Liðið gegn Chelsea: Xabi með

Jæja, liðið er komið. Geri ráð fyrir að þetta sé 4-3-3 með Xabi, Lucas og Momo á miðjunni og Crouchy, Faxa og Babel frammi.

Itjande

Arbeloa – Hobbs – Carra – Aurelio

Alonso – Lucas – Momo

Crouch – Voronin – Babel

BEKKUR: Martin, Hyypia, Riise, El Zhar, Benayoun.

Chelsea stilla upp gríðarlega sterku liði – til dæmis er þar aðalmarkvörðurinn og þeirra þrír bestu miðjumenn sem eru heilir.

Cech

Belletti – Ben Haim – Carvalho – Bridge

Essien – Lampard – Mikel

Kalou – Sheva – Sinclair

Á bekknum: Cudicini, Sidwell, Joe Cole, Ballack, Ferreira.

33 Comments

 1. Skulum vona að Arbeloa og Aurelio verði duglegir upp kantana svo Voronin/Crouch (líklega Voronin) þurfi ekki að fara of mikið úr sínum prímstöðum.
  Ég vona líka að Rafa leggji fyrir Sissoko að halda sig fyrir aftan Alonso og Lucas, hann skilar sínu alveg þar.

 2. Djöfullinn ég þarf að fara í vinnuna 🙁 hefði langað að sjá Babel frammi, sem og Alonso spila aftur

 3. Ætli þetta sé ekki svona.
  ———–Crouch
  Babel —————-Voronin

  Sissoko má síðan ekki fara fram fyrir Meistara Xabi og Lucas, djöfull hlakka ég til að sjá the pass master!

 4. Flott lið

  Hefði jafnvel viljað sjá veikara lið…mjög erfitt prógramm framundan í deildinni og það er að duga eða drepast á þeim vígstöðvunum þessa dagana, en maður er samt ánægður með að sjá alonso og Lucas þarna, kannski helst arbeloa sem hefði mátt hvíla sig af þeim sem eru þarna, hefur spilað langflesta leiki undanfarið og manni finnst í undanförnum leikjum að hann sé eitthvað þreyttur, líka skrýtið að sjá að Leto er ekki einu sinni á bekknum, hann fékk nú nokkur tækifæri í byrjun leiktíðar…rúllum þessu samt upp 😉 spái 1-1 og við vinnum í framlengingu

 5. FHS, það eru bara tveir menn í þessu liði sem spiluðu um síðustu helgi – og þeir eru báðir varnarmenn.

  Chelsea eru hins vegar að stilla upp mjööög sterku liði.

 6. Byrjar ekki vel hjá tríóinu.. Engu líkara en að línuvörðurinn hafi verið skotinn í löppina miðað við hvernig hann haltraði! Hann rétt hafði það út af vellinum.

 7. Já…skil hvað þú ert að fara EOE en var frekar að hugsa um að fleiri unglingar hefðu mátt vera með, eða a.m.k. á bekknum

 8. uuu voru Arbeloa og Carra ekki að spila um helgina?
  Svo er skiljanlegt að Cech sé settur í þennan leik, koma sér í leikform eftir meiðslin.

 9. haha fannst þú segja “varamenn” en ekki varnarmenn…
  bullið í manni 🙂

 10. http://biawc.110mb.com/

  Eru einhverjir statistíknördar sem hafa tíma og nennu að kíkja yfir þetta og athuga hvort þetta sé rétt?

  Einhverjir drengir með lítil typpi og minni verðlaunaskápa sem eru að láta þetta ganga.

 11. Hvað í andskotanum er Crouch að spá????

  ps. Lampard er ógeðslega heppinn

 12. Í sambandi við eyðsluna að þá stemmir þetta alveg. Munurinn á Liverpool og t.d man utd er sá að meðan liverpool kaupir 10-12 meðaljóna á ári að þá kaupa utd 2-3 gæðaleikmenn. Eitthvað sem þarf að fara gerast hjá pool!!

