Liverpool 0 – Man U 1

Liverpool tapaði í dag gegn Manchester United á Anfield. Vægast sagt arfaslakur árangur Liverpool gegn hinum 3 toppliðunum undir stjórn Rafa Benitez heldur því áfram.

Rafa ákvað að stilla upp óbreyttu liði frá leiknum gegn Marseille.

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Kuyt

BEKKUR: Itandje, Babel, Crouch, Aurelio, Lucas.

Ég er að skrifa þessa leikskýrslu núna rúmum tveimur tímum eftir leik þar sem ég var með hóp af strákum í heimsókn yfir Man U leiknum og Chelsea-Arsenal leiknum, sem var að klárast. Því hef ég haft tvo tíma til að hugsa og ræða um leikinn.

Ég geri ráð fyrir að flestir hafi séð leikinn, eða viti það helsta sem gerðist í honum, þannig að ég ætla svo sem ekki að kafa djúpt í það.

Beisiklí þá var þetta Liverpool lið betra liðið á vellinum í 90 mínútur. Ronaldo sást ekki, Rooney ógnaði lítið sem ekki neitt og að mínu mati unnu Liverpool menn miðjubaráttuna. Liverpool stjórnaði spilinu nær allan tímann, áttu 19 skot gegn 5 skotum Manchester United.

Hvernig tókst okkur þá að tapa leiknum? Ég ætla að leyfa mér að nefna 3 ástæður.

1. Ein varnarmistök í leiknum kostuðum okkur mjög ódýrt mark. Yossi klikkaði á að hlaupa út í horninu og spilaði Tevez því réttstæðan í markinu. Auk þess virtist enginn fatta það að dekka Rooney og því gat hann skotið óáreittur.
2. Liverpool var í dag að spila gegn besta miðvarðarpari sem þetta lið hefur leikið gegn. Ferdinand og Vidic gerðu einfaldlega engin mistök og voru bestu menn Man U í leiknum. Liverpool menn gerðu ein mistök, Ferdinand og Vidic engin. Því fór sem fór.
3. Liverpool liðið var einfaldlega óheppið í dag.

Nú munu eflaust einhverjir fara í allsherjar þunglyndi og segja að þetta sýni að Rafa eigi ekki skilið að verða þjálfari og ámóta svartsýni.

Ég horfði hins vegar á þetta Liverpool lið vera mun sterkara liðið gegn ensku meisturunum. Ég horfði á John Arne Riise hafa besta hægri kantmann í heiminum í vasanum í dag. Ég horfði á Liverpool skapa öll hættulegu færin í leiknum.

Hvað er hægt að biðja um meira af Liverpool liðinu? Við vorum betri en United og það er ekki raunsýnt að ætlast til að liðið sýni meiri yfirburði en þetta gegn fullskipuðu liði Manchster United. Stundum vinna einfaldlega lélegri liðin leiki vegna heppni og það gerðist að mínu mati í dag. Liverpool liðið var einfaldlega óheppið að vinna þennan leik ekki.

Við getum horft á leikina gegn Chelsea og Man U á tvenna vegu. Annars getum við sagt að við náðum bara einu stigi af 6 mögulegum gegn þessum tveim liðum og að það sé alls ekki nógu gott og sýni að Rafa sé ekki að klára málið gegn stóru liðunum. Þannig hugsa eflaust mjög margir.

En svo getum við líka horft á það hvernig við lékum í þessum leikjum. Að við vorum betri aðilinn í báðum leikjum og að ef ekki hefði verið fyrir dómaraskandal og smá heppni, þá hefðum við sennilega tekið öll 6 stigin.

* * *

**Maður leiksins**: Vörnin spilaði að mínu mati mjög vel í dag. Riise átti Ronaldo og almennt séð voru Rooney / Tevez og Ronaldo ekki að skapa mikla hættu fyrir framan mark Liverpool. Ég man t.a.m. ekki eftir því að Reina hafi varið eitt skot í leiknum. Í sókninni áttu Torres og Kuyt einfaldlega ekki nógu mikið í þá Vidic og Ferdinand. Mestu vonbrigðin voru frammistaða kantmannana. Það hafa sennilega allir verið ánægðir með að sjá Kewell í byrjunarliðinu, en eftir að hafa séð leikinn getur maður auðvitað spurt sig af hverju Babel var ekki inná frá byrjun. En það kallast að vera vitur eftirá. Benayoun var líka ekki góður í dag og ég hefði miklu frekar viljað sjá Jermaine Pennant þarna inná. Hann getur allavegana gefið almennilega bolta fyrir úr ótrúlegustu stöðum.

Að mínu mati hefði það verið sterkara að spila með 3 inná miðjunni, Lucas og Mascherano með Gerrard fyrir framan þá og sleppa því að hafa Kuyt inná. En ég sagði líka í byrjun að ég hefði verið sáttur við byrjunarliðið og þetta er því bara eftirá besserviss hjá mér.

En ég ætla að velja **Javier Mascherano** sem mann leiksins, því hann var einfaldlega frábær í leiknum.

* * *

Núna erum við komnir 10 stigum á eftir Arsenal, 9 á eftir Man U og 4 á eftir Chelsea með leik til góða á öll þessi lið. Það er einfaldlega mjög slæmt, sérstaklega þegar litið er til þess að við erum búin að spila við öll þessi lið á Anfield og eigum eftir að fara á Emirates, Old Shithouse og Stamford Bridge.

Er þetta þá búið?

Nei, ég er ekki á því. En leikjaprógrammið lítur svona út í deildinni

Portsmouth H
Derby Ú
Man City Ú
Wigan H
Boro Ú
Astong Villa H
West Ham Ú
Sunderland H

Áður en við förum svo á Stamford Bridge í deildinni. Til þess að við eigum að eiga sjens í deildartitilinn, þá verðum við einfaldlega að ná 22 stigum af þeim 24 sem eru í boði úr þessum leikjum. Erfiðasti leikurinn er Man City á útivelli, en við eigum einfaldlega að klára hina leikina.

Þetta er langt frá því að vera búið og það er fullt jákvætt við leikinn í dag. En mikið afskaplega er þetta samt svekkjandi.

Einsog Steingrímur Sævarr (sem er besti gestur sem ég hef séð í settinu hjá Sýn) sagði, þá er ég einfaldlega **hundfúll**.

*At the end of a storm there’s a golden sky*

95 Comments

 1. ´1-2-3-4-5 æi nenni ekki að telja lengur hugleysi kostaði okkur stig klárleg.Gerard spilaði sem djúpur miðjumaður hugmyndasnauður leikur okkar manna og því fór sem fór. getum afskrifað deildina held ég, annars geta kraftaverk gerst

 2. Jæja, þetta var hryllilegt og ég ætla að vona að menn fari ekki í einhvern Pollyönnu leik hérna. Það skiptir akkúrat engu máli að vera með betri tölfræði þegar við skorum ekki. ManUtd spiluðu einfaldlega frábæran varnarleik og hvort sem þeir áttu skilið að vinna eða ekki þá tóku þeir öll stigin. Liverpool vinnur ekki titilinn í ár nema að það komi kraftaverk til og það virðist vanta töluvert uppá að við náum sama styrk og ManUtd, Chelsea og Arsenal. Núna er bara að grenja fram að jólum og vona að maður fái eitthvað í jólagjöf sem hugsanlega gæti reddað þunglyndinu en ég veit hreinlega ekki hvað það ætti að vera.

 3. Takid eftir tvi hvad tad eru fair bunir ad commenta. Engin brjaladur yfir tvi ad vid vorum ad spila illa eda kvarta yfir uppstillingu a lidinu hja benitez. Eg held ad astædan se su ad innst inni hofum vid misst truna a ad vid sigrum deildina i ar. Vid vitum alveg ad tad er nog eftir ad deildinni og ad allt getur gerst enn tad bara do eitthvad i tessu tapi i dag. Kannski verdur hljodid odruvisi tegar madur er buinn ad jafna sig a tessu tapi

 4. Það eina jákvæða sem ég sá við þennan leik var að eigendurnir voru á leiknum. Það jákvæða sem getur gerst í framhaldinu að þessu er:

  a) Kanarnir hafi loksins séð þörfina fyrir nýjan stjóra í dag eftir enn einn leikinn þar sem liðið spilar eins og höfuðlaus hæna, og þjálfarinn hefur engin ráð gegn liði sem spilar með hjartanu. Það er alveg ljóst að það þaf stjóra sem kann að peppa upp liðið og hættir að hugsa stanslaust um taktík daginn inn og daginn út.

  b) Láti José Mourinho fá nægan pening til að kaupa fleiri breska leikmenn sem hafa 1) getuna 2) hjartað og ástríðuna til að vinna allt sem þeir keppa um.

  c) Hætta að spila “You´ll Never Walk Alone” lagið fyrir og eftr leiki og byrja að spila eitthvað sem æsir menn upp og peppar almennilega upp. Ef mið er tekið af hópnum sem LFC hefur að þá held ég að Enrique Iglesias myndi æsa upp svona 80% af liðinu enda flest allt latino lið.

 5. Við vorum ekki betri í þessum leik, hvað í fjandanum gefur það að vera meira með boltann? EKKERT. Við fengum engin færi nema þegar Van Der Sar reyndi að gefa okkur mörk. Eina alvöru færi leiksins fékk United þegar Rooney skaut framhjá eftir sendingu frá Ronaldo.

 6. Ætla ekki að lesa leikskýrslu á eftir , en mu voru heppnir .ég segi,,,,,, þettað er ekki búið. ÁFRAM LIVERPOOL VIÐ GEFUMST EKKI UPP

 7. Það er bara einn maður sem getur gert eitthvað með þetta lið og það er José Mourinho

 8. Gaman samt að sjá hvernig man u menn eiga eftir að tala um þennan leik eftir að hafa hraunað yfir guð má vita hvað mörg lið sem hafa gert nákvæmlega það sama, skorað snemma og pakkað í vörn.

 9. Maður á bara ekki til einasta orð yfir ykkur sem eru að kommenta hér!!!! Þannig að ég ætla ekki að hafa þetta lengra!! YNWA

 10. Það er bara greinileg og sorgleg þróun að utd menn sem öfunda Liverpool menn af þessari ágætu síðu eru farnir að stunda að koma hingað inn eftir leiki og rífa kjaft. Sbr. þennan eikafr.

 11. Bíddu hvað er í gangi hérna!?

  Eru menn gjörsamlega búnir að missa vitið?

