Meiðslafréttir hjá Chelsea og Liverpool

Mér datt í hug að líta aðeins fram á veginn, svona til að hjálpa mönnum að rífa sig upp úr pirringi gærdagsins.

Við erum að fara að spila við Chelsea á miðvikudag, á útivelli í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins enska. Samkvæmt nýjustu fréttum meiddist John Terry í gær og verður frá í sex vikur, auk þess sem Didier Drogba fór nýverið í uppskurð og missir úr svipað langan tíma. Þá sýnist mér að Ricardo Carvalho, Florent Malouda og Michael Ballack séu allir fjarverandi líka, en BBC-fréttin segir reyndar að Ballack gæti komið óvænt inn í hópinn gegn okkur.

Hjá Liverpool er minna að frétta. Steve Finnan er enn í einhverju veseni og verður væntanlega ekki með á miðvikudag, auk þess sem Pennant er frá fram yfir áramót. Annars er þetta bara spurning með Xabi Alonso og Daniel Agger; Alonso byrjaði að æfa í síðustu viku eins og menn vissu og gæti því spilað á miðvikudag en mér finnst líklegra að Rafa spari hann aðeins og noti frekar Lucas og Sissoko í þennan leik, á meðan Agger er ekki orðinn heill fyrir þennan leik.

Sem sagt, liðið okkar eins og það hefur verið undanfarið gegn Chelsea án Carvalho, Terry og Drogba. Svei mér þá ef við eigum ekki séns á að vinna á Stamford Bridge á miðvikudag. 🙂

9 Comments

 1. Tvíeggjað sverð.. þeir sem koma í staðinn inn í Chelsea liðið berjast örugglega eins og grenjandi ljón… eins og þeirra síðasti dagur sem þeir fá ever að spila að knattspyrnu. 🙂

  Ég er enn ótrúlega svartsýnn fyrir þennan leik og ætla að halda því áfram..
  Og nú hnykla ég brýrnar eins og Grettir!!! ^^

  YNWA (INWA)… í svartsýni sem bjartsýni.

 2. Þetta var nú meiri andskotans ruddatæklingin hjá Eboue. Terry getur prísað sig sælan að hafa sloppið með “einungis” þrjú brotin bein. Persónulega finnst mér glatað að FA geti ekkert gert í þessu vegna þess að Eboue fékk gult. Fyrir mér var þetta ekkert skárra en brot Essien á Hamann hérna um árið, eða brot Binya á Brown um daginn í CL. Það á ekki að skipta máli hvort dómarinn hafi tekið á þessu ef að sjónvarpsmyndir sýna að það var hreinn ásetningur í brotinu.

  Eins með tæklinguna hjá Fabregas á 90. min. Glórulaust.

  En varðandi þennan Chelsea-leik, þá hef ég nú ekki mikla trú á því að Benitez stilli upp okkar sterkasta liði. Programmið næstu vikurnar í deildinni er virkilega strembið, svo við förum nú ekki að hætta okkar bestu mönnum í þennan leik. Lucas og Alonso/Sissoko fá miðjuna og Hobbs verður í vörninni. Ég vonast til að sjá Aurelio í bakverðinum og það er vonandi að Kewell fái hvíld svo við sjáum hann ferskan í deildinni á móti P’mouth. Gerrard og Torres á bekknum.

  YNWA

 3. Ég ætla að gerast svo frakkur að spá því að LFC muni stöðva sjötíu og eitthvað leikja sigurgöngu Chelsea á Stamford bridge á miðvikudagskvöldið …

  … sem mun setja tóninn fyrir framhaldið og að LFC verði komið í 2-3 sætið í seilingarfjarlægð frá toppsætinu á nýársdag.

  Þið lásuð það fyrst hér 🙂

 4. menn verða að vera bjartsýnir þrátt fyrir agalegann leik í gær. við förum og sigrum chelsea á miðvikudaginn og ég vona að alonso fái að spila og komi sér í gang.

 5. var bar að skoða “næsti leikur” liðinn hérna hægramegin á síðunni…. Miðvikudagurinn er 19. des 😉

 6. Verðum að fá annan vinstri bakvörð ef Riise fer. Aurelio er fínn leikmaður en varla hægt að treysta mikið á hann sökum meiðsla. Ég sé nú Riise frekar fara næsta sumar þar sem erfitt er að kaupa góða leikmenn í janúarglugganum.

 7. Sælir félagar
  Það er ekki miklu við að bæta hjá Kristjáni. Ég undir með Hjalta 1# “amen”.
  Það er nú þannig

  YNWA

Gillett tjáir sig

UEFA verðlaun.