 13. Það athyglisverða, að því er mér fannst, við brottreksturinn er það að Crouch virðist aðeins horfa á boltann.
  Dómarinn væntanlega ekki tekið eftir því.
  En samt, soft rautt spjald finnst mér… verra hefur sést, það er víst!

 14. já þetta er semsagt yfirlit yfir transfers hjá toppliðum frá 1992

 15. Ég er að fylgjast með leiknum á ESPN Soccernet og þar er á ´82 min búið að dæma 15 brot á Liverpool en 6 á chel$. ójöfn hlutföll ekki satt

 16. [skilaboðum eytt. grétar ákveður að eyða einu ummælum sínum í langan tíma í að kenna Einari Erni að skrifa á internetið. -KAR]

 17. Þakka þér fyrir þær upplýsingar. Ef við sem stjórnum henni værum jafn hörundsárir og þú væri þessi síða ekki til í dag.

 18. Gerið ykkur enn og aftur að atlægi, hehe. Eruð þið kumpánar ekki hörundsárir?? Vælið ótt og títt um að loka síðunni og fjarlægið ummæli sem ekki henta ykkur. Þetta er eins og hjá gömlu kommonum þar sem skoðanir manna voru ritskoðaðar.

 19. Grétar, við ritskoðum ekki skoðanir. Standa ekki ummæli simma hér að ofan, sem og þessi nýjustu ummæli þín? Það mega allir segja sína skoðun, eins lengi og menn forðast skítkast.

 20. Þessari síðu er vel stjórnað og ágætlega idiot free miðað við aðrar sambærilegar síður.

  Það þarf að hafa stórnendur á svona síðu og stórnendur fá alltaf einhvað bögg. Held ég geti samt fullyrt að lang flestir sem þessa síðu lesa séu mjög sáttir við stjórnunina á henni, þó maður sé ekki alltaf sammála um fótbolta tengda hluti, það er eðlilegt. 🙂

 21. Kristján Atli, viltu ekki láta Einar Örn vita af þessu með skítkastið. Ekki er ég eingöngu að tala um þetta hér að ofan heldur mörg tilfelli hér á þessari síðu. Þú (og hann) vitið jafn vel og ég hversu oft hefur verið kvartað undan honum vegna hroka og skítkasts. Skítur svolítið skökku við að ritstjóri á síðu sem vill banna þetta sýni ekki gott fordæmi.

 22. Grétar Á, það eru tveir menn sem eiga og reka þessa síðu. Þetta er óháð síða sem þeir privat og persónulega hafa staðið straum af og fengið okkur nokkra til að skrifa inná með sér. Ef þér líkar svona gríðarlega illa við þeirra störf og það sem þeir hafa fram að færa, af hverju í ósköpunum að sækja hana? Þér er velkomið að hætta því síðast þegar ég vissi.

 23. Þetta er bara rétt sem Grétar er að segja. Ef Einar vill haga sér eins og asni og SSteinn og Kristján vilja bakka það upp, vinsamlegast ekki vera að gera það á síðu sem kennd er við Liverpool, þá kemur þetta öllum Liverpool aðdáendum við. Gerið þetta bara á ykkar blogg-síðum sem koma Liverpool ekki við.

 24. Kjartan, þetta er okkar síða. Við erum að þessu fyrir ykkur (og okkur líka) og til þess að skapa grundvöll til samræðna um Liverpool og enska knattspyrnu á Íslandi, en á meðan við borgum fyrir þessa síðu úr okkar eigin vasa og gefum vinnu okkar í að halda henni ferskri og vel uppfærðri tilheyrir hún okkur sem á hana skrifum. Því miður, en svona er það bara.

  Ferðu líka upp í Vífilfell og segir þeim hvernig eigi að blanda kókið? Það er jú líka fyrir ykkur.