  Vissulega vorum við að tapa á móti Man Utd. og það á Anfield en menn verða nú að geta tapað eins og að vinna. Ég bara hef ekki nokkurn einasta áhuga á að sjá Jose í brúnni hjá okkur, verður illt við tilhugsunina.
  Svo ekki sé nú minnst á þvæluna sem ekifr(4) setti fram. Ég veit ekki hvort hann var að grínast en ég allavega vona að hann hafi ekki meint það sem hann skrifaði. Sérstaklega um okkar frábæra lag sem að ég fullyrði að gefur öllum þeim leikmönnum LFC þvííkan kraft þegar sungið er fyrir leik!

  Að segja að við höfum pakkað í vörn eða ekki reynt og að menn hafi ekki lagt sig fram finnst mér einnig út úr kú. Þetta bara gekk ekki upp í dag. Man Utd spiluðu fanta vörn enda eru þeir með einna best mönnuðu vörn í heimi í dag.

  Eins og Rafa hefur oft sagt og lagt áherslu á að þá ráðast svona leikir oft á smáatriðum líkt og aukaspyrnum og hornspyrnum. Þetta smáatriði var ein hornspyrna Man Utd í dag. Að Rooney sé þarna fyrir utan einn og óvaldaður er í besta falli grín. Yossi var síðan í ruglinu og gleymdi sér.

  Torres var skelfilegur í dag. Kuyt má eiga að hann opnaði svæði með sínum hlaupum og gaf mönnum alltaf möguleika á sendingu. En hinsvegar á það að mínu mati ekki einungis að vera hans starf og þarf hann að vera meira í boxinu. Yossi fannst mér líka slappur en kom þó aðeins til í seinni. Við söknum Pennant gríðarlega!

  Ljósu punktarnir vori Riise sem átti stórgóðann dag og Javier Mascherano var yfirburðamaður á vellinum í dag. Frábær leikmaður!

  When you walk trough a storm, hold your head up high!

 12. af hverju geta þeir ekki bara unnið okkur með afgerandi hætti? þetta er mun sárara fyrir okkur svona, og sætara fyrir þá. við höfum verið betri en þeir í síðustu viðureignum og í dag áttum við mjög góðan leik og EKKERT hægt að setja út á þannig séð. ef einhver kvartar undan liðsuppstillingu eða skiptingum þá er hinn sami ekki í lagi. Rafa gerði allt rétt í dag. Það var ekkert óeðlilegt við það að Kewel, sem er búinn að vera mjög skapandi, byrjaði þennan leik og skipta svo supersub babel inná. ég saknaði kannski mest fyrirliðans okkar en hann átti lélegan leik og einmitt á þeim degi sem hann hefði þurft að stíga upp.

 13. Hvað er málið með Jose FUCKING Mourinho? ok hann náði góðum árangri með Porto jibbí fucking jei. Hann er líka búinn að segja að næsta lið sem hann þjálfar muni ekki vera á Englandi, sem þýðir að ef hann á að taka við okkar ástsæla Liverpool liði þyrfti að fara það inná landhelgi Íra eða Skota.
  Rafa Benitez náði líka mjög góðum árangri áður en hann kom til Englands hann vann nú spænsku deildina sem er mun sterkari en sú portúgalska og eftir að hann kom vann hann CL fyrsta tímabilið sitt með Liverpool og komst í úrslit í sumar þar sem menn eins og Craig Bellamy voru trompið í erminni. Síðan teljið þið lausnina að losa ykkur við manninn sem var höfuð ástæða þess að Fernando Torres kom til liðsins eftir að hafa neitað Mansteftir júnæted í mörg ár og sagt að hann hefði engann áhuga á að spila á Englandi, það breyttist með komu Rafa Benitez. Síðan tel ég einnig jákvætt merki á spilamennsku liðsins að þegar eitt af stórveldunum fjórum er farið að spila eins og “litlu” liðin eins og Benitez orðaði það, þegar Sir Alex er farinn að nota taktík sem lið eins og Portsmouth, Reading o.s.fr. segir það mér að það sé bara EITT stórlið á vellinum, sama hvernig leikurinn endar.

 14. Ætla að bíða eftir leikskýrslu til að kommenta betur á leikinn en Stefán Andri (14) segir að Javier Mascherano hafi verið yfirburðamaður á vellinum. Ég tók ekki eftir því, okey, hann tuðaði og djöflaðist og vann silljón bolta en hann átti ekki eina einustu helvítis sendingu sem var nálægt því að vera ógnandi og í tveggja manna miðju verða báðir miðjumennirnir að geta gert eitthvað í báðar áttir eins og Gerrard sem var búinn á því eftir síðustu leiki held ég í dag eins og Torres sem mér fannst vanta alla snerpu og touch í í dag 🙁

 15. Jæja, allir í boltanum bara?

  Heil 3 stig í 4 heimaleikjum gegn Chelsea, Man Utd, Arsenal og Tottenham. Vægast sagt ekki nógu gott.
  Eftir áramót mætum við öllum þessum liðum á erfiðum útivöllum. Við höfum 30 stig úr 16 leikjum. Tæplega 2 stig að meðaltali í leik sem er vel undir meðaltali meistara síðustu ára.

  Ég veit að Liverpool er enn í uppbyggingu og það verður að gefa mönnum góðan tíma með liðið. En ég spyr mig núna í fyrsta sinn……..er Rafa Benitez rétti maðurinn fyrir Liverpool?

  1) Þessi óþarfa tilraunastarfsemi gegn Reading og fl. liðum.
  2) Heilt yfir hreinlega lélegur árangur gegn toppliðunum.
  3) Slappur heimavallaárangur þar sem mér finnst liðið vera alltof passíft.
  4) Lítill stöðugleiki.
  5) Enn of mikill munur á liðinu í Evrópu og Englandi.
  6) Enn er eins og Rafa viti ekki sitt besta byrjunarlið.
  7) Liðið spilar stundum eins og vélmenni og án allrar ástríðu. Enski boltinn gengur útá að vinna leiki og baráttu, ekki forðast tap.
  8) Liðið skortir sinn eigin karakter og er of mikið uppstillt útfrá andstæðingunum.
  9) Lið með Torres og Gerrard á geta betur en þetta.
  10) Hvers vegna er Jon Arne Riise atvinnumaður í fótbolta?

  Leikur Liverpool þarf að gjörbreytast ef við eigum að vinna deildina sem og bikarkeppnirnar á Englandi. Jafnvel þó við vinnum næstu 12 deildarleiki náum við líklega ekki toppsætinu.
  Annað hvort láta Gillett og co. Rafa fá alvöru pening til að kaupa heimsklassa bakverði og kantmenn sem geta sótt og gefið fyrir eða við verðum áfram jafn fyrirsjáanlegt lið. Ömurlegt að láta jafn slappt lið og Man Utd vinna okkur með svona skyndisóknarbolta. Við eigum að vinna þetta og hin toppliðin á heimavelli en höfum vegna passífni Rafa ekki skorað mikið gegn þeim undir hans stjórn.

  Þetta bara verður að breytast og það strax.

  p.s. Þið sem eruð að reyna vera fyndnir og stingið uppá Mr.Peanut sem næsta þjálfara Liverpool. Get a life…

 16. Anton, það skiptir ekki hvort það sé “EITT” stórlið á vellinum eða ekki, alveg eins og það skiptir ekki nokkru máli hvort lið spilar eins og lítið lið. Það skiptir bara máli að vinna leikinn. Sigur er sigur.

 17. Gerard var að spila sem djúpur miðjumaður þess vegna sást hann ekki. Torres fékk enga bolta til þess að vinna úr vegna þessa að það vantaði hugmyndaflug á miðjuna til þess að búa eitthvað til Mascerano var oftar en mun framar á vellinum en Gerard og ekki er hugmyndaflæðinu fyrir að fara hjá honum. Sóttum á alltof fáum mönnum og því var auðvelt að verjast sóknum okkar

 18. Djöfulsins djöfulll,,, vá hvað ég hata Man utd!!!

  En svona er boltinn, leikurinn tapast á einum mistökum. Þeir sem ekki sáu að Mascerano var yfirburðarmaður á vellinum eru vinsamlegast beðnir að horfa á leikinn aftur. Eina jákvæða við þennan leik er að kanarnir sáu leikinn og sáu litla kvikindið að störfum og punga út þeim 17 millum sem þarf! Já og Kuyt o.m.g. bara heim til Hollands, hleypur, hleypur og hleypur, gerist ekkert, vona að hann haldi áfram og hlaupi til Hollands. Alltaf 3 metrum of seinn þegar hann á að vera mættur sbr þegar Evra bjargaði á línu.

 19. Þegar tvö jöfn lið mætast þá er oft dagsformið sem gerir útslagið eða heppni. Í dag vorum við betri en ekki með heppnina með okkur. Man U skoraði og við ekki.

  Ef ég reyni að greina leikinn þá er það þetta sem mér finnst vera að:
  1) Það getur enginn gefið almennilega fyrir markið. Óþolandi að horfa á Riise, Aurelio, Kuyt, Yossi etc. senda ávallt í bakvörðin eða beint á kollinn á Vidic/Rio.
  2) Okkur vantar fleiri “kreatíva” leikmenn líkt og Hleb hjá Arsenal. Sóknarleikur okkar breyttist mikið þegar Babel kom inná.

  Jæja ég ætla að slökkva á tölvunni og fara að pakka inn jólagjöfum…

 20. eikifr – hefur greinilega aldrei komið á anfield
  kewel – fann sig aldrei
  utd – varðist vel
  rafa – var ekki búinn að merja saman samspilandi kjarna fyrir þennan leik

 21. Bara sorglegt, ekki mikið um færi hvorki okkar manna eða M.U, enn og aftur töpum við fyrir þeim í tíðindalitlum og leiðinlegum leik.

  Fannst við því miður aldrei líklegir til að setja hann eftir að hafa lent undir.

  Deildin búin fyrir árámót að venju.

 22. Já þetta var sorglegt en nú verða Liverpool að bæta þetta upp með því að vinna útileikina á móti þessum liðum….sem ég hef fulla trú á.

  Kantararnir okkar voru ekki að spila sinn besta leik auk þess að framherjarnir voru slappir….sem skýrist líklega af því hvað miðjan var slöpp.

  Svona er þetta…..

