Dráttur á morgun: flestir vilja Real

Á morgun kl. 11:00 verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool eru í hópnum og geta mætt Sevilla, Real Madrid, Barcelona, Internazionale eða AC Milan. Dregið verður í beinni á UEFA.com og eflaust einhverjum sjónvarpsstöðvum líka.

Í síðustu viku, eftir sigurinn gegn Marseille sem tryggði þátttökurétt okkar manna í 16-liða úrslitum, spurðum við hér á síðunni einfaldlega: hvaða lið vilt þú sjá Liverpool mæta? Þeirri könnun hefur nú verið lokað en alls kusu 757 lesendur í þessari könnun, sem er dágott fyrir íslenska bloggsíðu að mínu mati. 🙂

Niðurstöður kosninganna urðu þau að flestir vildu sjá Liverpool mæta Real Madrid í 16-liða úrslitum. Sevilla komu þar næstir, svo AC Milan og svo vakti athygli að Barcelona og Internazionale voru afgerandi neðstir í þessari könnun okkar hér á Íslandi.

Nú, í dag opinberaði opinbera síða klúbbsins niðurstöður úr sinni eigin könnun og það er skemmst frá því að segja að niðurstöður hennar voru þær nákvæmlega sömu og hjá okkur! Flestir vilja mæta Real, afgerandi fæstir vilja mæta Barca og Inter.

Það verður dregið í fyrramálið og nú er bara að sjá hvort meirihluta Liverpool-aðdáenda á heimsvísu verður að ósk sinni.

4 Comments

  1. Er það ekki bara ac milan sem við fáum?Einhvernveginn býst ég fastlega við því

  2. æi.. ég vil fá Sevilla.. ég veit ekki afhverju… Real , Ac, og Barca yrðu bara svo gríðarlega stórir leikir að ég er ekki viss um að taugar mínar þyldu slíkt… Ekki það að Sevilla yrði lítill leikur..en þið skiljið hvað ég á við..

    Carl Berg

  3. Ég skil nákvæmlega hvað þú meinar.Taugarnar hjá manni sem Liverpool aðdáanda eru ekki þær sterkustu,t.d næstu helgi er bara en einn must win leikur..En samt í CL þá erum við bara annsi sigurstranlegir gagnvart flestum ef ekki öllum liðunum.Skíringin á því er ekki en fundinn,en þessir svokölluðu úrslitaleikir eru okkar fag..

  4. Jæja við fáum að prufa einhvað nýtt allavega, ég er ekkert yfir mig hræddur, svona miðað við að við fengjum alltaf risa lið í 16 liða úrslitum.

    Eina sem hræðir mig fyrir alvöru í Inter er bölvaður svíinn.

Ferð dauðans

Meistaradeildardráttur – upphitun!