 25. Kristján Atli, viltu ekki láta Einar Örn vita af þessu með skítkastið. Ekki er ég eingöngu að tala um þetta hér að ofan heldur mörg tilfelli hér á þessari síðu. Þú (og hann) vitið jafn vel og ég hversu oft hefur verið kvartað undan honum vegna hroka og skítkasts.

  Ég vissi nú ekki að það hefði verið kvartað undan skítkasti frá mér. Ég hef hins vegar verið sakaður um hroka og eitthvað fleira – sem mér er reyndar nokk sama um.

  Það fer óendanlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk hendir einhverjum kommentum inná þessa síðu og getur ekki einu sinni reynt að skrifa nafn þjálfararns á réttan hátt. Ég man að Sigtryggur Karlss notaði þetta á sínum tíma til að gera lítið úr árangri Benitez og ég útskýrði það fyrir honum hversu slappt þetta væri og hann breytti því.

  Að mínu mati er ein ástæðan fyrir því að þessi síða er góð og vinsæl einmitt sú að hún hefur góða og virka stjórnendur.

  Ég geri líka þvílíkt uppá milli manna í mínum kommentum. Ef það eru menn einsog Babu, sem hafa skrifað hér oft á tíðum frábær komment, þá eyði ég vanalega meiri tíma í að svara kommentum og set mig síður uppá móti þeim.

  Hins vegar, ef það eru menn einsog Simmi, sem koma með 3 skítkasts komment í einum þræði, þá er þolinmæði mín afskaplega takmörkuð.

  Við skulum alveg hafa það á hreinu (og þið megið vel kalla það hroka) að þessi síða er vinsæl og góð vegna þess að ég og Kristján Atli höfum skrifað á hana öll þessi ár. Hún hefur svo orðið enn betri eftir því sem pennar hafa bæst við.

  Þessi síða er ekki góð útaf fólki sem skrifar einsog Simmi. Þið getið séð kommentin hans hér 123456.

  Svona einnar línu komment bæta litlu eða engu við umræðuna og pistlana sem við skrifum. Þegar svo þessi einnar línu komment breytast yfir í 3 komment í sama þræðinum, þá missi ég þolinmæðina. Skoðið kommentin hans Simma í þessum þræði áður en ég svara. Þau eru: “hann hafði ekki hugsað ser að vinna þennan leik hr benites” – “þetta er til skammar.” og “benites er kominn ut i horn með þetta lið……………..”

  Ég spyr, finnst ykkur þetta í lagi? Er þetta umræðan sem menn vilja sjá á þessari síðu?

  Fyrir mitt leiti þá segi ég nei. Við hlustum á þá sem lesa þessa síðu, en ritstjórnarstefnan verður samt alltaf að mestum hluta eftir höfði okkar Kristjáns. Við stofnuðum þessa síðu af því að við vorum komnir með uppí kok af svona umræðu “Gerrard er bestur, Ronaldo ömurlegur” og vildum setja upp síðu þar sem þroskaðir einstaklingar gætu talað af skynsemi um áhugamálið sitt.

  Það hefur okkur tekist, en til þess að halda þessum standard uppi, þá verðum við einfaldlega oft að henda út ummælum og eflaust höfum við fælt frá einhverja kommentara sem eru með eilíf leiðindi. En ég sé allavegana ekki eftir neinu.

  Og svo það sé alveg á hreinu, þá höfum við ALDREI hótað því að hætta með þessa síðu. Þegar að skítkastið var sem verst útí okkur (fólk sagði að ég væri sennilega óspennandi karakter í raunheimum og gerðu grín að menntun Kristjáns), þá efuðumst við um hvort þetta væri þessa virði. En við höfum aldrei hótað að hætta. Og ef við værum svona ofboðslega hörundsárir, þá værum við sennilega löngu hættir þessu því það hefur enginn, ENGINN fengið jafnmikið af skotum á þessari síðu og ég, Kristján og Sigursteinn.

Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

Chelsea – Liverpool= 2-0