 23. Í dag gerðist það að ég hef tekið ákvörðun að verja ekki lengur Rafael Benitez.
  Varð fyrir stórkostlegum vonbrigðum með leik hugmyndasnauðs Liverpool liðs sem fjórða árið í röð virðist ekki átta sig á leikskipulagi Alex Ferguson.
  En ég ætla að bíða rólega með að segjast vilja reka hann, því það þýða bara 3 ár í nýrri uppbyggingu.
  Ef ég væri að stjórna þarna léku Riise og Kuyt sinn síðasta leik í dag. Arbeloa skal fara að hysja upp um sig og það að nota mann sem mun aldrei á ævi sinni skora mark á miðju liðsins er Liverpool FC til háborinnar skammar.
  Í dag úthugsaði Ferguson Benitez með vinstri, eina hættan sem LFC skapaði kom í kjölfar hrikalegra mistaka Van der Sar.
  Þetta var ömurlegt og síðari hálfleikur það skammarlegasta sem hefur sést síðan Houllier fór.
  Tek skýrt fram að ég er orðinn rólegur, þessi dagur eru mér mestu vonbrigði í stuðningi við Liverpool síðan Rafa tók við. Svo einfalt er það!

 24. Óþolandi lið þetta United lið.
  Þeir geta ekkert í leiknum og pakka í vörn, grísa, já Grísa inn einu marki.

  Það var ekkert kreatívt í gangi hjá þeim í dag og sannast sagna stór heppnir að komast frá Anfield með öll þrjú stiginn.

  Okkar menn voru hinsvegar slegnir út af laginu og ótrúlegur munur á þeim í dag og gegn Marselle, mig grunar að þó um sömu einstaklinga hafi verið að ræða og á móti marselle, þá virðist hugur Rafa verið með eitthvað allt annað í huga, varfærni í stað sóknar og niðurstöðuna sáum við í dag.
  En svona er þetta bara, nenni ekki að spjégúlera í þessu meir.
  Liverpool getur unnið öll lið á góðum degi, þetta var bara ekki þannig dagur í dag.
  Farinn að mála fyrir jólin.

 25. Rólegir með æsinginn. Töpuðum fyrir betra liði í dag. Utd. eru hreyfanlegri, hraðari og umfram allt skynsamari. Menn geta talað um heppni en þetta er enn eitt skiptið sem þeir fara illa með okkur á Anfield. Það er engin tilviljun.

  Næstu kaup ættu að vera skapandi sóknarmaður til að spila á milli Torres og miðjunnar. Það sárvantar einhvern Zola, Del Piero, Scholes í þetta lið. Hvað með að setja Babel inn á kant og Kewell í holuna? Fyrst Benitez hafði hugmyndaflug til að kaupa klassaleikmenn eins og Torres og Babel þá hlýtur maður að þora að vona.

  Spurning: Menn keppast um að hrauna yfir Hyypia, að mér finnst óverðskuldað. Finnst einhverjum öðrum Carragher hafa átt sitt slakasta tímabil á þessu árþúsundi? Það er eitthvað svakalegt óöryggi yfir manninum.

 26. Ég skil ekki hvað er að gerast hérna, eru menn endanlega búnir að tapa sér?
  Skil ekki hvernig þið getið verið svona rosalega óánægðir með leikinn, Liverpool sköpuðu sér fleiri færi og voru meira með boltann, bara óheppni að Babel hafi ekki skotið 2 cm lengra til hægri, Gerrard sett aukaspyrnuna inn, Boltinn ekki hrokkið inn í skógarferð Van der Saar eða eitthvað slíkt, það er ótrúlegt hvað menn geta vælt, ótrúlegt. Við erum nokkrum stigum frá toppnum og komnir áfram í meistaradeildinni. Það er ekki eins og þetta sé lélegri árangur en síðustu ár, þetta er að skána viku frá viku. hættið þessu væli.

 27. Þessi leikur gat auðveldlega farið á hvorn veg sem er og ekkert út á Liverpoolliðið sem slíkt að setja fyrir utan fáránleg mistök þegar Man. skora. Það sem mér finnst alltaf vanta hjá of mörgum leikmönnum er hraði! Við sáum það best þegar Babel kom inn á að ógnunin varð allt önnur. Benitez á eftir að bæta úr þessu og til þess vantar tvennt, peninga og opinn leikmannaglugga. Við náum aldrei að standa jafnfætis Manutd, Arsenal og Chelsea fyrr en liðið er með ALLA leikmenn í hæsta gæðaflokki, svo einfalt er það. Því skiptir bara öllu að tapa ekki stigum á móti ,,litlu” liðunum, það er allt of dýrkeypt:-(

  Mér finnst umræðan hér orðin undarleg (sbr. #4 ) og menn að missa sig í tóma þvælu en það er svo sem skiljanlegt þar sem við vorum nú að spila við ,,uppáhaldsandstæðinginn”:-)

 28. Lambi skánað viku frá viku? veit ekki betur en við höfum líka tapað illa í síðustu viku. við áttum bara 1 færi í leiknum þegar að anderson bjargaði á línu. Skot utan af velli eru varla færi

 29. Já #4 ætti aðeins að anda. 🙂 þó maður skilji gremjuna
  Það eru að koma jól og svona.

 30. Það er stórkostlegt að lesa sum ummælin hérna eftir tapleik. Sumir virðast halda að tímabilið vinnist eða tapist á einstökum leikjum.

  Ég held t.d. ekki að Liverpool verði meistari í ár, en ekki af því að þeir töpuðu í dag.

  “eitt af stórveldunum fjórum er farið að spila eins og “litlu” liðin eins og Benitez orðaði það”

  -Benitez ætti nú bara að líta í eigin barm. Ég missi nú sjaldnast af leikjum Liverpool, en ég hef nú alveg séð Benitez taka þetta careful approach sem Ferguson tók í dag, ekki síst á útivelli.

 31. Einfalt. Betra liðið vann í dag! Man. Unt tókst að klippa á allt spil milli miðju og framherja. Torres var étinn upp til agna í dag. Hann sást ekki í seinni hálfleik. Segir allt sem segja þarf.

  Alveg Stórfurðulegt að heyra gagnrýni á Alvaro Arbeloa eftir leikinn í dag. Hann spilaði sem bakvörður en var á stundum að því er virtist lang mesta ógnunin í sóknum okkar. Hann var frábær í vörn og sókn.

  Ég tek bara hattinn ofan fyrir Man. Unt og Ferguson. Í dag varð Rafa sinni eigin fallbyssu að bráð… TAKTÍK.

  Auðvitað eru vonbrigðin feikileg. Þar sem við töpuðum einnig Reading leiknum erum við núna að dragast hættulega mikið aftur úr.

  Þetta er ekki búið samt. Jólatörnin er framundan. Við eigum Portsmouth og Man.City framundann. Nú kemur í ljós karakterinn í okkar mönnum. Erum við Menn eða Mýs?? Liðið þarf að rífa sig upp á rasshárunum og henda síðustu tveim deildarlekjum út í hafsauga. Nákvæmlega ekkert annað að gera. Sleikja sárin í dag og svo búið.

  Mér er eiginlega slétt sama um Carling Cup satt best að segja. Ef við vinnum.. gott mál.. fínt en ef ekki….. farið hefur fé betra! Það sem skiptir mig máli er leikurinn á móti Portsmouth. Sigur er algjört must þar.
  Ég vil 12 stig úr næstu 4 deildarleikjum. Mjög Einfalt.

  YNWA

 32. það sem er það versta í þessu er að Benitez hefur ekki sett neitt leikskipulag í sóknaleikinn og þegar við þurfum að sækja í svona leik þá veit enginn hvað á að gera. Eina sem mönnum datt í hug var að lyfta boltanum inní teig og vona að einhver þar gat gert eitthvað úr svoleiðis sendingu. það sem breytir þessu er td. þegar Babel kom inná því hann gerir bara eitthvað sem honum dettur í hug og býr til usla. Það vantar að menn viti sitt hlutverk í sóknaleiknum!

 33. Ykkur sem talið um óheppni Liverpool í leiknum og annað í þeim dúr skil ég ekki. Liverpool ógnaði ekki einu sinni marki United í leiknum, og það eru engar ýkjur. Tvisvar sinnum var VanDerSar í einhverjum einkennilegum aðgerðum sem sköpuðu hættu. Fallegustu sókn leiksins átti Man.Utd. og hún hefði í raun átt að útklá þetta.

 34. Enn og aftur lendir liðið í erfiðleikum með að skapa sér færi, þrátt fyrir að stjórna leiknum. Vandamálið eins og svo oft áður, bitlaus sóknarleikur. Kuyt gerði álíka mikið gagn inn á vellinum og línuvörðurinn. Riise var vitavonlaus að venju. Kewell var vonbrigði eftir góða frammistöðu í vikunni. Sammála Andra Fannari með Mascherano þó svo hann hafi komið einna best út í dag og standi alltaf fyrir sínu. Skortir eilítið upp á hugmyndaflug í leik hans. Jafntefli hefði þó verið sanngjörn úrslit þrátt fyrir að Rooney hefði geta gert út um leikinn.
  Hvað þarf Babel svo eiginlega að gera til að fá að spila meira? Góð frammistaða hjá honum eins og svo oft áður. Mun meiri ógn í leik liðsins þegar hann var inná.
  Liðið verður þó ekki Englandsmeistari með spilamennsku sem þessari.

 35. Man Utd fengu tvö dauðafæri. L’pool fengu fullt af hálffærum. Einu hættan sem skapaðist upp við mark ManU var þegar Babel þrumaði rétt framhjá og klafsið sem fylgdi í kjölfarið á mistökum Van De Sar.

  Hvernig var Liverpool síðan óheppið? Var það óheppni að þeir skildu skilja Rooney eftir einn óvaldaðan? Voru dæmd af þeim einhver lögleg mörk? Voru þeir að skjóta í stöng og slá? Það að vera meira með boltann, skapa sér engin hættuleg færi er ekki óheppni.

 36. Ég nenni svo sem ekki að rífast við Man U aðdáendur, enda er slíkt harla tilgangslaust og ég hef svo sem hlustað nógu mikið á Man U aðdáendur í dag.

  Mín skoðu er einfaldlega sú að ef að liðið, sem spilar verr í leik, vinnur leikinn – þá kalla ég það heppni. Það er ekki einhver guðdómleg snilld að lélegra liðið hafi unnið, heldur einfaldlega heppni. Ég hef ekki notað þessa afsökun oft áður, en í dag fannst mér það einfaldlega vera munurinn á þessum tveim liðum.

  Ykkur er hins vegar guðvelkomið að vera ósammála mér og reyna að sannfæra ykkur um að það sé bara tóm snilld hjá Ferguson að hann geti verið með lélegra liðið á Anfield tvö ár í röð en samt fengið 6 stig.

 37. Einar, ég er stórkostlega ósammála því sem þú segir í leikskýrslunni. Vissulega sáum við Liverpool klúðra dauðafærum í dag á meðan United nýtti annað af tveimur færum sínum, og undir venjulegum kringumstæðum myndi maður kalla svona leik „óheppni“… ef andstæðingurinn væri Fulham eða álíka lið sem við værum vanir að leggja á sverðið á heimavelli.

