Rafa vill endurnýja samninginn

Það virðist hafa verið góður andi á fundinum á sunnudaginn, því nú segist Rafa ekki eingöngu vilja standa við núverandi samning, heldur framlengja hann. Safa segir í samtali við Sky:

>”I am quite at ease. I would like to fulfil my contract and extend it, if possible. My family has settled very well and, to me, the respect and appreciation of the public in England is incredible.

>”We are already very close to winning the Premier League. We are now eight points ahead of what we had last year and we have made progress in the Champions League.

Gott mál. Ég hef vissulega haft mínar efasemdir um sumt í fari Rafa Benitez, en mér hefur aldrei dottið það í hug að það væri gott fyrir klúbbinn að hann myndi hætta.

Framfarirnar á þessu liði frá síðasta tímabili Gerard Houllier eru gríðarlega og þrátt fyrir að við séum óþolinmóð og viljum sjá allt gerast strax, þá hef ég fulla trú á að Rafa muni vinna fullt af fleiri bikurum fyrir Liverpool.

7 Comments

  1. I like the sound of that. 🙂

    Rafa virðist vera orðinn rólegri þessa dagana eftir erfiðar þrjár vikur á undan. Þeir hafa greinilega náð að grafa stríðsöxina á fundinum á sunnudag, en þó verður að koma í ljós með tímanum hvort starf hans er öruggt út þetta tímabil eða lengur. Það er undir Hicks & Gillett komið. En þetta hljómar allavega vel.

  2. Sælir – þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég er á því að það væri mjög slæmt fyrir okkur að missa Benitez og ég er á því að hann sé að gera mjög góða hluti. Það er alltaf hægt að gagnrýna eitthvað en árangur liðsins undir Rafa hefur verið mjög góður. Við skulum ekki gleyma því að Ferguson var búinn að vera ansi lengi hjá United áður en hann fór að vinna titla. Þetta er 4 árið hjá Benitez og ég er alveg viss um það að innan 3ja ára vinnum við deildina og ég er alls ekki búinn að útiloka það í ár. Okkur vantar einn kantmann í viðbót að mínu mati og Sissoko má fara mín vegna svo lengi sem við klárum þetta Mascherano mál. Svo einn alvöru miðvörð í viðbót og við erum komnir með mjög góðan hóp. Ég væri reyndar alveg til í að skipta út Voronin eða Kuyt fyrir betri striker en við skulum þó ekki afskrifa þá alveg strax. Allavega góðar fréttir fyrir Liverpool.

  3. Þessi samanburður á ferguson og hanns fyrstu árum er því miður og bara sorry hann er orðinn annsi þreyttur,því Rafa er með mun betri árangur ef út í það er farið.Þegar ferguson tók við united í rugglinu var bara 1 lið sem átti England en núna eru þetta 4 lið sem geta unnið titilinn,þannig að það er kannski ekki sanngjarnt að vera að bera þeirra fyrstu ár saman,Rafa mun hafa vinninginn ALLTAF

  4. Ég ætla ekki að fara mikið út í þennan samanburð. En didi, ég átta mig ekki á því að það sé Benitez í hag í samanburðinum að núna séu fleiri sterk lið í deildinni en þegar Ferguson var að byrja?

  5. Kannski ekki fleirri sterk lið.En deildin er mikið mun sterkari og ég tel að við getum flestir verið sammála um það er það ekki??Allavega mín skoðun..En samt eins og þú seigir þá skulum við ekki vera að fara mikið nánar út í þetta,hver hefur sína skoðun.En titlarnir tala samt sínu máli er það ekki??

  6. held að það sé samt alveg klárt að ekki verður samið við karlinn fyrr en næsta sunar í fyrsta lagi sem mér finnst bara allt í lagi

  7. Auðvitað vill Benitez framlengja, hann er í besta starfi í heimi. Hann stjórnar sjálfu LIVERPOOL FOOTBALL CLUB!!! Hver myndi ekki vilja það starf?!? Meiri forréttindi fá stjórar í fótboltaheiminum ekki.

Chelsea – Liverpool= 2-0

Ferð dauðans