessara manna, og knattspyrnuáhugamanna almennt, hef ég eftirfarandi skilaboð:

  Takk fyrir að afskrifa okkur!

  Inter óttast okkur, ekki öfugt. Höfum það á hreinu. Þannig að í stað þess að horfa á undramark Zlatans gegn Fenerbache í haust og óttast það hvað hann getur gert okkur getið þið frekar horft á undramarkið hans og velt því fyrir ykkur hvort Carra & Co. muni gefa honum jafn mikið frelsi og Roberto Carlos gerði í þessu marki.

  Þeir óttast okkur. Við óttumst engan. Höfum það á hreinu.

 16. Það er náttúrulega alveg ótrúlegt að menn sem telja sig hafa vit á knattspyrnu geti afskrifað lið sem farið hefur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Og á sama tíma skuli menn bóka sigur liðs sem hefur ítrekað gert í buxurnar í Meistaradeildinni. Menn skulu bara horfa á árangur þessara tveggja liða í þessari keppni en það vilja sumir stuðningsmenn annarra liða bara alls ekki gera. Verði þeim að góðu.

 17. Valtýr Björn er [ritskoðað, ekkert skítkast – KAR],ljótt að seigja það en hann er það….Síðann verður þetta bara same old story just a diferent year “Liverpool mun ekki eiga möguleika” samkvæmt öllum sparkspekingum,munum fá að heyra þetta eitthvað á næstunni..Sjáum bara til.Við erum ekki 5-faldir meistarar þarna fyrir ekki neitt

 18. Didi, það skal tekið fram að það var ekki Valtýr Björn sjálfur sem sagði þessa hluti. Ég tók það skýrt fram í ummælunum hér að ofan að það voru „spekingar“ að tjá sig í þættinum hans, ekki hann sjálfur að tjá sig.

 19. Mér líst bara nokkuð vel á þennan drátt. Inter eru að vísu með góðan mannskap og mjög sterkt lið. Samt held ég að stíll þeirra henti leikskipulagi Liverpool ágætlega. Lykilatriði að ná góðum úrslitum á heimavelli. Auðvitað tökum við þetta. Ekki spurning.

  Ps. þar sem það eru augljóslega fleiri hérna á spjallinu sem bera nafnið Stefán hef ég ákveðið að skrifa ummæli mín framvegis undir nafninu Stefán Kr, til að valda ekki misskilningi. Þar með hafið þið það.

  • “Liverpool mun ekki eiga möguleika” samkvæmt öllum sparkspekingum

  Við skulum nú bara rétt vona að umræðan verði svona fyrir leiki okkar í CL, þó ég hafi nú því miður ekki trú á því að sú verði raunin. Við erum búnir að klúðra þessum “minna/ólíklegra liðið” factor sem hefur oft hjálpað okkur í svona leikjum, Liverpool er akkurat ekkert minna lið en Inter.

  • Didi, það skal tekið fram að það var ekki Valtýr Björn sjálfur sem sagði þessa hluti

  það er þá ánægjuleg tilbreyting enda ekki alltaf viskan sem vellur uppúr þeim góða manni 🙂

 20. Inter eru bara mýs í evrópu og ensk lið virðast hafa eikkað tangahald á þeim ítölsku, ég er allavega ekki að fara að missa neinn svefn yfir þessum leik 😀

 21. Ok Kristján,ég byðst afsökunar á fljótfærni minni,en dreg samt ekki ummæli mín til baka,því eins og
  babu seigir þá vellur sjaldan mikil viska úr þeim manni og mun sennilegast aldrei gera..

 22. Ég er mikill Inter aðdáandi og veit því töluvert um liðið.
  Ef Liverpool heldur sínum mannskap án meiðsla þá á Inter varla séns. Skortir algerlega reynslu og líkamlegt atgervi til að halda í við Liverpool.

  Menn geta dásamað Zlatan Ibrahimovic eins og þeir vilja en staðreyndin er samt sú að hann á erfitt uppdráttar gegn góðum varnarmönnum og höndlar yfirleitt ekki stórleiki í Evrópu. Nýlega skoraði hann 2 mörk í 4-2 sigri gegn CSKA Moskvu. Það voru fyrstu mörk hans í CL í heilt ár.
  Besti leikmaður Inter að mínu mati er Esteban Cambiasso, þeir eru einnig með hreint frábæra bakverði í Javier Zanetti og Maicon. Menn sem geta sótt og hlaupið stanslaust upp og niður kantana.

  Inter hafa gríðarlega breidd en í 2 leikja umspili á Liverpool að taka þá á reynslunni. Enskum liðum hefur líka gengið vel gegn ítölskum undanfarin ár. Fínn dráttur.

 23. Ég meina er það ekki bara gott mál? Liverpool spilar alltaf best þegar það er búið að afskrifa þá 🙂

 24. Alls ekki það lið sem ég vildi helst fá. Inter eru á þvílíku skriði, eru með þónokkra yfirburði í Serie A, taplausir, fengið 8 mörk á sig (35skoruð) og auðvitað með frábæran mannskap.

  En í lokin eru þetta bara tvö góð lið sem mætast og auðvitað hefur maður trú á Liverpool! …En ég held þetta geti orðið ansi erfitt:S

 25. spá hverjir komast áfram:
  Celtic – Barcelona = Barca
  Lyon – Man. Utd = man utd
  Schalke – FC Porto = schalke
  Liverpool – Internazionale = lfc
  Real Madrid – Roma = Real madrid
  Arsenal – AC Milan= Ac milan
  Olympiacos – Chelsea = Chelsea
  Fenerbahce – Sevilla= Fenerbache

Meistaradeildardráttur – upphitun!

Liverpool – Portsmouth 22.desember kl. 15:00