  Það er hins vegar alls ekki raunin. Þetta er Man Utd og síðustu fjögur ár hafa þeir þrisvar komið á Anfield og unnið 1-0 sigra og í fjórða skiptið gerðu þeir 0-0 jafntefli.

  Lesist: við höfum ekki skorað mark gegn Man Utd á Anfield í deildinni síðan 2003! Og þá töpuðum við SAMT!?

  Með öðrum orðum, við töpuðum ekki í dag vegna óheppni heldur vegna þess að þetta United-lið einfaldlega hefur okkur í vasanum í innbyrðis viðureignum. Eins svekkjandi og það er að lesa, þá er það ástæðan. Plain and simple.

  Hugsið til þess hversu oft Benítez er hrósað fyrir að úthugsa andstæðinga sína á taktískum grundvelli. Í Evrópu, eða útsláttarfyrirkomulagi almennt, virðist hann vera sérfræðingur í þessu. Hann átti við smá Mourinho-grýlu að stríða í deildinni en vann sig út úr henni á meðan hann hafði alltaf yfirhöndina í bikurunum og Evrópu, á meðan hann og Wenger hafa skipst á að vinna góða sigra.

  Sir Alex Ferguson hins vegar – og trúið mér, ég skrifa þetta hálf titrandi af pirringi – er einfaldlega með yfirhöndina á Benítez í innbyrðis viðureignum. Hann vinnur Liverpool alltaf á Old Trafford – sem var ekki raunin undir stjórn Houllier sem kunni að fara þangað og vinna – og hann fær einfaldlega ekki á sig mörk á Anfield! Fjögur ár í röð hefur hann komið á Anfield með United-liðið sitt, haldið hreinu í öllum leikjum og skorað sigurmark í þremur þeirra.

  Fjórir leikir. Sama taktík; liggja aftarlega, loka á þær leiðir sem Liverpool eru vanir að nota í sókninni, beita skyndisóknum og föstum leikatriðum með góðum árangri, hirða 0-1 útisigurinn. Fjórir leikir, markatalan 0-3 fyrir United og þeir með 10 stig, við með 1.

  Þetta er ekki óheppni. Þetta á sér taktískar ástæður. Og þetta er alveg stórkostlega, stórfenglega, fáránlega pirrandi upp á að horfa.

  Hitt er svo annað mál að þetta gerir Benítez ekki að lélegum stjóra, né eitthvað vanhæfari í dag til að stýra Liverpool áfram en hann var í gær, þegar allir voru enn að dásama hann eftir Marseille-leikinn. Hann hefur marga stjóra í vasanum, en hann einfaldlega hefur lotið í lægra haldi gagnvart Ferguson enn sem komið er. Það er engin dauðasynd, það er ekki eins og hann sé eini framkvæmdarstjórinn sem Ferguson hefur sett í vasa sinn.

  Eftir þennan leik sitja eftirfarandi atriði sem sagt í mér:

  United eru ekki með betra lið en við í dag. En, eins og ég útskýrði hér að ofan, þá hafa þeir sálrænt forskot á okkar menn í innbyrðis viðureignum. Pirrandi.

  Liverpool getur enn fyllilega unnið titilinn og það er enn ástæða til bjartsýni. Það er hins vegar orðið mjög erfitt, og enn eitt árið erum við komnir í þá stöðu að þurfa að vinna nánast alla leiki okkar næstu tvo mánuðina og vona að hin liðin fari að tapa stigum fyrir öðrum liðum til að svo mikið sem eiga séns. Pirrandi.

  Við bara geeeeeetum ekki unnið Man United í deildinni. PIRRANDI!

 38. Þetta voru skelfileg úrslit en rólegir með að missa það algjörlega. Við vorum eintaklega óheppnir í dag. En ég vil ekki sjá Mourinho fyrir mitt litla líf og ég veit satt að segja ekki hvað hann ætti að hafa fram yfir Benitez.

  En þetta hlýtur að vera grín hjá Jóni H. Eiríkssyni með Arbeloa:

  “Alveg Stórfurðulegt að heyra gagnrýni á Alvaro Arbeloa eftir leikinn í dag. Hann spilaði sem bakvörður en var á stundum að því er virtist lang mesta ógnunin í sóknum okkar. Hann var frábær í vörn og sókn.”

  Frábær í vörn og sókn?!?! Maðurinn var skelfilegur í dag. Algjör hörmung. Enda sóttu United menn nánast eingöngu upp þann kant og komu undantekningarlaust boltanum fyrir.

 39. Kristján búinn að segja það sem ég ætlaði hér. Það var engin óheppni í gangi í dag. Allur seinni hálfleikurinn dugði okkur ekki til að vera nálægt því að skora. Langskot Babel það eina á meðan að Rooney klikkaði á algerum sitter og gat hæglega komið okkur í 0-2 tap.
  Statistík Rafa gegn United, Arsenal og Chelsea er hryllileg. Búnir 21 deildarleikur, 3 sigrar, 3 jafntefli og 15 töp held ég. Ég ætla mér ekki að detta í þá bjartsýni að telja líklegt að við förum að gera mikið á Trafford, Brúnni eða Emirates í vetur frekar en áður.
  En eins og ég segi hér áður er ég ekki að segja að tími Rafael Benitez sé búinn. Hann er hins vegar kominn upp við vegginn að mínu mati og alveg ljóst að hann þarf að henda liðinu í gang.
  Mér finnst nefnilega óásættanlegt að vera núna í keppni við Portsmouth, Man.City og Everton um 4.sætið í ensku deildinni!!!!

 40. Same old story, tímabilið að klárast fyrir áramót. 2 stig af 9 mögulegum á móti Arsenal, Chelsea og Man Utd á Anfield segir manni það einfaldlega að liðið er enn nokkrum skrefum á eftir þessum liðum. Sannleikurinn getur oft verið sár.
  Það eru einfaldlega of margir veikir hlekkir í þessu Liverpool liði til þess að liðið geti gert tilkall til meistaratitils.
  Það vantar einhvern öflugan senter með Torres. Utd lagði ofuráherslu á að stoppa hann í dag, slíkt hefði átt að skapa pláss fyrir þann senter sem var frammi með honum en sá sem var þar í dag náði ekki að nýta sér plássið.
  Riise er einfaldlega ekki verðugur til þess að spila Liverpool búning og lið með slíkan mann í byrjunarliði á ekki raunhæfa titilmöguleika. Ótrúlegt að sjá munin á honum og Evra.
  Það sem þarf í þetta lið eru 2-3 leikmenn í Gerrard-Torres klassa, fyrst þá getum við farið að gera okkur vonir um að geta keppt við Arsenal, Chelsea og Utd.

 41. Þannig að þér Kristján Atli finnst það vera dæmi um einhverja stórkostlega taktíska snilli að Alex Ferguson komi tvö ár í röð og sé lélegri aðilinn en nái að grísa inn einu marki og vinna Liverpool.

  Ég verð þá bara ósammála þér.

  Fannst þér annars ekki Dirk Kuyt frábær í dag? Getum við ekki fengið einhverjar útskýringar á snilli hans sem ég skil ekki?

  😉

  En ég fæ allavegana tækifæri til að sparka í Man U aðdáendur í fótbolta á eftir. Það verður fínt að fá útrás.

 42. Einar,

  það er taktískt afbragð hjá Ferguson að geta komið á Anfield fjögur ár í röð, LEGIÐ AFTARLEGA Á VELLINUM (i.e., við erum betri aðilinn og stjórnum spilinu af því að þeir leyfa okkur það, ekki af því að við vinnum lykilbaráttur á vellinum) og stolið sigrum með föstum leikatriðum.

  Og Dirk Kuyt … var svo skítlélegur í dag að ég var farinn að biðja Rafa um að taka hann útaf eftir hálftíma. Ég, ólíkt sumum sem ég þekki, er nefnilega hvorki einhver antí-Kuyt maður né Kuyt-aðdáandi sem að sér annað hvort bara gott eða bara slæmt í leik hans. Hann var góður gegn Marseille, hrikalega slæmur í dag. En það voru Kewell, Carragher, Arbeloa, Gerrard og Benayoun líka, þannig að það er ósanngjarnt að skella skuldinni á Kuyt.

  BRING BACK MOMO! 🙂

 43. Gott að sjá þetta af Liverpoolfc.tv:

  Liverpool FC issued the following press statement on Sunday night.
  A meeting was held this evening involving Tom Hicks, George Gillett, Foster Gillett, Rick Parry and Rafa Benitez which was wide ranging and positive.

  The discussions were amicable and constructive. All those present are united in their desire to bring further success to the club.

 44. “”En þetta hlýtur að vera grín hjá Jóni H. Eiríkssyni með Arbeloa:

  “Alveg Stórfurðulegt að heyra gagnrýni á Alvaro Arbeloa eftir leikinn í dag. Hann spilaði sem bakvörður en var á stundum að því er virtist lang mesta ógnunin í sóknum okkar. Hann var frábær í vörn og sókn.”

  Frábær í vörn og sókn?!?! Maðurinn var skelfilegur í dag. Algjör hörmung. Enda sóttu United menn nánast eingöngu upp þann kant og komu undantekningarlaust boltanum fyrir.””

  Endurtek orð mín. Skil ekki þá afstöðu að taka leik Alvaro út sem einhverja hörmung. Skilningi mínum ofvaxið og ég er ekki að grínast. Við fengum eitt mark á okkur í dag og Arboloa verður ekki kent um það. Mér fannst mesta hættan oftast skapast í dag þegar hann og Benayoun gerðu sitt besta til að brjóta vörn Man. Unt. á bak aftur.

  En eigum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála and call it a day?

 45. Einar, í hvaða blekkingarleik ert þú? Þetta Liverpool-lið í dag var eins og bitlaus skæri. Ekkert meira en það. Þetta var jafn leikur tveggja liða, en aðeins annað nýtti sér mistök hins liðsins. Heppni?
  Í leik Lazio og Real Madrid í dag var Lazio 70% með boltann en var aldrei að ógna Madridingum. Leikurinn endaði 3-1 fyrir Real. Heppni?
  Það jákvæða fyrir L’Pool er að þeir eiga þægilega leiki framundan og geta hæglega komist á smá skrið.

 46. (43)Helgi – Ertu ekki að grínast? Arbeloa var virkilega góður í dag.

  Og strákar, ég er ekki sammála því að við höfum verið eitthvað betri í dag þá við höfum haft boltann mikið mun meira. United átti tvö bestu færin og annað kom eftir góða sókn, eitthvað sem Liverpool átti ekki í dag.

