Fréttatilkynning frá LFC

Jæja, menn hafa sest niður eftir tapið og í kjölfar fundarins var þessi fréttatilkynning send út:

>A meeting was held this evening involving Tom Hicks, George Gillett, Foster Gillett, Rick Parry and Rafa Benitez which was wide ranging and positive.

>The discussions were amicable and constructive. All those present are united in their desire to bring further success to the club.

Þetta er voðalega innihaldslítil tilkynning, en hún er allavegana jákvæð. Vonandi að Rafa hafi tekist að sannfæra Bandaríkjamennina um það hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera til þess að færa liðið áfram.

6 Comments

 1. Sammála því að lítið er í þessari yfirlýsingu annað en svona “breiðum yfir ágreininginn”.
  Kemur í ljós hvað í Benitez er spunnið núna, vona svo innilega að hann nái framförum fljótt og örugglega, er reyndar ekki endilega stressaður með miðvikudaginn en núna þarf særða ljónið að kaffæra næstu leiki.

 2. “breiðum yfir ágreiningin

  Er ekki sammála því. Það er alveg eins hægt að lesa útúr þessu að menn skilji nú hvor aðra.

 3. Mér finnst þessi yfirlýsing eins og hinar sem komið hafa frá klúbbnum að undanförnu (kanakjánum). Illa ígrundaðar og segja ekki nokkurn skapaðan hlut.
  Þeir hefðu átt að koma með stuðningsyfirlýsingu á Benites eða sleppa þessu!
  Það er mín skoðun á þessu.
  YNWA

 4. Þessi tilkynning segir okkur í raun ekki neitt nema það að kannski að Benítez verður ekki rekinn. Allt annað sem hefur farið fram á fundinum, svo sem umræður um pening til kaupa í janúar, Mascherano-kaupin og annað slíkt, á sennilega eftir að leka út á næstu dögum.

 5. Þetta er í raun yfirlýsing um ekki neitt…

  En mér finnst líklegt að þeir hafi sent þetta frá sér til að sporna við “busy-week” hjá slúðurblöðunum þar sem allir vita að það verði fundaið í vikunni.

Liverpool 0 – Man U 1

Í kjölfar erfiðs sunnudags.