  Það vantar eins og einare segir, 2-3 menn í Gerrard-Torres klassa til að við eigum að eiga sjéns. Við þurfum að finna okkar sterkasta lið og nota það. Mascherano maður leiksins í dag? Hann var eflaust varnarmaður leiksins en maður leiksins var hann ekki hjá okkur. Hann þarf að skora, maður sem spilar megnið af leikjum Liverpool á miðri miðju á að skora í svona þriðja til fimmta hverjum leik, annað er virkilega dapurt.

  Svo segir einhver hér að það vanti hraða í liðið. Akkúrat, er það bara ég eða fannst ykkur okkar menn vera alveg rosalega þungir á sér í dag, vanta allt touch og svona? Marseille leikurinn að spila inní? United með einn mann í dag sem spilaði gegn Roma?

  Mikið rosalega var gaman að sjá Arsenal spila áðan. Allt toppklassamenn sem kunna fótbolta, ekki norskir tugþrautakappar sem rota 3 áhorfendur með þrumum í hverjum leik 🙂
  Þeir spila einnar snertingar fótbolta, allir með, engir farþegar, allir með þvílíka snerpu á fyrstu skrefunum. Rosicky, Hleb, Fabregas, allir snillingar.

  Svo Terry að öllum líkindum ekki með Chel$ki á miðvikudaginn og Sheva í framlínunni, hann ætti að verða easy fyrir Carragher og Hyypia sem mér fannst frábær í dag. Vil sjá Lucas spila með Gerrard á miðjunni í þeim leik, kenna honum á þessa súper-leiki og baráttuna í þeim. Hann verður snögglega miklu betri total-miðjumaður heldur en Mascherano sem fer ekki fram fyrir miðju, því miður 🙁

  En strákar,
  …Tho your dreams are tossed and blown you ll never walk alone!!

 47. Ég sé alveg það góða í leik Dirk Kuyt og er enginn “antí-Kuyt maður”. Það bara kemur ekki neitt gott frá honum nema á 5-6 leikja fresti (hann var að mínu mati sæmilegur gegn Marseille).

  Og ég skil ekki af hverju Rafa dýrkar hann og dáir svona mikið. Kuyt þarf bara að spila vel í hálftíma til að vera sjálfkrafa í liðinu næstu 5 leiki. Peter Crouch má hins vegar bara spila illa í korter og þá er hann kominn á bekkinn.

  Ef að Rafa treystir hinum tveim framherjunum (Crouch og Voronin) ekki og Dirk Kuyt er í hans heimi næst besti framherji Liverpool, þá er einfaldlega eina vitið að spila 4-5-1.

  Eina skiptið sem að Rafa hefur rústað einu af toppliðunum var gegn Arsenal á Anfield. Hvernig spilaði hann þá? Jú, 4-5-1 með Masche / Gerrard / Alonso á miðjunni og Crouchy frammi. Ég skil ekki af hverju hann spilar ekki það kerfi gegn liðum einsog Man U.

  Að mínu mati snýst það um heppni að annað liðið bjargi tvisvar á línu, en hitt liðið nái að fylgja eftir hundlélegu skoti með því að pota í markið. ÞAð er svo auðvelt fyrir Man U að pakka bara í vörn eftir að þeir grísa markinu inn. Þú mátt vel kalla það taktíska snilld, en seinni hálfleikurinn hefði aldrei verið svona ef að Man U hefði ekki náð þessu marki fyrir hlé.

  Hérna er viðtalið við Rafa eftir leikinn.

 48. Og nafnlausi United maður, þú ert í stórkostlegum blekkingarleik ef þú heldur að ég nenni að vera í einhverjum rökræðum við þig um hvað sé heppni og hvað ekki. Ég nenni ekki að eyða orðum í menn sem sækja inná aðdáendasíður mótherjanna eftir sigurleiki. Sérstaklega ef þeir gefa ekki einu sinni upp nafn.

  Ég nenni vel að kítast við United menn, en þeir þurfa að vera vinir mínir til þess að ég nenni að standa í því.

 49. Joi, er það ekki frekar að sóknarleikur Liverpool er alltof skipulagður?

  Það var einmitt Ryan Babel sem talaði um að hann hefði fyrst þurft að lúslæra allt um ótal mismunandi varnarfærslur þegar hann kom til Liverpool. Hver einasta hreyfing sóknarmanna liðsins er nákvæmlega greind og skipulögð fyrirfram af vísindalegri nákvæmni.
  Ekkert rúm fyrir skapandi, óvæntar eða flottar hreyfingar. Afleiðingin er sú að leikmenn þora ekki að tjá sig á vellinum. Eða reyna þetta extra sem þarf til að komast framhjá miðvarðatröllum eins og Ferdinand og Vidic.
  Rio Ferdinand er gjarn á að missa einbeitinguna og hlaupa heilalaust úr stöðum en til þess þarf að gera hann óöruggan.
  EF hann fær að einbeita sér að einum hlut í einu þá er hann fljótur og nautsterkur varnarmaður. Í heimsklassa.

  Það verður bara að segjast að þegar Gerrard er svona aftarlega og lítil sem engin ógnun eða hlaup af köntunum eða tilraunir til að komast á bakvið bakverði andstæðinganna þá er engin furða að við höfum ALDREI skorað gegn Man Utd undir stjórn Rafa Benitez. Sóknarleikur Liverpool er bara einfaldlega alltof fyrirsjáanlegur og hægur til að komast framhjá Ferdinand.

  Það vantar ekki að okkur tókst vel að pakka C.Ronaldo saman og hið ofmetna sóknarpar Rooney-Tevez sást vart í leiknum nema 2 einangruð tilvik. En það var á kostnað alvöru sóknarleiks.

  Ég er langt í frá sáttur að eiga einhver 60/40 heimaleik okkur í vil gegn United þar sem við erum mun betri tölfræðilega, jafnvel þó við vinnum. Á Anfield eigum við að nota þessa brjáluðu aðdáendur sem við höfum og gersamlega keyra yfir lið með sóknarleik. Engar helvítis andskotans refjar.

  Leikmenn Liverpool eiga að vera hlaupandi um á adrenalíni fnæsandi framan í andstæðinginn og gerandi öll lið skíthrædd við sig. Anfield á að vera algjör martröð fyrir hvert lið að koma á. Ég vil sjá aðdáendur grýtandi svínshausum og hauslausum Barbie-dúkkum í C.Ronaldo o.fl. lúða þegar Scum Utd koma í heimsókn.
  Í staðinn er boðið uppá endalaust hálfkák og rúnk í stórum deildarleikjum á Anfield sem við eigum skýlaust að vinna. Óþolandi. 🙁

 50. Ein spurning til Einars.

  Alex Ferguson ákveður að láta sína menn sitja til baka, vitandi að afar ólíklegt sé að þeir fái mark á sig og vona að fast leikatriði, skyndisókn eða einstaklingsframtak hjá Rooney, Ronaldo, Tevez eða Giggs. Þessi taktík virðist virka mjög vel á Anfield. Fyrst Sörinn telur að þetta sé málið og gerir þetta ár eftir ár, hvernig getur það verið heppni?

  Rafa gerir þetta líka í útileikjum meistaradeildarinnar gegn Barca og fleiri sterkum liðum. Á að fara stimpla alla þá sigurleiki sem heppni?

 51. Það eru álíka miklar líkur á að ég nenni að rökræða við þig “Makkari” einsog United manninn.

  Og þér er velkomið að kalla mig hvaða nöfnum sem er fyrir það. Ég er farinn í fótbolta.

 52. Við getum ekki kennt framherjum um leikinn í dag þeir fengu einfaldlega ekki úr neinu að moða.Fyrirgjafir arfa slappar,en við hefðum alveg geta unnið með smá heppni sem því miður var m u meginn.Og ég verð að segja að Koyt er ekki slæmur frekar en aðrir voru, reyndar fannst mér allir spila vel. Enn vantar okkur besta liðið með Agger og Alonso og þá setur LIV í RALLÝ gír.Og enn og aftur þettað er ekki búið

 53. Takk fyrir það Einar.

  Það virðist skipta meira máli hver maður er heldur en hvað maður segir.

 54. Víst hef ég komið á Anfield og það var fín upplifun (5-1 sigur gegn Chelsea) en þetta var meira djók en annað þetta með að breyta um lag. Pointið sem ég var að segja er það að mér finnst að það vanti stundum algjörlega áhugann eða einhvern neista þegar liðið spilar deildarleiki og svo þegar það er að spila evrópuleiki. Ef þetta hefði verið evrópuleikur um það hvort liðið færi áfram hefðum við skorað allavega 2 mörk og unnið.

  Mér finnst eins og hugarfar leikmanna sé orðið þannig að þeir bara komist ekkert yfir þann þröskuld að vera “fjórða liðið” á Englandi. Það sem mér finnst að vanti er þjálfari sem þorir og er til í að bregða út af vananum og breyta til. Benitez er allt allt allt of varnarsinnaður og verandi búinn að sanka að sér svona sókndjörfu liði sem við höfum og ekki geta sýnt meiri sóknartakta en þetta er hreint út sagt fáránlegt!

  Það er alveg rétt hjá Rafa að til að ná árangri þarf að kaupa leikmenn en þetta snýst ekkert út á að kaupa bara til að kaupa. Þegar maður eins og Rafa er farinn að kvarta undan því að hann þurfi meiri pening til að eyða í leikmenn er eitthvað mikið að. Miðað við hópinn sem hann hefur í dag er hann alveg með lið til að keppa um dolluna heimafyrir og það eina sem vantar (og er ekki hægt að kaupa) er hugarfarið. Mér finnst hugarfarið vera bara rangt hjá Liverpool og vantar heilmikið uppá til að eitthvað fari að gerast í deildinni. Ef málið er að fylla upp 1 stk Torres í hverja stöðu (Torres = World class leikmaður) að þá er það ein leiðin en það nægir ekki að stilla þeim bara upp því hugarfarið verður að fylgja með.

  Ég er Liverpool aðdáandi og ég gagnrýni mitt lið þegar mér finnst þörf á því og ég satt best að segja er hundfúll yfir því, og nær þessi fýla í mér lengra aftur bara daginn í dag. Svo hundleiðist mér líka menn sem þola enga gagnrýni þegar maður tjáir sig um liðið. Liverpool er hreinlega ekkert besta liðið á Englandi og það vantar helling upp á. Ef menn sáu Arsenal vs. Chelsea strax á eftir að þá erum við að tala um tvö lið sem bæði geta varist á öllum mönnum og sótt svo á flestum mönnum á sama tíma og þau spila góðan fótbolta (Arsenal). Ég held að Wenger ætti að líta í kaffi á Anfield einhvern daginn og taka Benitez í smá kennslu…..

 55. Það er ekki hægt að bera saman leiki á tölfræði einni saman. Það fylgir alltaf heppni þegar þú skorar það er bara þannig þótt að sé planað taktíkslega séð niður í örfrumur. Þannig að samkvæmt röksemdum ónafngreinds United-manns þá ætti þetta að gilda um alla leiki t.d. þegar Rosenborg vann Man U í CL fyrir einhverjum árum og United var með boltann einhver 70-80% leiksins og áttu 37 skot gegn 1 og Rosenborg vann leikinn 1-0 samkvæmt þínum röksemdum var þetta taktískur yfirburðasigur Rosenborg manna þar sem þeir leyfðu manchester að vera með boltann meiri hlutann af leiknum fengu síðan hornspyrnu settu 3 menn inn í teig og geymdu 6 eftir á sínum vallarhelmingi, úr þessari hornspyrnu er misskilningur í vörninni og boltinn lekur til eins af þessum þreumur sóknarmönnum og hann skorar. Taktískur sigur?

 56. Einsi kaldi. Kuyt var hræðilegur. Það er staðreynd. Að halda öðru fram er blindni eða ekki nægilega góður skilningur á leiknum.

 57. Til að hafa þetta einfalt þá tek ég undir með flest öllu sem Einar Örn er búinn að segja í þessari færslu
  Sérstaklega þessu:

  “Fannst þér annars ekki Dirk Kuyt frábær í dag? Getum við ekki fengið einhverjar útskýringar á snilli hans sem ég skil ekki?
  😉

  (það voru í alvörunni menn fyrir þennan leik að halda því fram að Kuyt væri betri kostur heldur en Rooney/Tevez)

  En Liverppol voru bara nokkuð góðir í dag og vinna svona leik í flest öllum tilvikum og því lítið hægt að væla yfir þessum leik á vitraænan hátt, við lentum á FRÁBÆRRI vörn United manna. Leikkerfi United gekk vel upp í dag þar sem þeir unnu, en til þess þurfti ein afar afar klaufaleg varnarmistök í föstu leikatriði, fyrir utan það sáu United menn ekki markið (fyrr en rétt fyrir leikslok þegar vörnin var kominn í sóknina). Þetta kalla ég heppni, alveg eins og markið á 90.mínútu var í fyrra í leik sem við áttum. En það þarf heppni í fótbolta og United keypti Lady Luck fyrir tímabilið 1999.

  En það verður ekki tekið af United að miðverðirnir gerðu ekki ein mistök í leiknum og þetta United lið er auðvitað bara gríðarlega sterkt. Við höfum unnið svona leiki með sama kerfi og United notaði, that´s football…..og þetta er leiðinlegur leikur þegar United vinnur.
  Þetta bara féll ekki með okkur í dag, en liðið er ennþá í mótun og það þarf ekki svo margar viðbætur að mínu mati í þetta.

  Maður leiksins: Javier Mascerano by far og eins vil ég hrósa settinu hjá Sýn, það var gaman af “sérfræðingunum” (Steingrími og Magga Gylfa) í dag.
  p.s. er enginn umræða um það þegar Tevez (held ég) skaut í hendurnar á sér inni í teig?

 58. Stefán, ef Kuyt var hræðilegur hvað var þá Torres.Eins og sagði fyrr í þessu bloggi þá var ekki verið að dæla boltum á framherja,heldur var verið að setja boltann eitthvað í boxið, frekar tilviljunarkennt.Hvað gerðu Rooney og Tevez ? Ok Tevez skoraði mark en það hefði líka getað farið útaf en smá M U heppni.Ég er ekki að segja að framherjar okkar hafi átt góðan dag ,en þessi dagur var ekkert verri hjá Kuyt frekar en hjá Torres. Og hættið svo að segja að við séum með lélega framherja,vegna þ.ess að þegar þeir skora þá haldið þið ekki vatni

 59. Það er hárrétt með stálheppnina, gummi kriss, en þetta eru ekkert sérstaklega ýtarleg hælæts. Flest annað sem væri hægt að sýna í hælæts (sem er alveg eitthvað, sko) var sóknartilburðir Liverpool.

 60. Vegna færslu #59:

  ,,Þegar maður eins og Rafa er farinn að kvarta undan því að hann þurfi meiri pening til að eyða í leikmenn er eitthvað mikið að. Miðað við hópinn sem hann hefur í dag er hann alveg með lið til að keppa um dolluna heimafyrir og það eina sem vantar (og er ekki hægt að kaupa) er hugarfarið.”

  Hugarfarið í dag var ekki vandamálið en það var vandamálið gegn Reading. Hugarfarið var líka vandamál ManUtd. þegar þeir töpuðu fyrir Bolton! Þetta kemur sem sagt fyrir hjá öllum liðum.

  Rafa er EKKI með lið sem er tilbúið í að keppa um dolluna að mínu viti. Til þess þarf að skipta nokkrum mönnum út og halda öðrum leikfærum. Það hefði t.d. verið gott að hafa Agger í dag því hann breytir töluverðu í spilamennsku Liverpool og sama má segja um Alonso.

  Ég er svekktur eins og aðrir en svona er fótbolti. Það jákvæða við daginn er hins vegar yfirlýsingin um fundinn í dag:-)

 61. Þetta var fúlt en ég er sammála Kristjáni, Ferguson virðist vera með Benitez í vasanum og það er langt í frá að vera skemmtilegt að þurfa að viðurkenna það. Það þarf eitthvað mikið til að Liverpool komist á fullt í baráttuna, lið sem nær ekki einum sigri gegn þeim “stóru” á Anfield er ekki að fara að vinna titilinn. Því miður! Enn eitt árið…..ANDSKOTANS!!!

 62. Það virðist skipta meira máli hver maður er heldur en hvað maður segir.

  Þegar um er að ræða nafnalausa aðdáendur annarra liða inná þessari síðu eftir tapleiki Liverpool, þá JÁ það skiptir máli hver þú ert.

 63. Einsi Kaldi. Ég hef ekki haldið því fram að við séum með lélega framherja fyrir utan Kuyt sem er að mínu mati dapur leikmaður. Crouch finnst mér ágætur og ég er virkilega hrifin af Babel það sem ég hef séð til. Hann er snöggur, með góðar hraðbreytingar, fínn dribblari með ágætis tækni og góð skot. Einstaklega finnst mér hann góður í því að draga sig út á vinstri kantinn og koma með stórhættuleg hlaup inn á miðju vítateigs-jaðarins þar sem hann ógnar með skoti eða hættulegum stungum. Minnir margt á Henry að því leytinu til. Ég tel hann því mun betri kost heldur en hollenska samherja sinn. Torres tel ég vera einn af bestu framherjum í heiminum i dag ef ekki þann besta. Hann er í sérklassa. Einn af þeim sem geta gert út um leikinn með sinni einstöku snilli. Þess vegna finnst mér að Torres ætti alltaf að vera í liðinu ef hann er ekki meiddur eða fit. Hann getur nefnilega gert út um leiki með stórkostlegu einstaklingsframtaki eins og við höfum séð í leikjum liðsins í vetur. Hann átti að vísu dapran seinni hálfleik í dag en í fyrri hálfleik var hann okkar hættulegasti maður á vellinum.

 64. Dirk kuyt er mikil vinnuframherji og er mjög góður í því en því miður skapst ekki mikil ógn af honum og þó torres hafi átt mjög lélegan leik var hann samt líklegri til að skora heldur en kuyt. Kuyt er góður leikmaður fyrir liverpool á móti liðum sem eiga að vera “lélegri” en við en einhvernveginn þegar við mætum heimsklassaliðum þá er einfaldlega ekki nóg að vera duglegur að hlaupa. Eins finnst mér jú riise eiga mjög góðan leik varnalega á móti andstæðingnum en þegar við erum komnir undir þá verða bakverðir að koma meira upp með í sóknina og bæta þannig við möguleikum að brjóta upp varnir andstæðingan. En það gengur ekkert að gefast upp strax og eins og sjá má á leikjaprogramminu að það eru góðir möguleikar á sterku “runni” og fá inn þó nokkuð af stig þar sem jafntefli er ekki lengur möguleiki.

 65. Stefán ég er alveg fullkomkega sammála í sambandi með Torres,en Babbel kom inn og gerði tja ekkert nema að ógna og var að mér fannst of lengi með boltann og ætlaði helst að skora sjálfur.Ég hef alltaf hryfist að Crouch, hann er öðruvísi en aðrir og stundum leynivopnið.Kanski er Babbel betri en Kuyt ?En afhverju notar Rafa hann meira?Við vorum betri í dag en m u en við skoruðum ekki, eins og hefur komið fram í þessum þætti.Og eins og Ian Rush sagði í einhverjum pistli ,,,,að maðurinn sem hleypur og hleypur og er kanski ekki mikið með boltann ,það er kanski hann sem vinnur leikinn,og þannig er KUYT

 66. Afar slakt. Það að tala um að LFC hafi átt sigurinn skilið er djók. Áttum tvö hálffæri, skotið frá Babel og svo færið hjá Kewell eftir klafs. Jú jú, vorum meira með boltann en fengum ekkert fleiri færi en United. Mér persónulega fannst við aldrei líklegir til að jafna þó “við værum betri aðilinn”.

  Munurinn á liðunum var sá að United nýtti sitt færi en ekki Liverpool. Það er líka munurinn á því að vera lið sem berst um titil og lið sem berst um 4. sætið. ENN erum við á sama stað. Við getum ekki skorað úr þessu færi sem við fáum í toppleikjunum. Þess vegna getum við ekki unnið deildina.

  Árangur Bentiez gegn toppliðunum seinustu ár er hreint djók. Hvernig er hægt að réttlæta það að hann eigi að stjóra LFC þegar hann getur ekki unnið betri liðin í deildinni? Hvað þá unnið þau á heimavelli???? Það sem svo verra er að titilbaráttan virðist ENN EITT árið vera að deyja út fyrir áramót.

  Það þarf bara breytingar. Varla sigur gegn bestu liðunum í deild þó við vinnum þau náttúrulega í CL. Við spilum heima gegn United og höfum ekki unnið í fjölda fjölda ára.

 67. Ég tek undir með Einar Erni og því sem fram kom í leikskýrslunni. Ég commentaði hérna inná bloggið fyrir leikinn að mér litist vel á byrjunarliðið og hefði ekki hugsað mér það öðruvísi.

  Liverpool spilaði fínan bolta, þeir sköpuðu 19 marktilraunir á móti 5 hjá united. Er ekki sammála einhverjum hérna áðan sem sagði að skot utan að velli teldust ekki færi, það er einkennileg rökfræði sérstaklega ef skotin eru úr ákjósanlegri stöðu til að skora mark sem mörg af þeim voru.

  Ég tek undir með Einari að Liverpool var fyrst og fremst óheppið að spilamennska liðsins í dag hefði ekki skilað þeim amk einu marki. Menn geta eflaust endalaust pælt í taktík Ferguson vs Benites en fyrir mér lítur þetta ekki út sem einhver taktískur sigur hjá Ferguson. Liverpool stjórnuðu leiknum, sköpuðu sér færi, héldu beittustu mönnum Utd algjörlega í skefjum og Utd átti ekki skilið að skora mörk né vinna leikinn miðað við sóknarleik þeirra og spilamennsku. Hefði Liverpool hugsanlega geta verið enn beittara? Hefðu þeir geta skapað sér hugsanlega enn betri færi en þeir gerðu? Já ekki spurning. Þú getur alltaf gert betur en mér fannst spilamennska liðsins over all góð og lít ekki á þetta sem reiðarslag eða “taktískan ósigur” Benites. Eruði að segja mér að það hafi verið parturinn af taktík Ferguson að Ronaldo, Rooney Teves, Giggs, Hargrawes ofl yrðu nánast ósýnilegir með öllu í leiknum og sóknartilburðir yrðu settir upp með að grísa inn einu marki (sem hefði ekki verið mark ef Benayoun hefði verið á tánum og hlaupið útúr rangstæðugildrunni) og vinna leikinn? Nei. Auðvitað setti hann upp með að vinna varnarvinnuna sína vel en hann hefur augljóslega lagt talsverða áherslu á sóknarleikinn líka. Sóknarleiknum náði Utd nánast ekkert að sinna í leiknum og voru þeir í stanslausri nauðvörn inní teig nánast allann leikinn. Því vil ég ekki meina að Ferguson hafi unnið slíkan “yfirburðasigur” á Benites eins og margir hafa viljað halda hér fram. Vissulega átti Liverpool erfitt með að komast í gegnum vörn Utd en ekki má gleyma því að Ferdinand og Vidic eru eitt besta miðvarðarpar á Englandi og áttu þeir báðir stórleik og mjög stórann þátt í að Liverpool skoraði ekki mark í dag.

  Getum við ekki alveg eins horft á það sem “taktískan sigur” Benites að halda sóknarleik Utd sem á vera með eina hættulegustu sóknarlínu í Enska boltanum algjörlega niðri og leyfa þeim ekkert að stjórna leiknum? Endalaust hægt að rökræða svona fram og til baka.

  Í raun heldur að mínu mati áfram þessi Utd-heppni (ekki meistaraheppni) þar sem þeir vinna leik, óverðskuldað, þar sem þeir grísa inn einu marki í annars hættulitlum sóknarleik þeirra. Þetta féll bara okkur ekki í hag í dag og lítið hægt að segja við því en Liverpool var klárlega miklu betri aðilinn í þessum leik.

 68. Mér finnst frábært þegar gert er lítið úr færum Liverpool af þeirri ástæðu að þau urðu til við”mistök” Van der saar, hvernig kom markið til hjá manutd? herfileg mistök hjá Bennayoun!!!! Ég veit ekki betur en stór hluti marka verði einmitt til vegna þess að andstæðingurinn gerir mistök, það er einfaldlega partur af þessum annars einfalda leik.

 69. Við tökum þá á útivelli.Alveg viss, er farinn að sofa góða nóttttttttttt

 70. Þetta var fínn leikur að mestu leiti. Því miður náðum við ekki að nýta færin … utd. lágu í vörn og sóttu hratt á fáum mönnum. Það gékk því miður upp.

 71. Eru Man utd menn ekki að grínast með sumum kommentunum hérna á þessu ágæta bloggi, í hálfleik voru bar sýnd færi sem Liverpool menn áttu sem voru 5 talsins og svo þetta grísamark hjá United, Það eru ekki fögur orð né sönn að Liverpool hafi ekki verið að skapa sér færi og verið bitlausir, þeim vantaði bara að klára dæmið og halda pressu lengur en í 3 mínútur í senn…

  En mikið rosalega er ég ósammála skýrsluhöfundi hæstvirtum að Riise hafi verið góður í dag…

  Það er ekki til einfættari maður í Evrópu, hann er lengi að skila sér í stöðu, sem dæmi í færinu sem Shrek fékk í seinni hálfleik, og á ÖMURLEG skot í 97% tilfella, boltinn fór nánast í innkast þegar hann reyndi að skjóta með hægri og það var vitað með 5 mínútna fyrirvara að hann myndi annaðhvort skjóta yfir eða í vegginn í aukaspyrnunni sem að hann tók.

  En það þýðir ekkert að að staldra við einn leik, við verðum að halda í vonina!

  YNWA.

 72. Skil þig ekki alveg Einsi. Er sem sagt slæmt að ógna? Er ekki ógnandi leikmaður, hættulegur leikmaður?
  Rétt, Babel reyndi víst að skora sjálfur og var hársbreidd frá því. Það þarf víst að reyna að skora til að vinna leikinn. Get ekki séð að hann hafi verið e-ð eigingjarn á boltann eða klappað honum of mikið. Fannst hann heldur fríska meira upp á leikinn heldur en hægja á honum, og mun skeinuhættari en Kewell. En það er auðvitað bara mitt mat.
  Þá hafa menn mismunandi skoðanir á leikaðferð, leikmönnum, hlutverki þeirra og getu. Ég veit ekki hvað Benitez hugsar eða hverju Ian Rush heldur fram hverju sinni. Vafalaust hafa þeir mun meira vit á íþróttinni en sá sem þetta skrifar. Ég leyfi mér þó að halda mínum skoðunum frammi án þess að þurfa að vera sammála þeim eða þurfa sérstakt samþykki þeirra. Er kannski bannað að véfengja þá?

 73. Eitt fyrir svefninn: það gefur aldrei góða raun að gefast upp. Þó ég verði 121 árs eins og Dustin Hoffman í LITTLE BIG MAN þá mun ég aldrei gefast upp á að halda með Liverpool. Það er bara þannig. Dagurinn í dag er bara einn dagur á langri braut.

 74. Sagði við félaga mína á miðvikudag. Að vinna FJÖGUR NÚLL er ekki gott. Við fáum engin stig fyrir flottheit og yfirburði. Sagði að leikurinn á sunnudag yrði erfiður, ekki bara vegna þess að það væri Man Utd heldur vegna þess að vinna FJÖGUR NÚLL er gott en líka skelfing slæmt: við skorum ekki í næsta leik. Þess vegna var dýrt að gera þessi varnarmistök. Það eina gleðilega við tapið gegn Man Utd er að við tökum Chelsea á miðvikduag. Verst að þeir töpuðu líka í dag. Það verður því stál í stál. Miðvikudagur, hvar ertu?

 75. Frekar misvísandi þessar tölur sem menn slengja fram eftir leikinn til að sýna fram á hvað við vorum óheppnir, þessi meinta óheppni gegn stóru liðunum er engin tilviljun. Liverpool eru voðagóðir í að vera með boltann og gera ekkert við hann. Voru t.d. slatta með boltann í dag án þess að skapa sér neitt af viti alveg eins og í leiknum í vor. Utd áttu kannski ekki skilið að vinna leikinn því þeir áttu bara eitt færi, aftur alveg eins og í vor, en það er ekki hægt að tala um neina gríðarlega óheppni því Liverpool gerði lítið til að vinna leikinn, innit?

 76. Ég hef nú ekki séð nógu góða endursýningu af þessu marki, en ef Tevez var nær markinu en Reina þegar Rooney tók skotið þá ætti þetta að vera rangstaða þó að Yossi hafi staðið á línunni, því að þá væri Reina að spila hann rangstæðan. Sjá reglur um rangstöðu hér:
  http://www.offside-ref.co.uk/laws/11-offside-rule/detailed/

  A player is in an offside position if:

  * he is nearer to his opponents' goal line than both the ball and the second last opponent
  
 77. Beisiklí þá var þetta Liverpool lið betra liðið á vellinum í 90 mínútur. Ronaldo sást ekki, Rooney ógnaði lítið sem ekki neitt og að mínu mati unnu Liverpool menn miðjubaráttuna. Liverpool stjórnaði spilinu nær allan tímann, áttu 19 skot gegn 5 skotum Manchester United.

  Torres, Kuyt og Gerrard sáust heldur ekki mikið. Og þótt við höfum átt 19 skot, þá gefa þau ekkert endilega rétta mynd af leiknum. Sum þeirra voru t.d. svo út úr kú að það er ekki venjulegt (dæmi: Skot Hyypia rétt fyrir innan miðju, og Riise með hægri). Mætti alveg fylgja þessari skottölfræði, að Shots on Target er Liverpool: 4, Man Utd: 2, sem mér finnst segja meira.

  Ég horfði á John Arne Riise hafa besta hægri kantmann í heiminum í vasanum í dag. Ég horfði á Liverpool skapa öll hættulegu færin í leiknum.

  Ákvaðstu að bregða þér á klósettið þegar Ronaldo fór frekar illa með Arbeloa og skapaði svoleiðis laaanghættulegasta færi leiksins? Stakk Arbeloa af, gaf einhvern fáránlegan gullbolta inn fyrir á Rooney sem klúðraði á einhvern ótrúlegan hátt (sem betur fer).

  Javier Mascherano var samt fáránlega góður, og ég vil þakka honum fyrir það að Ronaldo (og fleiri) hjá Man Utd áttu ekki betri leik. En þar sem hann var oft að koma í backupið til að hjálpa mönnum, þá skildi hann Gerrard eftir, sem fyrir vikið gat ekki leyft sér að keyra fram eins og hann á að fá að gera. Þannig að ég er sammála þér að 4-4-1-1 með Gerrard hefði, og á alltafað vera kerfið sem Benitez spilar.

  Ég var sáttur með uppstillinguna fyrir utan Kuyt. Þótt Benayoun hafi ekki verið frábær, þá var Torres það ekki heldur, en ég held að enginn sé að fara að halda því fram að Torres hafi átt að vera á bekknum af því að hann var ekki frábær í dag. Stundum eiga menn bara off-day (ekki síst gegn svona góðum liðum). Spurning líka hvort þetta hafi verið einhver sálfræði að skila sér hjá man utd, þar sem þeir gerðu fátt annað þessa vikuna en að mæra Torres, og tengt því má alveg nefna að Queroz þjálfaði nú Real Madrid eitt árið, sem hafa einmitt aldrei þurft að hafa miklar áhyggjur af Torres.

  En nú er ég kominn í ruglið. YNWA

 78. Ég hef varið Dirk Kuyt undanfarið en hann var einfaldlega hörmung í þessum leik. Sem og Torres, Benayoun og Kewell. Mér finnst reyndar stórskrítið hjá Rafa að nota Kuyt í þessum leik enda er hann ekki með sprengikraft eða hraða til að komast framhjá Ferdinand og Vidic og nýtist oft illa þegar andstæðingurinn pakkar í vörn.

  Eini leikmaður Liverpool sem hefur skorað gegn Man Utd undanfarin ár er Peter Crouch (bikarinn í fyrra) og hann var m.a.s. alveg óþreyttur eftir leikinn á miðvikudag.
  Auðvelt að vera vitur eftirá en af hverju í ósköpunum fékk risinn ekki að byrja inná? Crouch er miklu líklegri til að valda kvikum miðvörðum Man Utd vandræðum með sinni ógnandi hæð en Kuyt.

  Crouch á að notast aðallega á heimavelli þegar lið leggjast í vörn gegn okkur en Kuyt á erfiðum útivöllum.
  Hvað var Rafa eiginlega að hugsa? Lét hann platast af orðagjálfri Ferguson fyrir leikinn um að Utd ætluðu sér sigur og bjóst við blússandi sóknarleik frá þeim?
  Stundum er Rafa of mikill prófessor Vandráður fyrir minn smekk. Þess vegna er ég núna í allra fyrsta sinn farinn að efast í alvöru um hvort hann sé rétti þjálfarinn fyrir Liverpool. Þó hann sé algjör snillingur.

  Hví er hann að nota óbreytt lið og spilaði erfiðan CL-leik í vikunni gegn algjörlega úthvíldu Man Utd liði? Er hann ekki að nota squad-rotation einmitt til að menn séu alltaf á tánum og ferskir?
  Hví er hann notandi Crouch á útivelli gegn Reading með Voronin á kantinum, og notar síðan Kuyt á heimavelli?
  Hví í ósköpunum notar hann ekki algerlega óþreyttan, góðan og öskufljótan leikmann eins og Ryan Babel miklu meira í undanförnum 3 leikjum?

 79. Lítið í eigin þarm – maður hefur á tilfinningunni að hér tali eintómir afturendar a la manutd.

 80. Árangurinn gegn stóru liðunum er alls ekki ásættanlegur hjá Benitez, það er það sem skiptir öllu máli í baráttunni um meistaratitilinn. Benitez er búinn að fá feykinógan tíma og ætti að fara að hleypa öðrum að.

 81. Benitez er búinn að fá feykinógan tíma og ætti að fara að hleypa öðrum að.

  Finnst þér semsagt Benitez ekkert hafa gert á þessum tíma? Ertu að segja okkur að liðið sem hann tók við (Dudek í markinu, Biscan í vörninni, Heskey í framlínunni) sé ekkert betra en liðið sem hann er með í dag.

  Ég varla nenni að ræða við fólk, sem vill reka Benitez eftir hvern einasta tapleik. En ég spyr bara: Haldiði virkilega að ástandið myndi skána ef að Benitez yrði rekinn? Trúiði því virkilega? Hvað haldiði að yrði um Xabi, Reina og Torres? Hvað haldiði að nýr þjálfari þyrfti mikinn tíma?

  Jose Mourinho hafði 3 ár með Chelsea, sama tíma og Benitez hefur haft með Liverpool. Mynduð þið vilja skipta á núverandi Chelsea og Liverpool liði? Við erum alltaf að bera okkur saman við Arsenal og Man U. Hvað eiga þau lið sameiginlegt í þjálfaramálum? Jú, þolinmæði. Hvað eiga liðin fyrir neðan okkur nær öll sameiginlegt? Jú, óþolinmæði.

 82. Einhver mesti andfótboltamaður í boltanum í dag er Christiano Ronaldo. Ég viðurkenni að maðurinn er snillingur með boltann en hann eyðileggur fyrir sér trekk í trekk með þessum helv… dýfum sínum. Halsey sá þetta greinilega í minnst tvö skipti. Ég skil ekki afhverju hann spjaldaði ekki manninn (afsakið ef þetta hefur komið fram í kommentum hér ofar. Hef það ekki í mér að lesa þau).

  Til þess að svara Bob (#84) þá sýndist mér Tevez vera fjær markinu heldur en Reina og því var hann réttstæður. Munaði samt ekki miklu.

 83. Ef einhverjir eru enn að lesa þesa færslu, þá eru hér einkunnir manna úr The Guardian. Það er ekki oft sem ég er 100% sammála blaðamönnum þar:

  Reina – 6 – The goalkeeper must feel his defenders badly let him down at the decisive moment.

  Arbeloa – 6 – There were not many occasions when Ryan Giggs eluded him, although needs to improve his distribution.

  Hyppia – 6 – He can look vulnerable but, aerially at least, he was never going to be troubled by Carlos Tevez and Wayne Rooney.

  Carragher – 7 – His contest with Wayne Rooney was one of the more intriguing sideshows and he mostly had the better of his opponent.

  Riise – 7 – The Norwegian acquitted himself admirably and was among the home side’s better players.

  Benayoun – 5 – This was not a day when any of the wide players excelled and Benayoun was a peripheral figure at times.

  Gerrard – 7 – Probably Liverpool’s best player, although unable to dictate the game in the fashion that he would have liked.

  Mascherano – 7 – Argentinian did his best to add some quality to the midfield battle and made a number of impressive interceptions.

  Kewell – 5 – For spells in the first half he was the worst player on the pitch. Improved slightly thereafter but contributed little.

  Torres – 5 – One of his least effective displays since joining the club although he could cite a lack of service.

  Kuyt – 5 – A trier, but is he really a striker to win the league? The reluctance to play Peter Crouch continues to mystify.

  Feitletranir mínar. Riise er ekki í uppáhaldi hjá mér, en hann spilaði að mínu mati ágætlega í gær. Kuyt gat hins vegar ekkert frekar en í öðrum leikjum. Annaðhvort breytir Rafa í 4-5-1 eða gefur Crouch (eða jafnvel Voronin) tækifæri. Bara einhver nema Kuyt.

 84. Ef einhver er að lesa þennan þráð ennþá.
  Ég sagði aldrei að Benitez hafi ekkert gert á þessum tíma sem hann er búinn að vera með liðið. Og auðvitað hefur hann bætt liðið síðan hann tók við, hinsvegar hafa hin liðin stóru bætt sig enn meira. Ég sagði að árangurinn gegn hinum stóru liðunum (í Englandi) væri ekki nógu góður og það væri það sem skipti mestu máli þegar væri spurt að leikslokum. Við verðum að hafa í huga að leikirnir gegn hinum stóru eru allt svokallaðir 6 stiga leikir. Nú er Rafa hálfnaður með sitt fjórða tímabil og er kominn með 30 stig eftir 16 leiki sem er einfaldlega ekki nógu gott. Deildin er búinn þetta árið og maður spyr sig hvort Rafa geti gert eitthvað betur?????

  P.s. það er náttúrulega algjör vitleysa að reka þjálfara á miðju tímabili.

  Kveðja með von um að liðið okkar hætti að valda okkur vonbrigðum.

 85. Deildin er búin þett árið

  Liðið í toppsætinu hefur tapað 11 stigum (eða að meðaltali 0,64 stigum á leik). Ef að Liverpool vinnur leikinn sem þeir eiga inni á toppliðið þá verður það lið 7 stigum á undan Liverpool.

  Þessi lið eiga þá eftir að spila 21 leik. 21 leikur til að vinna upp 7 stig. Ekki ætla ég að reyna að draga tennurnar alltof mikið úr þunglyndinu hérna inni, en það að segja að deildin sé búin er auðvitað tómt kjaftæði.

 86. Þegar ég horfi raunsætt á málið þá finnst mér gríðarlega langsótt að við getum unnið deildina sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum eftir að fara á útivellina hjá hinum stóru. Segjum að deildin vinnist á 90 stigum þá má Liverpool tapa 6 stigum það sem eftir er tímabils, maður er ekki alveg að sjá það gerast en höldum í vonina.
  Alveg sammála þér með Kuyt hann er ekki nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður í Liverpool, hann er í lagi sem 4. striker. Sorglegt að hugsa á eftir 9 millunum sem við gáfum fyrir hann á meðan við nánast gáfum Pongolle sem fékk aldrei raunverulegt tækifæri.

 87. Ef Chelsea og Arsenal geta náð jafntefli – nei, grísast á jafntefli – við okkur á Anfield, þá sé ég ekki af hverju Liverpool gæti ekki náð jafntefli þar líka. Tölfræðin segir margt en hún vinnur ekki leiki. Það að hafa tapað stigum heima á móti toppliðunum er alveg jafn vont eins og hver önnur stig töpuð – nema hvað “bragging rights” verða leiðinlegri. 🙂

  En við getum alveg unnið Manure á Old Trafford – höfum gert það áður, og munum gera það aftur. Og jú … við getum vel unnið Arsenal og Chelsea á þeirra heimavöllum.

  Enga uppgjöf – bara baráttu!!!! Er ekki alveg eins hægt að vinna deildina með 83 stigum eins og Manure gerði 2002-2003 tímabilið?? Skiptir engu hvað varðar stigafjöldann í lokin – ef við erum jú með flestu stigin – þá yrði ég nokkuð sáttur 🙂

 88. Sælir félagar
  Þá er maður kominn heim eftir afar skemmtilega ferð til Liverpool. Stuðið á vellinum var þvílíkt og stemmingin stórkostleg. Ég kem ekki ósáttur heim. okkar menn voru betri og áttu skilið að vinna. MU var afar heppið og þetta er í eina skiptið í vetur sem ég hefi séð MU vera þrýst svo aftur í teiginn að þeir komust varla út úr honum.
  Það var mikil óheppni að tapa þessum leik og þó árangur Rafa gegn hinum stóru sé slakur í tölum talið þá var liðið að spila vel í öllum þessum leikjum og niðurstaðan í besta falli óheppni og ó versta falli dómaraskandall (Che$$$).
  Ég var sáttur við uppstillingu og skiptingar nema ég vildi og vil hafa Babel frammi með Torres. Og hann átti að koma inná í stað Kyut en ekki Kewel. Annars bara svona er fótboltinn og svo sem ekkert við því að gera. Auðvitað hundfúlt að tapa þessum mikilvæga leik enn ….
  Það er nú þannig.

  YNWA

2 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

Óbreytt lið gegn Man U

Fréttatilkynning frá LFC